Dagur - 08.03.1961, Page 2
2
ÞRÁTT FYRIR endurteknar
aðvaranir um rányrkju í skóg-
lendum jarðarinnar er greini-
legt, að mörg ríki hafa enn
ekki séð að sér, sagði K. H.
Ödekoven, sérfræðingur Mat-
væla- og landbúnaðarstofnun-
arinnar, fyrir skemmstu. í
UNESCO-bókinni „Impact of
Scienie on Society“ bregður
Ödekoven upp glöggum mynd-
um og athyglisverðum af þró-
uninni á mörgum sviðum, m. a.
skógrækt.
Hann vitnar í prófessor
Flatscber frá. Vín, sem hefur
haldið því fram, að skógar
jarðarinnar vaxi árlega um
1.600 milljónir rúmmetra, eða
því sem næst. Samtímis nemur
skógarhöggið í heiminum 2.200
—2.600 milljónum rúmmetra ár
lega.
I»ar círaup smjör af hverju strái
Ef þessar tölur eru réttar,
sagði Ödekoven, höggvum við
á hverju ári 50% meira timb-
urmagn en hægt er að segja, að
leyfilegt sé. Ef einn maður
stæði fyrir þessari rányrkju
yrði hann sakaður um glæp-
samlegt athæfi, dreginn fyrir
dómstóla og dæmdur til að
greiða þungar sektir. En þegar
allt mannkynið hjálpast að, þá
er framferðið ekki talið sak-
næmt og varðar ekki við lög,
segir Ödekoven. Og hver er
skýringin? Sennilega sú, að
óhjákvæmiiegar afleiðingar rán
yrkju í náttúrunnar ríki koma
sjaldnast niður á forsprökkun-
um sjálfum.
Ödekoven styður ásakanir
sínar gegn þessari kynslóð með
dæmum um rányrkju fyrri kyn
slóða. Sahara var eitt sinn stór
blómagarður segir hann. Forn-
ar helllamyndir og ristur sýna,
að þar var mikið af ám og
vötnum. En hver syndir í
Sahara á vorum tímum? —
Annað frjósemisbelti náði frá
Vestur-Kína, yfir Turkestan,
Afghanistan, Iran, Irak, Jór-
daníu og Sinai til Norður-
Afríku. Allt þetta svæði, sem
nú er lítið annað en eyðimerk-
ur og grjót, var frjósamt. Þar
draup smjör af hverju strái og
þar áttu heimkynni sín ríkar og
voldugar þjóðir — svo sem
Babyloniumenn, Persar, Make-
doniumenn og Fönikiumenn.
Þriðja jarðsvæðið, sem áður
var grænt og frjósamt, nær frá
ísrael, um Sýrland, Litlu-Asíu,
Grikkland, Italíu og til Spánar.
Nú er fjalllendið í þessum lönd
um nakið og sviðið. Litlir skóg-
ar, engir skógar. En það er víst
mikið til í því, sem Henry C.
Wallace, landbúnaðarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði:
„Þjóðirnar lifa jafnlengi og
þær hafa mold.“ □
RÍKISSTJÓRNIN ætlaði að af-
nema „niðurgreiðslufarganið".
En fyrir nokkrum dögum upp-
lýsti Gylfi Þ. Gíslason við-
skiptamálaráðherra það á Al-
þingi, að niðurgreiðslur á ýms-
um vörum myndu á þessu ári
verða 310.8 milljónir króna.
Áæílunin lítur þannig út:
42 millj. 1. mjólk 112.4 millj.
7600 tonn dilkakjöt 59.3 millj.
1200 tonn smjör 41.2 millj.
10.000 tn. kartöflur 23.6 millj.
2.100 tonn smjörlíki 16.8 millj.
18.500 tonn erlendar
fóðurvörur 12.0 millj.
Geymslu- og vaxta-
kostn. kjöts 11.5 millj.
950 tonn saltfiskur 8.7 millj.
4400 tonn ný ýsa 7.0 millj.
1350 tonn kaffi 6.5 millj.
12.000 tonn innflutt-
ur áburður 4.5 millj.
2.200 tn nýr þorskur 4.2 millj.
Niður eru greiddar 16 vöru-
tegundir sem hér segir:
1. Dilka og geld-
fjárkjöt kr. 7.80 kg.
2. Ærkjöt kr. 3.40 kg.
3. Geymslu- og
vaxtakostn.
af kjöti kr. 0,30 mán.
4. Mjólk kr. 2.72 1.
; 5. Heimamjólk kr. 1.80 1.
RITST J ÓRI Alþýðu man nsin s
lýsir ástandinu hér á landi í blaði
sínu, og m. a. með eftirfarandi
orðum: ,,í hinni miklu veiðistöð,
Vestmannaeyjtim, er allt athafna-
líf í dái og kann enginn að reikna
nákvæmlega út, hve margra
milljónavirði þar tapast, en nú
bætist við stöðvun á róðrum við
Faxaflóa vegna verkfalls yfir-
manna á bátaflotanum.... Öll-
um blöskrar, hvernig heill og hag-
sæld þjóðarinnar er lagt uiidir við
augljóst fjárhættuspil.... Margir
eru farniff aff yppta vonleysislega
fixlum og fullyrða, að íslendingar
eigi ekki skilið sjálfstæði. .. . Oss
vantar stofnun, sem reiknar það
hlutlaust og hagfræðilega út,
livaða kaupgjald hinir ýmsu at-
vinnuvegir þola. . . . “
[á, ástandíð er hrein-t ekki gott
og það er góðra gjalda vert þegar
hinir húshóndahollustu þjónar
íhaldsins viðurkenna hið ömur-
lega ástand.
En um leið verður að minna
þá á, að hið óþolandi ástand, sem
.310,8 miSlj.
6. Flöskugjald kr. 0.05 1.
7. Smjör kr. 34.35 kg.
8. Kartöflur kr. 2.36 kg.
9. Geymsla
kartaflna kr." 0.50 kg.
10. Smjörlíki kr. 7.99 kg.
11. Saltfiskur kr. 9.15 kg.
12. Þorskur, nýr kr. 1.90 kg.
13. Ýsa, ný kr. 1.60 kg.
14. Kaffi 16.8% fobverðs
15. Innfl.
fóðurvörur 18.6% fobverðs
16. Innfluttur
áburður 18.6% fobverðs
Niðurgeirðslurnar voru svip-
aðar á síðasta ári. □
nú ríkir, cr verk íhaldsins og
jteirra sem því vilja þjóna. Ríkis-
stjórnin hafði ekki samráð við
hinar fjölmennu vinnpstéttir í
landinu jtegar htin gerði „við-
reisnar“tillögur sínar og knúði
þær fram, og þeim var beinlínis
stefnt gegn hinu vinnandi alþýðu .
fólki (sem Alþýðuflokkurinn barð
ist eitt sinn fyrir). Fimmtán
prósent kjaraskerðingin, sem nú-
verandi ríkisstjórn hefur lagt á
borgarana, er þungur haggi, sem
um 90 af hverjum 100 landsmanna
verður að bcra bótalaust. Á sama
tíma fá hátekjumenn tugi þús-
unda í lækkuðum skiittum, svo
sem áður hefur verið sýnt tölu-
lega hér í blaðinu.
Sú staðreynd var algerlega snið-
gengin, að hvaða ríkisstjórn sem
cr, verður að stjórná með hliðsjón
af hagsmunum íjöldans en ckki
fárra einstaklinga, svo er almcnn-
um kosningarétti fyrir að Jtakka.
Verkföllin á vetrarvertíðinni
nti, sem Jtegar hafa kostað þjóðina
hundruð milljóna, cru afleiðing-
ar af tillitslausri íhaldsstefnu nú-
verandi ríkisstjórnar. Af sama
toga er hin mikla lömun fram-
kvæmda, minnkandi atvinna,
samdráttur í verzlun, Jiverrandi
kátipgeta almennings og skert
lífskjör.
Það má með sanni segja, að <>11-
um blöskri hvernig stjórnin leggur
„hagsæld Jsjóðarinnar undir við
augljóst fjárhættuspil". Menn eru
líka farnir að „yppta vonleysis-
lega öxlum og fullyrða, að íslend-
ingar eigi ekki skilið sjálfstæði. .“
Svo langt hefur núverandi stjórn-
arstefna borið okkur af leið á
síðasta tveggja ára stjórnarferli
íhalds og krata, að jafnvel harð-
soðin og trúverðug hjú stjórnar-
innar, horfa skelfdum augum á
værk húsbændanna og takandi
sér í munn orð J>eirra „mörgu"
til atlnigunar, sem vonlausir eru
orðnir um sjálfstæði íslands, eftir
aðeins eins árs stjórn íhaldsins og
tveggja ára stjófn íhalds og krata.
Áfgreiðslustúlka óskasl
Brauðgerð Kr. Jónssonar og Co.
s.i
ómenn!
Matsvein og liáseta vantar á rnb. Garðar, sem er að
hefja þorskanetaveiðar. — Upplýsingar hjá Friðþjófi
Gunnlaugssyni, skipstjóra, í síma 1308 og í síma 1439,
Akureyri.
fyrir ungar stúlkur.
Margir litir.
Margar gerðir.
Verð frá kr. 161.00.
VERZL. ÁSBYRGI
Laust púður og
steinpúður
N Ý K O M I Ð
VERZL. ÁSBYRGI
hefst fimmtudaginn
9. marz á
brjóstahöldum,
lífstykkjum,
sokkabandabeltum,
nærfötum, undirkjólum,
sokkum, síðbuxum,
peysum, bútum
o. fl. o. fl.
ANNA & FREYJA
TVEIR DRENGIR *
(10 ára) frá Keflavík óska
eftir að komast í sveit í
sumar. Helzt á sama bæ,
eða nálægt hvor öðrum.
Afgr. vísar á.
SNÍÐ OG HÁLF-
SAUMA KJÓLA.
Uppl. í síma 1732.
RAFHA-ELDAVEL
og FIRÆRIVÉL
TIL SÖLU.
Uppl. í síma 1981.
TIL SÖLU ER
D. C. H. 4.T.
M Ú G A V É L
driftengd.
Uppl. í síma 1833,
Akureyri.
TÚN TIL SÖLU
í Glerárhverfi.
Uppl. í síma 2064
eftir kl. 7 e. h.
Notuð ÞVOTTAVÉL
TIL SÖLU.
Uppl. í síma 1932
eftir kl. 7 á kvöldin.
STULKA OSKAST
til heimilisstarfa hálfan
daginn um tveggja mán-
aða tíma.
Uppl. í síma 2444.
STÚLKA ÓSKAST
til afgreiðslustarfa.
Hressingarskálinn
Strhndgötu 13 B.
Reglusaman fullorðinn
o
mann
VANTAR HERBERGI
Æskilegt að fæði geti
fylgt.
Afgr. vísar á.
ÍBÚÐ ÓSKAST
2—3 herbergja íbúð ósk-
ast 1. maí n. k., lielzt á
Suður-Brekkunni.
Uppl. í síma 2509.
ÍBÚÐ
Þriggja til fimrn her-
bergja íbúð óskast leigð
1. eða 14. maí.
Afgr. vísar á.
Tveggja herbergja
ÍBÚÐ ÓSKAST
fyrir barnlaus hjón,
nú þegar eða í vor.
Áfgr. vísar á.
ÍBÚÐ ÓSKAST
leigð frá 14. maí.
Ujrpl. í síma 2167
eftir kl. 7 e. h.
r.
LAUGARBORG
Dansleikur laugardags-
kvöldið 11. marz kl. 9.30.
Ásarnir leika.
Kvenfélagið Iðunn og
U. M. F. Framtíð.
SPILAKLÚBBUR
Skógræktarfélags Tjarnar-
gerðis og bílstjórafélag-
anna í bænum.
Spilakvöld í Alþýðuhús-
inu sunnud. 12. marz kl.
8.30 e. h. Þetta er síðasta
spilakvöld okkar í vetur
og um leið árshátíð.
Kepjat verður til úrslita
og verðlaun afhent og
dansað til kl. 2 ef leyfi
fæst. Fjölmennið á þetta
síðasta skemmtikvöld okk
ar og takið með ykkur
vini og kunningja.
Stjórnin.
GULLHRINGUR,
merktur I.ovisa, tapaðist
sl. fimmtudag. Skilist vin-
samlegast á afgr. blaðsins.