Dagur - 06.04.1961, Blaðsíða 1

Dagur - 06.04.1961, Blaðsíða 1
f-----------;— --------------- ' AIAi.<;a<;n I'ramsóknarman.na Rn'STjÓRi: Erunguk Davíbssox Skkikstofa 1 Hai narstk.kti 90 SÍMi H6() . SETNINCU OG PTUSNTliN ANNA.ST PkKNTA'ERK OlJOS B.I(')K.NSSONAR H.t’. AkURKYRI XLIV. árg. — Akureyri fimmtudagirm 6. apríl 1961 — 16. tbl. --------------------------------------- Alif.lAXtM.AST )Óki: Jón Sam- ÚELSSON . AkCANCURINN KOSIAK KR. 109.00 . (>1 Al.DDAGI KR 1. JÚL.Í TÍI.ADIB KEM'JR I r Á MlftVlKUDÖC.- t’M ÓC A LAUGARDÖGUM (>KGAt< ÁSTTDA lOKIR TU. .____________________________________^ Sumaráætiun Flugíélags Islands SUMARÁÆTLUN millilanda- flugs Flugfélags íslands h. f. gekk í gildi 1. apríl s. 1. Samkvæmt henni, fara flug- vélar félagsins tíu ferðir frá Reykjavík til útlanda yfir mesta annatímann, enda eiga margir farþegar pantað far á hinum ýmsu flugleiðum. Ferðum verður fjölgað í áföngum til 17. júní og verða sem fyrr segir tíu ferðir til Reykjavíkur og frá þegar flest- ar eru. Þar af eru níu ferðir á viku til Kaupmannahafnar, átta til Bretlands, tvær til Osló og tvær til Hamborgar. Ennþá liggja ekki fyrir nauðsynleg leyfi til Parísarflugs, og er því ekki víst að það geti hafizt í sumar, eins og ráð var fyrir gert. Með sumaráætlun millilanda- flugs, breytast brottfarar- og komutímar flugvélanna. Brott- INÝTT FYRIRTÆKI | NÝTT fyrirtæki hefur tekið til starfa hér í bæ. Fyrirtækið er eign Ingva Á. Hjörleifssonar rafvirkjameistara, en hann hef- ur undanfarin 10 ár starfað sem rafvirkjameistafi hjá K.E.A. og mun hafa annazt íagnir á flesta svéitabæi í héráðinu, sem feng- ið hafa rafmagn síðan rafvæð- ingin hófst, , ,auk uppsetninga allmargra einkastöðva. Einnig hefur Ingvi verið brautryðj- andi í uppsetningu á leiksviðs- ljósaútbúnaði í félagsheimilum og samkomuhúsum hér um slóðir. Ingvi hefur í allmörg ár verið kennari í rafvirkjafaginu við Iðnskólann á Akureyri og hefur kynnt sér kennslufyrir- komulag erlendis á þessu sviði. Ingvi mun vera eini löggilti rafvirkjameistarinn hér í bæ með framhaldsskólamenntun. SAMKVÆMT fréttum úr dönskum blöðum hefur danska skipasmíðastöðin Burmeister & Wain unnið mikla hylli rúss- neskra yfirvalda. Nýlega var undirskrifaður samningur milli rússneska ríkisfyrirtækisins Sudoimport og B & W um smíði fjögurra nýrra verk- smiðjuskipa, og verða þá sér- staklega gerð fiski- og fisk- iðnaðarskip, sem B & W hafa byggt fyrir Rússa, orðin 25 að tölu. Þessi nýju skip verða stærri en þau eldri, hvert 'þeirra 2600 tonn „Deadweight“, og miklu betur búin sjálfvirk- um tækjum en fyrri skipin. Hvert skip á að verða móður- skip fyrir togaraflota. Allan afl ann á að vinna um borð í móð- ur skipunum. Þar verður aflinn ísaður, pakkaður í öskjur og væntanlega frystur. Ennfremur verður aðstaða til mjöl- og lýs- isvinnslu í skipunum. Á hverju farartímar frá Reykjavík til út- landa verða kl. 8.00, 8.30 og 10.00 árdegis, og komutímar frá kl. 22.30 til 23.55, nema sunnudagsferðir frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Osló, sem koma til Reykjavíkur kl. 16.40. Flugfélag íslands hefur nú á leigu Cloudmasterflugvél af fullkomnustu gerð til milli- landaflugs, og mun svo verða um nokkurn tíma, þar sem önnur Viscountflugvélin er bundin við störf í Grænlandi en hin er í skoðun ytra. Á sumri komandi munu Vis- countflugvélarnar hinsvegar annast millilandaflugið að mest um hluta, en að nokkru mun verða notuð DC-6B (Cloud- masterflugvél), sem Flugfélag íslands hyggst kaupa. Sú flug- vél er hinn glæsilegasti far- kostur og búin fullkomnustu tækjum, m. a. ratsjá. Um þessar mundir eru nokkr ir flugmenn Flugfélags íslands að Ijúka bóklegu námi í með- ferð DC-6B flugvéla og eftir heimkomuna munu þeir hefja flug sem aðstoðarflugmenn á þeirri flugvélategund, unz þeir eftir tilskilinn tíma öðlast flug- stjórnarréttindi. Þangað til munu flugstjórar frá SAS stjórna flugvélinni. Nú eins og nokkur undanfar- in ár, hefur Flugfélagið vandað mjög til útgáfu sumaráætlunar sinnar, og .er hún jafnframt hin ágætasta kynning. í sumar- áætluninni, sem prentuð er á mjög góðan pappír, eru margar litmyndir frá fþgrum stöðum hér á landi auk teikninga og annara mynda. Á tímabilinu frá 1. apríl til 31. maí og frá 1. október til 31. marz 1962 munu verða í gildi sérlega lág fargjöld frá Reykja- vík til nokkurra staða í Suður- Evrópu. Hér er um að ræða 25% afslátt frá gildandi ferða- (Framhald á bls. 7) skipi verður 102 manna áhöfn. Skipin verða búin B & W-vél- um; á ganghraði að vera 14 míl ur. Talið er að skipin muni kosta um 7,5 milljónir danskra króna hvert um sig. □ Sauðárkróki, 22. marz 1961. Nýtt samkomu- og veitingahús var op'nað á Sauðárkróki fimmtud. 16. f. m. Ber það nafn ið Alþýðuhúsið og er eigandi þess samnefnt hlutafélag. Húsið stendur við Aðalgötu Alþýðuhúsið er að grunn- fleti 156 ferm. auk útbyggingar um 50 ferm. Veitinga- og dans- salur er 11,5x7,5 m. Húsið er á parti tvílyft. Á neðri hæð er eldhús, snyrtiherbergi, fata- geymsla og forstofa, en á efri hæð veitingapláss, sem er opið inn að salnum og fráskilið hon- um með handriði. Smíði hússins hófst fyrir rúm um tveim árum og er henni nú að mestu lokið. Teikningar að Alþýðuhúsinu gerði Ragnar Emilsson, arki- tekt, yfirsmiður var Einar Sig- tryggsson, húsasm., raflagnir annaðist Erlendur Hansen, raf- virki og um málningu sá Hauk ur Stefánsson, málari. Fyrir gluggum eru hin veg- legustu gluggatjöld,'htendlituð og mynztruð af Sigrúnu Jóns- dóttur, listakonu. Sæti eru í húsinu fyrir um 2Ö0 manns. Vinna öll innanhúss virðist vel af hendi leyst og málning hin smekklegasta. Húsgögn eru léttbyggð og snyrtileg. MIKLIR KULDAR voru hér norðanlands um páskana. Ann- an páskadag komst frostið í 29 stig í Möðrudal og er það mesta frost, sem komið hefur þar síðan 1944, að undantekn- um einum degi í febrúar 1955, en þá komst það í 32 stig. í Ætlunin er að reka húsið sem samkomu- og veitingahús og þá aðallega sem veitingahús, a. m. k. yfir sumarmánuðina. Framkvæmdastjóri hússins er Haukur Stefánsson, málari. Húsið var opið í Sæluvik- unni og dansleikir haldnir þar seinni hluta hennar. G. I. Mývatnssveit voru 26 stig ann- an páskadag. Hvergi sér á dökkan díl aust ur á Hólsfjöllum. Jeppi með póst þaðan komst langleiðina til Mývatnssveitar, en ganga varð með póstinn síðasta spöl- inn. □ Veitingasalur í Alþýðuhúsinu á Sauðárkróki. Rússar bæfa enn við skipum *iiiiiiiiiiiiaiiiiiiiaiiiaiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiii«iiajiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaéiiiiiiiiii*iiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii I LÆTUR STJÓRNIN REISA 1 | VARNAGLAVERKSMIÐJU? | 1 VAR EKKI því lofað fyrir síðustu Alþingiskosningar, af öll- j i um frambjóðendum allra flokka, að ekki skyldi samið við i § Breta í landhelgismálinu? Hverjir hafa nú gert það, sem þeir lofuðu að gera ekki? Þingmenn hafa að sjálfsögðu leyfi til að breyta skoðun 5 i sinni, en mega þeir greiða atkvæði í höfuðmálum alveg i i gagnstætt því, sem þeir hafa sagt kjósendum að þeir mundu i i gera, er þeir báðu þá að kjósa sig? Er þetta ekki gagnstætt i | 'því, sem hæfa þykir í lýðræðislandi? Er ekki venjan, þegar j 1 svona stendur á, að láta kjósandann skera úr, hafa aðrar i i kosningar eða þjóðaratkvæðgreiðslu? | „Þetta skal ég aldrei gera, það veit hamingjan, ja, þ. e. a. s. i j ef ég breyti ekki um skoðun, og ef ég fæ nú alveg að ráða i j mér sjálfur.“ Væri ekki vissara fyrir ýmsa stjórnmálamenn að hafa j j þennan hátt á, er þeir ræða næst við kjósendur á framboðs- : i fundum og lofa þeim gulli og grænum skógum og fullvissa j j þá um, að þeir muni aldrei gera þetta eða hitt? □ j •ll llllllllll■llllllll■ll■l•llll■lll■ll■lll•llllllll■■••ll••llllllll•■•l••l•l■llllllllll••ll•ll•l■l•lllllll■■•lll•l•l■l•l■•lllllllll■ll••l•v Mikil frostharka norðanlands

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.