Dagur - 06.04.1961, Blaðsíða 2

Dagur - 06.04.1961, Blaðsíða 2
2 Bifreiðaeigendur greiða árléga í Frá aðalfundi Félags ísl. bifreiðaeigenda AÐALFUNDUR F. I. B., var haldinn miðvikud. 15. marz. Var fundurinn fjölsóttur og ríkti mikill áhugi um verkefni og framtíð félagsins. Stjórnin gaf skýrslu um störf in frá síðasta aðalfundi í júlí 1960, en þá var algerlega skipt um stjórn í félaginu. Fjölda mörg mál varðandi bifreiðaeig- endur og vegfarendur almennt höfðu verið tekin til athugun- ar, en megináherzla lögð á vega mál, bifreið'aþjónustu, umferða og öryggismál, tryggingamál og breytingu á skipulagi félagsins. Hafa sérstakar nefndir fjallað um þessi mál. Fer hér á eftir stuttur útdráttur úr skýrslu stjórnar F. I. B.: Vegamáh Athuganir og útreikningar, sem félagið lét gera hafa leitt í ijós, að liinir sérstöku skattar, sem bifreiðaeigendur greiða ár- lega til ríkissjóðs af bílum og rekstrarvör.um þeirra, nema um 250—300 milljónum króna. Árið 1960 var fjárveiting til brúa og vega aðeins 110 milljónir. Rík- i.ssjóður leggur því ekki fram til vegamáia nema Vi af þeim tekjum, sem hann hefur af land farartækjum og rekstrarvörum þeirra. Hið lélega ástand vega á fjölförnum leiðum er einn frumstæðasti þáttur okkar þjóð félags, sem kostar þjóðina stór- fé í ótímabær og óþörf skilti og eyðileggingu ökutækja, jafn- framt því sem það hindrar á margan hátt eðlilega hagnýt- ingu ýmissa tæknilegra og vís- indalegra framfara. En á slík- um framförum byggjast allar kjarabætur þegnanna. Þjóðar- nauðsyn býður, að breytt sé um stefnu í vegamálum og það er hlutverk F. I. B., að stuSla að því, að sú breyting verði gerð sem fyrst. Bifreiðaþjónusía. Viðgerða- og varahlutaþjón- usta er veigamikið hagsmunar- mól bifreiðaeigenda, sem F. I. B. hefur tekið til athugunar á sl. ári, og má í því sambandi nefna álitsgerð, sem stjórn fé- lag.sins ritaði allsherjarnefnd Alþingis varðandi frumvarp um löggildingu bifreiðaverkstæða. Þar segir meðal annars: „Við- gerðarþjónusta er mikið og vax andi vandamál fyrir flesta bif- reiðaeigendur landsins. F. I. B. hefur því áhuga fyrir öllum þeim aðferðum, sem líklegar eru til að bæta núverandi á- stand. Við áiítum skýrslu Mey- er’s mjög glöggt yfirlit um þetta mál, þó að sjálfsögðu megi ekki álíta upplýsingar hennar óskeik ular r.é leiðbeiningar þær, er henni fylgja, einhlítar til úr- bóta. Helztu vandkvæði bílavið gerða teljum við þessi: léleg tækni, vankunnátta, skipulags- ieysi, lélegt húsnæði. En þessi vandkvæði eiga sér þrjár grund vallarástæður: Oeðlilega þröng verðlagningarákvæði. Skipu- lagsleysi í innflutningi vara- hluta. Skortur á tækniiegri iðn fræðslu." í r.iðurlagi bi'éfsins segir: „Lög þessi eru sennilega ó- þörf', þar eð bi-eytingar ó verð- iags-ákvæðum mundu ekki að- eins ná sama heldur betri ár- angri. Þau eru ótímabær vegna þess, að Bifreiðaeftirlit ríkisins hefur ekki þá aðstöðu, sem nauðsynlegt er til að tryggja að nægilega ströngum löggilding- arákvæðum verði framfylgt. Má í því sambandi benda á, að slælega mun framfylgt ýmsum þéim reglum um iðnað og iðn- aðarhúsnæði, sem náð geta til bifreiðaverkstæða. Lögin myndu skapa vissum verkstæð um eins konar einokunarað- stöðu, hindra, að hægt væri að afnema verðlagsákvæði, sem eru undirrót meinsemdarinnar. Svo virðist, sem lög þessi myndu verða til verulegra hags bóta fyrir 10—20 bifreiðaverk- stæði, þau myndu ekki ley.sa að verulegu leyti né á varan- legan hátt vandræði 12—14 þús. bifreiðaeigenda, og því senni- lega óþörf, áreiðanlega ótíma- bær og gildi þeirra takmarkað. Því álítum við tæplega verj- andi fyrir hið háa Alþingi að samþykkja lögin eins og sakir standa. Við mælum því gegn því, að frumvarpið verði sam- þykkt.“ Útgáfa Ökuþórs. ZEtlunin var að hann kæmi út um áramótin, en því miður hefur það dregizt nokkuð. En nú er tímaritið komið í prent- un og verður væntanlega sent félögum um næstu mánaðamót. Ritstjóri Ökuþórs er Guðmund ur Karlsson. Þá hefur nefndin leitað eftir fræðslukvikmynd- um um umferðamál, bæði hjá Upplýsingaskrifstofu Banda- ríkjanna og Félagi danskra bif- reiðaeigenda. Umferðafræðsla. Upplýsingaþjónustan hefur boðið tvær gagnlegar kvik- myndir að lóni og var ætlunin að sýna þær sem aukamyndir í kvikmyndahúsunum, en til þess að þær komi að fullum notum þarf að sertija við þær íslenzka skýringartexta, og hefur ekki unnizt tími til þess. Danska bif reiðaeigendafélagið hefur látið gera forkunnargóða kvikmynd um akstur i hálku, og getur F. I. B. fengið keypt eintak af þeirri mynd. Tjón af völdum hálku, eru hér æði mikil. Oft veldur vangá og vankunnátta í akstri. Kvikmynd sem þessi, gæti bætt úr því og stuðlað að minnkuðum tjónum og þar með lækkuðum iðgjöldum bifreiða- trygginga. Tryggingamál. Þar er lögð megináherzla á eftirfarandi atriði: Sameiginlegar bifreiðatrygg- ingar F. I. B., þannig að iðgjöld reiknist eftir þeirra eigin tjón- um. Uhnið hefur verið að þessu í samvinnu við öll almenn bif- reiðatryggingafélög. Iðgjöld af bifreiðatryggingum í heild geta ekki lækkað, nema tjónin minnki. Að þessum verkefnum vill F. I. B. vinna með því að lóta gerai nákvæma athugun á tíðni, eðli og orsökum slysa og auka umferðafræðslu, sem að verulegu leyti byggist á upplýs ingum um þessi atriði. Vinna að breyttu fyrirkomulagi ó bif- reiðatryggingum á þann hátt að draga úr oftryggingu og stuðla að því, að ábyrgðin lendi meira á þeim, sem tjónunum valda heldur en nú er. Vinna að því að reglum um veitingu og svipt ingu ökuleyfa verði breytt, og tekinn verði upp sá háttur, sem víða tíðkast erlendis, að öku- menn, sem títt brjóta ökuregl- ur sökum kæruleysis eða van- kunnáttu í akstri, séu sviptir ökuleyfi. Slík ökuleyfissvipting er ekki refsing, heldur nauð- synleg öryggisráðstöfun og er ekki tímabundin. Hins vegar fær sá, sem.ökuleyfi er sviptur á þennan hátt, þá og því að- eins réttindi sín aftur, að hann gangi undir mjög strangt öku- próf og standist það. Fyrirkomu lag sem þetta hefur gefið goða raun erlendis og mundi vafa- laust fjarlægja margan óhæfan ökumann af ísli vegum. Þá hyggst F. I. B. vinna að því, að unnt verði að tryggja ísl. bifreiðir hér heima til ferðalaga erlendis, og sömuléiðis að er- lendar bifreiðatryggingar verði teknar í gildi hér á landi. Vegaþjónusta o. fl. Félagið sá um viðgerðaþjón- ustu fyrir bifreiðar á fjölförn- ustu leiðum um Verzlunar- mannahelgina, og var hún innt af hendi ókeypis fyrir félags- menn. Vistfólki á Grund var boðið í skemmtiferð. Haldinn var almennur um- ræðufundur um vegamál og sýnd kvikmynd um gerð ný- tízku vega. Undirbúnir voru samningar við ýms fyiúrtæki um bætta þjónustu og e. t. v. afslátt fyrir félagsmenn. Breytingar á rekstri félagsins. Á aðalfundinum var lögum félagsins breytt og stefnt að því að auka starfsvið þess og efla félagatölu. Nú er félagið opið öllum bifreiðaeigendum og öðr um áhugamönnum um velferð umferðamála með þeirri tak- mörkun, að einkabifreiðaeig- endur skuli ætíð skipa 3 sæti í stjórn þess. Góðir Svarídælingor. ÁHUGI Á varðveizlu þjóðlegra verðmæta er vaxandi í landi voru. Beinist hann að því að halda til haga allskonar göml- um munum og minjum svo og að festa á prent ýmsan gamlan fróðleik og frásagnir um mál- far, atburði og atvinnuhætti fortíðarinnar. Einn liður í þess- ari viðleitni er söfnun gamalla ljósmynda, bæði mannamynda og annarra mynda, svo og raddaupptaka á segulband. Söfnun muna og skráning heim ilda hefur farið fram á vegum opinberra aðila og mun vera í góðra manna höndum. Mynda- og raddasöfnun verður hins vegar að vinnast af heima- mönnum, enda má segja að slíkt hafi staðbundnara gildi. í seinni tíð hafa ýmsir ein- staklingar lýst áhuga sínum á þessu máli hér í sveit og hvatt til þess að hafizt verði handa um framkværndlr áður en meira glatast af því, er ekki verður bætt. Þá hefur hrepps- nefnd Svarfaðardalshrepps sam þykkt, að leggja málinu lið, og að sveitarsjóður greiði kostnað- inn þegar þar að kemur, enda verði safnið eign sveitarfélags- ins. Sömuleiðis hefur Lions- klúbbur Dalvíkur ákveðið að beita sér fyrir hliðstæðri söfn- un á Dalvík. En meður því að hreppar þessir eiga sameigin- lega fortíð, ef svo mætti að orði kveða, hljóta þessi verkefni að tvinnast allavega saman í fram kvæmdinni. Nú hefur svo um talazt, að séra Stefón Snævarr taki að sér raddaupptöku fullorðinna hér í sveitinni. Er hann enda lítillega byrjaður á því nú þegar. Þá er og ákveðið að hefja nú söfnun ljósmynda, og hefur séra Stef- án sömuleiðis lofað að veita myndunum móttöku og varð- veita þær á fyrsta stigi málsins. Því er þess nú óskað, að Svarf- dælingar bregðist vel við og sendi þegar í stað þær myndir, sem þeir hafa undii' höndum og til greina koma í þessu sam- Auknar framkvæmdir við Austurveg. Þá ~samþykkti fundurinn að beina þeim tilmælum til ríkis- stjórnarinnar að nota 15 ára gamla heimild til 20 millj. kr. lántöku vegna Austurvegar, og yi'ði fé þetta notað í Þrengsla- veg ó þessu ái'i, að svo miklu leyti sem kostur er á. Steyptur vegur að Selfossi eftir 80—90 ár. í rökstuðningi fyrir tillögu þessari var upplýst, að sam- kvæmt lauslegi'i kostnaðaráætl un og þeim fjárveitingum, sem nú eru veittar til Austui-vegar, myndi taka tæp 90 ár að byggja vandaðan, steyptan veg frá Reykjavík að Selfossi. Miðað við bifreiðaumferð og flutnings magn hefur verið full þörf fyr- ir þennan veg í fimm ár eða meii'a. Að óbi'eyttum ástæðum er útlit fyi'ir, að við vei'ðum næstum heila öld á eftir tíman- um í þessum efnum. Úr stjói-n gengur samkvæmt lögum gjaldkeri og annar með- stjórnandi. Stjói-n félagsins skipa nú: Arinhjörn Kolbeins- son, foi’maðui*, Björn Svein- björnsson, ritari, Yaldimar Magnússon, gjaldkei'i, Haukur Pétui'sson og Magnús Höskulds son, meðstjóx'nendur. □ bandi. Skal þetta nú skýrt nán- an. Það sem fyrst og fi-emst er óskað eftir, eru myndir af Svai'f dælingum og öðrum þeim, sem hér hafa búið um lengri tíma, fyi'st og fx-emst af þeim, sem dánir eru, svo og öllum þeim, sem nú lifa og komnir ei'u á miðjan aldur eða eru búendur hér í dalnum, kai'lar og konur. Sömuleiðis er beðið um bæja- myndir, svo og myndir af merk um atvikum eða aðstæðum (samkomum, starfsháttum o. s. frv.) og öðru því, sem teljast má hafa sögulegt gildi Svarfað- dal viðkomandi. Bezt er að fá sem mest af mannamyndum sömu stæi'ðar, þ. e. af svokall- aðri „vísit“-stærð, en það eru yfirleitt gömlu myndirnar sem venjulega voru festar á mjög harðan pappa. Ætlunin er að láta gera smámyndaplötur af myndum þeim, sem safninu berast, væntanlega 9 myndir saman á plötu. Þannig geymast þær fi-amtíðinni, og má hvenær sem er taka eftir þeim nf hvaða stæxð sem óskað er. Jafnframt er svo hugmyndi.n, að safnið eigi frummyndii'nar, þær sem menn vilja láta af hendi, og kynni að verða sett upp sýni- safn, t. d. svai'fdælskra búenda fram til þessa dags, eftir því sem til næst og ástæður leyfa. Því er æskilegt, að safnið fái til eignar sem flestar myndir. En hinar, sem menn ekki vilja eða mega gefa, eru menn vin- samlega beðnir að lána, meðan þær éru teknar á plötu. Nú er vonandi, að menn bi-egðist vel við, tíni saman og sendi það sem þeir hafa í fór- um sínum og það hið fyi'sta. Eftirfarandi upplýsingar þui'fa að fylgja, skrifaðar meö blýanti aftan á myndina eða á með- fylgjandi blaði: Nöfn manna og heimili og skýringar við allar aðrar myndir og hvoi't myndin er gefin eða lánuð. Msð von um góðar undir- tektir. H. E. Þórarinsson, oddviti Svarfaðardalshrepps. Bréf til Svarfdælinga Áætlaðar ferðir F. A. snmarið 1961 1. Sumai-daginn fyrsta eða sunnudaginn 23. apríl: Göngu- fei'ð á Tröllafjall. 2. Sunnudaginn 30. apríl: Göngufei'ð á Kaldbak eða Kerl ingu. 3. 20.—21. maí (Hvítasunnu): Ferð í Náttfai-avíkur. 4. 10.—11. júní: Ferð í Hei'ðu breiðarlindir. 5. 18. júní: Ekið um Bárðar- dal í Svartárkot og austan. Svartái'vatns um Sellönd til Mývatns. 6. 23.—25. júní: Fei'ð um Norðaustui'land. 7. 8.—9. júlí: Ferð á Vatnsnes. 8. 14.—16. júlí: Vinnu- og skemmtifei’ð í Oskju. 10. 5. ágúst (verzlunarmanna helgin): Vikufei'ð um Vest- firði. 11. 12,—13. ágúst: Ekið um Reykjaheiði að Þeystareykjum og gist þar. 12. 18.—20. ágúst: Fei'ð í Hvannalindii'. 13. 27. ágúst: Ferð í Lauga- fell. Nánari áætlun verður aug- lýst fyrir hvei-ja einstaka ferð, jafnóðum og að þeim kemui'. Formaður fei'ðanefndai' er Jón Samúelsson, afgi-eiðslum. Dags, sími 1166. Þátttakendui* eru vinamlegast beðnir að láta hann vita tímanlega um þátt- töku sína hverju sinni. Utan- félagsfólki er heimil þátttaka. Það er áformað að fara nokkx- ar vinnuférðir á' Hólafjall og verða þær auglýstar jafnóðum. ÍBÚD ÓSKAST Urig stúlka óskar eitir herbergi og elrihúsi eða líriili íhúð, helzt á eyr- inni, um næstu mánaða- mót. Afgr. vísar ái í B Ú Ð F.itt eða tvö herbergi og elrihús óskast nú þegar eða 14. maí, fyrir barn- laus hjón.Uþpl.'gefur Jörgen, þjónn á Hótel KF.A. VERIvSTÆDI TIL SÖLU. H'entugt fyrir ýmsan iðn- að og fleira. Uppl. í síma 2564.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.