Dagur - 06.04.1961, Blaðsíða 5

Dagur - 06.04.1961, Blaðsíða 5
4 5 -----------------------------:-- Dagur Lokkandirnar ÞAÐ TÍÐKAÐIST fyrrum, þegar bú- andmenn vildu koma sér upp æðar- varpi, eða færa út varp, sem fyrir var á of þröngu svæði til nýrra varp- staða, að þeir „stoppuðu upp“ dauðan æðarfugl og settu hann niður í stell- ingu lifandi fugls þar, sem þeir vildu fá nýjar varpstöðvar. Þessi dauði fugl, sem tildrað var til þannig, að hann líktist, svo sem frek- ast varð við komið, lifandi fugli, var kallaður LOKKÖND. Lokköndin átti að hæna til sín æð- arfuglinn. Þarna sýndust æðarfugl- unum einn úr sínum hópi hafa tekið sér bólfestu og fylgdu í tortryggnis- leysi sínu dæmi hans. Settust að um- hverfis hann og æðurnar tóku að verpa þar. Þannig gat hinn steindauði fugl, fyrir atbeina varpeigandans, orðið nokkurs konar foringi hinna lifandi bræðra sinna og systra og varpeig- andanum ómetanlega mikils virði til gróða og gengis. Eftir að núverandi ríkisstjóm var mynduð sagði einn af foringjum Sjálf stæðisflokksins á Alþingi, — eins og þjóðfrægt er orðið, — að það væri meira virði fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hafa nú fengið Alþýðuflokkinn til þess að vera í stjórn með sér, held- ur en þó að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sjálfur fengið meiri hluta í síð- ustu kosningum og myndað einn rík- isstjóm í krafti þess meiri hluta. Þetta er eftirtektarvert. Það er op- inskárra en sumum þótti henta, en eigi að síður skynsamlega ályktað. Og hvers vegna er þetta skynsam- leg ályktim? Það er vegna þess, að Sjálfstæðis- flokkurinn getur — svo sem reynslan hefur sýnt — farið með „toppkrat- ana“ eins og dauða hluti (undantekn- ingar aðeins embættisveitingar). Og liann notar þá eins og LOKKANDIR. Þessir foringjar Alþýðuflokksins eru gengnir af þeirri trú, sem Alþýðu flokkurinn hafði að leiðarljósi fyrrum og var stofnaður til að vinna fyrir. Þeir eru núorðið ekki meiri jafnaðar- menn en kaupmangararnir, sem ráða lögum og lofum í Sjálfstæðisflokkn- um. Þeir eru í merkingu þess að vera fulltrúar alþýðunnar: „DAUÐIR FUGLAR“, uppstoppaðir af sjálfum sér og Sjálfstæðisflokknum, sem tildrar þeim til og hefur þá til að auka varptekjur sínar. Almenningur í Alþýðuflokknum hefur yfirleitt fram að þessu ekki viljað trúa því, að svona sé komið fyrir foringjunum. En fleiri og fleiri í þeim hópi munu fara að sjá, að lokkandirnar eru þeim „dauðir fuglar,“ sem leiðandi menn Sjálístæðisflokksins telja meira virði en hans eigin menn, til þess að gabba hrekklaust fólk inn á umráðasvæði Sjálfstæðisflokksins honum til gróða og eflingar. □ Biðlar og brjóstahöld Höfundur Claude Magníer Leikstjóri Guðmundur Gunnarsson SJÓNLEIKUR sá, sem Leikfé- lag Akureyrar valdi sem þriðja verkefni sitt á þessu leikári og ber hið léttúðarfulla nafn, Biðlar og brjóstahöld, er eins konar aukaverkefni í líkingu við það að eftirhermur eru stundum til uppfyllingar í vand aðri skemmtidagskrá. Nú er hér verið að sýna þennan leik og fór frumsýningin fram 9. marz og var vel tekið. Miklabæjar-Sólveig var síð- asta verkefnið og hið næsta verður óperettan Bláa kápan, verðugt viðfangsefni fyrir leik- vant fólk, sem góða aðstöðu hef ur til æfinga og sýninga, svo sem hér er. Gamanleiknum Biðlum og brjóstahöldum var skotið inn á milli og hann mun falla í góðan jarðveg hjá mörg- um leikhúsgestum, sem vilja skemmta sér í leikhúsinu og hlæja mikið. Tæplega fara menn að hugleiða hin dýpri rök tilverunnar á meðan á leiknum stendur, svo vitlaus er hann, hraður, saman slunginn óvænt- um atburðum og spennandi. Um höfundinn eru vangavelt ur óþarfar. Leikstjórann, Guð- mund Gunnarsson, þekki ég aft ur á móti nokkuð eins og aðrir þeir bæjarbúar, sem sótt hafa leikhúsið undanfarin ár. Hann setti leik þennan á svið og er þó sennilega utan við aðal áhugasvið hans að fást við sjón leiki af þessari gerð. Hann nær góðum hraða, léttleika og víð- ast góðum sviðsetningum. En auðvitað hefði hann átt að segja okkar góða gamanleikara, Jóni Ingimarssyni, að fara heim og læra betur áður en frum- sýningin var og hann hefði ekki átt að láta sér neitt minna nægja en að hvert einasta oi'ð hinnar óborganlegu Sigurveigar heyrð ist greinilega um allt húsið. En stundum er ekki gott að greina á milli hvað er leikstjórans og hvað leikaranna og er hér farið eftir hinni gullnu reglu að leggja aðfinnslurnar á breiðasta bakið. Jón Ingimarsson fer með stærsta hlutverkið, Brand verk smiðjustjóra. Hann er rétt við að ná ágætum tökum á því, en vantar öryggi, sérstaklega fram an af og missir þá Brand út úr höndunum á sér. Annars er margt vel um leik Jóns. Frú Sigurveig Jónsdóttir leik ur konu Brands verksmiðju- stjóra á sérstæðan og skemmti- legan hátt og af mikilli lát- bragðalist, en sumt af því sem hún segir, gufar einhvern veg- inn upp í loftið. Ungfrú Soffía Jakohsdóttir leikur heimasætuna Kollu, sem , vill giftast og það strax, en læt ur sig minna skipta hvert mannsefnið er og grenjar eins og keipóttur krakki til að fá áheyrn. Soffía tekur Kollu sem krakka og leikur samkvæmt því. Mér hefði fundizt hún mætti vera dálítið meiri fyrir sér bæði til munns og handa, en hún ber góðan þokka. Jón Kristínsson leikur hinn kaldrifjaða peningamann og ást fangna Kristján Martin og ger- ir honum góð skil. Níels Halldórsson leikur Fil- ippus nuddara og gerir mikla lukku og er góður eins og hann er í þessu hlutverki og kemur leikhúsgestum í ágætt skap. Frú Ester Jóhannsdóttir leik- ur hraðritunarstúlku á smekk- legan hátt. Hallgrímur Tryggvason leik- ur Óskar bifreiðastjóra, lukk- unnar pamfíl, sem hreppir að lokum heimasætuna. Frú Vil- helmina Sigurðardóttir leikur Betty, stofustúlku og frú Ragn heiður Júlíusdóttir leikur starfs stúlku. Þrjú síðasttöldu hlut- verkin eru lítil og ekkert sér- stakt um þau að segja annað en það, að frú Ragnheiður hlýtur að búa yfir hæfileikum, sem í þetta sinn fengu lítt að njóta sín. Þeir leikhúsgestir, sem á ann að borð vilja sjá létt og skemmtilegt sjónarspil, eyða ekki kvöldinu, þegar þeir fara í leikhúsið — heldur njóta þeir þess. E. D. Umsögn þessi hefur beðið birtingar vegna þrengsla. □ K ~ | HUMARINN I 1 LIFANDI í LAND I í RITINU „The Technology of Herring Utilization“ segir hr. Herbert E. Davis frá Terminal Island Sea Food Ltd. að „pil- card“ (síldartegund), sem veiddur er við strendur Kali- forniu, sé vanalega 12 tíma á leiðinni frá miðunum til hafn- ar. Þegar búið er að landa, verð ur að vinna fiskinn innan 4 til 5 tíma, þar eð hann þolir enga geymslu. í flestum bátanna er alls engin frystikæling. Hér væri mjög gott að nota sjókæl- ingu, jafnvel þótt hún væri ekki það öflug, að hægt væri að kæla niður í mínus 1°C. Þeir, sem vinna að niðursuð- unni álíta, að ef fiskurinn væri kældur í sjó um borð í bátun- um, væri hægt að lengja vinnslutímann úr 4 tímum upp í 8 til 9 tíma eða jafnvel 12. Væri þetta ekki athugandi í sambandi við síldina hjá okkur og reyndar allan fisk, bæði á sjó og landi? Sérstaklega væri sjókælingin mjög athugandi við humarveiðarnar. Þar myndi tvennt vinnast: Humarinn yrði betur kældur og hreinni og svo mætti líka búast við því, að verulegur hluti aflans kæmi lif andi í land. □ Framíarir liiinna áratuga vii löggjafarstarl Alþingis Kreppustefna núverandi stjórnar- flokka í algerri andstöðu við upp- byggingaráhuga landsmanna Ræða Ingvars Gíslasonar í eldhúsdagsumræð- um á Alþingi 27. marz síðastliðinn Herra forseti! Góðir hlustendur nær og fjær! Hið ástsæla norðlenzka skáld, Davíð Stefánsson frá Fagra- skógi, segir í þjóðhátíðarkvæði sinu „Að Þingvöllum“: „í þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga. Mót þrautum sínum gekk hún djörf og sterk. í hennar kirkju helgar stjörnur loga, og hennar líf er eilíft krafta- verk.“ Fáar ljóðlínur eru kærari og munntamari íslenzkri alþýðu en þessi einföldu orð þjóðskálds ins. í fáum og meitluðum setn- ingum bregður fyrir sögu ís- lenzku þjóðarinnar, sem valdi sér bústað norður við yzta haf og hefur smám saman mótazt af landi sínu, tekið við það órofa ástfóstri og gróið saman við gæði þess og galla. Þau örlög voru lögð íslenzkri þjóð í önd- verðu að sitja þetta land svó vel sem hún gæti og lifa af gæð um þess og auka gagnsemina eftir því sem þekking og að- stæður framast leyfðu. Sú var einnig ákvörðun örlagavaldsins, að þjóðin leitaðist við að haga svo landsstjórnarmálum, að henni mætti af þeim sökum farnast vel. íslenzka þjóðin hefur frá fyrstu tímum viljað lifa óháð og sjálfstæð í landi sínu og búa ein að kostum þess, eins og hún hefur rétt og skyldu til. Hins vegar hefur henni ekki alltaf auðnazt að samstilla svo tök sín á landstjórnarmálum, að því markmiði yrði náð. Þess vegna hefur hún oft á umliðnum öld- um orðið að þola áþján illra stjórnara og arðránsmanna, sem mátu eigin hag meira en þjóðar heildarinnar. Mót þessum þraut um og öðrum ’fleiri „gekk hún djörf og sterk“, eins og skáldið segir, og henni hefur ávallt tek izt að hrista af sér hvert það ok, sem á hana hefur verið lagt. Það er eitt af kraftaverk- unum í ævi þjóðarinnar. Um síðustu aldamót var mjög farið að rofa til í löngu myrkri óstjórnar og arðráns út lendi'a valdsmanna, sem þjak- að hafði þjóðina og svæft hjá henni framtaka- og manndóms vilja. En um leið og myrkrinu létti og dagur var aftur á lofti, þá vöknuðu henni að nýju þeir kraftar, sem blundað höfðu í brjósti hennar, og það varð upp haf þeirrar sóknar fram á leið, sem er ráðandi í sögu alls fyrra helming þessarar aldar og bet- ur þó. Hver ný kynslóð hefur í ríkum mæli verið trú því hlut verki, sem henni var ætlað af forsjóninni, því, að auðga land- ið, efla dáð þess og styrkja hag þess. Það varð meginhlutverk fyrstu kynslóðar 20. aldar að tryggja sjálfstæði þjóðarinnar, binda endi á erlend yfirráð yfir landinu og skila næstu kynslóð í hendur frjálsu og óháðu sam- félagi, sem hefði því meginhlut verki að gegna að byggja upp það, sem hrunið hefði, græða það, sem fallið hefði í órækt og efla menntun, verkkunnáttu og alhliða vísinda- og listastarf- semi, sem var fólkinu í blóð borið, ef það aðeins fengi notið sín. Framfarir og löggjafarstarf. Framfarabarátta íslendinga á þessari öld stendur í nánum tengslum við þá stjórnmálastarf semi, sem hér hefur verið rek- in að höfuðstefnu um áratuga- skeið, einkum hina" síðustu ára tugi. Þessi stefna í stjórnmálum miðaði og miðar að því að treysta atvinnugrundvöllinn, skapa ný skilyrði fyrir afkomu fjöldans, jafna lífskjörin, lyfta allri alþýðu upp úr heimskandi fátækt og vesaldómi og tryggja henni lífvænleg kjör. Ég ætla ekki að halda því fram, að einhver einn stjórn- malaflokkur eða félagasamtök éígi allan heiðúrinn af því, hve vel hefur tekizt á :tiltölulega stúttúm tíma að lyfta almenn- irigi á íslandi úr örbirgð til sæmilegra álna. En á hitt vil ég benda, að fyrst og fremst er héi að þakka löggjafarstarfi á Alþingi, aðgerðum ríkisstjórna og margs konar almannasam- tökum. Vissúléga hafa margir Tagt hér hönd að verki, og því verður alls ekki, ef sanngjarn- lega éf talað, einum þakkað állt. Ég get þó ekki látið hjá líða að benda á, að enginn stjórn- málaflokkur hefur haft lengri eða ríkari tök á landstjórninni á mesta framfaraskeiði þjóðar- innar en Framsóknarflokkur- inn. Hann var fyrsti öflugi stjórmnálaflokkurinn í landinu, sem myndaður var til alhliða sóknar í innanlandsmálum, og hann hefur átt því láni að fagna, að geta mótað framfara- stefnu Alþingis í umboði þjóð- arinnar lengur og farsællegar en aðrir flokkar. Hlutur hans í framfarasókninni er því tví- mælalaust meiri en annarra, enda hefur það ærið oft verið hans sérhlutverk að leiða sókn- ina og láta hina fylgja sér á framfarabrautinni. Uppbyggingarstefna F r amsókn ar flokksins. Framsóknarflokkurinn hefur lagt megináherzlu á að treysta atvinnulífið með öflugu upp- byggingastarfi um land allt. Hann hefur miðað stefnu sína við það, að fjármagni væri dreift um landið til þess að efla lífvænlega atvinnustarfsemi sem víðast er í byggðum þess í sveit og við sjó, og beitt sér fyr ir löggjöf og stjórnarfram- kvæmdum, sem miðuðu í þá átt og jafnframt stutt þau almanna samtök, sem stúðla að jafnari uppbyggingu landsins og efl- ingu framleiðslunnar úti um landsbyggðina. Árangur þessarar stefnu Framsóknarflokksins blasir í nanum hvarvetna við, þegar farið er um sveitirnar og sjávarplássin víða um land. Hin mikla rækt- un og byggingastarfsemi í sveit um hefur ekki komið af sjálfu sér, heldur liggur að baki þess mikið félagslegt starf og lög- gjafarstarf ekki sízt, auk hinn- ar miklu vinnu bændanna sjálfra. Má í þessu sambandi minna á lögin um byggingar- og landnámssjóð og Búnaðar- bankann, sem hvort tveggja markaði tímamót ásamt marg- víslegri annarri löggjöf, sem hér yrði of langt upp að telja, en Framsóknarflokkurinn hef- ur beitt sér fyrir. Með löggjafarstarfi, sem oft má rekja til frumkvæðis Fram- sóknarmanna, hefur verið greitt fyrir útgerðarstarfsemi í öllum landsfjórðungum og ein- staklingum og félögum verið Ingvar Gíslason, alþm. gert kleift að nýta hina miklu framleiðslumöguleika við sjáv- arsíðuna. Framsóknarmenn end urreistu fiskveiðisjóð á sínum tíma í nútíma mynd og hefur sú framkýæmd haft geysileg á- hrif fyrir sjálfstæðan útgerðar- rekstur éiristáklinga víða um land. Framsóknarmenn hrundu af stað einu mesta stórvirki síns tímá, síldarverksmiðjum ríkisins, og gerðust með því brautryðjendur í innlendri síld arvinnslu. Grundvöllur hrað- frystihúsanna, hins bezta í fisk iðnaði okkar, var lagður á stjórnarárum Framsóknar- flokksins og Alþýðuflokksins 1934—38. Þá hefur Framsóknar flokkurinn lagt höfuðáherzlu á samgöngumálin á sjó og landi og beitt sér meira fyrir þeim málum á Alþingi en aðrir flokk ar. Hér mætti einnig minnast á dreifingu raforku og síma um landið, sem Framsóknarmenn hafa talið eitt af sínum stærstu málum og unnið ósleitilega að á þingi og í ríkisstjórn, þegar þeir hafa átt þar sæti. Framtak lúnna mörgu einstaklinga. Höfuðstefna Framsóknar- flokksins í atvinnumálum er sú, að Alþingi og ríkisstjórn beiti sér fyrir aðgerðum sem auð- veldi atvinnuframkvæmdir, auki framtak einstaklinga og fé laga og verði sem allra flestum hvatning til þess að taka virk- an þátt í framleiðslustörfunum. Við teljum fráleitt, að ríkis- stjórnin sitji aðgerðarlaus hjá í sambandi við atvinnumálin, þannig að þau verði aðallega leyst af fjársterkum einstakling um eða þröngri peningaklíku, sem hefur skyndigróðann einan að leiðarljósi. Við viljum haga fjármálum á þann veg, að fram tak hinna mörgu einstaklinga fái notið sín. Þetta getur ríkis- valdið gert og hefur gert á und anförnum árum með margvís- legri aðstoð við framleiðendur í flestum greinum atvinnulífs- ins. Tvö atriði má nefna í þessu sambandi: Annars vegar er vægileg vaxtapólitík, t. d. með tilliti til lSna úr stofnlánasjóð- um, og hins vegar rikisábyrgð- ir á lánum til uppbyggingar fyr irtækja af ýmsu tagi. Hvort tveggja hefur reynzt mikilvægt fyrir uppbygginguna í landinu, og er illa farið, að núverandi ríkisstjórn stefnir að því leynt og ljóst að lama þessa mikil- vægu aðstoð við atvinnufram- kvæmdirnar, eins og glögglega kemur fram í þeirri vaxtapóli- tik, sem hún rekur, svo og í hinum nýju lögum um ríkisá- byrgðir, þar sem stefnt er að því að draga stórlega úr öllum ríkisábyrgðum, alveg án tillits til reynslunnar af þeim í heild og í einstökum flokkum ríkis- ábyrgða. Jafnvægi milli Iandshluta.* Framsóknarmenn hafa ævin- lega lagt megináherzlu á, að framfarastefnan næði til lands ins alls og að íbúum allra fjórð unga væri sköpuð sem jöfnust afkomuskilyrði og lífsaðstaða. Þeir hafa því beitt sér fyrir sem allra víðtækastri dreifingu fjár magnsins til uppbyggingar á landinu öllu og jafnan tekizt, þegar þeir hafa verið í stjóm, að ná samkomulagi við sam- starfsflokka sína um þá stefnu, þó að stundum hafi orðið að sækja fast á, enda á jafnvægis- stefna Framsóknarflokksins marga hvassa andmælendur í öðrum flokkum, sem hafa ger- ólík sjónarmið. Þessi andstæðu sjónarmið eru mjög ríkjandi í núverandi stjórnarstefnu, og í fáu mun hún greina sig jafn augljóslega frá stefnu undan- farandi ára en einmitt í þessu tilliti. í sambandi við þetta get ég ekki stillt mig um að benda á, hve gerólík stefna núverandi stjórnar er stefnu vinstri stjórn arinnar á árunum 1956—1958, ekki sízt hvað þetta snertir og raunar í öllum höfuðmálum. Vinstri stjórnin vann að öflugri uppbyggingu víða um land og mun lengi sjá merki þeirrar uppbyggingar, jafnvel þótt stjórnin sæti aðeins stutt að völdum og ætti við innbyrðis erfiðleika að etja í lok sam- starfsins. En framkvæmda- og framfarastefna vinstri stjórnar innar var í anda þess uppbygg- ingaráhuga, sem einkennt hef- ur íslenzkt þjóðlíf undanfarna áratugi. Kreppupólitík núver- andi ríkisstjórnar er hins vegar í andstöðu við hinn almenna framfarahug þjóðarinnar og get ur því aldrei orðið til frambúð- ar. Hagur almennings 1958 og 1961. Boðberar kreppustefnunnar reyna að afsaka sig með því, að vinstri stjórnin hafi skilið þann ig við landsmálin, þegar hún fór frá í desember 1958, að allt hafi verið í kaldakoli og þess vegna hafi verið naúðsynlegt að kippa að sér hendinni með framfarir og uppbyggingu. Þessi firra er að visu marg hrakin áður, en öruggasta af- sönnun hinnas fölsku fullyrð- ingar og yfirskynsástæðu nú- verandi valdhafa er að finna í opinberum skýrslum um þjóðar hag 1958. Þá kemur í ljós, að staða landsins gagnvart útlönd um hefur aldrei verið betri um langt árabil en einmitt á árinu 1958. Það er alger rangfærsla og vísvitandi blekking, þegar öðru er haldið fram. Þess er líka vert að geta, að á árinu 1958 stóð framleiðslan með blóma, hagur almennings var þá svo góður, að í erlendum efnahagsskýrslum var fullyrt, að þá væru beztu lífskjör á ís- landi í allri Evrópu. Aftur á móti hefur allt snúizt öfugt í (Framhald á bls. 7) HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? Þær reglur munu gilda um útstillingar í búðarglugga, að ekki megi setja þar vörur nema þær séu verðmerktar. í sumum verzlunum hér i bæ er þessu hlýtt, öðrum ekki, og munu þær vera fleiri. Hverjir eiga að sjá um, að farið sé eftir reglunum um verð merkingu? Lögreglan? Verð- lagseftirlitið ? Veit ekki. Kann- ski enginn eigi að líta eftir þessu. Annars er það einkennilegt, að verzlanir skuli ekki kosta kapps um að verðmerkja vörur sínar. Það er nefnilega af, sem áður var, að enginn spyrji um verð á hlutunum, svo er okkar ágætu ríkisstjórn fyrir að þakka. Almenningur hefur ekki meiri auraráð nú en svo, að hann hlýtur að spyrja: „Hvað kostar það?“ Þetta er nú orðin ein helzta spurningin, sem af- greiðslufólk verzlana þarf að svara. Það ætti því engin verzl un að hafa verðmiðalausar vör- ur í gluggum sínum, og þar að auki ættu þeir, sem auglýsa vörur í blöðum og útvarpi, ætíð að láta verðsins getið um leið. A. HVERT STEFNIR? f SÍÐASTA tbl. Dags, 29. marz sl., voru tvær smáfrásagnir, sem ég vildi minna á ofurlítið nánar. Þar er sagt frá nýrri reglugerð um lokun sölubúða á Akureyri, og í öðru lagi frá sýningu tannlæknanna. Hvoru- tveggja er ástæða til að fagna og mætti vera samband á milli. Fólk er einlæglega hvatt til þess að kynna sér þessa óvenju legu sýningu — sjá þar hvaða vörur hafa úrslitaþýðingu fyrir heilsufar tannanna. Athugið, í því sambandi, hverju muni valda vörur þær, sem helzt eru á boðstólum í „sjoppunum“. En tannskemmdirnar eru orðnar hræðileg plága hjá menningar- þjóðunum, og því veldur aðal- lega fæðan og hnossgætið, sem undir tönnina kemur. Svo er miklu til viðgerða kostað, en tekst misjafnlega. Ég fór með skemmdan jaxl til tannlæknis fyrir nokkrum árum, dauð- hræddur auðvitað! Hann skoð- aði tönnina og taldi bezt að bora, drepa taugina og fylla svo í. Allt gekk vel, eins og í lygasögu; þrjár ferðir varð ég að fara, þrisvar var ég deyfður, (kjarkurinn varð alltaf eftir ut an við dyrnar!), þrisvar drep- in taugin og svo loks fyllt í! Ég borgaði mínar 300 krónur og fór heim. Síðan er þetta eina tönnin sem ég hef fengið tann- pínu í! Svona gengur það riú stundum. Skoðið sýninguna og lærið af henni að losna við ó- þægindin og útgjöldin, sem skemmdar tennur valda. Þá má og fagna því, að bæjar stjórn okkar hefur tekið „sjoppu“-málin til umræðu og meðferðar, þótt segja megi, að ekki sé enn mikið að gert. Þetta er þó spor í áttina, óséð bara, hve stórt verður stigið. Leyfisgjaldið getur haft úrslita- þýðingu í þessu máli. Þetta efni hefur enn verið á dagskrá í 13. stofu Barnaskóla Akureyrar. Mig langar til að birta hér ummæli (úr stílum) nokkurra nemenda, í sambandi við það, hvað gera mætti til þess að fækka „sjoppunum“ og fá annað betra í staðinn. Börnin fá orðið: „Margt hefur verið talað um „sjoppurnar“, og hvað gera mætti til gagns þeim ungling- um, sem þær sækja. En mér finnst, að hér á Akureyri mætti koma á fót einhvers konar tóm stunda- eða æskulýðsheimili .fyrir börn og unglinga. En hvar á að fá peninga til þessa? Jú, sumir unglingar eyða miklum peningum í sælgæti og annan óþarfa, sem fæst í „sjoppun- um“. Væri ekki hægt að fá eitt hvað af þeim peningum aftur? E. t. v. mætti leggja einhvern aukaskatt á „sjoppurnar“. í Reykjavík hafa framtaks- samir unglingar komið á tóm- stundaheimili, sem nefnist Hjarta-Klúbburinn, og þar er kennari, sem kennir ýmis kon- ar tómstundavinnu. Og svo geta unglingarnir líka skemmt sér þar, t. d. er þar danssalur. Væri ekki heppilegra fyrir ung lingana að vera á slíkum stað, en að hanga í „sjoppunum“?“ R. A. „í gær, þegar ég var á gangi niðri í bæ, varð mér litið inn í eina „sjoppuna“, og þar voru 13—14 ára unglingar, sem reyktu eins og reykháfar.“ J. Þ. J. „Hér í bænum eru margar „sjoppur“ opnar frá því snemma á morgnana, þangað til seint á kvöldin. Svo virðist sem eigendur þeirra hugsi ekk ert um það, hvað það spillir unglingunum, sem brátt -eiga að taka við að stjórna þjóðinni, að hanga svona inni í „sjopp- unum“ öll kvöld.“ Þ. S. „Nú hefur verið rætt um að . leggja 20 þús. kr. árlegan skatt á allar „sjoppur“ bæjarins. Mér finnst nú að það sé ekki of mik ið, því að þessir menn, eigend- urnir, græða á tá og fingri. Enda er mikið sótt eftir því að hafa „sjoppu“,“ B. E. „Finnst þér að loka ætti „sjoppunum“ á kvöldin? var gg spurð einn daginn í skólanum. Ja, ég veit ekki, sagði ég, éri. mér finnst að þeim ætti að loka ekki síðar en kl. 8 á kvöldin, því að þar eyða mörg börn pen ingum sínum í sælgæti, gos- drykki og jafnvel tóbak. Það er síður en svo skemmtilegt að sjá unglinga vera með sigarettur og vindlinga, eða hvað það nú heitir, úti á götu. Þó finnst sumum unglingum þetta sjálf- sagðir hlutir, þegar þeir fara í bæinn og „sjoppurnar“ á kvöldin. Væri nú ekki hægt að safna þessum peningum, sem til „sjoppanna“ fara í einhvern sjóð, eða eitthvað annað? Mætti ekki reisa hér félagsheimili, þar sem bönnuð væri öll neyzla áfengis og tóbaks, og láta borga lítið eitt inn á þær skemmtanir, sem þar færu fram, svo sem 5 eða 10 krónur? Ég er viss um, að þær yrðu vel sóttar. Þá yrði líka að hafa þar einhverja tóm stundaiðju, t. d. föndurnám- skeið annan hvorn dag, skák- keppni, handavinnustofur fyrir bæði drengi og stúlkur, svo að eitthvað sé nefnt. Ég tel að ung lingar hefðu betra af því að vera stund og stund á þess hátt ar félagsheimili, heldur en að rangla um bæinn og hanga í „sjoppunum“. En eitt yrði að athuga, ef félagsheimili yrði reist; að velja því ekki stað langt inni í sveit, heldur inni í kaupstaðnum.“ S. Sv. Þetta, m. a., hafa bömin um málefnið að segja. í sambandi við lokaorðin má á það minna, að á Akureyri er ekkert félags- heimili, en í næstu sveitum svo að segja hvert við annað, — hinir glæsilegustu samkomu- staðir, og þeim að miklu leyti haldið uppi, rausnarlega, af æskufólki Akureyrar. Er það ekki vafasöm hagsýni, frá bæj- ardyrum Akureyrar séð? Vissu lega er sú hugmynd góð, að láta „sjoppu“-eigendur greiða til bæjarins á ári hverju riflega upphæð. Ekki væri skaði skeð- ur, þótt einhverjum þeirra og nokkrum yrði hæpinn rekstur- inn — og hættu. Sú hugmynd virðist mér líka góð, að leyfis- gjaldinu sé á einn eða annan hátt varið til bættrar menning- araðstöðu fyrir starfalítil ung- menni í bænum. Hví ekki að stefna að stofnun tómstunda- heimilis? Hér vantar tilfinnan- lega eitthvað, sem dregur unga fólkið til sín, ekki síður en „sjoppurnar“, bíóin og svall- gleði félagsheimilanna í ná- grenni. Tómstundaheimili, eins og börnin eru að minnast á, ættu að búa yfir möguleikum í þá átt, og veita einhverja tryggingu fyrir því, að þeir, sem þangað sækja, verði á sín- um tíma hæfari að leiða og stjórna. Og mætti ekki telja „sjoppum“ og kvikmyndahús- um bæði fært og skylt að stuðla að reisn og rekstri slíks heim- ilis? Sumar myndir kvikmynda húsanna breyta börnum okkar í hálfgerða villimenn, stundum illvíga og dráphuga! Á slíkum myndum draga kvikmyndahús- in tugþúsundir frá börnum og foreldrum bæjarins. Séu slíkar myndir leyfðar til sýningar, ætti að skattleggja þær alveg sérstaklega, og leggja fé það í tómstundaheimilissjóð. Krafa þessi væri ekki ósanngjörn, þeg ar athuguð eru áhrif slíkra mynda. Hér er, af mér og börnunum, lauslega á alvörumájum tekið, en ætlunin er að benda fólki á, að hér er full þörf á umbótum: færri „sjoppur", áhrifabetri kvikmyndir, minni sókn út úr bænum til vafasamra skemmti- staða, — en það fé, sem að þessu hefur til slíks farið, verði beint að því að koma á fót æskilegum dvalar- og skemmti stað fyrir unglingana í okkar eigin bæ, — og það sem allra fyrst. Jónas Jónsson frá Brekknakoti. , ■iiiiiiiililiiill■■llillllliiiiliiiiiiiilliniiiiiiiiiiiiiiiiiiiii* | FLUGNABANINN | | TOM BROWN | FRÁ Branton í Ontaríó-fylki í Kanada berzt sú fregn, að 88 ára karlfauskur telji sig drepið hafa 4 milljónir flugna síðan 1955! Einnig telur hann sig á einum degi hafa drepið fleiri flugur en duglegasta húsfreyja á allri ævi sinni, enda hafi hann hlotið hrósyrði hjá heilbrigðismála- yfirvöldunum, sem hann sé mjög handgenginn! „Vísindamenn óttast mjög hinn hraðvaxandi flugnafjölda, og því hófst ég handa fyrir 6 árum og gekk á hólm við þessa háskalegu smitbera", segir Tumi gamli. Sjálfur hefur hann út- búið flugnagildrur sínar og notar lifur í beitu, en lætur vatn fljóta yfir hana. Bezta vertíð hans var árið 1959, er heildarveiði hans nam 969.818 flugum. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.