Dagur - 06.04.1961, Blaðsíða 8

Dagur - 06.04.1961, Blaðsíða 8
8 Fóiksllutningar hafa aukizl mjög mikið segir Gunnar Jónsson bifreiðastjóri Norður- leiða h.f. í viðtali við blaðið Gunnar Jónsson bifreiðarstjóri hjá Norðurleið h.f. fr"" Á FÖSTUDAGINN féll niður áætlunarferð Norðurleiða vegna snjóa á Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði. Ekki hafa það þótt mikil tíðindi, að áætlunar- ferð milli Norður- og Suður- lands félli niður einhvern dag í marzmánuði. Nú er þetta hins vegar fréttnæmt og stafar af því, að þetta er fyrsta áætlunar ferðin í vetur sem alveg fellur niður. j Allt frá íslands byggð og fram á okkar öld komust for- feður okkar af með hestinn, sem hið alhliða farartæki. Og hesturinn hafði það fram yfir öll okkar vélknúnu farartæki á landi, að hann var líka vegur inn. I Blaðið náði tali af Gunnari Jónssyni, bifreiðastjóra Norður leiða, er hann veðurtepptist, eins og fyrr segir, og lagði fyrir ihann nokkrar spumingar um starf hans. En Gunnar er Svarf dælingur, Eyfirðingum að góðu kunnur og þekktur að vask- leika og áreiðanleik. j Hvað ertu búinn að vera lengi í förum til Reykjavíkur? j í 11 ár eða um það bil, fyrst á leiðinni Dalvík-Reykjavík og sVo Akureyri-Reykjavík. , Og veðurtepptur núna? ' Það lítur út fyrir það. En þetta er í fyrsta sinn í vetur, sem leiðir eru algerlega lokað- ar. Bæði Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði eru ófærar eins og er. í dag ætlaði ég þó til Sauðárkróks með Karlakór Ak ureyrar, sem átti að skemmta á Sæluvikunni. En þeir syngja ekki á Sauðárkróki í kvöld. Hafa fólksflutningar ekki minnkað hjá ykkur? Nei, það er nú öðru nær, Þeir hafa stórlega vaxið og hafa aldrei verið neitt líkir og nú í vetur. Ferðirnar hafa ver- ið öruggar í vetur og allt geng- ið að óskum. Það örvar auð- vitað fólksflutningana á þessari leið. ) Hvernig líkar þér við farþeg- ana? Ég hef aðeins einu sinni lent í vandræðum með farþega. Það voru þrír menn fullir og viti sínu fjær. Yfirleitt eru farþeg- arnir hinir ánægjulegustu, svo ekki verður á betra kosið. Drykkjuskapur er stranglega bannaður hjá okkur. Eru farþegar nægilega skjól- lega klæddir? Yfirleitt er fólk sæmilega bú ið og betur en áður var. Þó kemur það fyrir að fólk kemur inn í bílana álíka búið og það ætlaði aðeins að skreppa í næsta hús. Þetta er ekki skyn- samlegt þegar lagt er upp í langferð á vetrardegi og allra veðra er von. Menn þurfa alltaf að vera við því búnir að þurfa að stíga út úr bíl og þá kann- ske ekki í neinu blíðviðri, Sér- staklega er nauðsynlegt að vera í hlýjum sokkum og góðum skóm. Flestir eru í vel fóðruð- um úlpum og er það bezti skjól -búningurinn. Eru stúlkurnar kannski í gegnsæjum sokkum og á liæla- háum skóm? Kemur fyrir, segir Gunnar. Það er svo sem gott fýrir aug- að og nú er jafn og góður hiti í bílunum, síðan ofnar voru settir í þá svo ,að lítið ber á gólfkuldanum. Samt vil ég ráð leggja fólki að búa sig vel. Hvernig finnst þér annars þessi atvinna, Gunnar? Mér líkar hún ágætlega. Vetr arferðirnar eru að vísu stund- um erfiðar, þótt ég sé ekki að kvarta yfir þeim. Á sumrin ferðast maður víða um land með ferðamannahópa og eru það oftast hinar ánægjulegustu ferðir. Auk þess er ævinlega eitthvað nýtt að sjá á leiðinni milli Akureyrar og Reykjavík- ur og svo eignast maður marga góða vini á öllum þessum ferða lögum. Hvað hefur þú verið lengst milli Reykjavíkur og Akureyr- ar? Það var veturinn 1953. Ég var þá 14 daga frá Reykjavík og kom hingað til Akureyrar kl. 6 á páskadagsmorgun. Þá lentum við í þeirri verstu stór- hríð á Öxnadalsheiði, sem ég man eftir þar. Frostið var 22 stig í Bakkaseli. Þegar við vor- um á leiðinni niður að Bakka- seli kom Aðalsteinn Tómasson bóndi í Bakkaseli á móti okkur. En þá féll snjóflóð í Bakksels- brekku litlu neðar, fór yfir veg inn og lokaði honum og braut nokkra símastaura um leið. Þarna máttum við dúsa á þriðja sólarhring, þ. e. bílarnir, en heima í Bakkaseli beið okkar heitt hangikjöt og þar þótti okk ur gott að koma, eins og raunar alltaf á meðan sá bær var í byggð. Við heyrðum ekki þegar snjóflóðið féll, þótt það væri skammt frá, svo mikill var veð- urofsinn. En hve lengi eruð þið venju- lega? Við förum kl. 8 árdegis úr Reykjavík og komum hingað kl. 7—8V2 um kvöldið og er þá miðað við sumarmánuðina, en oftast taka vetrarferðirnar lengri tíma, eins og eðlilegt er, jafnvel þótt ekkert sé beinlínis að veðri eða færi. Aldrei ekið út af? Tvisvar hef ég farið útaf veg inum, en það varð ekki að slysi eða teljandi töfum. f annað skiptið í Öxnadal í dimmviðri og hálku og í Langadal í hrtt skiptið í blindstórhríð. Það hef ur verið mikil heppni á öllum þessum ferðum, að aldrei hafa orðið slys á fólki hjá mér. Hvernig er hægt að auka ör- yggið í vetrarferðuni? Fyrst vil ég taka það fram, að ýmislegt er fyrir okkur gert nú, sem ekki var áður. Vegagerðin vill allt fyrir okkur gera. Á Holtavörðuheiði annast sérstak ur maður snjómoksturinn og heitir hann Jón Ólafssön. Hann á heima í Hrútatungu rétt hjá Brú í Hrútafirði. Við stöndum alltaf í sambandi við hann þeg ar eitthvað er að veðri áður en við leggjum á Holtavörðuheiði, hvort sem við erum að fara norður eða suður og hann veit- ir slíka fyrirgreiðslu, að vega- gerðinni er sómi að því að liafa hann í þjónustu sinni. Afköst þessa manns eru ótrúleg. Hann hefur bæði trukk með snjóplóg og jarðýtu og hefur talstöð. Iljálpsemþ hans er einstök og mun öllum bera saman um það. f vetur hefur hann haldið Iiolta vörðuheiði opinni hvern ein- asta dag. Nú eru snjóruðning- arnir hærri en rúturnar okkar. Öxnadalsheiðin er annar að- alfarartálmi vetrarferðanna á hinni fjölförnu leið til og frá höfuðstað Norðurlands. En henni hefur verið haldið opinni til umferðar í allan vetur. Er ekki mikið öryggi í tal- stöðvunum? Jú, við höfum talstöðvar í bílum Norðurleiða og getum haft samband við Brú í Hrúta- firði alla leiðina frá Reykjavík til Akureyrar og það kemur sér mjög vel, ekki sízt vegna þeirr- ar einstöku fyrirgreiðslu fólks- ins þar, að fylgjast með ferðum okkar og hafa samband við okk ur stundum löngu eftir lokunar tíma, kl. 9 síðdegis, og allt þar tii við eru sloppnir suður af Holtavörðu- eða norður af Öxnadalsheiði, á hvorri leið- inni sem er. Hvers vegna ekki að hafa samband við Akureyri? Því miður er það svo, að þótt sterk og ágæt talstöð sé hjá Landssímanum hér, er talstöðv arsambandið ekki opið og kem- ur því að engu gagni fyrir okk ur. Því er við borið að það kosti of mikið og hefur ekki fengizt úr því bætt. Vegagerð- in hefur einnig talstöð, en svo kraftlitla að naumast heyrist upp á Öxnadalsheiði. Það er því ólík þjónusta Landsímans á Brú í Hrútafirði eða hér á Ak- ureyri. Hvað finnst þér um Bakka- sel? Þar var alltaf gott að koma á meðan fólk bjó þar og fyrir- greiðslan þar var okkur ómet- anleg. Nú er húsið autt og yf- irgefið og meira að segja neglt fyrir alla glugga. Þó er miðhæð in útbúin sem eins konan sælu hús. Þar eru hitunai'tæki og matvæli. En þar er köld að- koma og allt er dökkt af sóti. Hafa skemmdarverk verið framin þar? Já, þar var brotizt inn í vet- ur og vistir þær, sem áttu að vera til taks fyrir nauðstadda, eyðilagðai'. Ennfremur var kveikt á olíuvélum og húsið stórskemmt af sóti, en það var gert á þann hátt að sjóða stein- olíu í matarílátum. Umgengni spellvirkjanna var með eindæm um siðlaus. En þeir eru fundn- ir og fengu refsingu. Hér vil ég geta þess, segir Gunnar ennfremur, að ég varð hrifinn af tilboði Kvennadéild- ar Slysavarnafélagsins á Akur- eyri um að byggja skýli á Öxna dalsheiði ef bætt verður úr símamálunum. Þetta er mjög at hyglisvert og ættu ekki fleiri slys en þegar hafa orðið á heið inni, að þurfa til þess að fram kvæmdum sé hraðað. Það er ó- skiljanlegt ef ekki er hægt að koma beinu símasambandi á milli Bakkasels og Fremri Kota, því símalínan liggur þó yfir heiðina. Svp flytjið þið póstinn, ásamt farþegunum? Já, svona 1—2 tonn í hverri ferð frá Reykjavík og norður, en minna héðan. Póstinum er skilað á marga staði á leiðinni. Til dæmis þarf að skila honum í V.-Hún. á Hvammstanga, Laugarbakka, Reykjaskóla og Brú. Það mundi flýta ferðum, ALÞJÓÐA heilbrigðismála- stofnunin hélt ársþing sitt í Nýju Delhi að þessu sinni. Það var í fyrsta sinn, að þingið er haldið í Asíu, og sóttu það full trúar 106 landa. Forsætisráð- herra Indlands, Nehru, setti þingið með ræðu. Sagði hann, að Indverjar ættu Alþjóða heil- brigðismálastofnuninni mikið að þakka. Heilbrigðisástandið færi nú ört batnandi í landinu. Nefndi hann því til sönnunar, að fyrir 40 árum hefði meðal- aldur fólks í Indlandi verið 24 ár. Hefði hann verið kominn upp í 32 ár árið 1947 og nú væri meðalaldur Indverja 42 ár. Skortur á drykkjarvatni. Á þinginu voru rædd marg- vísleg heilbrigðismál, m. a. drykkjarvatnsskorturinn, sem nú gerir víða vart við sig. Sem dæmi um ástandið má nefna, að í Indlandi einu er um hálf ef skilja mætti þennan póst eft ir á einum stað eins og póst- inn í A.-Hún., en honum er öll- um skilað á Blönduós. Rétt er líka að taka fram, segir Gunnar, að pósturinn frá Reykjavík er oft illa merktur, bréfspjöld bundin í opin og vilja þau detta af í meðförum. Þá er stundum skrifað með rauðu á rauða merkimiða og rennur allt saman í eina klessu ef raki kemst að. Nokkuð sérstakí að síðustu? Nóg mun þegar komið af að- finnslunum, en til þeirra er þó full ástæða. Mér er einnig í huga að þakka fyrir hina fjöl- þættu fyrirgreiðslu einstakra manna og staða. Og farþegum mínum í öll þessi ár vildi ég einnig senda hlýjar kveðjur. Dagur þakkar viðtalið og óskar bifreiðarstjóranum góðr- ar ferðar þegar leiðir opnast á ný. (17. marz 1961.) milljón sveitaþorpa. Það mundi kosta samtals 70 milljónir doll- ara að útbúa einn brunn með hreinu drykkjarvatni og lítilli handdælu í hverju þorpi. Þessi upphæð er liðlega þrisvar sinn um hærri en sú, sem Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur til starfsemi sinnar árið 1961. Ákveðið var, að útgjöld stofn- unarinnar árið 1962 færu ekki frám úr 21,576,480 dollurum. □ ■ iimiiiimiiiimiiMiii m 111111111 in 11111 m MmniunnM* I ÖRT VAXANDI I = s I BANANARÆKT I BANANARÆKTIN vex stöð- ugt og nú er svo komið, að meira er ræktað af banönum en nokkrum öðrum ávöxtum. Eru ræktaðar 12 millj. tonna af banönum árlega, 10 millj. í S.- Ameríku og afgangurinn á Kan aríeyjum og í Afríku. □ E. D. Meðalaldurinn er 42 ár

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.