Dagur - 06.04.1961, Blaðsíða 7

Dagur - 06.04.1961, Blaðsíða 7
7 Ræða Sngvars Gíslasonar (Framhald af bls. 5) höndum núverandi valda- manna. Greiðsluhalli við út- lönd er geigvænlegur, þrátt fyr ir krepputökin, og kjaraskerð- ingin og kauprýrnunin slík, að hagur aimennings hefur aldrei verið lakari, þótt stjórnin ausi úr ríkissjóði hundruðum millj- óna til niðurgreiðslna og fjöl- skyldubóta. Það er fullkomin sögufölsun, þegar því er haldið fram, að vinstri stjórnin hafi farið frá vegna þess, að ailt væri í kalda koli. Ástæðan var sú, að ýmis óábyrg en áhrifamikil öfl utan og innan stjórnarflokkanna voru að knýja fram verðbólgu, sem ekki náðist samkomul. um innan stjórnarinnar, hversu mæta skyldi. Það er þáttur út af fyrir sig að rekja hátterni Sjálfstæðisflokksins um þær mundir, skrif Morgunblaðsins og ræðufiutning Sjálfstæðis- forustunnar, samstarf Sjálf- stæðisflokksins við Moskvu- kommúnista og fleira slíkt, sem þessum herrum óar ekki við, þegar það hentar pólitísku valdabrölti þeirra. Sjálfstæðismenn skulu ekki halda það, að menn séu búnir að gleyma því, hverjir það voru, sem efldu kommúnista mest til valda og áhrifa hér á landi, hverjir það voru, sem dilluðu þeim hæst. Menn eru ekki svo gleymnir, að þeir muni ekki, þegar Sjálfstæðismenn vor-u í óbeinu stjórnarsamstarfi við kommúnista árið 1942 og síðar í mjög virku og nánu sam starfi við þá árin 1944—1947, þegar hæstv. núverandi forsæt- isráðherra, Ólafur Thors, var forsætisráðherra í ríkisstjórn, þar sem sjáifur hinn andlegi leiðtogi kommúnista á íslandi, Brynjólfur Bjarnason, var menntamálaráðherra.- í þeirri sömu stjórn var einnig núver- andi hæstv. sjávarútvegsmála- ráðheri’a,' E'mil Jóhsson, sem enn í dag þiggur -náðarbrauð kommúnista í Hafnarfirði og myndar þar með þeiim meiri hluta í bæjarstjórn. Eitt síðasta daemið um virka samstöðu Sjálfstæðisflokksins og kommúnista er barátta þeirra fyrir kjördæmabreyting unni 1959, og það er heldur ekki gléymt, að fyrir rúmum tveimur árum var Sjálfstæðis- flokkurinn tilbúinn að mynda ríkisstjórn með kommúnistum. Og þessir herramenn eru að klína kommúnistaorði á Fram- sóknarflokkinn. Ég held þeir | DÁNARDÆGUR | AÐ KVÖLDI annars dags páska lézt Sigurgeir Guðnason á Jarlsstöðum í Bárðardal. Sigurgeir heitinn var rúml. áttræður að aldri og hafði búið að Jarlsstöðum síðan 1916. □ - Suraaráætlun F. í. (Framhald af bls. 1) manna-fargjöldum á þessum leiðum, en skilyrðl er, að far- þegar ljúki ferðinni á einum mánuði. Samkvæmt hinum lágu fargjöldum kostar flugfar frá Reykjavík til Barcelona og heim aftur kr. 7820.00. Frá Reykjavík til Nizza og heim aftur kr. 7468.00. Frá Reykjavík til Palma (Mallorca) og heim kr. 8188.00 og frá Reykjavík til Rómaborgar kr. 8354,00 fram og aftur. □ gætu unnið sjálfum sér eitt- hvað þarfara en að standa í steinakasti úr því glerhúsi, sem þeir búa í. Lokaorð. Þessu þingi er nú senn lokið. Ríkisstjórnin og sá meiri hluti, sem hún styðst við, hafa ráðið gerðum þess í öllum aðalatrið- um. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur verið óbreytt á þessu þingi frá því í fyrra, að því leyti, að haldið hefur vei'ið á- fram að framkvæma kreppu- stefnuna, sem mörkuð var með valdatöku Sjálfstæðisflokksins og Aiþýðuflokksins. En þó að þingið sé með sömu einkennum og var í fyrra og sjaldgæft sé í íslenzkri þing- sögu, að þingmeirihluti streit- ist við að búa til fjárhags- og atvinnukreppu með löggjafar- starfi sínu, þá verður seta þessa þings ekki fyrst og fremst minnzt fyrir það, heldur annað. Hátindur þeirrar uppgjafar- og undanslóttarstefnu, sem núver- andi ríkisstjórn rekur á öllum sviðum, eru aðgerðir hennar í landhelgismálinu. Síðari kyn- slóðir munu fyrst og fremst muna eftir þessu síðasta þingi í sambandi við uppgjafarsamn- inginn við Breta, þegar ís- lenzka ríkisstjórnin samdi af sér fyrlr alla framtíð í mesta hagsmunamáli þjóðarinnar. Rík isstjórninni og liði hennar hef- ur því tekizt að gera sjálfa sig fræga — en fræga að endem- um. □ Fermmgarbörn í Akureyrarkirkju sunnudaginn 9. apríl kl. 10.30 f. h. D r e n g i r : Arnar J. Magnússon, Eiðsvallag. 13. lírynjólfur Jónsson, Engimýri 8. Einar K. Haraklsson, Byggðav. 91. Friðbjörn Berg, Strandgötu 29. Garðar Karlsson, Norðurgötu 4ö. Guðmuntlur IV'tursson, Brekkug. 35. Gunnar V. Aðalsteinsson, Hmstr. 24. Gitnnar Thorarensen, Hafnarstr. ö. Gunnar G. Malmquist, Strandg. 45. Ingólfur A. Guðmundssqii, Grund. 5. Jón Einar Árnason, Hólabraut 17. Jónas Hallgrímsson, Aðalstrteti lö. Kristjiín Kristinsson, BrekkugiHu 30. Sigurjón Hilmar Jónsson, Iloltag. 2. Stefán J. Hreiðarsson, Möðruvstr. 3. Stefán Stefánsson, Munkaþv.str. 20. Valdimar Gunnarsson, Rauðam. 11. S t-ú 1 k u r : Anna B. Árnadóttir, Hafnarstr. 81 a. Auðtir Daníelsdóttir, Mýrarveg 124. Birna I. Tobiasdóttir, Norðurg. 40. Bryndís Tryggvadóttir, Mtinkaþv. 5. Dröfn Dórarinsdóttir, Eiðsvallag. 3. Fanný Jónsdóttir, Goðabyggð 3. Guðlaug Sigurðardótir, Hamarst. 36. Guðrún Bjarnadóttir, Brekkugötu 8. Helga Guðmundsdöttir, Laugarg. 1. Hermína ósk Valgarðsdóttir, Brún. Hólmfríður Gísladóttir, Oddag. 15. Ingibjörg M. Sigurðardóttir, I>ing. 8. Jóna Sigurðardóttir, Hrauni. ólína K. Jóbannsdóttir, Strandg. 35. Rannveig Ágústsdóttir, Ásvcg 17. Regína Pétursdóttir, Hrafnabjörgum Steingerður Axclsdóttir, Ægisg. 15. Sigrún Stefánsdóttir, Gránufélg. 11. Sigrún S. Hrafnsdóttir, Gnenum. 18. Sigríður ólafsdóttir, Gránufél.g. 51. Valgerður Benediktsdóttir, Sniðg. 2. I. O. O. F. — 142478% — Trúboðsþáttur fluttur að Sjónarhæð nk. laugard.kvöld kl. 8.30 Segir frá heimsókn konu til trúboðsstöðvar í Afríku. — Allir velkomnir. Sæmundur G. Jóhannésson. Bazar og kaffisala verður í sal Hjálpræðishersins laugard. 8. apríl frá kl. 3—10 e. h. Kom- ið. Gerið góð kaup og styrkið gott málefni. Hjálpræðisherinn. Zíon. Sunnudaginn 9. apríl: Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. — Samkoma kl. 8.30 e. h. Ólafur Ólafsson sýnir síðari hluta kvik myndarinnar frá Kína. Allir velkomnir. Sálarrannsóknafélagið á Ak- ureyri. Fundur verður haldinn í Landsbankasalnum mánudag- inn 10 apríl n. k. kl. 9 síðdegis. Erindi. Mikið ferðazt á sl. ári NÝÚTKOMIN Hagtíðindi greina frá ferðalögum, til og frá landinu á síðastliðnu ári, sam- kvæmt skýrslu útlendingaeftii'- litsins. Til landsins komu með skip- um og flugvélum 12.806 útlend ingar og 9.491 Islendingur. Frá landinu fóru 13.016 útlendingar og 10.222 íslendingar. Af útlendingum voi'u Danir fjölmennastir, 3.996 komu, en 4.106 fóru. Fámennastir voru Portúgalar og Júgóslavar, komu 3 og fóru 3 frá hvorum. Ríkisfangslausir komu 5 og fóru 3. □ Síðasti boðskapur dr. D. G. Barnhouse (Niðurlag haus.) „ÞETTA er speki Guðs! Hann hefir gert það’ kleift fyrir menn, sem gerðir eru englunum lægri, að rísa englunum hæn-a. Sköp- uðum verum hefir hann gert kleift að verða honum synir. Hann hefir gert þeim kleift, sem áður voru bundnir við jörð ina og allt hennar aðdráttarafl á sérhverju sviði, að leysast frá jörðinni og að þekkja hásæti Guðs sem eilífðarheimkynni sitt. „Ég þakka þér, Drottinn, að þetta eru síðustu orð míns veika og lítilfjörlega verks. Þér ber öll dýrðin vegna Jesú Krists. Veikleikinn allur í starf inu hefir komið frá Donald Grey Barnhouse. Allur styrkur, máttur, kærleikur, náð og dýrð hefir komið frá þér. Guði, ein- um alvitrum Guði, sé dýrðin að eilífu fyrir Jesúm Krist. Vegna Jesú Krists. Amen.“ ^Þetta er vitnisburður manns, er á ungum aldri tók á móti Jesú Kristi sem frelsara sínum og Drottni, þjónaði honum í meir en hálfa öll, varð fjölda manns til tímanlegrar og eilífr- ar blessunar og kvaddi heiminn elskaður af mörgum, en virtur af öllum. Sæmundur G. Jóhannesson. Bjónaefni. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Ingi- björg Kristinsdóttir frá Dalvík og Hafsteinn Þorbergsson, rak- ari, Akureyri. — Hinn 29. marz sl. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Saga Jónsdóttir, Akur- eyri og Grímur Friðriksson, Rauðá, Ljósavatnshreppi. Hjúskapur. Hinn 1. apríl voru gefin saman í hjónaband Jónas Gestsson, verzlunarmað- ur, Munkaþverárstræti 2, og Björg Arndís Kristjánsdóttir, Bjarmastíg 9. Heimili þeirra verður að Munkaþverárstr. 2. Einnig Sigurður Hjartarson, nemi, Þórunnarstræti 122 og Jóna Kristín Sigurðardóttir, Grundargötu 7. — Á annan í páskum voru gefin saman í hjónaband í Grundarkirkju af séi'a Benjamín Kristjánssyni, ungfrú Ásta Lilja Jónsdóttir frá Litla-Hóli í Eyjaf., og Snævarr Valentínus Vagnss., verkamað- ur, Akureyri. Framtíðarheimili ungu hjónanna verður á Akur- eyri. Fimmtugur. Áskell Jónsson, söngkennari og söngstjóri, varð fimmtugur í gær. Leiðrétting. í grein frá H. S. Þ. í blaðinu 15. marz, var mein- leg villa í frásögn viðvíkjandi félagsmerki H. S. Þ. — Á að vera „Fundurinn 1961 sam- þykkir, að félagsmerkið (barm- merki) verði til sölu fyrir nú- verandi og fyrrverandi félags- menn. Filnúa sýnir á sunnud. kl. 1 e. h. Sýndar verða heimsfrægar fræðslumyndir, þar á meðal hin fræga mynd Hirosima, sem sýnir kjarnorkuárásina á Hiro- sima og hinar hörmulegu afleið ingar hennar. — Athugið vel breyttan sýningartíma. Filmía. I. O. G. T. St. Ísafold-Fjall- konan nr. 1 heldur fund að Bjargi nk. fimmtudag 6. þ. m. kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Vígsla nýliða, ársfjórðungsskýrslur, kosning og innsetning embættis manna. Félagsvist spiluð á eftir fundi. Verðlaun veitt. Mætum öll og stundvíslega. Æðstitemplar. Afmælishóf Ferðafélags Ak- ureyrar verður í Alþýðuhúsinu n. k. laugardagskvöld. Munið að taka aðgöngumiða hjá Sig- tryggi og Pétri, gullsmiðum, á miðvikudag og fimmtudag. Frá Þýzk-íslenzka féláginu. Næsta kvikmyndasýning verð- ur laugardag 8. apríl kl. 3 síð- degis í Borgarbíó. Ókeypis að- gangur heimill öllum meðan húsrúm leyfir. Börn yngri en 12 ára þurfa að vera í fylgd með fulloi'ðnum. Bazar verður n. k. sunnudag kl. 4 í Ásgarði. VORIÐ tímarit fyrir böm og unglinga, jan.—marz hefti þessa árs er komið út og flytur m. a. Flótt- inn til Egyptalands eftir Selmu Lagerlöf, Bjarnarspor í baðker- inu, ný verðlaunagetraun, frétt ir frá Æskulýðsheimili templ- ara á Akureyri, Húfan hans Andrésar, ævintýraleikurinn Föstuganga á eftir fullu tungli o. fl. — Ritstjórar eru Hannas J. Magnússon og Eiríkur Sig- urðsson, skólastjórar á Akur- eyri. □ I . , ? 'I Innilegt þakklœti sendi ég öllnrn, sem glöddu mig á '£ áttatiu ára afmœli minu 29. marz sl., með lieimsókn- um, gjöfurn og heillaskeytum. rt Guð blessi ykkur öll. GUÐRUN GUÐNADOTTIR. ? i ? y.i. © 4- f ö Innilegar þakkir flyt ég ættingjum mínum og ná- 'f grönnum, sem heimsóttu mig, sernlu mér heillaskeyti, ,t. ® og scnndu mig góðum gjöfurn á■ scxtíu ára afmælinu % | þaun 25. marz siðastiiðinn. I SNORRI HANNESSON. T 9/- ! & \ Maðurinn minn og faðir okkar HERMANN INGIMUNDARSON, trésmiður, andaðist 31. marz sl. að heimili sínu Fjólugötu 13 Ak- ureyri. Jarðarförin ákveðin laugardaginn 8. ajníl frá Akureyrarkirkju kl. 1.30 síðdegis. Anna Halldórsdóttir, börn og tengdabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar ÓSVALDAR SIGUR JÓNSSONAR. Sérstaklcga þökkum við Útgerðarfél. Akureyringa. Óskar Ósvaldsson, Hörður Ósvaldsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konunnar minnar, móður okkar og tengda- móður SIGRÍÐAR N. KRISTJÁNSÐÓTTUR, Aðalstræti 63, Akureyri. Sigurður Flóventsson, Erna Sigurðardóttir, Magnús Guðmundsson, Hektor Sigurðsson, Hjördís Wathne.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.