Dagur - 06.04.1961, Blaðsíða 6

Dagur - 06.04.1961, Blaðsíða 6
6 VINARGJÚF FRÁ VESTURHEIMI Steingrímur K. Hall, tónskáld, gefur væntan- legu ellilieimili á Akureyri óselt upplag af tónverkum sínum Á SÍÐASTLIÐNU hausti barst mér bréf frá Steingrími K. Hall, tónskáldi, sem nú dvelst á Elli- heimilinu Betel á Gimli, Man., þar sem hann spyr mig um, hvort ekki sé til eitthvert elli- heimili í grennd við mig, sem mundi vilja þiggja •nokkur hefti af sönglögum sínum, sem óseld liggja í Vesturheimi, ef stofn- unin kynni að geta selt þetta fyrir einhvem pening og haft af því ágóða. Bauðst hann til að senda heftin heim að kostnaðar lausu og kvað sér Ijúfara, ef þau gæti einhverjum að gagni komið heima á ættjörðunni. Þar sem mér var kunnugt, að hafin var elliheimilisbygging á Akureyri, og þar mundi auð- veldast að koma þessum tón- lagaheftum í verð, kom ég að máli við konu úr stjómamefnd stofnunarinnar og skýrði henni frá þessu höfðinglega tilboði og tók hún því undireins fegins hendi og með þakklæti. Munu þessi sönglagahefti nú vera komin, eða um það leyti að koma til landsins. Guð blessi þær allar. Steingrímur Hall hefur aldrei til íslands komið, en ann þó heils hugar landi og þjóð, eins og sjá má af eftirfarandi bréf- köflum, sem hann skrifaði mér í desember síðast liðnum: „Nýtt elliheimili á Akureyri, það var ánægja að vrta! Kon- urnar, (God bless them all,) munu sjá um að það heimili verði eins fullkomið og ný- tízkulegt og allt annað er á ís- landi nú í dag. Með beztu ósk- um heílsa ég þeim öllum.“ Drengirnir okkar. „Ég hlustaði á Reykjavíkur- kórinn í Árborg og heyrði hann einnig syngja nokkur lög hér á okkar heimili. Ég varð svo hrif inn, orðlaus, að ég gat ekki tal- að við nokkurn mann né hugs- að um annað en sönginn, -fyrr en ég kom heim í mitt litla her- bergi. Þar dró ég fram nokkrar heimsfrægar óperur og hlust- aði. Oft hef ég heyrt góðan söng, en þetta voru okkar drengir frá litla íslandi, og þeir hafa komizt svo hátt í sönglist- inni, að það kemst vel í sam- jöfnuð við það allra bezta, sem við höfum í Ameríku. (In their singing there was artistic inter- pretation seldom heard in grand opera, male chorus, and often in concert form). Ef þú hittir Sigurð, bið ég með þakk- læti að heilsa þeim öllum. Ég sletti enskum orðum hér og þar, eins og Eiríkur Magnússon í bréfum til Jóns Sigurðssonar, enda hef ég varla nokkru sinni fyrr skrifað bréf á íslenzku." Hið skilyrðislausa skylduboð. ,3Uiárdn, hvað eigum við að gera með þau? Leggjast upp í rúm og hætta að hugsa? Nei, nei! Það er áríðandi og nauð- synlegt að gera eitthvað, ef heilsan leyfir. Sjálfsmenntun er eitt, en annað er meira virði. Það er að reyna að gera eitt- hvað að gagni. Kéma reynum við öll að gera hið bezta, sem við getum, fyrir hvert annað og Steingrímur K. Hall, tónskáld. okkar heimili. Það er okkar skilyrðislausa skýlduboð. En því er ég að segja þér þetta, sem ert prestur." Æviágrip. Steingrimur Hall er Þingey- ingur og Eyfirðingur- í ættir fl-am. Hann er fæddur að Gimli 16. nóv. 1877. Foreldrar hans voru: Jónas Hall, seinna frið- dómari í N. Ðakota og kona hans Sigríður Kristjánsdóttir frá Finnsstöðum í Kinn Árna- sonar. Foreldrar Jónasai- frið- dómara voru: Sigríður Jónas- dóttir (systir Tómasar skálds á Hróarsstöðum, föður Jónasar tónskálds á ísafirði) og Hall- grímur b. á Fremstafelli Ólafs- son bónda á Svertingsstöðum, Gottskálkssonar b. á Garðsá, Ólafssonar umboðsmanns á Öngulstöðum, Sigfússonar lög- réttumanns á Grund, Þorláks- sonar prests í Glæsibæ. Séra Þorlákur í Glæsibæ var söng- maður mikill og hefur tónlist- argáfa víða komið fram í ætt hans. í þennan ættlegg er Stein grímur skyldur Jóhanni Ó. Har aldssyni, tónskáldi, á Akureyri. Árið 1899 lauk Steingrímur B. M. prófi frá Gustavus A- dolphus Conservatory of Music í St. Peter, Minnesota, og var næstu þrjú árin í framhalds- námi við tónlistarskóla í Min- neapolis og Chidago og lauk þar prófi í píanoleik, organleik, hljómfræði og tónlistarsögu með hæsta heiðri. Næstu árin var hann kennari við Gustavus Adolphus Conservatory og seinna við St. John College, Winnipeg, og organleikari og söngstjóri við Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg 1905 til 1935. Iðulega hélt hann opinbera tón leika og kenndi fjölda nemenda og hlaut ávallt mikið lof tón- listargagnrýnenda fyrir list sína Árið 1954 gaf hann Manitoba- háskóla mikið safn íslenzkra tónverka og öll tónverk sín í handriti. Kona hans var Sigríður Jóns dóttir Hördal, sem lengi var talin ein bezta íslenzka söng- konan í Vesturheimi, og er hún látin fyrir fám árum. Eins og sjá má af því sem á undan er sagt, á Steingrímur Hall langan og merkilegan tón- listarferil að baki og var um langt skeið einhver bezt mennt aði tónlistarmaður vestan hafs. Auk þess er hann gáfaður mað- ur og drengur hinn bezti. Tón- verk hans, sem gefin hafa ver- ið út, eru þessi: Icelandic Song Miniatures with English tran- slations, Toi-onto, 1924, My God why hast Thou forsaken me, Winnipeg 1924. Songs of Ice- land with English Texts, To- ronto, 1936. Songs of the North with English Texts, 1954. Ég efast ekki um, að íslenzk- um tónlistarunnendum muni leika hugur á að kynnast tón- verkum þessa ágæta Vestur- íslendings, sem hingað til hafa verið lítt kunn hér á landi. Má panta þau hjá Ragnheiði O. Björnsson, kaupkonu, Hafnar- stræti 13, Akureyri. Benjamín Kristjánsson. ATVINNA! Rösk afgreiðslustúlka óskast í kjötverzlun. Afgr. vísar á. STARFSSTULKA ÓSKAST í eldhús Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Uppl. hjá ráðskonunni, sími 1294. RÁÐSKONU VANTAR á fámennt sveitaheimili í þingeyjarsýslu. Upplýsingar gefur Jón Samúelsson, afgr. Dags. ATVINNA! Stúlka óskast í sérverzlun. Uppl. í síma 1580. TIL SÖLU Chevrolet vörubifreið með 12 farþega húsi og tvískiptu drifi. Mikið af varahlutum getur fyjgt. Upplýsingar gefur Hjalti Finnsson, Ártúni, Eyjafirði. Sími um Saurbæ. SEGULBANDSTÆKI (Tesla) til sölu. Upjrlýs- • ingar nrilli kl. 7—9 næstu kvöld. Ragnar H. Bjarnason, Hríseyjargötu 21. TIL SÖLU Ný HUSQVARNA ÞVOTTAVÉL, þvær og sýður, (5 ára ábyrgð). Tækifærisverð ef samið er strax. Upplýsing- ar í Gleráreyrum 13, Ak- ureyri, kl. 9—12 f. b. og 6—9 e. h. TÆKIFÆRISKAUP: Svefnsófi 2 hægindastólar 2 sófaborð Borðstofuskápur Plötuspilari Þvottavél Barnarúm Leikgrind 2 barnakojur með dýnum Allt selt ódýrt þegar í stað, vegna brottflutnings Uppl. í síma 2340. VÖRUBÍLSPALLUR Tilboð óskast í 16 feta vörúbílspall með ölfu til- heyrandi, stórum arma- sturtum, langbitum og grindverki aftan við liús. Pallurinn er járnklæddur og með skjólborðum. Mjög hentugt á nýja, stóra bifreið. Uppl. í síma 1822. BAZAR verður í Ásgarði sunnu- daginn 9. apríl kl. 4. Margt góðra muna. Kvenfélag Sósíalista. FUNDUR Félag ungra Framsóknarmanna á Akureyri beldur FUND að Hótel KEA (Rotarysal) miðvikudaginn 12. apríl kl. 8.30 e. h. FUNDAREFNI: Ing.var Gíslason, alþingism., flytur erindi um stjórnmálaviðhorfið og stefnu Framsóknarfl. Kaffidrykkja. LAUGARBORG Dansleikur laugardags- kvöldið 8. aprí 1 kl. 9.30. Ásarnir leika. Kvenfélagið Iðunn og U. M. F. Framtíð. DANSLEIKUR verður haldinn í sanr- komuhúsi Svalbarðs- strandar n. k. laugáídags- kvöld kl. 10. Kvenfélag Svalbarðsstrandar Sagfílar Sverðfílar frá kr. 13.00 Verkfærasett í veskjum Tvistur kr. 27.75 pr. kg. ---o-- Dönsk Bílskúrhurðarjárn á kr. 2.295.00 settið ATLABÚÐIN Strandgötu 23. Sírni 2550. Ungbarna- ÚTIGALLAR NÝKOMNIR. Bláir, gulir, bleikir. Verð kr. 180.00. VERZL. ÁSBYRGI KASSAR hentugir undir ÚTSÆÐI íást í KAFFIBRENNSLU AKUREYRAR Félagar eru beðnir að fjölmenna. STJÓRNIN. Ný sending VORKÁPUR POPLINKÁPUR SÍÐBUXUR -----o- FLANNEL í pils o. fl. komið aftur. MARKAÐURINN Sími 1261

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.