Dagur - 09.09.1961, Blaðsíða 2

Dagur - 09.09.1961, Blaðsíða 2
2 Hjálmar skáld frá Hofi 75 ára HJÁLMAR ÞORSTEIN SSON frá Hofi varð 75 ára 5. septem- ber s.l.. Það á ef til vill ekki við að ég skrifi um hann nú, þar sem ég gat sjötugsafmælis hans í tveimur stærstu blöðum Reykjavíkur, en þetta verður stutt. Hjálmar frá Hofi, svo er hann jafnan nefndur, er sérstæður persónuleiki, og einn slyngasti hagyrðingur sem nú er uppi, og mun hans nafn lengi í minnum haft, þeirra er þekkja hann bezt. Hann er svo fljótur að kasta fram stöku, að þeir yngri mega vara sig. Gott sýnishorn þess er það, að er ég kom til hans að Hofi (Á Kjalarnesi) 18. júlí í sumar, kom hann út, gekk í veg fyrir mig og heilsaði mér með þessari vísu: Fyrir andann frjóa þinn fáu þó ég lofi. — Vertu alltaf velkominn, vinur minn að Hofi. Tilraun til svars eru svo eftir farandi vísur: Þakka hlýju þína er skylt þú ferð eflaust mannavillt. Ándi minn er ekki frjór, ekkert nema klaki og snjór. Ef á Hofi hef ég dvöl ! við hunangsilm og skáldaöl. Myndi andinn þekki þinn þýða í burtu klakann minn. Hjálmar hefur gefið út þrjár Ijóðabækur. Heita þær eftirfar andi nöfnum: Geislabrot (Rvík. 1928), Kvöldskin (Rvík. 1950), og Munarósir (Akranesi 1957). Auk þess eru prentuð eftir hann tvö smárit (tvíblöðungar) (Rvík. 1935) sem nú mun í fárra manna höndum, eru það deilur þeirra Hjálmars og Sveins frá Elivogum. Hjálmar sagði mér í sumar að hann væri með nýja bók í handriti, og myndi hún koma út innan tíðar. Hygg ég gott til hennar, þegar hún kemur. Það er gaman að vera skáld og bóndi í fagurri sveit á ís- landi. Yrkja bæði andann og efnið. Bóndinn er frjáls og lýtur engum nema skapara sínum, hann er í nánum tengzlum við móður náttúru. Hann er trúr köllun sinni. Hann er hyrningar steinn þjóðfélagsins, eða með orðum Jónasar Hallgrímssonar: „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi,,' etc. Hjálmar hefur búið að Hofi (landnámsjörð Helga Bjólu) síðan árið 1916, og farnazt vel. Hann er gæfumaður. Vel er Hjálmar þokkaður af sveitung- um sínum, og öllu því fólki er þekkir hann, mun hlýtt til hans. Ég óska að hann verði allra karla elztur, og haldi áfram að yi-kja snjallar vísur. Þessi er eft ir hann: „Ut við sundin ægis blá — enn skal bundin staka, — fram að blundi ef ég á eina stund að vaka.“ Heill þér Hjálmar, hálfáttræð um vini. p. t. Akureyri, 6. sept. 1961. Stefán Rafn, Reykjavík. Oldrykkjan og VERIvAMAÐURINN birti greinar um svall og siðleysi unga fólksins í tveim næstsíð- ustu blöðum sínum. Greinarhöf. komast að þeirri niðurstöðu, að þetta sé að kenna hinu slæma þjóðskipulagi á íslandi, „þjóðfélagið hefur kippt fótun- um undan þessum unglingi áður en hann fór að sleppa sér,“ seg- i Ný áróðursherferð hafin gegn afhendingu íslenzku handritanna í DANMÖRKU er hafin ný herferð gegn afhendingu ís- lenzku handritanna. Þar er fremstur í flokki Jóhannes Bröndum-Nielsen prófessor. — Hann leggur áherzlu á, að Árnasafn í Höfn sé miðstöð á sviði fornnorrænna fræða í heiminum, og að aðstaða sé betil í Koupmannahöfn en á íslandi til þeirra fræðiiðkana. Eins og kunnugt er lýsti danska stjórnin því yfir, að ís- lendingum yrðu afhent allt að 20C0 handrit. Ská(a- og þakkar- ræður voru haldnar af þessu tilefni af hálfu íslendinga. En þegar til Dana-þings kom reis öflug andstaða innan þings og utan. Andstæðingarnir ■brugðu fæti fyrir framgang málsins á síðustu stundu og þar við situr enn í dag. Danska stjórnin lofaði opinberlega meira en hún gat efnt og ís- lendingar þökkuðu ákaflega það, sem þeir ekki fengu. Þrjú ár eru til næstu kosn- inga í Danmörku og fær þetta mál ekki lausn fyrr en að þeim tíma liðnum. Stjórn Árnasafns og aðrir fylgjendur Jóhannesar Brönd- um-Nielsen hafa lýst því yfir, að þeir ætii að nota þann tíma vel til að koma í veg fyrir að íslendingar fái hinn forna arf sinn nokkru sinni. Margir fyrir- lesarar verða sendir út af örk- inni og í Árnasafni sjálfu verð- ur rökum gegn aíhendingunni haldið fast að safngestum. Málsmeðferð danskra stjórn- arvalda í þessu viðkvæma máli og yfirlýsingar um afhendingu, áður en kom til kasta þingsins, er mjög óviðfeldin, klaufaleg og yfirborðskennd, enda árangur eflir því. Enn um sinn verða íslend- ingar að heyja baráttuna fyrir hinn dýrmæta bókmenntaarf sinn, sem nágrannaþjóðin held- ur ófrálsri hendi. | fjarskiptistöð | Guðm. Karl Pétursson sextugur ÞANN 23. ágúst sl. var byrjað að ryðja veg upp í Hvanneyrar- skál. Er það Landssíminn, sem þetta gerir, og vegurinn ætlaður til að koma byggingarefni upp í skálina. — í Hvanneyrarskál hyggst Landssíminn reisa lítið steinhús fyrir fjarskiptistöð, sem á að auðvelda símaþjón- ustuna við Siglufjörð. Verður það bæði móttöku- og sendi- stöð. Við húsið verður síðan reist 40 m. hátt grindamastur. Að sjálfsögðu verður einnig að leggja rafmagnsstreng upp eftir og einnig símalínu. Er hér um að ræða merkan áfanga í þeirri áætlun, að koma slíkum stöðv- um upp víðs vegar um landið. Milljónamæringur á einni mínútu. Stofnandi brezka Penguin- bókaforlagsins víðkunna, sem er heimsfrægt fyrir sína ódýru og vönduðu bókaútgáfu, varð milljónamæringur punda á augabragði fyrir skömmu. Þá voru hlutabréf forlagsins skráð í Kauphöllinni í fyrsta sinn, og gengið hækkaði í hvelli um 50%. Sir Allen Lane á 51% hluta- bréfanna, sem nú eru metin á ir annar greinarhöfundurinn. Hinn segir, að kapítalismanum sé um að kenna, þetta sé í góðu samræmi við einkaframtakið o. s. fr. M. ö. o., hér þarf að breyta um þjóðskipulag til að afnema ofdrykkju og siðleysi. Ekki þarf að hugleiða það lengi, hvers konar þjóðskipulagi þessir menn vilja koma á á ís- landi, og í áróðri fyrir því er flest notað. í þessu sambandi er rétt að minna á, að þau tíðindi gerð- ust nýlega í föðurlandi komm- únismans, að foringinn, Krús- séf, hóf harða . hríð gegn of- drykkju i ríki sínu og taldi hana eitt hið mesta böl þjóðar sinnar. Þannig var ástandiði þar í þessum málum eftir áratuga stjórn kommúnnsta í því „landi lífsgleðinnar". Þetta sýnir, að á sviði drykkjuskapar og siðleysis í sambandi við hann, verður að leita annarrar fyrirmyndar. Þjóðskipulag okkar íslend- inga er að sjálfsögðu ekki galla laust. Innan þess geta þó allir góðir menn unnið að aukinni siðmenntun þjóðarinnar. □ NÝTT ÚTIBÚ VERZL. EYJAFJÖRÐUR opn- aði í gær nýtt útibú í Stórholti í Glcrárhverfi í gser fyrir við- skiptarnenn verzlunarinnar norðan Glerár. Þar verða seldar flestar þær vörur, sem verzlað er með í að- alverzluninni, svo sem matvör- ur, nýlenduvörur, búsáhöld o.fl. Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir á Akureyri varð sex tugur í gær. Hann er fæddur á Hallgilsstöðum í Arnarnes- hreppi. Varð stúdent 1925, lagði stund á læknisfræði og var orð- inn kandídat við Landsspítalann 1931, stundaði framhaldsnám í Svíþjóð og víðar með handlækn ingar að sérgrein, varð spítala- læknir við gamla sjúkrahúsið á Akureyri 1936 og síðan yfir- læknir þar og á nýja Fjórðungs sjúkrahúsinu. Guðmnudur Karl Pétursson var afburða námsmaður, góður íþróttamaður og hamhleypa til allra verka og virðist starfs- 23 milljónir norskra króna. Ein af ástæðum fyrir velgengni þess ari á hlutabréfamarkaðinum (Kauphöllinni) er talin sú, að forlagið hafði þá nýskeð gefið út hina gömlu og mjög um- deildu skáldsögu D. H. Lawr- ence „Ástmaður lafði Chatter- Iey“, sem 2 milljónir eintaka seldust af á skömmum tínirt. Aðeins 43 stórbændur í Noregi. í Noregi eru aðeins 443 jarð- ir meira en 1000 „mál“ að víð- áttu, og telst þó ein þeirra til borgar, en ekki byggðar. Þar eru jarðeignir mældar í „mál- um“, en ekki dagsláttum, eins og hér áður fyrr. En norskt „mál“ er um tíundi partur hektara. Alls eru 433.000 bændabýli með landbúnaðar skilyrðum (víðáttu), og af þeim 55.500 í borgum og kauptúnum. Flestar eru bændajarðir í Akurhúss- fyllci og þar næst á Iieiðmörk. „Deffa úr loffi Ólafsfirði, 7. sept. Hér rigndi ofsalega um helgina og ér jörð vatnsósa. Ekkert hefur síðan náðst af heyjum þótt þurrt hafi verið síðustu daga. Þrír bænd- ur eru enn án súgþurrkunar. Súgþurrkunin bjargar því, sem bjargað verður í sumar. Allir bátar eru hættir síld- veiðum og komnir heim. Þeir eru nú að búa sig undir haust- róðrana. Söltun varð í sumar 1?632 tunnur og hefur aldrei verið eins mildl. Hún skiptist þannig: Jökull 6960, Stígandi h.f. 5556 og Auðbjörg 6116 tunn ur. í fyrra var saltað hér samt. 2800 tunnur. Guðbjörg var afla hæsti báturinn í sumar, fékk tæplega 16000 mál og tunnur og er það mestp síldveiði á Ólafs- fjarðarbát. Sæþór fékk 11508 mál og tunnur og Ólafur Bekk- ur 10600. Búið er að lengja sjúkraflug völlinn svo hann er 400 metra langur. Eldri hlutinn var einn- ig lagfærður, svo að nú er flug- þreki hans minni takmörk sett en flestum öðrum. Skógræktar- mál, flugmál, íþróttamál og mannúðarmál eru meðal áhuga mála Guðmundar og hvergi er hann hálfur. Guðmundur Karl Pétursson er löngu viðurkenndur, sem mikilhæfur skurðlæknir. Hann leggur sig eftir nýjungum í læknavísindum með tíðum og nauðsynlegum utanferðum og undir hans stjórn varð lítið og ófulikomið sjúkrahús að einu því fullkomnasta á landinu, þótt fleira kæmi þar til en dugn aður yfirlæknisins. í félagsmálum og daglegrl umgengni er Guðmundur Karl hinn mesti fjörgammur og mikill veitandi lífsþróttar og gleði og oft fundvís á heppileg úrræði. Iivorki hefur yfrlæknir inn leitað á náðir tóbaksins til að „róa taugarnar", eða sterkra drykkja til að „hressa upp á hversdagsleikann" og er slíkt þakkarvert fordæmi og verður vart að fullu metið. Kona Guðmundar er Ingá Jóna Karlsdóttir frá Reykjavík. Dagur sendir afmælisbarninu og ástvinum þess hinar hugheii- ustu árnaðaróskir. E. D. dropar stórir” brautin góð. Símalína við enda brautarinnar var lögð í jörð. □ •IIIIMIIMIIIIIMIIIMIIIMIIIIIIIIIIIIIMMIIIIIMIIIIIllllllillk a . - ! Sjúkraflugvölliir | í Hrísey Hrísey, 7. sept. Lokið er við að byggja 425 m flugbraut ofan við Saltnes, en eftir er að sá í hana. Þarna ætti að verða góð gras- flugbraut fyrir sjúkraflugvél, sem okkur hefur tilfinnanlega vantað. Stöðug vinna er í hraðfrysti- húsi kaupfélagsins, enda leggja hér upp bátar frá Dalvílc, Greni vík, Hauganesi og Litla-Ár- skógssandi, auk heimabáta. Ó- gæftir hafa verið, en síðustu daga gaf á sjó og er afli sæmi- legur. Verið er að reisa hráefna- geymslu við frystihúsið, 270 fer metra, tvær hæðir. Þrjú íbúðar hús eru í smíðum. í dag er Fjallfoss liér að taka skreið og nýlega er farið tölu- vert af saltfiski og beinamjöli.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.