Dagur - 09.09.1961, Blaðsíða 4

Dagur - 09.09.1961, Blaðsíða 4
4 5 Dagub VOPNINOG FJÁRMAGNIÐ HITLER braut undir sig hvert landið af öðru í síðustu heimsstyrjöld í krafti drápstækja þótt hann að síðustu biði ósigur. Rúsar lögðu mörg lönd undir sig eftir að Hitler var allur, bæði með vopnavaldi og ofbeldisógnunum. En oft- ast eru fleiri leiðir en ein, sem færar eru að sama marki, og freisting hins sterka til að ráða yfir þeim veikari og hafa hagnað af, er víðar að verki en í heila- búuin valdasjúkra einræðisherra. Þó er það gleðileg staðreynd, að fjöldi ný- lcndna lýðræðisríkja, hafa fengið fullt frelsi á allra síðustu árum. Þótt skammt sé síðan íslendingar slitu af sér síðustu leifarnar af erlendu valdi og hafi síðan búið að sínu við örar fram- farir og efnalega velsæld, virðast blikur á lofti. Þrátt fyrir góðæri til lands og sjávar, góða markaði, mikil vinnuafköst, batnandi framleiðslutæki og ört vaxandi útflutningsframleiðslu, hafa lífskjör vinnandi fólks farið ört versnandi um skeið vegna úreltrar efnahagsstefnu. Sú stjórn, sem nú situr og þessa stefnu leiddi yfir þjóðina, er komin í hina hörmulegustu aðstöðu. Hún hefur misst tiltrú fólksins, enda lét hún það henda sig að beita gengisfellingu gegn því, með einræðiskenndum tiltektum, sem svar við réttlátum launahækkunum í sumar. Skorað hcfur verið á ríkisstjórnina að segja af sér og efna til nýrra kosninga. Það þorir stjómin ekki af ótta við fylgis- hrun. En hún sér hylla undir vandamál, sem örðugt verður að skjóta sér undan. Það smástyttist tíminn til lögboðinna kosninga og þá þurfa stjórnarflokkarnir að vera búnir að „umþófta“ sig ræki- lega og fela einræðisandlitið. Alþýðuflokkurinn, sem íhaldið keypti til fylgilags við sig, stendur svo illa að vígi í næstu kosningum, að líkur eru til að hann verði þurrkaður út ef ekki berst óvænt hjálp. Sá flokkur athugar um þess ar mundir þann möguleika að svíkja íhaldið og taka upp baráttuna fyrir nýrri efnahagsstefnu ef honum endist Iíf. íhald ið undirbýr nýjar kosningabækur eftir erlenda sérfræðinga, sem skýrslugerðir, myndir, nýjar framkvæmdaáætlanir og glæsileg kosningaloforð eiga að prýða. En það býr sig líka undir að mæta þeim vanda að verða áð horfa á eftir Alþýðu- flokknum, kannski alla leið í gröfina. Þá eru góð ráð dýr. Úr innsta hring flokks- ins hefur borizt sá fregn, að minnst hafi verið á ný bráðabirgðalög áður en kjör- tímabilið renni út, til að fella niður kosn ingar til Alþingis og sitja áfram við völd. En þetta er auðvitað háð því skilyrði að Alþýðuflokkurinn verði meðsekur og hætti við brotthlaupið. Stjórnin athugar líka um þessar mund ir möguleika á að fá erlenda auðkýfinga til að hef ja atvinnurekstur á íslandi. Hún hefur jafnvel opinberlega játað, að hún treysti meira á erlenda fjármagnið en ís- lenzka atvinnuvegi. En þjóðin þarf að gera sér Ijóst, að óhóflegu erlendu fjár- magni fylgir ekki minna vald en það, sem íslendingar eru rétt búnir að brjót- ast undan, og að íslenzkir atvinnuvegir eru þess megnugir að veita öllum lands- ins börnum góð lífskjör ef réttlátlega er skipt. □ 11111 ■ i ■ 1111111 ■ 111 ■ i ■ 11111 ii 1111 ■ 1111 ■ 1111111111 ■ 111 ■ i ■ ■ ■ iii ■ i ■ i ■ ■ i ■ ■■ 11 ■ i ■ ■ ■ i ■ 11111 ■ ■ ■ i ■ 11 ■ 11 ii ■ ii ■■ 11 ■ i ■ i 111111111111111111111111111 lll•llllllll■lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll 1111111111111111111% Jón Guðlaugsson | HEIÐNAR OG KRISTNAR HETJUR KVEÐJUORÐ JÓN GUÐLAUGSSON, fyrrv. sparisjóðsstjóri á Akureyri, andaðist 4. ágúst sl., tæplega 75 ára að aldri. Hann var fæddur í Hvammi í Hrafnagilshreppi 16. júní 1886. Foreldrar hans voru hjónin Kristbjörg Halldórs- dóttir frá Björk og Guðlaugur Jónsson, er þá bjuggu í Hvammi. Jón gekk í Hólaskóla og út- skrifaðist þaðan sem búfræð- ingur 1906. 1 heimasveit sinni voru hon- um falin trúnaðarstörf, þegar eftir skólavistina. En atvikin höguðu því þó á þann veg, að hann varð bæjargjaldkeri á Ak- ureyri 1922 og sparisjóðsstjóri á Akureyri 1934 og hafði það starf á hendi meðan heilsan entist. Jón kvæntist Maríu Árna- dóttur, sem lifir mann sinn ásamt tveim uppkomnum son- um þeirra hjóna. Jón Guðlaugsson hafði stofn- að nýbýlið Litla-Hvamm og bjó þar í allmörg ár snotru búi. Vanheilsa um nokkurra ára skeið mun einkum hafa um valdið, að þau hjón fluttu til Akureyrar. Á Akureyri naut Jón mikils álits, sem hreinskiptinn, glögg- ur og afkastamikill starfsmaður. Um það vitna t. d. þeir, sem trúðu honum fyrir skrifstofu- stjórn hjá Akureyrarkaupstað og síðar hjá Ragnari Ólafssyni. Hann var einnig settur bæjar- stjóri um skeið, í fjarveru Jóns Sveinssonar. Virðingarstöður og ábyrgðar- störf eru síður en svo algildur mælikvarði á mannkosti og hæfileika manna, því að margir kunna að „ota sínum tota“ og komast þá e. t. v. lengra en verðleikarnir standa sómasam- lega undir. Þessu var öfugt far- ið með Jón og algerlega and- stætt honum. En hann vakti hvarvetna traust, var strang- heiðarlegur í smáu sem stóru, harður við sjálfan sig, svo að hann unni sér fárra hvíldar- stunda, efndi loforð sín að fullu, brást engum og taldi sín orð og annarra, þeirra er hann skipti við, jafngild skriflegum samn- ingum. Mér eru enn í minni ummæli kaupsýslumanns eins hér í bæ, er sagði: „Það getur enginn brugðizt Jóni Guðlaugssyni.“ Síðar kynntist ég Jóni og fjöl- skyldu hans, sem leigjandi í húsi hans, og undraðist ekki eft ir það ummæli kaupsýslumanns ins. Betur, að em flestir mann- kostamenn, slíkir sem Jón var, réðu fyrir viðskiptastofnunum til þess að endurheimta hinar fornu dyggðir, meðal þeirra full kominn heiðarleik í orði og í meðferð fjármuna. Jón Guðlaugsson var maður hlédrægur, yfirlætislaus, með af brigðum skyldurækinn og siða- vandur. Hafi einhverjum fund izt hann örlítið hrjúfur á yfir- borðinu, vissu þeir, sem betur þekktu hann, að hjartað var úr gulli. E. D. FYRR I SUMAR hef ég í Degi vakið eftirtekt lesenda á því fyrir- bæri, að hinir hagsýnu og gróða- fúsu Skotar hafa staðsett marmara styttu af mesta skáldi þjóðarinnar, Walter Scott, í hjartastað þjóð.ir- innar, við höfuðgötu Edinborgar. Áratug eltir áratug býr stórskáldið við æviábúð í raunverulegu Jtjóð- arhásæti, þó að tímar og viðhorf breytist. Þetta dæmi vitnar um hetjudýrkun skozku þjóðarinnar. Hún leitar styrks í hátíðlegri minningu þjóðskörungsins. Þjóðirnar hafa tvenn viðhorf til hetjumynda á opinberum vett- vangi. Tvær öflugar en gagnólíkar mannfélagshreyfingar liafa byrjað baráttulíf sitt með því að forðast notkun hetjumynda. í augum tveggja leiðtoga ungra hreyfinga þykir orðið og andiiin meir en nógu sterk til að valda öflugum áhrifum á samtíðarmenn. Síðan breytast viðhorfin. Hetjumynd- irnar konia til sögunnar og þykja dýrgripir til að efla og styrkja andlegar hræringar mannlífsins. Það er ekki ætlun mín að bera saman kristindóm og kommún- isma nema varðandi tvö atriði. Hér er um að ræða tvö stórríki, sem búa sjaldan saman í gagn- Er ritstjóri íslendings að hæðast að ríkisstjórninni? í RITSTJÓRNARGREIN í ís- lendingi 25. f. m. er ýmislegt skrýtið, eins og oft áður í þeim ritsmíðum. Þar er því m. a. haldið fram, að breyting á gengi krón- unnar hafi verið óhjákvæmileg, „ef halda átti efnahagskerfinu í skorðum," og að orðið liafi að velja á milli þess að taka upp upp bótarkerfið á nýjan leik eða lækka gengið. Þá segir og að þetta hafi verið nauðsynlegt „vegna við- skipta okkar við útlönd, að við héldum nokkurn veginn virðingu okkar og trausti“. Hvernig hefur núverandi ríkis- stjórn unnið að því að halda „efnahagskerfinu í skorðum" og að halda „nokkurn veginn virð- ingu okkar og trausti" hjá við- skiptaþjóðunum? Þegar stjórnin lagði efnahags- málafrumvarp sitt fyrir jringið í febrúar í fyrra, hélt lnin því fram, að með þeim aðgerðum ætti að konta aðalatvinnuvegunum á traustan grundvöll og bæta hag þjóðarinnar gagnvart öðrum lönd- um. Hvorugt hefur orðið, heldur það gagnstæða. Um síðustu ára- mót þurfti að setja nýja kreppu- löggjöf fyrir sjávarútveginn, til þess að forða honurn frá strandi, og árið sem leið hækkuðu skuldir þjóðarinnar við útlönd um mörg hundruð millj. kr. Þetta hvort tveggja hlýtur ritstjóra íslendings að vera vel Ijóst, eins og öðrn fólki, og skrif lians um að stjórnin lialdi „efnahagskerfinu í skorð- um“ og að hún lialdi „virðingu okkar og trausti" hjá viðskipta- þjóðunum „nokkurn veginn", eru því óskiljanleg öðruvísi en sem naj>rasta háð urn ríkisstjórnina. Sama er að segja um valið milli uppbótarkerfisins og gengislækk- unarinnar, sem um getur í Islend- ingsgreininni. Allir vita, að stjórn in hefur aldrei fellt uppbótakerf- ið niður. Einn af stærstu jráttum Jress er niðurgreiðsla á vöruverði, senr enn er haldið uppi, og til Jress er nú árlega varið hundruð um milljóna úr ríkissjóði. Og í sambandi við gengislækkunina í sumar, gaf stjórnin út bráðabirgða lög um útflutningsgjöld á sjávar- afurðir, sem að verulegu leyti á að nota til að greiða útgerðinni skipa tryggingastyrk í einhverju formi. Ríkisstjórnin er því alls ekki á þeim buxunum að fella niður uppbótakerfið. Niðurlag greinarinnar í ísleild- ingi bendir einnig greinilega til Jjcss, að ritstjórinn sé að skopast að ríkisstjórninni. Hann minnir á Jiað, að hún myndi láta vinnuveit- endur og verkamenn eina um að semja um launakjör. En síðan seg- ir ritstjórinn að ríkisstjórnin haíi ekki liaft leyfi umbjóðenda sinna til að láta Jrau mál afskiptalaus! Það er alkunnugt, að verk ríkis- stjórnarinnar hafa yfirleitt verið Jiveröfug við loforðin, sem flokk- ar liennar gáfu fyrir síðustu kosn- ingar. F.n er það hugsanlegt, að ritstjóri Islendings sé orðinn svo ringlaður af öllu Jressu, að hann haldi Jrví fram í alvöru, að ef stjórninni komi í hug að efna eitt af loforðum sínum, [mrfi lnin að fá til Jress sérstakt leyl'i frá kjós- endunum? Hitt er miklu trúlegra og líklegasta skýringin, að ritstjór inn sé hér að draga dár að stjórn- inni. , En hver verða viðbrögð ríkis- stjórnarinnar, Jregar einn af rit- stjórum hennar teknr að skopast að henni í blaðaskrifum? Víst væri ærin ástæða til þess íyrir stjórnina, að minna ritstjór- ann á lieilræðavísuna, sem byrjar svona: „Hafðu hvorki háð né spott?“ Sk. G. •Illllllllllll IIIIIII llll III111111111111111111IIIIIII llll III Hll|l% | Víðar mývargur en [ | í Mývatnssveit! í Á Skáni í Suður-Svíþjóð virðist mývargurinn vera orð- inn hreinn lífsháski nautpeningi bænda, og því mun verri og ill- vígari heldur en í Mývatns- sveit! Snemma í sumar drápust 30 kýr á tveimur bændabýlum af mýbiti. Og dýralæknar urðu að skerast í leikinn og bjarga dauðvona kúm bænda af mý- bitseitrun. kvæmum friði. Kommúnisminn boðar sínum lýð fullkomnustu sælu á jarðríki, en kristindómur- inn býr sína menn undir eilífa sælu í öðru lífi. Rússnesk kona, menntamálaráð herra í stjórn Krutsjovs, gerði ný- verið óvenjulega glögga og skil- merkilega grein fyrir Jressum hugs unarhætti kommúnista. — Hún sagði, að ekki væri unnt að sam- rýnia kristindóm og kommúnisma. — Hnattflugmaður Rússa, hinn fyrsti, fullyrti, að ekki myndi vera til guð á hímnum, úr Jrví að þeir hefðu ekki rekzt á liann úti í liim- ingeimnum. Hér verða ekki rædd trúmál, en bolsévíkar og kristnir menn hafa með reynslu öðlazt ný viðhorf til hetjumynda. Nálega allar fornjrjóðir nema Gyðingar, gerðu myndir af fræg- um forfeðrum. Sumar hetjurnar voru eftir dauðann téknar í guða- tölu, beinlínis í Jreim tilgangi að njóta styrks frá Jteim hér í lífinu. Kristur og fyrstu lærisveinar hans liöfnuðu allri myndadýrkun. I augum Jreirra var andleg ræktun mannssálarinnar upphaf og enda- lok allrar nrannlegrar fullkomn- unar. En þegar tímar liðu og krist indómurinn var orðinn voldug mannfélagshreyfing, gripu foringj ar hinnar nýju trúar til hetju- mynda. A þeim vegi hefur orðið mikil [rróun. Söfnuðirnir fengu myndir af frelsaranum og postul- um hans og síðan af öðrum trúar- hetjum. Þeir voru kallaðir dýrling ar og þeirra tala varð Iegíó. I páfagarði hefur stórmeistari allra tíma, Michelangelo, málað guð almáttugan í fullu veldi yfir altarinu á sjálfum dómsdegi. Með ' siðaskiptunuin stefnduui. leiðtogar méitmælenda að því að afmá hétjudýrkunina úr þjónustu kirkjunnar. Þeim varð nokkuð á- gengt' íi þesssp: efni, en ekki tókst Jró að útiloka Kristsmyndir úr kirkjunum nema í harðsvíruðustu mótmælendasöfnuðum. Listamenn Vesturlanda héldu áfram að nota biblíuna sem upp- sprettu myndagerðarinnar Jrrátt fyrir. siðaskiptin, Fáir komust lengra í biblíulist heldur en Rembrandt og læri- sveinar hans. Voru landar hans menn siðaskiptanna. Má Jjví segja að kristindómurinn notar hetju- myndir í öllum löndum í mismun andi formum. Tilgangurinn er ætíð hinn sami, að flytja nokkuð af andans orku söguhetjanna inn í vitund nýrra kynslóða. Tákn- rænt dæmi um áhrif fyrirmynda er vel kunnugt úr enskri listasögu. Glæsilegt málverk eftir einn af snillinum Breta í málaralist, hefur að Jjví sem talið er, liaft varanleg áhrif á enska kvenfegurð. Enginn vafi er á, að mannlýsingar ís- lenzkra fornsagna liafa átt mikinn þátt í að efla og styrkja mann- dómstilfinningu Jjjóðarinnar. En víkjutn nú aftur að hinum heiðnu bolshevíkum nútímans. Þegar Karl Marx mótaði stefnu- skrá kommúnistaflokksins fyrir rúmlega einni öld, hafnaði hann algerlega trúnni á mikilmenni sem uppsprettu framfara og menn ingar. Hann var að stofnsetja ör- eigatrúarbriigð, algerlega óháð eldri kennisetningum. Að ltans skoðun myndi það ckki ltafa tafið frelsissókn Islendinga, Jjó að Jón Sigurðsson hel'ði látizt í vöggu vestur á Hrafnseyri. Mannsefni væru alltaf að fæðast. Síðan kæmu tækifærin, og skapandi meistarar í öllurn menningargreinum, fengi viðfangsefni og gerðust forkólfar alhliða framfara. Við Jjetta var látið sitja um stund. Jvonnnúnista flokkurinn var framan af fámenn- ur og fátækur, enda lítt haldið til mannvirðinga. Lærisveinar Marx lréldu Jjess vegna fast fram kenn- ingunni um tilkomuleysi stéjr- menna sögunnar. En Jjegar Lenín liafði náð einræðisvaldi í víðáttu- rniklu og voldugu Iandi, varð að taka þetta mál til nýrrar athugun- ar. Lenín dó og Stalín kom. Hinn nýi einræðisherra sá brátt, að hann varð að hafa gagn og stuðn- ing af dánum brautryðjanda. Þá snerist kommúnistaflokkurinn af hreinni nauðsyn frá „almúga“- kenningu meistarans og yfir á línu kaþéjlsku kirkjunnar og á hennar dýrlingatrú. — Byggt var grafhýsi Leníns á miðju Rauða torginu. Jarðneskum leifum for- ingjans var ekki leyft að hverfa til moldarinnar aftur, heldur var reynt að freista að varðveita líkið sem smyrling. Síðar var Stalín lagður til geymslu og sýnis við hlið Leníns. Nokkur umbrot urðu í fyrstu um þó ráðstöfun. Með dýrkun rússnesku einræðis herranna í grafhýsi á Rauða torg- inu hafa valdamenn konnnúnista komizt að sömu niðurstöðu cins og höfðingar kirkjunnar. NútímaJjjóðfélag getur ekki komizt hjá að styðja Jjá, sem lifa, með hressandi myndum af hetju- lífi forfeðranna. Rússar hafa ekki látið sér nægja að geyma lík for- ingjanna vandlega, heldur er trú- in á leiðtogana studd og styrkt með málverkum og höggmyndum. Var Stalín mjög framkvæmdasam- ur í þeirri myndagerð og gekk Jjar helz.t til of langt, eins og sagnir lierma. Miklir rithöfundar, eins og Snorri Sturluson, hafa í ritum sínum brugðið upp myndum af söguhetjum, sem eru svo vel gerð- ar, að jjær standa framar flestum .málverkum og höggmyndum. I • Norðmenn líta svo á og viður- kenna það á margan hátt í verki, að hetjumyndir Snorra í Heints- kringlu hafi bjargað norsku Jjjéið- inní frá að gleyma sjálfri sér og týnast með norrænunni á þrauta- áruin jjjóðarinnar. Reynsla annarra Jjjóða sýnir, að hetjumyndir eru talin sjálfsögð sóknar- og varnartæki í heilbrigð- um mánnfélögum. Kristnir menn og heiðnir standa þar hlið við lilið Jjó að hugsjónir þessara aðila séu annars um Ilest málefni gagnólík- ar. Þegar Jjjóðleg viðreisn hófst hér á landi með fenginni heimastjórn 1874, var hafizt handa með gerð hetjumynda. Var vel af stað farið í Reykjavík, Jjegar þjóðinni var gefin hin óvenjulega íullkomna standmvnd Thorvaldsens. Litlu síðar var harpa á smekklegri súlu reist hjá Domkirkjunni í Reykja- vík, til að minna á Hallgrím Pét- ursson. Sigurður málari hafði þá gert allmargar andlitsmyndir af kunnu fólki, en frægust af þeim er myncl- in af Arnljóti Olafssyni. Það Jjótti viðburður í höfuðborginni, Jjegar kunnur Reykvíkingur kinkaði kolli til sr. Arnljóts, er liann gekk um Austurstræti og Jjóttist Jjekkja þingskörunginn sitjandi í stól inn- an við glugga, en það var mál- verkið en ekki maðurinn. Þegar Einar Jónsson var orðinn fullfleygur myndhöggvari upp úr aldamótunum, féjr að fjölga stytt- um og andlitsmyndum í leir og eir hér á landi. Til var í þinghúsinu fögur brjóstmynd af Jóni Sigurðssyni eftir Bergslien, einn bezta nor- ræna listamann á Jreirri tíð. Til er eftir Einar Jónsson í Reykjavík stytta Jónasar Hallgrímssonar, Ingólfs Arnarsonar, Kristjáns IX, Jóns Sigúrðssonar og Hannesar Flafsteins. Síðar kom Þorfinnur karlsefni, en sti frummynd er í Ameríku en eftirmynd í Hljóm- skálagarðinum. I Þinghúsgarðin- um er brjóstmyncl í eir af Tryggva Gunnarssyni á gröf hans. Að síðustu liafa verið rcistar í Reykjavík tvær nýgerðar styttur af kunnum mönnum, Jjeim Héðni Valdimarssyni og Friðrik Friðriks- syni, forstjóra KFUM, báðar eftir Sigurjón Olafsson, allgóðar, en livorug andrík. Út unr land eru víða brjóst- myndir, til dæmis á búnaðarskól- unum, flestar eftir Ríkarð Jóns- son. Margar þeirra eru steyptar í eir. Þingeyingar hafa efnt til sögu- safns í Laugaskóla. Er [jar byrjað Jjýðingarmikið verk sem, Jjó að jjað sé bundið við eitt hérað, er fyrir báðar Þingeyjarsýslur. Þar er stefnt að því, að tengja sögu nú- tímakynslóðarinnar við Jjá þjóð- legu viðreisn, sem hófst í [jessu héraði um miðja nítjándu öld. I Jjessu safni eiga að vera rnyndir í lullri höfuðstærð. Ennfremur teikningar eða andlitsmyndir, en allar jafnstórar. Ef þar koma síðar brjóstmyndir eða styttur af ein- stökum mönnum, geta Jjær ekki tilheyrt Jjessu safni. Stelnt er að Jjví, að þar verði eingöngu list- rænar myndir, og ef mistök gerast, verði úr því bætt. Safnið hafði eignazt mynd eftir viðvaning af Jóni í Múla. Var Jjessari mynd vikið til hliðar og listaverk af sama manni eftir Ríkarð Jónsson sett í staðinn. Elzta söguhetjan, senr safnið hefur von um að eign- aset, er hin Jjjóðfræga teikning Ríkarðar af Bólu-Hjálmari. Saln- ið mun eiga allt að þrjátíu myndir af kunnu fólki úr sýslunni, og liefur von um aðrar þrjátíu í við- bót, áður en kemur að þeim, sem enn eru í blóma lífsins, til að gera garðinn frægan. Hér er um marg- breytt - lið að ræða. Þar eru víst ein tólf skáld. Þar er Fjallaskáld- ið, söguskáldin Þorgils gjallandi, Jón Trausti og Guðmundur Frið- jónsson. — Þá er minnzt tveggja skálda, sem fæddust upp í hérað- inu en bjuggu annars staðar á starfsárunum, þeirra Jóhanns Sig- urjónssonar og Einars Benedikts- sonar. — I safni [jessu eiga heima bændaskörungar, margir forgöngu menn í atvinnumálum, fjárrækt, iðnaði og virkjun, tveir bókaverð- ir kaupfélaga og sambandsfröm- uðir, þingmenn, sýslumenn, rit- liöfundar, íþróttaleiðtogar, for- ystufólk í viðreisnarsamtökum kvenna og karla. Af þessum nafna lista má sjá, að víða er við komið til að geta skýrt til fullnustu nú- tímabaráttu fólksins, sent er að störfum, þannig að upptökin verði hvarvetna sýnileg. Með þessari greinargerð hef ég viljað vekja athygli á Jjeirri stað- reynd, að hinar voldugu fylkingar heiðinna manna og kristinna hafa hvor fyrir sig komizt að sömu niðurstöðu: Hetjumyndir úr sögu fyrri kynslóða eru nauðsynlegar hverri Jjjóð eða andlegri hreyf- ingu, sem vill lifa og geta staðizt samkeppni Iiins daglega lífs. Hetj- ur fyrri tíða færa afkomendum og samherjum nýjan styrk, sem erfitt er að meta. Ekki er stefnt að Jjví í Jjessum línum að gefa höfuðstað Norður- lands forskriftir um hetjumyndir, en ég vil Jjó minna á þrjá þýðing- armikla Akureyrarbúa, sem hafa bæði [jýðingu fyrir bæinn og allt landið. Er þar átt við forgangs- mann bindindismála, á íslandi, landnámsmanna í glímuheimi ald arinnar og konu þá, sem skapaði l'egursta trjá- og blómagarð á ís- landi. Framvarðsveitir íslendinga eru vaskar, en fordæmi sögunnar lijálpa víðar til en að endurreisa konungdóm í Noregi. JÓNAS JÓNSSON frá Hriflu. I hverri filskipan felasf svik NÝR FISKUR hækkar í verði 31. ágúst um 20-50%, ennfrem- ur um 90 aura kílóið af smjör- líki. Þá gekk í gildi ný gjald- skrá Landssímans. T. d. hækkar burðargjald bréfa innanlands um 50 aura. Blessuð ríkisstjórnin hefur líklega ekki verið að hugsa um það fólk, sem neytir fiskjar í rikum mæli vegna fátæktar, eða til að spara, og auðvitað dettur henni ekki í hug að þetta aum- ingja fólk leggi sér smjörlíki til munns. Kaffið hækkaði í verði litlu áður úr kr. 45.60 í 51.60 kílóið í smásölu. Góð kveðja til gamla fólksins. Það verður líka að hlaupa undir bagga og bera sín ar byrgðar á hinni erfiðu göngu á leiðinni til betri lífskjara! Brauðin hækkúðu 19. ágúst. Franskbrauð og heilhveitibrauð um 14%, vínarbrauð og tvíbök- ur meira og kílóið af kringlum kostar 15.50. Sumir bakarar búa til hring úr kringludeigi, gefa því nýtt nafn og selja dálítið dýrara. Brauðhækkunin er sennilega til þess að minna börnin sem eta þau ósköp af brauði, á það, að ekki hafi landsfeðurnir held ur gleymt þeim. Um miðjan júlímánuð hækk- aði olía til upphitunar húsa upp í kr. 1.55 lítrinn. Hækkunin nemur víða 100 krónum á mán- uði í venjulegri íbúð. Á leiðinni til bættra lífskjara, sem stjórnarflokkarnir lofuðu svo hátíðlega, verða menn ann- að hvort að búa í kaldari hús- um eða kaupa þann „lúxus“, sem upphitun er, dýrara verði Stöðvun verðbólgunnar er ófrávíkjanlegt skilyrði Alþýðu- flokksins fyrir þátttöku í ríkis- stjórn með Sjálfstæðisflokkn- um, sagði form. flokksins, aðrir framámenn hans og blöð hans einnig. En hvernig fór? Þessir flokkar hleyptu af stað svo mikilli verðbólgu að þeir sjálfir fundu upp nýyrðið óðaverð- bólgu til að tákna viðhorfið réttilega. Nú er enn ein verðbólguald- an skollin yfir vegna gengis- fellingar öðru sinni á valda- skeiði núverandi stjórnar. Ekki hefur ennþá tekizt að finna henni hæfilegt nafn. Hið „ófrávíkjanlega skilyrði“ Alþýðuflokksins var því papp- írsgagn eitt, og þjónslundin við íhaldið, sterkari en hátíðleg lof- orð við kjósendur. Lítið hefur veiðzt í Laxá í S,- Þing. í sumar. Laxgegnd virð- ist minnka þar síðustu ár. Sennilega rætist ekki úr fyrr en Vestmannsvatn og Reykja- dalsá njóta fullrar friðunar, sem hrygningar- og uppeldis- stöðvar. Akureyringar hafa oftar en einu sinni verið staðnir að „ólöglegum“ laxveiðum í sum- ar“. Fyrir rúmum mánuði mátti lesa í Aliþýðublaðinu skelegga en áður. Á sama tíma hækkaði benzínið líka og er hækkunin á því meira en 50% á hálfu öðru ári. Benzínið kostar nú kr 4.20 lítrinn. Þetta munu eiga að vera efndirnar á því, að auðvelda fólki not bifreiða og annarra far artækja, sem knúin eru benzín hreyflum. Hún verður dýr hin langa og bratta „leið til bættra lífskjara“ ef fara á í vélknúnum tækjum. Það er hörmulegt að hið marg umrædda aðalkosningaloforð beggja núverandi stjórnar- flokka: Að bæta lífskjör al- mennings, m. a. með algerri stöðvun verðbólguhjólsins, auknum kaupmætti launa o. s. frv., skuli vera svikið í hverri einustu tilskipun stjórnarvald- anna, að heita má. □ •11111111111111111111111111111111111111111111111■lllllllllllllllji% | FREMUR LÍTIL f ! BERJASPRETTA | ÞÁ ER NÚ berjaæðið í algleym ingi rétt einu sinni. Blessuð ber in gefa að vísu beztu erlendum ávöxtum ekkert eftir. Til þeirra sjálfra er engu kostað og betra að tína þau og éta en láta þau lenda undir snjónum. En fyrir kemur, að berjagræðgin er úr hófi, og lýsir það sér m. a. í því að fólk ryðst inn í lönd bænda í leyfisleysi og fer þar „eins og logi yfir akur“. Þetta er auðvit- að með öllu óþolandi. Eða hvað myndu bæjarbúar segja ef sveitafólkið gerði sig álika heimakomið í görðum þess í bænum? Berjaspretta virðist óvíða mikil í ár og hafa sumir með lítið annað komið úr langri berjaferð, en bakverkinn. grein á forsíðu um nauðsyn þess að halda uppi ströngu verðlags- eftirliti. Nú hefur Alþýðuflokk- urinn samþykkt með íhaldinu að afnema allt verðlagseftir- lit á fjölmörgum vöruflokkum, bæði nauðsynjavörum og lux- usvörum. Skyldu enn leynast einhver stefnuskráratriði þess flokks, sem ekki hafa verið brotin? Hafa menn gert sér ljóst, að það er lögbrot að selja eða gefa unglingum innan 21 árs áfengi? Á bak við drykkjuskap þúsunda ungra manna og kvenna um verzlunarmannahelgina, standa jafn mörg lögbrot fullorðinna. „Mældu rétt, strákur“, er fræg setning. Hún þýddi það, að halla skyldi á kaupandann. Sá viðbjóðslegi hugsunarháttur, að svíkja mál og vog í verzlun- um, ætti að vera úr sögunni. Kona ein hér í bæ heldur því þó fram, að svo sé ekki. Um daginn kom hún í verzlun eina til að kaupa matvörur. Hún tók verðmiða af tiltekinni vöruteg- und, sem verzlunin hafði vigt- að og verðmerkt, og keypti síð- an. Búðarmaður brá vörunni á vigt og reiknaði verðið. Það varð 7 krónum lægra en verð- miðinn sagði til um. Næsta dag fór eins og munaði þá 5 krónum og einhverjum aurum. «iillllllllliliililllliilliiiilltiiiiililtllillllllllilllllllllt(l* Benedikt Hólm Júlíusson, bóndi, Hvassafelli. F. 3. jan. 1903 — D. 21. júlí 1961 Bregður skugga, öllum eyktum, andar kuldi dag sem nátt. Stefnu fljóts og atvikanna eigi verður breitt um hátt. Þar er maður máttar vana. — Má ei neitt við skjótum bana. — Horfinn er af sjónarsviði sæmdar bóndinn einn. Hér var sannur héraðsbrestur, hann var drengur hreinn, dugandmaður, greindur, góður, glaður, reifur, skeituntinn, fróður. Höfðingi á höfuðbóli höndin stýrði rétt staðinn prýddi, ræktaði, reisti, ríkmannlegan blett. Aldrei var þar slegið slöku, staðurinn sýnir búmanns vöku. Eftir situr heiðurs húsfrú harmi slegið fljóð, börnin Iíka misstu mikið, minning vakir hljóð um elskulegan eiginmanninn yndæll faðir prýddi ranninn. Heimilið er hálfu snauðra, húsbóndinn á braut. Hvarflar muni að Hvassafelli. — Hvíslar blær um laut. — Nú er hnípinn Djúpidalur drjúpir þögull fjallasalur. Sveitin varla söknuð dylur, svo er um vina fjöld. Ættfólk þitt, og ástvinirnir eiga sorgar kvöld. Allar þakkir af niildum muna, manndómsstörf og kynninguna. Þakkir skulu fluttar frændi fyrir vinskapinn. Veit þig syrgja bróður börnin þeim baúðstu kærleik þinn. Blessun guðs í bæn, oss huggar biðjmn hljótt þá hverfa skuggar. Jón G. Pálsson, frá Garði. Þá fór sá, er þetta ritar, og fór eins að. Jú, konan fyrrnefnda mun hafa sagt satt, þótt ég tryði henni ekki í fyrstu. En hver er það nú, sem segir: Mældu rétt, strákur? SLÁTURTÍÐIN fer í hönd og þurfa hyggnar húsmæður að at huga vel hve hagkvæmt það er að kaupa slátur og eiga það til vetrarins að gömlum sið. Hafi húsmæður aðstöðu og kunnáttu til sláturgerðar, og svo mun víð ast vera, er ávinningurinn tvenns konar: Ódýr matarkaup og aldrei þurrð í búi. Þótt matvælaiðnaðurinn stefni mjög að því að húsmæð- urnar geti keypt soðinn mat í næstu verzlun og jafnvel heitan líka og í umbúðum, sem notað- ar eru við borðhaldið og síðan fleygt, er það víst að næstu vik- ur er möguleiki til hagkvæmari matarkaupa en aðra árstíma, sem mörgum mun full ástæða til að athuga. MARGIR hafa hringt til blaðs- ins og spurzt fyrir um árásar- málið, þ. e. mál út af árás á Stef án Jónsson fréttamann. Samkvæmt upplýsingum gefn um á skrifstofu bæjarfógeta, er málið að mestu upplýst. Dómur verður ekki uppkveðinn hér, heldur eru málsskjölin send suð ur, til yfirsakadómara í Rvík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.