Dagur - 09.09.1961, Blaðsíða 8

Dagur - 09.09.1961, Blaðsíða 8
8 Tjarnarkirkju bárusf góðar gjafir Sauðfé fjölgar enn í héraðinu Lógað verður um 50 þúsund f jár í liaust í 3 sláturhúsum Kaupfélags Eyfirðinga MJÖG AUKIN sauðfjárrækt Eyfirðinga er ýmsum undrun- arefni og af mörgum ástæðum. Bændur héraðsins eiga fyrir- myndar mjólkurv.stöð standa í fremstu röð bænda hvað snertir jarðrækt og nautgripa- rækt og búa við ágætan markað fyrir stóran hluta framleiðslu sinnar. Allt þetta styður að mjólkurframleiðslu og einnig það, að löngum hefur þótt halla á sauðfjárræktarbændur í verð lagsgrundvellinum, og viða eru sauðlönd betri en í Eyjafj.sýslu. Spámenn risu upp þegar sauð fjársjúkdómar hei'juðu mest, svo að skipta varð um fjárstofn og töldu daga sauðfjárræktar- innar liðna. En staðreyndirnar segja þó allt aðra sögu og tala sláturfjár hefur farið ört vax- andi mörg undanfarin ár, og í haust verður lógað yfir 50 þús. fjár á þremur sláturhúsum KEA, Akureyri, Grenivík og Dalvík og er það nálægt 10% aukning frá fyrra ári. Þróunin hefur orðið sú, að* | BÁÐIR Á GÆGJUM | MINKUR heimsótti nýlega hænsnahús á Garðsá i Önguls- staðahreppi og saup úr nokkr- um eggjum. Næsta dag drap hann hænu. En þá kom Hreið- ar minkabani á vettvang. Bar það upp á sama tíma, að mink- urinn gægðist inn til að athuga hvað næst skyldi hafa til bragðs bætis, og Hreiðar leit þar inn. Hann var fljótur að bregða byssunni og fella minkinn, sem var fullorðið og feldprútt karl- dýr. Áður höfðu 6 minkar fallið fyrir honum og Skottu í sumar, þar í sveit. Minkar eru orðnir útbreidd- ir um mestan hluta sýslunnar. Víða hafa þeir sést, ennfremur tóm bæli og slóðir við flestar eða allar ár. Innan fárra ára verður hér sennilegast hreinasta minka- plága, ef ekki er staðið vel á verði í öllum hreppum sýsl- unnar og öll tiltæk ráð notuð við útrýminguna. stækkun búanna byggist að verulegu leyti á fjölgun sauð- fjár. Ástæður til þess eru m. a. þessar: Mörgum er sauðfjárrækt hug stæðasta búgreinin, enda ekki eins bindandi og mjólkurfram- leiðsla. Nokkur hluti hins heimafengna heyfóðurs hentar betur sauðfé en kúm. Vetrar- flutningar á mjólk eru ekki tryggir og ýtir það undir sauð- fjárrækt. Göngur og réttir eru nú að hefjast um land allt. Fleira fé vei'ður rekið til réttar á þessu hausti en nokkru sinni áður í sögu landsins og enn eru mögu- leikar fyrir aukna sauðfjár- rækt miklir. Ofbeit kann að vera á sumum stöðum, og er það lítt í'annsakað mál, sem ki-efst úrlausnar. En véltæknina þarf að nota meii’a til að bæta beitilöndin. Mýrarfláka má i-æsa fram og græða uppblásin lönd með tilbúnum ábui’ði. Vorbeit og haustbeit á ræktuðu landi fer mjög í vöxt og gefur góða raun. Allt þetta og fleira þó fjarlægir verulega tak- möi'kun á fjölgun sauðfjái'. Enn er á það að líta, að þús- undir fjár geta nýtt þau beiti- lönd, sem hundruð lítt þai'fi'a hi'ossa gei'a nú. En til kjötfram leiðslu er hagkvæmara talið að hafa fé en hross. □ Svarfaðardal, 3. sept. 1961. Hey skapartíðin hefur verið fremur stirð ennþá. Þó hefur náðst all- mikið af heyjum síðustu dagana og hafa flestir hirt fyrri slátt. Hey eru miklu minni nú en á sama tíma í fyrra og ef ekki bregður nú til hagstæðrar hey- skapartíðar, munu bændur þurfa að fækka búpeningi mjög mikið. Við guðsþjónustu að Tjörn, 27. þ. m., þakkaði sóknarpi'est- urinn, si'. Stefán V. Snævai'r, gjafir, sem kii-kjunni höfðu bor izt nýlega: Fröken Helga Vil- hjálmsdóttir, kennai'i við Hús- mæðraskólann á Vai'malandi í Borgai'firði, gaf kii'kjunni vand aðan þi'íai'ma ljósastjaka úr silfri, til minningar um föður sinn, Vilhjálm Einarsson bónda að Bakka, sem andaðist árið 1933 tæplega sjötugur að aldri. Ljósastjakinn er gerður úti í Noregi að beiðni og fyrirlagi Helgu. Á hann er letrað: „Ef guð er með oss, hver er þá á móti oss?“ Auk þess geymir hann ártalið þegar hann er gerð ur, 1961. Stjakinn er hinn feg- ursti, látlaus en þó tilkomumik ill. Þá hafa hjónin Valgerður Haf stað frá Vík í Skagafirði og Andre Einard listmálari, búsett í Frakklandi, gefið gler í þrjá glugga í kirkjunni. Eru rúðurn ar greyptar í blý, myndskreytt ar. Frú Valgerður hefur sjálf teiknað frummyndirnar, og eru það allt forn-íslenzkt mynstur. í miðglugganum eru helgimynd ir mjög skýrar og talandi. Þessir gluggar eru fagurt lista verk og munu vera algjört eins dæmi í íslenzkri kirkju. Þau hjón voi'u gefin saman í hjónaband í Tjarnarkirkju fyr- ir nokkrum árum og í minning þess er þessi fagra gjöf. Frú Valgerðúr, ein af mörg- um afkomendum sr. Árna (Framhald á bls. 7) Samvinnufrygpgar fimmtán ára Gefa 50 þús. til blindraheimilis í Reykjavík UM ÞESSAR mundir eru Sam- vinnutryggingar 15 ára. í til- efni af því gáfu þær 50 þúsund krónur til hjálpar blindum. Samvinnutryggingar hafa haft forgöngu um margar nýungar og þær hafa hlotið óvenjulegar vinsældir, enda eru þær lang- stærsta tryggingarfélagið hér á landi. Á siðasta ári voru nálega 60 milljónir greiddar í tjónabætur og á 12. milljón lagðar í ið- Loks er kornræktin aS ná úlbreiSslu Áratuga barátta Klemensar á Sámsstöðum fyrir ræktun byggs, hafra og fleiri korntegunda, er nú farin að bera sýnilegan árangur í HAUST verður korn skorið á fleiri stöðum hér á landi og á stærra landi en áður hefur þekkzt, miðað, við margar síð- ustu aldir. I Rangárvallasýslu eru um 300 ha. undir korni. Stærstir akrar eru á Hvolsvelli í Gunn- arsholti, Ketlu og Geldingalæk, auk 20 ha. á Sámsstöðum í Fljótshlíð, en þar hefur Klem- enz Kristjánsson ræktað bygg og hafra í nálega 4 áratugi. Á Austurlandi er að hefjast kornrækt í stórum stíl á nokkr- um stöðum, svo sem á Egils- stöðum, en þar hefiir byggrækt verið stunduð í allmörg ár, enn- fremur á Völlum, Skriðdal, Eiðaþinghá, Fljótsdal og víðar. Kornskurður fer að hefjast og eru víðast góðar uppskeru- horfur. Yfirleitt eru íslenzkir bændur fljótir að átta sig á nýjungum í búnaðarháttum, svo sem nú- tíma landbúnaður hér á landi bet- ljósan vott um. Er þetta glöggt þegar höfð er í huga nær alger kyrrstaða um aldir og síð- an hin öra þróun nokkra síð- ustu áratugi. Margar tilraunir einstakl- inga og fleiri aðila höfðu sýnt, að bygg þroskast í mörgum héruðum landsins í meðalár- ferði. En verkfæraleysið var hvarvetna Þrándur í Götu. Það var of dýrt að handslá og handbinda korn og þreskivélar voru dýrar. Nú eru til í land- inu nokkrar vélasamstæður, sem bæði slá og þreskja kornið á ökrunum, og er þá uppskeru- vinnan auðveld og fljótleg. En vélar þessar henta auðvitað ekki tilraunaskákunum. Hér í Eyjafirði hafa tilraunir KEA, Ræktunarfélagsins, Garð ars heitins á Rifkelsstöð- um og Gunnars á Dagverðar- eyri sýnt, að byggið þrífst hér vel og nær venjulega góðum þroska. Horfur eru á, að hér eftir breiðist kornræktin ört út og verði aftur í heiðri höfð, svo sem var til forna. • III111111111IIIIIIII IIIHIMMMIIttlllMHIH** ÍDagurI kemur út á miðvikudaginn. — gjaldasjóði og 7,4 milljónir voru . endurgreiddar til trygginga- taka, allt tölur frá síðasta ári. Samvinnutryggingar voru stofnaðar að frumkvæði Vil- hjálms Þór. Fyrsti fram- kvæmdastjóri var Erlendur Einarsson, þá Jón Ólafsson og nú Ásgeir Magnússon, frá 1958. í árlok 1960 vol-U iðgjalda- og tjónasjóðir Samvinnuttrygginga oi'ðnir nál. 110 milljónir króna. Þessir sjóðir hafa aftur víða bætt úr brýnni lánsfjárþörf ein- staklinga og félaga. Samvinnutryggingar hafa á 15 ára starfsferli endurgrejtt 30 milljónir í arð til hinna tryggðu. *IIIIIIIMIIIMIMIMIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIMIMIMMIIIIIIIIIIll* | f stað brennivíns I HÚNVETNZKUR bóndi, Bjarni Jónasson í Blöndudalshólum, varð sjötugur í vetur. í stað þess að veita vín hinum fjölmörgu gestum, sem heim- sóttu hann í tilefni afmælisins, svo sem algengt er, gaf hann myndarlega fjárupphæð til sjóð myndunar. Tilgangur sjóðsins er að kosta myndatöku af öllum búendum hreppsins nú og eftir- leiðis og geymsla gamalla mynda. Var myndatakan hafin í sumar. □ Myndarleg stórliýsi rísa á Glerárcyrum og Oddeyri í stað bragga og skúra. — Hér er hið nýja og glæsilega verksmiðjuhús Súkkulaðiverksmiðjunn ar Lindu. (Ljósmynd E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.