Dagur - 14.10.1961, Page 4
4
5
Bagum
ÚTSVÖRIN
í SÍÐASTA tölublaði Einherja, blaði
Framsóknarmanna í Norðurlandskjör-
dæmi vestra, slu-ifar Skúli Guðmundsson
alþingismaður grein um útsvörin, og
m. a. þetta:
„ . . . í júníbyrjun 1960 samþykkti Al-
þingi lög um bráðabirgðabreytingar á
útsvarslögunum eins og það var nefnt í
frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þessi nýju
lög giltu við niðurjöfnun útsvara árið
1960, en hins vegar var þá gert ráð fyrir,
að sett yrðu ný útsvarslög á næsta þingi,
veturinn 1960—1961. Þó fór svo, að stjóm
in lagði engar tillögur um þetta efni
fyrir það þing og þurfa landsmenn því
að búa við bráðabirgðalögin enn á þessu
ári, en þau eru mjög gölluð á margan
hátt.
Lagareglurnar eru þannig, að útsvörin
leggjast mjög misjafnlega þimgt á gjald
endur eftir því hvar þeir eru búsettir á
landinu. Sem dæmi um það má nefna,
að hjón með 2 börn á framfæri og 50
þús. kr. útsvarsskyldar árstekjur borga
3190 kr. í tekjuútsvar samkvæmt lægsta
útsvarsstiganum, en 5300 kr. eftir þeim
hæsta. Kaupstaðirnir utan Reykjavíkur
eru í hæsta álagningarflokknum.
Ekki tekur betra við þegar kemur að
lagafyrirmælunum um veltuútsvörin, en
tæplega hefur verið fundin upp rang-
látari skattur en þau eru. Við álagningu
þeirra er ekkert farið eftir því, hvort
tap eða gróði hefur orðið á þeim atvinnu
rekstri, sem á er lagt. Þau koma þyngst
og ómaklegast á þá gjaldendur, sem hafa
mikla veltu, en lítinn hagnað, þ. e. veita
mesta þjónustu fyrir litla borgun. Við
álagningu þeirra á viðskiptafyrirtæki er
heldur enginn greinarmunur gerður á
því, hvort um er að ræða vörukaup til
eigin notkunar, t. d. vörukaup félags-
manna í samvinnufélögum eða verzlunar
rekstur.
Veltuútsvöijin eru líka mjög mishá
eins og tekjuútsvörin. Árið sem leið
þurftu t. d. verzlanir á sumum stöðum
norðanlands að borga 2—3 sinnum hærri
veltuútsvör heldur en verzlanir í Reykja
vík.
Þetta er óþolandi ójöfnuðm•. — Ef
haldið verður áfram að afla sveitarfélög-
unum tekna með útsvörum, þarf að koma
þeim málum svo fyrir, að útsvörin verði
sem jöfnust um land allt. — Þau sveita-
félög, sem ekki fá tckjuþörfum sínum
fullnægt með útsvörum, eftir að þau liafa
verið jöfnuð, þurfa að fá tekjuauka eftir
öðrum leiðum, t. d. úr jöfnunarsjóði
sveitarfélaga.
Heyrzt hefur, að ríkisstjórnin hafi í
hyggju að leggja fyrir næsta þing laga-
frumvarp um tekjustofna sveitafélaga.
En fátt er kunnugt um efni þess væntan
lega friunvarps.
Þetta er stórt mál, sem almenning varð
ar, og ættu menn að íhuga gaumgæfilega
þær tillögur, sem fram kunna að koma,
og fylgjast með afgreiðslu málsins á Al-
þingi.“ Þetta sagði Skúli Guðmundsson
um útsvörin.
Nú er Alþingi komið saman og hafa
þegar allmörg frumvörp verið lögð fram,
flest stjórnarfrumvörp, fram borin til að
Iáta þingið staðfesta hin og þessi bráða-
birgðalög, sem ríkisstjórnin hefur sett í
trausti þingmeirihlutans. Enn fremur
eru fram komin frumvörp til að fram-
lengja skatta, sem áttu að verða til
bráðabirgða þegar þeir voru lagðir á.
V_______________________________^
STARFIÐ ER LlFRÆNT OG LiFIÐ ALLTAF NÝTT
1 Aldarafmæli Akureyrarkaupsf. (
Afmælisviðtal við Gunnar S. Hafdal bónda og skáld í Sörlatungu
ÞEGAR Gunnar S. Hafdal,
bóndi og skáld í Sörlatungu,
gekk inn á skrifstofur Dags fyr-
ir fáum dögum, varpandi stuðl-
uðu máli og kjarnyrðum á
heimamenn, af þeim myndug-
leik og þrótti í málrómi og fasi,
sem nægja mundi 10 kotbænd-
um, datt mér sízt af öllu í hug,
að þar færi sextugur einyrkja-
bóndi. En sextugsafmæli hans
er 15. október, og í tilefni þess,
hripaði eg nokkrar spurningar
á blað og svaraði hann af skjót-
leika. En á meðan við bíðum
eftir svörunnum, skal þess get-
ið, að um Gunnar S. Hafdal
hafa oft leikið svalviðri. í æsku
seinkuðu þau þroska hans, en
buguðu hann ekki og síðar óx
hann hátt úr grasi, hrjúfur og
stæltur. Tvístofna var hann frá
fyrstu gerð, bóndi og skáld.
Hagari í anda en höndum,
djarfmæltur og átakaglaður í
ryskingum dægurmála. En
skáldgyðjan — og kannski hún
ein — opnaði hjarta hans fyrir
fegurð og töfrum íslenzkrar
náttúru, fyllti það unaði og
lagði bóndanum ljóð á tungu.
Gunnar Sveinsson Hafdal er
fæddur að Deplum í Fljótum
og ólst upp til fermingaraldurs
í Lundi í sömu sveit. Foreldrar
hjónin Sigurbjörg Jóhannes-
dóttir og Sveinn Steinsson. —
Árin 1915—1918 var Hafdal
vinnumaður á Vatnsenda í OI-
afsfirði og 1919—1922 í Þing-
eyjarsýslu, lengst af í Kast-
hvammi í Laxárdal. Til Akur-
eyrar fluttist hann 1922 og var
búsettur þar til 1945. Bóndi á
Hlíðarenda og Hlöðum í Glæsi-
bæjarhreppi 1945—1952, síðan í
Sörlatungu.
Kona Gunnars Hafdal er Sig-
ríður Anna Sigurjónsdóttir frá
Bjarnastöðum í Unadal, ágæt
kona. Börn þeirra eru 5, þar af
ein dóttir. Öll hafa þau komist
vel til manns og tveir bræður
búsettir í Ameríku.
Gunnar S. Hafdal hefur gefið
út nokkrai' ljóðabækur.
Sem bóndi er hann þjóðlegur
mjög og nýungagjarn í hófi,
treystir á hesta í stað dráttar-
véla og hefur hvorki bruðlað
með benzín eða olíur. Þetta hef-
ur orðið honum affarasælt og
drjúgt til tekna.
Hvort finnst þér betra að
búa í þéttbýli eða dreifbýli.
Þessi spurning er svo yfir-
gripsmikil, að henni verður
ekki svarað til neinnar hlítar í
stuttu máli, það skilur svo
margt að á milli þéttbýlis og
strjálbýlis. Milli kaupstaða og
sveita hefur löngum staðið bar-
átta og stendur enn í dag með
breytingum til hins verra, að
því er virðist. Að búa í þéttbýli
og strjálbýli er mjög ólíkt og
kemur þar enginn samanburður
til greina.
í 23 ár var eg búsettur í kaup
stað, en varð þó aldrei raun-
verulegur kaupstaðarbúi að
lifnaðarháttum og lífsskoðun.
Og til þess lágu ýmsar orsakir,
m. a. þær, að eg átti þar aldrei
kost á neinu starfi né þeim
starfsskilyrðum, er hefðu getað
svarað til minna hæfileika og
skapgerðar. í stað þess varð eg
að stunda lengst af, og þá auð-
vitað af illri nauðsyn, ýmis
störf, sem voru mér sízt að
skapi, t. d. innheimtuþvargið,
svo að aðeins eitt sé nefnt. Varð
Gunnar S. Ilafdal,
því niðurstaðan sú, að eg
kynntist kaupstaðarlífinu að
fáu góðu, enda naut eg ekki
þess skilnings og trausts sam-
tíðarmanna, er eg taldi mig
verðskulda. Nú, hvað viðvíkur
síðari hluta spurningarinnar:
að búa í strjálbýli, þ. e. í sveit-
inni, get eg svarað því til sér-
staklega, að það er frjálslegt og
heilbrigt að búa i sveit, þótt það
sé háð ýmsum erfiðleikum á
stundum. Starfið er lífrænt í
ríki náttúrunnar og þar er lífið
alltaf nýtt. Og sé rétt búið, er
bóndinn sjálfum sér nógur at-
vinnulega og efnalega.
Hvernig er samkomulagið
milli skáldsins og bóndans í
sjálfum þér?
Samkomulagið milli skáldsins
og bóndans er jafnaðarlega
gott. Að vísu kemur þó fyrir að
kastast í kekki milli þessara
aðila og þá sýnist sitt hvorum.
En þeim tekst blessunarlega að
slétta ágreininginn og sættast á,
að bæta hvörn annan upp!
Skáldið og þjóðfélagið?
Þessu atriði verða ekki gerð
nein teljandi skil í skyndisam-
tali. Það virðist nú komið svo,
að skáldin velflest og þjóðfélag-
ið eigi litla samleið. Þar er ekki
um mikinn gagnkvæman skiln-
ing að ræða, og horfir því ekki
heillavænlega við á því sviði,
enda fara þar með loddara-
hlutverkin misindishjúin, Hlut-
drægni og Klíkuskapur, sem
halda velli í skjóli hins opin-
bera. Skal þó ekki farið fleiri
orðum um þetta mál hér, en
það er samt íhugunarvert og er
efni í réttláta ádeilu.
En bóndinn og þjóðfélagið.
Bóndinn á nú orðið undir
högg að sækja hjá þjóðfélaginu,
sem býr engan veginn vel að
honum, þegar þess er gætt,
hvernig verðlagsmálunum er
hagað af núverandi valdhöfum
er fara með umboð þeirra
flokka, sem virðaast vera í ill-
vígri andstöðu við bændur
landsins. Dýrtíðaraldan hefur
risið hátt nú í seinni tíð og hafa
bændur flestum öðrum fremur
lent undir breiðfaldi þeirrar
óheillaöldu. Viðhorf bóndans er
því ekki bjart um sinn gagn-
vart þjóðfélaginu né þeim var-
hugaverðu mönnum, sem þykja
nú halda fremur óhönduglega
um stjórnvölinn á þjóðarskút-
unni. Skilja þetta allir og sjá,
er vilja hlutdrægnislaust litast
um á vettvangi þjóðmálanna í
dag.
Og stökur verða til án mikill-
ar fyrirhafnar?
Auðvitað kasta eg oft fram
vísum, mér og öðrum til gam-
ans. Ljóðagerðin hefur aldrei
eytt tíma mínum, eg hef haft
hana í ofanálag annarra verka,
samanber það, sem mun standa
í gömlu kvæði eftir mig:
Ljóð mín öll ég yrki
við ævidagastritið o. s. frv.
En fjarri fer því, að eg hafi
ævinlega verið ljóðadísinni
ljúfur og auðsveipur. Og líklega
er það þess vegna, að hún er
tekin upp á því, að stríða mér
og vill ekki koma til mín nema
stöku sinnum. Var það fyrir
skömmu, að eg hafði í huga að
yrkja kvæðiskorn, en komst
ekki eins langt með það og eg
vildi. Kastaði eg þá fram í hálf-
kæringi:
Ljóðadísin er langt frá mér
og lítið vill mig styrkja.
Þess vegna mér að þegja ber
og þann kost taka, sem beztur
er:
Að hætta alveg að yrkja.
Og nóg um þetta að sinni.
Um dalinn og fjöllin mætti
margt gott segja, en til þess er
ekki tími nú. Verður því að
láta nægja, að bregða hér upp
ofurlítilli ljóðmynd:
Svipstór er enn og fagur
fjallahringur.
hins friðsæla dals, sem er við
Hörgá kenndur.
Ennþá, sem forðum, áin vorljóð
syngur.
Enn skarta gróðri hlíð og
bakkalendur.
Og náttúruraddir frammi í
dalnum fjalla
friðandi gleðja tilheyrendur
alla.
Einveran og náttúra landsins?
Víðast hvar í Hörgárdal er
gott undir bú, þar eru glæsi-
jarðir margar, sérstaklega neðst
í dalnum. Á einni þeirra, Hlöð-
um, bjó eg um árabil og minn-
ist ánægjulegs búskapar þar og
glaðra stunda. — Viðvíkjandi
einverunni í dalnum vil eg
segja það, að mér finnst hún
ekki tilfinnanleg, og eflaust
hefur hún sitt góða gildi.
Raunar geta þó hin þögula ró og
friður orðið nokkuð þyngslaleg
stundum, einkanlega í skamm-
degi vetrarins. En það út af
fyrir sig læt eg ekki hafa lam-
andi áhrif á mig. Þegar birtir
yfir og kemur fram á vorið,
lyftist hugurinn og er næmur
fyrir fegurð dag'anna, sem eru
þrungnir af lífi. Og þá kveð eg
stundum í þessum dúr:
Legg eg eyru lífs við röddum
lands í fjallasal.
Heitur blær í hlíðum syngur.
Hljómríkt er fossatal.
Áin leikur lag á hörpu.
Linda er ómþýtt hjal.
Sinfónía sveitalífsins,
sígilt tónaval.
Hljómar mér á valdi vorsins
og vekja löngun skal:
að yrkja jörð og kveða kvæði
til kvölds í gróskudal.
Hvernig finnst þér svo að
vera sextugur.
Jú, vafalaust er það gott að
vera sextugur. Að vísu saknar
maður margra góðra starfsára,
sem liðin eru og koma auðvitað
aldrei aftur. En maður er þó
reynslunni ríkari og jafnvel
hyggnari en áður. Ennþá hef eg
ekki tapað neinu teljandi af
starfsorku minni og má þar vel
við una. Vonglaður get eg því
enn litið fram á veginn, segir
Gunnar S. Hafdal að lokum, en
bætir þessari stöku við:
í mesta flýti mælt og skráð,
minna um kosti^en galla.
Lengur skal nú ekki áð,
annir dags mig kalla!
Og nú er þolinmæði bóndans
þrotin, því að mörg erindi eru
enn órekin í þessari kaupstað-
arferð.
Blaðið þakkar viðtalið, enn-
fremur kvæði og greinar á und-
áhfornum árum og dskar
skáldbóndanum í Sörlatungu til
hámingju á þessum tímamótum.
E. D.
— Árin líða
í aldanna skaut. —
Raunverulega eru afmæli
alvarleg tímamót, þótt oft sé
breitt yfir alvöruna í fagnaðar-
hófum með glamuryrðum og
glasa-glaum. — Einstaklingur
spyr: — Hvað hefur mér orðið
úr árinu, sem nú er liðið og
kemur aldrei aftui'? — Og
margur kennir sáran sting í
barmi. — Sjálfsásökunin verður
heljarþung, og stundum allt að
því óbærileg: — Vanræksla í
starfi, hæfileikum og hugsjón-
um! — Sem betur fer, verða
fæst okkar 100 ára. — Nógu er
samt að svara!
—o—
Akureyrarkaupstaður á ald-
arafmæli 29. ágúst næsta sumar.
Þar er margs að minnast! Og ó-
efað margs að sakna. — Og
margs að iðrast. — Skakkaföll-
in í lífi einstaklings verða þeim
mun stærri og stórkostlegri í lífi
bæjar og stjórnenda hans, sem
þar eru 10—12 sinnum fleiri um
ábyrgð og vanrækslur. Og þær
skortir bæjarstjórn venjulega
ekki. Þar er sem sé allt að því
þegnskaparskylda einstaklings-
ins að vera á öndverðum meið
við „andstæðinginn“ í flestum
framfaramálum, svo að „flokk-
ur hans“ fái eigi skrautfjöður í
hatt sinn fyrir forystu í fram-
faramálum bæjarins! Síðan er
framfkramálum velt og þvælt á
ýrrisa vegu, klippt og skorin, unz
stundum er eftir óskapnaður
einn af glæsilegri frumhug-
mynd, og að lokum vill enginn
við hana kannast eftir áratuga
vanrækslu og tímasóun og fjár-
austur, oft út í bláinn.
Slíkt skeður oft „á beztu
bæjum“, frá sjálfrl höfuðborg-
inni til smærri borga.
Én skyldu bæjarstjórnir aldr-
ei kenna sting í brjósti?
| Varnir gegn afbrotahæftunni |
SAMKVÆMT nýkomnum frétt
um að norðan hefur ungur
maður hleypt skotum af byssu
í þéttbýli, þannig, að mikill
voði stafaði af stjórnleysi pilts-
ins. Margt fleira gerist á svip-
uðu tagi víða um land. Rán eru
algeng og ráðist er á varnar-
lausai' konur, þær eru blóð-
ugar og marðar, með klæði
sundurtætt eftir illræðismenn.
Stundum kemst upp um þjófa-
félög, ýmist fullorðinna eða
unglinga, með 20 þátttakendum
eða fleiri.
Lítið heyrist um varnir þjóð-
félagsins gagnvart afbrotahætt-
unni. Til eru fangelsi, en eru illa
hirt. Fangar, sem geyma skyldi
í aðal hegningarhúsi landsins,
fara sjálfir út og inn og taka
jafnvel þátt í skemmtanalífi
höfuðstaðarins þar til roðar af
degi. Þá er haldið heim áður
en varðmenn rísa úr rekkju.
Eg held, að allir geti verið
sammála um það, að piltur,
sem leikur sér að skotvopnum
og lætur skotin fljúga í allar
áttir sé hættulegur samfélaginu
og verði vegna sjálfs sín og
annarra að fá uppeldisbót.
Hér er ekki staður né stund
til að ræða í blaðagrein um ein-
stök atriði þessa vandamáls. En
eg vil því leyfa mér að benda á
eina úrbótaleið.
Þegar 20 drengir eru í þjófa-
félagi, er sennilegt að enginn
pilturinn sé raunverulega efni í
þjóf. Oftast eru þetta vinalausi-
drengir á háskaleið. Þeir geta
farist, ef valdamenn þjóðfélags-
ins reyna ekki að skilja vanda-
málið, og typta dreng'ina á þann
hátt, að þeir breytist í dugandi
menn.
Eg held að koma þyrfti á fót
stofnun á helzta jarðhitasvæði
á Suðurlandi, ekki mjög langt
frá Reykjavík, þar sem skot-
maðui'inn að norðan og sunn-
lenzkir drengir úr þjófafélögum
dvelja eins og á sjúkrahúsi
ótiltekinn tíma eftir heilsufar-
inu. Við þessa stofnun ætti að
kenna smíðar og garðrækt.
Þarna væri unglingum kennt að
vinna við mörg verkleg fram-
(Framhald á bls. 7)
Akureyrarbær fékk hamingj-
una í vöggugjöf: Staðsetningu á
einu fegursta bæjarstæði lands-
ins, við einn fegursta fjörð
landsins, með frjósamar sveitir
og óvenju auðug framfaraskil-
yrði á alla vegu, til lands og
sjávar! Og vöggugjafirnar voru
enn fleiri:
Forsjónin gaf koi-nbarninu
glæsilegan gullastokk, sem það
átti að opna og gleðjast við með
aldri og þroska. Og slíkur gulla
stokkur, sem Glerárdalur og
Glerárgil, hefur engu íslenzku
þorpi gefizt fyrr né síðar! Enda
mun hvort tveggja vera eins-
dæmi hérlendis: — Allmikil á,
sem rennur um „miðjan bæ“ úr
fullra 200 m. hæð. Og allmikill
jarðhiti ofanjarðar, svo að segja
undir bæjarvegg Akureyrar, í
æskilegri hæð. — En hvort
tveggja þetta hefur Akureyrar-
bær mismetið og vanrækt til
þessa!
Miðvikudaginn 20. sept. flutti
„DAGUR“ fróðlega yfirlits-
grein: „Hvað verður gert á 100
ára afmæli Akureyrarbæjar?“
Var þar skýrt frá allmörgu, sem
kjörin hátíðarnefnd hefur í
huga og með höndum. En þar
var ekki drepið á eitt mesta
framtíðarmál bæjarins: Hita-
veitu Akureyrar!
Fegurri fjöður hefði Akur-
eyrarbær þó ekki getað stungið
í hátíðarhatt sinn en lokarann-
sókn á Glerárgili og fullnaðar-
áætlun um hitaveitu bæjarins,
— þótt eigi sé lengra komið,—
eftir áratuga vanrækslu — og
mistök!
Lokaorð:
Hvernig er annars „saga
næstu bæja“? Hafa ekki Sauð-
árkrókur og Ólafsfjörður reynst
nær sjálfbjarga um sínar hita-
veitur? Smíðað bor og borað
sjálfir? Án þess að bíða eftir
móðurhönd ríkisins með „Norð-
urlandsborinn" í hendi! — En
nú mun hann annars senilega
vera kominn til Húsavíkur, sem
pantað hafði hann í tæka tíð. —
Segir í blaðagrein 4. þ. m.
þannig frá:
„Tilraunaborun eftir heitu
vatni í Húsavík hófst í gær.
Leitað er að vatnsæðinni, sem
hið stöðuga rennsli undan
Húsavíkur-höfða kemur úr, en
það vatn er aðeins virkjað til
afnota fyrir sundlaugina....“
o. s. frv.
Hvort mun nú Akureyrarbær
— í hátíðarskapi — gi'ípa tæki-
færið í tíma — eða sleppa því
enn úr hendi sér?
Enn er all-langt til 29. ágúst
næsta sumar!
Helgi Valtýsson.
• 11111111111111111111111111111111111111111111111 iiiiiiiiiiuilliii*
| SÍLD Á POLLINUM |
UNDANFARNA daga hafa 5
bátar verið við síldveiðar á Ak-
ureyrar-Polli. Þeir hafa fengið
tæp 6 þús. mál í gær, föstudags-
kvöld. Hæstir eru Garðar og
Vörður.
Síldin er lögð upp í Krossa-
nesi. Hún er af millisíldarstærð.
Þuríður Helgadóilir
—— MINNING .....
Fædd 19. júlí 1893.
Dáin 29. scptember 1961.
ÞEGAR EG man fyrst eftir mér
var á heimili foreldra minna ung
stúlka, Þuríður Helgadóttir,
ættuð úr Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru kunn-
ug móður minni, höfðu ung
verið í kaupavinnu hjá föður
hennar, Birni Eysteinssyni. —
Þótti honum mikið til þeirra
koma, sökum dugnaðar og
glæsmennsku.
Helgi var hamhleypa til
verka, en þótti „sopinn“ góður.
Herdís var fríð kona, greind og
sérlega vel verki farin.
Bræður átti Þuríður þrjá og
eina systur. Öll voru þessi syst-
kini stórmyndarleg, þó held eg,
að Þuríður hafi verið þeirra
fríðust, þegar hún var á æsku-
skeiði. Hún var til heimilis á
Guðlaugsstöðum í fimmtán ár,
en dvaldi af þeim tíma tvo til
þrjá vetur í Reykjavík og Vest-
mannaeyjum, hjá ættingjum
sínum.
Fyrst þegar mig rekur minni
til hafði hún þann starfa að
hjálpa móður minni í eldhúsi
(maskínuhúsi) og búri, leggja á
borð og halda þarna öllu hreinu.
Stundum skiptust stúlkurnar á
um þessi „niðriverk", sem svo
voru kölluð, en það var í mörgu
að snúast, margt fólk í heimili
og „farskóli" á vetrum. — Eg
man hún hirti alla lampa af
hinni mestu prýði og fægði allt,
sem fægja þurfti. Hún stóð jafn
an gestum fyrir beina, færði
næturgestum morgunkaffi,
burstaði föt þeirra og skó. —
Aldrei man eg, að hún hefði
mjaltir á höndum, en hún spann
oft, tók ofan af ull, hærði og
var fljót að prjóna. Það kom
fyrir, að ég sat uppi í rúminu
hjá henni, (fastarúm, notuð sem
sæti á daginn,) og las fyrir
stúlkunar fjórar, sem sátu við
tóvinnu í miðbaðstofunni, og
hafði fæturna undir hreinni ull-
inni. Það var gaman.
Vel man eg hvað Þuríður var
ætíð snoturlega klædd, það
hefði mátt segja um hana: Bæði
af henni „gustur geðs og gerð-
arþokki stóð.“ Hún lét ekki
misbjóða sér, en var skyldu-
rækin og áreiðanleg. Eg man
enn hvað eg var hrifin af því að
hún krullaði á mér hái'ið og
hnýtti borða í að kaupstaðarsið.
Hún dansaði vel og kenndi
okkur að dansa. Sérstaklega
var gaman að dansa við hana
skottís. Það voru oft smáböll í
sveitum þá, á stærri bæjum.
Hún sagði mér af Stefaníu
leikkonu, sem þá vai' dáð að
verðleikum. Eg sá hjá henni
póstkort af Stefaníu í hlutverki
Kamelíufrúarinnar. Að horfa á
það gaf huganum vængi.
Hún sagði mér frá leikrita-
skáldinu Indrið'a Einarssyni,
Nýársnóttinni hans og leikkon-
unum, dætrum hans.
Þuríður söng laglega og fór
rétt með lögin. Þá söng fólk
eða raulaði við vinnu sína, eink
um við rokkinn, og börnin á
bæjunum námu ljóð og lag.
Hún átti söngfræði, sem þá var
kennd í barnaskóla Reykjavík-
ur, og eg held Hafnarfjarðar.
Stundum raulaði hún söng
Ulrikku í herberginu, úr
„Kinnarhvolssystur", og kunni
mikið úr „Ævintýri á göngu-
för“. Mikið var eg hrifin og sá
þetta allt í anda. Fyrir kom, að
hún raulaði kvæðið „Dáinn“,
eftir Sig. Júl. Jóhannesson. Þá
vissi eg, að hún var að hugsa
um allt þo-ð böl, sem misnotkun
víns leiðir af sér, og hvað móðir
hennar hefði átt betri ævi, ef
faðir hennar hefði verið bind-
indissamur. Þá var maður nú
gráti nær.
Ekki gat hjá því farið, að
þessi blómlega, unga stúlka
vekti eftirtekt karlmannanna.
Þeir ortu til hennar vísur og
ljóð, bæði í gamni og alvöru. í
einu erindinu voru t. d. þessi
vísuorð: „Þú ert fegursta blóm-
ið í byggðinni hér, þitt bros
vekur ylgeisla fjöld.“ Biðla fékk
hún eflaust marga. Einn
færði henni bréf og sagði:
„Hérna er bréf til þín, Þuríður,
það er frá mér.“ Sá var snemma
gefinn fyrir pennann. Annar
hóf upp bónorðið við heyband.
(Hann var Vestfirðingur, not-
aði sérkenr.ileg orð og kvað fast
að errinu.)
Nú kemur faðir minn með
hestana, og sem þeir eru að
„láta upp“, segir Þorleifur:
„Þurra (Þura) blóðill.“ Þessi
stuttorða tilkynning var skilin
svo, að hún hefði hryggbrotið
hann.
Þegar Þuríður var um
þrítugt, giftist hún eftrlifandi
manni sínum, Jóni Ólafssyni.
Hann var greindur og gegn
maður, átti snoturt fjárbú og
var frábær skepnuhirðir.
Þau byrjuðu búskap á Höllu-
stöðum í Blöndudal. Byggingar
þar voru gamlar og fornfálegar
og allt í niðurníðslu, en jörðin
grasgefin. Hana átti gömul
frændkona Jóns, eg held, að
hún hafi selt honum jörðina, en
gerst sjálf próventukona. Sú
hafði munað tvenna tíma. Alin
upp í allsnægtum við lestur og
ferðalög. Sennilega var hún
gáfuð, mjög fróð, en ætíð verka
smá. Nú var henni þrotið fé
fyrir löngu og orðin nærri
blind. Samt vildi hún tilbreyt-
ingu og hafði þá stefnu, að eng-
inn ábúandi skyldi lengi vera á
óðali hennar. Þarna bjuggu Jón
og Þuríður í sjö ár, en þá seldu
þau jörðina og fluttu í Eiðs-
staði í sama dal, keyptu hálf-
lenduna. Þar var betur hýst.
Þeim varð ekki barna auðið
og sáu því ekki ástæðu til að
leggja mikið fé í jarðabætur eða
byggingar, þar sem þau dvöldi.
Þó hygg eg, að það hefði verið
Þuríði að skapi, svo kjarkmikil
og framgjörn sem hún var.
Ekki getur hjá því farið, að
einyrkjakona í sveit þurfi oft
að sjá um fé og fjós, ekki sízt,
þegar maðurinn er heilsutæpur
eins og í þessu tilfelli. Ekki
hafði borið á því, að Þuríður
væri gefin fyrir skepnur, áður
en hún hóf búskap, nú gekk
hún að gegningum með sama
myndarbrag og áður að innan-
hússtörfum, ef á þurfti að halda.
Þó var heimili þeirra hjóna
ávallt í góðum sniðurn innan-
húss, hlýlegt og gott.
Hún var hin ágætasta mat-
móðir og veitul við gesti með
afbrigðum.
Þau hjónin áttu góðan bóka-
kost og lásu býsna mikið.
Foreldrara Þuríðar dvöldu
bæði á heimili hennar um tíma,
þó sitt í hvert skipti, og oft voru
hjá henni sumarbörn.
Það voru bræðrabörn hennar.
Sérstaklega var þeim elsti son-
ur Magnúsar bróður hennar og
konu hans kær.
Foreldrar hans komu oft í
Eiðsstaði og eftir að Jón og Þur
íður fluttu til Blönduóss, tóku
þau hana oft með sér í ferðalög
til að sjá landið og eyða glöð-
um dögum saman. Hún naut
þess eins og sá einn getur notið,
sem vanur er að hafa verk að
vinna.
Þau Eiðsstaðahjón áttu falleg
an lifandi pening, góða hesta og
vel á sig komna, aldar ær og
kýr. Þá voru nú kisa og seppi
glaðleg á svipinn. Samt var fá-
sinnið þreytandi barnlausum
hjónum, og þau ráðgerðu oft að
flytja til Blönduóss. Þó vai-ð
ekki af því, fyrr en Þuríður var
komin fast að sextugu og farin
að bila að heilsu.
Nú bjó hún aftur í kaupstað
og kunni vel að meta rafmagns
áhöldin og öll þau þægindi, sem
því fylgja. Þarna leið henni vel,
en ekki kunni hún við að sitja
auðum höndum, heldur tók að
sér ýmsa vinnu og var eftir-
sótt bæði við sláturgerð o. fl.
Hún eignaðist þarna góða
granna og vini, og gaman var að
heimsækja hana á Blönduósi,
ekki síður en í sveitinni. Þarna
var heimili hennar í hálft ní-
unda ár. — ,
Svo var það eitt kyrrlátt
kvöld í haust, er hlíðarnar
voru orðnar gular og fjólublá-
ar, lyngið rautt og marglitt lauf
ið af hríslunum í görðunum við
húsin sveif mjúklega til jarðar,
að Þuríður kom heim, frá því
að hjálpa grannkonu sinni,
einni, við að svíða.
Hún hafði verið frísk og glöð,
og nú gekk hún framhjá börn-
um, sem voru að leik. Hún tal-
aði glaðlega til þeirra, svo barn
hlý sem hún var, og hélt síðan
inn í íbúð sína. Hún sezt á stól
við eldhússborðið sitt, í vinnu-
fötunum sínum og kápunni, því
nú var henni undarlega brugð-
ið. Hann straukst þarna fram-
hjá hinni gestrisnu konu, gest-
urinn, sem alla sækir heim, að
lokum. —
Kona ein í húsinu hafði heyrt
umgang, en síðan enga hreyf-
ingu, svo hún leit inn, til að
vita hverju þetta sætti. Þá sá
hún hvar Þuríður sat, og hafði
hallað sér fram á borðið eins og
hún svæfi. Þó reyndist það ekki
vera svo, „því stirðnuð var in
holla hönd og hjartað trygga
kalt.“ —
Það má kallast umbun lífsins,
(Framhald á bls. 7)
I HEILDARAFLINN I
SAMKVÆMT nýútkominni
aflaskýrslu Fiskifélagsins, hefur
fiskafli landsmanna frá áramót-
um til 30. júní, orðið samtals
265.702 tonn, og er þar meðtal-
imi síldar- og skelfiskaflinn.
Þorskaflinn varð 205.702 tonn,
en var á sama tíma í fyrra
256.898 tonn. Þessi afli skiptist
þannig eftir verkunaraðferðum:
Frysting 87.908 tonn (1960:
120.000), söltun 55.458 tonn
(59.229), herzla 41.082 tonn
(50.381). Afgangurinn var seld-
ur ísaður, étinn af landsmönn-
um eða unninn í mjöl.
(Sjáv. S. í. S.). j