Dagur - 21.03.1962, Side 5

Dagur - 21.03.1962, Side 5
4 5 LÝÐRÆÐIÐ í HÆTTU ÞEGAR LÝÐVELDIÐ var stofnað 1944, var ekki hægt að hrófla við neinu í stjómarskránni, án þess að flokkadrætt- ir og verulegur ágreiningur kæini upp. Þess vegna var það ekki gert að neinu ráði, utan orðalagsbreytinga. Konung- ur landsins hafði áður verið valdalítill. Forseti hins nýja lýðveldis á íslandi varð þó enn valdaminni. Stjórnmálaflokkarnir fengu valdið í sínar hendur. En árið 1959 þegar kjördæmabreytingin var gerð, jókst flokksvaldið þó til mikilla muna. Breytingin var þó gerð í nafni lýðræðis- ins. Hætta getur verið á því, að cinmitt þessi kjördæmabreyting, sem gerð var í nafni lýðræðisins, eigi eftir að afncma lýðræði hér á landi. Víst her að viður- kcnna, að breytingin leiddi til jafnari at kvæðafjölda á hak við hvern alþingis- mann, en jafnframt ráða kjóscndur því ekki lengur hverjir verða alþingismenn. Flokksforingjar ná nú meira valdi yfir þingmönnum en áður og hinir almennu kjósendur hafa ekki meiri rétt í kosn- ingum en svo, að þótt allir striki út efsta mann einhvers lista, hlýtur hann kosn- ingu engu að síður. Kjósendur verða því að kjósa flokka en ekki menn persónu- lega eins og áður. Þingmenn bera því á- byrgð gagnvart flokksforingjunum frem ur en kjósendunum og sjá allir hvert þá stefnir. Þegar svo er komið er hætta á, að sterkasti flokkurmn hrifsi til sín öll völd og skili þeim ekki aftur. Núverandi fyr- irkomulag býður þessari hættu heim. Ekki eru aðrir líklegri til að rísa upp til varnar lýðræðinu á íslandi en ungir Framsóknarmenn. Ungra manna er fram tíðin og hugsjónirnar, sem vert er að berj ast fyrir. Forseti landsins er kosinn af þjóðinni. Kosning hans er því persónu- leg. Allir muna þegar tveir stærstu flokk ar landsins buðu fram forsetaefnið, sem þjóðin hafnaði og kaus sér þann forseta, sem nú cr. Þannig tók þjóðin í taumana. Forsetinn gæti verið fólkinu og lýðræð- inu mikil trygging ef vald hans væri auk ið. Forsetinn þarf að geta hindrað ólög- lega valdatöku ósvífins stjórnmálaflokks cða eins manns. Kannski væri líka til bóta, að þjóðin kysi ríkisstjórn. Alþingi fer með æðsta vald þjóðarinn- ar, svo sem bera ber. Fullkomnasta og lýðræðislegasta kosningafyrirkomulagið eru einmenningskjördæmin, t. d. eins og í Noregi. Það er að vísu ófáanlegt og ber því að snúast við vandanum, eins og hann liggur fyrir. En hann liggur eink- um í þeirri hættu, sem steðjar að sjálfu lýðræðinu. Fyrrum deildu menn fastast um stjórn skipunina og sambandið við Dani, nú hefur um hríð verið mest deilt um efna- hagsmálin og skiptingu þjóðarteknanna. En nú, eins og á dögum Jóns Sigurðsson ar er stjórnskipunin grundvallaratriði, sem enginn má gleyma. Og nú leynist hættan við rætur sjálfr|ar þjóðfélagsbygg ingarinnar af því lýðræðið hefur verið sett skör lægra en stundarhagsmunir flokka. Ekkert þjóðskipulag tryggir eins mikið réttlæti og lýðræði, þótt það á stundum þyki svifaseint. En lýðræðið þarf þá að vera mera en innantóm orð. Kjósendur landsins verða að fá fullt vald til að kjósa þá menn til þingsetu, er þeir óska. Þetta voru nokkur atriði, cndursögð, úr ræðu Bernharðs Stefánssonar, sem hann flutti ungum Framsóknarmönnum v_____________________________________/ I. TIL NÝLUNDU verður að telja, að langar greinar skuli birtast í stjórnmála- og frétta- blöðum um áfengisvandamálin, en þetta hefur gerzt nokkrum sinnum á yfirstandandi vetri. Mun mörgum minnisstæð grein in Félagsheimilin og borgararn ir í Degi 13. des. sl. (ritstjórn- argrein). Vakti hún mikla og verðskuldaða athygli. Sumum þótti víst nærri sér höggvið. En þessi mál þarf einmitt að ræða af fullri djörfung og hreinskilni, draga hlífðarlaust fram í dags- ljósið orsakir og afleiðingar, ef það mætti verða til að þjappa mönnum saman til samtaka um róttækar úrbætur.. Max-gt virð- ist benda til þess, að nú sé að skapast grundvöllur til nýrrar sóknar á hendur Bakkusi og dýrkendum hans. Spillingin af Til Magnúsar bónda Jónssonar, Hrafnsstaðakoti, 70 ára, 10. inarz 1962 Komdu sæll, Magnús, kát þér fagnar kærum vini og ættarhlyni dróttin öll um víða velli vænnar byggðar er sórstu tryggðir. Sittu heill! Nú sjötíu fyllir sæmdarmaður árin, glaður. Hyggjusvinnur, fær og finnur fögur laun, að unnum raunum. Föðurkenndir frómur sýndir feðrastorð í verki og orði. Fífusundin, flóalendur, og feyskna móa léztu gróa, grýttum mel og grundu breyttir í gróðurþéttar túnasléttur, grænu skarti ofið, ortir ævintýr úr fúamýri. Málstað góðum lið þú léðir landi og þjóð til auðnugróða. Sóknardjarfur stóðstu að starfi, studdur giftu og veginn ruddir. Kenndir sannleik samtakanna, sungu orð á bóndans tungu. Fólkið brýndir, fólki sýndir feimulaus inn í nýja heima. Heillavættir úr öllum áttum iðjumanninn prúða styðji lífs í hildi og hlífiskildi haldi yfir á meðan lifir. Oskin mín sú á þér hríni: að þér gleðin fylgi á meðan, og þú týnir aldrei þínu áttarími að háttatíma. Haraldur. völdum vínsins, slysin og tjón- ið af sömu ástæðum er kannske loksins að opna augu manna fyr ir því, að við svo búið megi nú ekki lengur stnada. Væri þá vel. Varla er hægt að minnast svo á þessi mál, að ekki komi þar við sögu skemmtisamkomurnar og unga fólkið. Fer það að von- um, því að löngum hafa dans- samkomur verið Bakkusardýrk endum hentugur vettvangur, en víðast hvar er unga fólkið þar í miklum meirihluta. Meðal þess eru oft auðunnustu vígin og í þeim hópi munu nú flest fórn- arlömbin. Þó verða of margir til að skella skuld spillingarinn ar á æskulýðinn og óskapast yf ir því, hve hann sé langt leidd- ur af réttum vegi. Því miður er það staðreynd, að mikill hluti æskulýðs okkar er á villigöt- um vínneyzlu og tóbaksreyk- inga, lauslætis og léttúðar, en eldra fólkið sjálft er engan veg inn saklaust. Fyrst er nú það, að fjöldi barna sér tóbak og vín fyrst um hönd haft á sínum eigin heimilum, og oft ógæti- lega. Eru þar stundum báðir foreldrarnir að verki, en mjög oft annarr. Þegar börn þessa fólks fá svo uppfræðslu um skaðsemi þessara venja, verða árekstrar, sem leiða oft til þess að engan viðunandi grundvöll fyrir bindindisuppeldi barn- anna tekst að skapa. Er þá ekki óeðlilegt, að fordæmi foreldr- anna hafi jafnmikil áhrif eða meiri, en uppfræðslan í stúk- unni eða skólanum, jafnvel þótt óreglusamir foreldrar vilji flest ir, að börn sín verði bindindis- söm. Svo gæti nú viljað til, að allt í einu bættist við sú upp- götvun hjá börnunum, að kenn arinn þeirra væri ekki í fullu samræmi við kenningu sína. Ekki væri óhugsandi, að lækn- ir heimilisins reyndist af sömu gráðu og kannske presturinn líka! Mér er þá spurn: Er að- staðan til hollra áhrifa á bless- uð börnin ekki nokkuð tvísýn við þessar aðstæður? Því hefur verið beint til skól anna, að þeirra hlutur í bindind isuppeldi æskulýðsins væri lak ur, námsskráin fullsetin af ýmsu öðru, viðeitni skólanna ó fullkomin og sumra jafnvel eng in í þessa átt. Ég fullyrði, að ekki svo fáir skólar rækja vel þennan þátt skyldustarfs síns, en viðurkenni einnig, að hinir eru alltof margir, sem skjóta sér undan þessu. En borið sam an við heimili nemendanna, hygg ég að skólarnir yfirleitt þunfi ekki að skammast sín fyr ir þennan þátt uppfræðslunnar. Hinn skörðótti árangur er eigi að síður alvarlegt fyrir- brigði, og vissulega mættu for- eldrar og kennarar í samein- ingu bera nokkurn kinnroða af því, að hafa ekki betri sam- stöðu en raun ber vitni um skynsamlegt uppeldi æskulýðs- ins. Agaleysi og uppivöðsluhátt ur á rætur' sínar að rekja til þess umhverfis, sem unga fólk- ið elzt nú upp í, og er því sízt sök þess sjálfs. Grundvöllur skapgerðar og flestra venja er lagður löngu fyrr en menn al- mennt grunar, og áður en börn hefja skólagöngu, enda munu þeir foreldrar ófáir, sem upp- götva, meðan börn þeirra enn eru ung, að þau hafa fyrirhafn- arlaust numið margt, sem síður skyldi og ekki var til ætlazt, — en, því læra börnin málið, að fyrir þeim er það haft. Og svo getum við hiklaust bætt við, að þess vegna læra þau ekki margt, sem þeim er hollt og nauðsyn- legt, að það er ekki fyrir þeim haft. Allt ber að sama brunni í þess um efnum: Það er umhverfið, sem ungt fólk elst upp við, allt sem það sér og heyrir fyrir sér, það cr þetta, sem mestu veldur um þá mótun, sem er staðreynd in í dag. Allt annað eru undan- eðlilegt, að hann dæi úr krabba. Hann reykti svo mikið“. Einhverjum kann að þykja hart að taka svona til orða, en staðreyndirnar tala: Öll áhrif frá ríkjandi venjum og tízku, hverju nafni sem þau nefnast, eru óútreiknanlcga scfjandi. Undansláttur almenningsálits- ins og áhrifavald tízkunnar er ægilcga máttugt. Þess vegna er öruggt til mikils árangurs, ef tekizt gæti að snúa ahnennings álitinu við, skapa öndverða tízku. Ég veit, góðir lesendur, að margir munu úrskurða slíka til lögu sem þessa hreina fjar- stæðu og eitt af því ómögulega. Við því er að búast, og einhverj ir kunna að taka enn dýpra í árinni um þann, sme slíku held áfengis, svo eitt dæmi sé nefnt, er vítavert fyrir linku og sof- andahátt. Þessu verður að kippa í lag. Framámenn okkar í ýmsum stöðum og stéttum vinna á móti sannleikanum og réttvísinni í þessum efnum. Þeir eiga annað hvort að víkja, eða sjá sóma sinn í því að reyna að vera stöðum sínum vaxnir og gæta skyldu sinnar. Frá æðri stöðum þarf að skapa heilbrigðar reglur um þetta og flest annað, fylgja þeim eftir undansláttarlaust og láta drabbið og svikin varða stöðumissi. Þess vegna þerf að byrja á æðstu stöðum, á efstu þrepum þjóðfélagsins, því að óhagganleg standa orð sálma- skáldsins fræga: „Hvað höfð- ingjarnir hafast að, hinir ætla d. í okkar uppeldis- og sam- kvæmismálum neitað að styðja þá, nema þeir standi traust- lega með umbótum í þessum málum. Við getum ekki krafizt bindindis af þeim, sumum hverj um, en heiðarlegrar samstöðu um alhliða endurreisn í ótvíræð um menningarmálum, eins og þessum, — hennar getum við krafizt og eigum að gera það. Setjum dæmið upp þannig, að við hefðum dugmikla ríkis- stjórn, áhugasama um bindindis mál. Hún héldi ekki drykkju- veizlur á kostnað almennings við hvert hugsanlegt tækifæri, eins og nú er gert. Segjum, að við hefðum for- seta, sem ekki veitti vín og ekki byði upp á cigarettur og vindla. Hann myndi ekki „heiðra“ kenn MaAm. iíttu pér nœr, Iiggur í götunni steinn! tekningar, sem eiga rætur að rekja til sterkra áhrifa ein- stakra foreldra og kennara, stafa frá úrvalsheimilum og á- hrifasterkum uppfræðurum. Traust kristilegt uppeldi er þar stundum að verki, en hve mörg prósent íslenzkra foreldra nú á dögum skyldu verða í þeim dálki, ef sá reikningur væri gerður upp? Því get ég ekki svarað, en sú vitneskja, sem skólamenn hafa af því gegnum nemendur sína, er vægast sagt uggvænleg. Prestarnir vita það sjálfsagt betur. Menn skyldu því fara varlega í því að skella skuld ýmiss kon ar ófarnaðar, sem börn og ungl ingar verða fyrir nú á dögum, á unga fólkið. Maður, líttu þér nær! Liggur í götunni steinn! II. Sumir, sem u«i áfengis- og reykingavandamálin hafa ritað, hafa komizt að þeirri niður- stöðu, að við byggjum við skað legt almenningsálit, því að það væri nánast venja, að bera í bætifláka fyrir mönnum og telja þeim drykkjuskap o. þ. u. 1. til afsökunar, þegar út af bar, og segja: „Æ-i, honum var vork unn, greyinu. Hann var svolítið kenndur“. Eða: „Það var nú ekki beint honum að kenna. Það kviknaði í út frá cigarettu- stubb“. — Þrátt fyrir þann þunga áfellisdóm, sem slík orð fela í sér, verður því ekki neit- að, að svo langt er áfengistízk- an og reykingavenjan búin að leiða okkur afvega, að þetta og annað eins geta menn borið sér í munn, rétt eins og það væri sjálfsagður hlutur. Þarf þá fram ar vitnanna við um skaðlegt al menningsálit, hættulega tízku? Megum við ekki fara að gera ráð fyrir því að heyra í fram- haldi af þessum tilvitnunum: „Æ-i. Það var nú ekki nema ur fram. Eigi að síður held ég því fram, að þetta sé reynandi, og mun nú benda á leiðir að því marki. Ég ætla ekki að rekja sann- Jóhannes Óli Sæmundsson. anir fyrir skaðsemi áfengis og tóbaks. Það hafa vísindin sann- að. Ég ætla heldur ekki að setja upp dæmi um þann qtrúlega kostnað, sem tóbaksnotkun og áfengisneyzla hafa í för með sér. Aðeins má minna á, að opin'ber gjöld margra eru smáræði hjá því. Ég ætla ekki að rita um slysahættuna á þjóðvegum, í verksmiðjum og á vinnustöðum. Um þetta vita flestir. En saman lagt er 'hér um að ræða gífurlega veigamiklar ástæður og óteljan- di tilfelli til þess að eitlhvað raunhæft sé aðhafzt. Og það þarf að vinna skynsamlega og ötullega að þessari breytingu á tvennan hátt: Með sterkum vald boðum og nauðsynlcgu, ströngu eftirliti með viðurlögum. Og svo víðtækari fræðslu, studdri lif- andi dæmum frá daglegu lífi. Hafi nokkurn tíma verið ástæða til að skera upp herör og beita sterkum áróðri meðal þjóðar vorrar, þá er það nú. Við búum við stórgölluð lög um þessi efni og svívirðilega framkvæmd á sumum ákvæð- um þeirra. Eftirlitið með sölu sér leyfist það“. Föstum ströng- um reglum verður að fylgja já- kvætt fordæmi þeirra, sem fram kvæma valdið og líta eftir að lögunum sé hlýtt. III En nú fara menn að spyrja, hvernig eigi að losna við menn úr æðstu stöðum þjóðfélagsins, og ^alla hina, sem sitja þar í hióksvaldi pólitíks klíkuskapar, eins og þeir gera flestir. Slíkt er alls ekki óframkvæmanlegt. Við lifum í landi lýðfrelsis og kosningaréttar, sem er ekki stórlega skertur ennþá, þó að vifað sé um samtök, sem ætla sér að upphefja slík réttindi. Atkvæðisréttur okkar í alinenn um kosningum er vopnið, sem við eigum að beita til framdrátt ar heilbrigðri skynsemi og við- hlítandi stjórn á æðri sem lægri stöðum í þessu landi, og við eigum að beita því miskunnar- laust. Það vill svo vel til, að slík viðreisnarmál, sem hér er aðal- lega rætt um, eru ópólitísk. Enginn stjórnmálaflokkanna, sem nú er við lýði, er neinn sérstakur viðreisnarflokkur um sönn menningarmál. Og þó að við vildum halla okkur að kristi legum stjórnmálasamtökum, til stuðnings við umsköpun al- menningsálitsins á spilltu samkvæmislífi og rangri um- gengni við skaðnautnir, þá er slík samtök hvergi að finna í landi voru. Stjórnmálasamtök ís lendinga kenna sig ekki við 'kristindóm eða siðgæði. Það er nú eitthvað annað. Nei, svo illt sem það er, þá eiga allir stjórn- málaflokkarnir sammerkt í þessu. Þess vegna geta allir um- bótasinnaðir áhugamenn um bindindismál hafizt handa innan síns flokks, myndað samtök þar um að setja þeim tvo kosti, sem ekki vilja standa að því að skapa heilbrigt andrúmsloft t. arastétt landsins með því að bjóða henni í staupinu. Enn munu vera til menn í æðstu stöður, er ósmeykir færu í fótspor Tryggva heitins Þór- hallssonar og skáluðu í tæru íslenzku vatni í víns stað, án þess að slíkt ylli nokkrum vandkvæðum. Hugsum okkur hin sterku áhrif á almenningsálitið og allt stjórnarfar í landinu frá for- dæmi slíkra manna, ef þau væru í samstöðu og samræmi við viðleitni bindindismanna. Hugsum okkur, að drykk- felldni og kæruleysi um með- ferð skaðnautnaefna hyrfi úr Háskóla íslands. Hann gæti orðið sterkt vígi fyrir heilbrigðt almenningsálit á þessum mál- um. Nú leyfist léttúðugum gáleysingjum þeirrar stofnunar að nota útvarpið a. m. k. einu sinni á ári til að gera lýðum ljóst livað þeir fyrirlíti alla bind indisstarfsemi. Væri ekki þörf á að stuðla að siðabót í þessari æðstu menntastofnun þjóðar- innar, skólanum, sem sendir frá sér alla læknana okkar, bæjar- fógetana, sýslumennina og sálu- sorgarana? Víst koma þaðan nokkrir eldheitir áhugamenn um sönn menningarmál, en alltof margir stórgallaðir og lítt hæfir til sinna embætta, — svo að ekki sé fastara að orði kveð- ið. IV „Og ekki má gleyma garm- inum Katli“. Alþingismaður hefur löngum verið virðingar- titill á íslendingi, og er það auðvitað enn í eðli sínu. Hvers virði væri það breyttu almenn- ingsáliti í áfengis- og uppeldis- málum, að þar væri engir &■- reglumenn, en allt áhugamenn um bindindismál? ekki þyrftum við þá að óttast að þeir samþykktu drykkjuskóla fyrir almenning, með stofnun ann- „Daguf þakkir fyrir sig arrar bruggverksmiðju áfengra drykkja, svo @ð hver einasta sölubúð gæti orðið æfinga- bekkur fyrir börnin okkar í taumlausri meðferð áfengis. Ríkið rekur nú eina mikla bruggunarstöð sterkra drykkja og ráðherrar þess flagga með mikinn gróða af því fyrirtæki. ^ Verulegur hluti núverandi þing manna vill ólmur bæta við annarri hliðstæðri fyrir börnin í landinu! Hví ekki að ki'efjast þess af væntanlegum frambjóð- endum, að þeir vinni opinskátt og einbeittlega að heilbrigðri umbótastefnu í áfengismálum og að þeir greiði atkvæði á móti hinu ógeðslega ölfrumvarpi Bakkusarmannanna? Menn hafa stungið upp á sérstöku framboði bindindis- manna til bæjarstjórna og alþingis. Það er mjög hæpin aðferð, enda þegar of margir stjórnmálaflokkar fyrir á ís- landi. Miklu sterkara yrði fyrir málefnið, að berjast fyrir því innan allra núverandi þing- flokka. Það er kominn tími til að rísa gegn hinu flokkslega of- ríki og nærgöngulum kröfum til fylgis við pólitíska flokka, sem allir eiga sér það höfuð- markmið að fara með völdin. Það er kjósandinn, sem á að bera fram kröfurnar og setja að veði fylgi sitt við flokkinn og frambjóðandann. Það er óþarft, að láta lengur viðgangast, að háttvirtir kjósendur séu merkt- ir fyrir fram eins og sláturfé. Þeirra er valdið, ef þeir vilja beita því. Stjórnmálaflokkar á íslandi hafa allir gengið sér til húðarinnar, svo að við þurfum ekki að hlífa þeim, eða bera neina umhyggju fyrir þeim. Sama aðferð á að gilda í öðr- um almennum kosningum, svo sem til bæjar- og sveitar- stjórna. Ópólitísk samtök kjós- enda eiga að setja fram kröfur sínar um ákveðin framfara- og menningarmál, hófsemi í með- ferð almannafjár og reglusemi í embættisstörfum, og kjósa þá menn eina, sem lofa þvi að vinna málefnalega en ekki flokkslega. Þau mál, sem hér hafa aðallega verið gerð að um hugsunarefni, eru í eðli sínu ó- flokksleg með öllu og eiga að vinnast þannig. Við hér á Akureyri gætum t. d. sett okkar væntanlegu fram bjóðendum til bæjarstjórnar það fyrir, að loka strax hinum illræmdu sælgætis, ölþambs- og sorprita-sjoppum, sem þotið hafa upp eins og gorkúlur á haugi. Þá væri og sjálfsagt að þakka núverandi bæjarstjórn fyrir að leggja (að mestu) niður vínveit ingar í veizlum sínum, og krefj ast þess að hin væntanlega stjórn hviki ekki frá algeru banni á slíkum ósóma. Enn mætti minna „kandídat- ana‘ á það, að við höfum látið kaupa okkur strætisvagna til að * létta okkur umferðina um bæ- inn okkar, en ekki til að hóp- flytja börnin okkar á skrílsam- komur annars staðar. Þá mætti benda á þörfina fyr ir auknu tómstundastarfi handa unglingunum, þegar þau hafa ekki lengur sjoppurnar til að glæpast á. Þar er víðtækf verk svið og upp eldislega nauðsyn- legt. (Framhald á bls. 7) BRAGI SIGURJÓNSSON rit- stjóri Alþýðumannsins segir í blaði sinu 13. marz að það sé aðeins einn maður, sem trúi sannleiksgildi skrifa Dags, og þótti ritstj. þetta gómsætt lestr arefni fyrir sitt fólk! Það vill svo óheppilega til fyr ir Braga í þessum umræðum, að Dagur er útbreiddara blað en öll hin Akureyrarblöðin saman lagt, en Alþýðumaðurinn er þeirra aumastur og hann vilja fæstir lesa. Slík hefur þróunin einkum orðið vegna þess annarsvegar, hve Dagur hefur verið ábyrgt blað, hins vegar vegna þess hve Alþýðumaðurinn hefur verið hrösull og lítið skeytt um sann leiksgildi orða sinna. Það er því grátbroslegt að stjórnmálablað VEGNA orðróms og blaðaskrifa um heybirgðir og skepnuhöld hér á Hólum bið ég yður vin- samlegast að birta eftirfarandi yfirlýsingu í blaði yðar: „Af gefnu tilefni og að beiðni skólastjórans á Hólum í Hjalta dal höfum við undiritaðir forða gæzlumenn Hólahrepps skoðað í dag heybirgðir á Hólastað og ástand búpenings. Við getum fúslega vottað, að allar skepnur eru vel fóðraðar og í ágætu ástandi. Ennfremur álítum við að aflokinni skoðun og mælingu heybirgða, að á Hólastað sé nóg heyfóður handa bústofninum fram úr öllu venju legu áferði og vandræðalaust að mæta vorharðindum með auk- inni notkun fóðurbætis. Hólum í Hjaltadal 15./3. 1962. Með beztu kveðju Guðmundur Ásgrímsson, Hlíð. (Sign.) Hallgrímur Pétursson, Kjarvals stöðum (Sign.). ATH. Það, sem hér er sagt um hey- birgðir er í samræmi við það, sem skólastjórinn tjáði blaðinu og áður var birt í viðtali, þ. e. að EUGEN D’ALBERT, þýzkur píankóleikari og tónskáld. Þegar píanóleikarinn Eugen d’Alberti kvæntist í annað sinn átti hann tvö börn frá fyrra hjónabandi. Konan, sem hann kvæntist hafði einnig átt tvö börn áður og kom með þau inn á heimilið. Og í þessu nýja hjónabandi fæddust nú til við- bótar tvö börn, svo að þau voru orðin sex alls. Dag einn, þegar tónskáldið var í bezta gangi að leika á flyg- ilinn, kom kona hans inn og og hrópaði: „Nú verður þú að koma, þín börn og mín börn eru að berja okkar börn.“ með slíka fortíð og í svo mikilli niðurlægingu skuli minna á eymd sína á þennan hátt. Al- þýðumaðurinn hefur eRki einu sinni getað orðið „læsilegt“ sorp blað, þótt það nálgist það einna mest á stundum i umsögn sinni af meðborgurunum. En athyglisverð eru þau um- mæli Braga, að ritstjóri Dags trúi sannleiksgildi „skrifa Dags“. Ekkert er lesendunum meiri trygging fyrir sæmilegri málsmeðferð og öruggum frétt- um en það, að ritstjórinn láti ekki annað frá sér fara en það, sem hann veit sannast og rétt- ast. Þetta er mikið hrós, sem blaðritstjórar hafa því miður ekki allir orðið aðnjótandi, og vill Dagur þakka þann vitnis- burð fyrir sitt leyti. □ hey myndu endast fram í maí með því heyi, sem búið var að kaupa í vetur. Um fóðrun bú- penings hafði ekki eitt eða neitt verið sagt í blaði þessu, eða gef ið í skyn að vanfóðrað væri á Hólastað. Þessu vottorði mun því beint í aðrar áttir og er Degi óviðkom andi. Ritstj. BENEDIKT SIGURBJARNASON fyrrum bóndi að Jarlsstöð- um í Höfðahverfi F. 8. apríl 1876. D. 12. jan. 1962. Eftir fjölmörg farin ár fæ ég hugann til að muna | atvik hlý, en ekki sár, allstór rós í minninguna. j Þegar gesti að Garði bar, í glaðar stundir voru þar. ! I Einn var jafnan kátur karl, kom með póst, — var hress í tali. —■ Hann var sinnar sveitar jarl, sómi bænda; gamall smali. Knár á velli, kempa, snar, karlmannlegur ætíð var. ; Æskan þrotlaus vinna var, von að fleiri yrðu smáir, margur þunga byrði bar; brátt með þroska urðu knáir. Bóndans starf við Jág kjör leið, landsins sona flestra beið. Með heiða brá og hýra lund, hirðulegur jafnan var hann. Síðstu árin gekk um grund við göngustaf, og hækju bar ’hann. Fjörmanninum fjötur var, — fötlun þessa stilltur bar. j Heiðursmaður hafðu þökk hlýja, fyrir kynninguna. Hugskeyti mín, kveðja klökk; — kætast þó við minninguna. —• Kveðja þig sveit og kærir vinir og kunningjarnir allir hinir. J. G. P. ......................IIIIIIIII.Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll.. II* I Um heybirgðir á Hóiastað I

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.