Dagur - 21.03.1962, Blaðsíða 2

Dagur - 21.03.1962, Blaðsíða 2
- HEIMAMENN SKEMMTU í LAUGARBORG (Framhald af bls. 8) standast samanburð við bændur og fjölskyldur þeirra í Hrafna- gilshreppi, sem byggðu Laugar- borg. Akureyringum ætti heldur ekki að vera ofvaxið að setja samtímis upp 40—50 sæmilega myndarlegar leiksýningar, úr því bændur og fjölskyldur þeirra í Hrafnagilshreppi geta sett upp eina, ef miðað er við hina mikilvægu höfðatölureglu. En sleppum slíkum samanburði og snúum okkur að því sem fram fór í Laugarborg á sunnu daginn. Leynimelur 13 eftir Þrídrang er ekki nýr af nálinni og hitta sumir brandararnir því ekki í mark nú. Samt sem áður er þessi gamanleikur mikill gleði- gjafi, þegar vel er á haldið. Hins vegar verða sjónleikir af þessu tagi leikurunum minna virði en veigameiri viðfangsefni. Guðmundur Gunnarsson ann ast leikstjórnina og mun tím- inn hafa verið takmarkaður um of, en vel unnið. Sem heild var sýningin ánægjuleg og snurðu- lítil, en ekki búið að vinna nægi lega úr góðum efniviði. En mik ils er um það vert fyrir leik- stprf í félagsheimilunum, að fá mann eins og Guðmund til að leiðbeina. Það vill svo til, að fyrsti sjónleikurinn, sem Guð- mundur setti á svið, var Leyni- melur 13, sem sýndur var á Ak ureyri árið 1945. Þór Aðalsteinsson leikur Mad sen klæðskerameistara af mikl- um léttleika og fatast hvergi í hi.nu stóra hlutverki. Aðalheiður Jónsdóítir leikur Dóru- konu hans af öryggi og er framburður hennar mjög skýr. Elsa Oskarsdóttir leikur tengdamóðurina, heldui' illa séða, svo sem títt er um tengda mæður. Kannski mætti hún vera meiri svarkur og gribbu- legri í útliti, þótt hún skili hlutverkinu mjög sómasamlega. Guðlaugur Halldórsson leikur heimilislækninn. Gervið er gott pg hóflega farið með læknis- hlutverkið. En kannski’ mættu þau Elsa og hann leika sterkara á köflum. Ragnheiður Sigurðardóttir leik ur vinnustúlku á heimili Mad- • Glnggasýning Fegr- nnarfélagsms FEGRUNARFÉLAG Akureyr- ar opnaði gluggasýningu í Véla- og búsáhaldadeild KEA á föstudagskvöldið. Þar hafa nxargir staðnæmzt síðan og virt fyrir sér laglega gerð líkön af skrúðgörðum og opnum svæð- um í bænum, m. a. Skátagilinu margumtalaða. Fegrunarfélagið hefur þarna einnig til sýnis töluvert af bók- um, um gróður, garða og rækt- un, verkfæi'i og sáðvörur. Það er mjög vel til fundið hjá félaginu að minna á þessi mál', r.ú, er líða tekur að vori, vekja athygli á óleystum verkefnum og benda á eitt og annað til fróð leilcs. □ senshjónanna og Hermann Jóns son leikur Togga í Traðarkoti, skáldið og drykkjumannin. Of lítil rækt er lögð við þessi hlut verk. En báðir leikendur sýna það þó, að ofurlítil aukaþjálfun hefði svarað fyrirhöfn. Valgeir Axelsson leikur „hinn eina og sanna“ Svein Jón Jóns- son skósmið áberandi vel og skemmtilega, svo hann mun verða leikhúsgestum minnis- stæður. Alda Kristjánsdóttir leikur sambýliskonu skósmiðsins og móðui' 11 barna hans, og skilar hlutverki sínu á mjög viðfelld- inn og öfgalausan hátt. Sigríður Schiöth ogAuður Ei- ríksdóttir leika mæðgur tvær í alleinkennilegri aðstöðu. Þær hefðu báðar sómt sér sæmilega á hvaða leiksviði sem var. Gísli Björnsson leikur ástfang inn heildsala af litlum tilfinn- ingahita en hefur mjög skýra framsetningu, Haraldur Hann- esson danskan og spaugilegan stóreignamann og Ólafur Jóns- son lögregluþjón. Þegar miðað er við aðstæður allar og þá m. a. hve mai'gt leik fólkið er lítt eða ekki sviðvant, verður hlutur þess góður. Víst er um það, að leikhúsgestirnir skemmtu sér hið bezta og vii ég fyrir þeirra liönd færa fram bcztu þakkir. E. D. - Starfsmenn heiðraðir (Framhakl af bls. 1) ankvæði og Magnús Kristinsson flutti ávarp. Að lokum var stig inn dans. Hér fara á eftir nöfn og starfs aldur þeirra, sem fengu „Silfur merki S1S“: Rannveig Jósefsdóttir 31 ár Aðalsteinn Tryggvason 31 — Hallfríður Sigurðardóttir 31 — Stefán Hansen 31 — Hans Hansen 31 — Freysteinn Sigurðsson 31 — Baldur Benediktsson 30 — Karl Grant 29 — Hafliði Guðmundsson 29 — Jóhann, Guðmundsson 27 — Herbert Tryggvason 27 — Elinór Þorleifsson 27 — Þórir Björnsson 24 — Sigfús Jónsson 2G — Arnþór Þorsteinsson 26 — Júlíana Andrésdóttir 26 — Þorbjörn Kaprasíusson 26 — Sigurður Guðmundsson 26 — Sigríður Jónsdóttir 25 — Gísli Friðfinnsson 25 — Gunnar Guðmundsson 25 — Anton Sölvason 25 — Helga Kristjánsdóttir 25 — Þorgeir Pálsson 25 — Þórhallur Guðlaugsson 25 — María Jónsdóttir 29 — Aðalheiður Jónsdóttir 25 — Baldur Arngrímsson 25 — Skinnaverksmiðjan Iðunn: Þorsteinn Davíðsson 34 — Jóhannes Wæhle 26 — Saumastofa Gefjunar: Olafur Daníelsson 30 — Guðrún Daníelsdóttir 29 — Þórður Karlsson 25 — Hekla: Elinrós Sigmundsdóttir 25 — Maður, líttu þér nær . (Framhald af bls. 4) Þakka bei' bað, að kostað skuli til þess að börnin ha'i gott skautasvell og séu þar í umsjá góðra manna við hollan leik og útivist. Unga fólkið þarfnast mikillar og góðrar aðstöðu til að skemmta sér. Stjórn og umsjón slíkra staða á að fela hæfum, traustum reglumönnum og fé- lagsmálafrömuðum. Hér virðist þróunin stefna í þá átt, að póli- tísk klíkufélög reisi sér skemmti hús, svo að auðveldara verði að draga fólkið í dilkana. Þetta hefðu bæjaryfirvöldin getað komið í veg fyrir með því að taka í sínar hendur byggingu veglegs félagsheimilis fyrir öll félög bæjai’his, en banna öll önnur. Sameinumst um að knýja þá, sem við kjósum til opinberra starfa, til að skapa það aðhald góðum málum, sem megnar að styrkja heilbrigt almenningsá- lit, ekki aðeins gagnvart áfengi og skaðnautnum, heldur öllum uppeldislegum verðmætum. Æska landsins, sem senn verð- ur hinn ráðandi almenningur, er dýrmætasta eign þjóðarinn- ar. Ekkert er of dýrt, ekkert of fyrirhafnarsamt, sem við ger- um til að treysta framtíð henn- TAPAÐ Stúlkurnar, sem fengu lánaðan skíðasleðann í Helga-magra-stræti, merktan H. P., vinsam- legast skili hontim í Helga-magra-stræti 7. NÝ KARLM.ÚLPA tapaðist í bænum 17. febrúar. — Finnandi vin- saml. hringi í síma 2282. RÁÐSKONA ÓSKAST á gott beimili í Reykja- vík. — Gott kaup. Uppl. í síma 1063 eftir kl. 5 e. b. AUKASTÖRF Vil taka að mér bókhald, innbeimtu eða önnur störf. Þeir, sem vilja sinna jlessu leggi nöfn sín inn á afgr. Dags, merkt: „Aukastörf 44“. ar. Og með engu reisum við okkur sjálfum ánægjulegri minnisvarða en með heilsteyptri viðleitni í þá átt að búa henni bjarta og örugga framtíð í okk- ar góða landi. En til þess að slíkt megi takast, verðum við sjálf að viðurkenna yfirsjónir okkar, snúa blaðinu við og kapp kosta að hafa það eitt fyrir hinni upprennandi kynslóð, sem hún aldrei þarf að iðrast eftir að hafa tekið sér til eftirbreytni. Jóhannes Óli Sænmndsson. - KEA og Ak.kaupst. RIFREIÐAKENNSLA Georg Jónsson, sími 1233. (einnig R.S.O., sími 2727) FRÁ SKÁKFÉLAGI AKUREYRAR Skákþing Akureyrar hefst mánudaginn 26. marz í Ásgarði kl. 8 e. h. Þátttökulistar liggja frammi á félagsfundinum Stjómin. í málaferlum (Framhald af bls. 1) þegar þeir hafa verið að nöldra yfir lágu útsvari á IvEA. En eins og allir sjá er hér ekki um neina smáræð'is upphæð að ræða, sem KEA og samvinnufyrirtæki í bæn um liafa gijeitt- á ári hverju, sem hluta af útsvari sfim t/1 bæjar- íélagsins. Fyrir bæjarþingi Reykjavíkur- borgar var samskonar mál flutt fyrir skemmstu og átti Samband íslenskra samvinnufélaga þar í lilut. Málsniðurstajða varð hin sama og hér á Akureyri, það er að Sambandinu bæri ekki að greiða samvinnuskattinn fyrir árið 1959. Lögfræðingar Reykja- víkurborgar töldu vonlaust að á- frýja málinu til Hæstaréttar. Þess vegna er mjög ólíklcgt að Akur- eyrarkaupstaðúf vinni sanis konar mál. Hins vegar er alveg víst, að málskostnaður verður mikill og hann verða skattgreiðendur á Ak- ureyri að greiða, vegna þessa frum hlaups íhaldsins í bæjarstjórn. Fyrirtæki samvinmimanna á Ak ureyri hafa aldrei skorazt undan ftillri skattgreiðslu til bæjar og ríkis, svo sem lijg mæla fyrir. En ekkert réttlæti getur mxlt með því, að þau greiði samvinnuskatt- inn fyrir árið 1959, scm fallinn var úr gildi. TVÖ HERBERGI og ELDHÚS TÍL SÖLU. Góðir greiðsfuskilmálar. Sími 2395. ÍBÚÐ ÓSKAST til leigu 1. eða 14. maí. (Tvö herbergi og eldbús) F y r irf ramgrei ðsla ef óskað er. Uppl. í síma 1502. ÍRÚÐ TIL SÖLU Tveggja herbergja íbttð til sölu í innbænum. Sími 1182. BÝLIÐ HLÍÐ við Akureyri er til sölu og iaust til ábúðar í vor. Ræktað land ca. 30 dag- sláttur. Nánari uppl. bjá undirrituðum. Sigfús Jónsson, Hlíð. ÍBÚÐ ÓSKAST til leigu frá 14. maí. Fyiirfraingreiðsla, ef óskað er. Uppl. í síma 1939. Vel með farin PASSAP-PRJÓNAVÉL TIL SÖLU. Sími 2238. TIL SÖLU: Sem ný Hansaglugga- tjöld fyrir tvo glugga, stærð 139x120 cm. Tækifærisverð. Sími 1543. TIL SÖLU með tækifærisverði: 4 geislaofnar (Kosangas) lítið notaðir. — Uppl. í síma að Munkaþverá. KLÆÐASKÁPUR tvískiptur, sem nýr, til sölu. Gott verð. Uppl. í síma 2522. Notuð HRÆRIVÉL til sýnis og sölu í Véla- og búsáhaldadeild K. E. A. TIL SÖLU: Saumavél í borði Verð kr. 1500.00 Lítið kvenreiðhjól Verð kr. 500.00 Strandgötu 41, neðri hæð. RÍLAR TIL SÖLU: Opel Caravan ’55 og ’59 Ojxel Record og Kapitan ’56 Vauxhall ’50 og 54 Volkswagen ’57, ’58, ’59 Ford Junior ’46 og 55 Fordson sendlabílar ’46 Austin ’4(i, stærð 8 og 14 Moschvits '57, ’59 og ’60 Standard Hilmann P. 70 Willy’s jeppar ’46 og ’54 Rússa-jeppar ’56 og ’57 Nokkrir sex manna bílar af ýmsum gerðum. Vinsamlegast hringið ekki á vinnustað. Höskuldur Helgason Sími1191 úr ull, terylene- og teygjuefnum SKÍÐAÚLPUR og PEYSUK LOÐHÚFUR Ný sending. MARKADURINN Sími 12G1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.