Dagur - 20.02.1963, Síða 4

Dagur - 20.02.1963, Síða 4
4 5 Daguk Stöðnun í fiskiðnaði íslendinga Festan og ör „ÞETTA KJÖRTlMABIL hefur mótazt af festu og öryggi í stjórnarháttum hér á landi,“ segir í Morgunblaðinu 5. febrúar sL 1 Alþýðumanninum í gær lesum við, að í nær öllu hafi efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar tekizt vel. Ókunnugir menn gætu haldið, eftir að hafa lesið þetta og annað svipað í stjómarblöðun- um, að hér hefði á þessum ámm verið stöðugt verðlag og verðbólgudraugurinn kveðinn niður. En þetta hefur ekki orðið og hafa sekir játað, svo sem Bjarni Ben. og Ólafur Thors, enda tilgangslaust að berja höfðinu lengur við steininn. Menn gætu þá einnig álitið, að álögur á þjóð- ina væm svipaðar og þær áður vom, miðað við fólksfjölda. Annað segja nú fjárlög ríkisins. Þar er lieldur ekki hægt annað en meðganga. Hefur þá friður ver ið á vinnumarkaðinum, eins og lofað var? Stjómarblöðin tala ekki mikið um það, en allir landsmenn vita hvemig á- statt er í þeim efnum, þar ríkir dæma- laus upplausn. En er þá kaupgeta laun- anna svipuð og hún var í tíð vinstri stjómarinnar? Nei, því er nú ver. Það þarf a. m. k. þriggja klukkustunda yfir- vinnu á dag fyrir sömu lífsnauðsynj- ar og hægt var að kaupa fyrir 8 stunda kaup 1958. Og þá hafa stjómarblöðin gleymt því, þegar þau tala um hinar miklu efndir, festu og öryggi og þar fram eftir götunum, að hagur bændanna hefur ekki farið batnandi. Þannig hefur verið búið að bændum, að jafnvel harðsvíruð- ustu sjálfstæðismenn storma nú fram á ritvöllinn í vígahug og lieimta lagfær- ingu á málefnum bændastéttarinnar. En rétt er að viðurkenna eitt verk Sjálfstæðisflokksins sérstaklega. Honum hefur tekizt að gera Alþýðuflokkinn að slíkri fótaþurrku sinni, að blöð Alþýðu- flokksins syngja lof og dýrð í hvert sinn og þeir leggja hin gömlu stefnu- og bar- áttumál sín undir hæl íhaldsins. En þang að em þau nú flest öll komin. Hlutverkum skipt HINN 11. og 12. þ. m. var frumvarp Framsóknarmanna um breytingu lag- anna um stofnlánadeild landbúnaðarins og eflingu veðdeildar til fyrstu umræðu á Alþingi. Páll Þorsteinsson lýsti í glöggri og gagnmerkri framsöguræðu þeirri stefnubreytingu, sem orðin er. Áð- ur var Búnaðarbankanum ætlað að byggja upp landbúnaðinn. Nú eiga bænd ur að byggja upp banka með lánsfjár- skatti og stórhækkuðum vaxtagreiðsl- um. Af lánunum, sem veitt vom siðast- liðið ár, úr stofnlánadeild, nema vaxta- hækkanirnar nálega 2 milljónum króna á einu ári. f áætlun stjómarinnar er gert ráð fyrir sömu vöxtum a. m. k. fram á árið 1975! Fleiri Framsóknarmenn tóku til máls í þessum umræðum. Af stjórnar- liðinu reis Magnús Jónsosn fyrstur úr sæti, til að verja háu vextina og láns- fjárskortinn, og höfðu ýmsir unnað hon- um betra hlutskiptis. Bjartmar Guð- mundsson og Ólafur Bjömsson lögðu hon um lið. Málið er í nefnd. L J FYRIR stuttu ritaði Helgi Bergs grein í Framsóknarblaðið í Vest mannaeyjum, og eru í henni ýmis þau atriði, sem vert er að hugleiða. Hann segir þar m. a.: „Undanfarin ár hafa verið hin mestu góðæri. Útflutningsverð- mæti íslenzku þjóðarinnar hafa verið mjög mikil bæði vegna hagstæðs verðlags á útflutnings- mörkuðunum, en þó einkum vegna óvenjulega mikilla afla- bragða. Það er mörgum mikið á- hyggjuefni, að á þessum ein- stöku góðærum hefur ekkert verið gert af þjóðfélagsins hálfu til að búa í haginn fyrir atvinnu líf okkar í framtíðinni. Á þess- um árum hafa engar verksmiðj- ur á borð við t. d. áburðarverk- smiðjuna eða sementsverk- smiðjuna verið byggðar, ekki unnið að neinum meiri háttar virkjunarframkvæmdum og ræktunarframkvæmdir hafa far ið minnkandi. Eitthvað hefur verið keypt af fiskibátum, en þó alls ekki svo, að það svari eðli- legri endurnýjun flotans. Á sviði fiskiðnaðar hefur ekki ver- ið ráðizt í neinar markverðar framkvæmdir, sem til nýjunga geta talizt. Þegar á þetta er minnzt svara stjórnarsinnar því gjarnan til, að svo mikil atvinna sé í land- inu, að ekkert vinnuafl sé að hafa til að starfa að áframhald- andi atvinnuuppbyggingu. Fátt sýnir betur en þessi hugsunar- háttur, hverja sjálfheldu við er- um komnir í, ef við megum ekki vera að því að byggja upp at- vinnulíf framtíðarinnar fyrir brauðstriti. Nýlenduveldin hafa lengi reynt að halda frumstæð- um þjóðum í slíkri sjálfheldu. en ekki tekizt það. Við ættum ekki að setja okkur í hana sjálfir. Meiri afli — minna verðmæti Fiskiðnaður okkar hefur beztu hráefni heims. Engin önn- ur þjóð hefur eins góða aðstöðu til að ná fjölbreyttum og glæ- nýjum afla á land, enda var meðalafli okkar íslendinga um langt skeið um 100 tonn á ári á hvern starfandi sjómann, og er nú sjálfsagt meira en þetta, en það er margfalt meira en afli annara fiskveiðiþjóða. En við förum ekki vel með aflann, enda vexða okkur úr honum lítil verðmæti og hlutfallið milli verðmætis og aflamagns hefur sífellt orðið óhagstæðara á und- anförnum árum. Fiskiðnaður okkar hefur verið í stöðnun um nokkurt skeið. Við söltum fiskinn, herðum hann og frystum. Aðrar þjóðir gera meira. Þær sjóða niður, reykja og pakka í margvíslegar neyt- endaumbúðir og auka þannig verðmæti stórlega. En slíkar að- ferðir eru vanræktar hjá okkur. Þetta kemur m.a. fram í því að brezkur iðnaður getur borg- að allt að 10 kr. fyrir kg. af íslenzkum ísfiski, en okkar fisk- iðnaður getur ekki borgað nema rúmar 3 kr. fyrir næturgamlan línufisk. Þýzkur fiskiðnaður eittlivað á aðra krónu fyrir glæ- nýtt síldarkíló, og mest fer í borgar 5 kr. fyrir kg. af 10 daga gamalli ísaðri síld, en íslenzkur fiskiðnaður borgar í hæsta lagi gúanó fyrir 70 aura. Á þessu sviði eigum við mikið ólært. Við aukum tekjur okkar með því að draga sífellt meiri afla úr sjó án þess að hirða um að auka það verðmæti, sem úr hon um fæst. Við þyrftum að hafa það betur hugfast, að vandamál okkar er ekki lengur folgið í því að ná aflanum, heldur hinu að gera úr honum sem mest verð- mæti. Það er auk þess meira en vafa samt, hvað lengi er hægt að ganga á það lagið að auka bara aflamagnið. Stöðnun eða framfarir. Við verðum að brjótast út úr þeirri sjálfheldu, sem óhófleg vinnuþræl'kun við framleiðslu ódýrra vara er að koma okkur í. Við verðum að byggja upp nýj- an iðnað, sem tryggi sem fjöl- breyttasta og fullkomnasta nýt- ingu aflans. Til þess að svo megi verða, þarf að skapa almennan skilning á þeim vandamálum, sem við er að etja. En það er einnig nauðsynlegt að gera sér ljóst, að í þessum efnum getur ekki miðað áfram, án þess að breytt sé algerlega um stefnu í efnahagsmálum. Það verður að nýta það fjár- magn, sem þjóðin ræður yfir, í atvinnulífi og uppbyggingu. Fjárfrystingarpólitíkinni verður að linna Þjóðfélagið verður á nýjan leik að taka upp öflugan stuðnings við framkvæmdavilja þeirra fjölmörgu þegna, sem af hugmyndaauðgi, þrótti og dugn- aði reyna að ryðja nýjar braut- ir.“ ÁFRAM! í BLÖÐUM bæjarins hafa öðru hvoru að undanförnu birzt greinar um skemmtanir félags- heimilanna, og hátterni unga fólksins þar og víðar. í greinum þeim er stundum óvægilega að orði komizt, þar með e. t. v. stofnað til ýfinga, þótt enn séu varla brýnd vopn eða bitið í skjaldarrendur! Það er vitanlega margt, sem miður fer hjá ungum og öldnum hér í okkar bæ og nágrenni, en þá er gott að minnast þess líka, sem til framfara horfir, og þess, sem áunnizt hefur. Það má ekki gleymast. Og það er illa farið, ef Akur- eyringar og umráðendur félags- heimilanna í grendinni fara að kenna hvorum öðrum um sukk og siðleysi unga fólksins á skemmtunum félagsheimilanna, í stað þess að sameiginlega leit- ast við að ráða bót á því, sem helzt er að. í grein eftir Stefán Aðalsteins son í Degi frá 30. jan. sl. Um félagsheimilin o. fl., er réttilega á það bent, að samkomurnar, áður en félagsheimilin risu, hverjar þá voru í skítugum og köldum þinghúsum og her- mannaskálum, voru sízt áferð- aríallegri en nú tíðkast, og vissulega hefur margt færzt í betra horf, þótt enn sé sumt langt frá því að vera viðunandi. Og í þessu sambandi segir svo í nefndri grein: „Gestirnir, sem Aðalfundur Akureyrardeildar K. E. A. (Framhald af bls. 1) að Nýlenduvörudeildin hefði mesta umsetningu. Hún seldi fyrir 63 miUjónir króna á árinu í 15 verzlunum, 11 á Akureyri og í útibúum á Hauganesi, Grenivík, Hrísey og Grímsey. Af þessum verzlunum nýlendu- vörudeildar hér í bæ, verzlar kjörbúðin við Ráðhústorg lang- samlega mest. Hlíðargötuútibú- jnu er verið að breyta í litla kjörbúð. Undirbúningur er haf- inn að byggingu nýs útibús á Suður-brekkunni og verður byggingu þess væntanlega lok- ið á þessu ári, sagði fram- kvæmdastjórinn, en lóð fyrir bygginguna fékkst fyrst á síð- asta hausti. Vefnaðarvörudeildin jók sölu sína um 19%, seldi fyrir 10 milljónir króna. Járn- og gler- vörudeild seldi fyrir 4 milljónir króna. Skódeildin fyrir 3 millj- ónir, sem er 30% aukning. Byggingavörudeild jók sína sölu um 24% og seldi fyrir 20 milljónir. Véla- og búsáhalda- deild seldi fyrir 19,6 milljónir króna. Þessar deildir, sem eru kallaðar vörureikningsdeildir, seldu vörur fyrir 123 milljónir króna. Söluaukningin hjá þeim er fast að 20%. Aðrar verzlanir KEA juku flestar verzlun sína í krónutali, sumar verulega, en fram- kvæmdastjórinn gat þess, að ekki lægi ljóst fyrir hve mikil aukning væri á sölumagni vara yfirleitt, þótt hann áliti hana nokkra. Um Olíusöludeildina, sem seldi fyrir 32,6 milljónir, sagði hann, að vegna togarastöðvunar innar, sem stóð í nær 5 mánuði, hefði olíusalan ekki aukizt eins mikið og ella hefði orðið. Pylsu- gerðin hefði aukið starfsemi sína mjög og annaði ekki eftir- spurn. En nú hæfist í sumar bygging nýrrar og fullkominnar kjötvinnslustöðvar við Sjávar- götu. Pylsugerðin létti mjög undir með landbúnaðarfram- leiðslunni. Framleiðsluaukning- in þar hefði verið mjög veruleg, einnig í Smjörlíkisgerðinni. Um Byggingavörudeildina sagði Jakob, að nú væru tveir keppinautar um sölu bygginga- vara búnir að koma sér upp góðri aðstöðu til verzlunar á Ak ureyri. Verzlunaraukning hjá Byggingavörudeild KEA hefði því komið sér á óvart. Nú í vor verður flutt í nýbyggingu félags ins á Gleráreyrum, með mest- an hluta byggingavaranna, enn- fremur verður Kassagerðin flutt þangað o. fl. skyld starfsemi. Ennfremur mundi nýr og mjög fullkominn timburþurrkari tek- inn í notkun mjög bráðlega. Og enn benti ræðumaður á, að Efnaverksmiðjan Sjöfn hefði aukið sölu sinnar framleiðslu stórkostlega eða 55%. Þar ætti ný framleiðslugrein, málninga- vörurnar, mjög verulegan hluta. Þær vörur hafa selzt örar en búizt var við og langsamlega mest í Reykjavík. KEA og SÍS eiga Sjöfn til helminga. Kjötbúðin, sem jók sína sölu um 30% og selur fyrir 11 millj- ónir, rekur nú nýja kaffistofu með sjálfsafgreiðslufyrirkomu- lagi. Rekstur hennar hefur geng ið vel. Nýja kjötvinnslustöðin og svo mjólkurvinnslustöð, sem ekki verður hjá komizt að byggja fljótlega, eru stærstu verkefnin, sem nú eru framundan. Á þessu ári verða gerðar breytingar á aðalverzlunar- og skrifstofu- byggingum félagsins við Kaup- vangsstræti. Nokkrar fyrirspurnir voru fram bornar að skýrslu Jakobs Frímannssonar lokinni og var þeim svarað. Brynjólfur Sveinsson bar fram lista til fulltrúakjörs á að- alfund KEA. Aðrir listar komu ekki fram og eru því hinir 82 menn, sem á framkomnum lista voru, rétt kjörnir. Ennfremur 28 varamenn. í stjórn Akureyrardeildar innar voru endurkjörnir þeir Tryggvi Þorsteinsson og Har- aldur Þorvaldsson til þriggja ára. Félagsráðsmaður til eins árs var kjörinn Erlingur Dav- íðsson og Þorsteinn Jónatans- son til vara. □ FINGRALANGUR AÐ VERKI NÝLEGA voru 5 kassar, sem hver um sig hafði að geyma 1,2 millj marka, fluttir frá Jóhann- esarborg til Amsterdam. Fjór- ir kassarnir komust til skila, en einn týndist gjörsamlega. Er talið, að einhver fingralangur hafi komizt yfir kassann. En verðmæti innihalds hans er um 12 milljónir ísl. króna. □ skapa svipmót hverrar sam- komu, flestir frá Akureyri, virð ast lítt sómakært fólk, enda er ungdómur Akureyrar ekki al- inn upp við að virða lög og regl- ur bæjar síns, samanber reglur um útivist barna, lágmarksald- ur að sýningum kvikmyndahús- anna og bann við sölu á tóbaki til unglinga innan 16 ára ald- urs.“ Hér er bent á atriði, sem Ak- ureyringar eiga að taka mjög alvarlega. Sé okkur hér sagður sannleikurinn, megum við ekki halda að okkur höndum, heldur vinna saman að siðbótinni, því að virðing og hlýðni við lög og reglur er frumskilyrði þess, að sæmilegu menningarlífi verði lifað. Ég hefi áður bent á hættuna í sambandi við óleyfilega útivist barna á kvöldin. Þar tel ég upp haf margs þess, sem unga fólkið er nú sakað um. Annars virðist svo, að í þessu efni sé í vetur betur statt en oft áður. Á viss- um stöðum í bænum safnast þó börn stundum enn fram eftir kvöldi, en lögreglan fylgist þar með og hefur á skrá sinni nöfn þeirra barna, sem þar eru fremst í flokki. Foreldrum þess- ara barna væri hollt að verða fyrir sektum þeirra vegna nú, ef með því móti fengist lagfær- ing. Því að vafalítið myndu brot og sektir þessara barna þeirra verða önnur — aðrar — og alvarlegri, ef nú yrði látið afskiptalaust. Síðan til framkvæmda kom ákvæði það, að „sjoppunum" skuli lokað á sama tíma og al- mennum sölubúðum, hefur orð- ið greinileg breyting á: niiklu færra um börn og unglinga á götunum í miðbænum á kvöld- in. í sambandi við þetta ákvæði er enn ekki fullum árangri náð, en í þessari grein verður ekki út í það farið. Orsakir þessarar breytingar er ekki aðeins umtöluð lokun, Jafnframt hefur æskulýðsráð tekið til starfa og á vegum þess sérstakur framkvæmda- stjóri. Nú hafa gefizt þráð tæki- færi til æskilegrar tómstunda- iðju, t. d. námskeiðs í þjóðdöns- um, „hjálp í viðlögum“, teikn- ingu og litameðferð, fiskirækt (smáfiska) o. fl. og í öllu meiri aðsókn, en hægt er að full- nægja. Svo er dansklúbbur með samkomu tvisvar í mánuði, með umsjón frá æskulýðsráði, en annars á eigin ábyrgð, við góða skemmtun án áfengis. Og í und- irbúningi er svo einnig sjóvinnu námskeið. Þegar svo þar við bætist öðru hvoru ágæt tæki- færi á góðu skautasvelli, þá er nú þegar úr nokkru bætt. Vænt anlegar heimiliskvöldvökur eiga svo vonandi eftir að afla sér vinsælda hjá eldri og yngri bæjarbúum. Mætti þar e. t. v. vera til bóta og fjölbreytni að tvær og tvær litlar fjölskyldur ynnu saman, hjálpuðust að við skemmtiatriðin og væru í heim- ilunum til skiptis. Lög okkar og reglur mæla fyrir um það, að unglingar inn- an vissra aldurstakmarka fái ekki að sækja vissa opinbera staði, þeim megi ekki selja áfengi eða tóbak o. s. frv. Hér er um nauðsyn að ræða, sem erfitt reynist að framfylgja. Unglingarnir, sumir, sækja á, en umráðendur bannvörunnar, hvort sem er bíómynd, áfengi, dansskemmtim eða annað, vita oft ekki hvað má, sjá eðlilega ekki aldur unglinganna á útlit- inu og framkomu. Áreiðanlega vildu margir þeirra fara hér að lögum, en hafa til þess litla möguleika eins og er. Það er þó oft og víða búið að benda á nauðsyn þess að bera og sýna vegabréf, þegar þess er krafizt^ og þannig sanna rétt- indi síri, — eða játa réttleysi, — við vissar aðstæður. Hér í bæ hefur barnarvendar- nefnd og æskulýðsráð fyrir löngu farið þess á leit við bæj- arráð — bæjarstjórn, að ákvæði þetta sé sett í lögreglusamþykkt ina og því framfylgt. En ákvæði um aldurslágmark er bara hættulegt kák, án þess að hitt fylgi. Og til hvers er að hafa barnaverndarnefnd, æskulýðs- ráð og æskulýðsfulltrúa, ef jafn sjálfsagðar nauðsynjatillögur þeirra sem þessar eru látnar óafgreiddar, hunzaðar, mánuð eftir mánuð af þeim, sem úrslita atkvæðin hafa? Um þetta þarf að bæta. Svo þarf æskulýðsráð, eða fulltrúi þess, að hafa samstarf með um- sjónarmönnum félagsheimil- anna og fylgjast með samkom- um þar, — þegar fjölmennt ar af Akureyri þangað. Haldi svo lögregluvaldið áfram á nýrri leið: að leita finna og uppræta það, sem mestu illu veldur í þessum efn- um: leynivínsöluna, þá mun áreiðanlega birta framundan í uppeldismálum og skemmtana- lífi unga fólksins á Akureyri. ■ Þar eru efnin góð og margt j ágætt, en vissum skuggum þarf i að eyða. Vinnum saman að því, j eldri og yngri. 17. febrúar Jónas frá Brekknakoti. HÆTTULEGUR STAÐUR það er margt rætt um slysa- hættu og ráðstafanir gegn henni. Einn er sá staðrir hér í bæ, sem slysum virðist raun- verulega bjóða heim, þó eigi hafi enn sakað, Það eru neðstu stallarnir við kirkjutröppurnar. Þar er ekki handrið á brúnum en þriggja metra hæð niður á möl eða steypta hellu. Þarna eru alla daga ársins börn á ferð og að leik. Mest er þó hættan ef að veðurfar er eins og verið hefur undanfarið. Þarna er glerhált og sá leikur, sem freystar mest nú, er að renna sér á rassinum eða bak- inu stall af stalli og verður hrað inn stundum svo mikill að ekki er hægt að stöðva sig fyrr ep á jafnsléttu. Það virðist vera hrein tilvilj- un hvenær þarna verður stór- slys. Hvernig færi ef barn hentist á fleygiferð norður af brúninni? Annað hvort lægi það limlest eða jafnvel liðið lík. Ég á þarna leið um oft á dag og ógnar að hafa þetta fyrir augum. Vil ég því beina þeirri ósk til þeirra, sem ábyrgð bera á þessu hættuástandi, að bregða skjótt við og ráða bót á því, áð- ur en nokkuð alvarlegt gerist. Þarf að verða stórslys til að úr þessu sé bætt? I. G. Á að fara fram þjóðarafkvæði I mikil- vægum löggjafðrmáluEii ÞRÍR Framsóknarmenn, Ólafur Jóhannesson, Páll Þorsteinsson og Ingvar Gíslason, flytja á Al- þingi tillögu til þingsályktunar um að rannsaka „hvort ekki sé rétt að setja löggjöf um þjóðar- atkvæði í mikilvægum löggjaf- armálefnum, svo og hvort ekki sé rétt að setja grundvallarregl- ur þar um í stjórnarskrána.“ í greinargerð segir svo um þetta mál: „í ýmsum löndum gætir þjóð- aratkvæðis talsvert sem lög- gjafaraðila. Þjóðaratkvæði mun t. d. allmikið notað í Sviss, Kanada og sumum öðrum brezk um samveldislöndum og í ein- stökum fylkjum Bandaríkjanna. Heimild til þjóðarátkvæðis er í stjórnlögum margra ríkja, svo sem Austurríkis, Tékkóslóvak- íu, Danmerkur o fl. í sumum löndum er beinlínis stjórnar- skrár bundið, að almenn at- kvæðagreiðsla kjósenda skuli fara fram um tiltekin lög eða lagafrumvörp. Annars staðar veita stjórnarskrár skilorðs- bundna heimild til þjóðarat- kvæðis, þ. e. a. s. veita tiltekn- um aðilum svo sem ákveðinni tölu þingmanna eða tilteknum fjölda kjósenda, rétt til að krefjast þjóðaratkvæðis um nán ar tilgreind lög eða lagafrum- vörp. Úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar geta ýmist verið ákvarðandi um gildi þeirra laga eða lagafrumvarpa eða aðeins til leiðsagnar fyrir löggjafann. í þessum tilvikum byggist bein þátttaka kjósenda í lög- gjafarstarfi — hvernig svo sem henni er nánar fyrir komið — á stjórnarski'ár ákvæðum. En auk þess mun sums staðar tíðk- ast, að svo sé fyrir mæli í ein- stökum lögum, að þau skuli ekki koma til framkvæmda eða jafnvel ekki öðlast gildi, fyrr en þau hafa verið samþykkt við þjóðaratkvæðagreiðslu. • Hér á landi hefur kveðið lítið að þjóðaratkvæði. Samkvæmt stjórnarskránni er þó skylt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um löggjafai-mál í tveimur til- vikum. í öðru tilvikinu er um að ræða þjóðaratkvæðagreiðslu LITIÐ í BÆJARBLÖÐIN BRUNAVARNIRNAR í SAMKOMUHÚSINU NOKKURT umtal hefur oi'ðið i vegna Fokdi'eifagreinar í Degi, i 9. tbl. um bi'unavamir í Sam- komuhúsinu á Akureyri. Ekki var það ætlunin að hræða leik- húsgesti með greinarkorninu, heldur voru þar almenn varnað ax-orð sögð um svo hættulegt ástand, að þess er lítil von, að komast hjá alvarlegustu slysum (Framhald á blaðsíðu 7). FARINN AÐ SKILJA I LOKSINS er Kristján ritstjóri 1 og skáld frá Djúpalæk farinn að ! skilja Dag, samkvæmt nýlegri ! yfii-lýsingu í „Verkamanninum“ I og kemst hann samstundis að É þeirri niðui'stöðu, að blaðið \ muni „varðveitast lengur en ís- \ lenzk tunga sé töluð." Má í : þessu sambandi segja, að betra I sé seint en aldrei, og mun nú \ mega vænta þess eftirleiðis, að | ritstjórinn þui'fi ekki of mikið \ að treysta á skáldfák sinn þegar : hann vill eiga ox-ðaskifti við Dag É um landsins gagn og nauðsynj- i ar. { SKILUR EKKI ENNÞÁ i OLGEIR LÚTHERSSON helg H ar Degi smági'ein í sama „Verka I manni“ og þykir honum ritstjóri \ Dags hafa talað með fyrirlitn- I ingu um gróðurlaus lönd. Sem i góður lesandi Dags og góður É bóndi að auki hlýtur Olgeir að 1 hafa tekið eftir því, að ekkert É íslenzkt blað hefur oftar bent á É nauðsyn þess að íslendingar É bygggi landið allt, sem bygggi- | legt er, nytja gæði þess og auki i þau með ræktun í stórum stíl. É Ætti bóndinn því að snúa her- | för sinni í aðra átt, sem unnandi É lands og landnáms. VIÐ SAMA HEYGARÐSHORNIÐ f NÝLEGU tölublaði „íslend- ings“ segir að „hvatvísir“ og „rasgjarnir“ menn í bæjarstjórn hafi látið „gabba“ sig til „að stíga stórt skref aftur á bak í al- mennri þjónustu“ með því að loka sjoppunum. Hér, sem ann- ars staðar rekur íslendingur i hornin í góð mál — telur það É stórt skref aftur á bak, sem vak- i ið hefur athygli um land allt, i sem fyrirmynd. Það virðast álög É á „íslendingi" að geta tæpast i unnt góðum málum framgangs. é Verða greinar hans því mjög oft i neikvæðar, ef þær hafa einhver é áhrif. é MYNDARLEGA Á MÁLUM TEKIÐ í „VERKAMANNINUM,“ | sem út kom 15. þ. m., er skopast i að því að Dagur reyni að vinna \ gegn áfengisbölinu. Gefur i „Verkamaðurimi“ í skyn, að \ þetta kunni að valda stórkost- I legri aukningu áfengiskaupa. Á i þennan hátt tekur blaðið á j áfengisvandamálinu. Sama blað i birti í sumar sæmilega glögga 1 viðvörun til leigubifreiðastjóra í bænum, um að áfengisútsöl- unni yrði lokað á 100 ára af- mæli bæjarins! BRÆÐUR f ANDA „ÍSLENDINGUR" og „Verka- maður“ sem út komu 15. þ. m. bera það með sér, að ritstjóram ir hafa lesið leiðara síðasta Dags þar sem þeirri ábendingu er komið á framfæri, að æskulýðs- ráð Akureyi-arkaupstaðar og stjómir félagsheimila í ná- grannasveitum taki höndum saman um úrbætur á samkomu- haldi. En hvað leggja svo rit- stjórarnir til málanna? Þeir birta báðir eina setningu úr leið aranum til hái'togunar! En á málefninu virðast þeir ekki hafa áhuga að öðru leyti. um lagafrumvarp, sem horfir til breytinga á kii'kjuskipuninni, sbr. 2. mgi'. 79. gr. og 62. gr. stjskr. I hinu tilvikinu er um að tefla lög, sem foi'seti hefur synjað staðfestingar samkvæmt 26. gr. stskr. Á hvorugt þessara tilvika hefur reynt í fram- kvæmd, og hefur þjóðarat- kvæðagreiðsla aldrei farið fram samkvæmt þeim. Engin ákvæði exu til í stjómarskránni um skilorðsbundna heimild til þjóð- aratkvæðis. Hafa slík heimildar- ákvæði aldrei vei'ið í íslenzku stjórnarskránni. Það er að ýmissa dómi illa farið, að þjóðaratkvæði skuli ekki vera notað hér meir en raun ber vitni. Eru sumir þeirr- ar skoðunar, að við getum þar lært af þeim þjóðum, sem áður eru nefndar. Hér skal að svo stöddu enginn dómur á það lagð ur, hvor.t aukin notkun þjóðar- atkvæðis muni henta hér á landi. En það er ástæða til að taka það efni til rækilegrar rannsóknar. Og það er vissulega athugandi, hvort ekki sé rétt að breyta hér um stefnu og nota þjóðaratkvæði meira í framtíðinni en að undanfömu til þess að kanna afstöðu lands- manna til mikilvægra þjóðmála. Þjóðaratkvæði getur, ef vel tekst til, verið mikilsverður þátt ur í lýðræðislegum stjórnarhátt- um. Má raunar segja, að í því sé fólgið hið fyllsta lýðræði að veita kjósendum þannig beina þátttöku I löggjafarstarfi. Það virðist að minnsta kosti full- komin ástæða til að athuga, hvort ekki sé skynsamlegt að taka upp í stjórnarskrána skil- orðsbundna heimild til þjóðarat- kvæðis. En þá rís sú spurning, : hverjum nánari skilyrðum sú ! heimild eigi að vera bundin. Og j þegar hér á að athuga mögu- | leika til aukinnar notkunar j þjóðaratkvæðis, þarf margs að \ gæta. Það þarf meðal annars ; að kynna sér löggjöf og reynslu é annarra þjóða í þessu efni. Það : þarf að átta sig á, hvort heppi- é legra sé, að þjóðaratkvæði sé á- \ kvarðandi eða aðeins ráðgef- É gndi. Enn fremur er spurning- i in, hvaða aðilar eigi að hafá I rétt til að krefjast þjóðarat- É kvæðagreiðslu, svo sem fyrir- É höfn, kostnaður, dreifing ábyrgð = ar o. fl., o. fl.“ : Olafur Jóhannesson hafði É framsögu í þessu máli 6. febr. Í sl. og var tillögunni þá vísað til É allsherjarnefndar sameinaðs Í þings til athugunar. □ { Mesta bílaland Evrópu | SVÍÞJÓÐ er mesta bílaland Í álfunnar, þar er einn bill fyrir É hverja 6 íbúa. Þar næst kemur Í Frakkland með 7 íbúa um I hvern bíl, þá Lúxemborg 8, É Bretland 9, Danmörk, V-Þýzka- | land og Sviss með 10, Belgía 11 É og ísland 12. Tölur þessar eru i frá 1961, nema hvað ísland É snertir frá 1960, En síðan hefur É mikið verið flutt inn af bílum og er trúlegt að hlutfallið hafi breytzt. □

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.