Dagur - 20.02.1963, Blaðsíða 8

Dagur - 20.02.1963, Blaðsíða 8
8 Fékk kampsel og mink Nemendur Barnaskóla Akureyrar hlutu 30 verðlaun af 42, sem Menningarsjóður veitti fyrir teikn- ingar íslenzkra skólabama. 1100 böm frá 67 skólum tóku þátt í samkeppninni. — Teiknikennari Barnaskólans var Einar Helgason. Er hann hér ásamt nemendum sínum. En myndin var tekin í hátíðasal skólans á laugardaginn, eftir að skólastjórinn, Hannes J. Magnússon, hafði, við hátíðlega athöfn, afhent bömunum verðlaunin og Einari gjöf frá skólanum í viðurkenningarskyni fyrir kennslu hans góðan árangur nemenda hans í samkennslu lians, sem bar svo ágætan árangur. (Ljósmynd: E. D.) Fréttir frá Búnaðar þingi BÚNAÐARÞING situr á rök- stólum í Reykjavík um þessar mundir. Ketill Guðjónsson bún- aðarþingsfulltrúi Eyfirðinga hef ur orðið við þeim tilmælum að segja fréttir af störfum þess. Búnaðarþing var sett í Rvík laugardaginn 9. febrúar. Forseti þingsins var kosinn Þorsteinn Sigurðsson bóndi Vatnsleysu, formaður Búnaðarfél. íslands, Skrifarar Jóhannes Davíðsson Hjarðardal og Sveinn Jónsson Egilsstöðum. Kjörbréfanefnd Var kosin til að athuga kjörbréf hinna nýkjörnu fulltrúa og taldi hún þá alla hafa rétt til setu á Búnaðarþingi næstu 4 árin. í setningarræðu sinni gat formaður Búnaðarfélags íslands ýmissa mála, sem lögð yrðu fyr- ir þetta þing til athugunar og ályktunar og einnig hvernig horfurnar væru varðandi hin ýmsu málefni landbúnaðarins sem stæði. Ingólfur Jónson Landbúnaðar ráðherra flutti ávarp í þingbyrj- un og árnaði þinginu heilla í störfum og íslenzkum landbún- aði farsældar á komandi árum. Nú hafa verið lögð fram á þinginu 23 mál. Einnig hafa ver- ið flutt erindi og sýndar kvik- myndir. Þar á meðal flutti Dr. Halldór Pálsson búnaðarmála- stjóri skýrslur um störf Búnað- arfélags íslands á liðnu ári. Var hún mjög glögg og þar minnst NEMENDASKIPTI HINGAÐ til lands munu í sum- ar koma til ársdvalar nokkrir unglingar frá Bandaríkjunum í nemendaskiptum á vegum kirkj unnar, en aðrir fara utan frá ís- lenzku kirkjunni eins og áður. Æskulýðsfulltrúi kirkjunnar, séia Ólafui' Skúlason beinir hingað þeirri fyrirspurn, hvort nokkurt heimili á Akureyri muni vilja taka einn ungling. Hann myndi vera á aldrinum 16—18 ára og ganga hér í skóla. Nánari upplýsingar gefa sóknar prestar. □ ýmissa viðkvæmustu vanda- mála íslenzks landbúnaðar og þeim gerð nokkur skil á athygl- isverðan hátt. Búnaðarþing hefur nú þegar afgreitt nokkur mál. Þar á með- al erindi Framleiðsluráðs land- búnaðarins um auknar leiðbein- ingar í mjólkurvinnslu og mjólk urmeðferð. Ályktun þingsins hljóðar svo: „Búnaðarþing mælir með og leggur áherzlu á að ráðinn verði svo fljótt sem fært er, ráðunaut ur í mjólkurmálum hjá Búnað- arfélagi íslands. Felur þingið stjórn Bí að fara fram á sér- Stakt fjárframlag í þessu skyni.“ Þá var afgreitt erindi frá sýslunefnd A,- Húnavatnssýslu um hækkun á hundaskatti. Búnaðarþing mælti með því að lögum nr. 7 frá 3. febr. 1953 yrði breytt og árlegt gjald af hundum búfjáreigenda, svo og minkahundum, dýrhundum og sporhundum yrði kr. 30,00, en af öðrum hundum kr. 500,00. Út af ei'indi fulltrúafundar bænda í A.- Skaftafellssýslu og Búnaðarfélags Kirkjubæjar- hrepps um tjón af völdum grá- gæsa. Samþykkti Búnaðarþing eftirfarandi ályktun: „ Búnaðarþing felur stjórn Bí (Framhald á blaðsíðu 2). UM HELGINA fóru margir á sjó. Einn þeirra var Gústaf Karlsson, Hafnarstræti 2, Akur- eyri. Hann elti kampsel í fjórar klukkustundir og skaut hann síðan. Þetta var vænn og falleg- ur selur. Spikið vóg 180 pund en kjötið 146 pund. Selurinn mun hafa verið 3—4 ára og ák- aflega sver. Hann bætir, að sögn, einu hári í kampinn fyrir hvert ár. Ýmislegt frá Ðalvík Dalvík, 18. febr. Veðráttan er frábær og flutningar á landi auðveldir í vetur. Róðrar hófust snemma í jan- úar og voru gæftir þá góðar, en í seinni hluta mánaðarins og fram í febrúar voru gæftir stop- ular. Sl. haust keypti Helgi Jak- obsson o. fl. 18 lesta bátinn Dröfn. Nú hefur Sverrir Svein- björnss. o. fl. keypt mótorbátinn Faxa, sem er 15 smálestir. Fimm dekkbátar stunda veiðar nú og fjórir eru búnir ag taka þorskanetin. Afli hefur verið misjafn. Margrét fékk þó 10 tonn í 25 net í einni lögn og er það sjaldgæfur afli. Björgvin kom í korgun með 40 tonn eftir 6 veiðidaga og var búinn að leggja upp 38 tonn áð ur. Heildaraflinn á Dalvík frá áramótum er 320 tonn. Mest af þeim afla hefur farið til fryst- ingar. Mánafoss kom hér í gær með 90 tonn af vörum, sem einkum var símajarðstrengur, er lagður verður frá Dalvík til Hörgár. □ f sömu ferðinni sá Gústaf minnk í fjörunni, í landi skóg- ræktarinnar, austan fjarðar. Fór hann þá í land, en minnkui'- inn skauzt inn í urðina. Maður- inn gekk þá lítinn spöl í fjör- unni og sá þá minnkaslóðir. Á Básnefi tyllti hann sér sem snöggvast niður til að blása mæðinni. En ekki var hann fyrr seztur, en minkur hleypur, svo að segja undan fótum hans, og í sjóinn. Synti hann um 30 faðma norður með fjörunni en fór þar upp á stein. Þar endaði hans Saga. Þetta var stór og feitur kai'l-rninkur. Áður var frá því sagt, hér í blaðinu, að Gústaf skaut mink á lóðinni hjá sér í vetur. Um daginn kom hann út að kvöld- lagi og stóð þá minkur, og það all borubrattur, á tröppunum við bakdyrnar. Sá á holu í kant inum þar framan við og er ekki ónáðaður, því að hann hefur eytt öllum rottum á töluverðu svæði. Betra er að hafa einn mink en hundrað rottur, segir húseigandi. □ Ætla að stækka sam- komuhúsið Laugum, 18 febr. Á laugardag- inn hélt ungmennafélagið Efl- ing í Reykjadal þorrablót á Breiðumýri. Var það fjölsótt. Blótgestii' höfðu með sér þorra- matinn, bæði mikinn og góðan, sem hafður var í trogum, að gömlum sið. Söngur upplestur, getraunir o. fl. var til skemmt- unar undir borðum, en síðan var dansað af miklu fjöri lengi nætur. Sunnudaginn 10. febrúar var haldið eins konar þorrablót að Laugum. En þá var því um leið fagnað, að allir mislingasjúkling ar skólans voru heilir orðnir. En fast að fimmtíu nemendur höfðu tekið veikina. Héraðs- læknir og hjúkrunarkonur, sem veitt höfðu ómetanlega aðstoð á meðan veikindin herjuðu í skólanum, voru meðal boðs- gesta. Þar voru mörg skemmtiat- riði, bæði aðfengin og heima- tilbúin. Á aðalfundi ungmannaféags- ins Eflingar, 2. febrúar, sam- þykkti félagið að beita sér fyi'- ir viðbyggingu við samkomu- húsið á Breiðumýri og gera endurbætur á því. Hefur félag- ið nú leitað til hreppsnefndar- innar með þetta mál, og fengið þar hinar beztu undirtektir. Skipuð hefur verið sameiginleg framkvæmdanefnd, og tilkynnt hefur verið um fjárframlög og gjafavinnu, máli þessu til stuðn- ings. □ Golþorskur, en of lítið af honum Ólafsfirði, 18. febr. í dag eða á morgun verður farið út með fyrstu netin. Aflinn á línu, hef- ur ekki verið mikill, 4—5 tonn í róðri, en allt golþoi'skur. Sjó- menn hafa von um, að tími sé til þess kominn að veiða í net.Q Fóru upp um vakir Reynihlíð, 18. febr. Hér eru all- ir á kafi í skattinum og líta varla upp. Ber fátt til tíðinda. í sambandi við fréttir um sil- ungsdauða í Höfðavatni, skal þess getið, að veturinn 1921 eða 1922 var fremur þunnur ís á vatninu, framan af vetri. Svo gerði asahláku. Kom þá nokkuð af silungi upp um vakir og göt á ísnum og varð svo samfrosta við ísinn. Ekki man ég' að þetta hafi skeð nema í þetta eina skipti. Veturinn núna er svipað- ur og 1929. Þá var snjólaus jörð. Og fé var sleppt síðasta dag Góu. En síðan kom snjór og hélzt lengi. Þá voru kuldar suður í Evrópu. □ Samgöngur í vctur Raufarhöfn, 18. febrúar. í vetur hefur verið haldið uppi bílferð- um milli Raufarhafnar og hefur gengið ágætlega, vegna þess hve snjólétt er og tíðin góð. Ferðir þessar eru farnar 1—2 í viku og er hér um vöruflutninga að ræða. Tveir bátar róa en fá fremur lítinn afla. Trillurnar eru enn Nýr kaupfélagsstjóri hefur verið ráðinn, og er það Jóhann Jónsson, áður kaupfélagsstjóri á Þórshöfn. Jón Árnason, sem verið hefur kaupfélagsstjóri, mun veita forstöðu síldarsöltun- arstöðvunum Borgum og Haf- silfri. Goðafoss tók hér síðustu síld- ina, 1000 tunnur til Bandaríkj- anna. En mikið af mjöli og lýsi er ennþá eftir. í mest allan vet- ui' hefur síldai'mjölið verið mal- að upp, til að fá við það betri vöru og eftirsóttari. □ Ljótur mumisöfnuíSiur í Kinn Ófeigsstöðum, 18. febr. Flestir menn hér, hafa það fyrir stafni, ásamt nauðsynlegustu störfum, að bölva hinum nýju skattalög- um, og eru til þess all fúsir. Launamiðarnir voru sendir á hvert heimili, og hafa ekki sézt þar áður, en sektum hótað, jafn vel tukthúsi, ef ekki er útfyllt og frágengið fyrir vissan dag. Mislingum er að mestu lokið hér. Þeir eru aðeins á einum bæ og á tveim bæjum í Aðaldal. Þeir hafa ekki höggvið skarð í raðir fólksins, eða skilið eftir sig neinar hörmungar. Elztu menn muna ekki betri tíð. Snjóföl er á jörðu en allir vegir færir, sem á sumardegi. Þó er Fljótsheiði ekki farin nú, vegna svellbunka vestan í heið inni. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.