Dagur - 29.01.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 29.01.1964, Blaðsíða 2
2 ÁfSi Ákureyrarfogaranna 1963 ÞANN 10. þ. m. lézt á Fjórö- ungssjúkrahúsinu á Akureyri Sigurður Bjarnason frá Sval- barði við Dalvík. Sigurður var fæddur 14. ágúst 1881 að Lækj- arbakka á Ufsaströnd. Foreldr- ar hans voru Bjarni Þorvalds- son Jónssonar og Rósa Vorms- dóttir Símonarsonar Beck. Kona Þorvaldar Jónsonar og mcðir Bjarna í Lækjarbakka var Þuríður Bjarnadóttir bónda og skálds að Þorleifsstöðum frá 1829—1843 og á Hóli frá 1805— 1829. Báðar þær jarðir í Svarf- aðardal skammt sunnan við Urð ir og báðar kotbýli í þá daga vegna landþrengsla, um tún, engjar og haglendi. Kona Bjarna skálds Jónssonar var Guðrún Olafsdóttir. Bæði eru þau hjónin í prestsþjónustubók frá þeim tíma talin ágætlega að sér um kristindómsþekkingu og lestrarkunnáttu svo og siðgóð og heiðvirð. Þessi merku hjón Bjarni skáld og Guðrún Ólafs- dóttir eiga nú marga afkomend ur. Meðal þeirra voru þeir Hær ingsstaðabræður, synir Bergs Bergssonar og Guðrúnar konu hans Pálsdóttur. Hélt og Páll Bergsson kaupmaður, sem var elztui’ þeirra bræðra, uppi nafni Bjarna skálds langafa síns og gaf einum sona sinna Bjarna- nafnið. Þetta er að vera ættræk- inn á gamla íslenzka og þjóð- lega vísu. Þetta er að kunna að meta „ástkæra ylhýra málið“. Með því líka að hin hánorrænu mannanöfn falla ætíð prýðilega vel að íslenzkri tungu. Bjarni Þorvaldsson var tvígiftur, átti fyrst Guðlaugu Gunnlaugsdótt- ur frá Hrafnsstaðakoti. Vor eitt kom Bjarni heim úr hákarla- legum. Lá þá hin unga kona hans á líkbörum og tvö börn þeirra hjóna. Ætla má að heim- koman hafi orðið Bjarna minn- isstæð. Eigi miklu síðar kvænt- ist Bjarni Rósu Vormsdóttur. Þau bjuggu í Lækjarbakka frá 1879—1911. Býlið Lækjarbakki var byggt í Ufsalandi og þröngt og takmarkað á allar hliðar. Var þess því engin von að fjöl- skyldumaður gæti bjargazt af nytjum þess. Bjarni Þorvalds- son hlaut því að sinna sjó- mennsku jöfnum höndum og líklega öllu fremur en landbún- aði. Hann var allmikill vexti og þrekmaður og kominn var hann á gamals aldur þegar hann gekk yfir Unadalsjökul eða alla leið- ina vestan úr Unadal og norður að Atlastöðum í Svarfaðardal. Man ég vel að faðir minn undr- aðist þol og vaskleik Bjarna, svo gamall maður sem hann var þá orðinn. Rósa Vormsdóttir, húsfreyjan á Lækjarbakka var ágætlega gefin, greind í bezta lagi, enda hagmælt á bundið mál, dugleg, þrifin og hverjum manni góðviljuð og einhver fyr- irmennsku- og rausnarblær yfir framkomu hennar og fasi. Börn þeirra Bjarna og Rósu voru fimm, er upp komust. Veit ég að nafngreina þessi, þó ekki verði í réttri aldursröð: 1. Jón Bjarnason, lézt ókvænt- ur og barnlaus. 2. Sigríður Bjarnadóttir. Giftist ekki. Varð ekki gömul. 3. Kristín Bjarnadóttir. Giftist Jóhanni Pálssyni frá Bakka- gerði í Svarfaðardal. Bjuggu í Unadal að Spræná (nú í eyði) og Bjarnastaðagerði í sömu sveit. Eignuðust ábýli sitt og björguðust ágætlega. Hafa síðan verið búsett í Hofsós og búið þar í eigin húsi. 4. Guðlaug Bjarnadóttir. Giftist Sveini Sigmundssyni bónda á Bjarnastöðum í Unadal. Bjuggu lengi á Grundarlandi í sömu sveit. Fluttu því næst til Hofsós og vegnaði ætíð vel. 5. Sigurður Bjarnason, — gam- all góðvinur minn, — átti Kristínu Jóhannsdóttur frá Háagerði á Ufsaströnd. Móð- ir Kristínar og kona Jóhanns var Kristín Friðleifsdóttir, systir Gunnlaugs lengi bónda á Karlsá Friðleifssonar Jónssonar. Flestir þeir menn sem komnir eru á efri ár hér í Svarfaðardal, muna eftir Gunnlaugi á Karlsá, þessu sérkennilega burða trölli og sægarpi, hjálpfúsa dreng- skaparmanni, sem á stundum var kvaddur til ferðar þegar mest lá við að vel mætti tak- ast. Ef marka má Bændatal í Svarfaðardal, sem hér liggur fyrir framan mig, þá hafa þau hjónin Sigurður Bjarnason og Kristín Bjarnadóttir búið í Háa- gerða frá 1911—1932. Létu þá af búskap og byggðu íbúðarhús skammt utan við Brimnesána ,og nefndu Svalbarð. Háagerðí er lítið býli og enginn var þess kostur fyrir fjölskyldumann að lifa þar af landsnytjum einum. Sigurður varð því annað veifið á sjó til aflafanga og efnahags- afkoman eftir öllum vonum. Kristín húsfreyja atorkusöm og hagsýn í bezta lagi og kunni vel með verðmæti að fara og raunar af því bergi brotin. Bæði voru þau hjónin góð heim að sækja og gestrisin og greiða- söm svo að orð fór af. Skutu á stundum skjóli yfir einstæða menn og umkomulitla og bjuggu svo vel um að til gagns og gæfu dró. Sigurður Bjarnason var greind- ur maður að náttúru, bókhneigð ur og hafði lesið margt iiinna betri bókmennta. Gamansamur og viðræðugóður, hafði ég því ætíð mikla skemmtun af að hitta hann að máli. Hann var alblindur nokkur síðustu ævi- árin. En alltaf hafði ég jafn- gaman af að heimsækja hann, sitja á tali við hann og njóta frásagna hans, ástúðar og kynna. Var og nokkuð jafnt á komið með okkur um margt. Við vorum fæddir á svipuðum tíma, vorum báðir bændasynir. Hvorugur hafði í skóla gengið. Og báðir um flest barizt í bökk- um í sömu sveit. Kristín Bjarna dóttir, ekkja Sigurðar Bjarna- sonar er enn hress og sístarf- andi. Hefir ætíð verið hófsöm, bæði í blíðu og striðu, og jafn- væg í skapi. Hún er enn ráð- deildarsöm og hagsýn og hún er enn gestrisin og góðviljuð. Börn þeirra Sigurðar Bjarna- sonar og Kristínar Jóhannsdótt- ur eru þessi: 1. Friðleifur Sigurðsson, smið- ur. Kvæntur Aðalheiði Árna- — dóttur. Búsett á Dalvik. 2. Jóhann Sigurðsson, sjómað- ur. Kvæntur Ester Lárus- dóttur. Búsett á Akureyri. 3. Rósa Sigurðardóttir, ekkja eftir Harald Ólafsson mat- reiðslumann. Búsett á Sval- barði við Dalvík. 4. Sveinn Sigurðsson, sjómað- ur. Ókvæntur. Býr nú með móður sinni á Svalbarði. HAPPDRÆTTI OG SPÁ- SAGNIR GERA verður ráð fyrir því, að flestir þeir, sem línur þessar lesa, hafi hlýtt á erindi Andrés- ar Kristj ánssonar ritstjóra, sem hann flutti hinn 20. janúar sl. í útvarp. Ræddi hann þar happ- drættisástríðu þá, sem gripið hefir þjóð vora. Það eru engin undur, þótt ís- lendingum þyki gaman að happ- drætti. „Hvert á barninu að bregða nema beint í ættina?“ Forfeður vorir, víkingarnir, stunduðu happdrætti af miklu kappi til að afla sér fjár. Þeir rændu, hvar sem þeir gátu. Hve margir þeirra yrðu drepnir, gátu þeir ekki vitað. Víst er um það: Ekki komu allir aftur, sem létu úr höfn og lögðust í víking. Reyndar veit enginn það enn, sem stígur upp í farartæki til að ferðast' í ■ lofti, -Á ■ legi- eða láði„ hvort hann komist lifandi os* limaheill úr því aftur. Mörg og tíð eru slysin, þó að vonin, þessi spákona mannshugans, spái jafnan fararheill og afturkomu. Ekki rætast þó alltaf spár henn- ar. Enginn ber brigður á það. Sjálfsagt muna fleiri en ég, að „Dagur‘ flutti nokkra spá- dóma á síðastliðnu vori. Ekki voru þeir runnir undan ritstjóra rifjunum, heldur komnir hand- an yfir, skildist mér. Meðal þeirra man ég þessa bezt: „Sum- arið verður hlýtt. Þjóðkunnur maður hverfur og verður mikil leit að honum.“ Ég er ekki í hópi þeirra heit- fengu manna, sem kallað hafa sumarið hlýtt, ef nokkrir hafa gert það. Ég hefi engan heyrt gera það enn. Það snjóaði í hverjum mánuði á fjöll, stund- um niður í byggð, og klykkt var út með stórhríðum og fannfergi, meðan stóð á fjallleitum. Ekki minnist ég þess heldur, að nokkur þjóðkunnur maður týndist, sem mikil leit yrði að. Finnst mér því fremur lítið til slíkra spádóma koma, en þó hef- ir málið alvarlega hlið. Margir stunda það happdrætti, Kaldbakur 354 úthaldsdagar, afli 2.806.957 kg., veiðadagar 223 afli pr. veiðidag 12.587 kg, veiðiferðir alls 20, þar af siglt 5 ferðir. Svalbakur 367 úthaldsd., afli 2.593.722 kg., veiðidagar 239, afli pr. veiðidag 10.830 kg., veiðiferðir alls 21, þar af siglt 5 ferðir. Harðbakur 226 úthaldsdagar, afli 1.613.569 kg., veiðidagar 144, afli pr. veiðidag 11.205 kg., veiðiferðir alls 13, þar af siglt 5 ferðir. Sléttbakur 164 úthaldsdagar, afli 1.120.622 kg., veiðidagar 110, afli pr. veiðidag 10.210 kg., veiði ferðir alls 9, þar af siglt 1 ferð. Hrímbakur 223 úthaldsdagar, afli 1.602.986 kg., veiðidagar 144 afli pr .veiðidag 11.110 kg., veiði ferðir 14, þar af siglt 4 ferðir. Á árinu fór fram 12 ára flokk unarviðgerð á Harðbak og 16 ára flokkunarviðgerð á Slétt- bak. Ráðstöfun afla: Selt í Bretlandi í 15 söluferð- að þeir leggja trúnað á orð og kenningar, sem sagt er að fram- liðnir flytji með hjálp miðla eða manna, sem þeir eiga að hafa samband við. Svo sterk er trúin á þetta, sem þannig er flutt, að margir gleypa við því sem hei- lögum sannleik og reyndar miklu betur en honum. Ekki skal ég bera á móti því, að það er mikið og merkilegt samræmi — á vissu sviði — í því flestu eða öllu, sem sagt er ritað ósjálfrátt eða flutt af vör- um miðla. Guðdómi Drottins vors Jesú Krists, að hann sé einkasonur eða eingetinn sonur Guðs, er neitað, sömuleiðis frið- þæging hans og endurlausn, og kenningu hans um eilífa glötun má kalla að sé neitað skilyrðis- laust. Boðskapur biblíunnar um Krist og boðskapur andanna um Krist eru þannig ósættanlegar pndstæður. • ; Mér verður sagt, ef til vill, að ég eigi að trúa nýjum kenning- um betur en gömlum, einkan- lega vegna þess að þær séu flutt ar af fólki, sem biðji fyrir sjúk- um og jafnvel geri kraftaverk. Kristur læknaði og gerði krafta- verk. Enginn vafi leikur á því. „Er þá nokkur munur á þessu“, spyr fólk. Sá meðal annars, að engir af spádómum Krists bregð ast. Hann sagði fyrirfram. að hann mundi rísa upp frá dauð- um. Hann gerði það og staðfesti þannig kenningar sínar, að eng- inn leikur það eftir honum. Hann kenndi meðal annars í Fjallræðunni, að margir munu segja við hann: að þeir hafi kennt, spáð og gert kraftaverk með nafni hans. Samt segir hann við þá: „Aldrei þekkti ég yður; farið frá mér þér, sem fremjið lögmálsbrot.“ Eitt af því, sem lögmálið bann aði, var að leita frétta af fram- liðnum. Sérhver, sem leitar slíks sambands, er því sekur um lög- málsbrot. Spádómar, kenningar, kraftaverk og lækningar, sem flutt er og framkvæmt vegna sambands við framliðna menn eða anda, er því flutt og fram- um 1.812.432 kg. og selt í Þýzka landi í 5 söluferðum 690.935 kg., samtals 2.503.367 kg. Losað á Akureyri: Til Ú. A. 7.103.694 kg., úrg. í Krossanes 116.980 kg., samtals 7.220.674 kg Selt á öðrum stöðum innanlands 13.815 kg. Framleiðsla og útflutningur: Útflutt og selt: 58.328 ks. eða 1.472 smál. freðfiskur, 125 smál. skreið, 178 smál. óv. saltfiskur, 16 smál v. saltfiskur, 109 smál. lýsi. Birgðir 31. des ca. 9.416 ks. eða 243 smál. freðfiskur, 105 smál. skreið, 0 smál. óv. salt- fiskur, 50 smál. v. saltfiskur, 31 smál. lýsi. (Fréttatilk. frá Ú. A.). ÚTIBÚ K.E.A. f HRÍSEY I GÆR opnaði Útibú K.E.A. í Hrísey verzlun sína í nýjum húsakynnum. — Verður nánar sagt frá því í næsta blaði á laug- ardaginn. D kvæmt í óþökk Jesú Krists, Drottins dauðra og lifandi manna, fyrst það kostar útskúf- un frá honum. Þetta er kenning Jesú sjálfs, ekki mín. Vilji því einhver reiðast þessu, þá verður hann að reiðast Kristi, ekki mér. Ég ber ekki ábyrgð á Fjallræðu Krists fremur en bréfmiðinn á boðskapnum, sem skráður er á hann. Ábyrgð mín er sú að breyta í engu boðskap Drottins og að flytja öðrum hann, hvern- ig svo sem þeir taka honum. Áður nýtt sumar rennur upp, verða liðin fjörutíu og átta ár, síðan ég sem syndugur maður leitaði fyrst á fund Krists til að' fá fyrirgefning hans og kraft hans til að sigra syndir mínar og freistingar. Fjörtíu og átta ár eru nægur tími til að kynn- ast einhverjum. Mér hefir reynzt Drottinn Jesús áreiðan- le^ur, orð hans óbrigðul. Mér' er 'trúln á biblíuna og Krist biblíunnar ekkert happ- drætti, nema þá sú trú sé það happdrætti, sem gefur öllum, sem eignast hana, vinninginn stóra: Eilíft líf, sem er þekking á Guði og syni hans Jesú Kristi. „Ég gef þeim eilift líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast", sagði hann. Þetta er fyrirheit hans til þeirra, sem treysta hon- um og lilýða. En trúin á spásagnir, sem ekki rætast nema sumar, eða trúin á kenningar, sem afneita kenning- um Krists, hún er happdrætti, sem hættulegra er en happ- drætti víkinganna forðum. Krist ur sagði: „Ég er vegurinn, sann- leikurinn og lífið. Enginn kem- ur til Föðurins nema fyrir mig.“ Ég bið ykkur, mínir kæru sam borgarar og aðrir lesendur, að fela sálir ykkar og líf Kristi á hendur, en snúa ykkur frá öllu því, sem honum er vanþóknan- legt, — þar með talið samband og sambandsleit við framliðna menn og trúin á þær kenningar, sem gagnstæðar eru kenningu Krists. S. G. J. Gamall Svarfdælingur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.