Dagur - 29.01.1964, Blaðsíða 5

Dagur - 29.01.1964, Blaðsíða 5
 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsiugar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Gæiuleysi sfjórnarinnar STUTTU eftir að Alþingi kom sam- an til framlialdsfunda eftir áramótin, lagði ríkisstjórnin fram frumvarp til að bjarga sjávarútveginum úr bráð- um háska. í því felast 210—240 millj. krónu nýjar álögur á.almenning, í hækkuðum söluskatti og fl. Mönnum kemur þetta undarlega fyrir sjónir eftir metaflaár, og eftir þeirri kenn- iiigu „viðreisnar“-höfundanna, að með hinni nýju efnahagsstefnu, sem fylgt hefur verið síðustu árin, væru slíkar ráðstafanir með öllu óþarfar. Fullyrðingar um, að erfiðleikar út- gerðarinnar nú, stafi af 15% kaup- hækkuninni frá því í desember, er algerlega út í hött. Boðskapur stjóm- arinnar síðustu vikur og raunar mán- uði um, að nýjar „ráðstafanir“ væru nauðsynlegar ef kaupið hækkaði, vora meira og minna dulbúnar og opinberar hótanir, sem náðu há- marki með lögbindingarfrumvarp- inu fræga, sem stjórnin varð síðan að draga til baka. Henni þótti þá reisn sín lítil og virðist hafa sviðið það sárast að hopa fyrir samtökum al- ntennings og stjórnarandstöðunnar. Tekjuafgangur ríkissjóðs undanfar- in ár nemur mörgum hundruðum milljóna króna og hefðu getað mætt hinum nýju „nauðþurftum". En hversvegna þá, að taka aftur nýfengn- ar kjarabætur af almenningi að nokkru og egna enn til ófriðar með nýjum sköttum? Forsætisráðherrann hefði átt að vera reyn/Iunni ríkari í þessu efni. Hann ætti einnig að hafa fengið nýj- an og betri skilning á því, að þessu landi er ekki hægt að stjórna farsæl- lega í djúptækri andstöðu við hin fjölmennu samtök vinnandi fólks í landinu, þótt því væri haldið fram af honum og ílokksræðrum hans á vinstrastjómartímabilinu, að það væri vanvirða við hið háa Alþingi að hafa þann hátt á. Því miður virðist reynsla ráðherrans enn ekki standa djúpt, því nýlega sagði liann, og þá í sambandi við hinar nýju viðreisnar- ráðstafanir „viðreisnarinnar“, að það væri „æskilegt, að áhrif af kauphækk unum lýsi sér í framkvæmd, svo að mönnum lærist af reynslunni.“ Gæfu leysi núverandi stjórnarvalda og Jtrákelkni í því, að lialda enn áfram á sömu stefnu, þótt hún hafi beðið skipbrot, leggur enn þunga bagga á þjóðfélagsþegnana. Með þessum síðustu ráðstöfunum, eru fjárlög yfirstandandi árs í þrennu lagi og samanlögð gjaldheimta sam- kvæmt þeim, orðin 3 milljarðar króna. □ Frá v. Sæmundur Bjarnason og frú Guðrún Jónsdóttir kennarar, Hrefna Ferdinantsdóttir, Anna Sverrisdóttir, Sigrún B. Jóhannesdóttir og Jóhannes Óli Sæmundsson skólastjóri. (Ljósm. E. D.) Nýfl mennlðsetur á Þelamörk í Eyjafirði (Framhald af blaðsíSu 8) áðui' er sagt, á aldrinum 8—13 ára. Þar sem fregnir höfðu borizt um, að kennsla væri hafin af fullum krafti í hinum nýja skóla, ekki bólaði á opinberri skólavígslu eða öðru kærkomnu tækifæri blaðamanna til heim- sóknar, skrapp fréttamaður Dags þangað á laugardaginn og ræddi um stund við skólastjór- ann, Jóhannes Óla Sæmunds- son, fyrrum námsstjóra, á með- an hann leiddi mig um staðinn. Þetta var um hádegisbil og börn þau, sem í skólanum höfðu dvalið þá vikuna, að fara heim til. sín en önnur í þeirra stað væntanleg næsta kennsludag. Hverjir skipa framkvæmda- eða bygginganefnd skólans? Óformleg bygginganefnd, sem einnig er skólanefnd, starfar í umboði fræðslumálastjórnarinn- ar. Það eru þrír menn, einn frá hverjum hreppi, sem að skólan- um standa. Formaður er Gunn- ar Kristjánsson á Dagverðar- eyri og með honum Aðalsteinn Sigurðsson á Öxnhóli og Brynj- ólfur Sveinsson í Efstalandskoti. Teikningu hússins gerði Sig- valdi Thorðarson arkitekt og yfirsmiður er Ingólfur Jónsson. Byggingin er búin að vera um 4 ár í smiðum og kostnaður orð- inn á 8. milljón króna. Skólinn er frá upphafi hugsaður sem alger heimavistarskóli, enda vegalengdir miklar, nema fyrir tiltolulega mjög fá börn í ná- grenninu. Mér sýnist húsrými ekki of mikið? Það hefur svo til tekist, að heimavistaraðstaða er þegar of lítil fyrir núverandi barnafjölda, en með því að nota nokkur herbergi, sem til annars voru ætluð, var hægt að hýsa 39 börn en 3 ganga heiman og heim — en svona er það aðra vikuna —. í skólanum er fjögurra her- bergja skólastjóraíbúð og tveggja herbergja kennaraíbúð. Þrjár kennslustofur eru full- gerðar, tvær þeirra stórar og góðar kennslustofur. Við getum því kennt öll í einu, ég og sam- kennarar mínir; Sæmundur Bjarnason fyrrv. skólastjóri og Guðrún Jónsdóttir kona hans. Ráðskona er Anna Sverrisdóttir frá Skógum á Þelamörk og starfsstúlkur Hrefna Ferdinants dóttir frá Spónsgerði í Arnanes- hreppi og Sigrún B. Jóhannes- dóttir, Akureyri. Hvað eru bekkjadeildir margar? Bekkjadeildir eru 6 og starfa 3 í senn, eldri og yngri deild. Deildirnar skipta vikulega þann ig, að önnur (1.—3. b.) er í skólanum meðan hin (4.—6. b.) lærir heima eftir fyrirsögn kenn aranna og öfugt. Þetta er fátítt skiptingarform, en þótti hentugt að hafa það svo í byrjun, hvað sem seinna verður. Hvenær hófst kennsla og hvem- ig hefur gengið? - Það var byrjað að kenna - Framleiðniaukningin (Framh. af bls. 1) mennu fundir og einhugurinn, sem þar ríkti, sýnir það mjög greinilega að bændastéttin hef- ur þokað sér saman um hags- munamál sín og ætlar ekki að þola það til langframa að vera órétti beitt. Viltu segja mér einhverjar stað- reyndir um landbúnaðarmálin, sem á góma báru á fundunum? Aðeins örfá atriði um landbún aðinn almennt, segir Gunnar. Á tímabilinu 1947—1962, að báð- um þessum árum meðtöldum, hefur sauðfjárframleiðslan auk- izt um 115%. Mjólkurframleiðsl- an, þ. e. mjólk til mjólkurbú- anna í landinu hefur aukizt um 186%. En á síðastliðnu ári minnkaði framleiðsla sauðfjár- afurða um 10% en mjólkin jókst um 6,5%. Vegna þessarar miklu aukningu mjólkur hefur nokk- urt magn mjólkurafurða safnast fyrir, einkum smjör. Neyzlan vex um ca. 2% á ári eða í sama hlutfalli og fólksfjölgunin, sem er einnig um 2%. Á liðnu ári var á þriðja hundrað tonn af osti flutt á erlendan markað, einnig mjólkurduft. Verðlag á þessum vörum erlendis er frem- ur óhagstætt. Nú er ráðgert að flytja út eitthvað af smjöri. Eins og áður hefur verulegt magn af kmdakjöti verið flutt út, þó minna nú en í fyrra. Verð á því er mun hagstæðara en mjólkurafurðanna. nokkrum börnum hinn 5. desem ber. Nú er kennt af fullum krafti. Vinnuflokkar eru hér við byggingaframkvæmdir og hefur öll samvinna við þá gengið árekstralaust. Hvað snertir skólastarfið, er óhætt að segja, að það hefur verið mjög ánægju legt og engin óhöpp hent. Börn- in eru yfirleitt ánægð. Okkur kennurunum kemur saman um, að börnin, einkum í efri bekkj- unum, séu óvenjulega háttvís. Ég . held, að Þelamerkurskóli verði allgott skólaheimili, eink- um ef miðað er við þær bygg- ingaframkvæmdir til viðbótar, sem fyrirhugaðar eru, segir skólastjórinn að lokum og þakk- ar blaðið viðtalið. □ þrisvar sinnum meiri Hvað er heildarverðmæti fram- leiddra landbúnaðarvara hér á landi talið mikið? Verðlagsárið 1962—1963 (frá hausti til hausts) var heildar- verðmæti búvaranna talið 1,5 milljarður, samkvæmt áætlun, sem Hagstofa íslands hefur gert. En hvað viltu segja um hina „litlu framleiðni landbúnaðar- ins“, sem Gylfi ráðherra bar sér í munn á dögunum á Alþingi? Þeim ummælum hefur verið svarað rækilega, bæði af Sveini Tryggvasyni framkv.stj. Stéttar- sambandsins og Kristjáni Karls- syni erindreka. Samkvæmt skýrslu, sem Framkvæmdábank inn lét gera, hefur framleiðslu- aukning landbúnaðarins aukizt um 4% árlega. Sé svo tekið tillit til þess hve þjóðinni hefur fjölg- að á þessu tímabili en fólki í sveitum fækkað, kemur í ljós, að framleiðsluaukningin er um það. bil þrisvar sinnum meiri á mann í sveitunum, en hjá öðr- um stéttum þjóðfélagsins til jafnaðar. Enda hafa bændur tekið véltæknina í þjónustu sína og framkvæmt mikið. Ásakanir á Alþingi og í sumum blöðum í garð bændastéttarinnar um það, að landbúnaðurinn sé hemill á eðlilegum hagvexti þjóðarinnar, eru alveg fráleitar og byggjast á ónógri þekkingu, segh' Gunnar Guðbjartsson að lokum og þakk ar blaðið honum fyrir samtal- ið. E. D. 5 Frú Svava Jónsdóttir áttræð MÍN KÆRA vinkona frú Svava Jónsdóttir leikkona er orðin áttrætð, þó ótrúlegt sé. Manni dettur aldrei aldur í hug í ná- vist hennar. Hún verður aldrei gömul kona. Hún verður bara frú Svava. Allir vita að hún var afburða leikkona. Um það ætla ég ekki að skrifa. Aðrir gera það, að sjálfsögðú. En hún var merkis- kona á öðrum sviðum líka. Frú Svava Jónsdóttir var fædd 23. janúar 1884, dóttir merkishjórianna Jóns Chr. Stef- ánssonar timburmeistara og Dannebrogsmanns, og konu hans frú Kristjönu Magnúsdótt- ur, sem bjuggu hér á Akureyri í Aðalstræti 52. Var faðii' Svövu einn af merkustu borgurum bæjarins á seinni hluta 19. ald- arinnar og fram yfir aldamót- in. Var Svava einbirni á efna- heimili og fékk mjög gott upp- eldi og menntun bæði heima og erlendis. Ung giftist hún Bald- vini Jónssyni, ungum og efni- legum verzlunarmanni og eign- uðust þau sjö börn og eru sex þeirra á lífi. Er þetta allt mesta myndar og efnisfólk. Heimili Svövu og Baldvins í Aðalstræti 52 var stórt og þar ríkti mesti myndarskapur í hvívetna. Hjá þeim voru foreldrar Svövu til dauðadags og frú .Guðrún Vig- fúsdóttir móðir Baldvins einn- ig lengi. Var þetta vinafólk for- eldra minna og kom ég oft á það fína og fallega heimili með mömmu minni og þótti mjög gaman að koma þangað. Fannst frú Svava svo falleg og allt sem í kring um hana var og einlægt var hún að hann- yrða eitthvað fallegt. Móð- ir hennar og tengdamóðir voru henni miklar hjálparhell- ur við heimilisstörfin og svo ætíð stúlka. Þetta var heil hirð utan um frú Svövu, enda fannst mér hún alltaf eins og prinsessa. Og ekki minnkaði Ijóminn, þeg- ar ég sá hana leika. Árið 1914 tók Baldvin Jóns- son við verzlunarstjórastöðu hjá Sameinuðu verzlununum á Sauðárkróki, en þá var ég farin til Reykjavíkur, svo ég aðeins gat hugsað mér skarðið auða í Fjörunni, þegar þessi stóra fjöl- skylda hvarf þaðan. Mér auðnaðist einu sinni að heimsækja frú Svövu á Sauðár- króki og var það stórt og fallegt heimili, falleg og kurteis börn og margir gestir. Myndar- og glæsibragur á öllu, sem áður. Eftir langa fjarveru kom ég aftur heim til Akureyrar. Þá endurnýjaðist kunningsskapur- inn aftur milli frú Svövu og hennar fólks, sem nú var aftur flutt til Akureyrar, og okkar mömmu, okkur til mikillar ánægju. Nú urðum við frú Svava samstarfskonur. Ég nefndi áðan að hún hefði hann- yrðað mjög mikið. Hún var mesta listakona í þeim efnum og handbragðið frábært. Ég setti hér upp hannyrðaverzlun og purfti á listfengum höndum að halda mér til aðstoðai' og naut verzlun mín handa frú Svövu í mörg ár, mér og mörg- um öðrum til góðs og gleði, sem ég fæ henni seint fullþakkað. Frú Svava var árum saman í Heimilisiðnaðarfélagi Norður- lands og í stjórn þess á árabili. Hún var ein af stofnend- um Sjálfstæðiskvennafélagsins Varnar hér í bæ og starfaði þar vel og lengi. 1948, þegar Zontaklúbbur Akureyrar var stofnaður, var frú Svava ein meðal stofnenda og var kosin varaformaður í fyrstu stjórn klúbbsins og eins og lög standa til, annar formað- ur klúbbsins. Þakka ég frú Svövu fyrir hönd Z. A. góða 'samvinnu í 15 ái', eða fram á þennari dag. Frú Svava er heiðursfélagi í Zontaklúbbi Akureyrar. Þá er hún einnig heiðursfélagi í Leik- félagi Akureyrar. Áður en þau fluttu til Sauð- árkróks var frú Svava í kven- félaginu Framtíðininni og reynd ist þar, sem annars staðar, góð- ur félagi. Sæmd hefur hún verið hinni íslenzku fálkaorðu fyrir störf sín fyrir leiklis'tina. Á þessu merkisafmæli færi ég frú Svövu Jónsdóttur ein- lægar blessunaróskir og þakkir fyrir langa og trygga vináttu. Ragnheiður O. Björnsson. „Allra meina bót” Mývetningar sýndu leikinn þrisvar á Akureyri Leikstjóri var Birgir Brynjólfsson UM SÍÐUSTU helgi kom til Akureyrar leikflokkur úr Mý- vatnssveit og sýndi gamanleik- inn „Allra meina bót“, eftir Patrik og Pál, hafði þrjár sýn- ingar við ágæta aðsókn og veitti bæjarbúum hina beztu skemmt- un. Leikflokkurinn æfði sjón- leikinn á vegum kvenfélags þar eystra og rennur ágóðinn til kaupa á snjóbíl til sjúkraflutn- inga. Hvort sem leikhúsgestir á Akureyri hafa við miklu búizt á leiklistarsviðinu af fólki úr há- sveitum Þingeyjarsýslu, skal ósagt látið. Hitt er víst, að gest- irnir komu, sáu og sigruðu, eins og þar stendur. Áhorfendur eiga því of sjaldan að venjast hér, að verulega gusti um leiksviðið í frjálslegum og hröðum gaman- leikjum. En Mývetningarnir bættu okkur þetta upp, undir stjórn ungs leikara, Birgis Brynjólfssonar, sem setti leik- inn á svið með skemmtilegum hætti. Leikurinn gerist í sjúkrahúsi, þar sem dr. Svendsen beitir hnífnum af óvenjulegum áhuga á að skera og skera. Auðvitað vill hann að sjúklingum batni — því þá má e. t. v. taka þá til uppskurðar á ný. Böðvar Jónsson bóndi á Gaut- löndum leikur Andrés, roskinn mann, sem búið er að skera upp 19 sinnum, og er vongóður um 20. skurðinn. Böðvar nær skemmtilegum og svo listrænum tökum á viðfangs Birgir Brynjólfsson. efninu, að það mun leikhúsgest- um eftirminnilegt. Þráinn Þórisson skólastjóri leikur dr. Svendsen, hinn skurð- glaða yfirlækni, og gerir það skörulega, en er kannski „sval- ur“ einum um of, þótt hann setji hressilegan blæ á umhverfið allt. Pétur Þórisson bóndi í Bald- ursheimi leikur Pétur, kaup- sýslumann, einskonar tilrauna- dýr dr. Svendsens læknis, og elskhuga einnar hjúkrunarkon- unnar, vandasamt hlutverk. Leikur Péturs er bráðskemmti- legur, þegar frá er dreginn kaup sýslumáðurinn — þ. e. áður en „aðgerðin“ fer fram. Frú Steingerður Jónsdóttir á Grænavatni leikur Höllu hjúkr- unarkonu og gamla og nýja unnustu Péturs. Halla er yfir- lætislaus og þokkafull í meðferð frúarinnar. Steingrímur Kristjánsson bóndi á Grímsstöoum leikur Stórólf, kátlegan leynilögreglu- mann, sem síðan tekur sér gerfi hjúkrunarkonu, til að fá aðgang að sjúkrahúsinu. Veltur á ýmsu um hag hans og njósnarstörf, og verður þessi starfsmaður laga og réttar æði broslegur í með- ferð Steingríms. Áslaug Sigurðardóttir Skútu- stöðum, Kristín Pétursdóttir Gautlöndum, Ásmundur Kristj- ánsson Stöng og fvar Stefánsson Haganesi leika hjúkrunarlið. Sjónleikurinn „Allra meina bót“ er öðrum þræði söngleikur, og gera leikendur söngvunum góð skil með undirleik séra Arnar Friðrikssonar á Skútu- stöðum. Leiktjöld gerðu Ingvi Kristjánsson og Jóhannes Sig- fússon. Leiksviðsstjórn annaðist Arnþór Björnsson. Leikflokkur Mývetninga er enn ein sönnun þess, hve mikið er unnt að gera á sviði leiklist- arinnar í sveitum landsins, því þar, sem annarsstaðar finnast oft hinir ágætustu leikkráftar, þegar eftir er leitað. E. D. Hann átti heima í „Paradís" utan við bæinn og kom á hverjum morgni akandi til bæjarins í litlum ferhjólavagni með tveim litlum „Hjaltlendingum" fyrir. Hann gekk með svartar fléttur niður á axl- ir og taldi sig vera Guðs-soninn. Þetta var meinlaus nánugi, en geð- bilaður. En „Paradísargarðurinn“ hans var dásamlegur blóma- og aldingarður. Iðunn sagði Björgu margar sögur af þessum fjórum skringilmenn- um bæjarins, sem hún þekkti frá bernskuárum sínum. — Já, hér er víst sannarlega margt skrítið af margvíslegu tagi í bænum þeim arna, segir Björg og finnur spanandi forvitni gagntaka sig alla. — Hér er nú ein fiskmetis-verzlunin, segir Iðunn skömmu síðarí Þær eru nú komnar ofan í Hafnarstræti. — Já, er nokkuð skrítið þar eða furðulegt? spyr Björg og hlær. — Nei, það er það annars ekki, segir Iðunn. Og einmitt þess vegna virðist verzlunum þeim arna vegna eins vel og fyrir sjö árum. Og enginn tortryggir svona litla og saklausa fiskbolluverzlun. — Þú talar í gátum, segir Björg. — Við hvað áttu annars? — Ég á við, að talir þú nægilega dulið og ísmeygilega, þá verður þér boðið inn fyrir fiskmetisdiskinn, síðan smýgur þú inn og út bak- dyramegin og kemur inn í stofu með skápum og kössum, og þar hittirðu fólk við borð með flöskur og glös. í stuttu máli: Þú ert komin inn í eina hinna mörgu og víðkunnu smygl-kráa bæjarins. — Hvernig veiztu allt þetta? spyr Björg hissa. — Jú, blöðin blása þetta upp öðru hverju, þegar lögreglan hefir tekið fastan heilan smyglarahóp með boldangs-kellingu sem for- stjóra, en það er auðvitað sjálf frúin í kránni, skilurðu! En smygl- krár spretta fljótt upp aftur hérna í bænum eins og gorkúlur á haust- degi, og felubúa sig eflaust enn, eins og áður, með fulla glugga af bústnum fiskbúðingum og rjúkandi heitum fiskbollum og ufsa-kök- um. — Sveimér skrítið að þetta skuli geta haldið svona áfram, segir Björg og athugar síðan forvitnislega allar fiskmetisbúðir, sem þær fara framhjá. —Þú mátt ekki halda, að allar þessar búðir séu felubúnar smygl- ara-krár, segir Iðunn hlægjandi. En bíddu nú við: Einhver spaugsöm sál var einu sinni að líkja bænum hérna við París! Ekki sökum stærðar né fegurðar, heldur vegna „vökvunarinnar" og lífsins að tjaldabaki! Þú skalt ekki gleðjast of snemma. Ég sé það á þér, að þú býst líka við einhverju framúrskarandi ævintýralegu hérna á hverri stundu! — Já, ég játa það fúslega, segir Björg. Bíddu bara, þá skaltu fá að sjá, að ég sleppi engu óreyndu framhjá mér. Maður á að taka þeirri gleði, sem lífið býður. Punktum finale! segir Björg og hlær dátt. Niðri í miðbæ mæta þær Iðunn og Björg fólki á leið til kirkju. Iðunn finnur ofurlítinn fiðring í samvizkunni. Hún minnist þess, AUÐHILDUR FRÁ YOGI: GULLNA BORGIN að móðir hennar hefði nefnt kirkjugöngu, þegar hún kæmi til bæjar- ins. — Þú verður ag heita mér því að fara til kirkju öðru hverju! hafði móður hennar sagt. Hvergi annars staðar finn ég mig svo ná- ið og í samræmi við hið góða og heilaga, en þegar ég sit í kirkju og beini augum mínum upp að altarishringnum og krossinum, sem hang- ir þar. Þá finn ég svo glöggt til smæðar minnar og veikleika, en er samt sæl og rík. Það er eins og friðurinn þar innan kirkjuveggjanna umvefji mig sem kærleiksríkur faðmur. Iðunn minnist svo glöggt þessara alvarlegu orða móður sinnar. Og hún finnur til samvizkubits, er hún gengur framhjá dómkirkjunni annan sunnudaginn í röð, eftir að hún kom til bæjarins. Alltaf hef- ir hún átt í stríði við samvizkuna. Þannig hefir það verið frá bernsku- árum. Samvizkan lét hana aldrei í friði, jafnvel við smávægilegustu yfirsjónir bernsku-áranna. Þessa stundina langar Iðunni ekkert til að hugsa til morgundags- ins í stofunni. Henni finnst jafnvel alveg tilgangslaust, að hún skuli hafa gengið í Fegrunarskólann í Ósló, og síðan ráðið sig í fegrunar- stofnunina hjá Rossí. Hún áttar sig ekki á sjálfri sériHvert er hún að halda? Það er eins og hún hafi misst af skipinu.Rétt í þessu minnist hún þess, sem móðir hennar hafði talfært við hana, kvöldið áður en hún fór að heiman. Þær mæðgurnar höfðu setið saman inni í vistlegri stóru-stofu. Faðir hennar var í sjúkravitjun, og hans ekki von fyrr en seint um kvöldið. Gunnhildur og Ivar voru farin heim aftur að Níelsarbakka við Ósló eftir jólafríið. I stofunni var hálfrokkið, aðeins ljósblik gegnum hurðina á viðarofninum. Mæðgurnar höfðu stundarkorn rætt um hitt og þetta Móðirin sat með prjóna í höndum. Svo lagði hún þá frá sér, krosslagði armana á brjósti sér, og horfði þögul í eldsbjarman um hríð. — En að það skyldi verða iðnaðarkona úr þér, Iðunn! hafði móð- irin sagt lágt og stillilega. — Já, en hvað áttu annars við, mamma? hafði Iðunn svarað. — Æ, eiginlega ekkert sérstakt. Ég hefi annars aðeins furðað mig á þessu. Það er eins og mig hafi alltaf dreymt, að þú myndir snúa þér að einhverju öðru. — Einhverju öðru? — Já, Iðunn, einhverju öðru. En það er víst ekki rétt af mér að impra á þessu núna. Og ég hefði víst ekki gert það heldur, ef pabbi þinn hefði verið viðstaddur. En nú eru það aðeins við tvær, eins og þá. Og móðirin hélt áfram: — Ég man svo vel litla telpuhnátu, dökkhærðan sprettlifandi hnokka, bláeygða með stór, dreymandi augu. Þetta var um það leyti, sem pabbi var héraðslæknir í Fjörðum syðra. Gunnhildur og Krist- inn voru þá orðin stór börn og léku sér úti með jafnöldrum sínum. En þú þurftir að vera með mömmu enn um hríð. Þú varst svo skemmtileg og skrítin. Þú varst svo hláturmild og skemmtir þér við allt og yfir öllu. Einu sinni klifraðir þú upp á stól og stóðst þar há- reist og hnakkakert í allri þinni hæð. Svo fórstu að bulla og tóna og spriklaðir bæði höndum og fótum. Mamma var áhorfandi. Og þeg- ar ég hló að þér, hlóst þú líka og klappaðir saman litlu höndunum þínum. Eftir þetta kleifstu oft upp á stólinn og lékst beinlínis gamanleiki fyrir mig, og stundum fyrir aðra líka. Þeir, sem sáu til þín, hugsuðu víst aðeins, að þú værir skemmtilegur telpuangi. En ég hugsaði lengra og meira. Og langar þig ekki til að vita, hvað ég hugsaði þá, Iðunn? Að það sem ég sjálf hefði orðið að hætta við og útrýma úr huga mínum, það skyldi nú yngri dóttir mín fá aftur í fullum mæli. Ef það þá lægi fyrir henni. Iðunn hafði setið þögul og hlustað á móður sína um hríð. Hún þóttist vita, við hvað móðirin ætti með þessu. Já, þetta sama hafði leikið henni í huga oft og mörgum sinnum, alveg frá bernsku. Jæja, Móðirin hefði haldið áfram rökkurskrafi sínu: — Já, Iðunn, þú skilur víst, að ég hafði hugsað mér listamanns- brautina lífsveg þinn. Ef til vill var þetta syndug hugsun inín. En ég óskaði þess innilega, að þú skyldir snúa þér í alvöru inn á sjónleika- vettvanginn. Sem móðir hefði ég aldrei átt að hugsa í þessa átt. En þetta hafði fest svo djúpar rætur í huga mínum. Og ef ekki- beinlín- is leikhúsið, þá að minnsta kosti einhver leið, sem þú gætir fylgt inn í ríki listarinnar. -—- Já, Iðunn. Einu sinni var ég sjálf haldin brennandi ástríðu að leggja út á listamannsbrautina. Ég lék sjónleiki ótal sinnum fyrir sjálfa mig heima á lénsmannssetrinu. Heimili okkar var svo af- skekkt, að ég gat sjaldan leikið mér við jafnaldra mína. Þessvegna lék ég við sjálfa mig og útbjó sjónleiki í leikstofunni minni. Ég varð að leika öll hlutverkin sjálf, og þú mátt trúa því, að þetta var al- vöruleikur hjá mér. -— Þegar ég tók að þroskast, hætti ég þessum barnaskap mínum. í þess stað fór ég að lesa ljóð. Ég leitaði í bókahillum pabba og valdi þar öll helztu lýrisk ljóð, sem ég gat fundið. Það getur vel verið, að móðir mín hafi skilið mig, þótt hún væri af gamalli bænda- ætt og þekkti mjög lítið til leiklistar. En hún var listhneigð í eðli sínu. Faðir minn var aftur á móti af allt öðru tagi. Hann kom að mér dag einn, þegar ég var að lesa kvæði Björnsons: „Syng mig heim“. Hann varð ákaflega reiður við mig, er honum skildist, hvað fyrir mér vakti. Hann sagði, að þetta væri synd. Og slíka synd vildi hann ekki heyra nefnda á sínu heimili. Faðir minn var annars ákaf- lega sterktrúaður, og hann var jafn dómharður um alla list eins og strangir heittrúarmenn jafnan eru. Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.