Dagur - 29.01.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 29.01.1964, Blaðsíða 1
m » NÝIR KAUPENDUR fá framlialdssöguna, „GULLNA BORGIN“ frá byrjun. Hringið í síma 1166 eða 1167. ■y ■ ■ ■ --- VINSAMLEGA LÁT- IÐ VITA EF VAN- SKIL VERÐA Á BLAÐINU. Símar 1166 og 1167. .. ' ' Sjóslangveiðifélag stofnað á Ák. SJÓSTANGVEIÐIFÉLAG Ak- ureyrar var stofnað að Hótel KEA fimmtudaginn 16. janúar sl. Fundinn sóttu milli tuttugu og þrjátíu manns. Áhugi manna er mikill fyrir slíkri íþrótt hér á Akureyri, því á fáum stöðum er hentugra til slíkra veiða. Fundinn setti Steindór Stein- dórsson járnsmiður, en skipaði síðan Sigurð Ringsteð fundar- stjóra og Kristján P. Guðmunds son fundarritara. Lesin voru upp lög Sjóstang- veiðifélags Reykjavíkur og þau samþykkt með þeirri einni breytingu að félagið hér heitir Sjóstangveiðifélag Akureyrar. Stjórnina skipa þessir menn: Steindór Steindórsson for- maður, Karl Jörundsson vara- formaður, Kristjáns P. Guð- mundsson ritari, Matthías Ein- arsson gjaldkeri og Gunnar Árnason meðstjórnandi. Eftir stjórnarkjör kvaddi Páll A. Pálsson sér hljóðs, og bauð (Framh. á bls. 7) JAKOB JAKOBSSON LATINN JAKOB JAKOBSSON, Skipagötu 1 á Akureyri, lézt í bílslysi í Þýzka- Iandi sl. sunnudag. Hann var 26 ára gamall og stundaði tannlæknanám í Erlangen í S.-Þýzka- landi og átti aðeins eftir um tveggja missera nám til lokaprófs. Jakob Jakobsson naut bæði álits og trausts og er öllum liarmdauði. Báðir vildu þeir haia söim En illa fór þegar átti að flytja hana til Dalvíkur BRATTASTI bílvegur á Akur- eyri er Langamýri, þar sem hún liggur niður að Byggðavegi. Hvað eftir annað hefur þar legið við stórslysum nú í vetur, og þyrfti tafarlaust að takmarka akstur þar um eða gera þær úrbætur, sem að haldi mega koma. Um helgina runnu 2 bílar þar niður, enda hált, og hafnaði annar á húsinu nr. 148 við Byggðarveg, en hinn á sendi- ferðabíl, gömlum sjúkrabíl. Af bíl þeim, sem á sendiferða- bílinn rakst er lengri saga. Dal- víkingur hafði í haust fest kaup á bíl þessum, A-763, og fór þá með hann til síns heima. En seljandinn taldi vanefndir á greiðslu, tók bílinn og flutti til Akureyrar. Dalvíkingurinn kom til Akureyrar um helgina, og vildi hafa sama hátt á og flytja bílinn heim til sín. Margnefnd- ur bíll stóð í Kringlumýri. Mað- urinn settist nú undir stýri og hélt af stað niður hina bröttu áðurnefndu götu. En með því bíllinn var bæði hemlalaus og Hafnaði á gamla sjúkrabílnum. (Ljósm. R. J.) H i Á laugardaginn áttu keðjulausir bílar í erfiðleikum í Brekkugötunni. %;■■ ** (Ljósm. P. A. P.) Framleiðniaukningin þrisvar sinnum meiri í landbúnaði en hjá öðrum stéttum segir formaður Stéttarsambands bænda GUNNAR GUÐBJARTSSON bóndi á Hjarðarfelli og formað- ur Stéttai-sambands bænda var í síðustu viku á ferð um Norður land og flutti erindi á fundum búnaðarsambandanna. Á laugar bifreiðina keðjulaus og að öllu ógangfær, tók hann, ásamt þyngdarlög- málinu, stjórnina í sínar hend- ur, með þeim afleiðingum, sem áður greinir. Dalvíkingurinn var handtek- inn í bænum stuttu síðar. Hann var próflaus og ölvaður, samkvæmt umsögn lögreglunn- ar. □ IÐJA MÓTMÆLIR NÝJUM SKÖTTUM Á ST J ÓRN ARFUNDI, sem haldinn var í Iðju, félagi verk- smiðjufólks á Akureyri, 24. jan. 1964 var eftirfarandi samþykkt gerð: „Stjórnarfundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks á Akureyri, haldinn föstudaginn 24. janúar 1964 mótmælir harðlega laga- frumvarpi því er ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi, um hækkun á söluskatti. Telur fund ui'inn að skattinnheimta þessi sé mjög ranglát gagnvart láglauna- fólki yfirleitt og sér í lagi gagn- vart þeim er hafa fyrir barn- mörgum heimilum að sjá, ekki (Framh. á bls. 7) daginn hittumst við í Þelamerk- urskólanum nýja. Hann var á vesturleið og vildi kynnast hinu nýja menntasetri, er stendur við þjóðveginn og sá er þetta skrif- ar var þar sömu erinda, og not- aði þá tækifærið til að spyrja form. Stéttarsambandsins um ferðir hans og nokkur atriði þeirra mála, sem nú eru á dag- skrá, bæði á Alþingi og í blöð- um pólitísku flokkanna. Hvemig hefur þú hagað ferðum þínum, Gunnar? Ég fór að heiman á sunnudag- inn, ók þá norður á Blönduós, og mætti á fundi þar á mánu- dagskvöldið. Þar voru á annað hundrað manns saman komnir. Á Hólum í Hjaltadal var ég á fundi á þriðjudaginn og voru þar einnig mættir á annað hundrað manns. Á miðvikudag- inn var haldið norður í Keldu- hverfi og fundúr haldinn í Skúla garði og á Kópaskeri á fimmtu- daginn. Þar voru mættir 80, eða flestir bændur, sem þangað áttu fundarsókn. Ekki vai' að þessu sinni farið lengra austur, en haldið í Aðaldal í S.-Þing. og mætt á fundi ú Hólmavaði í gær, þ. e. föstudag 24. jan. og þar mættu 180 bændur. Þessir fund- ir voru á vegum búnaðarsam- bandanna og var fjallað um verð lagsgrundvöllinn og landbúnað- armálin almennt. í dag ek ég vestur yfir heiði og mæti á enn einum fundi í Varmahlíð í Skagafirði. Hvað þótti þér merkilegast á þessum fundum? Hinn algerði einhugur bænd- anna um, að fá leiðréttingu á Gunnar Guðbjartsson. högum landbúnaðarins, og breyta lögunum á þann veg, að framleiðslukostnaður búanna verði eftirleiðis rétt metinn, samkvæmt- sannanlegum stað- reyndum. Slíkt kom mér að vísu ekki á óvart hér á Norður- landi, en merkilegt er það engu að síður, að engin hjáróma rödd skyldi heyrast í hinum al mennu umræðum, sem á hverj- um fundi voru miklar og tæpi- tungulausar. Og svo var fund- arsóknin miklum mun meiri en gert var ráð fyrir. Þessir fjöl- (Framhald á blaðsíðu 4). NÆSTU BÆNDA- KLÚBBSFUNDIR Á NÆSTA bændaklúbbsfundi, sem haldinn verður 3. febrúar ú Hótel KEA og liefst kl. 8.30, verður Pálmi Einarsson land- námsstjóri málshefjandi og ræðir um vandamál dreifbýlis- ins. Gunnar Guðbjarsson form. Stéttarsambands bænda mun mæta á bændaklúbbsfundin- um 10. febrúar, og verður nán- ar vikið að því síðar. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.