Dagur - 29.01.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 29.01.1964, Blaðsíða 8
8 Leikflokkur Mývetninga í lok sýningar á „Allra meina bót“. Frá v. Pétur Þórisson, Asmuntlur Kristjánsson, Steingerður Jonsdottir, ívar Stefánsson, Steingrímur Kristjánsson, Þráinn Þórisson, Kristí i Pétursdóttir, Áslaug Sigurðard. og Böðvar Jónsson. (Ljm. E. Ð.) Traustur grundvöllur fyrir nýja iðngrein segir Gylfi ráðherra og bendir á skemmtiiðnað í ALÞÝÐUBLAÐINU 18. jan- úar kemur í ljós, að Gylfi ráð- herra hefur nú komið auga á atvinnugrein, sem hann bindur miklar vonir við og kallar „skemmtiiðnað." „Þessi atvinnu- vegur er nú í örri þróun“, segir ráðherrann, „af því að tómstund um hefur fjölgað jafnhliða því, að tekjur manna hafa aukizt.“ Róðherrann heldur áfram á þessa leið: „Þetta (þ.e. fjölgun tómstunda o. s. frv.) hefur smám saman orðið undirstaða nýs iðnaðai', sem er nú víða um lönd orðinn voldug og áhrifamikil iðngrein, og á ég þar við skemmtiiðnað- inn. Sívaxandi fjöldi fólks hef- ur atvinnu af því að skemmta öðrum. Veitingahúsum, kvik- myndahúsum og skemmti- og samkomustöðum, margs konar, stórfjolgar, hljómplötur og seg- ulbandsframleiðsla vex, starf- semi útvarps- og sjónvarps- stöðva færist mjög í aukana o. s. frv. Hinn umfangsmikli skemmtanaiðnaður á sér því FYRIR NOKKRUM ÁRUM keypti íslenzka ríkið stóran jarð- bor, sem nota átti til borana á hinum ýmsu jarðhitasvæðum landsins. Var bor þessi fyrst settur upp í Reykjavík til reynslu. Síðan hefir borinn aðallega verið notaður í bæjar- landi Reykjavíkur og er ekki sjáanlegt að hann hreyfi sig þaðan næstu árin. Þegar sýnt þótti að einungis Sunnlendingar hefðu gagn af bor þessum, þá keypti ríkið annan bor, að vísu allmiklu ófullkomnari hinum fyrri, til þess að bora með á jarðhita- svæðum Norðurlands og hlaut sá nafnið „Noi'ðui'landsbor- inn.“ Eftii' að borinn var keyptur lá hann í eitt ár í hafnar- skemmum Reykjavíkur, en var síðan fluttur til Ólafsfjarðar og þaðan til Húsavíkur og Námaskarðs. Á Ölafsfirði og í Námaskarði gáfu boranir góða raun, en á Húsavík hefir ekki enn orðið árangur. í Námaskarði opnaði orinn eina kraft- mestu holu á landinu. Nú hefir það fregnast að flytja eigi Norðurlandsborinn suður svo langt, sem honum megi frekast koma, til þess að bora fyrir Sunnlendinga ásamt þeirra „Suðurlandsbor." Mun hann eiga að bora í Vestmannaeyjum, en hver veit nema að hann hafni þar næst við hliðina á frænda sínum milli húsanna í Reykjavík. Hér um Norðurland eru ótal verkefni fyrir Norðurlands- borinn, og það hlýtur að vera skýlaus krafa Norðlendinga og þá ekki sízt Akureyringa að okkar bor verði áfram við sín verkefni, svo sem honum var í upphafi ætlað. Á Akureyri og í sveitunum í kring eru mörg jarðhitasvæði, sem bíða rannsóknar og ber tvímælalaust að virkja þau svæði fyrir Akureyri. Sunnlendingar geta notað sinn bor í Vestmannaeyjum, og þurfa Reykvíkingar ekki að sjá ofsjónum yfir því þótt sá bor sé notaður víðar en í Reykjavík. Tryggvi Helgason, flugmaður. öruggan fjárhagsgrundvöll“, seg ir ráðherrann ennfremur. „Hann fullnægir mikilli og vaxandi eftirspurn. Skemmti- iðnaðurinn framleiðir þjónustu sína fyrst og fremst fyrir tilfinn- ingalífið. en par er um marga strengi að ræða, sem á má leika. í lýðfrjálsum löndum þýðir ekki að hafa allsherjareftirlit með skemmtanainðaðinum (!), né heldur leggja á hann höft til að draga úr skaðlegum áhrifum hans. . . .“, segir Gylfi. Þarna kom þá loksins atvinnu vegur, sem segir sex og á sér „öruggan fjárhagsgrundvöir1, þegar atvinnugreinar eins og landbúnaður og sjávarútvegur, sem ekki framleiða fyrir tilfinn- ingalífið, berjast í bökkum. Ekkert að því vikið að þar skorti framleiðni eða varan sé of dýr fyrir neytendur, eins og vörur bændanna. Og hér er svo sannarlega ekkert grín á ferð- inni, því þegar efnahagsstofn- unin reiknar út „þjóðarfram- leiðsluna", sýnir það sig, að vaxandi hluti af henni kemur frá „skemmtiiðnaðinum“! Bændum og sjómönnum fækk ar, en skemmtiiðnaðarmönnum fjölgar, og frystihúsin verða að taka börn og unglinga til starfa í vaxandi mæli. Víst þarf þjóðin að skemmta sér og vera glöð. En hún þarf eigi að síður, nú sem fyrr, að framleiða handa sér fæði og klæði, þak yfir höfuðið og gjald- eyrisvörur til útflutnings. □ EKIÐ A BIL SL. FÖSTUDAG 24. janúar kl. 4 e. h. lagði kona bláum Chevrolet fólksbíl í Strandgötu sunnan Landsbankans. Er hún gekk frá var jeppi framan við hennar bíl, þarna á götunni. - Að lítilli .stundu liðinni var jeppinn farinn, en honum hafði verið ekið aftur á bak, og fólks- bíllinn skemmdur. Það eru vinsamleg tilmæli lögreglunnar, að sá er var þarna með jeppa, eða ef einhverjir sjónarvottai' hafa verið þarna við gefi sig fram á lögregluvarð- stofunni. □ SIMALAUST HÓTEL SÍÐDEGIS í gær tókst erfið- lega að ná símasambandi við Hótel KEA. Við eftirgrenslan kom í ljós, að landssíminn var búinn að loka þar og Brynjólfur hótelsstjóri neitaði að greiða símareikninginn. Skiptiborðið er ekki nothæft, 6 af 10 snúrum bilaðar og 3 lín- ur út, af 6, bilaðar. Óskir um við gerð hefur ekki borið árangur, sagði hótelsstjórinn. Stærsta hótel Norðurlands er því án síma. Á myndinni er Snjólaug Bragadóttir við skipti- borðið. Q ýtf menniðseiur á Þelamörk í Eyjaiirði iók lil siarfa um áramóiin Sameign þriggja hreppa. 80 börn í heimavist Á LAUGALANDI á Þelamörk í Eyjafjarðarsýslu er risið nýtt menntasetur; heimavistarbarna- skóli fyrir Glæsibæjarhrepp, Öxnadalshrepp og Skriðuhrepp. . Þar eru nú um 80 börn við nám, nær öll í heimavist, og þar dynja enn hamarshögg því bygginga- vinnu er ekki lokið, þótt skólinn sé nothæfur orðinn og tekinn til starfa. Sagan hermir að Jónas Hall- grímsson skáld hafi fundið laug eina á Laugalandi á sínum tíma, sennilega aðra laug en þá, sem bærinn dregur nafn sitt af og er hitaður með í seinni tíð. En sundlaugin þar á staðnum var nefnd eftir skáldinu og heitir Jónasarlaug. Akureyrarbær lét leita þarna eftir heitu vatni fyr- ir nokkrum árum með borun. Frá þeirri borholu fær skólinn hita til upphitunar. Þjóðvegurinn liggur rétt aust- an við skólann. Þar hallar land- inu allt niður að Hörgá, sem rennur við brekkuræturnar, skammt frá hinu nýja mann- virki. Á þessa hlið er skólinn því nokkuð aðkrepptur. En í Jóhaimes Oli Sæmundsson. suðri er útsýni mikið og fagurt og sézt til beggja dalanna, Óxna dals og Hörgárdals, sem koma samari við Staðartunguháls. Staðartunguháls blasir við og upp af honum rís hinn þunni en hái fjallgarður milli dalanna með hinum frægu tindum og dröngum lengra fram, sem allir vegfarendur um Öxnadal taka eftir í björtu veðri og frægir eru í ljóðum og sögnum. Beint á móti Þelamerkurskóla blasii' Auðbrekkutorfan við og utar Möðruvallapláss. Lengst í norð- ur rís Kaldbakur. Ekki þarf a5 fegra útsýnið í áttirnar þrjár, þar sem blasa við tíguleg fjöll skjólsælir dalir og blómleg býli. Laugalandshálsinn, sú hin mikla brekka, sem skólinn stend ur í, birgir útsýni til Vindheima jökuls. En hvorki verður Lauga- landshálsin fjarlægður eða út- sýni opnað til austurs. Þar er stórgrýtt brekka og heldur kuldaleg. Hinsvegar væri þar kjörstaður trjágróðurs og yrði þar þá vinaleg skógarhlíð ef að væri hlúð. Þelamerkurskóli er fyrsti heimavistarbarnaskólinn . Norð- lendingafjórðungi, sem fleiri en eitt sveitarfélag stendur að. Skólahéraðið nær allt frá Lóns- brú við Akureyri að Dunhaga norður. Á þessu svæði eru 80 bújarðii' og um 80 börn, svo sem (Framhald á blaðsíðu 4).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.