Dagur - 08.02.1964, Side 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1166 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðannaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Hið mikla
„sigurverk”
HIÐ MIKLA „sigurverk“ þeirra
sjálfstæðismanna og krata, sem þeir
sjálfir nefndu „viðreisn“ og nú er
orðið með verri skammaryrðum, sem
íslenzk tunga á, er alltaf að bila.
Þetta átti að vera einskonar sjálf-
trekkjandi verkfæri, sem fæli í sér
Iausn allra meiriháttar meinsemda í
efnahagslífi þjóðarinnar. Það átti að
koma helztu atvinnuvegum lands-
manna, svo sem landbúnaði og fiski-
veiðum á traustan efnahagslegan
grundvöll. Það átti að gera uppbæt-
ur, niðurgreiðslur og hverskonar
styrki og mismunun í sambandi við
tímabundna erfiðleika, óþarfa með
öllu. Það átti að gera álögur á al-
menning til hins opinbera hóflegar.
Það átti að tryggja verðgildi krón-
unnar, svo maður ekki tali uin —
kaupmátt launa, einkum liinna lág-
launuðu í þjóðfélaginu. Það átti,
með sínum undramætti, að drepa
verðbólgudrauginn fyrir fullt og allt.
Hið mikla „viðreisnar-sigurverk“,
einskonar óskasteinn íslendinga, var
loksins fundinn og í höndum þeirra
manna, sem kunnu með að fara,
enda var þá „leiðin til bættra lífs-
kjara“ letruð yfir þverar síður blaða,
strengd yfir þverar götur og jafnvel
fest á bíla!
Nú, eftir tæplega fjögurra ára
stjórn íhaldsins, eru nokkrar þær
staðreyndir öllum ljósar, sem vilja
sjá. Þær eru m. a. þessar:
Bændur fá í sinn hlut nokkrum
tugþúsundum króna lægri tekjur, en
þeim ber, samkvæmt landslögum, og
eyðingarhætta heilla byggðarlaga
dylst engum. Eftir metafla síðustu
ára og hækkandi verðlags á sjávaraf-
urðum erlendis, er sjávarútvegurinn
á heljarþröm. Nýju söluskattslögin,
sem í gildi gengu fyrir skömmu og
hækka vöruverð, sem nemur 6—7000
kr. á hverja meðal fjölskyldu í land-
inu, ættu að vera nægileg sönnun um
það. I stað þess að afnema styrki og
uppbætur, hafa niðurgreiðslur inn-
anlands stórlega aukizt. Byrjað er að
greiða uppbætur á allan fiskala lands
manna. Alögur á almenning áttu
að vera hóflegar mjög. Þær hafa til
ríkissjóðs aukizt úr u. þ. b. 800 millj.
í 3000 millj. króna á valdatíma nú-
verandi stjómar, og íslenzka krónan
er nú aðeins fárra aura virði.
Verðbólgunni þreifa allir á og er
það atriði þess eðlis, að ekki verður
um deilt. Kaupmáttur launa er
minni en hann var. Lífskjörin hafa
verznað.
„Sigurverkið“ liefur alltaf verið að
bila, enda óskapnaður frá upphafi.
Viðgerðakostnaðurinn er mikill, það
sýna fjárlögin, (Framh. á bls. 7)
ii 1111111 ■ 11111111 ■ ■ 1111 < 111
111111111
JÓNAS JÓNSSON ERÁ HRIFLU: .
Molar um málefni sveitanna
ÍSLENZKIR bændur hafa ár-
um saman búið við hallæris
kost hliðstæðan þeim sem launa
menn ríkisins og útvegsmenn
hafa nú fengið bætt úr um sinn.
Bændur hafa ekki átt kost á að
fá kaupafólk.
I.
Vel hirtar jarðir með mikilli
túnrækt eru nær óseljanlegar.
Bankalán eru í senn torfengin
fyrir sveitamenn og vextir ris-
háir. Verð búvörunnar er of
lágt enda tengt böndum við
verkamannastéttina sem semur
eftir sínum þörfum og reglum
um kaup við atvinnurekendur í
þéttbýlinu og styður kaupkröf-
ur sínar með vinnustöðvun þeg-
ar henta þykir. Bæjarmenn hafa
í bili tryggt fjárhagsafkomu sína
með kjaradómum og 20 þúsund
manna vinnustöðvun.
II.
Bændur standa nú með eign-
ir og atvinnu mjög varnarvana
í greipum dýrtíðar og verð-
bólgu. Þeir hafa ekki beitt verð-
stöðvunar tækninni og hafa þó
ti! þess góða aðstóðu. En bænda
stéttin hefur áður fyrr bjargast
úr miklum háska með frartisýni
og drengilegum úrræðum. Fyr-
ir 40 árum var karakulpestin á
góðri leið að leggja byggðirnar
í auðn. Ovætturinn mætti eng-
um vörnum sem að haldi komu.
Þannig liðu 10 ár, þá svarf hall-
ærið að allri bændastéttinni. Þá
var tækifæri til að sýna alvöru
í verki. Þá var í Degi borinn
fram lífvænleg bjargráðstillaga
til útrýmingar pestinni, fjár-
skiptin. Norðlenzkir samvinnu-
menn mynduðu heimastjórn í
héruðunum og stýrðu bjarg-
ráðunum með vaskleik. Dug-
andi menn í stjórn og á þingi
studdu málið og útveguðu ríkis-
fé til fjárskiptanna. Þar voru í
fremstu röð Vilhjálmur Þór,
Bjarni Ólafsson, Pétur Magnús-
son og Jón á Akri. Þessa sögu
má endurtaka i nýrri og sigur-
sælli útgáfu.
Um nokkur undanfarin ár
hefur bændastétt landsins búið
við þau ókjör að geta ekki
keppt um vinnuaflið við aðrar
atvinnugreinar. Síðan það tíma-
bil hófst hafa sveitaheimili
næstum eingöngu orðið að
byggja framleiðslustörfin á
hjónunum, börnum þeirra og
öðru nánasta vandafólki Þetta
fyrirbæri var svo nýstárlegt að
þjóðinni var lengi vel ekki
ljóst hvert komið var.. Ennfrem
ur hafa valdamenn þjóðfélags-
ins síðustu mánuðina staðið fyr-
ir óvenjulegum nýjungum. Sam
tök launamanna í landinu höfðu
undirbúið harðsnúna kjarabóta-
og launahækkunarsókn. Gamla
kerfið var vissulega úrelt og
þarfnaðist umbóta, en það var
bein skylda Alþingis og lands-
stjórnarinnar að ráða fram úr
þessum vanda með launalögum
samþykktum af Alþingi, svo
sem jafnan hafði verið. En nú
gafst þjóðfélagið upp í þessu
mikla máli. Svokölluðum kjara-
dómi var falið úrskurðarvald
um kjör og kaup starfsmanna
ríkisins. Bæjarfélögin hafa fylgt
í slóðina. Síðan hefur hvei'
stéttin af annari í bæjunum
gengið inn i fylkinguna, þar á
meðal starfsmenn kaupmanna
og kaupfélaga, þó að þeirri
sögu sé nú ekki að fullu lokið.
Næst gerðu samtök verka-
manna allsherjar verkföll fyrir
jólin. Tuttugu þúsund lögðu nið-
ur vinnu. Að lokum létu stjórn-
arvöldin og atvinnurekendur í
bæjunum undan. Samið var um
15% launahækkun og vopna-
hlé í 6 mánuði. Þegar hér var
komið sögu töldu útvegsmenn
og eigendur frystihúsanna, að
atvinna þeirra gæti ekki borið
kauphækkunina. Þeir voru
skyndilega komnir í sömu að-
stöðu og bændurnir hafa búið
við í mörg undanfarin ár.
III.
Atvinnurekendur sneru sér
nú til ríkisstjórnarinnar og Al-
þingis og sögðu, það sem bænd-
ur hefðu átt að vera búnir að
segja fyrir mörgum árum, að
þeir gætu ekki starfað undir
þeim kringumstæðum að fram-
leiðslan væri rekin með tekju-
halla. Ríkisstjórnin og meiri-
hluti Alþingis hugðust nú bæta
úr þessu misrétti og hækkuðu
söluskattinn þannig að sá tekju-
stofn gæfi ríkissjóði 250—300
milljónir króna. Þá tóku útvegs
menn og frystihúsaeigendur aft-
ur til máls og sögðu að þetta
væri ekki nóg hjálp. Togara-
eigendur báru sig mjög illa,
enda hafði Emil Jónsson sjávar-
útvegsmálaráðherra viðurkennt
á þingi nokkru fyrr að tekju-
halli hvers togara á íslandi
væri til jafnaðar 3!4 milljón
króna á ári. Nú var fylgt svo
fast eftir með hina nýju kröfu
að stjórnin og þingið hækkar
enn söluskattinn um 30—40
milljónir. Að líkindum verður
látið hér við sitja og freistað að
léiða sjávarútveginn gegnum
erfiðleika hins nýbyrjaða árs
með þessum gýfurlegu endur-
borgunum.
IV.
Fram að þessu hafa valda-
menn landsins talað líkt og
Gylfi Gíslason landbúnaðarráð-
herra að landbúnaðurinn væri
rekinn með tekjuhalla og að
hann væri ómagi á þjóðarbú-
inu. Litlu síðar kom kunnáttu-
maður í landbúnaði, Gunnar
Bjarnason frá Hvanneyri, og
taldi landbúnaðinn svo óverk-
hæfan að ekki mundi veita af
að fælika bændastéttinni um
fimm þúsund, ef starf þeirra
ætti að geta borgað sig. Gunnar
Bjarnason álítur að eitt þúsund
bændur sé nógu sterkur liðs-
kostur til að framleiða búvöru
handa öllu landsfólkinu bæði
til sjávar og sveita og að stunda
ennfremur svína að alifugla-
rækt miðað við útflutning til
annara landa. Ekki hafa forráða
menn og trúnaðarmenn bænda-
stéttarinnar krafist þess af
höfundinum að hann skýrði
mál sitt betur. Framsláttur
hans í þessu efni er aðeins ein
af sönnunum fyrir því að mjög
muni skorta heilbrigða yfir-
stjórn á framleiðslumálum
sveitabænda, verzlun þeirra og
þátttöku í arðskiptingu í þjóð-
arbúinu. Eins og málum er nú
komið er annað hvort fyrir ís-
lenzka bændur og trúnaðar-
menn þeirra að duga eða drep-
ast.
V.
Bændastéttinni hlýtur að
vera Ijóst að ef henni á að
verða lífs auðið verður hún að
gera kröfur hliðstæðar bæjar-
flokkunum. Nú þýðir ekki leng-
ur fyrir menntamálaráðherran
að fjölyrða um að bændur séu
byrði þjóðarbúsins. Alþingi hef-
ur í skyndi orðið að leggja gíf-
urlega skatta á landsfólkið, allt
að 300 milljónir króna til þess
að geta haldið fiskibátum þjóð-
arinnar og togurunum að verki
á vertíðinni. í raun og rétti
hafa þessi mál verið hulin í
þoku. Síðan friði var slitið 1914
hafa íslenzkir togarar sjaldan
borið sig nema á stríðsárunum
eða þegar óvenjuleg spenna
var í fjárhagslífi þjóðanna. Síð-
an síðara stríðinu lauk hafa
skipakaupin, togaraútgerðin og
reksturinn ár eftir ár hvílt á
ríkissjóði og bönkunum. Nú
þykist ég vita að glöggir og
greindir menn spyiýa hvert á
íslenzka þjóðin að sækja þá
fjármuni sem útvegur, verzlun
og búnaður þurfa með til að
geta goldið lífvænlegt kaup fyr-
ir dagleg vinnubrögð. Því er
til að svara, að sú eina fram-
tíðar úrlausn sem til greina
kemur innan tíðar er að gjalda
hverjum þegni landsins, við
búnað, útveg, verzlun og iðnað
réttlátt kaup eftir þjóðarfram-
leiðslu hvert ár. Hafa samvinnu
bændur gert fullkomnustu til-
rauninni sem hefur verið fram-
kvæmd hér á landi í þessum
efnum með því að gera full
reikningsskil um sölu afurðar-
innar ár hvert, þegar sölu er
lokið og forráðamenn samvinnu
félaganna sjá úr hverju er að
spila í hvert sinn. í ár er þróun-
in komin á það stig að ríkis-
stjórnin og Alþingi geta ekki
lokað augunum fyrir þeirri
staðreynd að allir atvinnuvegir
þjóðarinnar eru starfræktir
með tekjuhalla. Hér verður
þjóðin öll að rannsaka málið
gaumgæfilega og taka síðan
höndum saman um bjargráðin.
Það hefur fyrr verið gert á
hættustund. (Meira.)
Slökkviliðið kallað út
í FYRRINÓTT var slökkviliðið
kallað að Strandgötu 13. Þar
hafði kviknað í andyri. Fljótt
og vel gékk að slökkva eldinn
og urðu ekki miklar skemmdir.
í FYRRADAG slasaðist kven-
farþegi í jeppabíl, sem valt út
af vegi í Glerárhyerfi. □
Frá vinstri: Guðríður Þórhallsdóttir, Birgir Ásgeirsson, Ilelga B. Jónsdóttir og Vilhjálmur Vil-
lijálmsson í hlutverkum sinum. (Ljósmynd: Eðvarð Sigurgeirsson.)
MENNTASKÓLALEIKURINN:
ER Á MEÐAN ER
Leikstjóri: Jónas Jónasson
SKÓLALEIKUR M.A. 1964 var frumsýndur í Samkomuhúsinu á
Akureyri s.l. miðvikudag. Hann heitir „Er á meðan er,“ gaman-
leikur í þrem þáttum eftir Kaufman og Hart, þýddur af Sverri
Thoroddsen. Leikstjóri er Jónas Jónasson og er þetta fjórði sjón-
leikurinn, sem hann sviðsetur fyrir Leikfélag Menntaskólans á
Akureyri.
Bókin Dæfur Fjallkonunnar fékk
góða dóma, nema einn,
segir Hgrún skáldkona, er hér var nýlega á ferð
Menntaskólanemendur eru
auðvitað engir leikarar, í þess
orðs merkingu. Þeir hafa fæstir
stigið á „fjalirnar“ fyrr og svo
hefur það jafnan verið um leik-
endur skólaleikjanna, og þeir
stunda erfitt nám. En skólafólk
á þessum aldri hefur mikla
starfsorku, ævintýraþráin býr
því í brjósti og það á ríkan
metnað fyrir hönd skóla síns.
Og menntaskólanemendur
eru flestir svo blessunarlega
ósnortnir og fordómalausir á
leiklistarsviðinu, að þeir eru
auðveldir til mótunar í höndum
leikstjóranna. Leikgleði þeirra
er slík, að hún smitar jafnan
hvern leikhúsgest. Að þessum
orðum töluðum er svo rétt að
bæta því við, að bæði nú, í
skólaleik M.A. 1964, og áður,
hafa engum dulizt ótvíræðir
hæfileikar fleiri eða færri leik-
enda, í hvert sinn. En M.A. er
ekki leikskóli. Leikstarfsemin
þar, er tómstundagaman nem-
endanna, sem kennarar taka
velviðjaða afstöðu til.
Á frumsýningunni á miðviku
daginn, var skólasöngurinn
sunginn áður en sýningin hófst.
Og í lok sýningar ávarpaði
formaður Leikfélags M.A., Jó-
hann H. Jóhannsson, alla við-
stadda og beindi þakkar orð-
um til skólameistara, Þórar-
ins Björnssonar, og Árna
Kristjánssonar kennara, fyrir
góðvilja þeirra og aðstoð. Skóla
meistari tók því næst til máls
og þakkaði leikstjóra, nemend-
um sínum, svo og öðrum, fyrir
vinsemd í garð skólans og fyr-
ir komuna í leikhúsið.
Jónas Jónasson leikstjóri hef-
ur sýnilega ekki legið á liði
sínu og gert mikið á skömmum
tima — mótað „leirinn* af
smekkvísi og með æfðum hönd-
um.
Það yrði of langt mál að ræða
um öll 19 hlutverkin í sjónleikn
um „Er á meðan er.“ En minn-
isstæðastur er mér leikur
Helgu B. Jónsdóttur í hlutverki
Alice, svo sterk og áhrifamikil
var túlkun hennar. Þá var dans
mærin Essie mjög skemmtileg í
meðferð Guðríðar Þórhallsdótt-
ur og húsmóðirin Penelope, leik
in af Margréti Aðalsteinsdóttur
sagði margt vel og skemmtilega.
Af piltahlutverkunum má
nefna Vanderhof í höndum Birg
is Ásgeirssonar, sem gerði hlut-
verkinu hin ágætustu skil á
hógværan og smekklegan hátt,
og Tony Kirkby í góðum hönd-
um Vilhjálms Vilhjálmssonar.
Einar Haraldsson lék Paul,
Gissur Kristjánsson rússann
Kalenkhov, Jóhann H. Jólianns-
son Antony Kirkby, allir mjög
sómasamlega. Einnig léku Leif-
ur Ragnarsson, Steindór Gíslas.,
Jón Hihnar Jónsson og Valgarð-
ur Sigurðsson, sem höfðu minni
hlutverk, og Kolbrún Jóhannes-
dóttir, Nanna Jónsdóttir, Ragna
Kemp og Auður Mattliíasdóttir,
sem allar skiluðu sínum litlu
hlutverkum snoturlega. E. D.
HÉR var í vikunni á ferð Hug-
rún skáldkona. Blaðið náði sem
snöggvast tali af henni og lagði
þá fyrir hana nokkrar spurning
ar.
Frú Filippía Kristjánsdóttir.
Hvar í röðinni er nýja bókin
þín, sem út kom fyrir jólin?
Hún er sú 16. Þar af eru 4
Ijóðabækur, nokkrar bækur fyr
ir börn og unglinga og svo skáld
sögur. Bókin Fanney á Furu-
völlum, sem út kom í fyrra,
fékk ágætar viðtökur og það ár
kom líka út ævintýrabók fyrir
börn, sem seldist upp á skömm-
um tíma.
En um hvað fjallar nýja bók-
in þín, Ðætur Fjallkonunnar?
Þetta er ævisaga tveggja
kvenna, þeirra Sigríðar Svems-
dóttur klæðskerameistara, sem
er listakona á mörgum sviðum
og Onnu Margrétar Björnsdótt-
ur, sem var austfirzk. Hún fór
á yjigri árum til Danmerkur,
lærði þar hjúkrun og var mjög
fjölhæf kona og merk. Hjúkr-
unarstörf vann hún m. a. í
Reykjavík þegar spánska veik-
in geysaði 1918. Sigríður Sveins
dóttir er á lífi og á heima í
Reykjavík. Myndir í bókinni af
listaverkum hennar, hafa vak-
ið athygli. Hefði hún notið betri
menntunar væri hún efalaust
meðal okkar fremstu lista-
manna.
Hvaða dóma hefur sú bók
fengið?
Henni var vel tekið og er ég
ánægð með viðtökurnar. Þó
fékk bókin harðan dóm eins
gagnrýnanda, og við því mega
höfundar alltaf búast.
Heldurðu áfram að skrifa?
Það er ástríða og ég verð að
halda áfram. Nú er ég með
handrit í tvær bækur, annað er
barnasaga, áður flutt sem leik-
rit í útvarpstíma barnanna. Um
(Framhald á blaðsíðu 7).
— Þú finnur þú finnur þá enga gleði ánægju í starfi þínu. Þess
vegna gengur þetta svo erfiðlega og baslsamt hjá þér. Pabbi þinn
gamli fann hlutverk sitt og tilgang lífsins í búnaðarstörfunum hérna
á bænum. Þess vegna fannst honum víst alls ekki störfin og erfiðið
leggjast þungt á sig. En þetta var hann faðir þinn gamli, Þorgils.
Þú ættir einnig að minnast þess, þegar þú yfirgefur ættaróðal þitt.
Sigríður man enn þessi orð afa gamla, því henni fannst þá, að
hann væri ósanngjarn við pabba hennar, og að hún yrði að vera
sammála föður sínum. Afi væri orðinn svo gamall og hefði svo
skrítnar skoðanir og hugmyndir um starfsgleði og þess háttar. Nei,
hvorki hún né Farteinn gat þá verið sammála afa gamla.
— Þetta er ekki rétt gagnvart ætt þinni, hefði mamma hennar
sagt, þegar fyrst kom til mála að selja Stóra-Ás, — og víst heldur
ekki gegn afa, hefði hún bætt við stillilega.
— Og afi mun eflaust átta sig og kunna vel við sig þar, sem
við setjumst nú að, hefði faðir hennar svarað konu sinni.
— Já, það heldur þú nú, hefði mamma hennar svarað og gengið
hratt út úr eldhúsinu, þar sem þau höfðu setið og spjallað um þetta.
Sigríður man dagana næst é eftir. Þeir voru þrungnir spanandi
óróleika og eftirvæntingu. Enginn eirði við vinnu sína. Var sem
allir biðu þess, að nú væri lokið öllu stritinu á Stóra-Ási. Senn ætti
að flytjast þaðan búferlum. Öllum heima var ljóst, að faðir þeirra
var sjúklega þungt hugsi um að ná í nýja jörð sem næst borginni.
Og er loks kom að því, að hann hefði keypt jörð á þeim slóðum,
var sem öllum létti fyrir brjósti. En Sigríður minntist þess, að afi
gamli hafði hrist höfuðið, er hann heyrði þetta, og hún man, að
hann hefði þá sagt stillilega í hljóði: — Guð hefir sennilega ein-
hvern tilgang með öllu. Já, hugsaði hún með sér, afi myndi trúa
öllu þess háttar.
Hún minntist einnig þess, sem afi sagði einu sinni, er hann stóð
úti við fjalhöggið og klauf viðarskíði: — Æjá og jæja, Guð heyrir
allt og sér allt. Og einmitt það, að ég skuli þurfa að flytjast frá
Stóra-Ási. — Og afi hefði horft upp til skógarhlíðarinnar fyrir of-
an bæinn. Sigriður hafði staðið skammt frá honum, án þess hann
virtist veita henni eftirtekt. Hann sagði þetta víst aðeins við sjálf-
an sig.
Afi gat stundum sagt nokkur alvöruorð, hljóðlátlega en þó þungt.
Sigríður gat aldrei gleymt deginum þeim, er þau fluttu frá Stóra-
Ási. Og það var fyrst núna, nokkrum árum síðar, að henni er fylli-
lega ljós alvara þess dags. Hún minntist íbúðarhússins galtóma, er
þau fóru þaðan. Þau höfðu öll staðið úti á hlaðinu og litast um á
alla vegu í síðasta sinn. Hér áttu þau ekki framar heima. Engar
eignir né réttindi. Faðir þeirra hafði afsalað sér óðalsréttinum. Og
elzti erfinginn, Farteinn, var nægilega fullorðinn til að skrifa undir
sjálfur.
Nýi eigandinn var kominn í hlaðið. Það var úrhellisrigninging um
daginn. — Himininn grætur vegna burtfarar okkar, hefði Farteinn
sagt í spaugi. Já, allt hefði grátið þann dag. Regntárin blikuðu á
laufi trjánna. Skógurinn og fjallshlíðarnar og snarbröttu fjöllin, allt
var blautt og blikandi. Já, Farteinn hafði satt að mæla. Við syst-
AUÐHILDUR FRÁ VOGI:
| GULLNA BORGIN |
kinin hlógum þó víst að ummælum hans, en vorkenndum þó mömmu
og afa gamla. Þau grétu bæði öðru hverju, þegar brúnka gamla
labbaði út eftir póstveginum með síðasta flutninginn.
— Æjá og jæja, er ég þá raunverulega að flytja frá Stóra-Ási
núna! hefði afi sagt, þegar útsýnið heim til bæjarins hvarf að fullu.
— Guð hefir sennilega sinn tilgang með þessu.Iíka.---
Sigríður hrökk upp úr þessum löngu hugarórum sínum, er eim-
reiðin blés fyrir hennar brautarstöð. Hún stendur upp af bekknum
og mjakar sér framhjá samferðafólkinu fram að dyrunum. Hvernig
skyldi þá helgin sú arna verða? hugsar hún. Hún gengur út á stöðv-
arpallinn og síðan út á veginn. Hér er koldimmt. Snarpur vindur
þyrlast um hana úr öllum áttum. Skyldi nokkurn tíma vera logn
é þessari ægissiðu? — Hu-ú, nei! Þýtur í vindinum í eyrum hennar
er hún hefur göngu sína tuttugu minútna leiðina frá stöðinni og
heim til bæjarins hennar.
Sigríður hraðar sér heimleiðis. Napur og kaldur útsynningurinn
næðir um hana. Hér er enginn á ferli. En þarna grillir í mann-
skapnað við fyrsta hliðið fram undan. Hún finnur að andardráttur
hennar verður örari. Er hún kanski smeyk? Nei, eigilega ekki. —
Guðisélof! Það er eflaust hann Lárus, sem stendur þarna og býður
eftir henni. Og nú finnur hún, að hún hefði orðið illilega hrædd,
ef einhver ókunnugur hefði staðið þarna við hliðið. En auðvitað er
það hann Lárus. Hann kemur á móti henni. O.sei-sei-já. Hann er
auðþekktur, berhöfðaður með stinnan lubbann upp í loftið, dálítið
slingrandi í gangi, og pípan dinglandi muni hans.
— Sæl og blessuð! Þarna kemurðu þá, segir hann lágt og tekur
litlu handtöskuna hennar.
— Já, svarar hún fegin. Nú var hún ekki lengur alein í myrkr-
inu. — Eftir hverju varstu annars að býða? Hún lýtur skáhallt upp
til hans.
— Eftir lestinni, auðvitað! segir hann og hlær við.
— Ojæja, segir hún.
Þau halda svo af stað og spjalla um daginn og veginn. Hún segir
honum frá skemmtunum og félagssamkomum í borginni, og hve
vel hún uni sér þar meðal allra vinanna og góðkunningjanna, sem
hún hafi eigast þar. Hún sinnir því ekki, þótt Lárus verði þögull
og alvarlegri á svipinn, því meir sem hún segir honum frá öllu
þessu. Hún heldur rabbi sínu áfram. Og sérstaklega um skemmti-
samkomumar í félaginu, sem hún er í, og hún er ein af helztu
skemmtikröftunum. Hún drepur á, hve skemmtilegir og blátt áfram
borgarpiltarnir séu, kátir og félgaslyndir og ósparir á að bjóða henni
á bíó.
— Og hvað ætlast þeir til að fá í staðinn fyrir allan kostnaðinn?
spyr Lárus allt í einu.
— Svei þér nú! segir hún. — Nú ertu reglulega vondur. Hvað
áttu annars við með þessu?
— O, ætli þú finnir það ekki út sjálf, hugsa ég.
Sigríður segir ekki fleira. Orð hans hittu að vissu leyti i mark,
þegar henni verður hugsað til þess, sem borgarpiltarnir ætlast til
af henni. Það er að segja þeir piltar, sem hún hefur kynnst og verið
með á skemmtunum. — Jú, þeir eru allheimtufrekir. Það getur hún
játað í hljóði. Og þeir slógu sjaldan af kröfum sínum. Og þegar
þeir fengu ekki framgengt vilja sínum, urðu þeir gramir og stuttir
í spuna, kölluðu hana stelpukrakka og skiptu sér síðan ekki meira
af henni. Það var þess vegna sem hún hafði ekki orðið einkafélagi
neins þeirra sérstaklega.
Þegar kunningjakonur hennar furðuðu sig á þessu, svaraði hún
þeim aðeins því, að þetta væri sér að kenna. Hún yrði svo fljótt
skotin í nýjum kunningjum, að hún gæti ekki laðast að neinum
sérstökum. En þetta var nú ekki alveg satt. Hún hefði sva gjarnan
viljað eiga tryggan einkavin í hópi bæjarpiltanna, sem hún kynnt-
ist. En þeir hefðu snúið baki við henni, þegar hún vildi ekki lúta
vilja þeirra í einu og öllu. En á þem vettvangi var hún stöðug á
svellinu. Hún ver ef til vill full fljót á sér að leyfa nýjum kunn-
ingjum að kyssa sig. Og það er kannski snefill af sannleika í því,
að það sé hérumbil jafngilt að kyssa pilt í fyrsta sinn sem þau
hittast, og að kveðja hann samtimis.
— Eg hefði nú annars eiginlega átt að vera í bænum í kvöld,
segir Sigríður loksins. Hana langar til að erta Lárus ofurlítið.
— Já, það er mjög sennilegt, segir hann og slær öskuna úr pípu
sinni á grindarstöpli.
— Já, það var piltur sem hringdi til mín, rétt áður en ég fór,
skilurðu.
Lárus setur skyndilega ferðatösku hennar frá sér. — Jæja, nú
sérðu heim til þín. Góða nótt! segir hann hratt og gengur burt án
þess að líta við.
Þakka þér fyrir fylgdina! segir hún lágróma. En Lárus heyrir það
víst ekki. Sigríður finnur blygðunarkennd smjúga gegnum sig. Hvers
vegna var hún svona ertin, önuglynd og stutt í spuna við Lárus?
Húa sársér eftir því, þegar hún kemur að heimahliðinu og gengur
inn á túnið. Hvers vegna langar hana alltaf til að erta Lárus og
særa tilfinningar hans? Henni er það vel ljóst, að hún getur sært
hann svo miklu meir en nokkur annar. Og hún veit svo vel, hvers
vegna hann þolir svo lítið af hennar hálfu. Hún verður heit í kinn-
um. Hvað stoðar það, þótt Lárusi þyki vænt um hana, fyrst hún
ber ekki í brjósti sömu tilfinningar til hans? En samt er eitthvað
sem veldur því, að stundum þráir hún Lárus.
Framhald.