Dagur - 14.03.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 14.03.1964, Blaðsíða 2
ÖRÆFARABB HÉR LÝKUR FRASÖGN GUÐNA SIGURÐSSONAR í V’ VIÐ TJALDAVATN Nú er ég staddur við Tjaldavatn. Það er lítil tjörn, sem verður á leið manns, þegar komið er norður á fjöllin. Ég nem þarna staðar og athuga um- hverfi tjarnarinnar. Einu sinni er ég var hér á ferð fyrir langa löngu, veitti ég því eftirtekt, að sandurinn hafði sigið frá hraunjaðrin- um Syðst og vestast við vatnsbakkana, og sá þar i vatnsnúið fástaberg, en hraunið var mjög þunnt ofan á og virt- ist hafa eyðzt þarna. Síðan hefi ég oft um þetta hugsað, því reynist þetta rétt athugað, þá mun Jökulsá hafa runnið þarna fyrr á tím- um. Eii er hraunin hröktu hana úr sín- um uþphaflega farvegi, hefir þessi svelgur orðið eftir, en siðan smám sam- an fyllst af sandi. Þannig mun þetta hafa verið alstað- ar, og mestur hluti hraunsins mun hafa átt upptök sín á Vestur-öræfunum, runrtið til austurs og þrýst ánni á und- an sér austur á bóginn. Einnig er að minnast sandanna aust- an við Hrossaborg og norður fyrir Sælu hús. Þetta eru ekki foksandar, heldur til orðnir á annan hátt. Ef til vill hefir þarna verið stöðuvatn á löngu liðnum tímum. Ég er nú ekkert fróðari en aðrir í þessu máli, en samt hefir mér dottið í hug, að hér væri um Mývatn að ræða. Þegar um þannig loftslag er að ræða, er alveg ótrúlegt, hve miklar hillingar geta orðið. Það er því alls ekki ólíklegt, að Mývatn sjáist þannig í loftspeglun austur við Jökulsá. Þessar hillingar hafa ávalt verið óráðin gáta. Ég hefði haft gaman af að koma við í Sæluhúsinu, en held þó ferð minni áfram norður að Dettifossi. VI. DETTIFOSS OG HÓLMATUNGUU Þar fossipn í gljúfranna; fellur (þröng með flugnið, sem heyrist í grennd. — Við Bergbúans þrumandi þunglyndis- söng. ég þögull og hlustandi stend. G. G. Hér stend ég á gljúfurbrún eins hins hrikalegasta og mesta foss landsins. Jörðin titrar undir fótum mér, þar sem ég stend og horfi ofan í freyðandi straumkastið. Það er hrikafögur sjón að sjá vatnið byltast þarna um og falla fram af svimháu berginu. Drunurnar lieyrast langt að, og úðamökkurinn stendur hátt í loft upp, þegar vöxtur er í ánni. Mér finnst sem fossinn ætli að seiða mig ofaní gljúfrið, svo ég helzt þarna ekki lengi við. En drunurnar haldast langa hríð í eyrum mér og sleppa mér ekki. Ég helcf ferð minni áfram norður með gljúfrunum og er nú staddur í Hólma- tungum. Gljúfrin eru lang fegurst á þessum slóðum ofan að Hljóðaklett- um, og er alveg sérstakt, hve ánni hefir ‘ tekizt að grafa og móta bergið fagur- lega. Hólmatungur er tvímælalaust sá al- fegursti staður meðfram allri Jökulsá. Þar er á svæði dálítið undirlendi, skógi vaxið að mestu leyti, og margar tegund- ir blóma. En þegar komið er niður að gljúfrunum, breytist allt skyndilega. Fyrst verður fyrir manni hellir í berg- inu, og geta 6—8 manns komist þar fyrir. Vísar hellirinn svolítið niður á við, og gerir það auðveldara að komast í hann. En þegar komið er að ánni, verður breyting á gljúfrinu. Hér er það tvöfalt á parti. Annað gljúfrið er tómt, en í hinu beljar áin áfram, og er hrygg- ur á milli, en hengiflug til beggja handa, en þó er hér gangfært. Á einum stað kemur fögur lind streymandi ofan úr heiðinni og mynd- ar tvo fagra fossa. Efri fossinn er í einu lagi, en sá neðri rennur spölkoi'n einn, en til hliðar við hinn fossinn fram af klettinum í mörgum fögrum smábun- um og myndar afar fagra slæðu, sem prýðir klettinn svo fagurlega, að unun er að sjá, en hvammurinn fyrir neðan er þakinn fegursta grávíði. Norður með ánni eru hinir svonefndu Forvaðar. Margar smálindir koma þarna fram úr brúninni og falla fram af eins og blikandi silfurstrengir, en þroskamikill skógur sprettur á milli lindanna. Verið sælar, fögru Hólmatungur! Ég kveð ykkur með söknuði, því ég mun aldrei sjá ykkur framar. VII. SÚLAN FAGRA OG HLJÓÐA- KLETTAR Ur Hólmatungum held ég norður gil- barminn, sem þarna er all-hár, og til þess að kom§st ofan á sjálfa gljúfur- brúnina verð eg að fara ofan talsveroa brekku ög síðan gegnum þykkt skógár- belti. Nú stend ég á blábrúninni og horfi ofan í hringiðuna. Þarna er berg- ið mjög hátt. — En hvað -sé ég! Skammt fyrir neðan . mig stendur ferstrend súla, lítið eitt lægri en bergið sjálft. En til þess að ná mynd af henni þarf ég að fará enn framar á gljúfur- brúnina, svo ég geti beint myndavél- inni nægilega niður á við. Þarna tek ég þrjar myndir, og við þá síðustu mátti ég ekki tæpara standa. En hún varð líka bezt. Súlan er ferstrend með tvö ljós blá- grýtislög efst, en þriðja lagið er blá- svart mola-blágrýti um tæpan metra á breidd, en að öðru leyti er súlan úr blágrýti. Ég hefi aldrei séð jafn fagurmeitlaða súlu af straumvatnsvöldum eins og þessa súlu, enda býst ég við, að hún eigi óvíða sinn líka. Þá er ég sennilega kominn á þann einkennilegasta stað, sem fyrirfinnst við endilanga Jökulsá, en það er Vest- urdalur og Hljóðaklettar. Hér eru hin sérkennilegustu verksummerki, sem áin hefir skilið eftir sig að undanskildu Ásbyrgi. Ég vík aftur að því, sem mér rann í hug, er ég var staddur við Tjaldavatn, að hraunin sem komu af Vestur-öræf- um, myndu hafa hrakið Jökulsá úr sín- um upprunalega farvegi og í þann far- veg, sem hún nú fellur um. Þá er skilj- aniegt, hvernig Vesturdalur hefir myndast. 1 öndverðu hafði áin engan farveg, og eftir að tók að halla undan porður af, hefir straumurinrt ekki verið stöðugur í rásinni, eh þó hlotið að hallast á aðra hvora hliðina, og Vesturdalur þá orðið fyrir valinu. „Eyjan“ segir söguna sjálf. Hún stendur föst við Suður-hálendið og er jöfn því að hæð, og með þunna blá- grýtishettu ofan á kollinum, en efnið í klettinum er blásvart mola-blágrýti. Bæði vestur-gaflinn og norður-hliðin eru svo lóðrétt, að þau gefa súlunni fögru ekkert eftir. Skal nú athugað gilið sjálft. Skekkjan sem þarna er á gilinu, mun vera um einn kílómetra á lengd frá norðri til suðurs, og veit það meira til vesturs á þessu svæði en til austurs. Má því gizka á, hverju fram muni hafa farið, þegar Hljóðaklettar voru að myndast. Athuganir á Jökulsárgljúfrum og gili vekja margar hugsanir og „hugdettur" hjá forvitrtum ferðamanni. Hér á Hljóðakletta-vettvangi virðist blágrýtis- molabergið hafa verið allerfitt viður- eignar og mun hafa náð yfir allt svæð- ið, sem áin ræður nú yfir, en verið mjög erfitt að vinna það. En Vestur- dalur hefir verið grafinn samtímis molaberginu. En jafnóðum og barátt- unni við þetta jarðlag var lokið, hefir leiðin verið greið. Og allir þessir 4 klett- ar staðið eftir, og virðast allir jafngaml- ir. Standa 3 þeirra á þurru, en sá 4. — sá að austanverðu — gengur út í ána, sem hýr rennur í fremur þröngum farVegl. Kletturinn hefír tvær strýtu- myndaðar burstir niður að miðju og er því all einkennilegur ásýndar. Hinir klettarnir eru töluvert misháir, Sá fyrsti sýnir alveg þykktina á þessu berglagi, svo að eigi er um að villast. Er hetta af ljósu blágrýti ofan á hon- um, eins og á „Eyjunni". Sá næsti er lægri, því áin hefir skafið svo mikið ofan af honum. En gilið á þessu svæði er eins og hús, sem byggt hefir verið með risahvolfþaki og ekki hvílt á öðru en súlum. En nú er þakið hrunið, og eftir standa nokkur súlnabrot. Og er menn koma þangað og láta misjafnlega hátt til sín heyra, hljómar svo fagur- lega í þessum fornu rústum, að uiiun er á að hlýða. Ég hefi hugsað mér að koma við í Ásbyrgi og læt því hér staðar numið að fullu og öllu. VIII. ('Hl ÁSBYRGI Oft hefir mig langað til að skrifa um Ásbyrgi, því þangað hefi ég komið svo oft og kynnst því talsvert. Ég hefi því athugað bergið og Tjörnina, og þá sér- staklega Botninn. Ásbyrgi er ekki ungt að árum. Hefir það sennilega verið fullmótað löngu áður en hraunin tóku að hrekja Jökulsá úr sínum upphaflega farvegi. En meðan áin rann í Ásbyrgi, hafa þarrta orðið mikil eldsumbrot, sem máð (þurrkað) hafa burt allar menjar eftir Jökulsá, nema svelginn, sem nú er kallaður Tjörn, og einnig vatnsnúna blettinn, sem enn sést á berginu. En þegar farið er að ganga um Botn- inn, sézt ekki annað en vatnsnúið grjót í mismunandi stærðum. Flestir felja Ásbyrgi hina mestu listasmíð, sem nokkurt straumvatn hefir af hendi leyst. Ætla ég nú að lokum að fara nokkrum orðum um bergið sjálft og reyna að lýsa því eftir beztu getu. Það er með bergið eins og bók, sem lokuð er með lás, en lykillinn týndur. Eigi er gott að fullyrða, hvort hér sé um mola-blágrýti að ræða eða ljósara blágrýti, en svo mikið er víst, að jarð- lögin hér eru mjög óregluleg. Þau standa af sér alla jarðskjálfta, þótt björgin hrynji annars staðar, eins og t. d. Ingólfsfjall í Ölfusi 1896, þegar hrafnarnir flúðu þaðan með tölu kvöld- ið áður en ósköpin dundu yfir. Ég lít því þannig á, að Ásbyrgisbjörg- in hafi mikinn stuðning af þessari ein- kennilegu bergtegund, sem er blásvört á lit og þannig samansett, að það getur ekki hrunið, Og einnig er erfitt fyrir stórvötn að vinna það. Þessa bergtegund hefi ég orðið var við á eftirfarandi stöðum: Á „Eyjunni“ í VestUrdal og í Hljóðaklettum, Súl- unni fögru og hnjúknum í Gæsadal. Þennan hnjúk ber hæst yfir allar hæð- ir dalsins og virðist vera lausaskriða, sem ekki sé holt að fara of nærri. Hann er byggður úr svartbláu grjóti, ekki stærra en svo, að fela má í lófa sínum. Það ei' með hvöss horn og brúnir, og er helzt að sjá, að steinarnir hafi stuðn- ■ ing hver af öðrum, þVí hnjúkurinn stenzt allar jarðhræringar og lætur éngan bilbug á sér finna. Þá á ég aðelns eftir að kveðja þennan sérkennilega fagra stað. Er ég síðast kom þangað, sá ég að allur gróður hafði tekið höndum saman og myndað órjúf- andi félagsskap um að græða upp hinn gamla farveg Jökulsár. Mosinn og lyng- ið höfðu tekið að sér að græða stein- ana, svo að ber og blóm gætu sprottið þar. Margar tegundir blóma höfðu setzt að í skógarjaðrinum, en skógurinn orð- inn hin fegursti. Þarna hefir lengi verið í sköpun hin fegursta Paradís fugla og blóma, sem nú býður opinn faðminn öræfaförum og öðrum þeim, sem fegurðar leita og friðar. p. t. Kristnesshæli. Guðni Sigurðsson. Eyjan í Ásbyrgi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.