Dagur - 14.03.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 14.03.1964, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábýrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Ályktun Á MIÐSTJÓRNARFUNDI Fram- sóknarflokksins um síðustu helgi, var samþykkt stjórnmálaályktun flokksins, og er hér fyrsti liluti henn- ar: EFN AHAGSRÁÐSTAFANIR nú- verandi ríkisstjórnar hafa reynzt þjóðinni mjög illa. Þær hafa reynzt óhæfar til að ráða bót á þeim erfið- leikum í íslenzku efnahagslífi, sem fyrir voru, og til viðbótar skapað aðra nýja og enn alvarlegri. Dýrtíð hefur auðizt hraðar en nokkru sinni fyrr, vinnufriður verið óstöðugur og atvinnuvegirnir eiga í vök að verjast. í skjóli lánsfjárhafta og verðbólgu dafnar nú margs konar fjármála- spilling og brask. Aðalfundur miðstjórnar Framsókn- arflokksins haldinn í Reykjavík, 6.— S.marz, 1964, leggur áherzlu á nauð- syn þess, að ekki verði frekari dráttur á að tekin verði upp á ný heilbrigð stefna í efnahagsmálum. Kjaramálin verður að leysa í áföng um, þannig að tryggðar verði lífvæn- legar tekjur fyrir eðlilegan vinnudag. Ríkisvaldið verður að taka upp samstarf við almannasamtökin í landinu, samvinnufélögin og stétta- félögin. Efnahagskerfið þarf að endur- skoða frá rótum og skapa skilyrði fyrir skipulegum hagvexti í stað þess skipulagsleysis, sem nú ríkir. Bendir fundurinn m. a. á þessar leiðir: I. Ríkisvaldið má ekki skjóta sér undan ábyrgð af verðlagsþróuninni í landinu, eins og núverandi ríkis- stjórn hefur gert, heldur gera nauð- synlegar ráðstafanir til að halda dýr- tíðinni í skefjum. Til þess að stuðla að hagstæðari verðlagsþróun er m. a. nauðsynlegt að draga úr þeim mikla kostnaði, sem orðinn er við stofnun atvinnu- fyrirtækja og heimila og vaxið hef- ur á undanförnum árum langt fram úr atvinnu- og launatekjum. að stilla vaxtafæti í hóf. að lækka neyzluskatta og tryggja öruggari innheimtu skatta. að skapa möguleika til að verð- tryggja sparifé. að nema úr lögnm bann við vísi- tölutryggingu launa. að auka verðtryggðan skyldu- sparnað. □ fiiitiiiiliiiiifiiiitiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiii JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: iiiiiiiiiiinmiiiiiniiiiii iiiimmmmmmii MÁLEFNI BÆNDA 1964 ÞÁTTUR BLAÐANNA. Blöð landsins hafa tekið mjög misafnlega þessari sókn bænda. Morgunblaðið hefur birt sumar af hinum fráleitu greinum Gunnars Bjarnasonar. Reykja- víkurblöðin öll hafa látið sig litlu skipta bændafundi Gunn- ars Guðbjartssonar. Nokkrum dögum eftir að allir Reykvík- ingar vissu að mjög fjörugir fundir höfðu verið haldnir norð anlands, var þess getið í dagblöð unum. Aðeins eitt blað, Dagur á Ak- ureyri, hefur sýnt vakandi áhuga á málefnum bændanna. Væri fullkomin ástæða til að bændur á Norður- og Austur- landi gerðu meira af því en verið hefur hingað til, að nota sér velvild og áhrif þessa þraut reynda stuðningsblaðs norð- lenzkra og austlenzkra bænda. En það getur staðið til bóta DÆMIÐ FRÁ RÚSSLANDI OG KÍNA. Eitt af þeim málum, sem ástæða er til að ræða við Gunn- ar Bjarnason þar sem hann kemur, og þó sérstaklega við aðra áhugamenn um málefni sveitanna, er reynsla Rússa og Kínverja um stórbú í sveitun- um. í báðum þessum stóru ríkjum hafa stjórnarvöldin áhuga fyrir allri þjóðnýtingu. Vitað er að Rússum hefur orð- ið mikið ágengt með þjóðnýt- ingu vélaiðnaðarins og að lík- indum má segja það sama um úthafsflota þeirra til fiskveiða. Hvað sem segja má um þjóðlíf Rússa að öðru leyti, þá er víst, að stóriðnaður þeirra er orðinn mjög umfangsmikill og virðist geta keppt við Vesturlöndin. En allt öðru máli gegnir um landbúnaðinn- í Rússlandi og Kína. í báðum þessum löndum var áður rekinn einstaklingsbú- skapur. Að vísu oft með frum- stæðri tækni eins og víðar í heiminum. En bændurnir í Rússlandi og Kína framleiddu allar búvörur, sem þessar þjóð ir hafa lifað á öldum saman, allt frá grárri forneskju. f báð- um þessum löndum hafa Stalin og stéttarbræður hans beitt bændur hinu mesta harðræði, til þess að flæma þá frá búum sínum. Stalin hafði það ráð að neita milljónum bænda um út- sæði á akra, ef þeir vildu ekki skilyrðislaust gefast upp og ganga á hönd ríkisvaldinu og vinna sem launþrælar hinna stóru ríkisbúa. Þessi meðferð bænda í Rússlandi var svo harkaleg, að sagnfræðingar telja, að 20 milljónir bænda hafi verið flæmdir á vergang eða sveltir í hel. Þannig var ríkis- reknum búskap komið á í land- inu. Menn vita minna um Kína, en þó er það hyggja kunnugra manna, að þar hafi verið beitt sama laginu, enda líta stjórnar- völd þess rílcis svo á, að þjóðin sé svo mannmörg, að hún geti þeirra hluta vegna lagt út í atomstríð þótt sá leikur kostaði 200 milljónir mannslífa. Kínverj ar séu samt nógu margir og myndu geta lagt undir sig ný lönd, þar sem fólkinu hefði ver ið útrýmt með atomeldinum. En nú er að víkja að því hvérsu Stalin og Krusjeff lánað- ist stórbúskapur ríkisins. Stjórn arvöldin hafa ár eftir ár gert allt sem unnt var til að gera þenn- an búskap lífvænlegan fyrir þjóðfélagið, þannig, að borgar- búar gætu fengið nægilegan bú- mat frá ríkisbúunum til dag- legra þarfa. Þetta er raunar sjálfsögð krafa, sem gerð er í hverju landi, enda eru bændurn ir sjálfir manna fúsastir að verða við óskum kaupenda, ef sanngirni er beitt í öllum skipt- um. HUNGURSNEYÐ FYRIR DYRUM. En í Rússlandi og Kína hefur þróunin orðið með þeim hætti, að ríkisbúin hafa mislukkast algerlega, þrátt fyrir hina miklu umhyggju og aðild stjórnar- valdanna. Það hefur vantað korn, kjöt, mjólk, egg og græn- meti, svo ekki sé fleira talið. Bæði stórveldin hafa á síðustu árum neyðst til að kaupa mat- væli frá keppinautum sínum, Engilsöxunum. Kínverjar leit- uðu fyrst til Ástralíumanna og Kanadamanna því að þar var hlutleysi í skiptum milli ríkj- anna. Rússar fóru í fyrstu sömu leið. En þegar á leið, var ekki nóg af kornvörum og öðr- um búvörum til sölu. Krúsjeff notfærði sér þá batnandi sam- búð Rússa og Bandaríkjamanna og fór fram á stórkostleg mat- arkaup, enda virðist það vera eina úrræði Rússá til að forðast stórkostlega hungursneyð í landinu. Enn er þó sagan ekki fullsögð, því að bæði Stalin og Krusjoff neyddust til að láta hina ánauðugu bændur, eða starfsmenn ríkisbúanna hafa litla bletti til ræktunar nærri hýbýlum sínum. Þessa bletti mega bændurnir rækta að eigin vild. Þar varð moldin lífsupp- spretta fyrir Rússland og rússn- eskt þjóðlíf. Þar rækta bænd- urnir kálmeti og korn og hafa nokkur alidýr. Hægt er að hafa svo sem eina kú á hinum þrönga, afmarkaða reit. LITLI BLETTURINN OG SÁL BÓNDANS. Þá gerðist kraftaverkið. Þess- ir litlu blettir lands voru rækt- aðir með hinni mestu ástundun og ástúð og gáfu ótrúlega mik- inn arð, þar sem ríkisbúin með öllum sínum vélakosti og til- kostnaði stjórnarvalda voru allt af í ólagi. Það vantaði einn hlut í ríkisbúskapinn: Sál, trú og vel vild bóndans. Rússnesku bænd- unum þótti vænt um blettina, sem þeir ræktuðu sjálfir fyrir sig og sína og þar drógu þeir ekki af sér. En á ríkisbúunum gerðu þeir nauðsynlega skyldu sína, án þess að hafa trú á fyr- irtækinu. Þeir litu með söknuði til fyrri daga, þegar þeir máttu rækta sínar bújarðar. Þessum málum er nú þannig komið, að tvær af voldugustu þjóðum heims, Rússar og Kín- verjar, hafa lagt út í það stór- ræða, sem Gunnar Bjarnason og hans fylgifiskar stefna að, þ. e. ríkisbúskapur til framleiðslu á landbúnaðarvörum á íslandi. Þessi leið Rússa og Kínverja er algerlega lokuð. Stjórnarvöld þeirra hafa gert allt, sem hugs- anlegt er til að bjarga við þjóð- nýtingarskipulagi sínu, en án árangurs. Krusjeff talar nú um stóraukna framleiðslu og notk- un áburðar og kennir uppskeru brestina vanrækslu yfirvald- anna í landbúnaðarmálum. Hingað til hafa allar vonir stjórnarvaldanna í nefndum HALLDÓR JÓNSSON ÁSBYRGI t t f KVEÐJA ÚR GLERÁRIIVERFI Nú er komin kveðjustundin Kristur blessi legstað þinn, hún cr ávallt harmi bundin hölug tárin strjúka kinn. Þó ber oss að þakka a£ hjarta að þrautagöngu lokið er, nú átt þú framtíð fagra og bjarta friður Drottins sé með þér. Góður varst þú verkamaður er vildu allir lcita til, að hvcrju starfi gekkst þú glaður gafst þig jafnt við söng og spil. Kórinn þakkar kennslu þína og kæra samleið alla tíð. Yfir þér niun ætíð skína allar stundir sólin blíð. Góða ferð til fcgri landa fcllur tjald við sólarlag ástvmir sem eftir standa allir þakka vilja í dag. Astar þakkir afi, bróðir, eiginmaður, faðir kær. Unrvefji ]ng englar góðir okkar lifir minning skær. Höfuni hljótt því Kristur kallar kvcðjuin þann sem liggur nár. Dimmir að, því degi hallar Drottinn þerrar sorgartár. Sjáuin himins blíða bjarma brosa til þín milt og rótt. Drottinn sína ástararma urn þig vefur. Góða nótt. H. J. Veðurspámsrinirnir vita ekki siff rjúkandi ráð 5 - Frá Búnaðarþingi ríkjum mistekist af þeirri ein- földu ástæðu, að sveitafólkið hefur hvorki trú eða traust á fyrirkomulaginu og er fullt af gremju til vandhafanna, sem sviftu það eignum sínum og at- vinnufrelsi. SÖGULEG ATRIÐI. Þetta var landbúnaðarhliðin á atvinnurekstri Kússa og Kín- verja. En það er líka önnur hlið á þessu máli, og hún er eftirtektarverð fyrir íslenzka bændur. Á landbúnaðarsviðinu hafa rauðliðar beðið hinn hefri- legasta ósigur fyrir hinum vopn- lausu bændum á sléttum Rúss- lands og Kínaveldis. Nú lítur út fyrir að höfðingjar bolsevika geti aldrei unnið sigur í land- búnaðarmálum. Atvinnusaga heimsins bendir í þá átt, að það geti aldrei tekist í neinu landi, að gera búvöruframleiðsluna lífræna með því að láta'þá, sem að henni vinna, vera ófrjálsa menn og kúgaða. Þetta sögulega atriði mun hafa mikla þýðingu í skiftum stéttanna á íslandi, þegar ís- lenzkir bændur efla atvinnu- samtök sín til sjálfsbjargar, og sú þróun virðist vera á góðri leið. Það er mikils virði í skift- um við ógætna andstæðinga, eins og óunnar Bjarnason og Gylfa Þ. Gíslason, að geta bent þeim á, að þeir geta aldrei unn ið sigur í búnaðarmálum á ís- landi, enda er það víst, að ef óhappaöflum tekst að eyði- leggja byggðina, deyr öll þjóð- in. □ Egilsstöðum 12. marz. Veðurspá- mennirnir okkar hér austur frá vita nú ekki lengur sitt rjúk- andi ráð, því spár þeirra hafa brugðist svo gjörsamlega að undanförnu. Þeir spáðu hríð og frosti með þorrabyrjun, síðan að brygði til hins verra á miðþorra. Ekki rættist það. Gripu þeir þá til góunnar og sögðu að með komu hennar myndi enda veður blíðan. Ekki varð það heldur og heyrist nú enginn spádómur lengur. En menn lofa guð fyrir góða veðrið, sem enn helst. Tré eru farin að springa út og er beygur í skógræktarmönn- um. Frostið, sem ekki var djúpt í jörðu, er að hverfa og vegir að verða þurrir og góðir. Aldrei kemur dropi úr lofti, en hæg sunnanátt löngum, stundum frostkul um nætur. Margir bændur eru búnir að sleppa fé sínu, en reyna þó að gæta þess, að það rási ekki upp á heiðar. Svo eru menn að byggja og steypa eftir hendinni í hlýind- unum. Verst er, að óvíst er með Öllu um opinberar framkvæmd- ir og tefst því undirbúningur af þeim sökum. Má í því sambandi nefna Eiðaskóla og byggingu við flugvöllinn. Menn vita ekki enn hvað valdamenn syðra ætla að leyfa og hvað ekki. Um 170 manns gengu í félag ungra Framsóknarmanna, sem stofnað var á Egilsstöðum í jan úar í vetur. Þessi félagsstofnun vakti eftirtekt og úlfaþyt. Sjálfstæðismenn og kommún- istar héldu því fram, að ótil- hlýðilegur áróður hefði verið rekinn í sambandi við þessa félagsstofnun og börn verið tek in inn í félagið. Af 170 voru 7 innan við 16 ára aldur og myndi (Framhald af blaðsíðu 1). Aðgönguskýrteini fást í Bóka búð Jóhanns Valdimarssonar, Bóka og blaðasölunni, í skrif- stofu verklýðsfélaganna og skrifstofu Iðju. 19. marz (fimmtud. kl. 8,30): Erindi: Fjölskyldan og megin- hlutverk hennar, Hannes Jóns- son. Kvikmynd: Frá kynslóð til kynslóðar. í henni eru m. a. sýndar og útskýrðar erfðir mannsins og barnsfæðing. 20. marz (föstud.) kl. 8,30). Erindi: Ástin, makavalið og hjónabandið, Hannes Jónsson. Kvikmynd: Hjónabandið er gagnkvæmur félagsskapur. Myndin er gerð í samráði við dr. Lemo D. Rockwood, félags- fræðiprófessor við Cornellhá- það hvorki þykja ámælisvert hjá stærsta stjórnmálaflokknum í Reykjavík eða hjá rauðliðum í Neskaupstað. Formaður hins nýstofnaða félags er Magnús Einarsson, Egilsstöðum. Það verður að hryggja hina óánægðu menn með því, að fleiri félagsstofnanir ungra Framsóknarmanna eru í undir- búningi hér í kjördæminu. Væntanlega stofna svo félög hinna yngri manna með sér samband og verða búin að því áður en kjördæmisþingið verð- ur haldið í sumar. En það verð- ur að þessu sinni í Höfn í Hornafirði í júnímánuði. V. S. skóla. Litskuggamyndir: Fjöl- skyldan stækkar. 21. marz (laugard.) kl. 3,30). Erindi: Hjópabandið og sið- fræði kynlífsins, Hannes Jóns- son. Kvikmynd: Erfðir og um- hverfisáhrif. Myndin er gerð í samráði við dr. A. R. Lauer, félagssálfræðiprófessor við rík- isháskólann í Iova. 22. marz (sunnud.) kl. 3,00). Erindi: Vandainál lijúskapar- slita og hjónaskilnaða, Hannes Jónsson. Kvikmynd: Rætur Hamingjunnar. 22. marz (sunnud.) kl. 8,30). Erindi: Hamingja í hjóna- og fjölskyldulífinu, Hannes Jóns- son. Kvikmynd: Bertrand Russ- el ræðir um hamingjuna við Woodrow Wayatt. □ (Framhald af blaðsíðu 8). að það eru því sérstök vonbrygði að frumvarp það til jarðræktar laga, sem Búnaðarþing sam- þykkti 1962 og síðan var endur- skoðað af stjórnskipaðri nefnd, skuli eigi hafa verið flutt á Al- þingi. Leggur Búnaðarþing megináherzlu á, að það dragist eigi lengur að fullnægt verði í öllum atriðum því, sem þar er lagt til og jafnframt tekið fullt tillit til þeirra verðbreytinga, sem orðið hafa síðan það var samið. Vargfuglar. Um útrýmingu vargfugla var samþ. svohljóðandi ályktun: Búnaðarþing skorar á stjórn Bún. ísl. að fela veiðistjóra að taka til athugunar á hvern hátt unnt sé að halda vargfugli í skefjum, svo hann valdi ekki tjóni í varplöndum. Jafnframt undii'búi stjórn Bún. ísl. laga- breytingu, sem heimili nauðsyn legar ráðstafanir í þessu skyni og tryggi fjármagn til fram- kvæmda. Gróið land. Erindi Gunnars Guðbjarts- sonar um rannsóknir á grónu og ræktanlegu landi í sveitum landsins. Svofelld ályktun var sam- þykkt: Búnaðarþing ályktar að fela stjórn Bún. fsl. að vinna að því við Búnaðardeild Atvinnudeild- ar Háskólans að hafin verði mæling og flokkun gróðurlend- is heimalanda. Jafnframt skorar þingið á Al- þingi að veita Búnaðardeildinni aukið fjármagn til þessa verk- efnis. j Fjárhagsáætlun. Á síðustu dögum Búnaðar- þings var lögð fram og rædd fjárhagsáætlun Búnaðarfélags íslands fyrir árið 1964. Niður- stöðutölur hennar voru krónur 9.524.084,41. Fjármagn það sem Bún. ísl. hefur til umráða, er að mestu framlag úr ríkissjóði. Er það að jafnaði skammtað svo naumt, að félagið getur ekki varið neinu fé til annarra hluta en þeirra, sem nauðsynlegir eru hverju sinni. Aðalfjármagnið fer til þess að halda uppi ráðunauta þjónustu félagsins og þyrfti hún þó að vera mun öflugri en nú er. Búnaðarþingi var slitið fimmtu daginn þann 5. marz og hafði þá setið að störfum í 21 dag. 30 mál voru lögð fram, en 28 þeirra voru afgreidd. Það orkar ekki tvímælis að nái hin merkari mál, sem þetta þing afgreiddi fylgi Alþingis og ríkisstjórnar og verði samþykkt af þeim að- ilum í þeim anda, sem Búnaðar þing lagði til, þá verða þau til mikilla hagsbóta fyrir ís- lenzka bændur í framtíðinni. K. G. Námskeið um hjúskaparmálefni — Jæja, þá eruð þér nú hjá manninum, sem hokrar sjálfur, hefði hann sagt og boðið henni sæti á rauða flosbekknum. — Matreiðslu- maðurinn okkar er í fríi þessa stundina, og ég er einbúi um borð í skipinu í svipinn, hefði hann sagt. Þess vegna er ég svo feginn og glaður, þegar ég fæ heimsókn, að ég kann mér ekki læti! — Svo hefði hann setzt við hliðina á henni á bekkinn. Og hún hefði víst hugsað strax eitthvað á þessa lund: — Æ, bara að þetta gæti komið oftar fyrir! En hann fer sjálfsagt bráðum aftur. En svo hefði hann sagt henni, að hann færFekki fyrst um sinn. Skipið hans væri hér til athugunar og viðgerðar, svo að hér gæti orðið all-löng dvöl. Hún hefði víst orðið agalega glöð, þegar hann sagði 'henni þetta. Og hún hefði víst hlegið og spjallað í sífellu. Þau hefðu setið lengi yfir kaffinu og spjallað um heima og geima, og allt þeirra spjall var blandið glensi og gamni og féll svo létt og liðugt. En þegar kaffidrykkjunni var lokið, dró skyndilega niður í þeim. Þeim varð ósjálfrátt litið hvort til annars á víxl. Og nú varð dálítið erfiðara að horfast í augu, er þau töluðu saman. Að minnsta kosti fannst henni það, er á leið. En þau hefðu samt hlegið og spjallað og dreift þessum þagnarhléum á þann hátt. ■ Eyvindur hefði spurt hana, hvernig hún hefði getað þekkt sig und- ir eins á ferjubryggjunni? Hún hefði sagt honum það, en svo spurt hann hins sama. Jú, bróðir hennar hefði sýnt honum mynd af henni, og þá — hefði hann svarað og strokið henni létt um ljósgullna hár- ið hennar. Eftir á hefði hún virt fyrir sér þessa hendi, þegar hann fitlaði við teskeiðarnar á bakkanum. Hönd hans var svo sterk. Hún hefði leitazt við að tala í sífellu um laust og fast, svo að þögn- in skyldi ekki læðast að þeim óvörum. Og hefði hún setið örstutta stund þegjandi og horft í gaupnir sér, hefði hún óðar orðið þess vör, að hann hefði horft sem snöggvast á hana, en samt þannig, að henni hitnaði í kinnum. Það var sem sæi hann gegnum hana alla. Og hún, — hún hefði bara setið kyrr og fundið til þess, að augu hans vöktu hjá henni nýja og ókunna kennd, sennilega dálítið hættulega. En henni geðjaðist samt vel að þessari kennd. Þegar hann slökkti í síðasta vindlingnum, var sem tíminn næmi staðar milli þeirra og biði einhvers. Nei, — nú er hún víst orðin alveg rugluð af öllu þessu í kvöld. En hún getur ekki að því gert. Því að dvölin hennar hérna í bænum hefir í rauninni verið dauðans leiðinleg fram að þessu. Það er svo óralangt sðan hún hefir verið með einhverjum pilti, þangað til í dag. Já, ekki síðan hún var heima í sveitinni sinni, og þá var hún um hrið með einum kunningjanna. — En þetta í dag er allt eitthvað öðruvísi. Þetta er upphaf alls þess, sem hún hefir búizt við í borginni. — Já, gæti hún bara, oft og mörg- um sinnum, verið svona hamingjusöm og í kvöld! Já, og þá yrði svo miklu auðveldara að lifa, þegar henni væri orðið Ijóst, að lífið væri ekki eintóm vinna og strit, heldur einnig gleði. Önnur eins gleði og hún hefði lifað í kvöld! Æjá, henni er líka ánægja og gleði í vinn- unni. Hún ætlar að verða meistari í iðninni, auðvitað! — En hvað var það nú annars, sem Eyvindur Krag hefði sagt, rétt áður en hún fór heim aftur? — Það fer hitabylgja um Björgu, er henni verður hugsað til þess. AUÐHILDUR FRÁ VOGI: j GULLNA BORGIN ( — Hvers vegna sitjum við annars hér og segjum hátíðlega þér og yður og þess háttar? hefði hann sagt og horft beint í augu hennar. — Ættum við ekki heldur að segja bara Björg og Eyvindur? sagði hann og hló við henni og lagði hönd sina létt á öxl hennar. — Já, hvers vegna ekki? hefði hún svarað og fundizt að hönd hans brenndi sig gegnum kjólinn og inn á bert hörundið. En hann hefði þegar lyft höndinni aftur. — Lofaðu mér þá að heyra, hvort þú getur sagt Eyvindur! hefði hann sagt. — Eyvindur! hefði hún hálf-hvíslað. Röddin hafði brugðizt henni sökum feimni. — Björg! hefði hann sagt lágt, en skýrt. Og áður en þau lögðu af stað aftur yfir allar háskalegu skipabrýrn- ar, hefði hún orðið að heita honum því, að þau skyldu hittast aftur á laugardaginn. —---- Björg dregur sængina upp undir höku og brosir út í myrkrið. Nú verður auðvelt að vinna á stofnuninni þessa vikuna. Og það verður létt að lifa og hlæja glaðlega við hverjum einum. Því nú hefir hún ráð á að brosa! En — Érosið breytist brátt í alvöru. — Hvað skyldi mamma annars hafa sagt hefði hún séð ferðalag hennar í kvöld? Mamma sem er svo dauðhrædd um þau systkinin bæði, hrædd um að eitthvað hættulegt komi fyrir þau, hrædd um Stein á hafi úti, langt að heiman, og hrædd um hana hérna í borginni! Þau eru nú bæði fullorðin, hugsar Björg. Og nú hljóta þau þá loks- ins að geta séð um sig sjálf, eins og aðrir. En mamma er svo góð og óttast í sífellu einhverja óvænta hættu fyrir börnin sín. En nú þyrfti hún samt ekki að vera lengur hrædd um krakkana sína. Hérna í borginni væri sannarlega hættulaust. Og hér hefði til þessa aðeins verið leiðinlegt. — En í kvöld byrjar ævintýrið, mamma mín. í kvöld! Um sjöleytið, viljirðu vita stund og stað! Ég var dálítið hrædd, þegar ég klifraði upp skipshliðina, og þegar ég stiklaði yfir brýrnar a milli skipanna. Það er alveg satt. Svo hreinskilin skal ég vera við þig, mamma mín. En í næsta sinn — þá — því það á að verða næsta sinn — á laugardaginn kemur! — Þá er ég ekkert hrædd fram- ar, — kannski ofurlítið við augun hans Eyvindar Krag. — Og þessi augu voru það síðasta, sem fólst í huga Bjargar, áður en hún sofnaði þessa nótt. X. Engin stúlknanna þriggja á efri hæðinni er heima um áttaleytið um kvöldið. Rossí hefir hringt þrisvar sinnum án þess að fá svar. Hann hafði ætlað að ná tali af einhverri þeirra. En ungfrú Falk ætti sennilega einhverja kunningja eins og hinar. Svona lagleg og gáfuð stúlka á eflaust vini, sem fúsir eru að hitta hana í frístundum hennar. í kvöld hefði hann gjarnan viljað hafa tal af henni. Hann skyldi þá líka hafa leikið fyrir hana á flygilinn. — En nú var engin 'þeirra heima þarna uppi. En nú ætlar hann að hringja til frú Gilde og spyrja, hvort hann megi líta inn til hennar sem snöggvast. Hann stingur fingri í talkringl- una, en dettur þá í hug, að hann gæti kannski allt eins vel komið þangað óvænt. Frú Gilde er oftast vön að vera heima, og oftast ein- sömul. Rossí er ekki lengi að ákveða sig, og skömmu síðar hringir hann dyrabjöllu hennar. Hann er þó hálfsmeykur um, að kannski sé hún samt ekki heima. — Jú, frú Gilde er heima, segir þernan. Hún vísar Rossí upp í forhöllina og býður honum sæti, svo skuli hún ná í frú Gilde. Hún hreyfir silkitjaldið til hliðar. — Aðeins augnablik! hvíslar hún. — Ég heyri að frú Gilde hefir nemanda! — Nemanda? Rossí myndar aðeins orðið með vörunum. Honum er þetta vonbrigði. Frú gilde er þá samt ekki viðlátin! Hann situr samt og hlustar. Kvenrödd berst dauft að eyrum hans gegnum vegg- inn. Mjúk rödd með dökkum hljómblæ og viðkvæm. Hann getur greint orðin, þegar hann hlustar vel: Stundirnar Iiða hratt sem hrynjandi foss, hljótt sem andvarp laufblæs í þagnar-skógi hljóðni og hverfi sem dropar, er drjúpa frá blöðum og sökkva í sand og aur. Æ, jörð! Hví ertu svo bráðlát og banvænt hungur þitt, að beðið ei getir enn um nokkura hríð, — eða er þegar allt mitt líf i fallið í gjalddaga?---------- Vertu ósmeyk! Að lokum ég læt þig fá allt, hvern bita og bút! — Svo að við séum kvitt! Uppáhalds-rétt þinn skal ég þá bera á borð og breiða á það dúka og fegurstu blóma-sveiga. — En — er þá ævi min þegar umliðin öll? Æ, og ég gladdi svo alltof fáa með eldi míns funheita blóðs! — Röddin fyrir innan þagnar allt í einu. Rossí finnst, að hann hafi verið snuðaður um eitthvað. Hann óskaði þess, að röddin þarna inni hefði haldið áfram og lesið meira eftir þetta ágæta lýriska ljóðskáld! En þerna frú Gilde hefir farið inn í stofuna og kemur nú fram aftur og býður Rossí inn. Og frú Gilde tekur hjartanlega á móti honum í stofunni fyrir innan silkitjaldið. Framhald. ]

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.