Dagur - 14.03.1964, Blaðsíða 7

Dagur - 14.03.1964, Blaðsíða 7
7 Mótmæla hækkun á vöruverði Á STJÓRNARFUNDI ISju, fé- lags verksmiðjufólks, sem hald- inn var 11. marz, var eftirfar- andi samþykkt gjörð: „Stjórnarfundur, haldinn, í Iðju, félagi verksmiðjufólks, Ak ureyri, þann 11. marz 1964, mót mælir harðlega þeim stórfelldu verðlagshækkunum á lífsnauð- synjum almennings, sem nú daglega dynja yfir. Telur fund- urinn að slíkar hækkanir séu í mörgum tilfellum óraunhæfar og handahófskenndar og í engu samræmi við yfirlýsta stefnu eða vilja stjórnarvaldanna um að tryggja beri raunhæfar kjara bætur handa þeim lægst laun- uðu í þjóðfélaginu. Stjórnin mótmælir alveg sérstaklega, þeim þeim fullyrðingum stjórn- arvaldanna að slíkar vöruverðs hækkanir, sé afleiðing 15% launaleiðréttingar, sem gerð var í desember s.l. og bendir á að þá fékkst aðeins leiðrétting að nokkrum hluta til að mæta þeirri dýrtið, er þá var orðin. Þær skefjalausu verðhækkanir, sem nú dynja yfir, má rekja til rangrar stjórnarstefnu, þar sem eigi sé hin minnsta tilraun gerð til að hindra þá óheilla verðlags þróun, sem áfram stígur hærra og hærra. Miklu fremur og af yfirlögðu ráði eru allar verð- ákvarðanir, sem máli skipta, lagðar í hendur manna, sem geta ráðstafað verðinu að eigin vild. Þegar slíkt ástand er sltapað, stutt og varið af stjórnarvöld- um landsins, sér stjórn Iðju ekki ástæðu til að verkafólk almennt sætti sig við slíkar álögur og verðrýrnun launa, og beri því að undirbúa og hefja mótaðgerð (Framhald af blaðsíðu 8). Ég hef ekki ennþá séð fátæk- lega búinn mann. Utan borgarinnar er það skóg urinn, sem setur svip á landið. Réttara væri þó að segja trén, því eiginlegir skógar eru ekki miklir hér í grennd, en tré, tré og enn og aftur tré, fura, greni, björk og gamlar eikur, hvar sem augað lítur. Ekki þarf þó að aka langt út úr borg til að sjá hvað skógurinn er geysilega mikill þáttur í atvinnulífi þess- arar þjóðai-. Allsstaöar sjást menn að bjástra með tré: trakt- orar að draga tré að vegi, vörur- bílar hlaðnir trjábolum, flotar höggvinna trjáa, sem ekið hef- ur verið út á frosin vötn, og bíða leysinga. Þó flytja Norð- menn ekki út óunnið timbur, þvert á móti, þeir flytja þó nokkuð inn. En timburvörur í stórum stíl flytja þeir út, papp- ír, plastefni og alls konar unnið timbur og af öllu þessu lifir stór hluti þjóðarinnar. En til jarðræktar er landið ekki vel fallið, a. m. k. mest af því. Einlægir ásar, margir snar- brattir og mjóir dalir eða kvos- ir á milli. Það er mest áberandi í landslaginu og svo auðvitað há fjöll þegar fjær dregur. Þó ir til að ná fram fullum rétti, til að verðleggja vinnu sína því verði að laun 7 stunda vinnu- dags nægi fyrir þörfum eðlilegs lífsframfæris.‘“ Þannig samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. □ eru nokkur ágæt landbúnaðar- héruð í grenndinni. Mjólkur- framleiðsla fyrir Osloarmarkað- inn hefur löngum verið höfuð- búgreinin á þeim slóðum. Nú er hins vegar sú skringilega öfugþróun að gerast, að fleiri og fleiri bændur hætta mjólkur- framleiðslu og taka upp korn- rækt, þ. e. fyrst og fremst bygg- rækt til skepnufóðurs svo og kartöflur og grænmeti. Þetta veldur því, ásamt með vaxandi fólksfjölda í borginni, að mjólk verður að sækja lengra og lengra og það í mjög fjarlægar sveitir til þess að fullnægja þörf inni, einkum á vetrum, þegar samgöngur eru oft mjög erfið- ar. Hvað mundi valda slíku öf- ugstreymi? Jú, kýr eru bind- andi hér eins og á Fróni, heimta mikla vinnu, erfitt að beita við þær vélvæðingartök- um nema að vissu marki. Bú- fjárlaus búskapur, það er draum ur fleiri og fleiri manna. En að gera þann draum að veruleika, það geta ekki allir, en þeir geta það hér, og gera það, fleiri og fleiri, og finnst þeir hafi himin höndum tekið. Það þarf varla að taka það fram, að þessi þró- un getur ekki gengið mjög langt og erfiðleikar geta beðið þess- ara manna, og þeir miklir. En við sjáum af þessu hvemig glímt er við sömu vandimalin hér og heima, og þá ekki síður í Danmörku. Um þetta og skyld efni skrifa ég míáske seinna. ■ • ! ■' vt Hjörtur E. Þórarinsson. TIL SÖLU: Nýr, ókeyrður, Chévrolet, árgerð 1964, A—5. Enn Iremur: Opel Record, árg. 1956. Árni Ingimundarson, sími 1278. TIL SÖLU með tækifærisverði: Hanomag dráttarvél R 12 með sláttuvél. Einnig Herkules múgavél. Báðar vélarnar í góðu lagi. Ingimar Guttormsson, Skeggsstöðum. Sími um Dalvík. TAPAÐ KVENARMBANDSÚR (gullúr) tapaðist sl. mánudag. Vinsamlegast hringi í 1518 eða 1258. MÖÐRUVALLAKLAUSTURS- PRESTAKALL. — Messað á Bakka á morgun kl. 2 e. h. Hallgrímsminning. — Séra Stefán Snævarr messar. — Sóknarprestur. KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Almenn samkoma n. k. sunnu dag kl. 20,30. Benedikt Arn- kelsson cand. theol. talar. — Allir hjartanlega velkomnir. — Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Oll börn velkomin. KVENFÉLAGIÐ FRAMTÍÐIN heldur fund að Hótel Varð- borg þriðjud: 17. marz kl. 8,30 e. h. — Konur, fjölmennið. Stjórnin. DÁNARDÆGUR. Frú Aðal- björg Benediktsdóttir á Húsa vík, andaðist 12. marz, 85 ára að aldri. Aðalbjörg var dóttir Benedikts Jónssonar frá Auðnum, hins kunna sam- vinnumans, og var merk kona. ÁRSÞING ÍBA hefst þriðjudag- inn 24. þ. m. kl. 20,20 í fundar- sal ÍBA í íþróttahúsinu. — Félög og sérráð innan ÍBA, sem ekki hafa skilað árs- og kennsluskýrslum, eru áminnt um að gera það nú þegar. — Stjórn ÍBA. aðalfundur Varðbergs félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, verður haldinn að Geislagötu 5 (sal ísl. ameríska fél.) mánudag- inn 16. marz kl. 8,30. — Sjáið nánar auglýsingu í blaðinu. ÍSLENZK-AMERÍSKA félagið. Skemmtikvöld verður haldið í Sjálfstæðishúsinu sunnudag inn 15. marz n. k. og hefst kl. 20.30. Til skemmtunar: 1. Kvikmyndasýning. Sýndar verða tvær nýjar kvikmyndir með íslenzku tali: a. Mynd frá Mið-Ameríku. b. Skemmtileg og fróðleg mynd um sjónvarp. 2. Dansað til kl. 23.30. Félags- menn fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. — Iíorað í bæjarlandinu (Framhald af blaðsíðu 1). um það -fullyrt, hvort nægilegt rennsli til flutnings til Akur- eyrar fæst úr borholum. Deild- in telur þó réttlætanlegt að reikna með því, að árangur verði a. m. k. nægur til að bera borunarkostnað. Er þá gert ráð fyrir notkun vatnsins á borun- arstað. Á hvorum staðnum 1) og 2) telur deildin rétt að gera a. m. k. eina 1000 til 1500 metra bor- holu, og getur kostnaður hverr ar holu orðið 1,6 til 2,5 millj kr. Eru slíkar boranir framkvæmd ar með Norðurlandsbornum, og gæti hann verið kominn til Ak- ureyrar á n. k. sumri. Þriðja svæðið, þ. e. nágrenhi Akureyrar er að sjálfsögðu að- eins fræðilegur möguleiki, og er algerlega óvíst um árangur. Áð- ur en djúpborunartilraun verð- ur ákveðin á þessum stað telur deildin rétt að kanna hitastigul jörðu með því að bora tvær hol ur til hitamælinga niður á um 100 metra dýpt. Slíkar holur eru boraðar með léttum jarðbor, og getur kostnaður þeirra orð- ið um 300.000,00 kr. Boranir í bæjarlandinu hefjast að líkind- um í þessum mánuði. Samkvæmt lögum um jarð- hitasjóð er sjóðnum heimilt að styrkja jarðhitaboranir bæjar- félaga. □ GUÐNI SIGURÐSSON biður þess getið, að Jökulsárbrú hjá Upptyppingum, sé byggð af áhugamönnum á Akureyri, með aðstoð Húsvíkinga, en ekki eins og frá er sagt í grein hans „Oræfarabb," sem íýkur í blaðinu í dag. SAMÞYKKT M.F.Í.K. UM STJÓRNAR- SKRÁRBREYTINGU AÐALFUNDUR Akureyrar- deildar Menningar- og friðar- samtaka íslenzkra kvenna var haldinn að Hótel Varðborg 19. febrúar s.l. Formaður, frú Sigríður Þor- steinsdóttir, flutti skýrslu stjórn arinnar og lesnir voru upp reikningar deildarinnar og sam- þykktir. í stjórn deildarinnar fyrir yf- irstandandi ár voru kosnar: Formaður frú Sigríður Þor- steinsdóttir. Varaformaður frú Soffía Guð- mundsdóttir. Ritari frú Guðrún KristjánS- dóttir. Gjaldkeri frú Þórhalla Steins- dóttir. Meðstjórnendur frú Ragnheið ur Dóra Árnadóttir, frú Gunn- ur Júlíusdóttir og frú Krist- björg Gestsdóttir. Að loknum aðalfundarstörf- um flutti Þórir Daníelsson er- indi um friðarbaráttuna og þá áfanga, sem náðst hafa á þeim vettVangi á síðasta ári. Félagið hyggst halda almenn- an fund á hinum alþjóðlega bar- áttudegi kvenna, 8. marz, svo sem það hefur gert frá stofnun. . .^Á.fundinum var einrþjn^ sarp- þýkkrf eftirfáíandi tillagái>' .?♦ • „Aðalfundur Akureyrardeild- ar Menningar- og friðarsamtaka íslenzkra kvenna, haldinn 19. febrúar 1964, mótmælir ein- dregið öllum fyrirætlunum um að hér á landi verði komið upp atvinnurekstri í eigu erlendra manna eða erlcndra félaga. Fundurinn varar við þeirri hættu, sem sjálfstæði og menn- ingu íslendinga er búin, ef af þessu verður og beinir þeirri al- varlegu áskorun til hins háa Al- þingis, að samþykkja frumvarp það til stjórnskipunarlaga, sem þeir Einar Olgeirsson og Hanni- bal Valdimarsson hafa flutt.“ TIL SÖLU: Rafha-eldavél oa; barna- rúm með dýnu í Vanabyggð 11. Sími 2051. TIL SÖLU: Barnavagn og suðuplata (með tveim hellum). Selst ódýrt. Sími 2385. Móðir okkar AÐALBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR, Húsavík, andaðist á sjúkrahúsinu á Húsavík 12. marz síðastl. Jarðariörin ákveðin síðar. Börnin. Við þökkum af alhug sýnda vináttu og samúð við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, föður tengdaföð- ur, sonar og afa, VALDIMARS HARALDSSONAR, forstjóra. Kaupfélagi Eyfirðinga og Starfsmannafélagi Kaupfé- lags Eyfirðinga þökkum við virðingu þá er vottuð var hinum látna. Anna Kristinsdóttir. Viðar Valdimarsson, Valdimar Vaklimarsson. Edda L. Valdimarsdótlir, Hallgrímur Baldvinsson. Haraldur Óli Valdimarsson, Ólína Sigurjónsdóttir. Haraldur Þorvaldsson og barnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum, sem auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför SIGURÐAR SUMARLIÐASONAR, skipstjóra frá Akureyri. Sérstaklega þökkum við Skipstjórafélagi Norðlendinga fyrir þá virðingu, sem þeir sýndu hinum látna starfs- • bróður sínum. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Kristján J. Sigurðsson. - Fréttabréf frá Oslo

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.