Dagur - 11.04.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 11.04.1964, Blaðsíða 2
2 Ellilieimili á Héraði? ÍÞRÓTTIR Á AKUREYRI Egilsstöðum, 10. apríl. Nú þekkj um við ekki orðið aðra vindátt en suðlæga. Búið er að jafna yfir brunarústirnar á flugvellin- um og sjást nú engin mei'ki lengur um brunann. Enginn saknar byggingarinnar, sem brann, því hún var lítt viðun- andi. En með henni brunnu verðmæti, svo sem lager og skrifstofutæki. Búið var að fresta byggingu hinnar nýju flugstöðvar, en nú mun mjög í athugun, að koma flugskýli undir þak í haust — þ. e. við- byggingu þess áfanga, sem áður var byggður. Engin endanleg ákvörðun mun þó enn hafa ver- ið tekin, en vöntun á viðunandi GANGANDI fólk og hjólreiða- menn, fjölmennast í hópi þeirra C5 þús., sem létu lífið í umferða- slýsum í 17 Evrópulöndum. r Ögurleg fuglamergð í björgunum Grímsey, 10. apríl. Fuglabjörgin eru nú orðin fullsetin og fugla- mergðin ógurlega mikil. Senni- lega hefst varpið áður en langt líður, ef góðviðri haldast áfram. • Það er ofurlítill þorskafli, en grásleppuveiðin er meiri en nokkru sinni fyrr. Verð á sölt- uðum hrognum hefur hækkað mjög frá síðasta ári, eða upp í ca. 2400 krónur tunnan. Er því kapp lagt á veiðarnar. Barnaskólanum er lokið í ár. Kennari var Jakob Pétursson og vofum við heppin að fá hann að skólanum. S> S. Orðseiiding frá Golf- klúbb Akureyrar AÐ GEFNI TILEFNT vill Golf- klúbbur Akureyrar taka fram, að enginn, sem ekki er meðlim- ur klúbbsins, hefur heimild til að leika á golfvelli klúbbsins, pema með sérstöku leyfi klúbb- stjórnar. — Klúbbgjaldið er kr. 500,00 á ári, og er öllum, sem náð hafa 16 ára aldri, heimil innganga í hann. Einnig er í ráði, vegna áhuga unglinga á íþróttinni, að stofna sérstaka deild fyrir unglinga á aldrinum 12—16 ára. Árgjaldið í þeirri deild verður kr. 150,00 á ári. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á að ganga í Golfklúbb Akur- eyrar, eru beðnir að snúa sér til Gunnars Berg, símar 1024 og 1070.— Golfklúbbur Akureyrar. HÚSEIGENÐUR! Geymslupláss óskast strax. Sími 1796 og 1918. Augiýsingar þurfa að berast fyrir hádegi dag- inn> fyrir útkomudag. aðstöðu rekur væntanlega eftir. Tún gróa og tré springa út. Vegir eru góðir og hafa aldrei verið betri á vori. Vegagerðin hefur aldrei þessu vant vel und an að lagfæra hið nauðsynleg- asta. Byrjað er að vinna að jarðabótum, enda jörð að verða klakalaus. Fundur var hér nýlega hald- inn á vegum bændasamtakanna. Rætt var um stofnun elliheimil- is fyrir allt héraðið og kosnir fulltrúar frá hinum ýmsu félaga samtökum. Málið nálgast nú framkvæmdastig, enda full þörf á slíkri stofnun á Fljótsdals héraði. Gísli Sigurbjörnsson mætti á fundinum. V. S. SKÝRSLA, sem tekur til 17 Evrópulanda, sýnir að árlega farast a. m. k. 65000 manns í um ferðarslysum í Evrópu, segir í yfirliti Sameinuðu þjóðanna. Á sjö árum hefur þessi tala hækk- að um 35 af hundraði. Á sama tíma hefur umferð vélknúinna farartækja aukizt um 120 prós- ent. Fjöldi fórnarlamba í um- ferðinni eykst í hverju landi í hlutfalli við þríveldisrótina af fjölda farartækja. Næstum alls staðar eru það fyrst og fremst fótgangandi veg- farendur, hjólreiðamenn og fólk á bifhjólum, sem verður fyrir umferðarslysum. Bílstjórar og farþegar þeirra eru aðeins þriðj- ungur eða fjórðungur af fórnar- lömbum umferðarslysa. Á ítalíu eru 47 af hundraði þeirra sem láta lífið hjólreiðamenn og fólk á bifhjólum, í Danmörku er þessi hlutfallstala 46, í Frakk- landi 38 og í Belgíu 37 af hundraði. Af hjólreiðamönnum sem láta h'fið í slysum eru börn undir 15 ára aldri um 15 af hundraði og fólk yfir 64 ára aldri nálega 25 af hundraði. — Vanskil (Framhald af blaðsíðu 1). Millj. kr. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar 20,4 Isfell h.f. (togaraútgerð Einars Sigurðssonar) 13,5 Síldar- og fiskverksmiðjan á Akranesi 12,1 Guðmundur Jörundsson 10,5 fsbjörninn li.f., Reykjavík 10,3 Togarafélag á ísafirði 9,9 Togarafélag á Patreksfirði 8,6 Bæjarútgerð Reykjavíkur 7,8 Hafnargerðin í Þorlákshöfn- 7,6 Fiskiðjuver Sauðárkróks 4,2 Fiskiðjuver á Seyðisfirði 3,9 Ásfjall, Hafnarfirði 3,7 Hér er um að ræða bæði ríkis- ábyrgðir og fé, sem ríkissjóður hefur endurlánað hlutaðeigend*- um, en vextir o. fl. ekki verið greiddir af undanfarin tvö ár. □ MJÖG misjafn áhugi og aðstaða er til að iðka íþróttir hér á Ak- ureyri. Skilyrðin hafa verið bætt á undanförnum árum, en. samt er langt í land með, að bú- ið sé svo að íþróttunum, að sómi sé að fyrir nær 10 þúsund manna bæ. Sundfólkið þarf þó ekki að kvarta, bæði inni- og útisundlaugarnar eru ágætar. Sund mun líka sú íþróttagrein, sem einna almennast er iðkuð hér, enda skyldugrein í barna- og unglingaskólum. Vel er nú séð fyrir skíðafólkinu með stór- bættri aðstöðu í H'líðarfjalli. Góður akvegur upp að Skíða- hótelinu og skammt þar frá ágætar skíðabrekkur, þar sem togbraut er til staðar að flytja fólk upp þær. í vetur hefur skíðafólki gefist kostur á að dvelja í Skíðahótelinu vissan tíma og aðrir bæjarbúar sótt þangað, t. d. var þar márgmenni um páskana. Skautaíþróttin hef- ur átt 'erfitt uppdráttar í vetur vegna óvenju góðs veðurfars. mjög erfitt uppdráttar. Sérstak- lega á þetta við um handknatt- leik og körfuknattleik, og raun- ar frjálsar íþróttir einnig. Æf- ingasalirnir eru alltof þröngir (Framhald af blaðsíðu 8). Grjótagjá er í Vogalandi. Ofur- lítill straumur virðist vera í heita vatninu í Grjótagjá. Við hliðina á hinni merkilegu neðanjarðarsundlaug væri auð- v.elt að byggja stóra nýtízku laug með hjálp- jarðvarmans, sem þarna er fyrir hendi. Hváða staður gæti boðið ferða- mönnum upp á slíkt náttúru- undur? Þá væru sportsiglingar og sportveiðar í Mývatni, sem er mikið veiðivatn, hið ákjósan- légasta férðamannagaman. Nú er ráðgert, að innan tíðár rísi verksmiðja við Mývatn, ná- lægt mesta jarðhitasvæðinu. Ef þar verður, myndast þar brátt nokkur hundruð manna bær, auk þéttbýlis, sem er þar nú þegar. Ný verksmiðja, sem auk þess verður sú fyrsta sinnai' tegundar á íslandi og því for- vitnileg, mun auka ferðamanna- strauminn til Mývatnssveitar. Náttúrufræðingum, innlendum og erlendum, þykir meira að skoða í Mývatnssveit og ná- grenni hennar en víðast annars staðar hér á landi, svo sérstætt er t. d> fuglálíf, gróðurfar, jarð- myndun o. fl. Fóíki, sem eyðir tíma og peningum á sérkennileg um stöðum, finnst það fá meira fyrir peninga sína þar, en á flestum stöðum öðrum. Senn kemur sumarið og ferða fólkið. íslendingar mega að vísu ekki einblína á ferðafólk og þá möguleika, sem felast í seldri þjónustu til þeirra, svo mörg verkefni önnur bíða óleyst. En ferðamannastraumurinn liggur til æfinga, hvað þá til keppni og engin áhorfendasvæði eru til. Árangurinn er líka eftir því í þessum greinum, eins og Húsavíkurferð handknattleiks- manna, nú fyrir skömmu, vitn- ar um. Á Húsavík er eitt bezta íþróttahús á landinu, enda hef- ur Húsavíkurbær verið heiðrað- ur fyrir íþróttamannvirki. Nú fara knafctspyrnumótím brátt að hefjast. Að sunnan ber- ast þær fréttir, að félögin þar æfi af krafti. íþróttafélögin hér hafá haldið uppi æfingum inn- anhúss. Þrátt fyrir hina góðu tíð hefur lítið verið æft úti, að- staðan líka slæm. Knattspyrnumenn áttu von á að æfingavöllurinn, malái-völl- urinn, sem bærinn ætlaði að koma upp, yrði fyrr til,.en horf- ur eru á. Forráðamenn knatt- spyrnumála í bænum verða að knýja á með að fullgera völlinn fyrir vorið, svo knattspyrnu- mennirnir geti hafið æfingar og efnt til kappleikja áður en keppnistímabilið er hafið. Ekki þýðir að bíða eftir grasvellinum, að öllu venjulegu verður hann ekki til taks fyrr en í júní. Það hlýtur að vera vilji allra Akur- í vaxandi mæli til norðlægra slóða, m. a. til íslands. Þúsundir manna munu í sumar tylla tánni á flugvöll Akureyrar, en halda án viðdvalar austur í Mývatns- sveit, sem er fléstum hið fyrir- heitna land — eins konar töfra- heimur norðursins. Undur Mý va tnssve i ta r eru mörg, og á einu þeirra fjpgr urra metra. kísilgúrlági á botni Mývatns, byggist væntanlég- ur verksmiðjurekstur. Sjóðandi leirhverir, organdi gufuhverir, sundlaugar, sem ekki eru af manna höndum, eldfjöll og hraun, með þeim fjölbreytileik, sem náttúran ein getur mótað í landi, sem er í sköpun, litadýrð in í. landinu, allt frá svörtu til ljósra lita, nesin mörgu, höfðar og eyjar, og svo dýralífið, bæði fugl og fiskur, Slútnes, Náma- skarð, Dimmuborgir, Grjótagjá, Höfði o. s. frv., eru nöfn, sem allir kannast við. En í raun réttri er sveitin öll, fremur en einstakir staðir, hið mikla æv- intýri, sem lokkar og seiðir með aðdráttarafli náttúrufegurð arinnar. □ - Iðnskólabyggingin (Framhald af blaðsíðu 1). einu og má það að nokkru til sanns vegar færa, a. m. k. er Slökkviliðshúsið nýja (!) sem einnig á að rúma skrifstofur bæjarins o. fl. búið að vera 16 ár í smíðum og verið að breyta þar einu og öðru í samræmi við kröfur tímans! □ eyringa, að knattspyrnuliðið okkar sé í fyrstu deildinni og það örugglega, en ekki í óviss- unni um að komast úr annarí deild eins og nú gæti átt sér stað. □ Öflugt íþróttaiíf í MA ÍÞRÓTTIR hafa jafnan verið mikið stundaðar í Menntaskól- anum hér. Margir nemendur þaðan hafa komið mikið við sögu á íþróttasviðinu, ekki ein- göngu hér, heldur og einnig er- léndis. Má þar fyrstan nefna Vilhjálm Einarsson. Nú eru margir efnilegir íþróttamenn í skólanum, senr léggja rækt við íþróttirnar jafn. hliða náminu. Tveir íslands- meistarar eru þar í frjálsum íþróttum innanhúss, þeir Reyn- ir Unnsteinsson, í þrístökki, og Kjartan Guðjónsson, í hástökki. í vetur hafa farið fram mót f körfuknattleik, handknattleik,, blaki og nú sl. sunnudag var innanhússmót í frjálsum íþrótt- um. Helztu úrslit urðu: Langstökk án atrennu. Bárður Gu.ðmundsson 3,02 m. Ellert Ólafsson 3,01 ITL Reynir Unnsteinsson 3,00 rrx Þrístökk án atrennu. Bárður Guðmundsson 9,15 m. Reynir Unnsteinsson 9,06 rrt Ellert Ólafsson 8,71 nY Hástökk án atrennu. Jóhannes SnoiTason 1,40 m. Bárður Guðmundsson 1,36 m Hástökk með atrennu. Kjartan Guðjónsson 1,80 m. Bárður Guðmundsson 1,76 m. Haukur Ingibergsson 1,70 m j Hef verið beðinn að út- vega 12-13 ára DREIVG á gott sveitíiheimili. Jjón' Níelsson, sími 2043 og 2711. SJÓSTANGVEIÐI- FÉLAG AKUREYRAR: Fundúr mánudaginn 13. þ. m. kl. 8.30 í Sjálfstæðis- húsinu (Litla-sal). Bátaeigendur sérstaklega boðaðir á fundinn. Stjórnin. PÓLSKU EJÓLAEFNIN Ný sending, nýjár gerðir. DANSKAR HANNYRÐAVÖRUR ; Verzlun Ragnheiðar 0. Björnsson Umferáaslysum fjölgar NORÐLENZK FERÐAMANNAPARAÐIS /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.