Dagur - 11.04.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 11.04.1964, Blaðsíða 4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Skessan við dyrnar RÁÐHERRAR núverandi ríkis- stjórnar á íslandi, sem höfðu lagt í það mikla vinnu, ásamt áróðursvél- um flokka sinna, sem knúðar voru til hins ítrasta — að telja þjóðinni trú um ágæti „viðreisnarinnar“ — standa nú frammi fyrir ófreskju, sem þeir óttast. Eftir mikla kosningavinnu og nauman meirihluta, slökuðu táðherr- arnir á, og tóku sér frí frá störfum. U tanlandsferðir þeirra voru svo lang ar og tíðar, að þjóðin vissi ekki hvort þeir voru að koma eða fara er hún heyrði til þeirra endrum og eins. En haustið kom,þá fór að kólna í veðri og Alþingi á næstu grösum. Alvara lífsins beið heima, staðreynd- imar í efnahagsmálun tóku að segja til sín. „Dýrtíðin stóð eins og skessa við hvers manns dyr“ og hrifsaði til sín bita og sopa af hverju því, sem framleitt var eða neytt. At- vinnuvegimir boðuðu stöðvun, pen- ingarnir voru hættir að streyma í lánastofnanirnar nema sá hluti, sem dreginn var með valdi utan af lands- byggðinni til frystingar, gjaldeyris- varasjóðurinn dafnaði ekki, kjara- dómur hafði metið kaupgjald opin- berra starfsmanna og aðrar stéttir kröfðust leiðréttingar í kjaramálum, og miðuðu við niðurstöður kjara- dóms. Allir sáu, að „viðreisnin“ rið- aði til falls. Því varð ekki á frest skotið, að „styðja“ viðreisnina. Fyrst var reynt að banna tekju- lægsta fólkinu að fá leiðréttingu á kaupi, en stjórnin heyktist á því, svo sem kunnugt er, vegna almennr- ar andstöðu. Eftir þessa áberandi uppgjöf varð að leita annara ráða. í janúarmán- uði sannaði „viðreisnin“ enn betur en orðið var, hversu komið var, er hún gekk inn á braut hins nýja upp- bótakerfis. 300 milljónum var bætt á þjóðina í auknum sköttum og þeim varið til að forða stöðvun útgerðarinnar. 43 millj. kr. skyldu frystihúsin fá og togararnir 55 millj., samkv. stjórnarfrumvarpi þar um. Þ. e. teknir vom upp beinir styrkir úr ríkissjóði til sjávarútvegsins. Frá upphafi átti „viðreisnin“ þó að hafa það höfuðmarkmið, að koma útgerð- inni á efnalega traustan rekstrar- grundvöll. Jafnvel metafli og ört hækkandi markaðsverð nægði ekki að koma í veg fyrir „eiturverkanir" hinnar nýju stefnu. Nýuppkveðinn gerðadómur um fiskverð, var að engu gerður, með beinum uppbót- um frá ríkissjóði. (Framhald á blaðsíðu 7) Afhugasemd frá BúnaSarbanka Íslands í 23. tbl. Dags er grein undir dulnefni, þar sem gagnrýndar eru mjög harðlega þær ákvarð- anir stjórnar Stofnlánadeildar landbúnaðarins, að óska eftir vissum upplýsingum u m bú- rekstraraðstöðu og fram- kvæmdaþörf bænda, er sækja um stofnlán og slík skýrslugerð talin „niðurlægjandi11 fyrir bændastéttina. Af þessu tilefni biður bankastjórnin yður að birta eftirfarandi athugasemd: Af mörgum ástæðum var orð- in knýjandi nauðsyn að' koma á þeirri skipan að fyrirfram yrðu menn að sækja um stofnlán, þannig að auðið væri að gera sér nægilega snemma grein fyr- ir fjárþörf Stofnlánadeildarinn- ar og geta þá jafnframt svarað sífjölgandi fyrirspurnum bænda og bygingavöruverzlana um það, hvort örugglega mætti treysta því, að viðkomandi bóndi fengi lán. Greinarhöfundi virðist Ijós nauðsyn þessarar ákvörðunar Stofnlánadeildarinnar, og því þarflaust að rekja þá hlið máls- ins nánar. Hinsvegar þykir bankastjórn- inni mjög leitt, ef einhverjir bændur telja umbeðna skýrslu- gjöf í sambandi við lánsumsókn irnar óvirðingu við bændastétt- ina, enda fer því víðs fjarri. Skuldir margra bænda við Stofnlánadeildina eru orðnar miklar og margar framkvæmd- ir, sem í er ráðizt, kostnaðar- samar. Þegar meta skal nýjar lánveitingar, verður stjórn Stofnlánadeildarinnar því í senn að gera sér grein fyrir bú- rekstraraðstöðu viðkomandi bónda og hvort hinar nýju fram kvæmdir eru líklegar til að tryggja afkomu hans. Til þess að meta þessar að- stæður og geta þá jafnvel verið bóndanum til ráðuneytis um heppilega tilhögun framkvæmda svo sem sérfræðingar Stofnlána deildarinar vissulega vilja vera, er annars vegar óskað eftir vissum upplýsingum frá viðkom andi bónda, sem að sjálfsögðu er farið með sem algert trúnað- armál gagnvart öðrum, og stuttri greinargerð viðkomandi héraðsráðunauts um skoðun hans á nauðsyn fyrirhugaðra framkvæmda. Um aðra nýja skriffinnsku er- ekki að ræða, og hvorug þessi skýrslugjöf þarf að taka langan tíma, en er ómetanlegur liður í þeirri nauðsynlegu samvinnu, sem þarf að vera mili bændanna og stjórnar Stofnlánadeildarinn- ar. Og héraðsráðunautarnir hafa einmitt það hlutverk að leið- beina bændum um uppbyggingu búanna og hagkvæmni í búskap arháttum, og óskir Stofnlána- deildarinnar um vottorð þeirra eiga því beinlínis að geta orðið til þess að styrkja nauðsynleg tengsl þeirra við bændurna. Gagnaöflun sú, sem hér um ræðir, er því hin nauðsynleg- asta, bæði fyrir Stofnlánadeild- ina og bændur. Það er ekki ann að en almenn bankaregla og fel- ur ekki í sér neitt vantraust eða óvirðingu, þótt umsækjendur um lán þurfi að gera grein fyrir högum sínum og hagkvæmni og gildi þeirra framkvæmda, sem þeir vilja fá lán til. Gera bankar þannig t. d. kröfu til þess að fá að fylgjast með afkomu þeirra fyrirtækja, sem við þá skipta. Þetta er fyrsta ár umræddrar gagnaöflunar, og vitanlega geta orðið breytingar á þessum regl- um, ef reynslan leiðir í ljós, að breytingar séu æskilegar, og all- ar velviljaðar athugasemdir í því efni munu teknar til athug- unar, en það er áreiðanlega ekki í þágu hagsmuna bænda að reyna að gera tortryggilega þessa tilraun til þess að fá sem gleggsta mynd af hag og fram- kvæmdaþörf þeirra bænda, sem eiga framtíðarafkomu sína und- ir því, að fjárfesting þeirra ■verði hverju sinni sem hag- kvæmust fyrir búreksturinn. □ Virðingarfyllst, Búnaðarbanki íslands. Magnús Jónsson. Haukur Þorleifsson. að gengið sé of langt í skrif- finnsku með viðbótarreglunum. Fasteignamat og opinberar bún- aðarskýrslur getur bankinn haft til hliðsjónar, svo og að sjálfsögðu veðbókarvottorð. Undantekningar geti bankinn auðvitað gert í einstökum til- fellum og óskað frekari upplýs- inga um búskaparaðstöðu o. fl. ef honum sýnist vafasamt, sam- kvæmt opinberum heimildum, að veita umbeðið lán. Bændastéttina í heild er ó- þarft að beita slíkri tortryggni, sem mjög aukin skriffinnska og skýrslugerð er. Hjá bændastétt- inni hefur ekki tapazt lánsfé, er réttlæti, að banki þeirra stingi við fótum með þessum hætti. Á þessa leið hafa bændur talað um málið við Dag. í gær sá bóndi greinargerð bankastjórnarinnar. Hannsagði: Ég sé, að búnaðarbankastjórnin leitar að eigin sögn upplýsinga til að geta látið sérfræðinga leið- beina okkur um búskapinn. En spurning hennar er: „Hverja bú stærð telur bóndinn sér hag- stæðasta og hvernig telur hann bezt að hafa skiptingu bú- greina“. Veiztu hvaða sérfræð- ing bankinn hefur til að leið- beina um þetta efni? Er það máske Gunnar Bjarnason?1 Dagur getur ekki svarað þess ari spurningu og ekki vill hann spilla samstarfi banka og við- skiptavina hans, þótt hann þegi ekki um, að bændum finnist gengið nærri sér að óþörfu með yfirheyrslum. Blaðið hvetur bæpdur til að gera svo gott úr gagnasöfnuninni sem unnt er, en leyfir sér einnig að vænta þess, að bankastjórnin taki at- hugasemdir þær, sem hér hafa komið fram, til velviljaðrar at- hugunar. □ REYKINGAR PILTAINOREGI HAFA MINNK- AÐ SÍÐAN 1957, EN AUKIZT HJÁ STÚLKUM Ályktmi Þingeyinga Eins og Dagur taldi rétt að flytja athugasemdir „Bónda“ við hinar nýju kröfur Búnaðar- banka íslands um skýrslugerð frá þeim, er sækja um lán úr Stofnlánadeild landbúnaðarins, flytur blaðið fúslega framanrit- aða greinargerð stjórnar Bún- aðarbankans. Dagur hefur orðið þess var, að fleiri bændur en sá, er at- hugasemdirnar gerði, líta svo á, SUMARNAMSKEIÐ DAGANA 13.-31. júlí gangast Sameinuðu þjóðirnar fyrir sum arnámskeiði á Evrópu-miðstöð sinni í Genf. Þetta sumarnám- skeið nefnist á ensku „Interne Programme“ og er ætlað há- skólastúdentum. Á námskeiðinu verður fjallað um vandamál þróunarlandanna undir yfir- skriftinni „Economic Develop- ment: The Efficient Use of Nat- ural and Human Sesources.“ Nánari upplýsingar um nám- skeiðið, kostnað við það, hótel- herbergi og annað þvílíkt má fá hjá Háskólanum hér eða á Upp- lýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Norðurlönd, sem hefur aðsetur í H. C. Andersens Boulevard 37, Kpbenhavn V. Umsóknir verða að sendast á sérstökum eyðublöðum fyrir 1. apríl. Svipað námskeið verður hald- ið í aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York dagana 3.-28. ágúst. Á þessu námsekiði fá þátttakendur tækifæri til að starfa í hinum ýmsu deildum samtakanna. Upplýsingar um þetta námskeið fást einnig á Upplýsingaskrifstofu Samein- uðu þjóðanna í Kaupmanna- höfn. □ AÐ tilhlutan Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga var boðað til almenns umræðufundar að Breiðumýri kl. 13, sunnudaginn 5. apríl 1964. Fundinn sóttu um 200 bændur úr flestum sveitum á sambandssvæðinu. Umræðu- efni fundarins var: Framtíðar- horfur íslenzks landbúnaðar, og frummælendur þeir Stefán Að- alsteinsson, búfræðingur og Helgi Haraldsson, bóndi, Hrafn- kelsstöðum, Árnessýslu. — Að framsöguerindum loknum urðu miklar og fjörugar almennar umræður, sem stóðu til kvölds. I fundarlok voru eftirfarandi ályktanir samþykktar sam- hljóða: I. í framhaldi af umræðum um framtíðarhlutverk íslenzks land- búnaðar ályktar almennur bændafundur, haldinn að Breiðumýri 5. apríl 1964, eftir- farandi: 1. Fundurinn vekur athygli á þeirri sívaxandi hættu er steðjar að undirstöðuatvinnu- vegum þjóðarinnar og fjárhags- legu og efnahagslegu sjálfstæði landsins, ef ekki verða gerðar róttækar ráðstafanir til breyt- inga í efnahagsmálum. 2. Fundurinn lítur svo á, að óhjákvæmilegt sé, að dregið verði úr óarðbærri milliliða- starfsemi, sem vaxið hefur þjóðinni yfir höfuð á undanförn um árum á kostnað sjálfra fram leiðsluatvinnuveganna. 3. Það er skoðun fundarins, að nauðsynlegt sé að miða launa kjör og tekjuskiptingu í 'þjóð- félaginu við framleiðslu og upp- byggingaraðstöðu höfuðatvinnu veganna á hverjum tíma. Því beinir fundurinn eftirfarandi farandi óskum til ríkisstjórnar og Alþingis: a) Að nú þegar verði gerðar ráðstafanir til þess að endur- skipuleggja frá grunni alla út- lána- og bankastarfsemi í land- inu með það að höfuðmarkmiði að beina fjármagni þjóðfélagsins frá óbeyzluðu fjárbruðli til arð- bærra framleiðslugreina. B) Að láta fara fram gaum- gæfilega rannsókn á því, hvaða atvinnustarfsemi þjóðarinnar skapi mesta framleiðslu og netto gjaldeyri í þjóðarbúið c) Athugun fari fram á því, á hvern hátt verði dregið úr þeim óeðlilega vexti Reykjavík- ur, sem átt hefur sér stað á undanförnum árum, með því að flytja hluta ríkisfyrirtækja og ríkisstofnana frá höfuðborginni sem víðast um land til eflingar landsbyggðinni. d) Fundurinn vill vara mjög alvarlega við því á þessu stigi málsins, að í stóriðju verði ráð- ist — svo sem aluminium- vinnslu — og skorar á stjórnar- völd landsins að láta fara fram rækilega rannsókn á því, áður en slík ákvörðun verður tekin, (Framhald á blaðsíðu 7). ATHUGANIR á reykingavenj- um barna og unglinga í Noregi 1963. Þessar athuganir sýna, að síðan 1957 hafa reykingra minnk að meðal pilta, en aukizt meðal stúlkna. í „Norsk skoleblad“ frá 18. jan. sl. er skýrt frá athugunum, sem gerðar hafa verið í Noregi á reykingavenjum barna og ung linga. Hér verða endursagðar helztu niðurstöður úr þessari grein. Vorið 1957 lét Krabbameins- félagið í Noregi fara fram rann- sókn á reykingavenjum barna og unglinga, sem vakti mikla athygli. Athuganir þessar sýndu að niður í 7. bekk (13—14 ára börn) voru margir, sem reyktu, eða um helmingur drengjanna og fjórði hluti stúlknanna, sum- ir sjaldan, aðrir daglega. Fastir reykingamenn fundust meira að segja meðal þessara unglinga, eða 4% af piltunum og 1% af stúlkunum. Tilgangur þessara athugana í skólunum var að afla staðgóðra upplýsinga í þessu efni, og það sama má segja um þessa nýju athugun frá síðastliðnu ári. Athugun á þessu fór fram í sömu skólum 1963 að frátöldum iðnskólum en að viðbættum 5. og 6. bekk í barnaskólum. Þátt- takendur 1963 voru 7137 nem- endur, en 1957 voru það 9291 nemendur. Niðurstöður athugunanna 1963. Reykingamenn eru hér taldir bæði þeir, sem reykja stöðugt og hinir, sem reykja við og við. Samkvæmt því reykja um helmingur drengjanna í 5—7 bekk barnaskólans og þriðjung- ur stúlknanna á þessum sama aldri. Er það geigvænlega mikið. Meðal piltanna eru nokkurn veginn álíka margir reykinga- menn í æðri skólum og lýðhá- skólum, þrátt fyrir nokkurn ald ursmismun. Það eru fleiri piltar, sem reykja í æðri skólum, en fleiri stúlkur, sem reykja í lýð- háskólum. Ef Osló er borin saman við bæi og sveitir í þessu efni, kem- ur í ljós að reykingar eru meira útbreiddar utan höfuðborgarinn ar. Þetta er í samræmi við at- huganirnar 1957, en kemur ef til vill ýmsum á óvart. Talsverður munur er á reyk- ingavenjum pilta og stúlkna í sveitum og bæjum utan Osló. En í Osló er lítill munur á þessu í barnaskólum. (í Noregi eru barnaskólar einu ári lengur en hér). Ef athugaður er 7. bekkur (13—14 ára börn) þá kemur í ljós, að 38% af piltunum og 36% af stúlkunum reykja eitthvað. Ef litið er á þessar tvær at- huganir, kemur í ljós, að frá 1957 hafa reykingar drengja í 7. bekk lækkað úr 59% í 50%. Enginn samanburður liggur fyr ir um 5. og 6. bekk. í framhalds- skólum hafa reykingar aukizt úr 64 í 65%, en í æðri skólum hafa þær lækkað úr 58 í 52% og í lýðháskólum úr 65 í 60%. Þessar athuganir sýna því minnkandi reykingar pilta á þessum 6 árum. Getur það bent til þess, að með heilbrigðri fræðslustarfsemi og áróðri megi hafa áhrif á reykingavenjur æskunnar. Ef litið er á ástandið meðal stúlkna kemur í ljós, að þar er hlutfallið öfugt. Þar hafa reyk- ingar aukizt. í 7. bekk barna- skólans hefur það hækkað úr 32 í 38% í framhaldsskólum úr 42 í 48%, í æðri skólum hefur það þó lækkað úr 47 í 42%, en í lýðháskólum hækkað úr 36 í 57%. Og er það geigvænleg hækkun og eitthvað hlýtur að vera þar að. Það er greinilegt að reykingar eru minnkandi hjá piltum en aukast hjá stúlkum. Athuganirn ar ná til sömu skóla og 1957, en auðvitað er hér um aðra ein- staklinga að ræða. Ástæður breytinganna. — Aukin fræðslustarfsemi. Félagarnir hafa mikið að segja í sambandi við reykinga- venjur. Félagar, sem reykja, hafa áhrif á aðra að reykja líka. Hinsvegar hafa þeir, sem ekki reykja, ekki tilsvarandi áhrif á félaga sína að reykja ekki. En þeir verða frjálsir gerða sinna og því sennilegt að fræðslustarf- semi verki meira á þá persónu- lega. Þeir eru án fordóma. Aukin þekking á áhrifum reykinga og almenn fræðslu- starfsemi er líkleg að hafa áhrif á þá yngri í félagahópnum, sem ekki eru byrjaðir á reykingum. Flest yngra fólkið veit um skaðsemi reykinga. Og frá því 1957 liggur það Ijósara fyrir, að þær geta valdið krabbameini. Við þessar athuganir kom einnig í ljós, að 25% af 7. bekk- ingum töldu sig ekki hafa séð upplýsingaritið „Reykir barnið yðar“, sem hefur verið sent til úthlutunar í 7. bekki skólanna síðan 1958. Þarna er um einhver mistök að ræða, og virðast skól- arnir eiga hér einhverja sök.. Sumir telja að upplýsingar um skaðsemi reykinga hafi ver- ið of einhliða og fræðileg, en hún þurfi að véra framsett á annan hátt, svo að hún hafi á- hrif á æskuna í þessu efni. Af þessum upplýsingum má sjá, að margar þjóðir eru ver staddar en við í þessu efni, og ættum við því að eiga hægara með að losna við sigarettuna og koma í veg fyrir að sá hræði- legi sjúkdómur, sem hún veld- ur, nái tökum á íslenzku þjóð- inni. Eiríkur Sigurðsson. Verðtrygging kaupgjalds ÞÓRARINN Þ.órarinsson, Sig urvin Einarsson, Halldór E. Sig- urðsson og Ingvar Gíslason flytja í neðri deild Alþingis frv. um að fella niður bann það, er verið hefur í lögum síðan 1960, gegn því að semja um og greiða kaupgjald samkvæmt vísitölu. I greinargerð segir svo um þetta mál: „í 23. gr. efnahagslaganna frá 1960 (viðreisnarlaganna svo- nefndu) er ákveðið, að óheimilt sé að ákveða í samningum laun- þega og atvinnurekenda, að kaup, þóknun eða ákvæðisvinnu taxti eða nokkurt annað endur- gjald fyrir unnin störf skuli fylgja breytingum vísitölu á einn eða annan hátt. Þetta bann ákvæði var sett í þeirri trú, að niðurfelling verðlagsuppbóta samkvæmt vísitölu mundi draga úr kapphlaupi milli verðlags og kaupgjalds. Fjögurra ára reynsla hefur nú leitt í ljós, að þessi trú var röng. Aldrei hef- ur kapphlaupið milli verðlags og kaupgjalds verið meira en síðan þetta bann var lögleitt. Kaupdeilur hafa jafnframt orð- ið fleiri og meiri og verkföll tíð- ari en áður. Þetta stafar eðlilega af því, að með niðurfellingu verðlagsuppbóta hafa valdhaf- arnir gerzt áhugaminni um að halda dýrtíðinni í skefjum, en launþegar hafa orðið að leita annarra úrræða, vinnufriðnum óheppilegri, til að bæta kjör sín. Það er viðurkennt hagsmuna- mál jafnt launþega og atvinnu- (Framhald á blaðsíðu 7). Hún lítur í spegilinn yfir höfuð stúlkunnar, sem hún er að snyrta. .. . Hamingjan góða! Hvað er að sjá hana. Hún er grængul í andliti. Hún þreifar á enninu á sér. Það er kalt, en samt blautt af svita. Hún reynir að ljúka hársnyrtingunni, sem hún er með. Hún strengir hárið utan um fjölmargar spólur og smeygir gúm- vefju utan um þær. En hve þetta er erfitt í dag! Nei, hún dettur eflaust um koll eða sígur niður, komist hún ekki fram í þvotta- herbergið til að kasta upp. Aðstoðarstúlkan fær henni fleiri spólur. —Ertu veik? hvíslar hún, og svipur hennar fyllist meðaumkun. Björg kinkar kolli og bítur á vörina. Hún verður að fara fram og kasta upp. Hún fleygir nokkrum gúmvefjum frá sér án þess að líta á konuna í stólum og kemst með naumindum fram í þvotta- herbergið. Hún styður bæðum höndum á vaskinn. Það er eins og allt snúist og byltist innan í henni. Hún kúgast ákaflega, en nær engu upp. Hún rembist í sífellu og verður heit í kinnum. Henni finnst höfuðið ætla að springa. — Æ, mamma mín, stynur hún lágt og sígur niður á stól alveg uppgefin. Hún vonar aðeins, að enginn komi inn hingað núna. Hún lokar augunum og reynir að halda tárunum í skefjum. — Það má ekki líða yfir hana. Það má ekki ske. Hún gripur í vaskinn og heldur sér dauðahaldi með annarri hendinni. Kaldur marmarinn hitnar undan hendinni. Þá er tekið í hurðina. Björg opnar augun og reynir að jafna sig. Það er Iðunn. — Guði sé lof, það er Iðunn! Björg gefur tárunum laus- an tauminn. —En Björg! Iðunn fleygir frá sér þurrkunum, sem hún kom með, og tekur utan um Björgu. — Elsku góða, ertu veik? spyr hún. — Já, hvíslar Björg. Röddin bregst henni algerlega. — Eg er það víst, stynur hún upp. Iðunn bleytir handklæði og þurrkar létt um andlit Bjargar. Iskalt vatnið hressir hana. — Þú verður að fá frí undireins, skilurðu, segir Iðunn og heldur þurrkunni blautri á enni Bjargar. — Það væri kannksi bezt, að þú færir strax til læknisins. Hvar finnurðu helzt til? — Mér finnst bara, að ég ætli að kasta upp í sifellu, segir Björg. — Kasta upp? Iðunn lítur á hana. Hefirðu borðað nokkuð, sem þú hefur ekki þolað? — Nei, ekki svo ég viti, segir Björg og fer aftur að gráta. — Híustaðu nú á mig, Björg, segir Iðunn. — Nú skaltu alveg hætta að vinna í dag og fara beina leið til læknis. Eg skal segja Rossí frá þessu. Viltu að einhver okkar fari með þér? Björg rís upp. — Nei, þakka þér fyrir. Mér líður víst dálítið betur núna. — Farðu nú samt til læknisins og fáðu þér eitthvað styrkjandi, og þá batnar þér vonandi fljótt aftur, segir Iðunn og brosir til hennar. áður en hún fer út aftur. En bros hennar hverfur óðar, er hún hefir lokað hurðinni á eftir sér. Hún fann til einhvers konar vanlíðunar. Björg hefði verið svo undarleg, og einkennilega grátgjarnt. Leið henni kannski mjög illa án þess að vilja segja frá því. Iðunn gat ekki ráðið AUÐHILDUR FRÁ YOGI: GULLNA BORGiN 28 almennilega fram úr þessu. Björg hafði verið eitthvað svo vanbjarga og aum á svipinn, sérstaklega í augunum. Hún hefði kannski ekki átt að fara frá Björgu, heldur fara með henni til læknis. En nú sat konan og beið í deildinni hennar. — Iðunn sá fyrir sér tárvot augu Bjargar, ar hún fór til að ná í Rossí. Björg reis upp af stólnum, sem hún sat á inni í þvottahererginu. Hana svimaði nú eki lengur. Og velgjan var nærri horfin, aðeins nokkur hiti ennþá á enninu. Ef til vill batnaði henni strax, svo hún þyrfti ekki að fara til læknis. Og ef til vill væri ekkert að henni. Hún seig aftur ofan í stólinn. Ekki sökum þess að hún fyndi til. Það var aðeins eitthvað, sem gagntók hana, sárbeitt lamandi hugs- un, sem gerði hana hrædda. Ótti gagntók hana og strauk um hana alla eins og köld hendi. Þetta myndi batna, hefði Iðunn sagt. Já, allt verður að batna. Allt verður gott, þegar hún hefir farið til læknis. Þá verður hún laus við þessa drepandi óvissu. Og þegar hún verður laus við óviss- una, er þá allt gott? Skjálfti fer um hana alla. Það er víst kalt hérna. Hún stendur aftur upp. Sé svo að ekkert sé að henni — í þetta sinn, — þá skal hún þakka guði alla sína ævi! Hún stendur hikandi dálitla stund. Hún verður víst að fara inn aftur og líta eftir, hvernig aðstoðarstúlkunni gengur. Hitanum þar inni slær á móti henni. Hún hefir tal af einni hársnyrtingar-stúlknanna og segir aðstoðarstúlkunni til um klukkuna. Hún á að gæta tímans nákvæm- lega. Loks er Björg komin út á götuna. Júnídagurinn er bjartur og hlýr. Hún ætlar að fara til kvenlæknisins ungfrú Brýn í Kirkju- götu. I biðstofunni bíða þegar allmargar. Björg nær sér í stól. Þær sem fyrir eru, líta upp úr slitnum vikublöðum og gömlum tíma- ritum. Þær verða að athuga þessa nýkomnu! Það er ef til vill dálítil huggun í, að hér séu fleiri óvissu megin og bíði umsagnar læknisins. Björg lítur í kvikmyndablað. Þar eru eintóm brosandi andlit. Gætu þau ekki grett sig ofurlítið lika! Hún leggur blaðið frá sér. Æ, bara að þetta gæti nú gengið dálítið fljótt. Hún litast um, og augu hennar staðnæmast loks við tvöföldu glerhurðina inn til læknisins. Þegar hún kemur út aftur þaðan, veit hún hvað að henni er. — Bara að þessu væri lokið! Eða væri óvissan kannski betri? Eða kannski verri en allt annað. Hurðin inn til læknisins opnast og lokast til skiptis. Bráðum kemur að henni. — Nú. — Hún stendur upp. Eftir fáeinar mínútur fær hún vissu sína. Dóminn! Hurðin smellur aftur að baki hennar. Björg var ekki lengi inni hjá lækninum. Nú var hún komin út á götu, áður en hún hefði áttað sig til fulls. Hún fann sólarhitann beint í andlitið og sá fólkið streyma framhjá sér, ungar stúlkur í fallegum sumarkjölum, karlmenn í ljósum sumarfötum. Sumar og sól á alla vegu! Gat þetta raunverulega verið satt? Gátu allir hlegið og skemmt sér umhverfis hana, og sólin skinið bjartara en nokkru sinni áður? — Þegar hún var áð koma hérna frá Brýn lækrii. Dæmd! Hún gengur hægt upp Kirkjugötuna. En svo nemur hún staðar. Hún verður að átta sig og hugleiða þessa nýjung. Er þetta annars nokkur nýjung? Er hún ekki aðeins að leika á sjálfa sig? Að kalla allt nýtt? Hefir hún kannski ekki verið hálf smeyk síðan um hvíta- sunnu. Hefir ekki ótti og von sótt stöðugt á hana til skiptis. Vakið óvissu hjá henni og gert samvistir hennar og Eyvindar að gullinni brú yfir hættulegt hyldýpi? Björg heldur áfram. Hún verður að reyna að eyða tímanum til kvölds. Þá verður hún að finna Eyvind. Hann býst ekki við henni í kvöld. Þau áttu að hittast á morgun. Nú er hún orðin köld og róleg. Er það ekki furðulegt eftir að hafa fengið vissu sína — ægilega vissu. Hún herðir gönguna. Hún verður að ganga sig þreytta. Hún gengur upp að Veitingaturninum. Hún velur sér borð úti við glugga og pantak kaffi og brauðsneiðar. Sterkt kaffi. En kaffið virðist vera lélegt gutl, og hún fær velgju af kaffigufunni. Hún ýtir bollanum frá sér og horfir út um gluggann. Þarna neðra er borgin. Sólin blikar á þúsundir húsþaka. Turnspírur kirknanna ber við himin. Úti fyrir ér Vogurinn og eyjarnar. Á einni þeirra, næst landi, er Eyvindur. Nú gengur hann kannski um þilfarið og lítur eftir verkamönnunum. Og kannski lítur hann til borgarinnar — og hugsar um hana. — Já, Eyvindur, hérna sit ég, hérna langt fyrir ofan borgina. Nú er ég að hugsa um þig og samvistir okkar. Og nú hugsa ég mest um hvítasunnuna. Hvers vegna léztu mig koma um orð til þín og vera hjá þér um hátíðina? Var það vegna þess, að þú elskir mig og vildir hafa mig hjá þér, svo að við gætum verið enn nánara hvort öðru en áður? — Já, þú sagðist hafa hlakkað svo til helgar- innar. Þá þyrftum við ekki að skilja, þótt nóttin kæmi yfir okkur. Mér var víst bæði um og ó í fyrstu. Eg skildi að hér hafði ég um tvennt að velja, löngun og áhættu. Og ég kaus áhættuna og dvaldi hjá þér. Þú fekkst mig alla. Eg gaf þér allt. Hvítasunnudagurinn var bjartur og bliður, þegar við komum út úr klefanum þinum um morguninn. Við tókum sólbað á þilfarinu. Þú valdir beztu stólana og framreiddir handa mér allt það bezta sem föng voru á. Við vorum aðeins tvö ein um borð. Fjörðurinn umhverfis okkur var blikandi bjartur eins langt og augað eygði. Manstu hve glöð við vorum og hlógum og skemmtum okkur, þegar við fórum í land á eyjunni. Við leiddumst eftir veginum yfir eyna. Aldrei hefi ég verið jafn hamingjusöm og þá. Og þú varst víst lika hamingjusamur. En þú sagðir ekkert um það. Framhald. ,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.