Dagur - 11.04.1964, Blaðsíða 7

Dagur - 11.04.1964, Blaðsíða 7
SMÁTT OG STÓRT (Pramhald af blaðsíðu 8). áætlað er að ríkið hafi á þessu ári af álögum á þjóðina. NÝ ÍBÚÐARLÁNA- LÖGGJÖF í þessu sambandi er rétt að geta þess, að þingmenn Fram- sóknarflokksins leggja til á þiiigi því, er nú situr, að hafinn sé undirbúnihgur nýrrar íbúðar lánalöggjafar, þar sem gert sé ráð fyrir, að íbúðalán verði tveir þriðju byggingarkostnaðar. Sú tillaga hefur enn enga af- greiðslu fengið. MEIRA VANDRÆÐA- SKÁLÐ Gunnar Thoroddsen er meira vandræðaskáld en Hallfreður. Hann segir í Vísi nýléga: „Nú- verandi ríkisstjóm er eina rík- isstjórnin, sem lækkað hefur tolla .... þessi róttæka stefnu- breyting sýnir, að ríkisstjórnin vill gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að bæta kjör almennings og draga úr verð- bólgunni.“ Staðreyndimar eru hins veg- ar þessar: Ríkisálögurnar liafa liækkað úr 800 millj. kr. upp í rúml. 3000 millj. kr. síðan 1958. Vísitala neyzluvara og þjónustu var 174 stig í febrúar 1964, mið- að við 100 í marz árið 1959. HVER ER HÚSNÆÐIS- VÍSITALAN? Framfærsluvísitalan í heild var talin í febrúar 153. Það byggist m. a. á því, að þar er talið, að húsnæðiskostnaður liafi ekki hækkað nema um 9%. Sú útkoma byggist á úreltri að- ferð og er ekki- tekin ah’arlega að neinum. Hinsvegar er mjög erfitt að finna húsnæðiskostnað- arvísitölu, sem mark sé á tak- andi. Og verður hagfræðingum þeim, sem að vísitöluútreikn- ingi standa, naumast gefin sök á bví. VÍSITALA- BEINNA SKATTA Vandræðaskáldum til glöggv- unar í umræðum um lækkun beinna skatta skal á það bent, að vísitala beinna skatta var 137 í febrúar 1964 í stað 100 í marz árið 1959. Þetta er nú ekki mik- il hækkun í samanburðl við óbeinu skattana. En lækkun er það þó hreint ekki, eins og fjár- málaráðherrann og fleiri vilja vera láta. SJÓNVARPSTÆKI í BÚÐARGLUGGUM Sjónvarpstæki sjást nú suins staðar í búðargluggum höfuð- borgarinnar. Sum eru rússnesk, og þegar innflutningur þeirra hófst, varð Þjóðviljinn svo- glað- ur, að hann hvatti' fólk til að kaupa þau, enda þótt allir vissu að þau voru ætluð til að horfa á „Kanann“ á Keflavíkurflug- vellií En dýrt er drottins orðið. Gott sjónvarpstæki kostar álíka mikið og bóndi á sæmilega upp- byggðri jörð þarf að borga fyrir það að fá raftaug frá samveitu. Glöggir menn segja, að sjón- varpskerfi fyrir landið, með 30 þús. viðtækjuin kosti 700 millj. kr. (Þess má geta, að útvarps- tæki eru mildu fleiri). Ekki þyrfti nema hluta af þessari upphæð til að ljúka raf- væðingu sveitanna. Og fyrir hana væri hægt að byggja 2000 kílómetra af tvíbreiðum malar- bornum þjóðvegum. Eitthvað verður víst farið að saxast á gjaldeyrisvarasjóðinn hjá Gylfa, þegar sjónvarpsinnflutninguc- inn. er um garð' genginn, ef til kemur. . □ > s'.b t ' ' 'i •• >„> FREYVANGUR: GIMBILL Gestaþrauf í þremur þáttum eltir YE)AR EINLÆGAN Síðustu sýningar laugurdag (í kvöld) og sunnudag (3111130 kvöld) kl. 9 síðdegis. Aðgöngumiðasala í Bókabúð Jóhanns Valdemars- sonar og við innganginn. LÉIKFÉLAG ÖNGULSSTAÐAHRF.PPS. LEÐURLIKI í jakka. - Grænt og brírnt. VEFNADARVÖRUDEILD e> é Hjartans þakkir til barna minna, tengdafólks og s vina, sem glöddu rnig á sjötugsafmœli mínu,- S. apríl '!> sl., með heimsóknum, gjöfum, skeytum og símtölum. $ Guð blessi ykkur öll. ELINBORG AÐALSTEINSDÓTTIR, Hrauni, Öxnadal. % <■ Í © 4 & 7 NORGE ELDAVÉL fjögurra hellna, til sölu. Hentug fyrir stórt heimili. Uppl. í síma 1236 eftir kl. 5. TIL SÖLU: Ú tsæðiskartöflur (gullauga, og bintje). Jón Kristinsson, Ytrafelli. TIL SÖLU: Tvö vörubíladekk á felg- um, stærð 1000x18. Gustav Behrend, Sjávarbakka. TIL SÖLU: 10 UNGAR KÝR. Snæbjörn á Grund. í B Ú Ð 3 herb., óskast til kaups eða leigu. 3 fullorðið í heimili. Uppl. í síma 2422. Efri liæðin í HÚSEIGNINNI GLERÁRGATA 14, Akureyri, er til sölu,- ásamt kjallara. Upplýsingar á staðnuní. ÍBÚÐ ÓSKAST 2—3ja herberg.ja íbúð ósk- •ast til leigu. — ’Húshjálp kemur til greina. Uppl. í síma 2924. ÚTVARPSTÆKI (lítið) í óskilum á Bifröst, Akureyri. NÝKOMIN : ULLAREFNI í kjóla, fimm lifir. VERZLUNIN RÚN (LONDON) Sími 1359 Nýjar gerðir af ÓDÝRU PLASTSKÓNUM Verð frá kr. 156.00. SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL H.F. ZÍON. Sunnudaginn 12. apríl sunnudagaskóli kl. 11 f. h. — Samkoma kL 8.30. Allir vel- komnir. þórsfélagar: — Munið aðalfundinn þriðjudaginn 14. apríl í íþróttahúsinu kl. 8,30 e. h. — Stjórnin. BAZAR OG KAFFISALA! í dag, laugardag, kl. 3-—7 e. h. er Bazar og kaffisala í sal Hjálpræðishersins. — Margt góðra muna. — Styðjið gott málefni. — Hjálpræðisherinn. MUNIÐ aðalfund Akureyrar- deildar Glerárhverfis 13. þ. m. Sjá augL í blaðinu í dag um fundartíma og fundarstað. LEIÐRÉTTING. Verð kísilgúrs- ins er 4—5000' kr. tonnið, en ekld 4—500, eins og misprent aðist í síðasta blaði í forystu- grein um væntanlega kísilgúr verksmiðju við Mývatn. Leið- réttist hér með. (Framhald af blaðsíðu 5). rekenda, að kaupsamningar séu gerðir til langs tíma. Slíkir samningar eru hins vegar ólík- legir, nema launþegar fái kaup sitt verðtryggt í einu eða öðru formi. Það mundi jafnframt skapa valdhöfunum aðhald um að reyna að halda dýrtíðinni í skefjum. Ef ekki er horfið að þessu ráði, er fyrirsjáanlegt, að þjóðin mun búa áfram við stór- vaxandi dýrtíð, ótryggan vinnu- frið og tíð verkföll. Þess vegna er lagt til með þessu frv., að það bann sem nú er í gildandi lögum gegn verðtryggingu launa, verði fellt niður og laun- þegum og atvinnurekendum gert frjálst að semja um þessi m ál,. eins' og, áðii r v^aÆ. - Alyktun Þiiigcvinga (Framhald af hlaðsíðu 4). hvort ekki séu fólgnir stórum meiri möguléikar í eflingu ís- lenzkra atvinnugreina, sérstak- lega sauðfjárræktar og iðnaðar í sambandi við hana. II. Fundurinn skírskotar til sam- þykktar almenns bændafundar BSSÞ 24. jan. s.l. um, að Stétt- arsamband bænda geri þær kröfur til ríkisvaldsins um full- ar bætur fyrir þá kaupskerð- ingu, er bændastéttinni var skömmtuð í verðlagsgrundvell- inum s.l. haust, og nemur um 30% á heildarárskaup bænda miðað við tekjur viðmiðunar- stéttanna árið 1962 samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. Skorar fundurinn á Stéttar- sambandsstjórn að fylgja þess- ari kröfu fast fram nú þegar með málssókn eða sölustöðvun, ef með þarf. III. Almennur fundur bænda, haldinn á Breiðumýri 5. apríl 1964, skorar á Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélag íslands að gefnu tilefni að hlutast til um, að íslenzkar landbúnaðar- vörur verði meira auglýstar og hlutverk landbúnaðarins kynnt neytendum í miklu ríkara mæli en gert hefur verið. □ NÝLEGA opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sigríður Viktors- dóttir símamær og Sveinn Kristdórsson bakari Akur- eyri. HESTAMENN! Héstamannafé- lagið Léttir áformar að efna til „Kattarslags" sunnudag- inn 19. þ. m: Þátttakendur snúi sér til Einars Eggertsson- ar og Helga Hálfdánarsonar. Nánar augl. í næsta blaði. DÝRALÆKNAVAKT. Vakt um helgina og næstu viku hefur Guðmr. Knutsen. Sími 1724. KYLFINGAR; N. k. laugardag kl. 1.15 verðui: keppni í ung- lingadéild (12—16 ára). N. k. sunnudag kl. 8.30 verður bik- arkeppni (18 holu). Forgjöf %. — G. A. EF ÞÉR ætlið að skemmta yður um helgina, þá er þjóðráð að lesa skemmtanaauglýsingu K. A. í blaðinu í dag. ATHYGLI skal vakin á fundi Sjóstangveiðifélags Akureyr- ar n. k. mánudag. Sjáið nánar í blaðinu í dag. ÁRSÞING UMSE er haldið í Sólgarði í dag og á morgun. Mörg mál eru á dagskrá þings ins. Fullti-úar verða um 50 og auk þeirra mæta forsetar UMFÍ og ÍSÍ. - SKESSAN VIÐ DYRNAR (Framhald a£ blaðsíðu 4). Ríkisstjórnin og stuðnings flokkar hennar, sem liafa látið Alþingi samþykkja meira en 3000 millj. kr. álög ur á þjóðina í stað 800 millj. kr. árið 1958, kröfðust þess einnig, eftir að búið var að samþykkja fjárlögin með hi-nuni rnikln álögtnny að fá lieimild til að skjóta fram- kvæmdum á frest. Auk þess er það svo yfirlýst stefna stjórnarinnar, að einnig verði að hefta framtak ein- staklinga — nema fárra út- valdra. □ BÍLASALA HÖSKULDAR Volkswagen 1952—1963 Volkswagen 1958 kr. 60 þús. Moskviths 1955-1963 Taunus 12 M 1963 og margt fIeira> af 4 og 5 manna bíhim. Ghevrolet og Ford flestir árgangar frá 1941-1960. Austin Gipsy ,62, diesel, ekinn 12 þús. km. og margt fleira af jeppurn og vörubílum. BÍLASALA HÖSKULDAR Túngötu 2, sími 1909 BÍLL TIL SÖLU. Sími 1894 kl. 5—6 e. h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.