Dagur - 13.05.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 13.05.1964, Blaðsíða 4
4 4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1166 og 1167 Ritstjóri og óbyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Nýr þjóðardómur FORMAÐUR Framsóknarflokksins, Eysteinn Jónsson lagði áherzlu á það í útvarpsumræðunum frá Al- þingi á mánudagskvöldið, að þing verði rofið og efnt til nýrra kosninga. Með því gæfist þjóðinni kostur á að segja til um það, hvoxt hún unir núverandi stjórnarstefnu eða óskar að fela umboð sitt öðrum. í ræðu sinni lýsti Eysteinn Jónsson óbilgirni og blindu ríkisstjórnarinn- ar. Hún hafnaði öllu samstarfi, hvort sem væri um utanríkismál, stóriðju- og stórvirkjunarmál eða annað. I’eg- ar stjórnin kom til valda, gaf hún fögur fyrirheit m. a. um stöðvun dýr- tíðar án nýrra skatta, en á valdatíma hennar hefur dýrtíðaraukningin ver- ið fjórfalt hraðari en á árunum 1947 til 1959. Áður hækkaði kaupgjaldið meir en kaupverðið en í tíð núver- andi stjórnar hefur vöruverðið stigið um 84% en tímakaupið aðeins um 55% og stefnir í algert öngþveiti og neyðarástand að óbreyttri stefnu, sí- hækkandi stofnkostnað, fjármagns- kostnað og óheyrilegan húsnæðis- kostnað þeirra sem í nýju húsunum búa, algeru handahófi í fjárfestingu, sem mótast af aðgerðum þeirra, sem gera út á verðbólguhafið og hagnast á þessu öngþveiti, þ. e. þeir, sem mest peningaráðin hafa. — Stjórnin virð- ist sjá það eina úrræði að grípa til lögbindingar á kaupgjaldi og segja þannig almannasamtökunum stríð á hendur að nýju. Eysteinn lýsti síðan í fáum orðum þeim atriðum, sem Framsóknarmenn leggja mesta áherzlu á varðandi stef nubrey tingu: V erðtryggingu launa, lækkun stofnkostnaðar og láns fjárkostnaðar til vélvæðingar og bygginga, skapa framboð af ódýrara húsnæði, hafa stjórn á fjárfesting- unni o. fl. — Slíka stefnubreytingu sagði Eysteinn ekki aðeins æskilega, hún væri nú lífsnauðsyn, ef ekki ætti illa að fara. Stjórnarstefnan hefur reynzt þann ig í framkvæmd að hvorki framleið- endur né verkalýðssamtökin geta nú hugsað sér að ná saman í kjarasamn- ingum, án þess að stjórnarstefnunni sé breytt. Um þetta er enginn ágrein ingur í samtökum atvinnurekenda né samtökum launþega. Við beztu hugsanleg skilyrði hefur rxkisstjórn- in haldið svona á málum. Ríkisstjórnin hefur að vísu á sér öll einkenni þreytu og uppgjafar, og þinghaldið í vetur hefur dregið dám af því, en stjórnin hangir samt við sama lieygarðshornið og vill engar grundvallarbreytingar samþykkja, en lætur blöð sín daglega hóta því að þessa fjarstæðu alla verði að fast- binda með valdbeitingu, hvað sem hver segi. Þannig ber ríkisstjórnin höfðinu við steininn, (frh. á bls. 7) Kristín Jónsdóttir, Bakka, Svarfaðardal Kristín mín er kát í lund kreika náir ferðum, yfir gamla ísagrund með ullarsjal á herðum. Svo kvað Stefán Þórarinsson fóðurbróðir minn um frú Krist- ínu Jónsdóttur á Bakka, þá unga stúlku og heimasætu á Jarðbrú í Svarfaðardal. Vísan er í léttum skemmtitón. Hún segir í raun og veru næsta lítið, en hún snertir þó einn þátt í sálarlífi Kristínar, sem ætíð var mikilsverður eðliskostur, bjartsýni og þor að horfast í augu við lífið og lífsbaráttuna og láta hana ekki kúga sig. Þessi vísa flaug í huga minn, er ég frétti lát Kristínar, en hún lézt á heimili sínu, Bakka í Svarfaðardal, 22. apríl sl. og var til grafar borin að Tjörn 2. maí að miklu fjölmenni viðstöddu. Kristín húsfreyja á Bakka var fædd 16. okt. 1868 að Jarð- brú í Svarfaðardal, dóttir hjón- anna þar, Jóns Jónssonar og Sól veigar Sveinsdóttur, er var þing eyskrar ættar að öðrum þræði. Kristín var yngst barna þeirra hjóna. Systir hennar, Jóna, er var elzt, dó um tvítugt, en bróð- irinn, Valdemar, sem var litlu eldri en Kristín, lifði til hárrar elli. Valdemar var atorkumaður og hraustmenni, æðrulaus og mætur drengur. Hann var gift- ur og á margt afkomenda. Kristín var sem að framan segir, fædd 16. okt. 1868 og lézt 22. apríl 1964 og því fullra 95 ára, elzti borgari í Svarfaðar- dalshreppi. Lífsganga Kristínar var orðin löng og ekki ætíð gengið á rós- um með ólúna limi. En hvað um það, lífsgleði sinni hélt hún alla tíð og dó áreiðanlega í fullri sátt við lífið, guð og samferða- menn, enda uppskar hún einung is það, sem hún hafði niður sáð meðal barna sinna, ættingja, vina og sveitunga, ást og virð- ingu. Foreldrar Kristínar voru fá- tæk eins og tíðast var á þeim tímum, en efniviðurinn í per- sónuleika þeirra mun hafa ver- ið ósvikinn, þess báru börn þeirra vitni. Ég man þau Jarðbrúarhjón mætavel, enda næstu nágrann- ar. Lönd Jarðbrúar og Tjarnar Iágu saman og vinskapur á milli bæjanna. Mun ég hafa tekið í arf vinfengi við þau Jarðbrúar- hjón og Kristínu. Valdemar kynntist ég náið síðar. Ég minnist Jóns sérstaklega. Sé hann enn fyrir mér, grann- an, kvikan á fæti, greindarleg- an, glettinn á svip og spaugsam- an í orðum og beitti því jafnan. Meira að segja gerði hann spaug að fátæktinni og baslinu, en lét það þó aldrei smækka sig. Sem dæmi þessa sagði faðir minn mér, að eitt harðindavoi'ið hefði Jón komið til sín og sagt um leið og hann hafði heilsað. Það er ekki margt sem amar að mér núna, séra Ki'istján, ég er mat- arlaus, eldiviðai'laus, heylaus, tóbakslaus og vitlaus. Faðir minn svaraði: þú hefðir getað sparað þér síðasta lýsingarorðið. Er ég 'heyrði um tóbaksleysið, gat ég sjálfur sagt mér hvernig sálai-ástandið mundi vei'a, og svo hlógu báðú'. Hvort faðir minn gat að einhverju bætt úr ástandinu nefndi hann ekki. Sólveig var mæt gæðakona, ósínk að rniðla öðrum, ef eitt- hvað var fyi-ir hendi. Kristín hlaut í arf allt það bezta af eðliskostum foreldra sinna, og þann arf ávaxtaði hún vel. Hún var borin inn í harðan heim. Lífsboðorð þein-a tíma og lífsskilningur fjöldans var lík- amleg vinna og aftur vinna. í ki'afti þess skilnings var ekki hlífzt við að leggja helzt til þungan bagga á veikar herðar. Bókvitið verður ekki látið í ask- ana var talið spakmæli er menn trúðu á og lifðu samkvæmt því. Andleg fræðsla heyrði ekki al- múganum til, það var aðeins fárra útvaldra að iðka slíka hluti. Að vex-a bænabókarfær og að kunna að krota nafnið sitt var látið nægja. Einkum konum. Ut úr þessum vítahring brut- ust þó allmargir, en til þess ui'ðu þeir þá helzt að nota stoln- ar stundir af svefntíma sínum, sem ekki var þó of langur ætl- aðui'. Kristín hefur ái-eiðanlega snemma komið auga á og skilið, hver lífsnauðsyn það væri, að leggja sig fram um að tileinka sér það litla, sem unnt var að ná til af andlegum og verkleg- um vei'ðmætum, til undirbún- ings því, að geta mætt óvæginni lífsbaráttú, og henni tókst þetta. Hún náði þai-na lengra en fjöld- inn. Var prýðilega læs og skrif- andi og fjölvirk. Tóskapar- og saumakona var hún talin í fi-emstu röð. Auk þessara eðliskosta er ég hef nefnt, má sízt undan draga hina rólegu og þjálfuðu skap- gerð er hún átti, og þá hófsemi í oi'ðum re hún beitti. Á þessum kostum þurfti hún mjög að halda í hjúskapai'lífi sínu, sem varð einkar fai'sælt, þó fyrir- fram óttuðust sumii', er þeir heyrðu makaval Kristínar, að brugðið gæti til hins gagnstæða. Árið 1891 giftist Kristín Vil- hjálmi Einarssyni. Hann var ut- ansveitax-maður en fluttist í Svarfaðardal. Vilhjálmur var stórbrotinn at orku- og dugnaðai-maður, hlað- inn lífsorku og stei'kum vilja, sjálfstæður í skoðunum og órag ur að halda þeim fram við hvei-n sem var. Hann var í raun og veru á undan sinni samtíð, sá framtíðai'sýnir, og gekk með óþol í blóðinu að hrinda þeim í framkvæmd. Skapið var mikið og jafnvel ofsafengið, og ekki vel þjálfað, einkum framan af, en undir þessai'i ólgu sló hlýtt og kærleiksríkt hjarta. Það gei'ði gæfumuninn. Sú var ætlun manna, að varla mundi eftirsóknarvert konu að búa við svo óstýriláta skapgerð, og efalaust mun þetta hafa verið rétt ályktað. Vilhjálmur þurfti á að halda sterkum og stilltum lífsförunaut, og hann var sá hamingjumaður að öðlast slík- an, þar sem Kristín var, er hik- laust og heilhuga gekk honum á hönd. Engum mun hafa verið ljúfara en Vilhjálmi sjálfum að játa þetta. Hann di'ó ekki dul- ur á að kvonfang sitt hefði vei'- ið sín lífshamingja. Kx-istín lærði fljótt að þekkja bónda sinn og hagaði sér sam- kvæmt því. Lét sér yfirsjást þótt stormsveipar gengju yfir. Mælti fátt en fór sínu fram. Vissi að hryðjui-nar gengju fljótt yfir og kyrrð og birta tækju völdin. Þetta skapaði gagnkvæma vii'ðingu og traust, sem entist þeim hjónum til mik- illar giftu. Þau hjón byi'juðu sambúð sína bláfátæk og voru fyrstu ár- in á hrakhólum. En 1905 náði Vilhjálmur ábúð á jörðinni Bakka í Svai'faðardal, einni beztu jörð í þeii’ri sveit. Þar hlotnaðist honum olnbogai'ými til athafna, enda leið eigi á löngu þar til ávextirnir sýndu sig. Vilhjálmur stórbætti jörð- ina og kom upp einhverju stæi-sta búi í hreppnum. Bakka heimilið varð fljótt rómað fyrir atorku í framkvæmdum og i'ausn í hvívetna. Vinnuhjúa- sæld fylgdi þeim hjónum alla tíð og nægir það eitt til að sýna að þar hefur fólki þótt gott að vei'a, og bar heimilisháttum lofsam- legt vitni. Ég skal ekki lengja mál mitt um Bakkaheimilið þó fi'eistandi sé. Það hefur verið gert af öðr- um í Tímanum. Þau Vilhjálmur og Kristín eignuðust 12 börn. Fjögur dóu ung, en átta eru enn á lífi. Af þeim er aðeins ein dóttirin ó- gift. Oll börn þeirra hjóna hafa mannazt prýðilega og afkom- andafjöldi við lát Kristínar 109. Þetta er óvanalega há tala. Allt ber þetta fólk ættfeðrum sínum ánægjulegt vitni, vel gefið kjarnafólk, traust og atorku- mikið. Að lokum þetta. Kristín á Bakka var alvöi-ukona, sjálfri sér og öðrum trú. Guðstrú henn ar var öi'ugg og hindurvitna- laus. Ég ætla að hugur hennar hafi oft reikað inn á trúarsvið- ið. Trúað gæti ég því, að hin fagra, stuttoi'ða bæn hins trúa þjóns: „Di'ottinn lát för mína heppnast“ hafi oft vakað í huga hennar og hún hefur vissulega hlotið bænheyi-slu. För Kristín- ar á Bakka í þessum heimi hef- ur vissulega heppnazt. Hún var hamingju kona og eigin gæfu smiður. Það getur ekki verið kvíðvæn legt að leggja upp í hina hinztu för með slíkt föruneyti sem Kristínar á Bakka. Ástarhug 109 niðja. Við vinir hennar og sveitungar óskum einhuga að fá að vera með í því föx-uneyti. Þór. Kr. Eldjárn. - Tækniskólinn (Framhald af blaðsíðu 8). einkunnir hlutu Stefán Guð- jónsson símvii'ki 7.48 og Júlíus Arnórsson múraranemi 7.15, en einkunnastigi er frá 0—8. Aðrir sem brautskráðust voru: Aðalsteinn Júlíusson. Arnar Daníelsson. Ásgeir Grant. Einar Malmquist. Eiríkur Sigurgeirsson. Fi'anz V. Ái'nason. Grétar Ólafsson. Gylfi Jónsson. Gylfi Snorrason. Jón E. Jónsson. Júlíus Ai-nórsson. Kristján Antonsson. Sigfús Jónsson. 5 LEIKFÉLAG AKUREYRAR: GALDRA-LOFTUR Gunnar Eyjólfsson og Marinó Þorsteinsson í einu atriði Ieiks- ins. (Ljósmynd: Eðvarð Sigurgeirsson.) Viðfal við rafveifusfjórann GALDRA-LOFTUR er eitt af kunnustu leikritum Jóhanns Sig ui'jónssonar skálds frá Laxa- mýri. Efni þessa leiks er flest- um íslendingum meira eða minna kunnugt, kynngi magnað og hrollvekjandi. Hólar í Hjalta- dal er sögusviðið og leikurinn gerist á tímum biskupsstóls og skóla. Bakgrunnurinn er drauga trúin, óttinn við vald myrkurs- ins og löngunin til að öðlast það vald. — Ástin er notuð sem ívaf. Loftur er sonur hins auðuga staðai'ráðsmanns og er skóla- piltur, gáfaður er hann og glæsi- legur en skapgerðin vanheil og ofsafengin. Loftur fæst við dul- ræn fræði, skyggnist inn í for- tíðina og reynir með ástríðuofsa að ná þekkingu og valdi með aðstoð framliðinna og gefur djöflinum sál sína. Ung vinnukona, Steinunn að nafni, kemur í Hóla og töfrar Loft með kvenlegum þokka og heitu geði. Þau njótast, en síð- an kemur Dísa biskupsdóttir heim eftir dvöl erlendis. Hún fór unglingur, en nú er hún þroskuð kona. Steinunn hverfur í skuggann fyrir nýrri ást. Stein unn ber barn Lofts undir belti, en Loftur bregzt henni. Hún bognar ekki en brestur alveg og fyrii'fer sér, á þeirri stundu er Loftur biður henni bölbæna. Dísa biskupsdóttir megnar ekki að leysa sál Lofts úr viðjum hins illa og hann vekur upp draug. En þegar hann er að ná takmarki sínu í Hóladómkirkju og stendur frammi fyrir hinum uppvakta Hólabiskupi, fellur hann fi-am og er liðið lík. Gunnar Eyjólfsson leikur Galdra-Loft af glæsibrag. Akur- eyrai'leikari í þetta hlutverk fannst enginn og hefur ekki fundizt þegar sviðsetning þessa sjónleiks hefur verið á dagskrá áður hjá Leikfélagi Akureyrar. En Þjóðleikhúsið hljóp hér und- ir bagga og gerði það myndar- lega. Sýning Galdra-Lofts er leikhúsviðburðui' hér um slóð- ir. Leikur Gunnars Eyjólfsson- ar einn sér er það líka. Ungfrú Ragnhildur Steingríms dóttir er leikstjórinn, og hún leikur einnig Steinunni, Um leik stjórnina er max-gt vel, þótt ég kunni ekki við að fólkið, sem gengur út af leiksviðinu eða inn á það, gangi fyrst yfir leiksvið- ið eins og svefngenglar. Þá hefði vei'ið athugandi að láta lifandi menn leika hina dánu og upp- vöktu í kii-kjunni (þ. e. hugar- óra Lofts) og segja það, sem segja þurfti, í stað þess að hafa textann á segulbandi og nota myndir og rauð ljós. — Um leik ungfrúarinnar er það að segja, að ég sá hvorki né heyrði þá Steinunni, sem Jóhann Sigur- jónsson gaf íslenzkum leikhús- um. Frú Þórey Aðalsteinsdóttir lék Dísu biskupsdóttur af léttleika og þokka, og sómdi sér vel. Guðmundur Magnússon og frú Anna Björnsdóttir leika biskup og biskupsfrú, lítil hlut- vei-k. Guðmundur Gunnarsson leik- ur staðarráðsmann af miklu ör- yggi og myndarskap. Marinó Þorsteinsson leikur Olaf, vin Lofts, af djúpum skilningi. Þar er leikari á ferð, sem vert er að sjá. Kristján Kristjánsson leik- ur blinda manninn og fær þar upp í hendurnar fallegt hlut- verk, sem hann getur gert miklu betri skil, þegar hann hættir að einbeita sér að því að sýnast blindur. Litlu telpuna, sem leið- ir afa sinn, leikur Eva Þ. Har- aldsdóttir þokkalega. Frú Krist- jana Jónsdóttir leikur vinnu- konu á biskupssetrinu af hóg- værð. Beiningamenn og hey- skaparmenn á Hólum leika þeir Steinn Karlsson, Árni Böðvars- son, Sæmundur Andersen, Jón Ingólfsson og Kjartan Ólafsson. Jón Ingimarsson leikur Gott- (Framhald á blaðsíðu 7). (Framhald af blaðsíðu 8). aflþöi'fin vei’ða um 220—250 þús. kw. og orkuvinnsluþörfin um 1200—1300 millj. kwst. Hver er talinn byggingartími raforkuvers? Byggingartími oi'kuvera er eðlilega allbi'eytilegur eftir að- stæðum, en við Laxá má búast við því að 1. áfangi framhalds- virkjunar yrði ekki gerður á skemmri tíma en 3 árum. Hlutur bæjarfélaga í rafveitu? Eins og öllum er kunnugt, eru orkuver landsins ýmist í eign ríkisins, bæjarfélaga eða sam- eign þessara aðila, eins og t. d. Laxárvirkjunin, þar sem Akur- eyrarbær á 65%, og S.ogsvii'kj- unin, þar sem Reykjavík á 50%, en á báðum þessum stöðum var hafizt handa um virkjanir fyrir forgöngu kaupstaðanna sjálfra. Það hefur orðið hlutverk ríkis ins að sjá þeim kauptúxxum og héruðum fyrir í'afmagni, sem ekki höfðu bolmagn til þess sjálf. Hvað viltu segja um landsveitu- hugmyndina? Nú undanfarið hefur verið mikið rætt um s. k. Landsveitu, en það sem við er átt á þessu stigi málsins er það, að leggja orkulínur á milli hinna einstöku landshluta, þ. e. frá hugsanlegri virkjun við Búrfell til Akui'eyr- ar (200 km.) og þaðan bæði til Austurlands (150 km.) og vest- ur til Skagafjarðar (100 km.) Ennþá hafa ekki komið fram neinar áætlanir um hvað kostn- aður við hinar ýmsu línur sé mikill eða hve mikið afl þær eigi að geta flutt. Ennfremur er áætlunum um virkjun Laxár enn ekki lokið, eins og áður er sagt, þannig að samanbui'ður, hvað snertir rafox-kuverð til Akureyrai', er ekki mögulegur ennþá. Sú skoðun hefur verið undir- staða hugmyndarinnar um Landsveitu, að stórvirkjun við Búrfell, ásamt áðurgi-eindum línum, sé æskilegasta lausnin á rafmagnsmálum landsins, en til- tölulega lítil virkjun, vel stað- sett í héraði, getur einnig kom- ið út með lágu rafoi'kuverði. Ennfremur þarf virkjunar- staður að vera þannig valinn, að hann veiti nægilegt rekstrar öryggi . Af framansögðu sést að hafa þarf virkjanir víða um land, sem tengjast munu síðar saman með orkuflutningslínum og sem geta hjálpað hver annarri þeg- ar bilanir eða truflanir koma á reksturinn. Það getur orðið álitamál, hvort hagkvæmara sé að tengi- lína komi fyi-st til dreifikei'fis- eða virkjun í héraði, en full- nægjandi öryggi næst ekki fyrr en hvort tveggja er komið, segir rafveitustjórinn að lokum, og þakkar Dagur svörin. Hann sem hefir boðið henni út með sér kvöld eftir kvöld upp á síðkastið, verið veitull með afbrigðum, hvíslað ástarorðum i eyru hennar og kysst hana! O, hve hana langar til að segja-----------Er- lingur segir ekki neitt. Aðeins góða nótt. — Sjáumst aftur! segir hann og hleypur ofan stigann. — Nei! og aftur nei! hvíslar hún. En það heyrir hann ekki. Dálítill smellur í dyralásnum. Hann er farinn! Sigríður verður köld og gröm. En hún er enn heit í kinnum. Bítandi róleg og köld spyr hún sjálfa sig: Er nú öllu lokið, allt þetta búið, þetta sem hún hafði hlakkað svo til í kvöld? Hefir Erlingur komið og verið hérna? Hefir hann faðmað mig og kysst mig? Hún lítur í spegilinn og býst við að geta séð þar hugarkvalir sinar. Henni virðast varir sínar hafa blánað og bólgnað. Þær eru enn heitar eftir kossa Erlings. En á meðan var hann að hugsa um aðra, sem er gáfuð og alvarleg! Og hann ætlar að kvænast henni! Sigríður hefir aðeins verið honum leikfang. Hún finnur tárin svíða i augum. Já, lofum þeim bara að detta. Látum þessu lokið í kvöld. Lokið öllum samvistum við pilta! Fjarlægjast allt saman! Æ, hve það skal verða gott að koma heim og hvíla alla hugsun mína um helgina. Sigríður er ekki upp á marga fiska morguninn eftir í Stofnuninni. Hún situr við kassann og tekur við rauðum, bláum og grænum bleðl- um og færir síðan upphæðina inn í sjóðbókina. En hugur hennar rakti sundur í sífellu og fitjaði upp á ný, hvað eftir annað og alltaf hið sama: öll kvalræðis leiðindin frá kvöldinu áður! — En hvað í hamingju bænum! Þarna kemur pabbi! Hvað vill hann hingað til hennar? Og er með gamla kúluhattinn sinn á höfðinu! Æ-i, því gerir hann mér nú þessa sneypu? hugsar Sigríður. Hún horfir skelkuð til dyranna... Jú, nú hefir hann orðið hennar var. Hann gengur þungum, föstum skrefum inn yfir flísagólfið til hennar. Hann er svo alvarlegur, að henni bregður. — Sæl Sigga mín segir hann. — Hvernig líður þér? — Það er allt í fína lagi með mig segir hún. — Það er gott. — En hvers vegna kemurðu ekki heim um helgarn- ar? Sigríður verður dálitið vandræðaleg. Hún getur ekki farið út i nein orðaskipti við pabba sinn hér inni. — Eg kem heim um helgina segir hún aðeins. Faðir hennar hallar sér dálítið inn yfir afgreiðsuborð hennar, styður höndunum á það og dregur við sig það, sem hann ætlar að segja: — Afi þinn er dáinn, segir hann. Sigríður starir á föður sinn. Henni finnst hún verði að styðja sig við borðið. — Þetta er ekki satt! segir hún hastarlega. — Afi þinn dó í gærkvöld, endurtekur hann. — I gærkvöld! I gærkvöld! pabbi? Henni finnst hún ætla að kafna hérna inni. Faðir hennar réttir sig upp: — Þú verður að biðja um leyfi í fáeina daga, Sigriður. Við höfum þín þörf heima núna, eins og þú skilur. AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA BORGIN ^ ••.' •„• •>-. o : •• » — Já, hvíslar hún. — Já, ég kem. — Jæja, ég verð nú að fara. Eg hefi í svo mörgu að snúast í dag. Vertu sæl, Sigga mín! Þú kemur þá líklega í kvöld? — Já, ég kem í kvöld. Hún sér hurðina falla hægt aftur á hæla föður sínum. — Nei, nei, hún megnar ekki að sitja hér við kassann lengur. Samverkakonurnar gefa henni hornauga, og sumar þeirra kíma. Sigríður flýtir sér út og finnur Rossí og biður um að fá að tala við hann. Hún segir honum allar kringumstæður heima, og Rossí gefur henni frí fram yfir jarðarförina. Hann er svo hlýr i orðum og viðmótsþýður, að Sigríði stórfurðar. Getur þessi einkennilegi Rossí raunverulega verið svona nærgætinn og góður? Sigríður fer upp í herbergi sitt og tinir saman allt það, sem hún þarf að hafa meðferðis heim. Hún er fljót að þessu, en gerir það þó allt án þess að hugsa. Það er eins og eitthvað hafi storknað innan í henni. Hvað varð af táaunum? Hvers vegna koma þau ekki núna? Áðan lá henni þó svo við gráti. Sigríður fer heim með hádegislestinni. Það er úðarigning með sól- leiftrum inn á milli. Hún vill ekki hugsa. Hún getur það heldur ekki. Hún er köld og tilfinningalaus. Öðru hverju fer skjálfti um hana. Gæti hún bara grátið. Það gerði ekkert til, þó aðrir sæju það. Um leið og Sigríður kemur inn í eldhúsið heima, sér hún þegar að móðir sin hefir grátið. Maria fer líka að gráta, þegar Sigriður kemur. Hún þurrkar tárin hálf-klaufalega. Þær búast víst við, að Sigríður fari lika að gráta. En hún getur það ekki. Hún fer heldur fram í ganginn og færir sig úr kápu og hatti og er lengi að þvi. Hún tekur í snerilinn á dagstofuhurðinni, en sleppir honum óðara, eins og hún hafi brennt sig. — Guð minn góður! HúA veit þó ekki, hvort afi liggur þarna inni í stofunni. Hún flýr aftur fram í eldhúsið. Marteinn er líka kominn inn. Hann lítur helzt undan henni. Hún sér að hann er ekki sjálfum sér líkur. Hann á víst i einhverjum erfiðleikum innra með sér. Aumingja Marteinn. Aumingja mamma, María og pabbi! Aumingja hún sjálf og allir hér heima! Sigríður fer upp á loftið og leggst i gamla rúmið sitt ofan á hekl- aða rúmteppið og horfir þurrum augum upp í súðina. Og nú flæða hugsanirnar eins og brimskaflar inn yfir hana. Hún sem ætlaði heim um helgina. Já, hún ætlaði að vera góð við afa og bæta fyrir van- rækslu sína. Æ, nei og nei! Hve þessar hugsanir pína hana! Guð minn góður, taktu burt þessar ljótu hugsanir, hvíslar hún út í bláinn. En hugsanirnar koma látlaust. Hún sem ætlaði að segja afa hitt og þetta. Og nú —? Nú heyrir ekki afi, hvað hún er að segja. Hvers vegna á hún annars að vera að rifja upp allt þetta núna? Þetta og öll hin skiptin, sem hún hefir verið heima og aðeins litið inn til afa fáeinar mínuútur í hvert sinn og aldrei mátt vera að þvi að svara almennilega þvi, sem hann spurði um. Hún hefði verið á hlaup- um og svarað í flýti já eða nei, eða eitthvað út í bláinn af ótta um, að hann vildi kannski fara að spjalla við hana. Og þegar fólk spjall- aði saman um eitthvað í stofunni, var oft erfitt fyrir afa að fylgjast með. Og spyrði hann þá, hvað um væri að ræða, svaraði oftast eitt- hvert þeirra: Æ-i, það var ekki neitt! Nú man hún þetta allt saman. Því er sem þrýst niður í hug hennar og þyngir hann. Eiga nú allar þessar ömurlegu hugsanir að vera hegning á hana? — Hún liggur í svefnmóki og heyrir málróminn að neðan eins og úr fjarska. En hún liggur kyrr og utanveltu. Æ, gæti hún bara sofnað frá öllum þessum ömurleik og vaknað aftur með vitneskju um, að allt þetta hefði bara verið vondur draumur! Ein- tómt hugarrugl. Hún veit ekki, hve lengi hún hefir legið hérna uppi. Hún heyrir stofuklukkuna slá fleirum sinnum, en telur ekki slögin. Þá er tekið í hurðarhúninn. Það er Pétur. Hún rís upp. Drengurinn er afar alvar- legur. Haxjn hefir víst grátið nýskeð. En augu hans lýsa djúpri al- vöru. — Ég átti að spyrja, hvort þú viljir ekki koma ofan og borða. Pabbi- er líka kominn. Já, Pétur, ég kem. Hún snyrtir sig ofurlítið og fer ofan á eftir honum. Grannkonurnar tvær sitja í eldhúsinu. Þær tala lágt við foreldrana. Sigriði vefður brátt ljóst, hvað þær hafi verið að spjalla um. Hún sígur niður í sæti við eldhúsborðið. Hún snertir ekki við matnutn fyrir framan sig. Pétur situr þar rétt hjá henni og fylgist með tall fullorðna fólksins. Hamingjusami Pétur! Hann þarf einskis að iðra. Hann var eins og guðs-engill hjá afa, frá því hann var örlítill strák- hvolpur. — Sigga, hefirðu séð afa? hvíslar Pétur allt í einu. — Nei. Svarið kom eins og hiksti. — Á ég að koma með þér inn? Pétur rís upp og kemur til hennar. — Já, já, Pétur, viltu gera það? Hún stendur snöggt upp. Hún verður að yfirbuga sjálfa sig. Hún verður að sjá afa. Og hún verður að geta grátið, grátið lengi, lengi, fá rutt burt öllum stíflum. Pétur opnar betristofudyrnar og gengur inn yfir gólfið. Hún nemur staðar á þröskuldinum. — Afi! segir hún og hnígur niður á stól frammi við dyrnar. Og í sama vetfangi brestur stíflan vonda fyrir bringunni. Tárin flæða heit og þung niður kinnarnar. Hún lítur á kistuna gegnum tárin. Hún sér góðmótlegt og traust andlit afa. Það er sem friður og ró sé meitl- að í hverjum andlitsdrætti. Það er alveg eins og hann sofi rólega og muni bráðum vakna aftur, brosa til hennar og segja: Ertu nú komin, Sigga mín! (Framh.). j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.