Dagur - 13.05.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 13.05.1964, Blaðsíða 8
8 Nemendatónleikar á Akureyri Nemendur og kennarar Undirbúningsdeildar tækniskólans á Akureyri við skólauppsögn í vor. Undirbúningsdeild tækniskólans á Akureyri * stárfaði í fyrsta sinn síðastliðinn vetur UNDIRBÚNINGSDEILD tækni skóla á Akureyri var slitið sl. laugardag 9. maí. Hún starfaði í fyrsta sinn í vetur, á vegum Iðnskóla Akureyrar á sama grundvelli og sams konar deild, sem haldið hefur verið uppi nú í tvo vetur á vegum Vélskólans í Reykjavík. Prófkröfur eru mið aðar við inntökuskilyrði í danska tækniskóla og námsefni og próf við það sniðin. Skólastjórinn, Jón Sigurgeirs- son kvaddi nemendur og lýsti starfinu í vetur. Aðalkennari var Aðalgeir Pálsson, rafmagns- verkfræðingur, en auk hans og skólastjóra kenndu Aðalsteinn Jónsson verkfræðingur og Skúli Magnússon gagnfræðaskóla- kennari. Deildin starfaði frá 1. október til aprílloka. Skólastjóri þakkaði Alþingi, menntamála- ráðherra, bæjarstjórn Akureyr- ar og öðrum, sem stutt hafa að því að deildinni var komið á fót, ekki sízt Sveinbirni Jóns- syni byggingameistara, sem hef ur látið sér mjög annt um þetta mál og stutt það á margan hátt. Að lokum ávarpaði skólastjóri nemendur og þakkaði þeim sam stilltan vilja og átak til að starf- ið færi vel af stað þegar á fyrsta starfsári, en slikt væri afar mik ilsvert. Undir prófið gengu 15, þar af 1 utanskóla og hlutu allir til- skilda meðaleinkunn, en einn skorti lítið eitt á lágmarkseink- unn í stærfræðigreinum. Hæstu (Framhald á blaðsíðu 4). HINIR árlegu nemendatónleik- ar Tónlistarskólans verða næst- komandi laugardag og sunnu- dag. Tónleikarnir á laugardag- inn verða í Lóni og hefjast kl. 5 e. h., en tónleikarnir á sunnu- dag verða í Borgarbíó og hefj- ast kl. 8.30 e. h. Aðgangur að tónleikunum á laugardaginn er ókeypis, en aðgöngumiðar að tónleikunum á sunnudaginn verða seldir við innganginn. Á tónleikunum á laugardag- inn koma fram yngri nemendur skólans og leika á píanó, fiðlu og orgel. Þá leikur einnig fiðlu- sveit með píanóundirleik. Á tónleikunum á sunnudag- inn koma fram nokkrir eldri nemendur skólans og leika ein- leik á píanó. Meðal þeirra er fyrsti píanónemandinn, Jóhann Vigfússon, sem útskrifaðist frá skólanum og er hans hluti í tón leikunum all veigamikill og um leið þáttur í lokaprófinu. Eru Hefja þarf virkjunarframkvæmdir fljótt „ÚR DAGBÓK LÍFSINS“ SÝND Á FÖSTUDAG ÞRÍR ÖLVAÐIR UM síðustu helgi tók lögreglan á Akureyi'i enn þrjá menn fasta fyrir meinta ölvun við akstur. □ Gunnar Eyjólfsson og Þórey Aðalsteinsdóttir í hlutverkum Galdra-Lofls og Dísu. (Ljósm. Edv. Sigurgeirss.). Nú í haust er ráðgert að Ijúka við stækkun varastöðvarinnar á Akureyri um helming þannig, að hún verður þá 4000 kw. Þar sem frekari næturhitun vei'ður ekki leyfð, þá má gera ráð fyrir því að eftir 3 ár verði dagálagið komið upp fyrir næt- urálagið, og ef reiknað er með svipaðri aukningu og undanfar- in ár, þá má gera ráð fyrir að álagið verði kohiíð upp í rúm 16000 kw. 1968 til 1969, en það þýðir að allar vélar virkjananna við Laxá, ásamt vélum vara- stöðvarinnar á Akureyri, verði þá fullnýttar á mesta álagstíma. Hverjar ráðagerðir eru helztar uppi? Unnið hefur verið að áætlun- um um áframhaldandi virkjanir við Laxá og er gert ráð fyrir því, að áætlun um fullvirkjun Laxár í S.-Þingeyjarsýslu verði tilbúin mjög bráðlega. Það má geta þess hér, að í flestum til- lögunum um fullvirkjun Laxár, er gert ráð fyrir því að reisa stóra stíflu ofarlega í gljúfrun-1 um, sem yrði endanlega um 30 m. há. Þannig fæst miðlunar- geymir, sem rúma myndi um 31 millj. rúmmetra. Það má gera ráð fyrir því, að truflanir af völdum kraps ofar í ánni myndu að mestu hverfa eftir- að þessi stífla hefur verið gerð. Samkvæmt þeim áætlunum, .sem þegar liggja fyrir um full- virkjun Laxái', er gert ráð fyrir því að áin geti gefið, eftir að aukning á vatnsmagni hennar hefur verið framkvæmd, um 700 millj. kwst. í meðal vatns- ári og virkjanlegt afl í henni er talið um 140 þús. kw. Til fróðleiks má geta þess, að árleg aukning aflþarfar á öllu landinu næsta áratuginn mun vera um 8—10 þús. kw., en sam anlagt afl rafveitna á landinu mun nú vera um 150 þús. kw. og orkuvinnslan orðin um 650 millj. kwst. Eftir 10 ár mun því (Framhald á blaðsíðu 5). Margt er áfátt í uppeldismál- um okkar síðan meiri hluti þjóð arinnar fór að búa í þéttbýli. — Hugsjónamenn, sem sjá hvar skórinn kreppir, beita sér fyrir ýmsum endurbótum á uppeldi æskunnai'. Barnaverndarsamtök in safna fé fyrir hæli handa taugaveikluðum börnum. En einn áhugasamur einstaklingur hefur látið gera kvikmynd til að minna á vanrækt börn og safna fyrir uppeldisheimili handa þeim. — Ákveðið hefur verið að sýna kvikmyndina „Ur dagbók lífsins" hér í Borgarbíó á föstu- daginn. Magnús Sigurðsson, skólastjóri í Hlíðarskóla í Rvík, hefur látið gera myndina og sýnt hana víða á Suður- og Vest urlandi. Hefur hún hvarvetna fengið ágætar viðtökur. — Eins og kunnugt er gengur ágóði af þessum kvikmyndasýningum í sérstakan sjóð, sem biskupsskrif stofan varðveitir, og á að ganga til uppeldisheimilis fyrir van- rækt og foreldralaus börn. Með því hyggst forvígismaður þessa mikilvæga máls að vinna nauð- synlegt björgunarstarf á réttum tíma. — Kvikmyndin sýnir raun hæfar myndir úr ævi þessara vanræktu barna. Er það athygl- isverð hugvekja og mun eflaust vekja til umhugsunar um þetta vandamál. — Þá lætur Magnús Rafveitustjórinn á Akureyri svarar nokkrum spurningum um rafmagnsmálin söfnunarbók fylgja myndinni, og gefst þeim, sem þess óska, tækifæri til að rita nafn sitt í hana og styrkja þetta málefni með því að láta af hendi rakna minnst 50 krónur. — Hér er um mikilvægt uppeldismál að ræða. En við íslendingar erum langt á eftir nágrannaþjóðum okkar um uppeldi vanræktra barna. — Þess er vænzt að kvikmynd þess ari verði vel tekið hér á Akur- SAGA rafórkumálanna hér á landi sýnir hina ört vaxandi þörf nýrra virkjana. Og eins og ástatt er nú, er rafmagnsskortur yfirvofandi í landinu, bæði hér á Norðurlandi og á Suðurlandi, ef ekki verður hafizt handa og ný orkuver byggð á næstu ár- um. Umræður um stóriðju hér á landi og von manna um, að í sambandi við hana og erlent fjármagn fengist hagkvæm lausn málsins, hafa beint sjón- um manna fram hjá þeim leið- um, sem til þessa hafa verið farnar. Jafnhliða hafa svo kom ið fram hugmyndir um lands- veitu, þar sem orkuver norðan og sunnan yrðu saman tengd. En aðrir telja héraðsrafveitur á ýmsum stöðum hagkvæmari enn sem komið er. Dagur sneri sér til Knuts Otterstedt rafveitustjóra á Ak- ureyri og bað hann að svara nokkrum spurningum um þessi mál, sem hann góðfúslega gerði á eftirfarandi hátt: Stærð Laxárvirkjunar og orku- svæðisins? Laxárvirkjun í S.-Þing er 12560 kw. að stærð og auk þess er toppstöðin á Akureyri 2000 kw. Orkusvæði Laxárvirkjunar nær í dag yfir kaupstaðina Ak- ureyri og Húsavík, auk þess Dalvík, Hrísey, Hjalteyri, Sval- barðseyri og Grenivík og raf- væddar svitir Eyjafjarðar- og S.-Þingeyjarsýslu, allt austur á Tjörnes og suður til Mývatns- sveitar. Framleiðsla Laxárvirkjunar var árið 1960 um 51,9 millj. kwst., en árið 1963 um 65,2 millj. kwst., þar með talin fram leiðsla varastöðvar tæpar 0,2 millj. kwst. Aukningin á þessum árum hefur því orðið um 25% eða rúm 8% á ári. Mesta álag á orkusvæðinu var árið 1960 um 11650 kw. næturálag, en dagálag ið var þá um 10200 kw. Árið 1963 urðu tilsvarandi tölur um 13100 kw. næturálag og dagá- lagið um 11640 kw. Ný næturhitun hefur ekki verið leyfð á Akureyri síðústu 2 árin, þannig að eklci er gert ráð fyrir því, að næturálag á orkusvæðinu vaxi verulega hér eftir. Hve lengi geturn við beðið »ýrr- ar virkjunar? Eins og sézt af þessum tölum, þá er toppálag á orkusvæðinu orðið meira heldur en ástimpl- að afl vélanna við Laxá, þannig að dísilstöðin á Akureyri er nú einnig orðin toppstöð fyrir orku verin við Laxá. þessir tónleikar því merkur við- burður í starfssögu skólans. Jó- hannes er nemandi Kmtins Gestssonar og mjög efnilegur nemandi. Þess er að vænta að tónleik- arnir verði fjölsóttir og að áheyr endur sýni hinu unga fólki að þeir vilji fylgjast með stai'fi þess og námsárangri. □ t■ ' .................. F.U.F. FÉLAGAR Á AKUREYRI MUNIÐ síðdegisfundinn að Hótel KEA, laugardaginn 16. niaí kl. 4 e. h. — Haraldur Sigurðsson íþróttakennari mun ræða um framtíðar- skipulag íþróttamála í bæn- um. Kaffidrykkja. Félagar fjölmennið og tak- ið með ykkur gesti. □ 1------ ->

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.