Dagur - 13.05.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 13.05.1964, Blaðsíða 1
Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði. Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (afgreiðsla) ^ ............ -----........ Forseii Islands sjöfugur í DAG er forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, sjötugur Hann er fæddur í Kóranesi á Mýrum 13. maí 1894. Foreldrar hans voru Ásgeir Eyþórsson kaupmaður þar og Jensína Matthíasdóttir. Þau fluttust síð- ar til Reykjavíkur. Ásgeir Ásgeirsson reri til fiskjar og stundaði önnur al- geng störf til að létta á heimil- inu, því heimilið var fátækt. Þegar til Reykjavíkur kom, fór Ásgeir í Menntaskólann, en vann á sumrin, var m. a. þrjú sumur kaupamaður í Möðrudal. Stúdent varð hann 18 ára gam- all og las síðan guðfræði við Há skólann og lauk þar prófi 1915. Þá varð hann biskupsritari, þá bankaritari, kennari við Kenn- araskólann og fræðslumálastjóri 1928 og aftur síðar, ennfremur bankastjóri Útvegsbankans. Ásgeir Ásgeirsson var kosinn á þing í V.-fsafjarðarsýslu 1923, og sat í fyrsta sinn á þingi 1924 og lét þá þegar nokkuð að sér kveða. Árið 1930 völdu þingmenn Ásgeir Ásgeirsson til forustu, sem forseta sameinaðs þings, til að standa fyrir Alþingishátíð- inni. Luku allir upp einum munni um það, að þar hafi hon- um vel farizt og glæsilega. Það var e. t. v. undirstaða þess, hve sigursæll hann varð síðar í for- setakosningunum. Studenterorkestret KEMUR til Akureyrar 19. maí, heldur hér koncert í Akureyrar kirkju kl. 20.30 og fer síðan með flugvél héðan til Osló kl. 24.00. — Nánar í næsta blaði. KARLAKÓRINN SYNGUR ENN KARLAKÓR AKUREYRAR endurtekur samsöng sinn n. k. föstudagskvöld (15. maí) kl. 8 og nú í Sjálfstæðishúsinu. Eftir sönginn gefst áheyrendum tæki- færi til að skemmta sér við dans og ágæta músík — hljómsveit Ingimars Eydal og Óðinn Valde marsson — í þessum glæsilegu húsakynnum — án aukagreiðslu fram til kl. 1 e. miðnætti. Öllum er heimill aðgangur að skemmt- an þessári meðan húsrúm leyfir. Aðg.miðar eru til sölu á kr. 50.00 í Bókaverzlun Jóh. Valde- marssonar og við innganginn. — Að loknum samsöng, eða eftir kl. 9.30, er Sjálfstæðishúsið opið sem venjulega á föstudögum (restauration og dans) eftir því, sem húsrúm er til. □ Ráðsfefna um úfgerðar- og atvinnumál samþykkfi að leita eftir aðstoð vegna aflabresfsins sl. vetur AÐ FRUMKVÆÐI hreppsnefnd arinnar á Dalvík var haldinn á Akureyri 9. maí ráðstefna bæj- ar- og sveitastjórna og útvegs- manna á svæðinu frá Skaga- strönd til Þórshafnar. Fjallaði hún um þann vanda, sem skap- azt hefur á Norðurlandi vegna aflabrests undanfarin ár. Fundarstjóri var Árni Flyger- ing sveitarstjóri á Dalvík, en fundarritarar Óskar Aðalsteins- son og Halldór Gunnlaugsson, báðir frá Dalvík. 1. Greiðslu afborgana og vaxta af lánum vegna útvegsins og fiskvinnslustöðva svo sem hjá Stofnlánadeild sjávarútvegsins og Fiskveiðisjóði íslands verði frestað um 2 ár og lánin fram- lengist um jafnlangan tíma. 2. Aukin verði aðstoð frá Afla- og hlutatryggingasjóði til útgerðarinnar á umræddu svæði. 3. Aukin verði aðstoð við hraðfrystihús og fiskvinnslu- stöðvar m. a. með þvi að verð- bæta smáfisk, enda hækki þá fiskverð til útgerðarmanna. 4. Hraðað verði athugun stjórnarvalda á stofnsetningu iðnfyrirtækja norðanlands, þar sem atvinnuástand er verst. 5. Skorað er á háttvirta ríkis- stjórn og hið háa Alþingi að hlutast til um að framkvæmdum og fjárfestingu hins opinbera verði beint til Norðurlands meira en verið hefur, m. a. til að hagnýta það ónotaða vinnu- afl, sem þar er. □ Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt: Sameiginlegur fundur fulltrúa bæjar- og sveitastjórna og út- vegsmanna á svæðinu frá Skaga strönd til Þórshafnar haldinn á Akureyri 9. maí 1964, um út- gerðar- og atvinnumál, sam- þykkti með tilliti til hins lang- varandi aflabrests fyrir Norður- landi eftirfarandi ályktun: Keppnisferð Í.B.A. í knattspyrnu Töpuðu í Keflavík, en sigruðu Yal í Reykjavík AKUREYRARÚRVAL í knatt- spyrnu fór í keppnisferðalag um sl. helgi. Á laugardag kl. 5 e. h. fór fram bæjakeppni við Keflvíkinga á grasvellinum í Njarðvík. Hvassviðri og rignin'g var og völlurinn því blautur og þungur. Akureyringar léku á móti vindi í fyrri hálfleik og fengu á sig eitt mark. í seinni hálfleik tókst þeim ekki betur upp, undan vindinum, úthaldið virtist ekki duga sem bezt og Keflvíkingar bættu öðru marki við og endaði leikurinn 2:0 fyr- ir Keflavík. Keflvíkingar virð- ast í góði-i þjálfun, eru fljótir og þróttmiklir og áttu skilið að vinna leikinn eftir gangi hans. Á sunnudag kl. 2 e. h. var svo keppt við Val á Melavellinum í Reykjavík í bezta veðri, sól- skini og smágolu. Akureyrarlið- ið var nú mun heilsteyptara en daginn áður. Leikmennirnir náðu góðu samspili, voru á- kveðnir frá upphafi, og úthaldið dugði til leiksloka. Valsmenn réðu ekki við sóknarleik Akur- eyringanna og gátu ekki brotið vörn þeirra niður, fengu á sig 2 möi'k í fyrri hálfleik, en 4 í seinni svo lokastaðan vai'ð 6:0 fyrir Akurfeyri. Glæsilegur sig- ur. Frammistaða Akureyringanna má teljast góð í þessari ferð og gefur okkur von um að dvöl þeirra í annarri deild verði ekki löng. □ FERÐ Á ÓFAGRA STAÐI í BÆNUM Á MÁNUDAGINN bauð Fegr- unarfélagið blaðamönnum og ýmsum ráðandi bæjarbúum í ökuferð um Akureyrarbæ til að sjá góða og illa umgengni á hin- um ýmsu stöðum. Kapp verður á það lagt að auka fegurð bæjarins fyrir 17. júní n.k. En til þess þarf sam- eiginlegt átak margra aðila. Nokkrar myndir úr ferðalag- inu verða væntanlega birtar í næsta blaði, ásamt greinargerð Fegrunarfélagsins. Q Árið 1932, þegar Tryggvi Þór- hallsson endurnýjaði Framsókn prstjórnina eftir mikinn kosn- ingasigur 1931, varð Ásgeir fjármálaráðherra og síðan for- sætisráðherra í tvö ár, til ársins 1934. Ásgeir gekk um þetta leyti úr Framsóknarflokknum, en Vestfirðingar kusu hann samt utanflokka. í næstu kosningum var hann orðinn Alþýðuflokks- maður og náði kosningu og síð- an, þar til að hann varð forseti. í forsetakosningunum 1952 vann Ásgeir þó sinn frækileg- asta kosningasigur. Hann náði kosningu þótt stærstu blöð landsins og valdamestu stjórn- málaforingjar væru honum and vígir. Síðan hefur hann skipað mesta virðingarsætið, verið for- seti landsins og þjóðhöfðingi við almenna hylli, og mun verða það enn um sinn. Árið 1917 kvæntist Ásgeir Ás- geirsson Dóru Þórhallsdóttur biskups Bjarnarsonar og hefur hjónaband þeirra verið farsælt með afbrigðum. Börn þeirra eru þrjú, Þórhallur er elztur. Hann er deildarstjóri í við- skiptamálaráðuneytinu, Vala, kona Gunnars Thoroddsen fjár- málaráðherra og Björg, gift Páli Tryggvasyni, sendiráðsritara í Stokkhólmi. Þegar Ásgeir tók við hinu virðulega embætti sínu 1952, sat stjórn Steingríms Steinþórs- sonar að völdum, síðan stjórn Ólafs Thors, þá vinstri stjórnin, Alþ.fl.stjóm og loks núverandi „viðreisnarstjórn". Ásgeir hefur því, sem forseti landsins, unnið með fimm ríkisstjórnum, án á- rekstra, og við mikinn trúnað. Norðlendingar senda forseta íslands, herra Ásgeiri Ásgeirs- syni, konu hans og heimili hin- ar beztu hamingjuóskir. □ Þessir kappróðrarbátar eru 10,5 m. á lengd og fallegar fleytur, sem Slysavarnadeild karla og Sjómannadagsráð í Ólafsfirði eiga. Bátarnir eru smíðaðir í Sandgerðisbót á Akureyri af báta- smiðunum Gunnlaugi Traustasyni og Trausta Adamssyni. En þessir menn hafa smíðað nokkra minni báta, dekkbáta og trillur á undanförnum árum. Þeir hafa nú í smíðum 16 tonna eikarbát, sem búið er að bandreisa. (Ljósm. E. D.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.