Dagur - 08.07.1964, Blaðsíða 2
2
Mikil og vaxandi þörf fyrir sumarbúðir
segir Vilhjálmur Einarsson í stuttu viðtali
Ávarp fi! Svarfdælinp
við komu þeirra í Saurbæjarhrepp 14. júní.
Verið þið hingað velkomin
með vinsemd og glæsibrag.
Saurbæjarhreppur og Svarfaðardalur
sameinast hér í dag. lí
Eflum hér kynni og yngjum hug
eigum hér glaða stund.
Þiikkum svo er við kveðjum klökk
komuna á okkar fund.
Á ljósum vordegi að litast um
við landvinnu þáttaskil
má eitthvað sjá í annarri sveit
sem ekki er heima til.
Fjöllin eru ekki alveg eins
sín einkenni á hverjum stað,
því litltrigði lands og litaval
er lokkandi og margháttað.
Og eins er að hitta annað fólk
og eignast þar kynni ný,
sem geta margfalda gleði veitt
ef góð eru þau og hlý.
Fjölbreytni jafnan finnst í því
við fleiri að eiga mál
þó brot sé það allt og eining úr
íslenzk.ri þjóðarsál.
BENEDIKT INGIMARSSON.
Svíar cg bezfu íslendingar keppi
á frjálsíþróffamófi á Akureyri
FRÉTTAMAÐUR blaðsins náði
tali af Vilhjálmi Einarssyni, er
hann var hér á Akureyri og í
Eyjafirði við kennslu í frjálsum
íþróttur, nú fyrir stuttu.
Hvernig stendur á ferðum
þínum hér nyrðra, Villijálmur?
Þegar ég var á ferð hér á Ak-
ureyri í vor, kom Þóroddur Jó-
hannsson, framkvæmdastjóri
Ungmennasambands Eyjafjarð-
ar, að máli við mig og fór þess
á leit að ég kæmi hér í viku
tíma, um mánaðamótin júní —
júlí, til að þjálfa ungt fólk. Þór-
oddur hafði í huga að leita sam-
starfs við Frjálsíþróttaráð Akur
eyrar um þetta og varð það að
ráði. Ég hefi því verið með ann
an fótinn á Akureyri og hinn
ýmist á Laugalandi eða úti á
Árskógsströnd. Raunar vorum
við óheppin með veðrið ytra og
í stað útiæfinga hafði ég þar
kvikmyndasýningu.
Hvað finnst þér um íþrótta-
áhugann hér?
Á Akureyri finnst mér áber-
andi, hve áhugi fyrir knatt-
spyrnu hefur farið vaxandi,
enda virðist mér að skipulag á
æfingum sé mjög gott. Vel er
hugsað um yngri flokkana og
æft á völlum út um allan bæ.
Þó er ég þeirrar skoðunar, að
krakkar um og innan við ferm-
ingu ættu að leggja stund á sem
flestar greinar íþrótta, sund,
knattleiki og frjálsar -þróttir,
því enginn veit hvað kem-
ur til með að liggja bezt fyrir
honum. Sérhæfing á svo ungum
aldri getur verið hæpin, e. t. v.
fær unglingurinn leiða og hætt-
ir, því hann hefur aðeins iðkað
eina íþróttagrein.
Þú varst einn dag í sumar-
búðum Ungmennasambandsins
á Laugalandi?
Já, ég hafði mikla ánægju af
því að koma þar. Þar er ein
bezta aðstaða til sumarbúða,
sem ég hefi séð. Hæfilega stór
heimavist, félagsheimili, sund-
laug og ágætur grasvöllur. Á
betra verður vart kosið. Enda
virðist unga fólkið vel kunna að
meta tækifærið til að sækja
búðirnar, eftir þátttökunni að
AKRANES EFST í
FYRSTU DEILD
TVEIR leikir fóru fram um helg
ina á Knattspyrnumóti fslands
í I. deild. Akranes vann Þrótt
7:2 og Valur vann KR 1:0.
Staðan í deildinni er þá þessi:
Akranes 7 5 0 2 21:13 10
Keflavík 5 3 2 0 12:6 8
KR 5 3 0 2 9:6 6
Valur 7 3 0 4 17:15 6
Fram 6 114 11:17 3
Þróttur 6 114 7:17 3
i$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$S$$$$$$$$$$$S
dæma, því þarna eru milli 50
og 60 unglingar. Er það vel af
stað farið.
Þú hefur um nokkurt skeið
unnið að slíkum sumarbúðum?
Já, við Höskuldur Goði Karls-
son, sem var einn af kennurun-
um á Laugalandi, byrjuðum
með „drengjabúðir“ í júní 1960,
og var slíkt þá ekki orðið eins
útbreitt og síðar hefur orðið. Ég
tel mikla og vaxandi þörf fyrir
sumarbúðir, ekki sízt fyrir bæ-
ina. Sveitaæskan á líka með
hverju ári betra með að sækja
sumarbúðir, vegna vaxandi vél-
tækni við heyskapinn. Ég er í
AÐ loknu námskeiði, sem hinn
kunni frjálsíþróttamaður, Vil-
hjálmur Einarsson, leiðbeindi á,
var haldið mót fyrir drengi
á íþróttavellinum á Akureyri,
laugardaginn 4. júlí s.l. — Þátt-
takendur voru um 30.
Urslit voru sem hér segir:
8 ára og yngri.
60 m hlaup. sek.
1. Ari M. Torfason 10,2
2. Gunnar Guðmundsson 11,1
3. Sigvaldi Torfason 11,2
400 m hlaup. sek.
1. Ari Már Torfason 97,6
2. Gunnar Guðmundsson 101,6
3. Ólafur Jóhannsson 104,0
Langstökk. m
1. Ari M. Torfason 3,32
2. Gunnar Guðmundsson 3,00
3. Sigvaldi Torfason 2,96
Kúluvarp. m
1. Ari Már Torfason 3,87
2. Sigvaldi Torfason 3,35
3. Gunnar Guðmundsson 3,34
9—10 ára.
60 m hlaup. sek.
1. Valdimar Pálsson 11,1
2. Þrándur Rögnvaldsson 11,4
3. Guðmundur Örn Njálss. 12,0
400 m hlaup. sek.
1. Aðalgeir Pétursson 91,2
2. Þrándur Rögnvaldsson 91,8
3. Haukur Magnússon 93,0
Langstökk. m
1. Aðalgeir Pétursson 3,41
2. Haukur Magnússon 3,31
3. Valdimar Pálsson 3,20
Kúluvarp. m
1. Haukur Magnússon 4,12
2. Valdimar Pálsson 3,69
3. Þrándur Rögnvaldsson 3,56
11—12 ára.
60 m hlaup. sek.
1. Hrólfur Skúlason 9,4
2. Sigurlaugur Guðjónsson 9,5
3. Pálmi Matthíasson 10,0
engum vafa um, að þar sem ung
mennasambönd beita sér fyrir
slíku, muni það reynast hin
mesta lyftistöng fyrir íþróttalíf-
ið og félagsstarf almennt.
Er það nokkuð, sem þú vildir
segja að lokum?
Aðeins það, að ég vil þakka
UMSE og FRA fyrir boðið hing
að norður og óska þess að hin
stutta dvöl mín hér hafi verið
einhverjum til gagns. Sérstak-
lega vil ég óska Ungmennasam-
bandinu til hamingju með hinar
vel heppnuðu og glæsilegu sum
arbúðir og óska þess jafnframt,
að framhald geti orðið á slíkri
starfsemi, ungu fóiki í hérað-
inu til gleði og þroska. □
400 m hlaup. sek.
1. Pálmi Matthíasson 81,2
2. Hrólfur Skúlason 87,3
3. Benedikt Guðmundsson 87,8
Langstökk. m
1. Pálmi Matthíasson 4,12
2. Hrólfur Skúlason 4,12
3. Sigurlaugur GuSjónsson 3,63
Kúluvarp. m
1. Pálmi Matthíasson 8,13
2. Hrólfur Skúlason 5,78
3. Jóhann Jakobsson 5,60
13—14 ára.
60 m hlaup. sek.
1. Friðrik Sigurðsson 8,6
2.—3. Pétur Ólafsson 8,7
2.—3. Sigfús Jóhannesson 8,7
400 m hlaup. sek.
1. Friðrik Sigurðsson 70,8
2. Halldór Hannesson 75,7
3. Sigfús Jóhannesson 76,4
Langstökk. m
1. Friðrik Sigurðsson 4,62
2. Pétur Ólafsson 4,50
3. Sigfús Jóhannesson 4,44
Kúluvarp. m
1. Halldór Matthíasson 9,16
2. Friðrik Sigurðsson 8,74
3. Halldór Hannesson 8,16
15—16 ára.
60 m hlaup. sek.
1. Jónas Franklin 8,0
2. Aðalsteinn Sigurgeirsson 8,2
400 m hlaup. sek.
1. Jónas Franklin 69,9
Langstökk. m
1. Jónas Franklin 4,83
Kúluvarp. m
1. Jónas Franklin 10,66
Að mótinu loknu sýndi Vil-
hjálmur kvikmyndir í íþrótta-
vallarhúsinu, úr keppnisferðum
sínum um Evrópu. — Þess er að
vænta, að áhugi sá, sem fram
kom á námskeiðinu, haldist. □
FRJÁLSÍÞRÓTTARÁÐ Akur-
eyrar efnir til mikils móts í
frjálsum íþróttum dagana 11.
og 12. júlí. 13 sænskir íþrótta-
menn frá félaginu Byer munu
munu keppa á mótinu. En þeir
eru staddir hér á landi í boði
íþróttafélags Reykjavíkur.
Héraðsmót Héraðssam-
bands Þingeyinga
HIÐ árlega héraðsmót Héraðs-
sambands Suður-Þingeyinga fór
fram að Laugum 4. og 5. þ. m.
í góðu veðri.
Formaður HSÞ, Óskar Ágústs
son, seti mótið. Sigurður Pétur
Björnsson, bankaútibússtjóri á
Húsavík, flutti ræðu og Ómar
Ragnarsson skemmti, með að-
stoð Grétars Ólafssonar.
Keppt var í mörgum greinum
frjálsra íþrótta, karla og kvenna
og náðist góður árangur ,í sum-
um. Urslit verða birt síðar. —
Mývetningar og Húsvíkingar
kepptu í knattspyrnu og sigruðu
hinir síðarnefndu með 3 mörk-
um gegn 2. □
NORÐURLANDAMÓT kvenna
í útihandknattleik fór fram á
Laugardalsvellinum í Reykja-
vík 26. til 30. júní s.l.
íslenzku stúlkumar komu
nokkuð á óvart, sýndu ágætan
leik og sigurvilja, sigruðu glæsi
lega og urðu því Norðurlanda-
meistarar í handknattleik. Mun
þetta einn mesti íþróttasigur,
Auk Svíanna munu margir af
beztu íþróttamönnum Reykja-
víkur keppa hér, og íþrótta-
menn frá Akureyri og nágranna
byggðunum.
Keppnisgreinar eru: 100, 200,.
400, 800, 1500 og 5000 m hlaup.
Langstökk, þrístökk, hástökk og
stangarstökk. Kúluvarp, spjót-
kast og kringlukast.
Þar sem keppendur munu'
verða nær 50 talsins, mun þetta
verða eitt stærsta frjálsíþrótta-
mót, sem haldið hefur verið á
Akureyri. Q'
ÞÓR VANN KA 1:0
í JÚLÍ-MÓTINU
MEISTARAFLOKKAR Þórs og
KA kepptu í knattspyrnu 1. þ.
m. Var sá leikur liður í Júlí-
mótinu. Keppt var á grasvellin-
um og var hellirigning meðan á
leiknum stóð, og því erfitt að
sýna góða knattspyrnu. Þór átti
betra liðið og vann verðskuldað
an sigur, 1:0. Q
sem íslenzkur íþróttahópur hef-
ur náð, til þessa.
fslenzka liðið vann þrjá leik-
ina, þ. e. Noreg með 9:7, Finn-
land með 14:5 og Svíþjóð með
5:4, en gerði jafntefli við Dani
8:8.
Lokastaðan varð þannig. ís-
land 7 stig, Noregur 6, Danmörk
5, Svíþjóð 2 og Finnland ekkert
stig. □
FRJALSIÞROTTAMOT DRENGJA
Glæsilegur sigur Islands