Dagur - 08.07.1964, Blaðsíða 5

Dagur - 08.07.1964, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Sigursæl stjórn- arandstaSa SAMKOMULAGID, sem gert var 5. júní s.l. milli Alþýðusambands Is- lands og ríkisstjórnarinnar, er stór- athyglisvert dæmi þess, hverju þing- flokkur í stjórnarandstöðu getur fengið til vegar komið, ef málstaður hans er nógu sterkum rökum studd- ur og mfeð þeirri einbeitni fram fluttur, að hann hljóti stuðning al- menningsálitsins í landinu. Fyrir átta árum eða vel það héldu Framsóknarmenn því fram, að nú á tímum yrði að teljast æskilegt og nauðsynlegt að hafa stéttarsamtökin með í ráðum við lausn efnahagsmála á hverjum tíma. Og vinstri stjórnin tók upp þá stefnu. Þessu var harð- lega mótmælt af núverandi valdhöf- um, er þá voru í stjómarandstöðu. Með samningunum 5. júní s.l. hafa þeir loks viðurkennt í verki, að Framsóknarflokkurinn hafi haft á réttu að standa. Framsóknarflokkurinn var á móti því árið 1960, að verðtrygging kaup- gjalds væri afnumin með lögum og hafa síðan unnið að því á lþingi að fá þetta lögbann afnumið. Nú er bú- ið að taka upp verðtrygginguna á ný, og ríkisstjórnin hefur í blöðum sín- um viðurkennt, að afnám hennar hafi ekki borið æskilegan árangur. Tillögur Framsóknarmanna um verðtryggingu sparifjár eru nú einn- ig farnar að fá jákvæðar undirtektir hjá þeim, sem áður vildu ekki Ijá þeim eyra. Framsóknarmenn hafa á undan- fömum þingum flutt tillögur um að skora á ríkisstjómina að beita sér fyrir því, að lán út á íbúðir yrðu tveir þriðju hlutar kostnaðar. Þetta hafa stjórnarflokkamir kallað yfir- boð og farið um það hörðum orðum. Nú, allt í einu er stjómin búin að ganga inn á það, að slík lán skuli vera allt að 280 þúsund krónur, eða tveir þriðju kostnaðar, hvernig sem framkvæmdin kann að reynast, þeg- ar til kemur. Og nú á að lækka vexti af íbúðar- lánum niður í 4%. Þar kom þá einn- ig að því, að stjómin varð að viður- kenna það, sem Framsóknarflokkur- inn hafði haldið fram ár eftir ár, að nauðsynlegt væri að lækka vextina, að vextimir hafi áhrif, sem um mun- ar, á lífskjörin. Hér er nú aðeins um að ræða vaxtalækkun á einu sviði, enn sem komið er. En fleira hlýtur að fara á eftir. T. d. getur stjórnin tæplega komizt hjá því lengur úr þessu, að lækka vexti í Stofnlánadeild landbúnaðarins. Kann þess þá að verða skammt að bíða, að vaxta-ok- ursstefnan í heild verði brotin á bak aftur. □ JÓIIANN STEFÁNSSON: Gamía útöeráin á Látmm Já, sagan byrjar svona, að síra nokkur bjó í Höfða í Höfðahverfi. Hann hélt oft kænu á sjó, Hann þótti nokkuð þybbinn, og þrár í fiskileit. En ætíð einhver skepnan á öngulinn hans beit. ÞEIR ferðamenn sem farið hafa um eyðisvæðið Flateyjardal, Hvalvatnsfjörð, Þorgeirsfjörð, Keflavík og inn Látraströnd, hafa minnst á margt, sem þarna gerðist, og er það vel. En eins sakna ég, að enginn af þessum mönnum getur einu orði um þá vélbátaútgerð, sem var í Þor- geirsfirði og á Látrum, upp úr aldamótum. Voru þá gerðir út átta vélbátar frá Þorgeirsfirði og Látrum og mun sú útgerð ekki hafa lagst niður fyrr en 1916. Ég skal nú reyna að gera grein fyrir henni, og sérstaklega frá Látraútgerðinni, því þar var ég frá 1908—1913. Þar voru tvö félög með fimm vélbáta. Þrír hjá öðru félaginu, en tveir hjá hinu. Þrjá báta áttu svokallaðir eldri bræður, hina tvo áttu yngri bræður. Eldri bræður voru Baldvin, Þórður og Björn Gunnarssynir í Höfða. Synir síra Gunnars. Yngri bræð ur voru líka Gunnarssynir, syn- ir Gunnars bróður þeirra Bald- vins, Þórðar og Björns, og félagi þeirra var Sigurður Ringsteð og mágur þeirra. Þeir hétu Ólafur og Baldvin. Maður að nafni Helgi Stefánsson var í félagi með eldri bræðrum og átti fjórða part í bátnum Nyrði. — Bátar þeirra eldri hétu Fáfnir, Njörður oð Möllerupp. — Bátar þeirra yngri hétu Agnes og Reyin. Formaður á Nyrði var Helgi, á Fáfni Halldór Jónsson og á Mölla Jóhann Stefánsson. Formenn hjá þeim yngri voru Sigurður Ringsteð á Agnesi og Jón Þorgeir á Reyin. Við þess- ar útgerðir hafa unnið milli 40 og 50 manns. Þama á Látrum höfðu eldri bræður bryggju þó brimsamt væri. Svo hagar til að stór klettur er þarna, sem heitir Valavarða, inn og upp af henni er frekar hátt sker. Út á það lá bryggjan. Var svo farið á bátun- nm í sundið milli Valavörðu og skersins, sem bryggjan lá út á. Höfð voru fjögur bönd til að binda bátana með, því oft er brimsúgur á Látrum og ekki máttu bátamir koma við sker- ið sem bryggjan lá út á. Furðu vel gekk að losa svona. Nú skal geta bátanna, sem gerðir voru út frá Þorgeirsfirði. Þaðan voru gerðir út þrír bátar. Tvo bátanna áttu félagar, sem hétu Gísli Gíslason frá Svínár- nesi og Þorsteinn, kallaður hús- maður, en ég man ekki hvers son hann var. Þeir gerðu út frá Botni í Þorgeirsfirði. Bátar þess ara félaga hétu Súlan og Þor- geir. Þorsteinn var formaður á Súlunni, en Jónas Jóhannsson á Þorgeiri. Mjög mörg ár gerðu þessir félagar út frá Þorgeirs- firði. Á Þönglabákka bjó um þessar mundir Guðmundur Jörunds- son, sonur Jörundar gamla í Hrísey. Kona hans minnir mig héti Sigríður og varð mér star- sýnt á þessi hjón. Þótti mér þau gjörfileg, kát og fjörug og góð- gerðirnar á heimili þeirra mikl- ar. Guðmundur var útlærður skipstjóri. Var hann skipstjóri á hákarlaskipi sem hét Eirik, áð- ur en hann kom að Þöngla- bakka. Þá keypti hann sér vél- bát eins og fleiri. Bátur hans hét Sesar, stór og fallegur bát- ur. Þá eru taldir þeir átta bátar, sem gerðir voru út frá Þorgeirs- firði og Látrum. Guðmundar naut ekki lengi við sem útgerðarmanna frá Þor geirsfirði, því hann fórst á Sesar á leið heim í Þorgeirsfjörð frá Húsavík. Þangað fór hann að vetri til. Var að flytja Björn Líndal alþingismann, og fékk oflátaveður og snjóbil á heim- leið og hvarf í hafið. Aldrei fannst neitt rekið úr Sesar, svo útlit er fyrir að í hafið hafi allt horfið í skjótri svipan. Ollum mönnum þótti harmur að, þar sem Guðmundur hvarf af sviði lífsins.. Þeir, sem þekktu Guð- mund, gátu ekki annað en harm að slíkan atburð. Svo var það vorið 1908, þegar byrjað var að róa. Þá fékkst enginn fiskur á venjulegum slóðum og reyndar hvergi, sem leitað var. Sátu menn nú ugg- andi um sinn hag, því það var hætt að fara á sjó, þó logn væri upp á hvern dag. Fór þó einn bátur frá Látrum við og við, en sami dauði hélzt. Var nú komið fram um miðjan júlí. Kom þá Helgi að máli við Sigurð Ring- steð og spyr hann hvort hann vilji koma með sér á línubát í róður út á hákarlamið. Sigurð- ur horfir á Hega um stund, en segir svo. „Hvað eigum við að gera við hákarl?“ Fór þá Helgi að útskýra það, að meiningin væri að fá þar fisk, og fara þeir að ræða þetta nánar, og var Sig- urður til í að reyna þetta. En því datt Helga í hug að reyna þetta, að hann hafði verið á há- karlaskipi og sá að mikill fisk- ur kom oft upp úr hákarlinum. Helgi sagðist þekkja grynnstu miðin eftir miðum í landi, en þarna væri djúpt og þyrftu þeir að bæta við færin einum streng og beita sterka línu. Nú er far- ið að búa sig í þetta og gá til veð urs, því þeim kom saman um, að sæta góðu veðri. Þar kom, að farið var að beita og skyldu beittir 25 strengir á hvom bát, og svo er lagt af stað og látið horfa mjög djúpt af Siglunesi. Er nú siglt í rólegheitum. Biðu nú allir spenntir. Þar kemur að Helgi segir. „Við byrjum að leggja.“ Glampandi sól var og blanka logn svo að vel sást til miða í landi. Agnes var nú dá- lítið austar en við á Nyrði. Þeg- ar þeir á Agnesi sjá að við á Nyrði byrjum að leggja, þá stoppa þeir til að mæla dýpi, en við leggjum beint til hafs. En þegar við erum búnir að leggja úr einu bjóði, kemur Agnes að borðinu til okkar og Sigurður segir: „Djúpt.“ Helgi segir grynnra vestan við okkur, dýpi hjá sér muni vera 160—170 faðmar. Leggjum við svo áfram, en Agnes fer vestur fyrir okk- ur og þar var grynnra. Er nú látið liggja í tvo tíma. Gekk okk ur vel að draga og fengum við mikinn fisk, og var fiskurinn það stór að hann jafnaði sig með tæp fimm kíló, flattur. Agnes fékk æði mikið minna. Ég held að það hafi komið átta skip- pund úr þessum róðri. Þeir bræður viktuðu allan sinn fisk blautan, en flattan. Það er nú ekki að orðlengja það, að þangað var nú róið og það af kappi og voru Látrabát- ar búnir að róa þangað í viku, þegar fyrsti aðkomubáturinn kom og var það Guðmundur Jörundsson á Sesar og kom hann úr hafi. Skýringin á því er þessi. Það hafði frétzt að Látrabátar væru að fá mikinn fisk, en hvar, vissi enginn. Þetta sagði Guðmundur. okkur. Sagðist hafa grunað að við vær- um einhversstaðar út með Eyja- fjarðarál, svo hann sagðist ekki vera með neina línu, heldur hafa farið til að leita að okkur. Sagðist hann hafa farið fram austurkantinn á álnum, út fyrir Grímsey og vestur yfir álinn og upp að vestan. „Það gat varla farið svo að ég finndi ykkur ekki.“ Enda varð sú raunin á. Er mér Guðmundur enn í minni þegar hann hoppaði yfir á dekk- ið á Nyrði. Ég var að draga og margir fiskar sáust á línunni. „Þú dregur einn,“ segir Guð- mundur. „Lofaðu mér að draga. Það er svona létt,“ segir hann. En það var ekki alltaf létt að draga þarna. Það kom fyrir að allir þrír þurftu að drgaa. Þá voru ekki komin línuspil í bát- ana, svo allt varð að draga með höndunum, bæði línu og færi, og tók það í. Fjóra næstu daga var sjórinn eins og krap af bátum. Þetta varð góð vertíð, þó seint væri byrjað. Þangað var róið að mestu leyti næstu sumur og með góðum árangri. En brima- samt var á Látrum og oft þurft- um við að fara með bátana vegna brims og gat hann verið svo fljótur að ausa upp sjónum, að undrun sætti. Var þá betra að vera viðbragðsfljótur að kom ast út í bátana. Fórum við þá með þá heim, það er að Kljá- strönd. Oft ruddi sjórinn niður fyrir okkur bryggjunni. En upp sett- um við hana jafnóðum. En Kong Helgi losaði salt á Látrun. Svona gat verið blítt á stundum. Útgerð gekk vel á Látrum þann tíma sem ég var hjá þeim bræðrum. Beituöflun var hagað þannig, að til þess var hafður sérstakur bátur, sem sótti beitu til Akur- eyrar eða Húsavíkur, þar til hafsíld kom. Þá var veitt með reknetum. Kofi var þarna, sem í var settur snjór eða ís að vetri til og svo geymd beitan í snjónum í opnum pönnum. Svona geynmdist beitan vel í tvo til þrjá róðra. Svo var beitu- báturinn látinn róa á línu á milli og fekkst á hann töluverð- ur fiskur. Sá sem þetta skrifar, var með hann tvö sumur. Var þá breytt til og fóru þá allir bátarnir sína ferðina hver og var nú keppni um að koma með næga beitu, í það minnsta í róð- ur handa öllum, og helst tvo. Get ég ekki stillt mig um að setja hér gaman-atvik, sem kom fyrir, þegar ég átti að láta reka. Þótti bölvað að tapa róðri, því nú var ég kominn á stóran bát, en vélin,var gallagripur. Var oft vandræði að komast um sjóinn á honum, en í þetta skipti telft á tæpasta vaðið með að komast út með netin. Þegar ég var kominn tæplega þangað, sem ég ætlaði, hljóp dintur í vélina, svo að ekki var um ann- að að gera en láta netin fara í sjóinn. En að stundu liðinni kemur Njörður úr hafi með skammdekkshleðslu og svo hver af öðrum. Allir fullir af fiski. Fór nú að fara um mig, ef ég fengi nú ekki síld. Þegar þeir á bátun- um komu í land, fóru þeir að ræða um, að nú væri ekki beita og hvort Jói mundi fá síld. Gell- ur þá einn hásetinn á Nyrði við og segir að ég muni enga síld fá- því ég hafi farið stutt og þetta fékk ég áð heyra, þegar ég kom um morguninn. En þessi maður hafði orðtakið „ansans rassgatið1' þegar hann talaði um menn. Jæja kl. 5 um morguninn sýndist okk- ur belgir vera farnir að síga, svo við ákváðum að skoða í netin og reyndist þá mjög mikil síld í þeim. Þar með bjargaði skapar- inn mér, svo „ansans rassgatið“ fékk ekki að sofa lengi, því við sjómennirnir beittum ásamt kven fólkinu, sem voru 2 stúlkur við hvern bát. Alltaf var beitt úr stokk. Þær stokkuðu upp annað settið á línu á meðan við vorum á sjónum, svo það tók skamman tíma að beita, enda kapp um að vera fljótur að komast af stað. Það voru margir handfljótir við þessar útgerðir, enda gátu þessar útgerðir valið úr fólki, því yfir- mennirnir voru slík valmenni. T. d. var fæði og allur viðurgerning- ur næstum eins dæmi. Aðeins þekkti ég eitt heimili, sem var eins og var það í Grenivík, hjá þeim hjónum síra Árna Jóhann- essyni og Karolínu Guðmunds- dóttur. Það var dásamlegt heim- ili. Þau hjónin indæl og börnin dásamleg. Það var ekki beitt fyrr en for- JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: 5 Fallegur 24 punda lax úr Laxá. (Ljósmynd: E. D.) liimitiiiiiiiiimmimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiHi iiiiiimimmmiimmii iimmmiiiriimiill Atímsunarefni fyrir sveitamenn mennirnir á bátunum sögðu til, fóru þá allir að beita, hvort sem var að nóttu eða degi til, og farið þá strax. á sjóinn, svo að alltaf var rcið með nýbeittri línu. Það var oft skemmtilegt á Látrum. T. d. þegar blíða var, var róið túr í túr, þar til menn gátu ekki meira. En þegar stormar voru, þá sváfu menn mikið, þar til næsta skorpa var tekin. Svo var flogist á við stelpurnar á milli og oft var sungið, því stundum voru þarna góðir söngmenn. Björn var oftast útfrá, að sjá um, en þegar Þórður kom lyfti hann öllum í gott skap. Hann var hreppstjóri í Grýtubakka- hreppi og fór í Fjörðu af og til í þeim erindum. Einu sinni kom Þórður út að látrum og þarf að komast í Fjörðu. Biður hann mig að fara með sig, en klára róðurinn um leið, eða á meðan hann sé að erinda þar í Fjörðum. Geri ég auðvitað þetta, enda átti hann allt, nema okkur strákana, sem á bátunum voru. Strax á laug- ardagsmorgun er svo lagt af stað. Þegar komið er fyrir Gjögra er logn og hiti. Segir Þórður að hann ætli að halla sér á meðan við séum að leggja línuna og fara inn á Þorgeirs- fjörð. Sofnar nú Þórður og var þetta látið gott heita. Jónas fór að taka til endafærið og setzt með belginn í fanginu á vélar- húsið því hann bjóst við að við legðum línuna austur með land- inu, til að vera sem næst Þor- geirsfirði, þegar við værum bún ir að leggja. Sat svo Jónas með belginn í fanginu alla leið, þar til ég sagði honum að láta hann fara. Þá segir Jónas, eins og hann sé að tala við belginn: „Það er mikið að maður er laus við þig.“ En þegar Þórður var sofnaður var stefnunni breytt, og farið fram á móts við Gríms- ey, að vestan og línan lögð þar, en við létum Þórð sofa. En þar kemur að hann vaknar og lítur upp og sér, hvað gerst hefur á meðan hann svaf. Hló Þórður þá og sagði að nú væri bezt að fá sér kaffi á meðan línan lægi. Létum við svo liggja í tvo tíma. Þegar við fórum að draga, var æði mikill fiskur á línunni og mjög vænn. Vill nú Þórður fara að draga. Honum er það vel- komið. Þá vandast málið, því engin verja er í bátnum, nógu stór handa Þórði. Hann stór maður, en við litlir. Taka þeir það ráð að vefja hann olíukáp- um og var mikið hlegið, þegar hann var tilbúinn að draga. Dró nú Þórður mest af línunni, því (Framhald á blaðsíðu 7). ALÞINGI hefur fyrir nokkru valið nefnd utanþingsmanna til að ákveða laun og marka launa- flokka flestra þeirra manna, sem vinna hjá ríkinu. í þá slóð hafa fylgt fjölmargir starfsmenn bæja- og sveitafélaga og verzl- unarmenn, bæði hjá kaupfélög- um og kaupmönnum. Bændur landsins eru líka háðir eins konar kjaradómi svo sem kunn- ugt er. í bili una mjög margir launamenn landsins all vel nið- urstöðu kjaradóms, þó að þar fylgi mörg óánægjuefni, svo sem flokkun manna í launa- deildir. Þá búast flestir lands- menn við að innan tíðar muni hraðvaxandi dýrtíð í landinu verða mörgum þeim mönnum kvíðaefni, sem í bili hafa sætt sig við kjaradóminn. Ein stétt í landinu, nokkuð fjölmenn, býr við gamalt og fastskorðað kaup- gjald, það er bændastéttin. Hún ræður eigi verðlagi á afurðum sínum, heldúr meirihluti dóm- nefndar í Reykjavík. Þróun þessara mála er orðin mjög óhagstæð bændum, sem sézt á því að þeir geta svo að segja ekki fengið vandalaust starfslið til að vinna að framleiðslu sveit- anna. Þar eru að störfum hús- bændur á sveitaheimilunum og nákomnir vandamenn, þeir sem eru vinnufærir sökum aldurs og heilsu. Bændastétt landsins hef- ur þannig komist í þá aðstöðu, að næstum öll framleiðslustörf á heimilunum eru fjölskyldu- vinna, þar sem ættarböndin og fjölskyldutengsl tengja heimil- isfólkið saman. Við sjávarsíðuna er þessu nokkuð öðruvísi háttað. Þar fá atvinnurekendur fólk, stundum í tugatali til að vinna við hinar ýmsu greinar útvegs- ins, bæði á sjó og fiskiðjuna í landi. Ennfremur tekst, bæði kaupmönnum og kaupfélögum, að fá starfslið til daglegrar vinnu. SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). viku. Hinn margumtalaði her- togi og eiginmaður Englands- drottningar er eins konar „fasta gestur“ heimspressunnar, vegna stöðu sinnar. Milli hans og fréttamanna er stöðugt stríð, einkum fara Ijósmyndararnir i taugamar á hertoganum. Hér á landi var honum tekið af kurt- eisi, án undantekninga. En ís- lendingum er þjóðhöfðingja- dýrkun naumast í blóð borin. Þeir falla ekki fram í tilbeiðslu eða sjá himnana opnast, þótt er- lent kóngafólk beri að garði. — Stelpur eru þó undanskyldar, gagnvart hinu sterkara kyni, svo göfugu, og einn af ritsjór- um Mbl., sem segir svo frá heimsókn liertogans í Reykja- vík: „Það var eins og Austurvöll- ur fylltist af geislum þúsund sólna, sem ljómuðu í góða veðr- inu og tóku þátt í gleði dagsins, eins og gamlir símastaurar, sem verða grænir aftur.“ Já, svona liugljómun verður í sál stöku fullorðinna manna gagnvart hertoga! EYSTEINN OG AUSTUR- LAND Mbl. lýsir því með sterkum orðum hve langt Austurland sé á eftir öðrum landshlutum í ýmsum framföram og spyr, hvað Eysteinn hafi verið að hugsa. Nú sé atvinnuuppbygg- ing heisvegar geysileg í tíð „viðreisnarinnar.“ Morgunblaðið er víst búið að gleyma því, hvemig flokkur þess barðist á móti atvinnuupp- byggingu á Ausíur/andi, t. d. kallaði bláðið það pólitíska fjár- festingu, þegar vinstri stjórnin var að koma þar á fót aðstöðu, sem síðan hefur bjargað atvinnu þar og síldaraflanum fyrir Aust urlandi hin síðari árin. □ Þegar litið er yfir þetta skipu- lag, kemur i ljós að kjaradómur inn gerir verðákvörðun land- búnaðarvörunnar mikið óliag- stæðari sveitamönnum heldur en launagreiðslur allra stétta við sjóinn, sem fá atvinnu sína svo vel greidda að hægt er að miðla af tekjunum, handa starfs fólki, bæði körlum og konum. Málið liggur þannig augljóst fyrir sjónum allra sæmilega glöggskyggnra manna. Bæbda- fólkið er með sínum kjaradómi verr sett heldur en nokkur önnur stétt í landinu. Þarf ekki að skýra það nánar hver breyt- ing myndi verða á sjávarsíðunni ef skipstjórar, forráðamenn ís- húsa og margháttaðra iðnverk- stæða, kaupmenn og kaupfélags stjórar gætu ekki fengið neitt fólk til daglegrar vinnu og hver húsráðandi í þessum stéttum yrði að ráða fram úr framleiðslu málunum með konu sinni og börnum. Þá gerðist í vetur á útmánuð- uðum, atburður sem bregður nokkurri birtu á veg sveita- manna,ef þeir vilja ekki una misrétti undangenginna ára. Kjaradómur og ýmiss konar kaupgjaldssamningar leiddu til þess að dýrtíð óx mjög í land- inu. Verkamenn við sjávarsíð- una hækkuðu þá kaup sitt, ým- ist með verkfalli eða verkfalls- hótun. Þá tóku forráðamenn sjávarútvegsins til skjótra ráða. Þeir héldu ákvörðunarfundi um sín málefni og gripu til skjótra bjargráða. Þeir tilkynntu lands- stjórninni, Alþingi og öllum sínum samborgurum, að þeir mundu ekki láta neina fleytu fara á sjó á vertíðinni, nema rík- isstjórnin gæti greitt þeim 300 milljónir króna til að hækka kaupið. Alþingi og stjórnin at- huguðu málið og þótti ófýsilegt við það að búa, að skip og bát- ar hvíldu sig í landíestum um allan bjargræðistímann. Alit Al- þingi, allir flokkar og öll ríkis- stjórnin, samþykkti að verða við þessari kröfu svo allsherjar vinnustöðvun yrði ekki við sjó- inn. Síðan lagði Alþingi í skyndi aukinn neyzlutoll á daglegar nauðsynjar svo að segja af hverju tagi sem er miðað við þarfir í öllum heiminum. Við þessar aðgerðir stórversn aði aðstaða bænda á vinnumark aðinum. Dýrtíðin náði vissulega jafnt til þeirra, eins og fólksins við sjávarsíðuna. Ef bændastétt in hefði haft jafn fast og vel undirbúið skipulag á félagsleg- um atvinnumálum mundi hún hafa tilkynna landsstjórninni og Alþingi að ef þeir fengju ekki 300 milljónir króna til verðbóta á framleiðsluvörur sínar mundu þeir stöðva alla mjólkurfram- leiðslu til sölu í landinu. Sú að- gerð væri algjörlega hliðstæð hótunum útvegsmanna um vinnustöðvun við sjóinn. Mjólk- urframleiðslan er eins og sjávar aflinn við ströndina, undirstaða allrar lífsafkomu í landinu. Því miður gerðu bændur ekki þetta. Atvinnusamtök þeirra eru öflug um vöruvöndun og fullkomna tækni og sölu. Hinsvegar hafa leiðtogar bænda og stéttin sjálf aldrei látið sér til hugar koma að beita sömu stöðvun, eins og þráfaldlega er gert við sjó, jafn- vel í hinum minnstu kaupdeil- um. Allfræg er sú notkun verk- vallsvaldsins þegar sjö kokkar á skipum landsins stöðvuðu siglingaflotann í kaupdeilu. Ekki er það ráðlag lofsamlegt, en það er sigursælt. Ef bændastéttin getur ekki beitt sölustöðvunum á mjólkur- vörum á skynsamlegan hátt mun spádómur Gunnars Bjarna- sonar um upplausn fimm þús- und bænda verða að veruleika. Á hinum síðustu þrengingar- tímum bændastéttarinnar hafa komið fram áhugamenn sem virðast vera fúsir til að vinna að samtökum bænda, þannig að þau verði jafn örugg í barátt- unni um skiptingu arðsins í land inu, eins og þeirra sem sjóinn stunda. Nú hentar að gera ljóst að hinar sífelldu vinnustöðvan- ir við sjóinn eru á góðri leið með að eyðileggja íslenzkt at- vinnulíf og þjóðlíf. Engin þjóð getur til lengdar lifað við eilíft innanlandsstríð. En meðan sá leikur er háður, er hver sú stétt dauðadæmd sem kann ekki þessi viðskiptavinnubrögð og hefur dug og dáð til að nota þau. Hinsvegar liggur glögglega fyrir að kjaradómur um verð- lag á búvöru og kaupi manna stefnir í rétta átt, en er illa gerð ur og, ófullkominn. Eins og nú er komið á íslandi er ekki til raunverulegur grundvöllur fyrr en til eru glöggar skýrslur um alla framleiðslu lands- manna, bæði til lands og sjávar. Þá er tiltölulega auðvelt að gera upp þjóðartekjurnar eftir ár hvert. Þá kemur sá vandi að skipta þeim með kjaradómi, fullkomnari heldur en beim við- vaningslegu stofnunum sem hingað til hafa fengist við þetta mál. Þegar þjóðin hefur háð sinn innanlands ófrið nægilega lengi til að óska eftir friði, verður byrjað að vinna að réttlátari skiptum heldur en nú er. Þá verða allar stéttir að standa jafnt að vígi. Ef fólk á sjávar- . bakkanum er sífellt reiðibúið til vinnustöðvunar verða þeir, sem framleiða mjólkina að kunna sömu tökin. Réttlátur dómur í þessum efnum getur getur leyst vandann. í bili hentar bændastétt lands- ins að læra vinnubrögð vinnu- stöðvunar af vinum og frændum á sjávarbakkanum. Þjóðarbú- skapurinn mun enn um stund halda áfram að búa við ófriðar ástand samhliða því er þjóð- hollir menn, karlar og konur, undirbúa frið sem á að geta orðið langvarandi. Listin er ekki önnur en sú að skipta þjóðar- tekjunum réttlátlega, hyggilega og með fullum drengskap milli allra sem vinna nýtileg störf. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.