Dagur - 08.07.1964, Blaðsíða 7
T
- Gamla úfgerðSn á Láirum
f (Framhald af blaðsíðu 5).
þegar hann ætlaði að hætta, sá
hann stóran fisk á leiðinni upp.
„Ég má til að ná þessum,“ sagði
Þórður. Svona gekk þetta. Var
þetta góður róður. Þegar búið
var að draga var sett stefna á
Þorgeirsfjörð. Þórður hitaði
kaffi, en við gerðum að fiskin-
um. Svo lauk Þórður sínum er-
indum, en við biðum eftir hon-
um. Þegar hann kom um borð
var klukkan 3 á sunnudag. Vor-
um við þá búnir að vera á ann-
an sólarhring í róðrinum. Þegar
við komum að Gjögrum, kom
Fáfnir á móti okkur. Var hann
að leita að okkur, því fólkið
heima bjóst ekki við þessum
krók, sem við fórum með lín-
una.
Svo gott samkomulag var í
verstöð þessari, að ég man ekki
til að nokkur misklíð kæmi upp
á milli manna. Það var einstakt
samkomulag. Það var siður hjá
þessum útgerðum, að halda
veizlu á lokadag, í húsum- sín-
um þar á Látrum, og eru mér
þær minnisstæðar, og held ég,
að ég muni ávörp Þórðar til
fólksins. Skal ég setja hér byrj-
un á einu:
„Heil og sæl öll. Við erum
komin hér saman, ekki til að
fagna því, að við höfum fengið
fleiri þorska og ýsur á þessari
vertíð en oft áður, heldur til að
fagna því, að allir eru hér heil-
ir og hraustir og allir hafa heil-
(Framhald af blaðsíðu 1)
Kristjánsson, Nesi í Fnjóskadal,
kynntu starfsíþróttir. Stefán Ág.
Kristjánsson, forstjóri, flutti er-
indi um skaðsemi áfengis og
tóbaks. Sr. Benjamín Kristjáns-
son flutti hugverku um gildi
íþrótta. Stefán Kristjánsson
íþróttakennari úr Reykjavík,
flutti einnig erindi og sýndi
kvikmyndir. — Matreiðslu önn-
uðust þrjár konur af Akureyri.
Framkvæmdastjóri UMSE,
Þóroddur Jóhannsson, sá um
undirbúning að sumarbúðunum.
Aðstaða til sumarbúðastarfs á
-----------------------------
Búrhveli rak á land
UM síðustu mánaðamót rak
búrhveli á fjörur undir Vestur-
Eyjafjöllum, stóra og mikla
skepnu. Hvalurinn var lifandi,
er hann renndi sér þarna upp.
Ekki þótti svara kostnaði að
senda hvalinn í Hvalstöðina.
Hinsvegar komu bændur á vett-
vang til að nýta eitthvað af
hvalnum, vopnaðir sveðjum
eða ljáum til hvalskurðarins.
Spik og rengi er súrsað. □
ir af sjónum , komið með báta
sína og menn, og þakka ég sér-
staklega lítið veiðarfæratjón.“
Svona voru þessir menn í
garð fólksins, sem hjá þeim var.
Á ég engin orð til að lýsa mann
kærleika þessa fólks, sem sat
Höfða og Kljáströnd á þessum
árum.
Nú mún véra farið að skarða
í þennan hóp', sem tók þátt í út-
gerðinni í Valhöll, en svo hétu
verbúðir þeirra á Látrum. Mun
nú Olafur einn á lífi af þessum
útgerðarmönnum. Og af börn-
um Baldvins er Nanna ein á
lífi. Af börnum Þórðar Þengill
og Guðrun, eða Gauja, sem við
kölluðum. Af börnum Olafs
veit ég aðeins um Baldvin, og
af börnum Sigurðar Ringsteð
um Sigurð Ringsteð.
Árið 1925 kom ég á þessar
slóðir. Voru þá þessar útgerðir
fluttar frá Látrum heim að
Höfða og Kljáströnd, þá skiptar
að nokkru. Þórður með bátana
Fáfni og Víking, Björn með
Njörð og Helgi með Óðinn. Bát-
ar Higurðar Ringsteð og Ólafs
hétu Þengill og Hallsteinn.
Nú er farinn að þynnast sá
hópur, sem vann við útgerðína
á Látrum og í Þorgeirsfirði. —
En þið, sem unnuð þarna lengi.
Takið ykkur nú til og skrifið
bók um þessa útgerð. Látraút-
gerðin og Valhöll eiga það skil-
ið. □
Laugalandi er mjög góð og naut
Ungmennasambandið þar sér-
lega góðrar fyrirgreiðslu á allan
hátt. Húsmæðraskólinn, sund-
laugin, íþróttavöllurinn, félags-
heimilið, allar voru þessar stofn
anir lánaðar með fúsum og
glöðum vilja.
Segja má, að þessi fyrsta til-
raun UMSE með sumarbúðir
hafi tekizt vel. Þátttaka-nær 60
ungmenna sýnir að augu al-
mennings eru að opnast fyrir
gildi jþróttaiðkana. Ekki endi-
lega sem keppnisgreina, heldur
miklu fremur sem holl og
skemmtileg tómstundaiðja.
Sá stutti tími, sem unga fólk-
ið átti saman, í þessum sumar-
búðum, undir góðri stjórn og
aga agætra manna, var mjög
ánægjulegur, enda voru þátt-
takendur prúðir og áhugasamir.
Veðurfar reyndist-líka hagstætt.
í lok námskeiðsins var öllum
afhent þátttökuskírteini.
Ungmennasamband Eyjafjarð
ar biður blaðið fyrir kærar þakk
ir til allra þeirra, sem stuðluðu
að framgangi þessa sumarbúða-
starfs. □
MOSAFRÆÐINGAR
FYRIR skömmu voru á ferð í
Kinn þrír grasafræðingar, Helgi
Hallgrímsson, Borgþór Jónsson
og dr. Steer. Var kona hins síð-
ast nefnda með í för. Ætlunin
var að fara út í Víkur, ásamt
Helga bónda og grasafræðingi á
Gvendarstöðum. — Fara þarf
fjörur, sem ekki eru færar,
nema þegar lágsjávað er. Stóð
illa á sjó, er að var komið. Var
þá farið í Nýpá og valin Fjalla-
baksleið, sem er töluvert löng.
Skall nú þoka á og síðan rign-
ing. Helgi bóndi á Gvendarstöð-
um fylgdi gestum á leið. En það
er af ferðafólkinu að segja, að
það sneri við áður en langt var
komið, nema Helgi Hallgríms-
son, sem fór alla leið og gisti
þar í skipsbrotsmannaskýli og
kom í Gvendirstaði kvöldið eft-
ir. í leiðangri þessum voru eink
um skoðaðar hinar ýmsu tegund
ir mosa. □
i -.. i— , ..... ........ —
- Samvimiutryggingar
(Framhald af blaðsíðu 8).
hófu að endurgreiða tekjuaf-
gang árið 1949 hafa þær sam-
tals endurgreitt hinum tryggðu
tekjuafgang, sm nemur 51,7
millj. kr., auk bónusgreiðslna til
bifreiðaeigenda.
Iðgjaldatekjur Líftrygginga-
félagsins Andvöku námu kr.
2.326.000,00 árið 1963, sem var
14. reikningsár þess. Trygginga-
stofn nýrra líftrygginga á árinu
nam kr. 6.642.000,00 og trygg-
ingastofninn í árslok krónur
103.902.000,00. Trygginga- og
bónussjóðir námu í árslok tæp-
um 25 millj. króna.
Á árinu var opnuð ný um-
boðsskrifstofa á Akranesi, og
veitir Sveinn Guðmundsson
fyrrv. kaupfélagsstjóri henni
forstöðu.
í lok ársins festu Samvinnu-
tryggingar kaup á tveimur hæð-
um í nýju skrifstofuhúsi að Ár-
múla 3 í Reykjavík, og munu
félögin flytja aðalskrifstofur
sínar þangað á þessu ári.
Ur stjórn áttu að ganga ísleif-
ur Högnason og Kjartan Ólafs-
son frá Hafnarfirði, sem baðst
eindregið undan endurkjöri.
Kjartan hefur verið í stjórn fé-
laganna frá upphafi, og færði
stjórnarformaður honum sér-
stakar þakkir fyrir stöi-f hans í
þágu félaganna.
ísleifur HÖgnason var endur-
kjörinn og í stað Kjartans var
kjörinn Ragnar Guðleifsson,
Keflavík.
Á aðalfundinum flutti Baldvin
Þ. Kristjánsson, útbreiðslu-
stjóri, erindi um félagsmál.
Að loknum aðalfundinum hélt
stjórnin fulltrúum og allmörg-
um gestum úr Austfirðinga-
fjórðungi hóf að Hallormsstað.
Stjórn félaganna skipa: Er-
lendur Einarsson, formaður, ís-
leifur Högna.son, Jakob Frí-
mannsson, Karvel Ogmundsson
og Ragnar Guðleifsson.
Framkvæmdastjóri félaganna
er Ásgeir Magnússon, en auk
hans eru í framkvæmdastjórn
Jón Rafn Guðmundsson og
Björn Vilmundarson. □
MESSAÐ í Akureyrarkirkj u á
sunnudaginn kemur kl. 10,30
árd. Sálmar nr. 9, 58, 132, 314
og 97. — P. S.
MESSAÐ í Lögmannshlíðar-
kirkju kl. 2 síðd. á sunnudag-
inn. Sálmar nr. 9, 58, 132, 314
og 97. — Bílferð úr Glerár-
hverfi til kirkjunnar. — P. S.
MÖÐRUV ALL AKL AUSTURS-
PRESTAKALL. Messað í Glæsi -
bæ sunnudaignn 12. júlí kl. 2
e. h. Ágúst Sigurðsson predik
ar. — Sóknarprestur.
GUÐSÞJÓNUSTUR í Grundar-
þingaprestakalli. — Saurbæ
sunnudaginn 12. júlí kl. 1,30
e. h., Grund sunnudaginn 12.
júlí kl. 3 e. h., Kaupangi
sunnudaginn 19. júlí kl. 2 e. h.
BRIDGE. — Frá Bridgefélagi
Akureyrar. — Sumarmót
Bridgesambands fslands hefst
í Bifröst í Borgarfirði 28. ág-
úst n. k. Vegna mikillar þátt-
töku er nauðsynlegt að þeir
félagar, sem óska eftir fyrir-
greiðslu um útvegun á hótel-
herbergi mótsdagana, hafi
samband við stjórn félagsins,
sem fyrst. — Opið verður í
Lóni á Þriðjudögum framveg-
is. — Stjórnin.
SÓL 0G SUMAR
í KINN
Ófeigsstöðum 6. júlí. Sól og sum
ar þessa dagana, heyskapur haf-
inn og byrjað að taka inn töður.
Spretta er sæmileg á túnum,
eirikum þar, sem þau voru ekki
beitt í vor. En sprettan er sögð
minni í hásveitum. Tíðindalaust
má heita í byggð en legið á
grenjum í óbyggðum en fá greni
fundin, nema í Náttfaravíkum.
Dýrbítur er hér enginn. Fimm
laxar hafa veiðst í Skjálfanda-
fljóti. Lítið er talað um launa-
skáttinn nýja, en þess meira
um skatta bænda til Stofnlána-
deildarinnar. Hertoginn kom
hér ekki við og þótti ýmsum
miður. Fátt er um ævintýri, þar
til smalað verður til rúnings,
en þá njóta menn þess margir,
að virði fyrir sér þau undur
náttúrunnar, sem ekki blasa
daglega við augum. B. B.
NÝ LÖC UM LAUNA-
SKATT STAÐFEST
SÍÐASTA dag júriímánaðar stað
festi forseti íslands bráðabirgða
lög um launaskatt. Samkvæmt
þeim skulu launagreiðendur
greiða 1% af greiddum vinnu-
launum. Rennur skattur þessi
til Byggingarsjóðs ríkisins, sem
stofnfjárframlag. Hin nýju lög
eru í samræmi við loforð ríkis-
stjórnarinnar frá 5. júní s.l. við
Alþýðusambandið, er kjaramál-
in voru leyst. Skatturinn er
greiddur af hvers konar atvinnu
tekjum, öðrum en tekjum af
landbúnaði. Þá jók ríkisstjórnin
niðurgreiðslu á mjólk til neyt-
enda, sem svarar 40 aurum á
lítra. Lækkaði mjólkin í verði,
sem því nam, frá 1 júlí s.l. Q
I.O.G.T. Stúkan Ísafold-Fjall-
konan nr. 1. — Fundur að
Bjargi fimmtudaginn 9. júlí
kl. 8,30 e. h. — Fundarefni:
Vígsla nýliða, innsetning em-
bættismanna. — Kaffi í Skíða
hótelinu að fundi loknum. —■
Æ. t.
KVÖLDFERÐ á fimmtudag! —
Hringferð um Eyjafjörð. Far-
ið fram í Leyningshóla. Lagt
af stað frá Lönd & Leiðir kl.
8,30. — Þátttaka tilkynnist
fyrir kl. 6 á fimmtudag.
FERÐAFÉLAG AKUREYRAR
efnir til þriggja ferða á næst-
unni. Sjáið nánar augl. í blað-
inu í dag.
SKÍÐAHÓTELIÐ HLÍÐAR-
FJALLI. Opið daglega fyrir
gistingu og greiðasölu. Borð
og matpantanir í síma um 02.
— Hótelstjóri.
Happdrætti Félags-
heimilis Húsavíkur
DREGIÐ var ií ferðahahhdrætti
Félagsheimilis Húsavíkur hjá
bæjarfógeta Húsavíkur, mið-
vikudaginn 17. júní 1964. Vinn-
ingar féllu á númer, sem hér
segir:
Nr. 6571 Bifreið að eigin vali
fyrir atll að kr. 120.000,00.
Nr. 1926 Ferðalag fyrir tvo
með SÍS-skipi til Evrópuhafna
kr. 12.000,00.
Nr. 1030 Hringferð um landið
fyrir tvo með Ríkisskip kr.
4.700,00.
Nr. 4286 og 6836 Ferðalag fyr-
ir tvo með flugvél, Húsavík—
Reykjavík—Húsavík kr. 2.150,00
Nr. 714, 5727, 5815, 6503 og
8651 Ferðamyndavélaiv
Nr. 1357, 1506, 7214, 7701 og
9909 Ferðasjónaukar.
Nr. 5675, 6635, 7658, 9521 og
9977 Ferðatjöld 4/m.
Nr. 3758, 4754, 5008, 5485 og
5691 Ferðatjöld 3/m.
Nr. 2248, 2548, 3111, 4776 og
7430 Ferðavindsængur.
Nr. 2257, 4997, 7908, 8769 og
9324 Ferðasvefnpokár.
Nr. 121, 122, 2050, 2051, og
9482 Ferðabakpokar.
Nr. 1613, 2157, 4108, 4109 og
4242 Ferðatöskur.
Nr. 1602, 2211, 3071, 7104 og
9206 Ferðaprímusar.
(Birt án ábyrgðar).
Apaskinnsjakkar
Skinnjakkar
Sumarpeysur
kr. 122.00.
Skyrtublússur
kr. 252.00.
MARKAÐURINN
Sími 1261
í
Mítiar innilegustu þakkir sendi ég ykkur öllum.
sem glöddu mig með lieimsóknum, gjöfum, blórnum
og heillaóskum á sextugsafrncelinu, þann 29. júní s.l.
Lifið heil.
Rósa Sveinbjarnardóttir
H leiðargarði
«í-
- Sumarbúðir UMSE