Dagur - 25.07.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 25.07.1964, Blaðsíða 2
Landskeppni við Skola í knattspyrnu TEIR AKUREYRINGAR MEÐ Frá vinstri: Skúli, Kári, Jón. Keflvíkingar í heimsókn Unnu í handbolta en töpuðu í knattspyrnu MÁNUDAGINN 27. þ. m. verð- ur háður landsleikur í knatt- spyrnu. milli íslendinga og Skota. Er þetta 37. landsleikur íslands og fer hann fram á Laug ardalsvellinum í Reykjavík. Lið beggja aðilanna hafa nú verið valin. Skozka liðið er skip- að leikmönnum frá sama félagi að einum undanteknum. Heitir það Queens Park og er áhuga- mannafélag, og hefur á að skipa þekktum og góðum leikmönn- um. íslenzka liðið er þannig skip- að, frá markmanni að telja: Heimir Guðjónsson KR, Hreiðar Ársælsson KR, Jón Stefánsson Akureyri, Sveinn Teitsson Akra nesi, Högni Gunnlaugsson Kefla vík, Jón Leósson Akranesi, Kári Árnason Akureyri, Eyleifur Hafsteinsson Akranesi, Ríkharð ur Jónsson Akranesi, Ellert Schram KR og Gunnar Guð- mannsson KR. Meðal vara- manna er SkúIÍ Ágústsson Ak- ureyri. Val íslenzka landsliðsins mun eflaust verða gagnrýnt a£ mörg- um. En þess er að geta, að erfitt er að gera svo öllum líki, og Fjórir bátar með síld Ólafsfirði 24. júli. í fyrrinótt og í gærdag komu fjórir bátar hing að með síld. Voru það Stígandi með 300 tunnur, Guðbjörg 305, Ólafur bekkur 300 og Sæþór 260 tunnur. I frystingu fóru um 300 tunnur, en 550 í salt. Iieild- arsöltun hér í sumar er um 1300 tunnur, en á sama tírna í fyrra var búið að salta í nær 10 þús- und tunnur. Ein söltunarstöðin hefir enga síld fengið í sumar. Ufsaveiði hefur verið nokkur, en tregari upp á síðkastið, enda ógæftir. Mest af ufsanum er saltað. Reytingsafli er hjá trillubát- unum, en þó mun minni en á undanförnum árum. Fremur slæm heyskapartíð var fyrrihluta mánaðarins, en síðustu daga hefur viðrað vel og mikið náðst upp af heyjum. B.S. Bændð- dagurinn BÆNDAGAGUR Eyfirðinga verður að Melum í Hörgárdal á morgun, sunnudag, og hefjast liátíðaliöldin kl. 2 e. h. — Fjöl- breytt dagskrá verður, svo sem ræður, söngur, og þróttir, m. a. keppa Skagfirðingar og Eyfirð- ingar í knattspymu. — Sjá aug- lýsingu í síðasta tölublaði. □ ekki sízt nú, þar sem einstök lið og leikmenn hafa sýnt mjög mis jafna knattspyrnu að undan- förnu. En vonandi er að þetta lið megi sýna prúðmennsku og baráttuþrek við hina keppnis- vönu Skota. Búizt er við mikilli aðsókn á þennan leik og er aðgöngumiða- sala þegar hafin. Stúkusæti kosta 125 kr. en stæði 75 krón- Á ÞEIÐJUDAG og miðvikudag sl. háðu fslendingar landskeppni í frjálsum íþróttum við Vestur- Noreg á Laugardalsvellinum í Reykjavík. Fyrri dagmn var veður óhag- stætt til keppni, sunnan strekk- ingur og kuldi og háði það ár- angri mikið. Keppnin var jöfn og spennandi frá upphafi og í lok fyrra dagsins var staðan jöfn 53 stig gegn 53. íslending- ar misstu af sigri í 4x100 m boð- hlaupinu og má þar sennilega um kenna mistökum á vali í sveitina. Vitað var að Einar Gíslason, sem eflaust átti heima í sveitinni, var meiddur fyrir keppnina og gat því ekki verið með, en Ulfar Teitsson valinn. Hann meiddist svo í lang stökkskeppninni og varð að láta lítt reyndan spretthlaupara í sveitina. Ekki var minnzt á Reyni Hjartarson, Akureyri, en hann mun þó hafa náð betri ár- angri í 100 m en Ulfar, hefur þrívegis hlaupið á 11.0 sek. í sumar. Hefði hann því að minnsta kosti átt að vera vara- maður. Seinni dagur keppninnar var verri fyrir ísland. Norðmenn höfðu yfirburði og unnu 7 af 9 greinum. Veður var nú líka enn verra en fyrri daginn. Óvænt- asta afrek íslendinga var þrí- stökk Karls Stefánssonar, hins unga Árnesings, sem náði nú sínum bezta árangri í greininni og hefur enginn íslendingur stokkið lengra nema Vilhjálmur Einarsson. Einnig stóð Þórarinn Ragnarsson sig frábærlega vel í 800 m hlaupinu. Valgarður Sig- ur. Flugfélag íslands hefur ákveðið að veita afsláttarfar- gjöld utan af landi til Reykjavík ur og til baka aftur, vegna landsleiksins. Skilyrði er að kaupa þá um leið miða á leik- inn, og gilda farmiðarnir frá 26. júlí til 29. júlí að báðum dögum meðtöldum. Fargjald Akureyri —Reykjavík—Akureyri kostar kr. 1.100.00. □ urðsson, Akureyri, keppti í stöng og náði sínu bezta í ár. Mesti afreksmaður Norðmanna var J. Skelvag, sem keppti í fimm greinum og hlaut gull- verðlaun í þeim öllum. Heildarstigatalan varð 106 fyr ir Norðmenn á móti 95 íslend- inga. Óvenju margir ungir menn voru í íslenzka landsliðinu, sem stóðu sig yfirleitt vel og er það gleðilegur vottur um að frjálsar íþróttir séu að vinna sér veg- legri sess, en verið hefur. □ TIL ÖKUMANNA UM STEFNULJÓSANOTKUN SAMKVÆMT 52. grein umferð- arlaga nr. 26/1958, er skylt að gefa me'rki um breytta aksturs- stefnu, þegar þörf er á, til leið- beiningar fyrir aðra umferð. Merki þessi skal gefa með stefnuljósum á bifreiðum. Stefnuljós eru mjög þýðingar- mikil tæki til þess að greiða fyr- ir umferð og draga úr slysa- hættu. Stefnuljósin koma því aðeins að gagni, að þau séu réttilega notuð. Vanræksla á notkun getur valdið slysi og röng stefnubending býður hætt- unni beinlínis heim. Skylt er að gefa merki í tæka tíð um fyrirhugaða stefnubreyt- ingu og kemur þá einkum til greina: a. Þegar beygt er á gatnamót- um. b. Þegar skipt er um akrein. c. Þegar ekið er af stað frá götubrún. Gæta ber þess sérstaklega að hætta merkjabendingum, þegar þær eiga ekki lengur við. Vinsamlegast stuðlið að auk- inni umferðarmenningu og ör- yggi. — Lögreglan. ÍÞRÓTTAFÓLK úr Knatt- spyrnufélagi Keflavíkur var í heimsókn hér á Akureyri nú í vikunni og keppti við íþrótta- félögin í bænum í knattspyrnu og handknattleik. Á miðviku- dagskvöld fóru fram alls fimm leikir og lauk keppni ekki fyrr en undir miðnætti. Urslit urðu' þessi: Knattspyrna. 4. flokkui-, KA—Keflavík, 4:0. 3. flokkur, KA—Keflavík, 3:0. 2. flokkur, ÍBA—Keflavík, 5:0. Eins og sjá má þá höfðu Ak- ureyringar algjöra yfirburði í öllum flokkum, sérstaklega þó í 2. flokki, enda er hann góður, með þrjá meistaraflokksmenn, þá Ævar, Sævar og Núma. Nokkur harka var í 2. flokks leiknum og lét dómarinn, Rafn Hjaltalín, þó nokkuð að sér kveða. Dæmdi t. d. þrjár víta- spyrnur á Ke.flvíkingana og eina á ÍBA, en aðeins eitt mark varð úr þeim. ÍBA-liðið hafði möguleika á að sýna betri knatt spyrnu en þarna kom fram, þar sem við veikt lið var að eiga. Handknattleikur. Konur: Keflavík—ÍBA 6:5. Karlar: Keflavík—ÍBA 16:9. Þarna hefndu Keflvíkingar ófaranna í knattspyrnunni og hefðu getað gert betur. ÍBA- stúlkurnar komu samt þó nokk- uð á óvart með að hafa mörk yfir lengst af í leiknum. En á síðustu mínútunum gerðu sunn- anstúlkurnar út um leikinn með mun ákveðnari ög betri leik. NOKKUR félagasamtök og opin berir aðilar á Akureyri og ná- grannahéruðum hafa ákveðið að gangast fyrir almennri sam- komu í Vaglaskógi um verzlun- armannahelgina, þar sem höfuð- áherzlan er lögð á að fólk skemmti sér án áfengis. Verður þarna því um bindindismót að ræða og allt gert sem hægt er til þess að fólk komizt ekki upp með að brjóta þessa meginreglu mótsins. Undirbúningsnefndin, sem skipuð er fulltrúum frá Ung- mennasambandi Eyjafjarðar, Héraðssambandi Þingeyinga, íþróttabandalagi Akureyrar, Góðtemplarareglunni á Akur- eyri og æskulýðsráði Akureyr- ar, væntir þess að fólk taki nú höndum saman um það að skemmta sér á hollan og heil- brigðan hátt á þessum fagra og friðsæla stað og heitir á alla, sem þangað koma, að virða þær reglur, sem þar verða settar. Ýmislegt verður þarna til skemmtunar, íþróttir, kvöldvök- ur, dansleikir og á laugardags- kvöld verður kveikt í bálkesti og flugeldum skotið. Veitingar verða seldar í Brú- arlundi og í tjöldum út um skóg inn alla mótsdagana. Hér er um tilraun að ræða, í f karlaflokknum var einsýnt frá upphafi hvernig fara myndi, enda hafa handknattleiksmenn. hér ekkert æft um langt skeið. Keflvíkingar léku vel saman, voru marksæknir og uppskáru verðskuldaðan sigur. Nokkuð hvöss sunnanátt var á meðan á þessum leikjum stóð og spillti fyrir bæði leikmönn- um og áhorfendum sem voru allmargir. Q Drengjamótið í dag DRENGJAMEISTARAMÓT ís- lands í frjálsum íþróttum fer fram á íþróttavellinum á Akur- eyri í dag og á morgun og hefst keppnin kl 2 e. h. báða dagana. Keppendur eru allmargir. Eru sumir þeirra kunnir og góðir íþróttamenn, sem gaman er að sjá í keppni. Q ÍBA í KEPPNISFERD ANNAR aldursflokkur ÍBA í knattspyrnu er nú á keppnis- ferðalagi um Suðurland. Verður leikið við Akurnesinga, félög í Reykjavík og e. t. v. fleiri að- ila í þessari ferð. Leiðrétting í SÍÐUSTU íþróttasíðu urðu prentvillur í úrslitum í keppní UMSE og HSÞ. Lilja, sem vann 100 m hlaupið, er Sigurðardótt- ir og stökk 4,58 m í langstökk- inu. Guðrún Benónýsdóttir var i boðhlaupssveit HSÞ, en ekki Hrönn. Q þá átt að fá fólk til að skemmta sér án áfengis og er skemmtun þessi öllum ætluð. Það er full- ljóst, að skemmtanamenning okkar íslendinga hefur farið hrakandi undanfarin ár og ber nú orðið meir og meir á því, að félög og félagasamtök vilja bæta þarna úr og er það vel. Það sakar ekki að minna*'for- eldra og forráðamenn unglinga á það, að fylgjast vel með ferð- um þeirra og hegðun í sambandi við skemmtanir og samkomur og veita þeim aðilum lið, sem setja vilja meiri menningarblæ á sámkomuhald okkar íslend- inga. Um verzlunarmannahelgina verður seldur aðgangur að Vaglaskógi og er tjaldstæði og aðgangur að öllum útisamkom- um innifalið í verðinu, sem verð ur kr. 50,00. Tjaldstæði og bílastæði verða á afmörkuðum svæðum, leik- og íþróttasvæði verða merkt. — Sjúkravakt verður í Brúarlundi og gæzlumenn verða á tjald- svæðum og víðar um skóginn. Þótt þessar ráðstafanir séu gerð ar er það von og ósk mótsnefnd arinnar að eftirlitsmenn þessir fái ekki ástæðu til að amast við neinum en geti hins vegar verið til leiðbeiningar og aðstoðar gestum þeim, sem Vaglaskóg heimsækja um verzlunarmanna helgina. (Fréttatilkynning). Vestur-Ncrepr sigrsii island í landskeppni í frjálsum íþrótfum Aimennt bindindismót í Vagla- skógi um verzlunarmannahelgina

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.