Dagur - 25.07.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 25.07.1964, Blaðsíða 1
Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði. i--.....•..-... ....^ t—............. ........... ? Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (afgreiðsla) ........... ■■ ÍS VIÐ KOLBEINSEY [ ÞEGAR togarinn Harðbakur = kom úr síðustu veiðiferð sinni \ s.l. miðvikudag urðu skipverj- = ar varir við mikla ísbreiðu of- 5 an og vestan við Kolbeinsey. 1 Sigldu þeir um IV2 klst. með- = fram ísnum, sem virtist vera \ samfelldur á stórum svæðum. \ Norður og norðvestur af = Grímsey sáust nokkir ísjakar \ á hraðri leið austur. □ = SJOREKIN SPREK ORÐIN LISTAVERK Á MIÐVIKUDAGSMORGUN hafði 17 sérkennilegum lista- verkum verið komið fyrir í veit- ingastofu templara að Varðborg á Akureyri. Það eru sjórelcnar fjalir, eða sprek með rúnaristum af ára- og áratuga volki í söltum sjó og myndum frú Sólveigar Eggerz listmálara. Hjúkrunarkonur og nemar í dagstofu nýja hjúkrunarkvennabústaöarms a Akureyri, Systraseii. Þetta mun algerlega nýtt í heimi myndlistarinnar. Kvistir, sveipir og æðar trésins er auð- ugt af myndum. Náttúran og listakonan hafa hér átt skemmti- legt samstarf, með hóflegri notkun olíulitanna. Svipaðar myndir frúarinnar, sem um þessar mundir eru á sýningu í Reykjavík, seldust þegar í stað. Myndirnar í Varðborg eru einn- ig til sölu. — Það er ómaksins vert fyrir almenning 'að líta á þessar myndir, sem frúin kallar, „gengið á reka“. □ Nýr hj úkrunarkvennabústaður, Systrasel, vígður á Akureyri Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDíÐ var fréttamönnum og ýmsum öðrum boðið að skoða nýjan hjúkrunarkvennabústað við Fjórðungssjúkrahiisið á Akur- eyri, sem verið er að taka í notkun. Er hér um að ræða 580 m2 Fann ekki Hvalvatn! Hvalvatn í Hvalvatnsfirði, sem á Herforingja- ráðskortinu er merkt, sem stöðuvatn, er horfið Helgi Hallgrímsson grasafræð- ingur á Akureyri, sem er nýlega kominn heim úr grasaleiðangri í Fjörðu, hefur skýrt blaðinu frá eftirfarandi: Þau undur hafa skeð að hið mikla vatn, sem þar var og sennilega hefur hlotið nafn sitt af göngu hvals upp í vatnið og var samkv. korti um 1.5 fer- kílómetrar, er ekki lengur til. Eftir er aðeins örgrunnt lón út við malarkambinn og þar í djúp ur áll, sem áin Kaðla fellur í. Vatnið var áður orðið grunnt af Engin síld til Dalvíkur Dalvík 24. júlí. Engin síld hefur borizt hingað til söltunar í sum- ar. Atvinna hefur skapast vegna dágóðs ufsaafla. Síðan í byrjun júní hafa veiðst 600 tonn af ufsa og er hann flakaður og frystur til útflutnings og það fyrsta af honum komið á markað. Stangveiðifélagið Fossar á Dalvík gekkst fyrir því að fá laxaseyði í Svarfaðardalsá og var 5000 alilaxaseyðum sleppt í ána í júnímánuði. S. II. framburði Austurár. En að sögn bóndans á Grýtubakka kom fyr- ir nokkrum árum mikið hlaup í ána, sem meðal annars tók af gamla brú við eyðibýlið Gil, og braut skarð í malarkambinn. En við það mun vatnið hafa fengið framrás. Vatnsbotninn er nú tekinn að gróa. Verður nú að fara að endur- skoða landafræðina í Fjörðum, með tilliti til breytinganna, sem þar hafa orðið. Víst er, að ferða- maður finnur þar ekkert vatn, eins og þar á að vera. Og ekki gengur hvalur þar upp nú, þótt (Framhald á blaðsíðu 5). byggingu, einnar hæðar, sem stendur spölkorn vestan sjúkra- hússins á hinni rúmgóðu lóð þess. Húsið er tvískipt. f öðrum hluta þess eru 4 íbúðir, ætlaðar deildarhjúkrunarkonum og í hinum eru 8 herbergi, ætluð jafnmörgum hjúkrunarkonum. Þar er sameiginlegt eldhús og stór dagstofa. Mjög er þar vist- legt og bjart. íbúðir deildar- hjúkrunarkvennanna eru ekki alveg tilbúnar. Yfirhjúkrunarkona Fjórðungs sjúkrahússins, frk. Ingibjörg Magnúsdóttir, bauð gesti vel- komna. Gat hún þess m. a. að sjúkrahúsið hér væri þriðja stærsta sjúkrahús landsins og þyrfti því miklu starfsliði á að skipa og m. a. margar hjúkrun- arkonur. Vegna vöntunar hjúkr- unarkvenna í landinu væri óum- flýjanlegt að keppa um þær. Bústaðir, eins og þessi, ættu að vera nokkuð veigamikið atriði í þv ísambandi, þar sem slík að- staða mætti teljast til hlunn- inda. Byggingarkostnaður er áætl- aður um 2.6 millj. kr. og tók Hagi h.f. að sér byggingafram- Yfirlæknamir Guðmundur Karl Pétursson og Ólafur Sigurðsson. MiUi þeirra er Ingibjörg Magnúsdóttir yfirhjúkrunarkona. kvæmdirnar, undir stjórn Hauks Árnasonar. Til nýjunga í húsinu er það, að steypt var í stálmótum og síð an ekki múrhúðað, heldur dreg- ið upp á veggina með plast- blöndu. Fer þetta vel. Nylon- teppi er á stofugólfi og ný dúk- tegund í eldhúsi, norsk. Séra Pétur Sigurgeirsson blessaði hjúkrunarkvennaheitn,- ilið og gaf því nafni. Systrasel heitir það. Margar ræður og Systrasel stendur litlu vestar en Fjórðungssjúkrahúsið. (Ljósmynd: E. D.) heillaóskir voru fluttar við þetta tækifæri á meðan gestirn- ir neyttu myndarlegra veitinga. Ræðumenn voru: Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir, Ey- (Framhald á blaðsíðu 7). BANASLYS VARÐ í ÞISTILFIRÐI ÞRIGGJA ára drengur, Vignir, sonur hjónanna Ara Arinbjörns- sonar og Hönnu Sigfúsdóttur í Hvammi í Þistilfirði féll af vöru bílspalli og beið bana s.l. mið- vikpdag. □ Sektaðir og reknir í FRAMHALDI að því, sem áð- ur var sagt af Selfoss-smyglinu, skal þess getið, að áttmenn- ingarnir, og þar af tveir yfir- menn, voru sektaðir um 300 þús und krónur og Eimskip hefur vikið þeim úr starfi. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.