Dagur - 25.07.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 25.07.1964, Blaðsíða 8
8 HRESSINGAR NOTIÐ undir beru lofti á tjaldstað. Sjá grein á bls. 5. (Ljósmynd: Á. G.) Kirkjulegar vinnubúðir á Hólum Flugdagur á Melgerðismelum á morgun Þar verðiir sýnt bæði svifflug og vélflug Á MORGUN (sunnudag) verð- ur lialdinn Flugdagur á Mel- gerðismelum í Eyjafirði. Þar verður sýnt svifflug, vélflug og ýmiss konar útbúnaður til leit- ar og björgunar. Að þessum degi standa Flugbjörgunarsveit- in á Akureyri, Svifflugfélag Akureyrar og Flugskóli Tryggva Helgasonar. í dag, laugardaginn 25. júlí, kl. 2 e. h., er fyrirhugað að dreifa auglýsingum úr flugvél yfir bæinn og gildir hver aug- lýsing sem happdrættismiði. Vinningar í því happdrætti eru 18 flugmódel, gefin af þeim, er með þá hluti verzla á Akureyri. Dregið verður á Melgerðismel- um að afloknum sýningum á sunnudag og haldið áfram þang- að til öll módelin eru útgengið. Kl. 6 e. h. í dag (laugardag) verður sviffluga dregin inn yfir bæinn og lendir hún á íþrótta- vellinum. Um kvöldið verður síðan dansleikur í Sjálfstæðis- húsinu og gilda aðgöngumiðarn- ir einnig sem happdrættismiðar og verður dregið á miðnætti um flugfar Akureyri—Reykjavík— Akureyri og hringflug með svif- flugu. Á sunnudag hefjast sýningar á Melgerðismelum kl. 2 e. h. og gefst þá mönnum kostur á að kynnast ýmsum atriðum varð- andi svif- og vélflug og enn fremur öllum útbúnaði flug- björgunarsveitarinnar. Aðgang- ur verður kr. 25.00 fyrir full- orðna og kr. 10.00 fyrir börn. Heitar pylsur, gosdrykkir o fl. verður til sölu á staðnum. Flug- deginum lýkur síðan með dans- leik að Hótel KEA um kvöldið, og gilda þeir aðgöngumiðar, sem happdrættismiðar, þar sem keppt verður um fjóra hring- flugsfarmiða, með Norðurflugi, og dregið verður á miðnætti. — Ferðaskrifstofan Lönd og Leiðir h.f. mun skipuleggja ferðir í sambandi við sýninguna á Mel- gerðismelum. Flugbjörgunarsveitin á Akur- eyri er félagsskapur- um 70 sjálfboðaliða, sem tekið hafa á sig þá kvöð, að vera ávallt reiðubúnir til leitar og björgun- ar, þegar á þarf að halda. Sveit- (Framhald á blaðsíðu 7). NÝLEGA er lokið skozk-íslenzk um vinnubúðum, sem þjóðkirkj an hefur starfrækt í samvinnu við Bændaskólann á Hólum. Frá Skotlandi kom 11 manna hópur, en þar í voru tveir Frakkar. íslendingarnir voru 10 talsins. Vinnubúðastjórar voru Maxwell Cruickshank fré Edin- borg og sr. Þórir Stephensen, Sauðárkróki. Var unnið heima á Hólum í rúmar tvær vikur við að mála að utan hús Bændaskól ans. Skólahúsið sjálft var málað einnig skólastjórahúsið, kenn- arabústaðir, áhaldahús, fjós og fjóshlaða og veggir í kring um trjágarða. Nokkuð var einnig málað innanhúss og einnig hjálp uðu vinnubúðamenn til við steypuvinnu og í handlangi hjá smiðum. Unnið var í 6 tíma á.dag og stundum lengur, en afgangstími notaður til biblíulestra, innbyrð'- is kynningar og kynningar á landi og þjóð. Þjóðkirkjan bauð hópnum í ferðalag að vígslu sumarbúðanna við Vestmanns- vatn, og var um leið farið í Mý- vatnssveit og Námaskarð. Hóla- skóli bauð til ferðalags um Skagafjöfð og er komið var til Reykjavíkur að lokinni dvöl á Hólum, bauð kirkjan aftur í ferðalag að Skálholti og til annarra helztu sögustáða á Suð- urlahdi, Fimmtudaginn 16. júlí héldu Skotarnir heimleiðis eftir 3ja vikna dvöl og lauk þá fjórðu vinnubúðunum, sem þeir taka þátt í hér á landi. Þeir hafa í samvinnu við íslenzkt æskufólk unnið ágætt verk með sjálf- boðastarfi . sínu hér að þessu sinni. Hólastaður ber þess merki, þar hafa orðið mikil stakkaskipti, og hvað hina and- legu hlið snertir, þátt vinnubúða starfsins að því að skapa betrí heim, með því að byggja brýr vináttu, skilnings og sameigin- legrar trúar milli ólíkra þjóða og mismunandi kirkjudeilda, þá er áreiðanlegt að hið unga fólk hefur unnið vel á því sviði líka. Er því óskandi að þessi starf- semi megi enn eflast og blómg- ast. □ Norrænt Góðtemplaramót Særður og í járnum á sjúkrahús Mjög mikil ölvun í bænum aðfaranótt föstudags LÖGREGLAN tjáði blaðinu í gær, að mikil ölvun hefði verið á Akureyri nóttina áður og fram undir morgun. Maður einn ölvaður, skorinn í andliti og ill- ur viðureignar, var fluttur í járnum til aðgerðar á sjúkrahús. Utanbæjarkona var og þangað flutt vegna ölvunar en var end- ursend og gisti hjá lögreglunni. Þá var í fyrrinótt tekinn bíll ófrjálsri hendi á Akureyri og honum ekið. Sá, er þar var að verki, var réttindalaus og einn- ig talinn ölvaður. Aðfaranótt fyrra föstudags var brotizt inn á byggingar ÚA á Akureyri. Farið var inn í skrif stofur félagsins, brotnar upp hurðir og önnur skemmdarverk unnin þar. Einnig var farið inn í vinnusal hraðfrystihússins. — Ekki mun neinu hafa verið stol- ið. Málið er í rannsókn en ekk- ert hefir upplýsts ennþá. EINS og sagt var frá í síðasta blaði verður haldið námskeið norrænna góðteplara hér á Ak- ureyri nú um helgina og koma um 150 templarar frá Norður- löndunum hingað og auk þess nokkrir af framámönnum I.O.G.T. í Reykjavík. Námskeið- ið hefst í dag í Borgarbíói með erindaflutningi og einnig n.k. mánudag, en umræðuhópar hafa aðsetur í Oddeyrarskóla. Á morgun (sunnudag) verður far- ið til Mývatnssveitar og höfð viðkoma og matsstaðir á hótel- unum í Mývatnssveit og í Lauga skóla á heimleið. Stjórnandi mótsins er Karl Wennbei'g frá Stokkhólmi, en formaður móttökunefndar í Reykjavík Kristinn Stefánsson. áfengisvarnarráðunautur og hér á Akureyri Stefán Ág. Kristjáns son forstjóri. í kvöld munu Akureyrar- templai ar bjóða gestunum til kaffidrykkju að Laugarborg og eru væntanlegir þátttakendur af Akureyri beðnir að snúa sér til forvígismanna stúknanna hér. Á mánudagskvöld verður skilnaðarhóf hér í bænum. Eftir hádegi á þriðjudag fara flestir mótsgestirnir fljúgandi héðan til Gautaborgar, en um 50 þeirra verða eftir til næsta dags og hafa í hyggju að fara út í fjörðinn með Drang á handfæri. Eru það aðallega Norðmenn, (Framhald á blaðsíðu 7). Skinnaverksmiðjan Iðunn bráft sfækkuð Ungir menn fá tækifæri til náms og starfs ísland fær 20 milljóna styrk til rannsókna á Þjórsá og Hvítá SÉRSTAKUR sjóður Samein uðu þjóðanna hefur nú veitt íslandi 20 millj. króna styrk til raforkumálarannsókna. — Styrkur þessi mun verða not aður til að borga kostnað á undirbúningsrannsóknum um virkjanir í Hvítá og Þjórsá, en þær rannsóknir munu taka tvö ár. Það var „U. N. Special Found,“ sem veitti þennan styrk og er hann óendurkræfur. Samningar um styrk þenn an voru undirritaðir í Wash- ington 13. júlí s.l. af Thor Thors, ambassador íslands í Bandaríkjunum, og Paul G. Hoffman, framkvæmdastjóra sjóðsins. — Eitt hið fyrsta, sem gert verður fyrir pen- ingana, er að reisa rannsókn- arstofur uppi við Brúarfell. Tveir sérfræðingar frá Nor- egi hafa dvalið hér að und- anförnu við raforkurannsókn ir og er þegar byrjað að rann saka ísmyndanir í Þjórsá. — Nú munu fleiri erlendir sér- fræðingar verða fengnir hing að og þeim greitt af fram- lagi SÞ. — ísland hefur aldrei áður fengið framlag úr þessum sjóði. Spurning vaknar um það, hvers vegna Jökulsá er ekki með í þessari rannsóknar- áætlun. □ EINHVERN næstu daga hefjast byggingaframkvæmdir hjá Skinnaverksmiðjunni Iðunni á Akureyri. Stækkun verksmiðj- unnar er gerð með það fyrir augum, að auka mjög verulega framleiðslugetu hennar, t. d. á loðsútuðum íslenzkum gærum, sem hafa farið sigurför á mark- aðinum. Undanfarið hefur verið vax- andi áhugi á auknum skinna- iðnaði í landinu, og menn gera Jörundur III. kom með síld til Hríseyjar Hrísey 24. júlí. Jörundur III. . kom hingað í nótt sem leið með 500 tunnur af síld. Saltað var í um 300 tunnur, en hitt fór í bræðslu. Þá er búið að salta í 900 tunnur hér í sumar. Ógæftir hafa verið að undan- förnu og bátar ekki róið héðan tvö síðustu daga. J. K. sér ljósari, með hverju árinu, sem líður, þýðingu þess að vinna sem mest úr hinum ágætu íslenzku skinnum í stað þess að flytja verulegt magn þeirra á er- lenda markaði, sem óunna hrá- vöru. Með aukinni sútun og annarri meðferð skinnanna, skapast líka fjölþættari og meiri möguleikar fyrir skinna- og leðuriðnað. í blaðinu í dag er auglýsing frá Iðnaðardeild SÍS, þar sem ósk- að er eftir ungum mönnum til náms og starfs í skinnaiðnaðin- um. Gefst áhugasömum mönn- um gott tækifæri til að leggja hönd að aukinni uppbyggingu í þessari iðn- og framleiðslugrein landbúnaðarvara. Skinnaverksmiðjan Iðunn hóf starf fyrir 40 árum, fyrst þó að- eins sem gærurotunarstöð. En sútunin, í fjölbreyttari stíl, hófst um 1930. Verksmiðjan hefur leyst. af hendi ótrúlega mikið og farsælt starf. En fyrirhuguð breyting og stækkun gefur ýmsa möguleika, sem gaman verður að fylgjast með í fram- tíðinni. □ Gissur hvíti rakst á dauðan hval ÞAÐ bar til í fyri'akvöld, er GiSsur hvíti frá Hornafirði var um 35 mílur suðaustur ag Skrúð að hann rakst á stóran hval, dauðan, er þar maraði í kafi. Báturinn var á fullri ferð. Öx- ullinn í astictækinu bognaði og einnig lenti skrúfan í hvalnum, en hún skemmdist þó ekki. Skipstjóri á Gissuri hvíta er Óskar Valdimarsson og gaf hann blaðinu þessar upplýsing- ar frá Seyðisfirði í gær. Sagði hann, að hvalurinn gæti verið hættulegur skipum og bátum á þessum slóðum. □ Afli Akurevrartogara J C/ SÍÐUSTU landanir í Hraðfrysti hús UA eru: Svalbakur 16. júlí með 154 t onn, Sléttbakur 20. júlí 144 og Harðbakur 23. júlí 132 tonn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.