Dagur - 25.07.1964, Blaðsíða 7

Dagur - 25.07.1964, Blaðsíða 7
SKELLINAÐRA TIL SÖLU. Uppl. í síma 1543. TIL SÖLU: RAFHA ELDAVÉL, mjög vel með farin. Til sýnis frá ikl. 6—9 e. h. í Oddagötu 3 að vestan. TIL SÖLU: Góð heyhleðsluvél. Uppl. í Gnúpufelli, Eyjafirði. „Sunnudagur í New York" RADIOVIÐGERÐAR- STOFA Stefáns Hallgrímssonar Verður lokuð dagana 27 — 31. júlí. Viðgerð tæki af- greidd frá kl. 5—6 þá daga. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR hélt þriðju og síðustu sýningu sína á Akureyri á gamanleikn- , um Sunnudagur í New York s.l. þrið j udagskvöld. Leikflokkurinn hélt fyrstu sýningu sína á Akranesi 27. juní, . en ráðgerir síðustu sýningu í Hornafirði 2. ágúst. Ef allt gengur samkvæmt áætlun, verð- ur þá búið að söna gamanleik- inn 37 sinnum á 34 stöðum. Eftir það hefjast svo sýningar þessa leiks í Reykjavík. Sýning- ar þessar hafa verið vel sóttar. Leikarar eru: Helgi 'Skúlason, sem jafnframt er leikstjóri, Guðrún Ásmundsdóttlr, Brynj- ólfur Jóhannesson, Mai’grét Ól- afsdóttir, Erlingur Gísíason og Sævar Helgason. , Leikfélag Reykjavíkur hefur jafnan komið með góða sjón- leiki á sumarleikferðum sínum um landið. Leikritið Sunnudag- ur í New York er þar ekki í HERBERGI ÓSKAST Ungur sjómaður óskar eftir herbergi nú þegar. Uppl. í síma 1167. Til sölu: Nokkrar HÚSEIGNIR. Upplýsingar eftir helgi í síma 1070. INGVAR GÍSLASON, hdl. NORSKA FLATBRAUÐIÐ er komið aftur Kr. 21.50 pakkinn NYLENDUVÖRUDEILD Sundbuxur, karlmanna og drengja, fjölbreytt úrval Sportskyrtur, nýjar gerðir Sportbuxur, ljósar, fyrir karlmenn drengi HERRADEILD V é* . . . . . -j- * Minar innilegustu kveðjur sendi ég öllum þeim, sem * * glöddu mig, rneð heimsóknum, gjöfum og lieillaósk- ® I; um á sjötugs afmœli mínu, þann 10. júli síðastliðinn. © -r g, Guð blessi ykkur öll. I f SIGURVEIG OLAFSDOTTIR, Bjargi, | Flatey, Skjálfanda. £ fremstu röð, en vel er hlutverk- um skilað og skemmtilega, enda má gera nokkrar kröfur í því efni. Það leiðist engum í leik- húsi með þessu fólki og ævin- týrunum, sem ekki mega „ber- ari“ vera í þessum ósvikna gam- anleik. □ - SYSTRASEL (Framhald af blaðsíðu 1). þór Tómasson form. sjúkrahúss- nefndar, Haukur Árnason bygg- ingafræðingur og Ingólfur Árna son bæjarfulltrúi, auk yfirhjúkr unarkonunnar. Það kom fram í ræðum þeirra, er bezt þekkja til sjúkra- húss- og heilbrigðismála, að þótt Fjórðungssjúkrahúsið á Ak ureyri sé aðeins 11 ára gamalt og þætti byggt af stórhug og fyrir langa framtíð, er það orð- ið of lítið. Þróun í sjúkrahús- málum hefur verið mjög ör síð- ustu 10 árin og læknavísindin geta veitt fullkomnari þjónustu nú en þá. En til þess þarf hús- næði, tæki og vel menntað starfs lið. Allt þetta kostar mikið fé, en til þess að fylgjast með þró- uninni þarf þegar að undirbúa mikla stækkun og endurbætur. Hj úkrunark vennabústaðurinn nýi er þar einn þáttur aðeins. Starfslið Fjórðungssjúkra- hússins, sem fastráðið er, telur allt að 110 manns. Yfirlæknar eru þeir Guð- mundur Karl Pétursson og Ólaf ur Sigurðsson. Yfirhjúkrunar- kona Ingibjörg Magnúsdóttir, eins og áður greinir. En hún er á förum til útlanda og tekur við starfi hennar á meðan Guð- finna Thorlacius. Framkvæmda- stjóri er Torfi Gunnlaugsson. Sjúklingar eru 140—150. — Sjúkrahúsinu hefur tekizt bet- ur en flestum öðrum að ráða starfsfólk. Eins og áður segir, var bygg- ingarkostnaður áætlaður 2.6 millj. kr. Þar af hefur Akureyr- arbær greitt 450 þús., lán verið tekið, að upphæð 600 þús., ríkið lagt fram hálfa milljón og ann- að fé fengið með öðru móti. □ - \ iðtal við Jón Júl. (Framhald af blaðsíðu 4). Nokkuð sérstakt í sambandi við Islendinga úti? Til dæmis hittum við Ara Brynjólfsson í Risö. Þangað bauð hann okkur. Hann er æðsti maður hinnar miklu kjarn orkustöðvar þar, sem áður er kunnugt, og nýtur fágæts trausts. Þarna streymdu vörurn- ar inn — og út aftur og höfðu þá hlotið sérstaka geislunarmeð ferð. Og að síðustu biður Jón blað- ið að bera öllum þeim, hér og ytra, er greiddu götu þeirra hjóna, innilegústu kveðjur. Dagur þakkar Jóni Júl. Þor- steinssyni svörin og vonar að þekking hans í kennsluaðferð- um megi bera sem beztan ávöxt, ekki sízt meðal þeirra, sem sér- stakrar hjálpar þurfa á náms- og þroskabrautinni. E. D. 7 MESSAÐ í Akureyrarkirkju kl. 10,30 f. h. á sunnudaginn. — Sálmar ni’. 323, 13, 317, 415 og 687. — Sr. Bolli Gústafsson prestur í Hrísey messar. MATTHÍASARSAFNIÐ opið kl. 2—4 e. h. alla daga, nema laugardaga. MINJASAFNIÐ! Opið frá 1,30 til 4 e. h., alla daga, nema mánudaga. Á öðrum tímum fyrir ferðafólk eftir samkomu lagi við safnvörð. Símar 1162 og 1272. ^mtsbókasaf mð e r o p i ð alla virka daga, nema laugar- daga, kl. 4—7 e. h. NONNAHÚSIÐ opið kl. 2—4 síðdegis, daglega. SÆMILEGUR ÞORSK- OG UFSAAELI HJÚSKAPUR. Hinn 19. þ. m. voru gefin saman í hjónaband af séra Friði’ik Friðrikssyni, Hálsi, ungfi’ú Ástheiður Fjóla Guðmundsdóttir, Akureyri og Ingvi Gunnarsson bóndi í Sandvík, Báx’ðardal. VANTAR BLÓÐ. — Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri vant- ar sjálfboðaliða til að gefa blóð. Þeir, sem vildu gjöra svo vel, eru beðnir að koma í sjúkrahúsið — biðstofu skurðdeildar — virka daga milli kl. 18 og 19 og hafa samband við kandidat. DÝRALÆKNAVAKT næstu helgi, kvöld og næturvakt næstu viku hefur Ágúst Þor- leifsson, sími 1563. ÖRN SMARI ARNALDSSON læknir, gegnir störfum mín- um til 15. júlí n. k. Heimilis- fang hans er Þingvallastræti 22. Sími 1542. — Jóhann Þor- kelsson. Húsavík 24. júlí. Engin síld hefir borizt hingað um langt skeið. Aðeins er búið að salta á annað þúsund tunnui’. Síldai’bræðslan hefir unnið úr 20 þúsund mál- um. Trillubátar hafa aflað sæmi- lega á línu og færi. Þilfarsbátar eru á ufsaveiðum og fá nokkurn afla, sem lagður er upp til vinnslu í Fiskiðjusamlagi Húsa- víkur og fer mest af honum í frystingu. Hér er þurrkur og sólskin hvern dag og hefir heyskapur gengið vel og eru sumir bænd- ur búnir að hirða fyrri slátt. Leikfélag Reykjavíkur sýndi hér gamanleikinn Sunnudagur í New York í gærkveldi. Húsfyll- ir var og leiknum mjög vel tek- ið. íþróttafólk úr Knattspyrnu- félagi Keflavíkur kemur hingað um helgina og keppir við Völs- unga í knattspyrnu og hand- knattleik. Þ. J. UMFERÐARSLYS Á L AU G ARD AGSK V ÖLDIÐ varð umfei’ðarslys hér í bænum. Jepppabifi’eið var ekið noi’ðan Hörgárbraut. Þegar hún nálgað- ist Glerárbrúna, hleypur skyndi lega lítil telpa þvert yfir götuna fyrir framan bílinn og lendir fyrir honum með þeim afleiðing um, að hún hlaut bæði lær- og handleggsbrot. Telpan, sem er sjö ái’a gömul, og heitir Bii’gitta Reynaldsdóttir, var flutt í sjúkrahús og er líðan hennar eftir atvikum. □ - TEMPLARAMÓT (Framhald af blaðsíðu 8). Danir, Finnar og Færeyingar. Bindindishreyfingin á íslandi væntir sér góðs af komu þessara bræðra og systra frá hinum Norðurlöndunum, efnt verður til vináttu og samstai-fs og reynt að finna nýjar leiðir í barátt- unni við eitt mesta vandamál nútímans, áfengisneyzluna, en þar eru samkvæmissiðii’nir sem nú gilda svo víða, helzta undir- rót hins almenna drykkjuskapar og alls þess er honum fylgir. ( Fr éttat ilkynning.) SUNDLAUGIN að Laugalandi, Þelamörk, er opin föstudaga kl. 20—23, laugardaga kl. 14— 23 og sunnudaga kl. 14—23. FRA SJÁLFSBJÖRG. Ákveðið er að „Ágúst- nætur“ sjálfsbjargarfé- laganna verði að Reykj um í Hrútafirði um verzlunarmannahelgina. Þeir, sem ætla að fara, tilkynni þáttt. sína fyrir miðvikudags- kvöld 29. þ. m. Upplýsingar í símum 1460 og 2917. - FLUGDAGURINN (Framhald af blaðsíðu 8). inni hefir tekizt, með mikilli vinnu meðlima sinna og fjár- framlögum og öðrum stuðningi frá einstaklingum, ríki og bæ, að komast yfir nokkurn útbún- að, sem mönnum gefst nú kost- ur á að sjá á sunnudaginn. Svifflugfélag Akureyrar er félagsskapur áhugasamra ungra manna. Hann stendur öllum op- inn frá 14 ára aldri og mun svifflug ekki síður vera heppi- leg íþrótt fyi’ir eldx’i menn, eða svo. þykir að minnsta kosti frændum vorum á hinum Norð- ui’löndunum, en þar mun ekki óalgengt, að menn allt að átt- ræðu slundi svifflug. Flugskóli Ti-yggva Helgasonar tekur við nemendum, er þeir hafa náð 17 ára aldri. Það er mikill kostur fyrir þá sem flug- nám vilja stunda, að þurfa ekki að sækja það til Reykjavíkur. Flugskólinn hefir tveim kennslu vélum á að skipa og stunda hann nú tíu nemendur. Menn eru hvattir til þess að fjölmenna á Melgerðismela á Flugdaginn. (Aðsent). FERÐIR VIKULEGA TIL^ SKANDINAVIU ffli jÆ_—____— ÍCELAJVBAIH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.