Dagur - 15.08.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 15.08.1964, Blaðsíða 1
Dagui Remur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði. XLVH. árg. — Akureyri, laugardaginn 15. ágúst 1964 — 65. tbl. Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (afgreiðsla) FLUGSLYS Á SUÐURLANDI I NauðimgamppboðiðáDverghóli f FYRRAKVOLD fórst El- mer Robert Daniel, 21 árs piltur frá Reykjavík, er hann kom á eins hreyfils flugvél af Cessna-gerð frá Vestmanna- eyjum. Vélin var eign Flug- sýnar og hafði pilturinn tek- ið hana á leigu. Hann lagði af stað kl. 15.55. En er hann kom ekki til Reykjavíkur á réttum tíma, hófst eftirgrennslan. Vélin hafði sézt frá Eyrarbakka klukkustundu eftir flugtak, síðar yfir Hrauni í Ölfusi og stefndi hún þá á Þrengslin. Vegavinnumenn í Þrengslum urðu og vélarinnar varir. En þá var sótsvört þoka skollin yfir á þeim slóðum, svo aka varð bílum með ljósum. Á fjórða hundrað manns hóf leit strax um kvöldið, er stóð yfir fram á morgun. Þá létti þokunni og um kl. 5 fannst flugvélin brotin og brunnin og lík flugmannsins sunnan í Litlameitli, um 20 mínútna gang frá þjóvegin- um. □ Kálfar, gæsir, hænur og kalkúnar boðið upp Fimm slösuðust á Öxnadalsheiði er bíll þeirra fór út af veginum og valt 20-30 m AÐ kveldi hins 12. þ. m. valt Reykjavíkurbíll á Öxnadals- lieiði, þar sem heitir Reiðgil, vestan við Klifið. Bíllinn valt 20—30 metra niður gilið, sem er mjög bratt. í bílnum voru fimm menn, einn frá Akureyri, tveir að sunnan og tveir brezkir stúdent- ar. Allir meiddust menn þessir og eru íslendingarnir á sjúkra- húsi á Akureyri, en Bretarnir sluppu minna meiddir og eru farnir af sjúkrahúsinu. Bíll á leið til Akureyrar, sem kom fyrstur á slysstað, tók einn mannanna með sér til Akureyr- ar og gerði aðvart um atburð- inn frá Bakkaseli. En þar er sími þótt mannlaus sé bærinn. Sjúkrabíll og héraðslæknir fóru Sigurður L. Pálsson látinn Sigurður L. Pálsson mennta- skólakennari á Akureyri er lát- inn. Hann andaðist að heimili sínu 13. ágúst, sextugur að aldri. □ síðan frá Akureyri og sóttu hina slösuðu menn. Náttmyrkur var á og svarta þoka er slys þetta bar að á heiðinni. Bíllinn gjör- eyðilagðist. □ í GÆR fór fram opinbert upp- boð á ýmsum búpeningi og þrem bifreiðum tilheyrandi þrotabúi Brynjólfs Brynjólfs- sonar veitingamanns. Uppboðið hófst kl. 2 e. h. við Dverghól og uppboðsaldari var FLYTTU SER A KAPP- LEIKINN FIMM ungir menn voru að flýta sér á knattspyrnukappleikinn á Akureyri s.l. fimmtudag. Þeir óku Dalvíkurveg, en er þeir komu að vegamótunum norðan í Moldhaugnahálsi, að svo- nefndu Þórustaðagili, valt bíll- inn út af veginum og niður í gil- ið. Mennirnir munu hafa slopp- ið lítið eða ekki teljandi meidd- ir — og vonandi hafa þeir komist á kappleikinn — en bíll- inn er allmikið skemmdur. □ Lína frá dieselstcð á Raufarhöfn Langanesi 14. ágúst. Um þessar mundir eru að hefjast á vegum raforkumálastjórnar, fram- kvæmdir við að leggja orkulínu frá dísilrafstöð ríkisins á Rauf- arhöfn vestur um miðja Sléttu til Kópaskers. En til stendur, samkvæmt áætlun, að þaðan verði lögð orkuveita á n. k. ári vestur um Núpasveit, Axarfjörð og Kelduhverki. Gert er ráð fyrir, að rúmlega 30 bæir í þess- um sveitum njóti þessarar veitu og að síðar bætist við fleiri bæir bæði í Kelduhverfi og í Axar- firði. Norður-Þingeyjarsýsla er eitt þeirra héraða, sem skemmst eru á veg komin í rafvæðingu frá samveitum, enda nokkuð strjál- býlt þar í sumum sveitum. Héraðsbúar hafa áhyggjur af seinagangi þessara mála, og þeirri óvissu, sem er ríkjandi þar sem ekki hefur verið gerð nein allsherjar áætlun um fram- kvæmdir á komandi árum, þótt fyrrnefndri framkvæmd verði fagnað, það sem hún nær. □ bæjarfógetinnn á Akureyri. — Mikill mannfjöldi var kominn á uppboðsstað, er uppboðið hófst. Voru bændur úr nærliggjandi sveitum þar í meirihluta. Boðnar voru upp 150 gæsir í einu númeri og var kunnur borgari á Akureyri hæstbjóð- andi og hreppti hann hópinn á 22 þúsund krónur. Ungur bóndi úr Saurbæjarhreppi keypti 19 nautkálfa, 8—9 mánaða gamla, fyrir nál. 24 þúsund kr. Tveir bæjarfulltrúar af Akureyri keyptu nokkra kalkúna á ýms- ‘ÁTTA LAXAR ÚR EYJAFJARÐARÁ BLAÐINU er tjáð, að átta lax- ar hafi í sumar verið veiddir á stöng í Eyjafjarðará. Þykir þetta mikill árangur, miðað við magn það af seyðum, sem í ána var sleppt. — Laxar þessir eru flestir allvænir. Þessi laxveiði gefur enn von- ir um, að unnt sé að rækta upp ána og gera hana að laxveiðiá. Þá ber eflaust að gæta fyllstu aðgæzlu í veiðum á Pollinum, með hliðsjón af þeirri viðleitni, að koma upp laxi í Eyjafjarð- ará. ' □ um aldri. Nær þúsund hænur voru boðnar upp og féll stór hluti þeirra til bónda úr ná- grenni bæjarins. □ Alþýðusambandið krefst viðræðna SAMKVÆMT lauslegum | fréttum í gær hefur Alþýðu- samband íslands nú krafizt i i viðræðna við ríkisstjómina, vegna skattamálanna, sem i i nú eru mjög á dagskrá. Al- ; þýðusambandið telur núver- i i andi skattalög ógna vinnu- i friði, sem um var samið í i vör. □ NEITAÐI AÐ BORGA GOSDRYKKINA í FYRRADAG kom maður einn inn í verzlun á Akureyri og bað um gosdrykki, en neitaði síðan að borga og fór út í bíl sinn. Lítilli stundu síðar fann lögregl an dottandi mann í bíl sínum við Hótel Akureyri, sem henni þótti grunsamlegur. Tók hún manninn í sína vörzlu og reynd- ist hann allmjög ölvaður — og var hér kominn gosdrykkja- kaupandinn, sem fyrr getur. □ Skólaniim valinn staður í Skúlagarði og um- sóknir berast nú mjög ört SYSLUF.UNDUR Norður-Þing- eyjarsýslu var haldinn á Kópa- skeri s.l. mánudag. Þar var m. a. samþykkt, að sýslan legði fram nokkurt fé til að koma á fót og styrkja vísi að héraðsskóla í sýslunni. Skólahald hefur þeðar verið auglýst þar og fer kennslan fram í Skúlagarði í Kelduhverfi. Skólastjóri hefur verið ráðinn Aðalbjörn Gunnlaugsson frá Bakka í Kelduhverfi, sem und- anfarna vetur hefur verið kenn- ari á Reykjum. Nokkuð af umsóknum hefur þegar borizt um skólavíst, og er áhugi í héraði fyrir þessu máli. Ekki hefur endanlega verið ákveðið hvar skólastaður héraðs skóla í Norður-Þingeyjarsýslu verður til frambúðar. Af þessari frétt að austan er ljóst, að Norður-Þirvgeyingar una ekki lengur, án aðgerða, að æska sýslunnar búi við önnur og lakari menntunarskilyrði en t. d. þéttbýlisfólk. Þeir telja sér heldur ekki fært að bíða þess að nýr héraðsskóli rísi, þótt það mál sé á dagskró þar eystra. □ KNATTSPYRNULIÐ BERMUDA, sem keppti við Akureyringa að 2500 ahorfendum viðstöddum s.l. fimmtudag. Fyrirliðarnir skiptust á gjöfum. (Ljósmynd: E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.