Dagur - 15.08.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 15.08.1964, Blaðsíða 8
8 SUÐUR YFIR POLLINN. Garðsárdalur fyrir miðju. (Ljósmynd: E. D.) SMÁTT OG STÓRT Bændðskólinn é Hvanneyri 75 ára Fjölmenn og glæsileg liátíðahöld sl. sunnudag SUNNUDAGINN 9. þ. m. var mikil hátíð á Hvanneyri í tilefni af 75 ára afmæli búnaðarskól- ans þar. Þangað komu 1000 gest- ir, gamlir nemnedur fyrst og fremst og nutu þess að rifja upp gamlar minningar, ásamt hátíðahöldunum sjálfum, sem fóru fram úti í undurfögru veðri. Samkvæmt glöggri grein Guð mundar Jónssonar skólastjóra á Hvanneyri, er birt var í júlíhefti Freys, var fyrsti búnðarskólinn hér á landi stofnaður í Olafsdal 1880 og var Torfi Bjarnason skólastjóri. Skóli þessi var tveggjá ára skóli, bóklegur og verklegur, rekinn af Vestur- amtinu og starfaði til ársins 1907 og útskrifaði 160 nemend- ur. Á Eiðum var svo stofnaður búnaðarskóli 1883 með líku sniði og í Ólafsdal, og kostaður af Múlasýslum. Fyrsti skóla- stjóri þar var Guttormur Vig- fússon. Skólinn starfaði síðast veturinn 1916—1917 og mun hafa útskrifað 260 nemendur. Hólaskóla stofnuðu Skagfirð- ingar 1882 og var Jósef J. Björns son fyrsti skólastjóri þar. Til og með hausti 1963 hafa um 1300 nemendur notið þar skólavist- Búnaðarskólinn á Hvanneyri er yngstur þessara skóla, stofn- aður 1889. Fyrsti skólastjóri hans var Sveinn Sveinsson. — Skólinn var rekinn af Suðuramt inu. Fyrsta veturinn var aðeins einn nemandi, Hjörtur Hansson frá Hækingsdal í Kjcs. Sá, sem mest barðist fyrir Hvanneyri sem skólastað var Björn Bjarnarson í Vatnshorni í Skorradal. Sjö sjálfstæð býli voru í Hvanneyrartorfunni svo- nefndu og áttu þar heima um 70 manns. En brátt eftir stofnun skólans þar, skapaðist mikið olnbogarými, til búskapar og þar hefur jafnan verið rekinn stórbúskapur undir umsjón hinna ýmsu skólastjóra og ráðs- manna staðarins. Saga skólans skiptist í raun réttri í tvö tímabil. Hið fyrra nær til 1907 og þá hét skólinn Búnaðarskólinn á Hvanneyri. Síðan heitir hann Bændaskólinn á Hvanneyri. Skólinn var og er tveggja vetra skóli auk verk- legra námskeiða. Fyrst var þó miðað við tveggja ára nám. Þessir skólastjórar hafa stjórn að Bændaskólanum á Hvann- eyri: Sveinn Sveinsson, Olafur Jónsson, Hjörtur Snorrason, Halldór Vilhjálmsson, Runólfur Sveinsson og Guðmundur Jóns- Nokkrir fóru é grasafjall Ófeigsstöðum 14. ágúst. Héðan 3ru litlar, en góðar fréttir. — Heyskapur hefir gengið afburða vel. Spretta var ágæt á túnum, en afar slæm á útengjum. Mannheilt er nokkuð. FIIF I EYJAFIRÐI AÐALFUNDUR félagsins verð- ur haldinn í flokksskrifstofunni Hafnarstræti 98, Akureyri, n. k. þriðjudag, 18. ágúst, kl. 9 e. h. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verða kosnir fulltrúar á Laugafundinn 29. þ. m. og fund SUF á Blönduósi 10. september n. k. □ son frá 1947 til þessa dags. Alls hafa um 1500 nemendur stundað nám á Hvanneyri og langflestir þeirra útskrifast það- an, þar af þrjár konur. Framhaldsdeild tók til starfa á Hvanneyri 1947, að tilhlutan Bjarna Ásgeirssonar þáverandi landbúnaðarráðherra og hefur hún útskrifað 58 búfræðikandi- data. Verfæranefnd ríkisins hefur aðsetur sitt á Hvanneyri. Flest landbúnaðarverkfæri, sem til landsins eru flutt, eru reynd þar. Á Hvanneyri eru margvísleg- ar tilraunir gerðar ár hvert, (Framh. á bls. 7). MEÐ SKATTSEÐLANA I HÖNDUM Enn er skattamálin efst á baugi, enda hafa skattgreiðend- ur þessa lands nú flestir fengið útsvarsseðla og skattreikninga í sínar hendur og eiga því auðvelt með að átta sig á sönnu og lognu, þar sem þeir nú hafa áþreifanlegar sannanir í eigin höndum. Á sunnudaginn skrifaði Sig- urður A. Magnússon blaðamað- ur grein um þessi mál í Lesbók Morgunblaðsins og segir þar m. a.: SKATTPÍNING, SEM EKKI A SÉR HLIÐSTÆÐU ,.Það lilýtur að vera leiðinda- starf að standa í því að telja öðruni trú um hluti, sem maður trúir ekki sjálfur og veit jafn- vel að aðrir fást ekki til að trúa lieldur! Þetta hafa leiðarahöf- undar eins dagblaðsins í Reykja vík verið að fást við upp á síð- kastið í sambandi við alræmda álagningu opinberra gjalda. Okkur hefur verið sagt það mjög ótvíræðum orðum í nefndu blaði, að skattar og út- svör hafi lækkað, að almenning- ur standi betur að vígi fjár- hagslega en áður og sé hæst- ánægður með útreikninga skatt- heimtunnar. Þetta og annað svipað lesa menn í blaðinu meðan þeir handfjatla gjaldseðilinn hálf- ringlaðir, því að hann segir allt aðra sögu og miklu ískyggilegri um stórauknar opinberar álög- Mannabein cg vopn í Fljótum Mikil umferð er af laxveiði- mönnum og margir þeirra af háum stigum, en lægri stéttirn- ar stunda heyskap. Stutt er að verða til gangna. Enginn veit hvernig sauðfé þrífst, en lömbin virðast falleg. S.l. þriðjudag fóru kvenfélags konur í skemmtiferð. Var farið um endilangan Eyjafjörð, — beggja megin ár — og skoðuð mannvirki og náttúrufegurð Eyjafjarðar. í gær var farið á grasafjall af nokkrum bæjum hér í sveit. Berjaspretta er mikil. Berin þykja góð og vinsæl hér sem annars staðar — en útsvör og skattar óvinsælir. B. Ó. Haganesvík 14. ágúst. Á bænum Austari-Hóli í Flókadal eru fomminjar fundnar. — Bóndinn þar, Ásmundur Frímannsson, var að ýta upp veg í landi sínu og kom þá niður á bein manna og dýra, og ennfremur fann liann leifar vopna. Verkið var stöðvað þegar í stað og þjóð- minjaverði gert aðvart um fund- inn. Mun hann fljótlega koma norður til að rannsaka liina fomu gröf. Heyskapuí hefur gengið mjög vel í sumar. Fyrri slætti hvar- vetna lokið, víðast fyrir löngu og sumir byrjaðir á seinni slætti. Hér er fullt af berjum. Minna hefur verið um ferða- fólk en oft áður vegna deyfðar atvinnulífsins á Siglufirði. Nokkur lax- og silungsveiði hefur verið hér í sumar og feng- ist upp í 18 punda laxar. HÉRABSMALAFUND- UR í SKÚLACARÐI HINN 4. sept. verður almenn-. ur héraðsmálafundur í Skúla- garði, sem búnaðarsamband sýslunnar hefur boðað til. Gert er ráð fyrir, að þingmenn Norð- urlandskjördæmis eystra mæti á fundi þessum, sem án efa verð ur fjölsóttur af héraðsbúum. □ í sumar er unnið að borunum hjá Skeiðsfossvirkjun. En það er þáttur í undirbúningi að stækkun virkjunarinnar. Unnið er með 4—5 jarðýtum við Strákaveg í sumar. Verkið er talið ganga fljótt eftir ástæð- um, en því miður gengur líka fljótt á vegaféð. G. V. ur, skattpíningu, sein ekki á sér hliðstæðu um mörg undanfarin BUDDAN ÖRUGGUR HAGFRÆÐINGUR „Mér hefur lengi verið það hrein ráðgáta, hvaða tilgangi leiðarahöfundur þykist vera að þjóna með slíkum skrifum. Nú er það að vísu rétt, að ís- lenzkir kjósendur eru sauð- tryggir og einstaklega fylgi- spakir, en dettur umræddum skriffinnum raunverulega í hug, að menn taki meira mark á fjálgum orðum þeirra en óhugn- anlegum tölum á skattseðlinum. Það er út af fyrir sig gott og blessað að geta kastað fram há- fleygum liagfræðilegum skýr- inguni, studdum töfraformúlum tölvísinnar, á hinu nýja skatta- fargani, en sagði ekki núverandi forsætisráðherra einhvern tíma, að buddan væri, þegar öll kurl kæmu til grafar, öruggasti hag- fræðingurinn, og hún segir vissulega ömurlega sögu nú á þessum síðustu tímum opinberr- ar bjartsýni.“ SKATTALÖGREGLA „Það er og verður gráthlægi- legt, að óbreyttir daglaunamenn skuli vera liálfdrættingar í opin berum gjöldum við jöfra við- skipta- og framkvæmdalífsins sem raka saman fé, að ekki sé talað um vinnukonuskatta á- kveðins bankastjóra og ýmissa annarra stórtekjumanna. Vita- skuld eru það fyrst og fremst hin gegndarlausu skattsvik, sem hér koma til greina, og það er alltént gleðileg nýjung í nýju lögunum, að nú á að koma upp „skattalögreglu,“ sem vonandi verður annað en nafnið tómt. íslenzkt þjóðfélag hefur á undanförum áratugum þokazt æ meir í átt til hreinræktaðs braskarafélags, og það er löngu kominn tími til að þjarma að braskaralýðnum og lukkuridd- urunum, sem grasséra í þjóðlíf- inu.“ □ Sjósfangveiðimóf á Akureyri Á s.l. ári var stofnað félag á Akureyri af mönnum, sem hafa áhuga á sjóstangaveiði. Meðlim- ir eru nú um það bil 60 talsins. Þessi íþrótt hefur rutt sér mik- ið til rúms í öðrum löndum og þykir vinsæl þar. — Ekki virðist hún fá síðri móttökur hér, eins og sjá má af félagatölu, og er nú fyrirhugað að Sjóstangveiði- félag Akureyrar gangist fyrir sjóstangveiðimóti frá Akureyri dagana 5. og 6. september n. k. or er tilhögun mótsins auglýst á öðrum stað í blaðinu. Þátttöku á að tilkynna til Ferðaskrifstofunnar SGÍGU í Reykjavík og Ferðaskrifstofunn ar SÖGU á Akureyri, og eru veittar allar nauðsynlegar upp- lýsingar þar. Væntanlegum þátttakendum skal bent á, að Flugfélag íslands fer kvöldferð frá Reykjavík kl. 19,15 föstudaginn 4. september til Akureyrar og mánudagsmorg un kl. 10,15 verður flugferð til Reykjavíkur. Aflabrögð í Eyjafirði hafa glæðst nú að undanförnu, svo að búast má við nokkurri og e. t. v. mikilli veiði. Stangveiði á sjó þykir viða (Framh. á bls. 7). Konur í orlofsferð .Um s.l. helgi fóru 36 konur frá Þórshöfn, Langanesi og Þistil- firði í tveggja daga orlofsferð. Fóru þær í Ásbyrgi, að Detti- fossi, um Mývatnssveit og gist þar. Síðan var ekið um Reykja- dal og litast um á Laugum, síð- an ekið um Aðaldal til Húsavík- ur, kring Tjömes og heim. Veður var gott og láta konurnar vel yfir ferðinni. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.