Dagur - 15.08.1964, Blaðsíða 5

Dagur - 15.08.1964, Blaðsíða 5
4 5 Er raforkuframleiðslan ódýrust við Laxá? Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. BÆNDUR STANDI SAMAN Á BÆNDAHÁTÍÐ Eyfirðinga, sem í sumar var haldin á Melum í Hörg- árdal að viðstöddum fjölda fólks úr hinum ýmsu sveitarfélögum sýslunn- ar, flutti Haukur Jörundsson skóla- stjóri ræðu. Hann minntist þar á veðráttuna, eins og margra er siður og benti í því sambandi á, að þótt bændum þætti stundum of miklar rigningar um sláttinn, væri það þó hún, sem gerði ísland að mjög góðtr grasræktarlandi og íslenzk haglendi hin ákjósanlegustu, gagnstætt ýmsum heitari löndum, þar sem mánaða- þurrkar dræpu allan gróður, nema kaktusa. Veðráttuna okkar þyrftum við að kunna að meta og hagnýta. Þá minntist hann á hinar einstöku bú- fjártegundir. Nautpeningur okkar er búinn ýmsum mjög mikilsverðum eiginleikum, sem rækta má enn bet- ur en orðið er. Að vísu vantar okkur holdanautin, en úr ætti að vera hægt að bæta. Og nautgripastofn okkar er sérlega hraustur. T. d. munu berklar vart hafa fundist í kúm hér, sem er þó bölvaldur víða í nálægum lönd- um. Hesturinn okkar er lítill. Við vorum áður að reyna að stækka hann sem dráttardýr, en nú er síður en svo þörf á því,sökum þess að nú er tími smáhestanna og við eigum góðan leik á borði í útflutningi á hrossum. Ekkert hrossakyn er búið slíkum gangkostum og hið íslenzka. Vig eig- um þama útflutningsmöguleika þótt við höfum stigið þar nokkur feil- spor, sagði skólastjórinn. Um sauð- féð er það að segja, að kjötgæði ís- lenzku dilkanna eru óvenjuleg, og þeir útlendingar, sem borðað hafa hina íslenzku framleiðslu, fúlsa við öðru kindakjöti. Ullin er sérstæð að gerð og lit og mun það senn koma í ljós. Þá minntist ræðumaður á árnar og fiskiræktina og alla þá möguleika, sem í vatnsföllunum byggju á því sviði. — Að sjálfsögðu verða bændur, sem aðrar stéttir, að vinna með þjóðarhag fyrir augum og það gera þeir. En það er þá líka jafnsjálf- sagt, að bændur njóti vinnu sinnar og dugnaðar. En svo er í pottinn bú- ið, að þeir bera aðeins það sama úr býtum þótt afköst þeirra aukist. Til þess að efla landbúnaðinn þurfum við margt að gera. Við höfum dregist aftur úr í vísindalegum rannsóknum. Búnaðarfræðslu þarf að auka til muna í landinu. Styrkir til framleiðsl unnar þurfa að aukast. Styrkir eru víðast meiri til landbúnaðar en hér. Útflutningur landbúnaðarvara mun í fáum löndum bera sig. Lán þurfa að veitast til lengri tíma en nú er og með hagstæðum kjörum. Síðast en ekki sízt vil ég minna ykkur bændur á það, að þið þurfið að standa sam- an. Ef þið gerið það mun byrlega blása fyrir ykkur í framtíðinni. □ STJÓRN Laxárvirkjunar vill hér með koma eftirfarandi á framfæri: Nú nýverið hefir Sigurður Thoroddsen verkfræðingur skil- að áætlun um fullvirkjun Lax- ár í Suður-Þingeyjarsýslu við Brúar. Alls nær skýrslan yfir áætlunargerðir um 10 mismun- andi virkjanir og til Suðurár- veitu. Ennfremur er gerð grein fyrir flutningsvirkj un vegna hinna ýmsu tilhagana, spenni- stöðvum við virkjanirnar, há- spennulínu til Akureyrar og spennistöð. þar. Þess skal getið, að í öllum til- högununum er gert ráð fyrir að veita -Suðurá í Laxá, en það eykur orkuvinnslugetuna við Brúar um 30—40% og ennfrem- ur er gert ráð fyrir að gera háa stíflu í Laxárgljúfrum í því skyni að skapa miðlun og rekst- ursöryggi og aukna fallhæð. Allt bendir til þess að 30 metra há stífla sé hin hagvæmasta. Ennfremur skal þess getið að þessar áætlanir eru miðaðar við það að virkjað sé til almennings- nota og uppsett afl miðað við það. Fara hér á eftir hinar 4 til- haganir að virkjun fallsins við Brúar. stofnfjárins í upphafi heildar- virkjunar. Enn hafa ekki verið gerðar endanlegar tillögur til lausnar á raforkuþörf Norður- og Austur- lands, en eftirfarandi 3 mögu- leikar eru teknir til meðferðar í skýrslu Sigurðar Thoroddsen: 1. Laxársvæðið. Sama orku- veitusvæði og nú er. 2. Norðurland. Hrútafjörður — Þórshöfn. Orkuveitusvæðið stækkað með veitu vestur til Skagafjarðar, norður: tiL Siglú- fjarðar og austur til Þórshafnar. 3. Norður- og Austurland. Fyrmefnt svæði (2) að við- • bættu: Austurlandi, @111 suður fyrir Hornafjörð. í skýrslunni eru línurit er- sýna aflspá fram til ársins 1986 fyrir ofangreind svæði, og eru virkjunarstigin við Brúar, sem henta hverju sinni felld að línu- ritunum. Gert er ráð fyrir að aflþörfinni verði fullnægt með vatnsafli yfirleitt, en fram til ársins 1968 verði aflþörfinni fullnægt á annan hátt, en talið er að fyrr verði ekki lokið hin- um fyrsta áfanga virkjunar við Brúar. Lauslegar athuganir benda til þess að byggingartími þeirra ■ virkjunarstiga, sem til greina koma sem 1. áfangi sé um 3 ár. 1. Tilhögun. Fallið nýtt í 3 þrepum. Laxárvirkjun 1 lögð niður. Uppsett afl 86.300 kw. Orkuvinnsla á ári 395 millj. kwst. Heildarkostnaður 1005,9 millj. kr. Verð á uppsett kw. við stöðvarhússvegg um 8.300,00 kr,. 2. Tilhögun. Fallið nýtt í 3 þrepum. Laxárvirkjun 1 lögð niður. Uppsett afl 85.400 kw. Orkuvinnsla á ári 391 millj. kwst. Heildarkostnaður 882,9 millj. kr. Verð á uppsett kw. við stöðvarhússvegg um 7.400,00 kr. 3. Tilhögun. Fallið nýtt með samsíða virkjunum í einu og tveimur þrepum. Laxárvirkjun 1 lögð niður. Uppsett afl 84.700 kw. Orkuvinnsla á ári 386 millj. kwst. Heildarkostnaður 843,4 millj. kr. Verð á uppsett kw. við stöðvarhússvegg um 7.135,00 kr. 4. Tilhögun. Fallið nýtt í einu þrepi. Núverandi virkjanir lagðar niður. Uppsett afl 90.000 kw. Orkuvinnsla á ári 404 millj. kwst. Heildarkostnaður 805,2 millj kr. Verð á uppsett kw. við stöðvarhússvegg um 6.540,00 kr. Auk þessa er sá möguleiki fyrir hendi að virkja Laxá sam- kvæmt tilhögun 4 en sem grunn aflstöð (fyrir stórt veitusvæði) með 50.000 kw. uppsettu afli. Heildarkostnaður lauslega áætl- aður um 627 millj. kr. og verð á uppsett kw. um 8;200,00 kr. Verð á hverja kwst. við stöðvar- hússvegg yrði með 8% árlegum kostnaði um 8,1 eyrir og á Ak- ureyri um 12,3 aurar. Orkuverð á Akureyri sam- kvæmt tilhögun 2 yrði með 8% árlegum kostnaði um 18 aur/ kwst. og samkvæmt tilhögun 3 og sömu forsendum um 17,5 aur/kwst. Verðið samkvæmt til- högun 4 yrði aftur á móti um 16 aur/kwst. Það er álit Sigurð- ar Thoroddsen að ef virkjað verður í áföngum á 20—30 ár- um, þá verði 2. og 3. tilhögun ódýrastar miðað við núgildi veitusvæði, sem nær yfir Norð- urland og Austurland. Telur Sigurður Thoroddsen ólíklegt að hægt verði að fullnægja orku þörf þessa orkuveitusvæðis ódýrar með virkjunum annars staðar en við Brúar, ef virkjað er fyrir almenningsnotkun ein- göngu. Áætlun um flutningsvirkin sem þarf til stækkunar orku- veitusvæðanna hefir að vísu ekki verið gerð og þar af leið- andi ekki heldur kostnaðar- eða hagkvæmnissamanburður, á þessum þremur • möguleikum, enda kemur þar einnig til samanburðar við aðra virkjun- armögúleika. Að lokum segir svo í álitsgerð . Sigurðar Thoroddsen: „Að öllu athuguðu verður ekki annað sagt en að virkjun- arstaðurinn við Brúar sé heppi- legur. Tæknileg vandamál í sambandi við framkvæmdir fá, og ekki umfram það, sem eðli- legt má teljast á góðum virkjun- arstöðum og virkjunarkostnað- ur tiltölulega mjög vægur. Þar er nægt afl og orku að fá fyrir orkuveitusvæði, er nær yfir Norður- og Austurland, næstu tvo áratugi, auk þess að annað eins má virkja ofar við Laxá, Mývatnsvirkjanir, væntanlega á líku verði.“ Það er álit Laxárvirkjunar- stjórnar að þessar virkjanir við Laxá þoli fyllilega samanburð við aðrar þær virkjanir sem til greina koma í dag, og að taka beri fullt tillit til hinna miklu möguleika sem Laxá í Suður- Þingeyjarsýslu hefir í sambandi við orkuöflun fyrir Norðurland, og jafnvel Austurland og Suður- (Framhald á blaðsíðu 7). TÍUNDI VIÐAUKI VIÐ BARÐSTÚNSMALIÐ ÚTHALDSLEYSI virðist vera nokkuð áberandi þáttur í fari ýmissa þeirra ágætu manna, er ráðast til starfa hjá ríki og bæj- um. Það er byrjað á öllu mögu- legu (og ómögulegu) en svo er eins og botninn detti skyndilega úr og allt hjakkar í sama farinu tímunum saman. Glöggt dæmi um þetta blasir þessa dagana við okkur Akuréýringum. Það er grátlegt að sjá hversu allt virð- íst, í molum við undirbúning hins glæsilega mipnismerkis á Barðstúni, eins myndarlega og af stað var nú farið. Vatnsveitan hélt algerlega uppi sóma bæjar- ins fyrrihluta vikunnar —■ en ansi voru þeir fáliðaðir. Maður hefði nú látið sér detta í hug, að þar sem þarna fer saman al- menningsheill og einkahagsmun ir, þá myndi maður einu sinni sjá tekið til höndunum. Þá hefði líka verið meiri von til þess að bæjarbúar hefðu getað séð af einhverjum smápíringi til styrkt ar verkinu, það er að segja ef þeir eiga þá eitthvað eftir, þeg- ar skattarnir eru frá. Já — það er nú löggæzlan okkar, það eru vafalaust mý- mörg atriði í sambandi við þau mál, sem hægt er að deila um endalaust. Ekki er nokkur vafi á því, að fjölga þyrfti lögreglu- þjónunum í bænum. Mér finnst að það þyrfti að bera meira á þeim, en gerir, t. d. á kvöldin, þegar stundaður er kappakstur í miðbænum og gjarnan mættu þeir segja fólki, sem æðir í tíma og ótíma yfir götur —- svo- lítið til syndanna. Já, og svo þyrfti að æfa umferðarstjórn. Þá leikur mér forvitni á að vita, hvort sýslumönnum, full- trúum þeirra, tollvörðum, bif- reiðaeftirlitsmönnum og öðrum þeim, er einkennisbúninga mega bera, er í sjálfsvald sett hvenær þeir skrýðast þeim. Gamall strætisvagn hefur ver ið til aðgerðar út hjá Slippstöð- Verði orkuveitusvæðið hið sama og nú er, Laxársvæðið, eru virkjunarþrepin samkvæmt 2. og 3. tilhögun nokkuð stór. Með 1. tilhögun fengist auðveld- ari byrjun, en heildarvirkjunin verður dýrari. Svipað er að segja um 2. orkuveitusvæðið. Fyrir 3. orkuveitusvæðið, Norður- og Austurland, vex afl- þörfin örast. Fyrir þetta svæði mundi henta vel að virkja sam- kvæmt 2. og 3. tilhögun í áætl- un Sigurðar Thoroddsen. Með 3. tilhögun mundu tvö fyrstu virkjunarstigin verða fullnýtt á um 5 árum hvort, hið 3. á um 4 árum og hið 4. og síðasta á um 4 árum. Heildarvirkjun Laxár við Brúar yrði þannig fullnýtt á árunum 1985—1990. Af framansögðu sést að heild- arvirkjun Laxár við Brúar mundi henta bezt fyrir orku- SAUÐNAUTA-TARFUR réðst fyrir skömmu á roskinn mann í Þrændalögum og varð honum að bana. Þetta gerðist skammt frá þjóðbrautinni um Uppdal og vestur yfir Dofrafjöll. Fjórir menn aðrir, er samferða voru, forðuðu sér undan. Tarfurinn var síðar skotinn. Tarfur þessi hefir eflaust ver- ið úr sauðnautahjörð þeirri, sem •heldur til á Dofrafjöllum og mun nú vera orðin 20—30 dýr alls. Var nokkrum grænlenzk- um sauðnauta-kálfum sleppt á fjöll á þesum slóðum fyrir all- mörgum árum (10—15 árum) og hafa þrifist þar vel. — Sauðnauta-tarfar eru eigi tald ir mannýgir né hættulegir, nema ráðist sé á hjörð þeirra, ög snúast þeir þá óðar til varn- ar. Og séu þeir reittir til reiði í návígi (ertir), geta þeir auð- vitað reynst hættulegir! Hér hefir sennilega gamall tarfur farið einförum, og þessir 5 ferðamenn (?) orðið nærgöng- inni undanfarið og sagði einn gárungi mér, að breyta ætti honum til samræmis við nýju „strætisvagnana.“ Knattspyrnumenn frá Berm- uda hafa verið á ferð hér á landi undanfarið og hafa í all- flestum auglýsingum, menn ver- ið hvattir til þess að koma og sjá, ekki eingöngu knattmeðferð þeirra — heldur einnig litarhátt. Þetta finnst mér fyrir neðan all- ar hellur. Hvað fyndist mönnum um það að sjá auglýstan leik á milli hinna nefstóru Þórsara og hinna brúneygu KA-manna. Með beztu kveðju. Dúi Björnsson. Baráttan við refina Saiíðnaulatarfur verður manni að bana í Þrændalögum í Noregi ulir um of og áleitnir. — Þessum grænlenzku sauðnauta kálfum var þegar í upphafi sleppt á hæstu fjöll all-fjarri byggðum, m. a. til að forðast búfjársjúkdóma í heimahögum. Og hefir það gefizt vel. Þessa var, því miður ekki gætt með „Gottu“-kálfana forð- um, hér heima! Helgi Valtýsson. Klausturseli 29. júlí. Jökuldajur er sveit sem að víðáttumiklar heiðar og öræfi liggja að á þrjá . vegu. Þetta skapar það, að fé er fljótt að komast á afrétt þegar það sleppur úr birðingunum eft- | ir sauðburðinn og þar bíður , voði lambanna, dýrbíturinn. Grenjaskyttur hafa nóg að gera og fást færri en með þyrfti til ■ að stunda þá atvinnu. Hér er staddur Björgvin Stef- ánsson frá Borgum í Vopna- firði, en hann er búinn að vera grenjaskytta síðan 1928 og hefr ur ekkert vor fallið úr. — Ég notaði tækifærið og spurði hann - um tófuveiðar á sínu umráða- svæði í vor. Hvað ert þú búinn að liggja á mörgum grenjum í vor, Björg- vin? Tíu, og hefi drepið 18 dýr fullorðin og 38 yrðlinga. Hvað hefir tekið langan tíma að vinna hvert greni? Lengst hefi ég verið 4 V2 sól- arhring og stytzt 2 sólarhringa með greni, að alvinna það. Hve margar tófur hefir þú haft flest af einu greni í vor? - Tvö dýr fullorðin og 6 yrð- linga. Hverju virðist þér tófurnar lifa mest á, í þeim grenjum, sem þú hefur legið á. Lömb og fuglar og sums stað- am mun meira af fugli, því ef allar þessar tófur lifðu eingöngu á lömbum, þá þyrftu þær drjúg an hluta af lambaframleiðslu bændanna á þessu svæði. Hvað tekur þetta yfir stórt svæði, sem þú hafðir til umsjón- ar í vor og vannst 10 greni á. Frú ytri hluta Brúaröræfa og Jökuldalsheiði út að landsmörk- um Vopnafjarðar og Jökulsár- hlíðar. Það eru 12 bæir úr Jökul dal, sem eiga fé sitt á þessu svæði. Er nokkur sérstakt, sem þ ú vilt segja að lokum í sambandi við refaveiðar? Mótelrekslur í Hveragerði FYRIR skömmu var stofnað hlutafélag til að reisa og reka mótel í Hveragerði. Byrjunar- hlutafé er 7 millj. kr. en heimilt að hækka það í 10 millj. Mótelbyggingin á að vera í tveim 20 húsa samstæðum, með fráskildum veitingasal. — Þar verður bæði sjálfsafgreiðsla, þar sem menn geta fengið sér kaffi án tafar, og í öðru lagi veitingasalur fyrir 100 manns. Mótelrekstur hefur ekki verið reyndur hér á landi, en í mörg- um löndum eru mótelin mjög vinsæl og algeng. Á fögrum stöðum standa þau víða dreifð, þessi litlu, vinalegu hús, mótel- in, og bjóða dvalargestum frið og hvíld. í eða nálægt Hvera- gerði verða, eins og fyrr segir, húsasamstæður, alls 40 íbúðir. Hið nýstofnaða hlutafélag sem ætlar að byggja og starfrækja fyrstu mótelin á íslandi, heitir Hlað h.f. Nýr ráðunautur Búnaðarfélags- ins í mjólkurfræði Hafsteinn Kristinsson svarar spurningmn Dags Það er nóg til af tófum á ör- æfum Austurlands, þó hreinsað sé til á vissum svæðum og tóf- um verður aldrei haldið í skefj- um, nema eitrun komi til fram- kvæmda, jafnframt veiðum. Björgvin hafði mann með sér og höfðu þeir jeppa, sem hægt var að komast á að flestum grenjmn, og svo til að \fara til byggða og sakja mat þegar með þurfti. Heitir sá Birgir Þór Ás- geirsson, sem var aðstoðarmað- ur.á þessu vori. G. A. GÓÐUR AFLI Á LÍNU OG FÆRI Húsavík 14. ágúst. Engin síld hefir borizt hingað þessa viku. Afli er góður hjá dekk- og trillubátum á línu og færi og fer megnið af aflanum í frysti- hús, en ofurlítið er saltað. Heyskapur hefir gengið ágæt- lega og er búið að hirða af flest- um túnum. Heyfengur er mik- ill. Mikið er um íbúðabyggingar, einnig er í smíðum sjúkrahús, félagsheimili og verbúðir, sem Húsavíkurbær lætur reisa. Mikill ferðamannastraumur hefir verið hér um í sumar. Þ. J. r Islendingur Esperanto- höfundur ársins HEIMSÞING esperantista, hið 49. í röðinni,- var haldið í Haag dagana 1. til 8. ágúst. Þingið sóttu hálft þriðja þúsund esper- antistar frá fjörutíu löndum. f sambandi við þingið starfaði hin árlegi sumarháskóli á veg- um Almenna Esperantosam- bandsins, þar sem háskólapró- fessorar og kennarar frá ýmsum löndum heims fluttu fyrirlestra á esperanto. Jafnhliða aðalþing- inu voru haldin í Haag 34. al- þjóðaþing blindra esperantista og 9. alþjóðamót barna og ung- linga, sem tala esperanto. í lok þingsins tilkynnti dómnefnd, að íslendingur, Baldur Ragnarsson, hefði hlotið viðurkenninguna „Esperantohöfundur ársins“ fyr ir þýðingar sýnar á esperanto úr íslenzkum fornbókmenntum og á tyeimur ljóðabókum Þor- steins frá Hamri. Eftir Baldur Ragnarsson hafa áður komið út tvær frumsamdar Ijóðabækur, önnur á esperanto, hin á ís- lenzku. (Frá sambandi íslenzkra esp- erantista). □ HAFSTEINN KRISTINSSON mjólkurfræðikandídat frá Sel- fossi, nýr ráðunautur Búnaðar- félags fslands í mjólkurfræðum, var hér á ferð í vikunni. Hann er nýkominn heim frá framhalds- námi á Norðurlöndunum, Iengst í Danmörk. Dagur náði tali af honum um stund og spurði hann nokkurra spúrninga, er hann góðfúslega svaraði. Hvemig eru viðhorf Dana til landbúnaðarins? Um 50% af gjaldeyrístekjum Dana eru af landbúnaðinum. En 16—17% af þjóðinni lifir af landbúnaði. Bændur telja því sinn hlut mikinn í þjóðar fram- leiðslunni, enda verður því ekki móti mælt. Hinsvegar hefur Danskur landbúnaður við sín vandamál að stríða. Fyrir síð- ustu aldamót voru mynduð mörg smábýli í Danmörku. Þar búa húsmenn, eða hjáleigubænd ur á 2—5 ha lands. Búskapur þeirra er svo smár, að með nú- verandi kröfum og tækni er ókleift fyrir þessa bændur að lifa sómasamlegu lífi og engir möguleikar til stækkunar bú- anna eða aukinnar framleiðslu. Þessvegna heyrast nú raddir um það, að býli þessi beri að leggja niður, sjá fólkinu, sem þar á heima, fyrir betri lífsskil- yrðum og leggja smábýlin við hin stærri. Þessar raddir hafa fengið mikinn hljómgrunn. Hins vegar vilja Danir ekki minnka landbúnaðarframleiðsluna, held ur auka hana ef unnt væri. Danir eiga í nokkrum erfið- leikum með sölu landbúnaðar- varanna? Já, um þessar mundir er nokk ur sölutregða á mörkuðum Vest ur-Evrópu, en þegar litið er víð ara yfir vantar landbúnaðarvör ur um mikinn hluta heims. — Þekktur Dani komst nýlega svo að orði í ræðu, að mesta vanda- málið væri að halda framleiðsl- unni uppi og dreifa framleiðsl- unni til hinna vannærðu þjóða, annars kynni svo að fara að hin ar soltnu þjóðir kæmu sjálfar og sæktu þessar vörur með valdi. Soltinn maður spyr ekki um eignarétt. — Sú stefna er ráð- andi, að halda uppi fullri fram- leiðslu, þrátt fyrir tímabundna sölutregðu. Hvernig er afstaða danskra bænda til Efnahagsbandalags- ins? Danir vilja ekki fara í Efna- hagsbandalagið nema Englend- ingar geri það líka og helzt fleiri, annars eru þeir hræddir um að tapa mörkuðum sín- um í Englandi' bæði fyrir svínakjöt, hænsnakjöt, egg og fleira. — En ostarnir fara aftur á móti að mestu til Þýzka- lands. Útflutningurinn á land- búnaðarvörum fór árið 1963 að einum þriðja til Efnahagsbanda lagslandanna og rúmur helming ur til Fríverzlunarbandalagsins. Framtíð þessara mála er mjög óörugg um þessar mundir. En fjöldi bænda vill þó ákveðið, að Danir gangi í EBE. í þessu sambandi er vert að benda á, að Danir leita nú mark aða fyrir landbúnaðarvörur í nýjum löndum, bæði í austri og vestri. í Sambandi .við komu sovézka forsætisráðherrans í sumar lá sú spurning á margra vörum, hvort opnast myndu ný og hagkvæm viðskipti til aust- urs í næstu framtíð. J Hvernig er afkonia dönsku bændanna yfírleitt nú? , . 1 - - • .- H '• ■ S ■ Hún er mjög misjpfn. Hiriir mörgu og fátæku húsmenn, sem HAFSTEINN KRISTINSSON. áður var minnst á, hafa lélega afkomu, en margir aðrir góða. Bændur fá þó ekki nema 45 aura fyrir mjólkurlítrann. Það sýnist ekki mikið, en búskapur- inn er fjölþættur og mjólkur- framleiðendur fá mjög ódýra undanrennu og hagnast vel á svínaræktinni. Þannig styður hver búgrein aðra og Danir eru yfirleitt miklir búmenn. Þá hafa bændur á síðasta ári hagnast vel á kálfaeldi, því kjötið hefur verið í háu verði og flestir kálfarnir eru aldir 6—12 mán- uði til slátrunar. Þess má geta, að um 60% af innvegnu mjólk- urmagni samlaganna taka bænd ur heim til sín sem undanrennu og nota til kjötframleiðslu. — Þá má nefna hina alhliða rækt- un búanna, að garðrækt og gróðurhúsarækt meðtalinni. — Bændur voru sæmilega ánægðir með afkomuna s.l. ár. Hverjar eru helztu nýjungar í mjólkuriðnaðinum? Það standa alltaf yfir fjöl- þættar tilraunir í ýmsum þáttum mjólkuriðnaðarins, sem síðar leiða til nýjunga. Til að benda á eitthvað sérstakt, sem snertir framleiðendur beint, er mjólkurflutningur í tönkum frá fjósi bónda til mjólkurstöðva. Um það mál er nú mikið rætt í Danmörku og ég held að það sé sá flutningur á mjólk, sem koma skal. En til þess þarf mjólkurbíllinn að komast í hlað á hverjum mjólkurframleiðslu- bæ, til að taka þar vélkælda mjólk beint á bílinn. — Eins og nú háttar víða til hér- lendis, er of 1 ítið framleitt á hverjum stað, vegir ekki nógu góðir heim á bæina og það vant- ar ennþá vélkældu tankana við fjósin. En þetta er mál framtíð- arinnar. Á þessu sviði er verið að gera rannsóknir bæði í Dan- mörku og Noregi. í þessu efni er bezt að fara gætilega en byggja á fenginni þeirri reynslu, sem innan tíðar liggur fyrir og miða þá við það, að létta hinum erfiða brúsaflutningi af bænd- um. Það væri vissulega mikils virði. Og það væri einnig mikils virði að mjólkurbíllinn þyrfti ekki að koma á bæina nema „ annan hvern dag til að sækja hina vélkældu mjólk. Eru nokkrar mikilvægar skipulagsbreytingar á dagskrá í danska mjólkuriðnaðinum? Á árunum skömmu fyrir aldá mótin voru byggðar 1600 litlár mjólkurstöðvar eða samlög sam . vinnumanna víðsvegar, um Dan- mörku. Þessi samlög hafa starf- að síðan og hafa verið landbún- aðinum ómetanleg lyftistöng. f dag þykja þessi samlög allt of mörg og allt of smá. Nú er að því unnið að mynda stærri heildir og einnig á samvinnu- grundvelli. Og þeir, sem horfa vilja lengst fram, telja hagkvæm ast að sameina öll mjólkursam- lög landsins í eitt félag og setja jafnaðarverð á alla mjólk í landinu. — Og þetta er meira en hugmynd, því að undir- búningi hennar er þegar farið að vinna kappsamlega. Og hugmyndin á eflaust eftir að komast í framkvæmd í einni eða annarri mynd. Með þessu móti er unnt að skipuleggja fram- leiðsluna með tilliti til markaða erlendis og koma á fullkominni verkaskiptingu milli mjólkur- vinnslustöðvanna. Hvaða verkefni býða þín helst hér á landi, Hafsteinn? Starf mitt verður einkum fólgið í leiðbeiningxnn hjá mjólk ursamlögunum, sem eru 17 tals ins, og að halda uppi leiðbein- ingarstarfsemi meðal framleið- endanna. — Undir starf mitt heyrir einnig hin hagfræðilega hlið mjólkuriðnaðarins í land- inu. Deila má um ýmsar leiðir mjólkurframleiðslunnar, bæði dýrar og ódýrar. Það koma kröf ur um byggingu mjólkurstöðva á hinum ýmsu stöðum á land- inu. Stöðvar þarf að endur- byggja o. s. fr. En til þess að mjólkurframleiðslan megi gefa bændum sem bezt verð fyrir mjólkina, verðum við að athuga hagfræðihlið mjólkuriðnaðarins meira en verið hefur, segir Haf- steinn Kristinsson að lokum, og þakkar blaðið viðtalið. E. D. Trillubátar fiska vel Ólafsfirði 14. ágúst. Engin síld hefir borizt hingað s.l. hálfan mánuð. Minni dekkbátarnir eru á ufsáveiðum en afli þeirra hefir verið mjög tregur að undan- förnu. Aftur á móti hafa trillu- bátar fiskað vel bæði á færi og línu og er það aðallega þorsk- ur og ýsa, sem veiðist. Búið er að hreinsa veginn frá Ólafsfirði, út að Ófærugjá, svo hann er vel fær. B. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.