Dagur - 05.11.1964, Page 8

Dagur - 05.11.1964, Page 8
8 Spilakvöld framsóknarféláganna á Akureýri hefjast annað kvöld í ÞESSUM mánuði munu félög Framsóknarmanna á Akureyri efna til spila- keppni að Hótel KEA, sem standa munu í 3 kvöld, þann 6., 13. og 20. nóvember n. k. Spiluð verður framsóknar vist, og verðlaun veitt fyrir beztan árangur hvert kvöld, og einnig munu veitt verð- laun fyrir beztan heildarár- angur eða mestan slaga- fjölda úr öllum þrem keppn unum samanlagt. Að lokinni vistinni verður dansað öll kvöldm til kl. 1 ' e. miðn. Verðlaun fyrir flesta sam- anlagða slagi öll kvöldin verða sem hér segir: 1. verðlaun: R. R. hvíldar- stóil, eða önnur húsgögn eft ir eigin vali, að verðmæti ca. kr. 7.000.00, frá hús- gagnaverzluninni Eini h. f. á Akureyri. 2. verðlaun: Ryksuga eða þvottapottur eða ferðavið- tæki, að verðmæti ca. kr. 3.500.00. 3. verðlaun: Svefnpoki og bakpoki eða kaffistell, að verðmæti ca. kr. 2.000.00. Þeir sem ná beztum ár- angri hvert einstakt kvöld, mega velja um eftirtalda muni: Hárþurrku, straujárn, baðvog, straubretti, hrað- suðuketil eða rafmagns- skrautlampa. Aukavinningar verða einn ig veittir ef fleiri en einn eru með sama slagafjölda í úr- slitum, og eru það ýmsar gerðir af töskum frá verk- smiðjunni Glitbrá á Akur- eyri. Er þess að vænta, að fólk fjölmenni á spilakvöldin, því auk þess að eiga þar skemti- lega kvöldstund, er til mikils að vinna, þar sem svo mjög er vandað til verðlauna. Q v SMÁTT OG STÓRT Starfsmeim gerðu verkfali i Úirejsbankanum vegna ráðningar Braga Sigurjónssonar SÁ EINSTÆÐI atburður gerð- ist fyrsta virkan dag nóvember mánaðar í Útvegsbanka íslands, að allt starfsfólk bankans, bæði í aðalbankanum í Reykjavík og útibúum hans, lagði niður vinnu og mætti ekki til starfs, að bankastjórum einum undan- skildum. Þeir höfðu opið, en gátu ekki annað hinni nauðsyn- legu, daglegu afgreiðslu. Tildrög málsins eru atburð- ir, sem rót eiga að rekja til úti- bús bankans á Akureyri. Þar höfðu mistök orðið í útlánastarf semi vegna þess að pólitískir gæðingar tóku fram fyrir hend ur bankastjórans, Júlíusar Jóns sonar, og bankaráðs. í kjölfarið sigldi tólf milljón króna gjald- þrotamál, hið stærsta á Norð- urlandi. Bankastjórinn sagði starfi sínu lausu og staðan var aug- lýst til umsóknar. Dómsrann- sókn hefur ekki farið fram. Um starfið sóttu sex menn, fimm bankastarfsmenn og sá ALLSHERJAR SAUÐFJÁRBÖÐUN FYRIRSKIPUÐ hefur verið allsherjar sauðfjárböðun hér á landi og á henni að vera lokið fyrir 1. marz í vetur. Van- ræksla varðar dagsektum. Baðstjórar verða skipaðir í hverri sveit og í bæjum og þorp um um land allt, og verða þeir til leiðbeiningar og eftirlits. Gengið verður ríkt eftir, að fyrirskipunum um sauðfjárböð- un verði framfylgt. Q sjötti, sem aldrei hefur í banka unnið. Það var Bragi Sigurjóns- son. Hann hlaut starfið á banka ráðsfundi 28. október, með þremur atkvæðum íhalds og krata og var settur til sex mán- aða. Starfsmenn bankans mót- mæltu kröftuglega ráðningu manns, sem ekki er bankamað- ur og hótuðu að leggja niður vinnu í mótmælaskyni. Áttu starfsmenn fyrst tal við banka- stjórana, en síðan við formann og varaformann bankaráðs, þá Guðmund í. Guðmundsson og Björn Ólafsson. Var starfsmönn um bent á fjárhagslega ábyrgð þess, að leggja fyrirvaralaust niður vinnu, en það bar engan árangur, svo sem sýnt var á mánudaginn og áður greinir. Hér á Akureyri mætti starfs- fólkið ekki í bankaútibúinu, nema hinn nýinnsetti banka- stjóri. Endurskoðendur bankans komu frá Reykjavík á mánudag inn, til að vera viðstaddir er fyrrverandi bankastjóri skilaði af sér. Norðlendingar hafa nú um skeið orðið vitni að undarlegu fjármála- og bankaævintýri, þar sem milljónir króna af sparifé almennings runnu út í sandinn, vinsæll bankastjóri var troðinn undir í átökum pólitískra brask ara og menn fengu Braga í stað Júlíusar í sæti bankastjcra. Mánudagurinn 2. nóvember verður lengi sorgardagur í Út- vegsbanka íslands. Þann dag tóku hjálparvana bankastjórar á móti fólki, með vandræða- bros á vör, og höfðu ekki ann- að að bjóða. Og þann dag fædd- ist Bragi Sigurjónsson inn í bankann, einn ávöxturinn af hinu nána samstarfi íhalds og krata. Q Sjö kindur fundust á Timburvalladal NÝLEGA fóru þrír bræður frá Fjósatungu í Fnjóskadal í fjár- leit fram á Timburvalladal og Hjaltadal. Fundu þeir 7 kindur í svonefndum Slakka. Kindur þessar voru frá þrem bæjum í Bárðardal, tvær tvílembdar ær og stakt lamb. Mýrai-nar á Timburvalladal voru fagurgrænar og víðir í Snæbjarnarstaðafjalli var að springa út. í fyrrinótt fóru leitarmenn úr Fnjóskadal út á Flateyjardals- heiði. Q ER VERIÐ AÐ SMÍÐA NÝJA RÁDHERRASTÓLA? ímyndunarafl liöfuðborgar- húa cg margra fleiri, sem heyra sögur þaðan, lætur ekki á sér standa. Einn daginn var sú saga sögð þar á götum úti, að tveir ráðherrastólar væru í smíðum á húsgagnaverkstæði í borginni. Enga staðfestingu hef ur sú fregn fengið, eða að til stæði að fjölga ráðherrum úr 7 í 9. En almenningi mun þykja athyglisverð blíðuatlot forsæt- isráðherra við Alþýðubandalags menn, þar sem hann bar fram fram frumvarp um það í þing- byrjun, að fjölga mönnum í þingnefndum, til þess að þeir gætu fengið þar sæti. Hógværð Alþýðubandalagsmanna á þing fundum þykir líka .tíðindum sæta. Eðvarð Sigurðsson var eins og smjör, þegar hann ræddi um vísitöluna á dögun- um, og Hannibal Valdimarsson sagði, að atvinnuvegirnir þyldu ekki að verkamenn fengju nú þegar þurftarlaun fyrir 8 stunda vinnu. Slíkt yrði að ger ast í áföngum. Má vera, að satt sé, en „öðruvísi mér áður brá“! ÞÁ HLÓ ÞINGHEIMUR. Svo kom að því, að þingheim ur hló. Það var þegar Skúli Guðmundsson las úr ræðustól grein, sem Gylfi Þ. Gíslason ráðherra skrifaði í Alþýðublað- ið í fyrra um kosningaúrslitin. í þessari grein taldi Gylfi það markverðast við kosningarnar, að kommúnistar hefðu misst að stöðu til að eiga fulltrúa í 5 manna nefndum á Alþingi! Nú er annað uppi á teningnum hjá stjórninni, en Gylfi sat fölur og fár undir lestrinum. Greinin, sem Skúli Guð- mundsson las úr á Alþingi ný- lega og vakti hlátur við- staddra þingmanna, .birtist í Alþýðublaðinu 29. júní 1963 undir fyrirsögninni: „Aldan er hnigin.“ Þarna . var átt við „öldu“ kommúnismans á ís- landi. í greininni segir m. a.: „Þetta (þ. e. að kommúnistar hafa misst fulltrúa í nefndum) eru tvímælalaust ein örlagarík- ustu áhrif kosninganiðurstöð- unnar. Sú alda kommúnismans á íslandi, sem stormur Héðins Valtýr Kristjánsson odd- viti í Nesi í Fnjóskadal hefur tekið að sér erind- rekastarf fyrir Framsókn armenn hér í kjördæm- inu með aðsetri á Akur- eyri. Skriísíofa flokksins Iiafnarstræti 95 verður nú opin kl. 9—5 fiesía daga. Sími 1443. Blaðið býður Valtý Kristjánsson velkominn til starfs. Q Valdimarssonar vakti á árunum 1938—1942, er hnigin“ .... LÆKKUN ÚTLÁNSVAXTA. Framsóknarmenn flytja frum varp um almenna lækkun út- lánsvaxta og afnám sparisjóðs- frystingar, og er formaður flokksins, Eysteinn Jónsson, framsögumaður þessa máls. Þá er af flokksins líálfu flutt frum- varp um lækkun á sköttum og útsvörum einstaklinga á árinu 1964 og er Einar Ágústsson framsögumaður þess máls. Gert er ráð fyrir, að tekjuskattur sá, sem lagður var á í ár, verði lækkaður um sjö þúsund krón- ur á hvern gjaldanda, eða lægri skattur felldur niður, en tekju- útsvör lækkuð um 20%. Er ætlazt til að jöfnunarsjó'ð- ur endurgreiði sveitarfélögum tekjumissinn og fái til þess sér- stakt framlag úr ríkissjóði. Þess má geta, að tekjuskattar eru á ármu 1965 áætlaðir 480—500 milljónir króna, að óbreyttum lögum, í stað 255 millj. kr. í gildandi fjárlögum, samanber greinargerð fjárlagafrumvarps- ins. RfKISSTJÓRNIN HAFNAÐI SAMSTARFI. Hinn 6. ágúst sl. samþykkti framkvæmdastjórn Framsókn- arflokksins svohljóðandi álykt- un og sendi ríkisstjórninni: „Vegna þess alvarlega á- stands, sem nú hefur skapazt, eftir síðustu álagningu skatta og útsvara, leggur stjórn Fram- sóknarflokksins til eftirfarandi: 1. Að ríkisstjórnin gangist án tafar fyrir skipun nefndar með þátttöku allra þingflokka til að gera nú þegar tillögur um end- urskoðun þeirra opinberu gjalda, sem nú liafa verið á lögð og réttmæta skipan skatta- og útsvarsmála til frambúðar. 2. Að ríkisstjórnin geri þær ráðstafanir til bráðabirgða að fresta innheimtu á verulegum hluta af álögunum á meðan endurskoðun fer fram.“ Ekki vildi ríkisstjómin sam- starf þingflokka um þetta mál, og hafa Framsóknarmenn því flutt frumvarp það, sem skýrt var frá hér að framan. EITT STÆRSTA ÞJÓÐMÁLIÐ Þriðja lagafrumvarpið, sem Framsóknarmenn flytja, er urn sérstakar ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Hér er um að ræða eitt af höfuðviðfangsefnum þjóð félagsins á komandi árum. Ýms ir gerast nú til þess að tala fag- urlega um jafnvægi í byggð landsins. En þegar stungið er upp á raunhæfum aðgerðum, kemur stundum annað hljóð í strokkinn. Samkvæmt þessu frumvarpi yrði um skipulagða starfsemi að ræða í því skyni að tryggja ©g etla landsbyggðina og til liermar veittur ákveðinn hundr- aðshluti af árlegum ríkistekj- um. Þetta stórmál Jandsbyggðar- (Framhald á bls. 2.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.