Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 1
GLEÐILEG JÓL! XLVII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 23. desember 1964 — 94. tbl. FARSÆLT KOMANDI ÁR! Menningin rynur GUÐMUNDUR INGI KRISTJÁNSSON SVARAR SPURNINGUM BLAÐSINS GUÐMUNDUR INGI KRISTJÁNSSON frá Kirkjubóli í Önundarfirði er þjóðkunnur mað- ur af skáldskap. Hann er bóndi og barnakennari í heimabyggð sinni. Þegar hann var hér síðast á ferð lofaði hann að svara nokkrum spurningum blaðsins. Fer viðtalið hér á eftir. Hvemig er að skipta sér milli búskapar, skáld- skapar og kennslustarfa? Það tekst engan veginn. I stafrófskverinu mjnu var þessi gáta: Fimm bræður fara hver í annars föt. Þetta er eins. Það rífur hyer af öðrum. Skól- inn tekur auðvitað mest. Heimavistarskóli tekur manninn allan þann tíma, sem hann starfar eða þarf a. m. k. að gera það. Þegar vorar, væri svo liægt að bregða sér á leik og gefa sig að öðru. 1 sjálfu sér er gott að fást við landbúnað og ljóða- gerð samtímis eða á víxl, t. d. fyrir menn með mínum viðhorfum. I hverri greininni er ánægjan mest? Ánægjan er vandmetin. Hún er ekki öll eins. Og í öllu þessu skiptast á skin og skúrir. Fg myndi þó segja að ánægjan væri mest í skáld- skapnum, þegar bezt lætur, sennilega vegna þess að ekkert knúði mig til að fást við hann nema mín eigin löngun. F.g hef frá bernsku haft mikla ánægju af Ijóðum annarra manna. Jcppe Aakjær opnaði mér bæði himin og jörð með ljóðum sínum um land og fólk og sveitavinnu. Nú er jólaleyfið framundan? Jólaleyfi mín cru stutt. Börnin eru í skólanum til skiptis, yngri og eldri deild. Þau eru öll úr sveit og hafa nóg að gera liaust og vor. Af Jæssu livorutveggja hentar okkur stutt jólaleyfi. Þá fer ég í búskapinn, a. m. k. virku dagana milli jóla og nýárs, því að sambýlismaðurinn, sem annast allt að vetrinum, fer þá í sín aukastcirf, vöm- talningu hjá kaupfélaginu. Að öðru leyti reyni ég að gera mér hátíð úr jólaleyfinu, vera á barna- skemmtun og lesa ljóð og sagnfræði. Um fræðslumál? Um fræðslumál mætti margt segja. Fg held, að l'ræðslulöggjcif okkar sé rúm, a. m. k. fyrir barnaskóla. Þar er að ýmsu leyti gott svigrúm fyrir skólastjóra og kennara. Þar eru prófin yfir- leitt hyggileg að mínu viti, þó að frá því hafi brugðið um einstök verkefni. Alvarlegra mun þetta vera í framhaldsskólum, en þar þekki ég minna til. í uppeldismálum erum við í vanda h'kt og aðrir. F.n þau eru miklu meira en fræðslu- málin ein. Gjörbreyting á lifnaðarháttum, vinnu, skemmtunum o. II. valda þessum örðugleikum. Þar eru heimsvandamál, og það er óséð, hvernig mannkýnið sleppur úr þeim vanda. Fólk liinna „dreifðu byggða“? Það eru starfandi nefndir til að athuga, hvað hægt sé að gera til að vinna gegn fólksfækkun á Vestfjörðum. Þar hefur fólkinu fækkað verulega s. I. 20 ár. Þar er við marga erfiðleika að etja, fyrst og fremst í samgöngumálum, síðan í rækt- unarmálum, rafmagnsmálum, fræðslumálum o. s. frv. Þar eru allmörg býli án nokkurra vega- samgangna, og er )>á ekki átt við ]>au, sem enn er haldið við af miþilli þrautseygju í eyjum á ísafjarðardjúpi og Breiðafirði. Súgfirðingar hafa hvorki lækni né Ijósmóður. Þar er 480 manna byggð. Hreppstjóri þeirra sagði mér í haust, að hér eftir yrði enginn maður Súgfirðingur. F.ngin kona myndi framar ala barn sitt í þcim firði. Mér hefur einnig verið tjáð, að Súgfirðingum hafi einu sinni verið sagt af hálfti heilbrigðis- stjórnarinnar, að þeir gætu flutt þangað, sem læknir væri. Stundum liggur mér við að trúa því, að þetta hafi verið alvara. Það lítur út fyrir, að valdhafar stefni markvisst að því, að heilar byggðir fari í eyði eins og Hornstrandir. Þegar nýr skattur er lagður á vegna vegaframkvæmda, þá er vegafé \7estfjarða lækkað hlutfallslega á" fjárlögum. Okkur er neitað um Vestfjarðaskip til strandferða. Það er unnið gegn menntaskóla á ísafirði með sömu rökum og beitt var á sínum tíma gegn menntaskóla á Akureyri. í skcilamál- um er nýðst a öllu strjálbýli. Eg hef gert það að tillögu minni við Benjamín Eiríksson og félaga hans í Vestf jarðanefnd, að ríkið greiddi a. m. k. 15 þúsund krónur á ári vegna hvers nemanda, sem stundar framhaldsnám í skóla, sem liann get- ur ekki sótt frá heimili sínu. Ójöfn aðstaða til skólagöngu er eitt af því, sem brýnust nauðsyn er að bæta. Sparifé er hrifsað til Reykjavíkur til viðbótar við heildsalágróðann. á’íða vantar raf- magn. Og svona mætti lengi telja. Þetta kemur mér fyrst í hug. Fólkið vinnur af dugnaði og vill véra í átthögum sínum, en mér finnst það vera sett hjá. Það er of lítið gert af því, að veita því sömu lífskjör og öðrum. Mér er sagt, að í mörg- um öðrum löndum sé meira gert til Jress með hærri launakjörum og ýmíss konar aukafram- lögum. Landið og fólkið? Ég veit, að það er engin tilviljun, að erlenda orðið „kultur“ merkið bæði ræktun og menn- ing. Menningin hófst með ræktun jarðar. Banda- ríkjaskáldið Louis Bromfield var mikill búmað- ur og hann trúði því, að öll menning byggist enn á góðri mold. „Glatist hún, hrynur menn- ingin," sagði hann, „jafnvel menning Banda- ríkjanna, svo efnisbundin og vélræn sem hún er.“ Hann sagðist trúa því, að í framtíðinni byggju menn ekki í stórborgum, heldur í sveitaþorpum, þar sent allir og einkum hvert barn hefðu að- gang að mold og gróðri. Og hann sagði: „Fólkið, sent bá lilir, mun 1 íta með sama ógeði á heimsku og villu vorra tíma eins og við lítum á eymd og óþrif og miskúnnarleysi miðaldanna." Ég tek undir þessi ummæli Bromfields. Fólkið þarf að unna niold og gróðri, eiga mold og gróður, hver fjölskylda. Ljóðagerðin á okkar tímum? Það er sagt, að skáld séu allra manna ófærust til að dæma um skáldskap. Ég trúi því reyndar ekki bókstaflega, en samt er bezt að vera hógvær. F.g er íhaldsmaður í ljóðagerð, þykir vænt um rímur, Grím Thomsen og Matthías Joclnirtisson. Ég lét set ja kvæðið Vornótt í upphaf fyrstu ljóða- bcikar minnar til að tákna tvennt: Að ég sækti efni mitt í mold og daglegt líf og að ég væri sporgöngumaður Davíðs Stefánssonar, eins og reyndar flestir byrjendur voru um áratugi, eða þangað til þeir frelsuðust í „atóminu" og spor- göngu Steins Steinars. Nú er mikil leit að nýjum formum. Það er algengt, þegar menn hafa ekki f vid van- mikið að segja. Matthías Jochumsson þurfti aldrei nýtt form. Benedikt Gröndal færði okkur talsvert af nýjum bragarháttum. Ekki meira um þetta. Færðu innblástur? Ekki get ég nú kallað Jrað innblástur. Hitt er satt, að stundum er — eða var a. m. k. — einhver hræring innra með mér, sem lætur mig ekki í friði fyrr en ég hef komið henni í form, bundið hana í ljóð og letrað á blað. \'ið svona ásókn var það oft gott að geta farið út í fjós eða hlöðu og tekið sér næði. Ég gæti nefnt jrér allmörg kvæði, sem svona eru til komin, en Jrað væri tilgerð. Eigum við að hafa malbik fyrir guð? Ég er víst búinn að svara því, eða láta Brom- field gera Jrað. En þegar ég var í Egyptalandi í fyrra, ókum við árla dags frá Luxor til Konunga- dalsiris fræga. Við horfðum á smábændur korna til vinnu sinnar. Þá laut ég að Halldóri Sigfús- syni skattstjóra og mælii: „Þarna er einn að undirbúa akurblettinn sinn.“ Halldór svaraði. „Á hvern á ég nú heldur að trúa hans guð eða minn?“ Þessi spurning hefur orðið mér minnisstæð. Og Jiess er ég fullviss, hvernig sem þjóðfélagið breyt- ist og byltist, Jrá megum við aldrei missa þann guð, sem hefur verið með höndum ræktunar- mannsins, allt frá hinum frumstæðustu vinnu- brögðum. Eitthvað um framtíðina? Framtíðina get ég ekki rætt. Eg er enginn spá- maður. Eg á aðeins vonir. Ég segi í einni vísu í Sóldögg: „von mín er skófin, sem klæðir hið íslenzka 1 grjót.“ Það er bezt ég hafi þéssa vísu alla fyrir þig- Hún hefur orðið fyrir óláni. í Sóldögg er hún ekki prentuð eins og ég vildi vera láta. Þar er talað um „fílilsins lífseigu rót.“ É.g orti „fíflanna líf- seigu rót.“ Það getur verið prentvilla. F.n ef til vill hafa umboðsmenn útgáfunnar ekki skilið mig. Þeim hefur fundizt eðlileg hugsun að tala um „rót fífilsins“ og „rætur fíflanna." En í þessu kvæði á að skilja flest orðin tvöföldum skilningi. Þessi vísa er svona: „Hvernig sem næðir að austan og vestan á víxl, von mín er skófin, sem klæðir hið íslenzka grjót. Þrátt fyrir akursins ónot og skógarins brigzl, enn er ég stöngull á fíflanna lífseigu rót.“ Akurinn getur táknað Bandaríkin, en skógurinn Rússland. Við, sem trúum á íslenzku skófina, verðum oft fyrir ónotum af hálfu Jjeirra stóru og taglhnýtinga þeirra. Þeir, sem ekki vilja dingla aftan í stórveldi og hlíta forsjá Jiess, eru kallaðir fífl, einfeldningar, nytsamir sakleysingjar og þar fram eftir götunum. Þess vegna á að standa „fífl- anna lífseigu rót.“ Fyrr í þessu kvæði segir svo: „Það á að vera minn hróður, að enn er mér unnt, íslenzki vingull að hefjast og titra með þér.“ Vingull er eitt af okkar góðu túngrösum. Þarna (Framhald á blaðsíðu 5).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.