Dagur - 23.12.1964, Qupperneq 4

Dagur - 23.12.1964, Qupperneq 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akurcyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Gjafir ÞEGAR þessar línur eru ritaðar slendur jólakauptíðin sem hæst. Allt virðist íalt fyrir fé og jólin eru höfð fyrir vörumerki á liverskonar sölu- varningi. Á lieimilunum er gert lireint, bakað og saumað. Bömin hlakka til gjafa og gleðskapar, full- orðnir líka. Og allt er þetta gert í minningu frelsarans, sem boðaði kærleika og bróðurhug milli manna og mannkyninu eilíft líf og himn- eskan fögnuð í öðru lífi. Þessi boð- skapur, sem nefndur er fagnaðarboð- skapur, fór sigurför um mikinn hluta heims, því hann flutti hrjáðu mannkyni lífstrú, gleði og óbugandi kjark í lífi og dauða. Enginn hefur gefið þjóðunum slíka gjöf og því er ljúft að minnast gefandans sjálfs, en þó vill það gleymast um of í hátíða- fagnaðinum. Sá siður að gefa jólagjafir er falleg ur siður, eins og allt J)að, sem gleð- ur. Um gjafir sagði spekingurinn Kahlil Gibran m. a.: Að gefa af eign- um sínum er lítil gjöf. Hin sanna gjöf er að gefa af sjálfum sér, því hvað eru eigur Ju'nar annað en hlut- ir, sem Jjú geymir og gætir að ótta við að J>arfnast þeirra á morgun? Og hvað ber morgundagurinn í skauti sér? Til eru J>eir, sem gefa lítið af nægtum sínum, og J>eir gefa til að láta Jiakka sér, og hin dulda ósk Jieirra eitrar gjöfina. Til eru J)eir, sem eiga lítið en gefa J>að allt. Þetta eru J>eir, sem trúa á lífið og nægtir lífsins, og þeirra sjóður verður aldrei tómur. Og til eru þeir, sem gefa og J>ekkja hvorki J>jáningar J>ess né gleði og eru sér ekki meðvitandi um dyggð sína. Þeir gefa eins og hlóm- in í garðinum, sem anda frá sér ilmi sínum. Með verkum ]>cirra talar guð til mannanna og úr augum þeirra lýsir bros hans jörðinni. Allt sem ]>ú átt mun einhvern tíma verða af þér tekið. Gefðu því meðan tími er til og ætlaðu J>að ekki erfingjunum. Og ]>ið þiggjendur, leggið ekki á neinn klyfjar af J>akklæti. Leggið ekki ok á ykkur sjálf og ]>ann sem gefur. Látið gjafirnar verða að vængjum, sem lyfta ykkur báðum, J>ví að vera skuldbundinn gefenda er að efast um veglyndi hans, sem á vora gjaf- mildu jörð að ntóður og guð að föð- ur. Gleðileg jól! mnm ÞEGAR íslendingur dvelst ut- an heimalands er það fagnaðar- efni að hitta landa og mæla við hann á eigin tungu. Það er eins og að hitta gamlan vin eða ætt- ingja. Seint í október 1924 lagði ég leið mína til Noregs. Ég var ungur og einhleypur og fýsti að hleypa heimadraganunt og sjá mig ögn um. Noregur varð fyrir valinu vegna skildleika máls og menningar, svo og sögu staða, sem okkar fornu bók- menntir greina. Ég hafði hug á að kynnast nokkuð þjóðlífi, menningu og háttum þessarar frændþjóðar, og þá sérstaklega atvinnulífi, einkum því, sem laut að sjávar- útvegi, en á þeim tíma stóðu Norðmenn þar framar okkur fslendingum, einkum um síld- veiðár og nýtingu afurða frá sjávarafla- Af máli, þar í landi, hafði ég ekki áhyggjur, því ég var vel læs á danska tungu, og hafði auk þess haft nokkur kynni af norskum mönnum hér á Raufarhöfn tvö undanfarin sumur, unnið dálítið með þeim, og haft við þá samræður, þegar svo bar undir. Á þeim tíma höfðu menn ekki mikil peninga- ráð, yfirleitt, og sízt ungir menn, sem unnið höfðu heim- ilum sínum kauplaust fram yfir tvítugsaldur, sem þá var títt. Ég átti þess því ekki kost, að fara þessa för sem „túristi,“ heldur vinna fyrir mér, er þar kæmi, a. m. k. að einhverju leyti. Ég fékk því, um sumarið hjá norskum síldveiðiskipstjóra vilyrði fyrir plássi sem háseti á skipi hans, við síldveiðar við vesturströnd Noregs, urn vetur- inn. Ég tók far með Lagarfossi gamla, sem kom norðan fyrir land, austur um, að safna haust- vörum, saltkjöti og gærum, með 500 krónur í vasanum, átti ekki annað handbært, enda nokkurs virði í þá daga. Skipið hafði viðkomu í Bergen og þar steig ég á land. Dvaldi ég nokkra daga þar og tók síðan far með strandferðaskipi Berg- enska félaginu (hurtigrute) til Álasunds, og þaðan, eftir stutta viðdvöl, með flóabát til Egges- bönæs á Suður-Mæri, en þar átti skipið mitt heimahöfn- Kom það þangað sama daginn og ég, úr einhverri haust-viðgerð norð an frá Þrándheimi. Skipið var vogbundið á höfninni, anker og keðjur úr framstafni og sterkir vírar úr afturstafni fest í bólverk við land, og þar skyldi það bíða 'til nýjárs, en þá átti að hefja vetrar-síldveiðar. Það lá því fyrir mér, að bíða þarna atvinnulaus í tvo mánuði. Ég gerði tilraun til að fá mér hús- næði og fæði þennan tíma, en án árangurs, en fljótlega varð samkomulag um það, milli skip- stjóra og skipseiganda, að bjóða mér að búa í skipinu, sem eftir- litsmaður, og skildi ég fá her- bergi skipstjóra til íbúðar. Þótti mér það, eftir ástæðum, góður kostur og í eldhúsi skips- ins, sem var undir yfirbyggingu á þiljum, voru öll áhöld til mat- reiðslu, svo ég gat séð um fæði mitt sjálfur, og léttbát hafði ég við skipshlið. Leið mér þarna vel og var frjáls allra minna ferða. Um hálfsmánaðar tíma bjó með mér í skipinu vélstjóri, sem var eitthvað að vinna í vél- arrúmi. Sagði hann mér fyrir um, að kveikja upp eld undir gufukatli, ef frost gerði, en ekki þurfti á því að halda nema í tvö skipti, tvo eða þrjá daga í einu, svo það var létt verk og nóg af kolum í boxum. í her- bergi skipstjóra var góður kola- ofn og 20 línu olíulampi festur í loftið- Eggerbönæs var lítið þorp, og er sjálfsagt enn, sem stendur á eyju, sem Heröy heitir, í skerjagarðinum fyrir Suður- Mæri, nokkurn veginn miðja vegu milli Álasunds og Staðar (Stat). Þorpið stendur við vog austan á eynni. Vestan við vog- inn stóðu nokkur íbúðarhús og verzlunarhús, ásamt geymslu- húsum, og bryggju fyrir verzl- unarskip og flóabátinn, sem hafði viðkomu tvisvar í viku, en austan við voginn voru bryggjur og geymsluhús fyrir sjávarvörur og alls konar rekst- ursvörur til .sjávarútvegs, einn- ig síldar og fiskverkun. Þar voru líka íbúðir og mötuneyti fyrir verkafólk, sem vann á stöðinni, og héldu þar til eitt- hvað yfir 20 manns, þennan tíma, og mikið fleiri suma aðra árstíma, þegar vertíðir stóðu yfir og að bárust sjávarafurðir. Þetta var eign skipseiganda míns, sem átti auk þess tvö vöruflutningaskip í förum og keypti sjávarafurðir til verkun- ar og seldi rekstrarvörur. Heröy er allstór eyja og lengri frá norðri til suðurs en hvað hún er breið, eftir henni endi- langri er hæð eða hálfgildings fjall og er víðsýnt af því um eyj ar og sker, í skerjagarðinum, og vestur á hafið, einnig austur til meginlandsins og fjallanna þar. Fjallshlíðin er með ávölum bratta að austan og gróin upp að brún. Er þar skógarvöxtur mikill í hlíðinni, greni ofantil en birkiskógur neðar og suðurendi eyjarinnar er allur vaxinn birkiskógi niður að sjó. Var mér sagt að greniskógurinn í fjallshlíðinni væri græddur af skólabörnum margra ára. Norð ar á eynni vestur af þorpinu við voginn, er talsvert undirlendi austan hæðarinnar og var það mest rsektað land, sem hefir verið raklendi, en framræst. Þar voru ræktarlönd eyjabúa fyrir ýmiskonar jarðargróður, bæði til eldis manna og hús- dýra- Með fjallshlíðinni ofan við ræktaða landið var nokkuð sam feld byggð, með vegi, sem þar hafði verið lagður, að skarði í hæðina og vestur um það. Sú byggð nefnist Myklebust og var þar bæði kirkja og barnaskóli. Að vestan var hæðin mikið bratt ari og blásin mjög ofan til. Vest an undir henni, við sjóinn var nokkuð stórt sjávarþorp, sem heitir Fusnavog, mikið stærra en þorpið að austanverðu. Var þar talsverð sjávarútgerð og verzlun. Vegur þarna á milli lá um skarðið í hæðina. í góðum veðrum tek ég mér nokkrum sinnum gönguferðir um eyna, til að skoða mig' um og njóta útivistar og hreifingar, og komst einu sinni upp á fjall- ið, en oftast lá leið mín upp í skarðið og þá í Fusnavoginn. Rétt vestan í skarðinu var hús, sem tilheyrði Fusnavognum, en var þó spöl frá þorpinu. Þar bjuggu mæðgur frá Siglufirði ásamt norskum eiginmanni yngri konunnar og dóttur þeirra ungri, 6 ára, og hjá þeim dvaldi ferðafélagi minn að heiman Kristján Ásgrímsson frá Siglu- firði. Var hann ættingi þeirra- Unga frúin rak verzlun í Fusna vognum, en maður hennar stund aði sjóinn. Var ég ávalt velkom inn gestur þangað og hafði mikla ánægju af. Ekki vissi ég þar von annarra íslendinga fyrst um sinn. Svo var það einhverju sinni, nokkru fyrir jól, í einum þess- um gönguferðum mínum, að ég hugðist skoða furuskóginn sunn an til á eynni, að austanverðu. Ég fann mjóan veg, sem lá suð ur í skóginn, og fór eftir hon- um. Ég var að hugsa um það, að svona skógarblettur væri mik- ils virði á íslandi, og til margs- konar neta, þótt ekki væri hann neitt sérlega stórvaxinn, því allmikið stærri tré var ég búinn að sjá, þar í landi. En allt í einu var ég kominn fram á lága hæð, eða holtbrún og við mér blasti dæld, eins og lítið dalverpi, skóglaust, en svo skógur á alla vegu við þessa dæld. Þarna á lítilli bungu eða hól, stóð hvít- málað hús, sem auðsjáanlega var íbúðarhús, tveggja hæða, en ekki stórt um sig- Bak við íbúðarhúsið, að austan voru tvö önnur hús lágreistari, sem gátu verið geymslu eða peninga hús, talsverður túnblettur var út frá húsunum, á alla vegu og giskaði ég á, að með góðri spret.tu gæti það e. t. v. fóðrað tvær kýr, en ekki var það allt alveg slétt, en þó ekki neitt verulegt þýfi, eins og í sumum túnum á landi hér, á þeim tíma og áður en húsdýraáburður var á dálitlum hluta af túninu og var gengið frá honum í reinum, eins og sumsstaðar var gert heima. Allt virtist bera vott um þrifnað á þessu býli, og ein- hvernveginn fannst mér það bera með sér svo miklan svip af íslenzku smábýli, mikið frem ur en ég hafði þarna anarsstað- ar seð. Þetta allt varð til þess, að hjá mér fæddist sterk löng- un til að komast á snoður um hvaða fólk þarna byggi, en ég sá ekki svo greiðan gang að því- Engin manneskja var utan húss, sem ég gæti gefið mig á tal við, og mér fannst óviðkunn anlegt að fara að berja að dyr um erindislaust, bara til að sjá ókunnugt fólk, af tómri forvitni. Þá kom mér í hug gamalt ís- lenzkt ráð vegfarenda til að reyna gestrisni viðkomandi hús ráðenda þar sem leið lá um, á ókunnum slóðum og vissulega gat göngumaður haft þörf fyrir svaladi-ykk. Eg herti því upp hugann og gekk heim að hús- inu og drap á dyr. Hurðin opn- aðist eftir litla stund og í dyrun um stóð kona, fremur ungleg og snyrtilega klædd, og virtist nokkur undrun í svip hennar, er hún leit mig á tröppunum. Eg bauð góðan dag og spurði hvort hún gæti gefið mér vatn að drekka. Hún hvarf inn í hús ið án frekari viðræðna, en birt ist aftur eftir litla stund, með bakka í höndum, með ca. þriggja marka könnu og vatns- glasi á. En í könnunni var ekki vatn, heldur mjólk, og bauð mér að gera svo vel. En hvað þetta var líkt og á íslenzkum sveitabæ. Það var enn furða í svip hennar. Ég helti í glasið og drakk, hún bauð mér meira og ég þáði. Hún spurði. Á hvaða ferð er maðurinn? Ja, ég var nú bara að rölta um hérna í skóg- inum og skoða mig um, í góða veðrinu. Hún horfði á mig spurnaraugum og ég þakkaði fyrir drykkinn. Þá eins og stundi hún upp. „En hvaðan er maðurinn?" „Eg er frá íslandi" sagði ég. Þá færðist eins og bros um allt andlit hennar og hún segir, á hreinni og skærri ís- lenzku. „Eg er líka frá íslandi11. Nú, við heilsuðumst þá þarna næstum sem gamlir kunningjar, þótt við hefðum aldrei ‘ áður sést, og sögðum nöfn okkar. Hún bauð mér til stofu, og þar sat ég fulla tvo klukkutíma, í samræðum við hana og þáði veitingar, á sama hátt og aufúsu gestur hlýtur á íslandi- Við sögðum hvort öðru skil á okk- ur og spjölluðum um eitt og ann að á íslandi og var víst báðum nautn að því, að geta talað okk- ar kæra móðurmál. Mér fannst ég þarna vera staddur á alís- lenzku sveitaheimili, allt vitnaði um það. Eg mátti bara ekki líta út í gluggann, því þá varð skóg urinn fyrjr auga, og hann var ekki daglega innan sjónhrings á íslandi. Eg er nú búinn að gleyma nafni þessarar gestrisnu og viðræðugóðu konu, en hún var frá Siglufirði og gift Jakob sen, sem lengi rak síldarsöltun á Siglufirði, eri mun lítið hafa starfað þar eftir síðari styrjöld. Eg sá þárna ekki annað fólk en tvö börn þeirra fremur ung, en Jakobsen var suður í Kaup- mannahöfn, í einhverjum kaup sýsluerindum, en von á honum heim fyrir jólin. Þau áttu þetta smábýli þarna í skóginum og bjuggu þar við tvær kýr og nokkur hænsni, og skildist mér að frúin sæi alveg um þennan búskap. Þótt mér sé nafn konunnar í skóginum gleymt, er atvikið um þessa óvæntu samfundi í fersku minni og mér fannst þetta nokk urt ævintýri í fásinni mínu með al framandi fólks og í ókunnu umhverfi. Ég sá hana aldrei * (Framhald á blaðsíðu 7). 5 únaðarmál rædd í París Fulltrúi íslands var Hjörtur E. Þórarinsson DAGANA 14. til 17. desember var haldinn í París ráðstefna um landbúnaðarmál fyrir með- limaríki OECD, efnahagssam- vinnustofnunarinnar, sem hef- ur höfuðstöðvar þar. OECD er skammstöfun fyrir Organis- ation for Economic Co-oper- ation and Development, þ. e. félagssamtök um hagræna sam- vinnu og þróun. Aðildarríkin eru öll lönd Vestur-Evrópu, þ. á. m. hlut- lausu ríkin Svíþjóð og Sviss, svo og Suður-Evrópulönd, frá Portúgal til Tyrklands, þ. á. m. Júgóslavía. Auk þessara landa eru svo Kanada og Bandaríkin með. ísland hefur nú um alllangt skeið verið í þessum samtökum og notið þaðan fjárhagslegs og tæknilegs stuðnings við tiltek- in rannsóknarefni, þ. á. m. á sviði landbúnaðar. Ráðstefnan sem hér um ræð- ir fjallaði um rannsóknir á hag- þróun og aðlögun landbúnaðar- í nútíma þjóðfélögum. Fulltrúi NÝJAR BÆKUR A FJALLA- OG DALASLÓD- UM. Páll Guðmundsson frá Rjúpnafelli ritar bók með ofan skráðu nafni og er hún 260 blað síður og er minningabók og sagnaþættir. Höfundur fór til Vesturheims ásamt Björgvini bróður sínum, tónskáldi og dvelst þar enn, 77 ára gamall. Benedikt Gíslason ritar ítar- legan formála. Þessi bók er um margt fróð- leg og ýmsir kaflar hennar skemmtilegir aflestrar. Bóka- forlag Odds Björnssonar á Ak- ureyri er útgefandi. BRÖTSJÓR OG BYLGJURÓT. Ægisútgáfan í Reykjavík hefur sent frá sér bókina „Brotsjór og bylgjurót" sem Jónas St. Lúð- víksson tók saman, þýddi og endursagði. Bókin fjallar um hetjudáð á hafinu og er skipt í fimm kafla- Hér er um sann- kallaða sjómannabók að ræða, með hrikalegum frásögnum og hetjudáðum. ÓLI OG MAGGI I ÓBYGGÐUM heitir ný unglingabók frá Bóka forlagi Odds Björnssonar á Ak- preyri, og er hún eftir Ármann Kr. Einarsson, og mun höfund- arnafnið þykja allgóð trygging fyrir skemmtilegri bók. Hér segir frá því, er Maggi gerist vörður við mæðiveikis- girðingu á heiðum uppi og dríf- ur margt á daga hans og þeirra félaga. Bókin er 120 blaðsíður og eru teikningar eftir Halldór Péturs- son. — Bók þessi er góð jóla- gjöf- - KOL OG OLÍA (Framhald af blaðsíðu 8). En það er sem sé orkuþörfin í framtíðinni, ekki sízt í vanþró uðum löndum, og hlutverkið sem kjarnorkan mun gegna á næstu tíu árum, sem rætt verð ur um á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf. íslands var Hjörtur E. Þórar- insson, sem fór á vegum nefnd- ar Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda, en sú nefnd vinnur að athugun á stöðu íslenzks landbúnaðar í okkar þjóðfélagi- Aðspurður segir Hjörtur, að ferðin hafi verið' hin fróðleg- asta. Þarna hittust og báru sam an bækur sínar hálærðir land- búnaðarfræðingar og forstöðu- menn hagfræðistofnana land- búnaðarins í mörgum aðildar- ríkjanna. í Vestur-Évrópu er það ekki lengur vandamál, hvernig framleiða skuli nægar búvörur handa þegnunum. Hana má auðveldlega tvöfalda á stuttum tíma. Vandamálið er, hvernig skipuleggja skuli land- búnaðinn í heild, svo að bænd- ur hafi nægar tekjur, og hvað verða skuli af því fólki sveit- anna, sem landbúnaðurinn þarfnast ekki, og þjóðfélögin vilja ekki að stundi búvöru- framleiðslu. Meginþróunin er alls staðar þessi, misjafnlega 'hröð eftir staðháttum, Fólki, sem stundar landbúnað fækkar, búeiningarnar stækka, tæknin eykst, heildarframleiðslan vex- Þetta virðast allir telja óhjá- kvæmilega, og flestir æskilega þróun, en sums staðar skapar þetta nýtt og alvarlegt vanda- mál, hættuna á landauðn. Það er ekki landbúnaðarmál sérstak lega. Það er almennt þjóðfélags vandamál, sem allar ríkisstjórn ir telja sér skylt að snúast gegn af fremsta megni. Hjörtur telur það skoðun sína, að þróunin í íslenzkum landbúnaði sé í flestum veiga- miklum atriðum sú sama og gerist um alit OECD-svæðið, en hin félagslegu vandamál, sem skapast af fækkun sveita- fólksins, séu að( líkindum erfið- ari hér en nokkurs staðar annars staðar vegna þess, hve landið er strjálbýlt og sveita- byggðin gisin. □ Skyndiíiappdrætti í. S. í. EINS og auglýst hefir verið efn ir íþróttasamband íslands. til landshappdrættir sem ætlað er til styrktar hinu félagslega starfi íþrótta og ungmennafé- laga í landinu. Er hugmyndin að efna til slíkra happdrætta einu sinni á ári í framtíðinni. Vinningar í þessu happdrætti eru mjög glæsilegir, eða þrjár bifreiðir, allar af árgerð 1965. Tvær Ford-Cortína bifreiðar og ein Volksvagen bifreið. Saman legt verðmæti þeirra er um hálfa milljón króna. Happdrættið stendur til gaml ársdags og verður drætti ekki frestað. Verð hvers miða er kr. 50.00. Miðarnir eru seldir hjá öllum ungmenna og íþróttafélögum á landinu. Allur ágóði, eða minnst 50% renna beint til fé- laganna. Er því um fundið fé að ræða fyrir félögin, ef þau hagnýta sér möguleikana til sölu. Ekki er að efa að íþrótta- unnendur munu vera fúsir til að kaupa miða í þessu happ- drætti, og freysta þannig gæf- unnar um glæsilega vinninga, jafnhliða því að styrkja viðkom andi félög fjárhagslega til auk ins íþrótta og æskulýðsstarfs. v.HE & ^ v-ÍS' ÍJ>^ t I MENNINGIN HRYNUR I I I t I I I s t '/i* Á' d> ;> I £ S (Framhald af blaðsíðu 1). táknar vingull óháðan íslenzkan anda. Vingull er ein sú nafnbót, sem veitt er }>eim, sem ekki vilja ánetjast stórveldum. Þá merkið það stefnu- lausan og veiklyndan mann. En þessi vingull, hann hefst og titrar engum háður, fyrir ísland. Surnir segja, að rímuð, hefðbundin ljóð séu nú á dögum lítið annað en hreimur og hrynjandi. Þetta er mesta fjarstæða. Stundum hafa orðin í þeim djúpa og margfalda merkingu og eru valiri af mikilli nákvæmni. Þarna var allt efnið þraut- hugsað, áður en orðið vingull var sett á sinn stað. Þar hefði getað staðið svo margt annað. — Fyrsta vísa þessa kvæðis er svona: „Enn er ég kominn og genginn að finna þig, gras, gráhærður stöngull í brekkunnar sjálfstæða skaut. Bíða níín ennþá þau blöð, er í æsku ég las. Bíður mín dagur og tími í Jaessari laut.“ Þetta er fyrst og fremst lýsing á ]>ví, þegar mað- urinn finnur unað æsku sinnar í því grasi, srm hann gladdist við á fyrri árum, og þeim blóm- um, sem fingur hans fundu þá. En undir niðri er ýmislegt fleira. Þar ca*-m. a. skírskotað til Jress, að blöðin Tíminn og Dagur berjast enn þeirri baráttu, sem þ>au voru stofnuð til að heyja, bar- áttu fyrir réttindum íslands og fólksins á íslandi. Menn eiga að geta notið ljóðsins, þótt þeir lesi ekki þetta út úr því. En ég hef ætlað þessu kvæði að segja afstöðu mína til íslenzkra málefna, þótt ]>að sé fyrst og fremst óður um íslenzkan gróður og unað hans, segir hið vestfirzka skáld að lok- um og þakkar Dagur svörin. □ V 3 Y rí 4 ? 4- 4 4 f t s 4 4 © # 4 3 4 f 3 4 4 4 3 4 I f 3 4 4 3 4 4 3 4 4 3 4 4 4 3 4 V,? 4 3 4 í 3 y Snyrting kvenna EINS og ég sagSi í síðasta þætti er húðin upphaflega eins gerð hjá öllum. Verði hún annað hvort of feit eða of þurr er orsökin sú, að kyrtlar þeir, sem í húðinni eru, og gegna því hlutverki að halda henni mjúkri og rakri, starfa ekki eðlilega, svo og skortur á bæti- efnum, rangt mataræði, heilsu- leysi o. fl. Venjuleg húð er hvorki of feit eða of þurr, en getur þó oft glansað ó höku, nefi og enni vegna þess að þar eru flestir fitukyrtlarnir. Þetta er sú húð- tegund, sem allar konur óska að hafa, en hún er því miður fremur sjaldgæf. Hún þarfnast engrar sérstakrar umönnunar, og má meðhöndla hana á sama hátt og þurra húð. Þurr húð er sú húðtegund, sem er þunn með smáar svita- holur og þolir illa hitabreyting- ar. Það myndast fljótt fínar hrukkur, helzt kring um aug- un. Ástæðan fyrir því að húðin verður of þurr er í fyrsta lagi efnaskortur. Undirhúðin fær ekki þá næringu, sem þarf til þess að vökvi sá, sem er utan um vefina, sé nægilegur. Þeir herpast því saman og hrukkur koma á andlitið smátt og smátt. Húðin getur líka verið þurr vegna þess að fitukyrtlarnir, sem í henni eru og hafa því hlutverki að gegna að gefa af sér fitu, starfa ekki, eða gefa ekki af sér það fitumagn, sem húðin þarfnast. Notið aldrei sápu ó þurra húð og ekki held- ur andlitsvötn, sem innihalda sþritt. Hreinsið húðinu á kvöld- in og morgnana með góðu hreinsikremi, ekki feitu. Bezt eru krem, sem borin eru á húð- ina og látin vera í nokkrar mín- útur, þvegin síðan af með vatni og hafa þann eiginleika, að binda klór og kalk í vatninu, gera það í staðinn mjúkt og milt. Eftir svona hreinsún er húðin aldrei strengd og glans- andi eins og hún verður ef not- að er vatn og sápa. Berið síðan gott vítamínkrem á húðina, og látið vera yfir nóttina. Gætið þess ætíð þegar þið veljið nær- ingarkrem, að þau innihaldi þau efni, sem húðin getur drukkið í sig, þ. e. A, D2, B og C vitamín. Þessi næringarkrem eru mjög góð og þau má einn- ig nota sem dagkrem og undir- lag undir púður og make up. Feit húð, húðtegund, sem alltaf er glansandi. Hún er gróf með stórum og opnum sviía- holum, en ekki eins viðkvæm og þurr húð, en oft óhrein, ból- ótt og óslétt. Notið til hreinsun- ar hreinsikrem og andlitsvötn, sem gerð eru fyrir feita húð. Nuddið kreminu vel inn í húð- ina, þannig að það nái að djúp- hreinsa. Þvoið það síðan af með volgu vatni. Berið síðan á nær- andi krem fyrir nóttina. Þvoið andlitið vel á morgnana með vatni eða andlitsvatni og notið sama næringarkrem og kvöldið áður sem dagkrem og undirlag fyrir púður eða make up. Að lokum nokkrar almennar ráðleggingar. — Eftir erfiðan vinnudag, þegar kona er þreytt en -vill gjarna líta vel út fyrir kvöldið, getur hún vel kastað á sig kælandi kvíldargrímu (maska), þær geta gert krafta- verk. Þessa maska er hægt að fá keypta í snyrtivöruverzlun- um. Þeir eru bornir á húðina og hún fær að hvílast í þessu kælandi kremi í 15—20 mínút- ur, sem gerir hana hvíta, slétta og mjúka. Gott er að leggja augnakompressu yfir augun meðan maskinn er á andlitinu. Ágætt er að væta bómull í köldu vatni, köldu kaffi eða tei og leggja yfir augun. Þegar maskinn hefur veirið þveginn af með vatni, er húðin tilbúin að leggja á hana make up, sem endast mun lengur eftir að húð- in hefur fengið að hvílast í þessum* kalda hvíldarmaska. □ SKÁKMÓT U.M.S.E. HINU árlega skákmóti Ung- mennasambands Eyjafjarðar er nýlokið. Urslit í síðustu um- ferð urðu þessi: Sveit umf. Möðruvallarsókn- ar vann A-sveit umf. Skriðu- hrepps 2V2:1Vz. Sveit umf. Svarfdæla vann sveit umf. Öxn dæla 2Vz:lVz. B-sveit umf. Skriðuhrepps vann sveit umf. Saurbæjarhrepps og Dalbúans 4:0. Sveit umf. Æskan sat yfir. Heildarúrslit mótsins urðu þannig: B-sveit umf. Skriðuhrepps 17 Vz vinning. Sveit umf. Möðru vallarsóknar 16. A-sveit umf. Skriðuhrepps 13. Sveit umf. Saurbæjarhrepps og Dalbúans 12V2. Sveit umf. Svarfdæla ID/2. Sveit umf. Æskan 7. Sveit umf. Öxndæla 6V2 vinning. Þetta er í áttunda skiptið í röð, sem sveit frá umf. Skriðu- hrepps vinnur á þessum mót- um. Að loknu móti voru verðlaun afhent. Hlaut sigursveitin far- andbiltar sem keppt var um í annað sinn, einnig verðlauna- peninga. Fyrir sveitina tefldu Ármann Búason, Ingimar Frið- finnsson, Sturla Eiðsson, Frið- finnur Friðfinnsson og Jósavin Gunnarsson. Verðlaun fyrir bezta frammi- stöðu á einstökum borðum hlutu Ármann Búason, Haukur Jónsson, Sturla Eiðsson og Gunnlaugur Sigvaldason. Unglingaverðlaun fékk Jósa- vin Gunnarsson, 16 ára. Skákstjóri var Þóroddur Jó- hannsson. HRAÐSKÁKMÓTI sambands ins er einig lokið, og þar sigr- aði Hjörleifur Halldórsson. _______________ □ RÓMAVELÐI UT er lsomið síðara bindi af hinu mikla ritverki Will Dur- ants um Rómaveldi, þýðandi Jón as Kristjánsson- Þetta bindi er yfir 400 bls. og prýtt fjölda mynda. Menningarsjóður gefur bókina út, eins og fyrra bindið, sem út kom í fyrra og hlaut fágætlega góða dóma. -

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.