Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 2
r 2 I Þórðyr V. Sveinsson Fæddur 14. jan. 1913 - Dáinn 17. des. 1964 MINNING ÞÓRÐUR V. SVEINSSON for- stjóri, Munkaþverárstræti 34, Akureyri, lézt í Sjúkrahúsi Ak- ’ureyrar fimmtudaginn 17. des- ember 1964, tæpra 52 ára að aldri. Ekki kom lát Þór'ðar alveg að óvörum, því að síðustu 3 mán- uðina háði hann vonlausa bar- áttu við sjúkdóm þann, er varð lionum að bana. Ég kynntist Þórði fyrst árið 1939 í Golfklúbb Akureyrar og síðar, eða 1940, í Frímúrara- reglunni á Akureyri- Þórður var mikill alvöru- maður og tók því nokkurn tíma að kynnast honum vel, en því betur sem ég kynntist hon- um, þeim mun vænna þótti mér um þau kynni og því meira mat ég hann. Þórður var kominn af mikl- um útvegsbændahöfðingjum í báðar ættir. Föðurafi hans var hinn þjóðkunni Þórður á Höfða og móðurafi hinn jafn kunni Vilhjálmur í Nesi. Þórður var vissulega enginn ættleri. Því hann var stór og föngulegur eins og föðurafinn, greindur vel og með afbrigðum samvizku- samur og áreiðanlegur og það svo, að væri honum falið að leysa eitthvert verk af hendi, gat maður verið alveg viss um, að það yrði svo vel af hendi leyst, að ekki þyrfti að hafa frekari áhyggjur af því. Þórður var mjö gákveðinn í skoðunum og fylgdi fast eftir þeim mál- um, sem hann taldi rétt vera og góð, en þó var hann ætíð Garnahreinsimarstöð á Blönduósi Blönduósi 1. des. Unnið er að því að setja upp vélar í Garna hreinsunarstöð sem Sölufélag A-Húnvetninga og S. í. S. ætla að starfrækja hér. Er von til að stöðin geti tekið til starfa um næstu áramót. Hálka er mikil hér vegna svellalaga en snjór enginn og allir vegir færir. Rjúpnaveiði er heldur meiri en á undanförnum árum, en ekki hefur viðrað vel til veiða. Ó. S. VARÐBERGSFÉLAG Á HÚSAVÍK Húsavík, 1. des. — Þann 10. f.m. var stofnað hér Varðbergsfélag — félag áhugamanna um vest- ræna samvinnu. Formenn fé- lagsins eru þrír: Stefán Sörens son, Páll Þór Kristinsson og Guðmundur Hákonarson, og félagsmenn 33 talsins. Þegar á sjó gefur er reitings- afli. Aliir eru hættir að ganga til rjúpna og svartfugl sézt ekki. Þ.J. sanngjarn í viðskiptum sínum við aðra, enda ávallt reiðubú- inn til að fylgja því, sem sann- ast reyndist í hverju máli. Þótt Þórður væri mikill al- vöru- og trúmaður gat hann verið hrókur alls fagnaðar í hópi góðra vina, enda hafði hann mikla kímnigáfu og not- aði hana þá óspart við slík tækifæri. Þórður var hið mesta karl- menni, djarfur og hugrekkið óbilandi, enda komu þessir eig- inleikar hans bezt fram í þeirri ró og stillingu, sem hann sýndi í hinni erfiðu banalegu sinni. Þórður var mjög frændrækinn, enda hið mesta tryggðatröll öllum ættingjum og vinum. Kvæntur var Þórður Jenny Jónsdóttur frá Bragholti og lif- ir'hún mann sinn ásamt 3 börn- um þeirra hjóna- Þórður hafði fyrir stuttu tek- íð við forstjórastarfi hjá Al- mennum tryggingum hér í bæ, en hjá þessu fyrirtæki hafði hann unnið mörg undanfarandi ár, sem fulltrúi, við hinn bezta orðstýr. Okkur öllum, vinum Þórðar, þykir sárt að verða að sjá af honum í blóma lífsins, á bezta starfsaldri, en að sjálfsögðu er missirinn mestur fyrir eigin- r Arnað ÞANN 26. desember varð Mar- grét Jóhannesdóttir húsfreyja í Uaugaseli í Reykjadal áttræð. Margrét er fædd að Bimu- nesi á Árskógsströnd 26. des- ember 1834, dóttir hjónanna Margrét Jóhannesdóttir Guðrúnar Margrétar Kristjáns- dóttur og Jóhannesar Jóhannes sonar, sem þá bjuggu á Birnu- nesi- Hjá þeim ólst Margrét upp til 14 ára.aldurs, er þau brugðu búi og fluttu frá Birnunesi. Þá varð Margrét af fara til vanda- lausra og vinna fyrir sér, sem algengt var með unglinga á þeim tíma. Voru það. ekki alit konu og börn, svo og fyrir aldr- aða móður og systkini, því að vitað er að með þeim var mik- ill kærleikur. Ég sendi hinum látna vini mínum hinztu vinarkveðju og eiginkonu hans, börnum, bróð- ur og systrum einlægar samúð- arkveðjur vegna hins mikla missis þeirra. Jóhann Þorkelsson. IDJA SEGIR UPP SAMNINGUM Á FÉLAGSFUNDI í Iðju, fé- lagi verksmiðjufólks var áð- ur samþykkt að segja upp núgildandi kaup og kjarasamn- ingum, en eins og kunnugt er samdi Iðja í desember sl. til eins árs og rennur því samnings tíminn út nú um áramótin. Iðja átti ekki aðeild að því samkomulagi, sem gert var á sl. sumri milli verkalýðssamtak- anna, vinnuveitenda og ríkis- stjórnar. Hinsvegar gerði Iðja bráða- byrgðasamkomulag við vinnu- veitendur iðnaðarins hér á Ak- ureyri, um 5.4% launahækkun frá 1. júlí sl. Var það samkomu- lag gert þrátt fyrir það, að það var skoðun Iðju að umrædd hækkun svaraði engan veginn til þeirra launabreytinga sem fólst í samningum hinna al- mennu verkalýðsfélaga, en' gat þá ekki náð meiru fram. Nú mun félagið hafa í huga að ná fram ýmsum lagfæringum á samningunum til hagsbóta fyr ir iðnverkafólk. létt störf, sem unglingum voru ætluð í þó daga. Árið 1918 flutt- ist Margrét austur í Þingeyjar- sýslu, 1920 giftist hún svo Helga Ásmundssyni í Laugaseli og hafa þau búið þar síðan. Þau hafa eignast tvö börn, dreng sem dó í bernsku, og dóttur, sem er hjá þéim. Áður en Mar- grét giftist hafði hún eignast son, Kjartan að nafni, faðir hans var Stefán Björnsson, þá (1909) teikni- og smíðakennari við Gagnfræðaskólann á Akur- eyri (nú Menntaskólann á Ak- ureyri). Þennan son sinn hafði Margrét alltaf hjá sér og ól hann upp. Má nærri geta að hún hefur þurft að taka til hendi til þess að sjá sér og hon- um farborða þar til hún giftist, en eftir það var allt léttara, því maður hennar reyndist stjúp- syninum mjög vel. Margrét er kona mjög vel gefin til munns og handa, hún er vel hagmælt, og á yngri ár- um stundaði hún fatasaum og var eftirsótt til þeirra starfa, sökum dugnaðar og lagvirkni. Margrét er hreinskilin og stórlynd nokkuð, en heiðarleg, svo hún má ekki vamm sitt vita á nokkurn hátt, greiðasöm og má ekkert aumt sjá, svo hún reyni ekki úr að bæta. Allir, sem Margréti þekkja, munu senda henni hlýjar kveðjur ó afmælinu. HÁTÍÐAMESSUR og samkom- ur kristilegra félaga í Akureyr- arprestakalli og víðar eru aug- lýstar á 7. síðu undir fyrirsögn- inni Ur bæ og byggð. HÓTEL KEA. Hótelið verður opið með svipuðu sniði og aðra daga, nema á aðfangadags- kvöld, en þá mun verða lokað þar eftir kl. 21. — Dansleikir verða þar á vegum Skíðaráðs Akureyrar á annan í jólum og á gamlárskvöld- MATSTOFA KEA verður lok- uð frá kl. 2 e. h. á aðfangadag til kl. 8 að morgni 27- desember og frá kl. 2 e. h. á gamlársdag til kl. 8 að morgni 2. janúar. CAFÉ SCANDIA verður lokuð um jól og nýár. HJÁLPEÆÐISHERINN. Eins og áður verður tekið á móti gestum, bæði í mat og gistingu um jól og nýár- SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ. Þar verður engin veitingasala fyrr en á annan í jólum, um kvöldið. en þá verður dansleikur, og einnig á gamlárskvöld. Þá verð- ur og dansleikur á nýársdags- kvöld fyrir fullorðið fólk, sem ekki hefur komið því við að skemmta sér á gamlárskvöld- ALÞÝÐUHÚSIÐ- Eldri dansa klúbburinn efnir til dansleiks þar 30. desember og áramóta- fagnaður verður 31. desember. SKÍÐAHÓTELIÐ verður opn- að á ný sunnudaginn 27- des- ember. Verður þar eins og áður bæði gisting og veitingasala. — Daglegar bílferðir verða að og frá hótelinu frá ferðaskrifstof- unni Lönd & Leiðir. — Nám- skeið fyrir leiðbeinendur á skíð um verður frá 27. desember til 3. janúar. JÓLATRÉSFAGNAÐIR. Barna síúkurnar halda jólatrésfagnað 27. desember og Starfsmanna- félag KEA stendur fyrir jóla- trésfagnaði fyrir börn 29. des- ember, bæði að Hótel KEA, og KA efnir til jólatrésfagnaðar 26' desember og Þór 27. des- ember, bæði í Sjálfstæðishús- inu. Einnig verður jólatrésfagn- aður hjá Hjálpræðishernum, Zion og e. t. v. víðar. SAMKOMUHÚSIÐ. Leikfélag Akureyrar sýnir Tangarsókn tengdamömmu 27. og 28. des- ember og verða það síðustu sýningar á leiknum. BORGARBÍÓ. Jóla- og nýárs- mynd verður Arab.u-Lavvrence, verðlaunamynd, gerð eftir sam- nefndri sögu. — Dagsýningar verða fyrir yngri borgarana og verða sýndar teiknimyndir, er ekki hafa sézt hér áður. NÝJA-BÍÓ. Jólamynd verður dönsk gamanmynd í litum, Meðlijálpari majorsins- — Jóla- mynd barnanna verður Litlu bangsarnir tveir, og verður hún sýnd á daginn. SUNDLAUG AKUREYRAR verður lokuð jóladag, annan í jólum og nýársdag. BRENNUR verða víðsvegar í úthverfum bæjarins og mælist lögreglan til þess, að ekki verði kveikt í þeim fyrr en kl. 21 á gamlárskvöld. — Brýnt er fyr- ir ökumönnum að nota bifreiðá stæðið sunnan við BSO. BIFREIÐASTÖD ODDEYRAR verður lokuð á aðfangadag frá kl. 6 e. h. Á jóladag verður alveg lokað. Á gamlársdag verð- ur opið til kl. 3,30 eftir mið- nætti, en á nýársdag alveg lok- að. 1 STRÆTISVAGNAFERÐIR um jól og nýár verða þannig: Að- fangadag kl. 7 til 16,30. Jóladag kl. 14,30 til 16,30. Annan jóla- dag kl. 13,30 til 21,00. Gamlárs- dag kl- 7,00 til 16,30. Nýársdag' kl. 14,30 til 16,30. LÆKNAVAKTIR: Aðfangadag ur: Sigurður Ólason, sími 1-12-34. Jóladagur: Baldur Jóns son, sími 1-27-80. Annar jóla- dagur: Bjarni Rafnar, sími 1-22-62. Gamlársdagur: Erlend- ur Konráðsson, sími 1-20-50. Nýársdagur: Halldór Halldórs- son, sími 1-17-20. LÖGREGLAN varar eindregið við hvers konar sprengjum, sem oft hafa valdið slysum, og biður foreldra og aðra, að gera lögreglunni aðvart, ef þeir vita af sprengjuefni í fórum barna og unglinga. Sími lögregíunnar er 1-22-22. BRUNAVARNIR. Slökkviliðs- stjóri minnir bæjarbúa á þá auknu eldhættu, sem jafnan er samfara jólum og áramótum, og hvetur því fólk til fyllstu varúðar, svo eldurihn nái ekki að spilla jólagleðinni. — Bruna- sími slökkvistöðvarinnar er 1-22-00. FRÁ BÆJARSTJÓRN Eyjafjarðarsýsla aðili að Amts bókasafninu? — Eftir tillögu bæjarráðs var samþykkt, „að teknir verði upp samningar milli bæjarstjórnar Akureyrar og sýslunefndar Eyjafjarðar- sýslu um aðild Eyjafjarðarsýslu að Amtsbókasafninu í samræmi við lög nr. 22 1963 um almenn- ingsbókasöfn, þar sem gert er ráð fyrir, að Akureyri og Eyja- fjarðarsýsla sé eltt bókasafns- umdæmi." Jórunn Bjarnadóítir ljósmóð- ir hættir störfum. — Jórunn Bjarnadóttir ljósmóðir bæjar- ins hefir sagt upp starfi sínu frá og með 1. febrúar n. k., en hún verður 65 ára 9. sama mánað- ar-. . .. El lieilla

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.