Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 23.12.1964, Blaðsíða 8
4 .v -r Se d r usviða rskéga r Líbanons vaxa nú upp afíur HINIR GÖMLU, víðfrægu og víðáttumiklu sedrusviðar- og furuskógar í Líbanon veroa nú ræktaðir að nýju. Stjórnarvöld- in í landinu hafa látið fara fram mikla og víðtæka gróðursetn- ingu á græðlingum í fjallahér- uðunum, þar sem áður stóðu hinir miklu sedrusviðarskógar sem frægir eru úr Biblíunni, því þaðan fékk Salómon kon- ungur sedrusviðinn í musterið í Jerusalem. Matvæla- og land- búnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) veitir tækni- lega hjálp og ráðleggingar í sambandi við þetta fyrirtæki, og framkvæmdasjóður Samein- uðu þjóðanna hefur lagt fram fjárhæð sem nemur 888.000 dollurum (rúmum 38 milljónum íslenzkra króna). Gróðursetning skóganna er þáttur í víðtækri áætlun, sem miðar að ræktun og nýtingu fjallasvæðanna í Líbanon. — Fyrsta skrefið var að velja sex Stór skipasmíðastöð FRÉTTIR herma, að Pólverjar hafi leitað fyrir sér hér á landi um þátttöku í smíði stálskipa. Munu samningar þegar hafa tekist milli þeirra og Njarðvík- inga, að stofnsetja slíka stöð þar, og miða stærð hennar og út búnað við 400 tonna fiskiskip og minni. Talið er, að 400 manns fái at- vinnu í hinni nýju skipasmíða- stöð. tilraunasvæði, samtals 130.000 hektara, þar sem menn verða uppfræddir og þjálfaðir í gróð- ursetningu, vökvun og vörzlu jarðvegsins. Ennfremur er ætl- unin að koma upp skólum fyrir skógfræðinga og landbúnaðar- sérfræðinga og setja á stofn rannsóknarstofur. Þegar hafa verið gerðar nokkrar efnahags- Gert er ráð fyrir því, að elds- neytið sem enn er í jörðu á hnettinum muni endast í 800 ár ennþá. En eftirspurnin eykst ört. Ef allur heimurinn heföi svipaða eldsneytisneyzlu á hvern íbúa eins cg Norður-Am- eríka, þá mundi eldsneytisforði heimsins ekki nægja næstu 100 árin. Af þessum sökum safnast vísindamenn frá öllum heimin- um saman í Genf dagana 31. ágúst til 9. september til þriðju alþjóðaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um friðsamlega nýt- ingu kjarnorkunnar, og þá fyrst og fremst um nýtingu kjarnork unnar til raforkuframleiðslu. Eidsneytisforði heimsins í jörðu niðri (kol, olía, mór, nátt- úrugas o. s. fry.) nemur nú magni sem svarar til 3.000.000 milljónum tonna. Mcrinn nem- ur 100.000 milljónum og nátt- úrugasið tæpum 100.000 milljón um tonna. Orku-innihaldið í kjarnorku- eldsneyti (úran og tóríum) er talið vera 10—20 sinnum meira en í þeim eldsneytisforða sem vitað er um neðanjnrðar. Ef eitt tonn af úran framleiðir 10.000 megavvatt-daga af orku, nema úranbirgðir jarðarinnar, sem taldar eru vera krinkum 1.5 milljón tonn, orkumagni sem er yfir 400.000 milljónir tonn af kolum. En í sérstökum bræðslu- ofni, sem unnið getur úran af verri gerð, ætti að vera hægt að framleiða 200.000 megawatt- daga á hvert tonn, og úran- magnið sem þannig mætti nota legar kannanir í sambandi við þessar áætlanir, og innan skamms er von á skóga-korti yfir Líbanon. Allar eiga þessar framkvæmd ir að taka fjögur og hálft ár, og í sambandi við þær verða bún- ir til sérstakir garðar og gerðar tilraunir með fiskirækt í tilbún um fjallavötnum. □ er ekki minna en 15 milljónir tonna. Þar semAil er svo mikið magn af kjarnorku-eldsneyti, héldu rnenn að kjarnorkan yrði cdýrari á sjötta tug aldarinnar En sú varð ekki raunin, og veld ur þar einkum, að löndin sem einkum framleiða kjarnorku búa ekki við neinn skort á venjulegu eldsneyti, að kjarn- orkuver útheimta mjög mikla fjárfestingu, og að tæknivanda málin í sambandi við kjarnork- una hafa reynzt vera meiri en menn gerðu ráð fyrir í fyrstu. (Framhald á blaðsíðu 2). í KVÖLD verða verzlanir opn- ar til kl. 24- Ef að vanda lætur verður verzlunin lífleg og marg ir á ferli, a. m. k. ef veður verð ur sæmilegt. Hér er þeirri tillögu kom- ið á framfæri, að Hafnarstræti, frá Kaupvangsstræti að Ráð- hústorgi verði lokað í kvöld fyr ir allri bílaumferð. Myndi gatan þá verða ánægjulegt verzlunar hverfi og ,,rúntkeyzlan“ hverfa á meðan. í framhaldi af þessu gæti kaupfélag og kaupmenn e. t. v. annast eins konar barna- gæzlu um stundarsakir, ef til þess fengist heppilegur staður (Hótel Akureyri?), þar sem jólasveinn kæmi í heimsókn o. s. frv. en mæðurnar fengju þá betri tíma til að velja sér vörur. SVO LIGGUR IIVER .. • Betur liefðu þeir borið sig út af smásíeini, Þorsteinn stangar- liögg og Þorsteinn uxafótur en nafni hans Jónatansson gerir í Verkamanninum 14. des. En Þ. J. birtir þar liátíðlegt ávarp, undirritað af sjálfum sér, þar sem hann kvaríar mn það sáran að Dagur hafi tekið upp létt hjal um alvarlegt efni og er broslega úrillur. Ekki skal því neitað, að átökin í Sósialista- flokknum kunni að vera Þ. J. og fleirum viðkvæmt mál- En svo liggur hver sem hann hefur um sig búið.“ Alþýðubandalagið er eftir sem áður til sem sjálfstæð ur flokkur“, segir Þ. J. í ávarpi sínu. Honum finnst þetta víst dregið í efa af einhverjum, eða hvað? ÚR GÖMLU ÞULUNNI f gríluþulunni gömlu, sem farið liefur í taugarnar á Þ. J. segir svo: „Grýla reið fyrir ofan garð hafði hala fhnmtán og á hverjum hala hundrað belgi og í liverjum belg börn tuttugu. Þar vantar á eitt o.s.frv-“ Það þótti víst ekki fýsilegt að lenda í belgnum lijá Grýlu- ÞURRABÚDARMENN HJÁ KOMMÚNISTUM Það er ekki nema von að konnn únistum falli illa að láta orða samtök sín við Grýlu gömlu. En þetta er engin nýlunda, heldur liefur lengi tíðkast, að líkja því, sem Iiafa leyft sér að taka upp Grýlu. Hitt er undarlegra, að Þorsteinn skuli móðgast af því, að Alþýðubandalaginu sé líkt við fuglinn Fönix! En það eru fleiri en Dagur, sem hefur leyft sér að taka upp léttara hjal um „ástandið“ í Sósialistaflokknum og Alþýðu bandalaginu. Sjálfur Magnús Kjartansson sagði í Þjóðviljan- um nýlega, að Þjóðvarnarmenn væru komnir í „þurrbúð“ hjá Sósialistafélagi Reykjavíkur! Þetta finnst Degi raunar helzt Þetta gæti orðið ofurlítil til- breyting og til nokkurs hagræð is almenningi. Lögreglan myndi annast hina breyttu umferð. □ Jófðbisð Dags JÓLABLAÐ Dags er að þessu sinni 32 blaðsíður og í því eru engar auglýsingar. Það var til- búið til útsendingar fyrir síð- ustu helgi og munu flestir kaup endur Dags fá það fyrir eða um jól- í þessu jólablaði eru: 2 sögur 8 kvæði og 9 frásagnir og hug- leiðingar. Þakkar blaðið þeim, sem lagt hafa því fjölbreytt og skemmtilegt efni. til grátt gaman úr þeirri átt. Vera má, að hinum svonefndu þurrabúðarmönnum þyki það líka. ÞANN DAG VAR FARIÐ AÐ LÁNA Síðasta föstudag ræddi Ásgeir Bjarnason alþingismaður um það við þingforseta, að hann hefði í hyggju að bera fram þann dag fyrirspurn til stjórnar innar er varðaði drátt þann, er orðið liefði á afgreiðslu lána í stofnlánadeild Búnaðarbank- ans. Var þá sagt, að landbúnað arráðherra gæti ekki mætt- Dag inn eftir, 19. desember bar Ás- geir svo fram fyrirspurnina og gat um leið um takmörkun þá á framkvæmdum í sveitum, sem bankinn hefur reynt að koma í kring með því að lieimta um- sóknir í apríl og neita að lána út á sumt af framkvæmdum á árinu. Ráðherra kvað öll lán, sem lofið hefði verið, verða af- greidd fyrir jól — og þann dag var byrjað að afgreiða lán, 100 þús. og hærri, sem stöðvuð höfðu verið fram að þeim tíma. Auðsætt er, að stofnlánadeildin er nú í fjárþröng. ENN GÝS SURTUR UNDANFARNAR vikur hefur stöðugur straumur glóandi hrauns runnið úr eldgýgum Surtseyjar. Eyjan hefur stækk- að bæði til norðurs og suðurs, en á svæðum hefur hraunið ekki náð að tryggja varanleik eyjarinnar og er sjávargangur þar harðleikinn og brýtur nið- ur hin lausu gosefni, sem mynd uðu Surtsey uphaflega og ekki standast náttúruöflin. Flugfar- þegi a'ð utan sagði frá því að fyrir fáum dögum hefði eldsúl an, bæði mikil og tignarleg stað ir upp af Surtsey í myrkrinu og verið ægifögur á að líta. Síldveiðarnar íyrir austan EKKI þarf lengur um þá kenn ingu fiskifræðinga að deila, að úthaldstíma síldveiðiskipa norð an- og austanlands, megi lengja allt til jóla. Hún þótti ótrúleg, en er orðin staðreynd. Fyrir fimm dögum lágu 30 þús. mál nýveiddrar síldar í haugum á berangri í Neskaupstað. Undanfarnar vikur hefur oft ast ágætlega veiðst fyrir austan land, allt að 1000 mál á skip í hvert sinn, þegar á sjó hefur gefið. Nú munu mörg síldarskip hætt þar veiðum í bráð. En fyrir fáum dögum var rússneski flot inn þar ennþá- Síldveiðar sunn anlands og vestan hafa nær alveg brugðizt. Aflaverðmætið, sem í sumar og vetur hefur borist í land á Austfjörðum er geysimikið. I cn olía? Hve

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.