Dagur - 20.01.1965, Blaðsíða 5

Dagur - 20.01.1965, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Aliureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Hús skáldsins. I BREFI, sem blaðinu barst frá skag- firskum bónda, Gísla Magnússyni í Eyliildarholti, segir svo: „Eigi fannst mér í fyrstu stórmann lega að farið, er bæjarstjórn Akureyr ar hafnaði kaupum á liúsi Davíðs í Fagraskógi. Við nánari umhugsun sá ég }>ó, að þar hafði vel ráðizt. Bær- inn kaupir bókasafnið. Þjóðin eign- ast húsið — heimili skáldsins. Það er henni skyldast — gagnvart minningu þessa óskasonar, gagnvart sjálfri sér. Fáir menn liafa gefið íslenzkri þjóð þvílíkar gjafir sem Davíð Stef- ánsson. Ekkert skáld hefur svo í einni svipan, sem hann, sungið sig inn í innsta hugskot þjóðarinnar — og fest sér þar ævarandi ból. Ungir sveinar og meyjar sofna með Svartar fjaðrir, fyrstu ljóðabók Davíðs, undir kodd- anum. Hálærður prófessor í lækna- vísindum verður frá sér numinn og fellur í starfi, er hann les síðustu kvæðabók skáldsins. Davíð á erindi við alla. Hann kemur á ógleymanleg an liátt orðum að því, sem hrærist í hjarta mínu og í hugskoti þínu. Hann er rödd hinnar íslenzku þjóð- arsálar, karlmannleg og tregabland- in x senn. Davíð í Fagraskógi var mikill Ey- firðingur, mikill Norðlendingur, mikill íslendingur. Hann var ást- mögur íslenzkrar moldar. Þjóðin bæt ir alin við eigin vöxt, ef hún gerir hús lians að sínu húsi. Leggjumst á eitt sem allra flest. Munum það, að hér hæfa bezt mörg framlög og smá. Þjóðin öll átti Davíð. Senn er liðið eitt ár frá andláti skáldsins. Færi vel á að þá hefði safn azt sá sjóður, er hrökkva mundi til kaupa á því húsi, þar sem telgdir voru þeir kjörgripir ýmsir, er íslenzk þjóð hafa einna dýrastir gefnir ver- ið“. Þessi orð vill blaðið gera að sínum og bendir jafnframt á hið einstaka tækifæri bæjarbúa næstu daga, að mega sjá hús skáldsins. En eins og áð ur var sagt hér í blaðinu verður það opið kl. 2—6 og 8—10 dag hvern frá fimmtudegi — afmælisdegi skáldsins — til sunnudagskvökls. Gefst mönn- um þá kostur þess að sjá með eigin augum, um hvað er verið að ræða í sambandi við varðveizlu húss og muna þjóðskáldsins. Q JÓNAS KRISTJÁNSSON for- stjóri Mjólkursamlagsins á Ak- ureyri er sjötugur þann 18. þessa mánaðar. Jónas er af ey- firzkum bændaættum kominn, fæddur í Víðigerði í Hrafnagils hreppi, þar sem faðir hans var bóndi. Þar bjó Hannes bróðir Jónasar langan búskap, og þar býr nú bróðursonur hans Har- aldur Hannesson. Sjálfur hefur Jónas aldrei verið bóndi, en þó er það svo, að ef eyfirzkir bænd ur ættu nú að greiða atkvæði um það, hvern þeir teldu vera þarfastan mann eyfirzkri bændastétt, þeirra sem nú lifa, þá er enginn vafi á því, að Jón- as samlagsstjóri myndi sigra með yfirburðum. í fullri vissu þess, að þetta eru engar ýkjur, leyfi ég mér að færa honum hjartanlegar afmæliskveðjur okkar ey- firzkra bænda, sem hann hefur unnið með og unnið fyrir nú í hartnær 40 ár. (Og í þessu sam- bandi kalla ég alla þá eyfirzka bændur, sem búa í sveitum, þar sem vötn og mjólk renna til Eyjafjarðar). Það er ekki ætlun mín að rekja hér starfsferil Jónasar Krisíjánssonar, hann er flestum vel kunnur, og á ytra borðinu a. m. k. er sá ferill ekki marg- brotinn, því maðurinn var ung- ur að árum, þegar hann fann sinn starfsvettvang og ætlunar- verk og hefur ekki vikið þaðan síðan. Ekki veit ég hvenær Jónas tók þá ákvörðun að leggja fyr- ir sig mjólkurfræði, en vafa- laust hafa aðstæðurnar á upp- vaxtarárum hans í Eyjafirði beint honum inn á þá braut. Bú skapurinn var smár á þeim ár- um, héraðið ekki fallið til sauð- fjárræktar að þeirrar tíðar mati, en kúabúin sniðin við þarfir heimilanna fyrst og fremst. Fólkið hafði til hnífs og skeiðar, en lítið þar fram yfir. Hins vegar var mikill vonar- bjarmi á lofti. Öld hinnar miklu atvinnubyltingar fór í hönd, borin fram af alþjóðlegri tækni framvindu, sem betra stjórnar- far og batnandi ái-ferði hér á landi gaf aukinn skrið. í Eyja- firði eins og annars staðar sáu menn djarfa fyrir þeim geysi- legu möguleikum, sem framtíð- in bar í skauti sínu. Ræktunaröld var upp runn- in með nýjum tækjum og tæki- færum til að ganga á hólm við mýrar og móa, sem héraðið var svo auðugt af. Nú mundi unnt að stækka búin svo um mun- aði í fyrsta sinni frá landnáms- tíð. Og á Akureyri var að skap- ast tryggur markaður fyrir af- urðir búanna, ekki sízt mjólk og mjólkurvörur. Einnig við það voru bundnar miklar von- ir, ef skynsamlega væri á mál- um haldið. Samstarf manna á félagslegum grundvelli var þá þegar af bernskuskeiði, verzlun arfélög höfðu lengi starfað og sannað gildi sitt fullkomlega, búnaðarfélög sömuleiðis. Ung- mennafélögin lifðu blómaskeið sitt. Þar þjálfaðist unga fólkið í félagsstarfi og efldist að vilja og ásetningi að rækta og bæta land og lýð. í þessum jarðvegi óx Jónas Kristjánsson upp og þannig var ástatt í Eyjafirði þegar hann markaði sér stefnu og hóf sitt búnaðarnám á Hvanneyri og síð an mjólkuriðnaðarnám í Dan- mörk og Noregi. Nýtt skeið í atvinnusögu héraðsins var að hefjast, nýjar leiðir að opnast eyfirzkri bændastétt og nógir kraftar og vilji í sveitunum til að takast á við þau verkefni, sem framundan biðu. Það er hið sögulega hlutverk Jónasar að hann varð maðui'- inn, sem sameinaði þessa krafta og hefur stýrt þeim svo frá upp hafi til þessa dags, að árangur- inn má sjá í einni hinni traust ustu félagsstofnun á Akureyri, og í hinum fjölmörgu blómlegu sveitabýlum héraðsins, sem hafa átt þess kost hátt í fjóra áratugi, að senda samlaginu hvern mjólkurdropa sem þau hafa getað framleitt til sölu, og alltaf fengið greitt hæsta verði. Stofnun samlagsins var ekki eins manns verk. Það hafði verið, rætt manna á meðal og á fundum í mörg ár svo að þeg ar J. K. kom heim að loknu námi 1927 var jarðvegurinn ekki með öllu óundir búinn. En svo rösklega gekk hann fram í nauðsynlegu undirbúningsstarfi að samlagið gat tekið til starfa snemma á ári 1928. Stofnun þess markaði upp- hafið að velgengni eyfirzkrar bændastéttar. Það markaði einn ig upphafið að aðalævistarfi Jónasar sjálfs. Þessari stofnun hefur hann helgað starfskrafta sína og borið hag hennar fyrir brjósti ár og síð. Honum hefur veitzt sú ánægja að sjá hana vaxa og dafna jafnt og öruggt frá því að vinna úr 680 þús. lítrum mjólkur fyrsta árið í það að umsetja nálega 18 millj. lítra á nýliðnu ári. Enn meiri ánægja mun það þó veita hon- um að sjá þá þróun, sem orðið hefur á sveitum Eyjafjarðar á þessu tímabili og stendur í beinu sambandi við rekstur Mjólkursamlagsinns. En þó býst ég við, að framar öllu þessu gleðji það Jónas að merkja þann trausta og góða félagsanda sem samtímis hefur þróast í héraðinu og ekki hvað sízt í sambandi við Mjólkursamlagið. Því það er sá andi sem gæðir slíka stofnun lífi og viðnáms þrótti og tryggir henni framtíð argengi. Það er mikil gæfa hverjum manni að finna sér ungur starfs vettvang, þar sem hæfileikar hans fa notið sín við uppbygg- ingu þjóðþrifafyrirtækis sem gagna mun öldum og óbornum. Þeirrar gæfu hefur J.K. orðið aðnjótandi í ríkum mæli. Nú kann einhver að segja sem svo, að ekki beri að hlaða menn lofi fyrir það eitt að gera skyldu sína og standa í stöðu sinni, sem hann tekur laun sín fyrir. Að það sé aðeins stigsmun ur en ekki eðlismunur á milli verkamannsins, sem vinnur starf sitt af trúmennsku, og á æðsta embættismanni, á milli venjulegs bónda sem hefur rækt að og byggt upp jörð sína og á forstjóra mjólkursamlags. Hvorir tveggja eigi jafn mikið hrós skilið. Þetta sjónarmið á fullan rétt á sér. Eg vil því leyfa mér að segja það, að svo mjög sem J. K. á þakkir skildar fyrir það, hvern ig hann hefur rækt skyldustarf sitt í þágu eyfirzkra bænda þá bera honum þó ennþá meiri þakkir fyrir sum önnur störf hans, sem engin embættisskylda hefur borið honum að leggja á sínar herðar. Þar skilur á milli hins trausta starfsmanns, sem vinnur verk sitt af trúmennsku og brautryðjandans hins vegar, sem lætur sér það eitt ekki nægja, heldur leitar eftir og finnur óleyst verkefni sem stefna til almanna heilla og leggur til atlögu við þau án þess að hugsa um eigið erfiði eða ætlast til launa. En slíkur maður er Jónas Kristjánsson. í þessu sambandi nægir að geta um störf hans í búnaðar- og félagsmálum Eyfirðinga og sér í lagi í náutgriparæktarmálum, þar sem hann hefur af fádæma áhuga, ósérplægni og þraut- seigju unnið að og fengið bænd ur til að vinna með að því að treysta sjálfan grundvöllinn undir nautgriparækt héraðsins með kynbótum nautpeningsins. Á síðari árum hefur stofnun minjasafnsins á Akureyri átt mikið rúm í huga hans og tekið mikinn hluta af frítíma hans. Árangur þess starfs er einnig glæsilegur orðinn og mun það seint verða fullþakkað. Jónas hefur ekki verið einn um að leysa þessi verkefni, fjarri því, þar hafa margir lagt hönd á plóg, en þó held ég, að engum sé gert rangt til, þó sagt sé að hann hafi verið foringinn, sem hélt saman liðinu og átti drýgst an þátt í sigrunum. Og nú hefur Jónas náð að fylla sjöunda tug aldursára. Eg vil ekki segja eins og svo oft sést á prenti, að það komi öll- um á óvart, svo unglegur sé mað urinn. Satt er það að afmælis- barnið er enn beint í baki og létt í hreyfingum og hefur á sér hið fágaða, heimsborgara- lega yfirbragð, sem er annars býsna sjaldgæft í vorum breidd argráðum. En silfurgráir lokk arnir tala sínu máli um aldur- inn. Hitt skiptir meira máli, að andinn er enn á léttasta skeiði og áhuginn samur að vinna þeim málum lið, sem horfa til heilla landi og lýð. Og glaðværð in er hin sama, þrátt fyrir það að mótlætið hefur ekki alltaf farið fram hjá húsi hans. Eg vil að lokum aftur óska Jónasi til hamingju á þessum afmælisdegi, sem raunar eru engin tímamót í lífi manns, nema samkvæmt einum saman mannasetningum. Eg óska þess bæði honum og okkur hinum til handa, að honum endist sem lengst aldur og heilsa til að vinna að áhugamálum sínum og megi enn sjá marga fagra drauma rætast. II. E. Þórarinsson. ÞAÐ kemur engum á óvart, að tíminn líður og oftast talsvert hraðar en við gerum okkur ljósa grein fyrir. Sú staðreynd þarf því ekki að koma neinum á óvart, að Jónas Kristjánsson, samlagsstjóri, er sjötugur, fædd ur 18. jan. 1895. Þeim, sem fylgst hafa með störfum hans, þau hart nær 40 ár, sem liðin eru síðan Mjólkursamlag K. E. A. tók til starfa, bregður ef til vill ónotalega við, finnst tíminn hafa liðið ótrúlega fljótt, en ef þeh' gefa sér tíma til að staldra við og hugleiða þær breytingar og þau stórmerki, er orðið hafa á þessu tímabili, mun þá síður undra hraða tímans, þeir munu að minnsta kosti verða að við- urkenna, að þessir síðustu ára- tugir hafa ekki horfið sporlaust í tímans djúp. Óvíða er þessi staðreynd augljósari en hér í Eyjafirði, og þótt margir haíi átt þátt í að marka þessi spor, hafa fáir þar orðið drýgri en Jónas Kristjánsson. Þegar ég, veturinn 1925, ný- lega kominn til Ræktunarfélags Norðurlands, flutti erindi á bændanámskeiði í Kaupangi um mjólkurframleiðslu og mjólkursamlög, var mér tjáð, að mál þetta hefði þegar verið til umræðu hjá Kaupfélagi Ey- firðingar og að úti í Danmörku væri ungur Eyfirðingur við nám til þess að búa sig undir að veita þessum málum hér for stöðu. Það var hið fyrsta, er ég frétti til Jónasar Kristjánsson- ar, því þótt við séum jafnaldr- ar og báðir búfræðingar frá Hvanneyri, höfðu leiðir okkar ekki legið þar saman. Jónas mun hafa verið á Hvanneyri 1912—’14 en ég ekki fyrr en 1915—’17. Það var því ekki fyrr en eftir að Jónas kom heim frá námi sínu í Danmörku, að leið- ir okkar lágu saman, en síðan hef ég haft góða aðstöðu til að fylgjast með störfum Jónasar og þróun þeirra fyrirtækja, er hann hefur veitt forstöðu. Er það mín óbifanleg sannfæring, að fátt eða ekkert, er hér hefur gerzt í búnaðarmálum, hafi orð ið eyfirzkum bændum jafn happadrjúgt sem stofnun mjólk ursamlagsins, og að fáum fyrir- tækjum _hafi verið stjórnað af meiri hagsýni, árvekni og fyrir- úyggju. Er þáttur Jónasar í því fyrirtæki einn út af fyrir sig ærið hfsstarf og afrek. Þarf naumast þar um að fjölyrða, svo augljóst sem það ætti að vera hverjum kunnugum og hugsandi manni. Þegar þess er gætt hvílíkt á- tak og afrek stofnun og stjórn mjólkursamlagsins var og hef- ur alltaf verið, mætti ætla, að það hefði verið Jónasi kappnóg viðfangsefni, en því fer fjarri, að það eitt hafi nægt athafna- þörf hans. Jónasi var það Ijóst þegar í upphafi starfsemi sinnar við mjólkursamlagið, að það var ekki nóg að vinna úr mjólkur- framleiðslu bænda og koma henni í verð, það þurfti einnig að auka hana, stækka búin og umfram allt auka afköst og arð semi kúnna. Hann sá það glöggt, að þetta varð aðeins gert með öflugum félagssanr- tökum, og því beitti hann sér fyrir stofnun Nautgriparæktar- sambands Eyjafjarðar og hefur frá upphafi verið einn öflugasti aflvakinn í stjórn þess félags- skapar og nú um langt skeið formaður. Líklega lýsir ekkert betur á- huga Jónasar Kristjánssonar, framsýni, djörfung og þraut- seigju en hinn umfangsmikli þáttur hans í uppbyggingu þessa félagsskapar og má þá einkum benda á það, að sú mikla starfsorka, er hann hefur lagt þar af mörkum, er ekki lögð fram gegn gjaldi, heldur einvörðungu sem ólaunað auka starf eða hugsjónastarf, ef slíkt má nefna á þessum- algleymis- tímum efnishyggjunnar. Það er engin tilviljun, að þessi stofnun hefur í sumum efnum orðið fyrirmynd annarra hliðstæðra hér á landi og kenn- ir í þeim efnum jafnan áhrifa Jónasar Kristjánssonar. Þannig tók S. N. E. t. d. upp sæðingar á kúm meðan sú starfsemi enn mátti heita nýjung erlendis og löngu áður en aðrir hérlendir aðilar fóru inn á þá braut. — Þetta var djarft spor, því það braut alveg í bága við hefð- bundnar og rótgrónar venjur, engin reynsla hér til að styðjast við og mjög takmörkuð annars staðar. Nú held ég að engum blandist hugur um, að þessi ný- lunda er stærsta sporið, sem stigið hefur verið í kynbótum búfjár á þessari öld, eða allt frá því að erfðalögmál Mendels kollvarpaði eldri kynbótahug- myndum. Þótt þetta væri stórt og djarft framfaraspor, þá er þó uppbygging búfjárræktarstöðv- arinnar í Lundi við -Akureyri ennþá djarfara og lýsir fram- farahug og kappi Jónasar enn- þá betur. Kann ég þar glögg skil á, því að ég hef haft náin kynni af þeirri uppbyggingu svo að segja frá upphafi og veit hve mikið af því átaki, er þar hefur verið gert, hefur hvílt á Jónasi og mætt á starfsorku hans. Búfjárræktarstöðin er að -vísu hem afleiðing af sæðingun- um og má um það deila hvernig því framhaldi hefði verið bezt fyrirkomið. Um hitt verður ekki deilt að tilkoma stöðvarinn ar var mikið átak og merkileg nýjung í okkar búnaði og að hún hefur þegar skilað miklum og markverðum, hagnýtum ár- angri. Og meðan ég er við þetta heygarðshornið, verð ég að minna á svínabúið á Grísabóli. Það mun frá byrjun hafa verið algerlega hugmynd Jónasar og hann hefur stjórnað því frá upp hafi til þessa dags. Stofnun og rekstur svínabús- ins lýsir vel hugkvæmni og hagsýni Jónasar. Búið hefur undir stjóm hans þjónað tvenns konar megintilgangi. Skapað samlaginu markað fyrir lítt selj anlega undanrennu og lagt drjúgt til uppbyggingar búfjár- ræktarstöðvarinnar. Lengst af hefur svínabú þetta verið eitt stærsta og bezt rekna svínabú landsins, þótt það hafi líka stundum átt við talsverða örð- ugleika að etja vegna misjafnra starfskrafta, einangrunar, vax- andi reksturskostnaðar og óhag kvæmrar staðsetningar. Má vera, að þetta, og þó einkum hið síðasttalda, ríði því að lok- um að fullu, þótt það enn hafi tæplega lokið hlutverki sínu og mér virðist bærinn varla geta án þess verið. Þrátt fyrir öll þessi umfangs- miklu og tímafreku störf, hefur Jónas Kristjánsson látið sig margt annað varða í félags- og menningarmálum. Þannig var hann um langt skeið sjálfkjör- inn forgöngumaður í hinum ó- formlegu og frumlegu félags- samtökum Eyfirðinga, er Bændaklúbbur nefnast. Þá hefur hann haft aðalíor- göngu um stofnun Minjasafns- ins á Akureyri, safnað munum, séð um að fá þá flokkaða og skrásetta og loks útvegað þeim varanlegan og virðulegan sama stað. Hugsjónir Jónasar í byggðasafnsmálum ná þó langt út yfir þennan ramma, en ekki verður neinu um það spáð hér, hvort honum tekst að láta þær allar rætast. Þótt Jónas Kristjánsson hafi ekki beinlínis tekið mikmn þátt í opinberum málum, hefur á- hrifa hans gætt furðu víða og langt ut fyrir hans eigin starfs- svæði. Þannig hefur hann oft verið ráðunautur ríkisstjórna í mjólkurmálum og margsinnis verið kvaddur til ráðuneytis í önnur byggðarlög, þar sem ný- skipan þessara mála hefur ver- ið á dagskrá, og nú síðustu árin hefur hann átt sæti í Verðlags- ráði landbúnaðarins. Hér hefur aðeins verið stikl- að á stóru um viðfangsefni Jón asar Kristjánssonar og raunar sagt það eitt, sem er á allra vit- orði. Því skal hér aðeins bætt við, að Jónas er alltaf boðinn og búinn að leggja hverju góðu máli lið og er ávallt framúrskar andi góður og ötull liðsmaður hvar sem hann leggur hönd eða hug að verki. í daglegu fari er Jónas hæg- ur, hófsamur, yfirlætislaus, óá- deilinn og nánast hlédrægur, en þó skoðanafastur og heldur vel og með lagni á sinum málum og vinnst því vel. Léttur er hann í tali og glöggur á bros- legu hliðarnar á því, sem um er rætt eða fyrir augu ber, og hef- ur gaman af græzkulausri kímni. Nú er Jónas Kristjánsson sjö- tugur og því í fullum rétti, þótt hann hér eftir fari sér hægar og unni sér nokkurrar hvíldar. Veit ég þó vel, að enn er starfs- orka hans mikil og áhuginn nægur. Mér dettur þó ekki í hug að halda því fram, að ald- urinn hafi gengið fram hjá Jón- asi og ekki slævt þrek hans. Hitt mun sanni nær, að hann sé farinn að kenna nokkurrar þreytu eftir langt og erilsamt ævistarf. Lífið hefur ekki held- ur ætíð tekið á honum með silkihönzkum, en aldrei hef ég þó heyrt hann kvarta eða kveinka sér undan átökum þess. Það sem ég hygg, að hafi orðið honum drýgstur styrkur í andviðrum lífsins, er hinn ó- drepandi áhugi hans og starfs- löngun og sú meginregla, að mæta hverjum vanda og mót- gangi með aukinni sókn. Slíka menn fá fárviðrin hvorki beygt né brotið. Á þessum merkis tímamótum veit ég, að Jónasi Kristjánssyni berast margar þakkir og hlýjar óskir bæði hátt og í hljóði. Vil ég leggja mitt framlag í þann sjóð, þakka honum langt sam- starf og einlæga vináttu og óska þess að hann megi enn njóta langra og hóflega rólegra lífdaga og eigi enn eftir að sjá margar hugsjónir sínar og von- ir rætast. Ólafur Jónsson. 1 RONÁLD FANGEN EIRÍÍÍUR HAMAR Skáldsaga •ÍHSXSWStHKHKHKHjíH) — Svona illa gat það farið. Og ekki einu sinni hlutafélag. Hann hefði ekki haft vit á því, heldur áhugafélag, eins og ' það var víst nefnt. Hann hefði að minnsta kosti tapað herfi- lega, bæði hann Oli og margir fleiri. Svo að sjálf jarðeignin hans var í hættu. Og skuldugur var hann bæði hér og hvar, satt að segja. Og nú sneri rnálið þannig við, að hann, Börk- ur, vorkenndi öllum þeim, sem hefðu brennt sig á honum Óla Þórhallssyni. Þetta voru flestallt smábændur og efna- lausir menn, og af Óla Þórhallssyni fengju þeir ekki neitt, því að pólitískt gáfnaijós væri hann að vísu, en fjármála- viðskiptum hefði hann aldrei haft vit á. Þar væri Börkur honum miklu fremri ef svo mætti segja! Og nú hefði hann ákveðið (röddin varð hátíðleg, og hálflokuð augun) að hjálpa sambyggðingum sínum, þeir skyldu að minnsta kosti fá aftur eitthvað af tapinu sínu. Það væri annars ekki aðeins sveitungar hans, heldur einnig góðir menn hér í höfuðborg- inni, sem það myndi gleðja að fá dálítið upp í kröfur sínar. Eiríki skildist allt. Hann ætlaði þá að kaupa upp skuldakröfurnar á Óla Þór- Iiallson? — Einmitt! Einnig sökum Óla Þórhallssonar sjálfs! Það væri ekki sæmandi fyrir stórþingsmann að vera þannig skuldunum vafinn, hann gæti þá aldrei litið glaðan dag. — En Börkur ætlaði þá að afla honum glaðra daga? Grafalvarlegur, en dulinn hlátur fólst í lymskulegu smettinu: — Manninum eru ekki úthlutaðir eintómir glaðir dagar, því miður. En nú ætlaði Börkur að lagfæra þetta allt sam- an. Og einhverntíman myndi hann Oli Þórhallsson verða honum mjög þakklátur fyrir jrað, þótt hann annars vænti ekki þakklætis. Það væri ekki nauðsynlegt. — Jæja. Auðvitað. Þögn. Nú seig Börkur aftur niður í stólinn, og röddin varð hæg og hljóðlát. Hann hefði hugsað sér, að komizt yrði langt áleiðis með að bjóða 15 prósent. En hann myndi samt hækka sig upp í 20, ef þess gerðist jxörf. Þá gæti það orðið allt að því 10.000 krónur, og því vildi hann fórna. Því hann væri hjartagóður maður. Eiríkur sagði rólega: — Ef þér fáið þessar kröfur á hann — ætlið jrér Jrá að svipta hann jarðeigninni? Börkur spratt upp úr stólnum. iÞað hefði hann ekki sagt. Það hefði hann alls ekki sagt. Hann ætlaði að gera sveitungum sínum greiða, það hefði hann sagt, það hefði herra Hamar vonandi heyrt. — Já, hann hefði heyrt það. En hann væri ekki þess liáttar maður, að hann vildi láta bera mikið á sér, nafni hans ætti }rví að halda utangátta, Jxað væri bezt, því hann æskti ekki eftir þökkum. Hann væri nú þannig gerður. Hefði alltaf verið það. Allt í einu hafði hann lokið þessu öllu, rétti úr sér og varð rólegur og öruggur. Hann tók upp skjal og rétti Ei- ríki Jxað. — Hér hefur herra Hamar skrána yfir helztu skuldunaut- ana hans Óla Þórhallssonar, nöfn og heimilisfang — og upp- hæðina. Og svo afgreiddi hann Jxetta nauðsynlega fljótt og bráðlega. Helzt sem allra fyrst! Og Jregar svörin kæmu, skyldi Börkur ávísa peningunum til firmans, Jrá færi Jrað allt héðan um þeirra hendur. Það væri bezt. Hvort herra Hamar vildi svo annast þetta? — Ég skal líta á Jxað, sagði Eiríkur. — Líta á það! sagði Börkur og nam staðar. — Líta á það, já. — Jæja. Ég lít þá bráðum inn aftur. Hann gekk til dyra. Þar sneri hann sér við mjög píreyg- ur, deplaði augunum í sífellu og sagði: — Ef herra Hamar vissi, hve ljúft Jrað er að hugsa til fá- tæku sveitunganna minna, hve þeir verða glaðirl Það er sælla að gefa eh að taka, stendur í Ritningunni, og Jxað er sannleikur! Síðan hvarf Börkur á brott. Sá er sannarlega litsterkur, hugsaði Eiríkur. Hann gekk beina leið fram í forskrifstofuna, og í skjalasafni Fylkis fann hann hylki með nafni Börks. Þar kenndi margra grasa: Hann hafði einu sinn snuðað fátæku sveitungana sína í síldarkaupum, hreinn svikavefur, sem lá við að varðaði strangri refsingu. Óli Þórhallsson hafði tekið að sér málið Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.