Dagur - 20.01.1965, Blaðsíða 6

Dagur - 20.01.1965, Blaðsíða 6
6 - „Ólíkf höfumsf við á" (Framhald a£ blaðsíðu 8). í>essi aukning útflutningsbót- anna stafar af tveimur ástæð- um. Önnur ástæðan er sú, að mjólkurframleiðslan hefur vax ið ört síðustu 3 árin og mun nieira en nemur söluaukning- unni innanlands, sem er um 3% á ári. Á sama tíma heíur út- flutningur kindakjöts minnkað vegna minnkandi framleiðslu. Hin ástæðan er verðþenslan og þar af leiðandi hækkun fram- leiðslukostnaðar. Stafaði verðhækkun landbún aðarvara sl. haust eingöngu eða aðallega af hækkun á kaupi bóndans í verðlagsgrundvellin- um? Nei, meirihluti verðhækkunar innar varð vegna hækkunar á verði rekstrarvaranna. Þannig hækkaði, samkv. útreikningi Hagstofunnar, kjamfóður um 18,9%, tilbúinn áburður um 18,3%, girðingarefni um 17,1%, rekstrarvörur til véla um 15,7% og aðkeypt vinna um 21,9%. Kaup bóndans liækkaði aðeins til samræmingar við áður fram konmar tekjuhækkanir verka- manna, sjómanna og iðnaðar- manna. Getur íslenzkur landbúnaður flutt út vörur í samkeppni við landbúnað annarra landa? Eg geri ekki ráð fyrir, að hægt sé að framleiða liér mjólk eða mjólkurvörur til útflutn- ings á samkeppnishæfu verði. Vörugæðin eru hinsvegar sam bærileg við það, sem bezt þekk- izt erlendis. En ef tryggt á að vera að fullnægt sé neyzluþörf innanlands þegar illa árar í sveitum, verður að gera ráð fyr ir einhverri umfram-framleiðslu þegar vel árar, varla minna en 5—10%. Á ull og ’gærur eru engar útflutningsbætur greidd- ar og verð á þeim vörum hefur undanfarin ár verið hækkandi. Fyrir kjötið fékkst sl. ár ca. hálfviðri erlendis, miðað við innlenda markaðinn. Flutt voru út rúmlega 1400 tonn eða fram undir 15% af ársframleiðslu af kindakjötinu. Jafnframt er á það að líta, að kindakjöt, ull og gærur eru óaðskiljanleg fram- leiðsla. Og í heild voru útflutn ingsbætumar sl. ár ekki nema um 30% af hinu skráða verði. Erlendis fengust 70%. Eru landbúnaðarvörurnar eina framleiðslan hér á landi, sem nú stendur höllum fæti við samanburð erlendis? Nei, verðþenslan, sem hefur orðið síðustu árin, hefur haft þær afleiðingar, að nærri öll framleiðsla er dýrari en sams- konar framleiðsla í nágranna- löndum okkar. Sjávarútvegurinn fékk sl. ár verðuppbætur úr ríkissjóði, og þó eru her talin einhver beztu fiskimið í heimi og afköstin mjög mikil. Ýmiskonar iðnaður stendur mjög höllum fæti vegna innflutnings á erlendum vörum á lægra verði, þrátt fyrir tolla. fslenzk áburðar- og sements- framleiðsla, sem talin er til stór iðju, á okkar mælikvarða, þarf að fá mun hærra verð en hlið- stæð framleiðsla hjá nágranna- þjóðum. Það er víst Iíka liægt að fá mun ódýrara húsnæði er- lendis en það, sem hér er fram leitt nú. Verðþenslan og dýrtíð in segir allsstaðar til sín. Getur þú nefnt einhver dæmi þess, hvernig þjóðfélögin búa að landbúnaðinum í öðrum lönd um? Á Norðurlöndum eru styrkir til landbúnaðar margvíslegir, og sérstök áherzla lögð á að halda við byggð í sveitum. Eru styrk ir í Noregi t.d. langhæstir þar, sem búsetu- og framleiðsluskil yrði eru erfiðust. M.a. greiðir ríkið sérstaka verðuppbót þar sem svo stendur á. Sem dæmi um þetta í V.-Þýzkal. má geta þess að sl. vor var talið að 25% af brúttótekjum bænda væru beinir styrkir frá ríkinu. Niður greiðslur þá auðvitað ekki tald ar. Ef íslenzkir bændur nytu til svarandi styrkja, ættu þeir að fá 75—80 þús kr. hver að jafnaði. Auk þessara beinu styrkja sér vestur-þýzka ríkið um, að bænd ur fái allt að 90% af kostnaðar verði íbúðar- og peningshúss að láni með 1,5% vöxtum. í Bret- landi er landbúnaðurinn styrkt ur mjög mikið. Greiddar niður ýmsar rekstravörur, svo sem kjamfóður og áburður. Hár styrkur er greiddur til fjárfest- ingar í sveiíum og auk þess beinir framleiðslustyrkir til allra búgreina. Talið var, að þess- ar rekstrarvörur, framleiðslu- og fjárfestingarstyrkir hafi á sl. ári numið 80% af nettótekjum brezkra bænda. Ef íslenzkir bændur fengju þær netíótekjur, sem þeim er ætlaðar í verðlags grundvelli, væri hliðstæð tala hér um 130 þús. kr. Brezka verkamannastjómin liefur nú í hyggju að auka enn aðstoð við landbúnaðinn í þeim hémðum Bretlands, sem erfiðasta búskap araðstöðu hafa. Ólíkt höfumst við að, gæti Wilson sagt við suma ráðamenn hér á landi. Hvernig er að þínum dómi hægt að bæta framleiðsluað aðstöðu landbúnaðarins? Hægt væri að draga úr fram- leiðslu- og fjárfestingarkostn- aði t.d. með því að fella niður tolla af landbúnaðarvélum (10- 35%), greiða niður áburðarverð ið eins og nágrannaþjóðimar gera og stórbæta lánsfjármögu- leikana. Hér greiða bændur 6- 6.5% vexti í stofnlánadeild og að auki 1% stofnlánaskatt af landbúnaðarafurðunum, sem jafngildir 4% viðbótarvöxtum á öllum stofnlánadeildarlánum til bænda — á sama tíma sam v- þýzkir bændur greiða 1,5% vexti. Ef þetta væri gert og fleira að hætti annarra þjóða, þætfi mér líklegt, að sauðfjár- afúfðjínif 'jjðu samkeppnisfær ar á eríendum markaði. Eg er ráðherrunum sammála um að sú landbúnaðarpólitík, sem nú er rekin af ríkisvaldinu, standist ekki, segir Gunnar Guð bjartsson, formaður Stéttarsam hands bænda að lokum og þakk ar blaðið hin glöggu og eftir- tektarverðu svör hans. TIL SÖLU: ■ \?el með farið trommu- sétt og tveir armstólar. Uppl. í Vanabyggð 4E og síma 1-21-46. TIL SÖLU: Deutz-dráttarvél, 17 hest- afla, með gálga, skóflu og sláttuvél með vökvalyftu. Einnig K\ernelands hey- kvísl og heyýta. ■k/f Anton Jónsson, Naustum, Akureyri. Sími 1-29-58. TIL SÖLU. Dieselrafstöð, 220 volt, 12Ys k\v., þriggja fasa, riðstraiumur. Upplýsingar gefur Þórður Kárason, Hólum, sími um Bægisá. UNGLIN G ASKÍÐI og SKÍÐASKÓR til sölu. Enn fremur vandaður FATASKÁPUR. Uppl. í síma 1-26-07. TIL SÖLU: Skíði, skíðastafir og skíðaskór fyrir 10—12 ára dreng. Mjög lítið notað. Uppl. í síma 1-21-62. LÍTIL ÍBÚÐ óskast sem fyrst. Guðmundur Búason, sími 1-23-90. TIL SÖLU: Nýlegt vandað lnis við Kringlumýri. Veiti þeim, sem áhuga hefðu á kaupum, upplýs- ingar næstu daga. Ingvar Gíslason, hdl. Sími 1-10-70. PEYSUJAKKAR GOLFTREYJUR úr ull, margir litir. GOLFTREYJUR úr dralon, röndóttar, ný gerð. VERZLUNIN DRÍFA UNGBARNA- FATNAÐUR í miklu úrvali. VERZLUNIN DRÍFA HJARTAGARN er alull. Hlýtt í kuldanum. 9 stærðir, ótal litir, nýjar uppskriftir. Mjög fallegt úrval. Verzlun Ragnheiðar 0. Björnsson NÝKOMNIR: KARLMANNA KULDASKÓR úr leðri, verð kr. 496.00. Væntanlegt næstu daga: KARLMANNA SNJÓBOMSUR og SKÓHLÍFAR SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL H.F. ÍSLENZK-AMERÍSKA FÉLAGIÐ . AKUREYRI Fundur verður haldinn í Lesstofu Íslenzk-ameríska félagsins, föstudaginn 22. janúar 1965 og hefst kl. 8.30 e. h. FUNDAREFNI: Mr. Don Torrey, hinn nýi forstöðumaður Upplýsinga- þjónustu Bandaríkjanna á íslandi, flytur erindi sein hann nefnir: Review of U.S. History and the Devellopment of the American Character. Jafnframt verður sýnd kvikmynd, með íslenzku tali, úr þróunarsögu Bandaríkjanna. Félagsmenn. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN. TIL SÖLU: Opel Capitan, árg. 1960, í mjög góðu ásigkomu- lagi. Uppl. í síma 1-22-96. Auglýsingasími Dags er 1 -11 - 6 7 AKUREYRINGAR! - NORÐLENDINGAR! Höfum söluumboð fyrir Santeinaða gufuskipafélagið. Fyrsta ferð Kronprins Olav verður frá Reykjavík 17. apríl n.k. F erðaskrif stof an SAGA Skipagötu 13, Akureyri — Sími 1-29-50 Golfklúbbur Akureyrar! AÐALFUNDEIR sunnudaginn 24. þ. m. kl. 3.30 e. h. að Hótel KEA, Rotarysal. . 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Mikilvægt mál. Félagar! Fjölmennið og mætið stundvíslega. STJÓRNIN. 1

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.