Dagur - 20.01.1965, Blaðsíða 7

Dagur - 20.01.1965, Blaðsíða 7
7 A AÐ TAKA ÖLLU MEÐ ÞÖGN OG ÞOLINMÆÐI? TILEFNI þessara skrifa er, að ég fékk reikning frá Landsím- anum, þennan bláa miða, sem flestir símnotendur hafa fengið í hendur nú síðustu daga. Það er nú svo, að ef verzlun sendir mér reikning fyrir vörur, sem ég hef aldrei fengið, þá borga ég hann ekki. Með þennan símareikning gegnir öðru máli. Ef hann er ekki borgaður fyrir vissan tíma, er lokað fyrir sím- ann og þýðir ekkert að mögla. Það er nú svo, að maður vill helzt ekki borga fullt gjald, nema fyrir fulla þjónustu. Hvernig hefur þjónusta sím- ans verið að undanförnu? Það vita allir bæjarbúar. Hvað mik- ið sem á hefur legið, er aldrei hægt að treysta á símann. Það hefur þurft að bíða í lengri tíma eftir sóninum. Svo loks- ins er númerið valið, sem hringja á í, og maður fær allt annað númer. Biður auðmjúk- lega afsökunar á ónæðinu og reynir á nýjan leik, og allt fer á sömu leið. Svo er líka hægt að koma inn á samtöl, og dæmi eru til, að 4— hafa talað sam- an í einu. Nú langar mig að spyrja: Hafa allar þessar truflanir, í svo langan tíma, verið alveg óhjákvæmilegar? Eða er treyst á að notendur taki öllu með þögn og þolinmæði, og borgi meira að segja fyrir ónæðið? Auðvitað má segja, að þessi óþægindi séu í okkar þágu gerð, því sú breyting,'sem verður á stöðinni, verður til mikils hag- ræðis fyrir okkur notendur — FLUGFÉLAG ÍSLANDS, sem undanfarin tvö sumur hefur haldið uppi flugi um Færeyjar, hefur ákveðið að halda þeirri þjónustu áfram á sumri kom- anda og verður fyrsta ferðin far in frá Reykjavík 6. maí n. k. Áætlunarflugferðum Flugfé- lagsins til og frá Færeyjum í sumar verður þannig hagað, að skulum við vona. En skyldi það ekki vera kostur fyrir landsím- ann líka? Einhver starfsfólks- fækkun hlýtur að verða, en ekki hef ég heyrt minnst á lækkun afnotagjalds í því sam- bandi. En hvað um það. Núver- andi ástand með símann er óþolandi og óskandi að ráðin verði bót á því sem allra fyrst. Akureyri 15. janúar 1965. flogið verður frá Reykjavík hvern fimmtudagsmorgun, til Færeyja og þaðan samdægurs til Glasgow. Daginn eftir verð- ur flogið frá Glasgow, til Fær- eyja og þaðan eftir stutta við- dvöl til Reykjavíkur. í Færeyjum mun Flugfélag Færeyja annast afgreiðslu 'flug vélanna, en það hefur skrifstofu í Þórshöfn og einnig í Sörvogi á Vogey. í fyrrasumar hófst fíug til Færeyja 19. maí og stóð til loka september. Farþegar á flugleiðum Flugfélagsins til og frá Færeyjum voru 1485. Um þessar mundir eru í und- irbúningi allmiklar framkvæmd ir við flugvöllinn á Vogey. Flugbrautin verður lengd og ennfremur verður fjarskipta- búnaður aukinn og aðstaða bætt. Gert er ráð fyrir að þess- um framkvæmdum verði að fullu lokið 1. júní. □ ÞEIR TRYGGJA GÓÐHESTANA SAMVINNUTRY GGINGAR hafa fyrir nokkru auglýst trýgg- ingar á hestum og notá 'reið- menn í höfuðborginni sér þær og tryggja gæðinga sína. Reynslan hefur sýnt, að þess- ara tryggingar er full þörf. Hér við Eyjafjörð, og sérstaklega á Akureyri, er margt góðhésta og slys á þeim öðru hverju. Mætti því vænta, að þessi þáttur trygg inga yrði ýmsum kærkominn hér um slóðir. Forstöðumaður Samvinnutrygginga hér nyrðra, Jóhann Kröyer, sagði blaðinu nú í vikunni, að hestatrygging- ar myndu væntanlega hefjast mjög fljótlega, þegar hann hefði fengið í hendur nauðsynleg Plögg. □ - Vélstjóranámskeið (Framhald af blaðsíðu 1). skeið fá þeir réttindi II. vél- stjóra á fiskiskipum. Bókleg kennsla hefur farið fram á Bjargi, en hin verklega í húsnæði við Gránufélagsgötu. Forstöðumaður námskeiðsins er jafnframt aðalkennari þess, en auk þess kenndu Árni Krist- jánsson menntaskólakennari, Gunnar Ágústsson stöðvarstjóri í Skjaldarvík, Dúi Björnsson skátaforingi o. fl. □ RÚN 59651207 — 1 .:. Atkv. I.O.O.F. 1461228M; — Sk. Y. M. MESSA í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálm- ar nr. 223, 327, 112, 251 og 36. — P. S. ÆSKULÝÐSMESSA verður í Barnaskóla Glerárhverfis n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálm- ar nr. 572, 372, 318, 648 og 424. Ungmenni lesa pistil og guðspjall. Þess er óskað að foreldrar komi með börnun- um og ungmennunum. B. S. MYNDASÝNING Sunnudaga- skólabarna í Akureyrar- kirkju (kapellunni) kl. 5 e. h. miðvikudag. SUNNUDAGASKÓLI Akur- eyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 10,30 f. h. — Eldri börnin uppi í kirkjunni, yngri börn- in í kapellunni. — Sóknar- prestarnir. KRISTNIBOÐSHÚSH) ZION. Sunnudaginn 24. janúar. — Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn velkomin. Samkoma kl. 8,30 e. h. Allir velkomnir. I.O.G.T. Stúkan fsafold-Fjall- konan no. 1. — Fundur að Bjargi fimmtudag 21. þ. m. kl. 8,30 e. h. — Fundarefni: Vígsla nýliða. Rætt um þorra blót o. fl. — Eftir fund: Kaffi, leikþáttur og spurningaþátt- ur. — Æ. t. GOLFKLÚBBUR AKUREYR- AR heldur aðalfund n. k. sunnu dag að Hótel KEA. Sjáið nán- ar auglýsingu. AÐALFUNDUR Kvenfélagsins Hlífar verður haldinn föstu- daginn 22. janúar kl. 8,30 e. h. í Sjálfstæðishúsinu (uppi). — Venjuleg aðalfundarstörf. — Kaffi keypt á staðnum. — Stjórnin. SLYSAVARNARKONUR, Ak- ureyri. Gerið svo vel að koma bazarmununum og kaffipen- ingunum til einhverrar eftir- talinna kvenna, eigi síðar en 28. janúar n. k. Sigríðar Árna dóttur, Vonabyggð 5. Krist- rúnar Finnsdóttur, Ásveg 14. Fríðu Sæmundsdóttur, Mark- aðinum. Valgerðar Franklín, Aðalstræti 5. Sesselju Eld- járn, Þingvallastræti 10. — Nefndin. MINJASAFNIÐ. Opið á sunnu- dögum kl. 2—5 e. h. VESTFIRÐINGAR! Munið Sól- arkaffið í Alþýðuhúsinu n. k. laugardag. Sjáið nánar aug- lýsingu í blaðinu. ÞÓRSFÉLAGAR — GAMLIR OG UNGIR! Mætið á Gleráreyrum eftir hádegi á laugar- dag — til starfa við brennuna. — Mætið vel! DANSLEIKUR! Nemendur nýlokins Mót- ornámskeiðs á Akureyri halda dansleik j Alþýðu- húsinu n.þ. fimmtudags- kvöld _kl. ,9—2. e. m. ,, PÓLÓ .Qg ERLA leika og syngja.” • Vélstjórar. ÓDÝRT! ÓDÝRT! Seljum næstu daga ÞYKKAR KARLMANNAPEYSUR verð aðeins frá kr. 200.00 íslenzk ullarnærf öt HERRADEILD Eiginkona mín HELGA MAGNEA KRISTINSDÓTTIR frá Möðruvöllum, lézt að heimili okkar, Ásvegi 23, Akureyri, aðfaranótt 18. janúar. — Jarðarförin verður gerð frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 22. þ. m. kl. 1.30 e. h. Jóhann Valdemarsson. Faðir minn, BERGVIN JÓHANNSSON, sem andaðist á Fjórðungssjúkraliúsinu á Akureyri mánudaginn 11. þ. m. verður jarðsettur frá Svalbarðs- kirkju laugardaginn 23. þ. m. kl. 1.30. Fyrir hönd vandamanna. Jóhann Bergyinssón. Bróðir minn, SVEINN MAGNÚSSON, Þröm, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. janúar verður jarðsunginn að Kaupangskirkju fimmtu- daginn 21. janúar kl. 1.30 e. h. Steinar Magnússon. Kona úr bænum. Færeyjaflugið hefst aftur 6. maí Flugbrautin í Yogey verður lengd til muna FRAMLÖG í DAVÍÐSHÚS: — Ingvi R. Jóhannsson, Löngu- mýri 22, Akureyri, kr. 500,00. Ármann Dalmannsson og Sig- rún Kristjánsdóttir, Aðalstr. 62, kr. 600,00. Jón Sigurgeirs- son, Klapparstíg 1, kr. 500,00. Jónina Steinþórsdóttir og Ei- ríkur Sigurðsson, Hvannav. 8 Akureyri, kr. 1.000,00. Magn- ús Guðmundsson, Lækjarg. 9 kr. 200,00. Þórólfur Jóhanns- son og Snorri Jóhannsson, Byggðaveg 97, kr. 1.000,00. Páll Björgvinsson, Efra Hvoli Rang. kr. 100,00. Ingunn Ósk Sigurðardóttir, Efra Hvoli, Rang. kr. 100,00. Ragnheiður Pálsdóttir, Efra Hvoli, Rang. kr. 100,00. Helga Pálsdóttir, Efra Hvoli, Rang. kr. 100,00. Jónína Árnadóttir, Holtsgötu 6, Reykjavík, kr. 100,00. Þur- íður Árnadóttir, Holtsgötu 6, Reykjavík, kr. 100,00. Valde- mar Pálsson, Byggðaveg 89, Akureyri, kr. 1.000,00. Þór- oddur Jónsson, Akurbakka, S. Þing. kr. 200,00. Sigríður Guðmundsdóttir, Lokast. 20, Reykjavík, kr. 500,00. — Beztu þakkir. Söfnunarnefnd. FRAMLÖG f DAVÍÐSHÚS: — Degi hafa borizt þessar gjafir til Davíðshúss: Þórir Áskels- son, kr. 1.000,00. Jón Rögn- valdsson kr. 1.000,00. Kristján Rögnvaldsson kr. 1.000,00. Helgi Valtýsson kr. 1.000,00. Sigurður Óli Brynjólfsson kr. 1.000,00. Þórarinn Björnsson kr. 1.000,00. Eiríkur Brynjólfs son kr. 1.000,00. Erlingur Dav íðsson kr. 1.000,00. Garðar Guðjónsson kr. 1.000,00. Gísli Magnússon kr. 200,00. FRÁ SJÁLFSBJÖRG. Almennur félagsfund- ur verður haldinn að Bjargi mánudaginn 25. þ. m. kl. 8, 30 e. h. — Ræddar verða lagabreytingar o. fl. Félagar fjölmennið. — Stjórnin. , SKÍÐAKLÚBBURINN. Kvöld- vaka í Skíðahótelinu í kvöld (miðvikudag). — Farið frá Lönd & Leiðum kl. 8 e. h. — Allir velkomnir. Skíðaklúbb- urinn. - Austfirðingafélagið (Framhald af blaðsíðu 8). félaginu í Reykjavík að útgáfu Austurlands, tveim fyrstu bind unum. En síðan hefur Sögufé- lagið gefið út önnur 4 bindi. Þá lét Austfirðingafélagið gera brjóstmynd af Björgvin Guðmundssyni og nú er það að láta gera kvikmynd af Austur- landi, sem Eðvarð Sigurgeirs- son hefur unnið að og lokið að mestu. Eiríkur Sigurðsson og Jónas Thordarson hafa leið- beint um myndatökuna. Félags- konur hafa árlega haldið bazar og safnað fé fyrir félagið, þá hefur Suður-Múlasýsla þrisvar veitt styrk til kvikmyndatök- unnar, ennfremur Norður-Múla sýsla einu sinni og Neskaupstað ur. Félagar Austfirðingafélagsins á Akureyri eru 110 tals- ins. Afmælishóf félagsins verð- ur að Hótel KEA hinn 13. febrúar n. k. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.