Dagur - 23.01.1965, Side 8

Dagur - 23.01.1965, Side 8
8 1 ílér í „Skálanum“ sat skáldið lönguni við skrit'tir og hér rœddi hann við gesti. (Ljósm.: E. D.) og nam dyn tveggja heima Ávarp Þórarins Bjömsson- ar, skólameistara, flutt á liátíðarsýningu Leikfélags Akureyrar á 70 ára afmæl- isdegi skáldsins, en við það tækifæri veitti liann við- töku peningagjöf, er Leik- félagið gaf í söfnunarsjóð Davíðsliúss. FYRIR hönd Davíðshúss og þeirra, sem standa að fjársöfnun til kaupa á því, leyfi ég mér að færa Leikfélagi Akureyrar ein- læga þökk fyrir gjöfina og þá viðurkenningu, sem í henni felst, á þeirri hugmynd, að heim ili þjóðskáldsins góða, Davíðs Stefánssonar, skuli varðveitt eins og hann skildi við það. Mörgum er það áreiðanlega hug leikið, að svo verði, og sú mun og'hafa verið ætlun bæjarstjórn ar Akureyrar í upphafi. Með því að vinna að þessu máli er því aðeins fylgt þeirri stefnu, er bæjarstjórn markaði. Naumast þarf að taka það fram, að slíkt er ekki gert vegna skáldsins. Sjálfur hefur Davíð reist sér þann minnisvarða með ljóðum sínum, að þar þarf engu við að bæta. Það eru Ijóðin og maður inn að baki ljóðanna, sem gefa húsinu gildi, en ekki húsið, sem eykur gildi ljóðanna. Það er af tvennum ástæðum, sem við beitum okkur fyrir því, að heimili Davíðs Stefánssonar varðveitist. í fyrsta lagi gerum við það fyrir sjálf okkur, af tryggð og ræktarsemi og þakk- látsemi við það, sem hefur verið okkur mikils virði og okkur þyk ir vænt um. í öðru lagi gerum við það fyrir framtíðina. Auð- ævi þjóðanna eru fólgin í mögu leikum þeirra, efnislegum og andlegum. Það er meginskylda SKILJA OG STROKKA Reynihlíð, 22. janúar. — Hér hefir verið mjög óstillt tíðarfar að undanförnu. Hefir snjóað all mikið og rennt í skafla. f dag er austan hvassviðri og eins stigs frost. Akvegir í sveitinni eru allir ófærir og miklir samgöngu erfiðleikar. Engin mjólk hefir farið héðan í vikutíma, og het- ir orðið að g-'^z þes_ ráðs að (Framhald á blaðsíðu 2). hverrar kynslóðar að skila fram tíðinni sem flestum möguleik- um. Það er þess vegna,. að við viljum varðveita heimili þjóð- skáldsins og afhenda það fram- tíðinni. Enginn veit, hvað hún Þórarinn Björnsson ávarpar gesti í Davíðshúsi. kann að gera úr því. En íslenzk framtíð verður einum mögu- leika auðugri, íslenzk menning, vonum við, einni stoðinni styrk- ari, og mun sízt af veita í heims róti komandi tíða. f kvöld erum við hingað kom- in til að heiðra minningu Davíðs Stefánssonar og njóta anda hans einu sinni enn. í dag hefði hann orðið sjötugur, og miög hefði það aukið reisn þessa kvölds, ef hann hefði sjálfur mátt stiga hér á fjalirnar og flytja mál sitt með sinni hljómmiklu og hljóm fögru rödd og sínum fágæta glæsibrag. Fyrir ári gekk hann enn um á meðal vor. Þó að hann hefði lítið um sig, sást hann stundum á gangi í bænum, ofur lítið herÖalotinn, en fyrirmann legur, og oftast einn. Mitt í ys og þys aldarinnar hafði Davíð tekizt að skapa sér kyrrlátt um hverfi. Það var eitt táknið um sjálfstæði hans. En í þögninni, sem umlukti hann, heima á Bjarkarstíg, lagði hann hlustir við huldumáli lífsins og nam dyn tveggja heima. Hann var síður en svo áhugalaus um strío u.o- andi stundar, en jafnframt barxfc honum að eyrum ómur frá „ó- kunnu landi“, sem lagði honum fögur Ijóð á tungu. Og með hljóðlátri návist sinni veitti hann lífi þessa bæjar aukna fyll ing. Við hvarf hans varð sviðið allt auðara og eðlisþyngd bæjar ins minni. Annars mega Akureyringar minnast þess með þakklátum huga, hve bærinn þeirra hefur verið skáldsæll, ef nota má það orð. Andrúmsloftið við Eyja- fjörð vh'ðist skáldum hollt, því að þjóðskáldin tvö, Matthías og Davíð, entust hér vel og kváðu af háleitri andagift og fegurð til hinztu stundar. Má vera, að hlýleg kyrrð og náttúruunaður Eyjafjarðar sé skáldandanum frjór sælureitur. Og ef til vill er það ekki hending, að þau skáld, sem lýsa íslenzkum nátt úruunaði af mestum innileik, eru bæði sprottin úr eyfirzkri mold, þeir Jónas Hallgrímsson og Davíð Stefánsson. Og hjá báðum er það ekki aðeins nátt úran, sem á hug þeirra, heldur líka bóndinn og búið: líf manns ins og stríð í faðmi náttúrunnar. Davíð kom fram á tímamót- um í íslenzkri ljóðagerð. Miklir skáldjöfrar höfð'u lengi setið að völdum, og það var ekki lið leskjum hent að taka við merk- inu af Matthíasi Jochumssyni (Framhald á blaðsíðu 7). RÖDDIN ER JAKOBS í bókmenntum er oft talað um rittengsl milli höfunda. Sé skýrsla Efnahagsstofnunarinn- ar í París um íslenzk efnaliags- mál og þróun þeirra, sem lesin hefur verið í útvarp og birt í blöðum, lesin með atíiygli, leyn ir sér ekki hvaðan orðavalið er ættað og framsetningarmátinn kominn. Röddin er Jakobs eins og segir í Gamla testamentinu, þó að hún sé hér eðrum eignuð. Hvernig halda menn annars, að Efnaliagsstofnunin í París hafi komist að þeirri niðurstöðu að aukning á útflutningi eftir uppgripaafla á sjónum sé ein hverri sérstakri efnahagsmáln stefnu íslenskrar stjómvalda að þakka? En vegna ókunnugleika gerir Efnahagsmálastofnunin ekki athugasemdir við þessar upplýsingar og tekur þær sem góða og gilda vöru. Hún veit heldur ekki um útlitið á vinnu markaðinum um áramótin, og að útgerðin og vinnslustöðvarn ar berjast í bökkum. Hún seg- ir aðeins frá því, sem henni er sagt. Skýrsla Efnahagsstofnun- arinnar í París um efnahags- mál á fslandi, sem stjómarblöð in leggja kapp á að kynna lands fólkinu, er skýrsla Bjarna Bene diktssonar og hans samstarfs- manna í ríkisstjórn íslands. ÚTVEGSBANKAMENN VORU KÆRÐIR Saksóknari ríkissins hefur nú sent Sakadómi Reykjavíkur á- kæru á hendur hinum 5 stjórn armönnum Starfsmannafélags Útvegsbankans fyrir brot gegn lögum nr. 33 frá 1915 um verk- fall opinberra starfsmanna. — Það var hinn 2. nóvember sl. að starfsm. Útvegsbankans mættu ekki til vinnu til þess að mót- mæla ráðningu útibússtjóra á Akureyri. Bankaráð Útvegs- bankans taldi verkfallið ólöglegt og saksóknari hóf rannsókn í því. Hinn 8. janúar var málið tekið fyrir dóm. Mæltist sak- sóknari til þess að málinu yrði lokið með áminningu á hendur stjóm Starfsmannafélagsins. En stjórnin neitaði að taka áminn- Áköf oliuieit á botni Norðursjávar Hundruðum miiljóna króna varið til rann- sókna hjá 50 olíufélögum ÁKÖF leit að olíu og gasi er hafin í Norðursjó og mim hvergi í heiminum jafn ákaft leitað þessara auðlinda. Olíufélög, yfir 50 að tölu taka þátt í þessu leitarkapphlaupi, og er raunar nokkuð síðan þau fyrstu hófu leitina. Ekki er unnt að segja með nokkurri vissu, sagði norskur fyrirlesari nýlega, að olía finn- ist á botni Norðursjávar. Hins- vegar er auðsætt, að finnist þar olía, er hvergi styttra að flytja hana á öflugan og tryggan mark i.), sem fer ört vaxandi. í hin- um opinberu fréttum er sagt frá leiðangrum margra þjóða, og eru þeir mjög kostnaðarsamir, þegar um er að ræða leit á hafs botni. Hver borhola á allmiklu dýpi kostar t.d. 20—30 millj. norskar krónur, en 5—700 millj. norskar að virkja hana, ef um olíufund er að ræða. Talið er mögulegt að bora á 300 m. dýpi af fljótandi fleka. Evrópulönd framleiða nú um 6% af þeirri olíu sem þau nota. Olíuleit fer fram á ýmsum norðlægum slóðum í sumar m. a. við ísland, Jan Mayen og fr- land. □ ingu og var málið þá sent aft- ur til saksóknara og hefur liann nú afgreitt málið á þann hátt, er fyrr frá greinir. VÍSINDIN F.FLA ALLA DÁÐ Síðan liáskólarektor lýsti í vet ur þörf aukinna vísinda á landi hér, hafa ýmis blöð haldið þeim umræðum áfram og er það vel. Mbl. hefur t.d. í viðtölum leitt fram samhljóða vitnisburði um hina auknu þörf vísindalegrar menntunar og ranasókna. En Morgunblaðsmenn á Alþingi virðast hins vegar ekki hlynnt- ir bættri aðstöðu við þessa greih í verki. Þannig felldu þeir til- lögur Framsóknarmanna 8 millj króna framlag til byggingar á Keldum, fjárupphæð til iðnaðar deildar Háskólans, 0.5 millj. kr. til upplýsingaþjónustu fyrir at vinnuvegina, 0,4 millj. kr. tsl jarðfræði — og iðnrannsóltna, 0,8 millj. kr. framlag til Fiski- deildar og 0,2 millj. kr. til Bún- aðardeildar. Einnig felldu þeir 0,85 millj kr. framlag til Iðnað- armálastofnunar íslands, 0,9 millj. kr. tæknirannsókha o. s. frv. Að vísu er það virðingarvert að sýna áhuga sinn í orði, svo sem Mbl gerir. En betra hefði verið að sýna hann einnig í verki. ORT VIÐ LAT PÁLS ZOPHONÍASSONAR Ljós guðsdýrðar logar enn látnum yfir Páli Kindur, hestar, kýr og menn kveðja á sínu máli. H. J. MINNKASKINN OG FISKUR í málgagni Sölumiðstöðvar hrað frystiliúsanna er frá því greint að Danir fái nálega jafnmikið fyrir útflutt minkaskinn og fs- lendingar fyrir útfluttan fisk, eða 12—1300 millj. kr. í Danmörku er hlynnt að minnkarækt, en á fslandi er hún bönnuð með lögum. Þó hef ur fsland margfalda yfirburði hvað snertir fóðuröflun handa þessum loðdýrum, þar sem úr- gangur sjávarafurðanna er. STÁLSKIPASMÍÐIN Hér á Akureyri er smíði fyrsta stálskipsins, 335 tonna fiskiskips undirbúin af kappi í Slippstöð- inni lif.. Talið var fyrirsjáanlegt atvinnuleysi í sumurn greinum járniðnaðar, að því blaðinu hef ur verið tjáð. Hinsvegar munu þessir iðnaðarmenn ekki þurfa að kvíða atvinnuleysi á öðrum stöðum. Nú lítur út fyrir, að með stálskipasmíðinni þurfi ekki að óttast brottfluttning þessara góðu iðnaðarmanna okkar úr bænum og er það vel. — Ný stálskipasmíðastöð á Akureyri á að geta orðið stórkostleg lyfti stöng fyrir atvinnulífið í bæn- um. Því bcr að styðja að upp- byggingu hennar eftir mætti. SNJÓKÚLAN Kona ein í Brekkugötu segir svo frá: Eg hafði hallað mér stundarkon l.önd fyr (Framhald á blaSsíðu 7). SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.