Dagur - 24.02.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 24.02.1965, Blaðsíða 4
' 4 Skrifstofur, Hafnarstrœti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar li.f. Feti framar Á EÉLAGSRÁÐSFUNDI KEA á Akureyri á mánudaginn, þar sem mættir voru fulltrúar 24 félags- deilda, stjórn KEA, framkvæmda- stjóri og nokkrir deildarstjórar, flutti Jakob Frímannsson framkv.stj. yfir- litsræðu um starfsemi félagsins og hag á síðasta ári og eru það fyrstu op inberu fréttirnar af heildarstarfi sam vinnumanna við Eyjafjörð 1964. Vitn aði ræða framkvæmdastjórans um aukna hagsæld, aukið starf og að meiri framkvæmdir standa fyrir dyr- um cn nokkru sinni fyrr. Það þættu eflaust meiri tíðindi á þessum vett- vangi ef Kaupfélag Eyfirðinga væri að draga saman seglin svo lengi hef- ur félagsstarfið verið í vexti, bæði í verzlun, iðnaði og fleiri greinum. Á félagsráðsfundum þarf margs að spyrja, finna að eða hrósa eftir til- efnum og er mikils um vert, að það sé gert og málin upplýst að fullu til að eyða tortryggni, veita og þiggja hina nauðsynlegu fræðslu og koma nýjum hugmyndum á framfæri. Þessi gagnkvæma nauðsyn var vel rækt, svo senr vera ber. Og það er e. t. v. mest um vert í eyfirsku samstarfi og hefur verið frá fyrstu tíð, hve liið gagnkvæma traust stjómar og fram- kvæmdastjóra annarsvegar og hinna almennu félagsmanna hinsvegar er mikið og óbrigðult. Það hefur vissu- lega þolað tæpitungulausa gagnrýni og málefnalegar deilur um fram- kvæmdaatriði, og svo á það að vera innan samvinnufélaga. I slíkum um ræðum og einnig í árásum andstæð- ingann.a felst oft sjálfur vaxtarbrodd ur samvinnuhreyfingarinnar. Það er samvinnumönnum ánægju efni að hagur félags þeirra er góður og að ekki verður staðar numið í Iausn hinna óteljandi verkefna, sem sameinuð átök ein geta leyst. Sú hug sjón, sem allt samvinnustarf er byggt á, hefur aukið félagsþroska manna til að leysa margþætt vandamál svo ekki verður um það deilt. Samvinnustarf- ið hefur fært menn feti framar í mannlegum samskiptum, og á sviði fjármála og framkvæmda hafa al- þjóðasamtök talið samvinnustefnuna í framkvæmd, fljótvirkasta hjálpar- taekið til alhliða framfara í þeim lönd um, sem mestrar aðstoðar þurfa. Átta tíu ára samvinnusaga á íslandi, undir strikar baráttu og sigra samvinnu- manna. Norðlendingar þurfa þó ekki að fletta blöðum til að leita heimild- anna, því Jiar blasir sagan við augum —hið lifandi samvinnustarf — ekki síst hér við Eyjafjörð. Söfnun til híiskaupanna vel tekið og heldur áfram. „Fyrir okkur vakir að varðveita þá frjóu þögn, sem húsið býr yfir,“ segir Þórarinn Björnsson skólameistari í viðtali við blaðið NÚ er ár liðið síðan Davíð Stef ánsson skáld frá Fagraskógi yf- irgaf hús sitt, Bjarkarstíg 6 á Akureyri, sjúkur maður. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahús inu viku síðar. Ungur hafði hann kvatt sér hljóðs á þann veg, að hann snart hjarta hvers manns með fyrstu ljóðabók sinni, sem nú er búið að prenta -í meira en 50 þúsund eintökum. ísland hafði eignast mikið skáld er síðan varð dáðasta skáld landsins á þessari öld — e.t.v. óumdeildasta þjóðskáld íslend- inga fyrr og síðar. Hús Davíðs við Bjarkarstíg lét hann sjálfur byggja og þar bjó hann einn til æviloka. Hús- ið sjálft og hver hlutur smár og stór, sem í því var og er, var heimili hans eins og því hluti af honum sjálfum, ef það má orða svo. Þar er hið mikla bókasafn hans, þar eru hin ýmsu listaverk og fágætu munir af ýmsum og ólíkum tegundum. Þar er stein- gerfingur úr Glerárdal, fornar altaristöflur, málverk Sölva Helgasonar, útskurður Bólu- Hjálmars, ásamt því sem ný- tízkulegra er. Og þar eru líka munir þeir, sem skáldið notaði við störf sín, svo sem blýantur inn og pappírinn á náttborðinu, nær fullgert kvæði á borðshorn inu, undir strendu gleri, sem hann jafnan lagði ofan á hand- rit, er hann var með hverju sinni, penninn hans, tóbakspont an o. s. frv. Og þar er gamli stóllinn hans við stóran glugga þar sem sýn er fegurst út yf- ir Eyjafjörð. Þar sat hann löng um og vann, suma tíma þjáður og , þreyttur, en þar átti hann einnig náðarstundir. Hinn stór- brotni og engum líki einsetu- maður og skáldjöfur fannst manni fylla húsið sjálfur. Því gengu menn þar inn með nokkr urn kvíða, þegar skáldið var horf ið. En mönnum fannst þar hver hlutur lífi gæddur og helgur, svo menn drógu ósjálfrátt skó af fótum sér. Þannig er hús Davíðs og þannig viljum við, að það verði varðveitt sem opið hús fyrir alla þá menn og kon- ur, sem þangað vilja koma. Með því er unnið fyrir samtíð og framtíð. í húsi Davíðs þarf ekk- ert að „setja upp“ eða taka burtu áður en það er opnað al- menningi. Það er tilbúið og hver hlutur á sínum stað eins og skáldið gekk frá því hinzta sinn. Eins og oft hefur verið frá sagt, keypti Akureyrarbær hið mikla bókasafn Davíðs og þá að gjöf húsmuni, hina ýmsu gripi hans og listaverk, en hugðist flytja það allt burt úr húsinu og koma í geymslu þar til Amts- bókasafnsbyggingin nýja gæti tekið á móti því eftir nokkur ár. Fjöldi manna leit hinsvegar svo ó, að engu mætti sundra, heldur þyrfti að varðveita þann stað, sem var heimili og vinnu- staður þjóðskáldsins, óhreyfðan. Að þessu vinna áhugamenn með almennri fjársöfnun til húsa- kaupanna undir forystu Þórar- ins Björnssonar skólameistara og í samráði við forystumenn bæjarins, enda var það upphaf- lega vilji þeirra, að kaupa allar eftirlátnar eigur skáldsins í Bjarkarstíg 6 til varðveizlu. Blaðið sneri sér á sunnudag inn til Þórarins Björnssonar skólameistara og spurðist fyrir um þessi mál. Hvernig gengur söfnunin? Okkur hafa virzt undirtektir góðar. Margir, menn og konur, víðsvegar um land hafa óskað eftir að fá senda söfnunarlista. Til ýmsra annarra manna höf- um við einnig snúið okkur, sem yfirleitt hafa brugðist vel við og safna nú fé til kaupa á Dav- íðshúsi. Listanir eru því komn- ir mjög víða í sveitum, þorpum og kaupstöðum, en hafa auðvit að ekki skilað sér aftur. Söfnun in hlýtur eðlilega að taka nokk uð langan tíma. Hafa félög gengist fyrir söfn- un? Já, og er þá fyrst að minnast Davíðskvöldsins í Kópavogi. Víðar munu Davíðskvöld í und irbúningi, svo sem í Skúlagarði Akranesi og e.t.v. hjá nýstofn- uðu félagi í Reykjavík. Á þess um Davíðskvöldum er skáldið kynnt og jafnframt safnað til hússins. Slíkt tel ég heppilegt og á að vera gagnkvæmur ávinn ingur, segir skólameistari. Borg arbíó á Akureyri hefur einnig ákveðið að hafa sérstaka sýn- ingu til styrktar þessu málefni. Hvað er söfnunin orðin mikil nú? í sjóð til gjaldkerans okkar, Haraldar Sigurðssonar í Útvegs bankanum, mun vera komið um 200 þús. krónur. Þetta fé, er að mestu úr bænum og nágrenni hans og á þó áreiðanlega eftir að bætast hér við svo um mun- ar. Hvenær er ráðgert að opna húsið? Við eigum ekki húsið ennþá, en höfum fengið biðtíma hjá erf ingjunum, á meðan söfnunin stendur yfir. Nefndinni er það kappsmál að geta opnað Davíðs hús fyrir almenning með vorinu Þeir eru áreiðanlega margir, er þangað vilja koma og bíða þess að fá tækifæri til þess. Það verður enginn fyrir vonbrigð- um að koma í Davíðshús, frem ur en þá fáu daga, sem húsið var opið í vetur. í húsinu sjálfu þarf engan undirbúning. Þar er allt til, eins og það var og verður. Það heyrast nokkrar hjáróma raddir um það, að bókasafnið verði „grafið“ og gagnslaust í Davíðshúsi. Hvað segir þú um það, skólameistari? Fyrir mér hefur alltaf vakað, segir Þórarinn Björnsson, að fræðimenn gætu haft afnot af bókasafni Davíðs og gæti Amts bókasafnið greitt fyrir því. Eg gæti jafnvel hugsað mér, að ein stöku rnenn fengju að dvelja í húsinu, er þeir ynnu að ein- hverju því verki, sem vel hent- aði að vinna ó þeim stað. Og ég get líka vel hugsað mér, að rit- höfundar, sem vildu útiloka sig frá heiminum og lifa í þeirri kyrrð, sem Davíð skapaði sér í húsi sínu, fengju aðstöðu til að gera það. Þar yrði að sjálfsögðu ekki um fjölskyldur að ræða eða ys og þys af nokkru tagi. En þeir eru margir, sem þurfa að komast undan oki þvargsins, sem ætlar menn lifandi að 5 drepa. Þau þægindi, sem menn vanhagar mest um nú, er ein- mitt kyrrð og ró svo að hæfi- leikarnir fái notið sín. Það sem fyrir okkur vakir, er að varð veita þá frjóu þögn, sem húsið býr yfir. Það er því alveg frá leitt, að við viljum „grafa“ eitt eða neitt, heldur þvert á móti. Sá hluti af bókasafni Davíðs, sem fágætur er og dýrmætast- ur, yrði hvort sem er hvergi til almennra útlána. Hvað viltu segja um kostnað við Davíðshús í framtíðinni? Um þá hlið málsins er ég bjartsýnn og þess fullviss, að bærinn tapar ekki á Davíðshúsi þegar allt kemur til. Þó að Ak- ureyri sé fallegur bær og elsku legur, er ekki margt fyrir ferða menn að sjá og skoða. Fjöldi þeirra fer hér um, en á hér ekki viðdvöl. Eftir því sem bærinn eignast meira af verðmætum, sem vert er að skoða, eykur hann gildi sitt, sem ferðamanna bær. Straumar fjármagnsins eru margvíslegir og þótt Davíðs hús kosti fé, gæsla þess einnig og viðhald, kemur það aftur eft ir ýmsum leiðum til bæjarins. Hvernig fannst þér að koma í Davíðshús, þegar húsbóndinn var horfinn? Eg hafði ekki komið þangað frá því fyrir andlát Davíðs, þar til það var opnað almenningi á sjötugasta afmælisdegi hans hinn 21. janúar í vetur. Eg hálf kveið fyrir að koma þangað — kveið því að verða fyrir von- brigðum — en ég fann strax hina lifandi hlýju anda frá hverj um hlut. Það voru ekki aðeins hinar mörgu bækur eða ýmsu gripir, heldur einnig og ekki síð ur hinir ýmsu smúmunir, sem fylltu í eyðurnar, og tala til manns í þögninni. Hver maður verður þar, held ég, fyrir sterk um áhrifum, segir Þórarinn Björnsson skólameistari að lok um og þakkar blaðið viðtalið. E. D. - VERZLUN OC FRAMLEIÐSLA K.E.A. JOKST (Framhald af blaðsíðu 1). ins í Hrísey flutt í nýtt húsnæði áfast við gamla verzlunarhúsið og sú búð opnuð 28. janúar á sl. ári. Allar þessar breytingar hafa reynzt vel og ánægja ríkt með þær, sagði framkvæmdastjór- inn. Af framkvæmdum þeim, sem Gunnar Guðnason stjórnaði fundi. fyrir dyrum standa eða eru ekki komnar til afnota nefndi ræðu- maður tvær: Kjötvinnslustöð- ina nýju á Oddeyri, sem nú er verið að múrhúða innan og tek ur til starfa á næsta ári og nýja mjólkurvinnslustöð, sem byrjað verður á innan skamms. Báðar þessar framkvæmdir eru mjög fjárfrekar. Ennfremur gat ræðumaður ýmsra minni framkvæmda, þeirra á meðal húsnæði fyrir garnahreinsunarstöð, þar sem áður var málmhúðunarverk- stæði, breytingar á aðalskrif- stofum KEA o. fl. Um verksmiðjur félagsins sagði Jakob Frímannsson, að þær hefðu allar aukið fram- leiðslu sína, Efnaverksmiðjan Sjöfn þó mest. Afurðaframleiðsla drógst sam an á árinu nema mjólkin jókst um 6,5%. Innv. mjólkurmagn varð rúml. 18,5 millj. lítra. Út- borgað verð til framleiðenda á árinu var 84,4 millj. kr. í sláturhúsum félagsins var lógað nál. 41 þús kindum. Kjöt magnið var, þrátt fyrir meiri vænleika, 7,2% minna en árið áður. Ennfremur var gæru- og ullarinnlegg minna, í svipuðu hlutfalli. Jarðepli voru um 4 þús. tunn- ur, sem til geymslu komu á Ak Pylsugerðin jók enn sína starfsemi til muna. Félagið tók á móti svipuðu magni fiskafurða og árið áður. Freðfiskur í hraðfrystihúsun- um á Dalvík og Hrísey var alls 1.307 þús kg. Saltfiskur frá Hrís ey, Árskógsströnd, Hjalteyri, Grenivík, Grímsey og Akureyri var 332 þús. kg. Skreið frá Hrís- ey, Dalvík, Árskógsströnd og Akureyri 88.6 þús. kg. Framkvæmdastjórinn sagði, að sjávarafurðir seldust mjög greiðlega og væri á sumum stöðum ekki nándarnærri unnt að annast eftirspurnina erlend- is, birgðir hefðu því engar ver- ið um síðustu áramót. Svipað mætti segja um sauðfjárafurðir, en mjólkurafurðir seljast dræmt. Að lokinni skýrslu fram- kvæmdastjórans hófust umræð- ur, og lýstu ræðumenn ánægju sinni yfir góðu gengi félags síns og þökkuðu framkvæmda- stjóranum og starfsfólki vel unnin störf í þágu almennings, en gerðu síðan margvíslegar fyrirspurnir og athugasemdir, sem framkvæmdastjórinn svar- aði skilmerkilega. Verða þær ekki ræddar að sinni, nema þeirrar samþykktar fundarins getið, að „fundurinn beinir þeim tilmælum til stjórnarinn- ar, að hún hlutist til um, að mál þetta (þ. e. verðjöfnun á mjólkurflutningum) verði sent heim í deildirnar til umræðu á aðalfundum þeirra“. Því var fagnað á félagsráðs- fundinum, að enn hefur happa- sælt starf aukist hjá eyfirskum samvinnumönnum og framund tn mörg og verðug verkefni fyr ir hin traustu félagssamtök að fóst við og leysa, á grundvelli samvinnunnar. 1 RONALD FANGEN | IEIRÍKUR HAMAR | I Skáldsaga | <hSíhKHKBS<bSíhkhi< 15 CBSÍHSÍBKHSÍKHKHIÍHS En fyrst og fremst skyldi hann líka leggja til orrrtstu. . . . Þetta var að vísu furðuleg afstaða, að þeim Fylki, samherj- unum, skyldi lenda saman sem andstæðingum. En nú þurfti hann sannarlega á slíkri hressingarhvöt að lialda: Eiríkur var orðinn þreyttur á þessu öllu saman. Það var blátt áfram líkamleg kvöl að minnast fyrstu daganna hér á skrifstofunni. Þetta er engin rómantísk hólmganga, liugs- aði liann þá, engin heimskautaför og ævintýri, en hólm- ganga engu að síður. Hressandi gleðikennd vegna jress að viðskipti hans jukust, og fleiri og fleiri þræðir sameinuð- ust í höndum hans, og verk hans varð umsvifamikið — allt var þetta frískt og hressandi, og eitt var víst: Hann gæti ekki þolað að tapa neinu áþreifanlegu máli, þar sem Fylk- ir myndi reyna að koma höggi á hann, hann yrði að standa fast og traust á hverju Jrrepi. Málefni Bjarts var ekki hans málefni, — og sennilega yrði honum ekki bjargað, en hann yrði að minnsta kosti að reyna Jrað. — Þeir ætluðu að knýja hann til gjaldjnots, Jrað stæði Jrví um að afla honum fjár. Og Jrað ætti að geta tekist með aðstoð móður lians. Eiríkur fór til að hitta Bjart, Hann kom ekki heim fyrr en stundarfjórðungi fyrir fimm. Systir hans gæti komið á hverri stundu. Bjart hafði hann hvergi getað fundið, og einbeitni hans og áhugi var Jrorrinn. Hann var þreyttur, — svo Jrreyttur, svo Jrreyttur. Slíka J^reytu gat hann ekki munað frá nokkru sinni fyrr á ævinni, eitt- hvað svo óeðlileg, og honum virtist að engin hvíld gæti úr Jressn bætt, því Jressi þreyta átti eiginlega hvergi heirna, ekki í líkamanum, ekki í huganum, hún var fullteins mikið utangátta eins og í honurn sjálfum, — allur heimurinn og lífið sjálft var Jrreytt. Undan þessari þreytu gat hann ekki komist. — Get ég ékki fengið viskí og selters! öskraði liann og hugsaði um leið: Nú ertu víst all-langt áleiðis að verða drykkjumaður. Stúlkan kom þjótandi. Hann sá Jregar á svip hennar, að hún var bæði ráðleysileg og hálfskelkuð. Hún staðnæmd- ist hjá kringlótta tímaritsborðinu með hálfopinn munninn og glápandi áugu og spurði móð og másandi: — Var það ekki viskí og salters? — Einnritt! Og Jrað í hvelli, Jrví systir mín getur kornið á hverri stundu. Hún þaut af stað og kallaði um öxl: — Það liggur bréf á skrifborðinu! Bréf? Honum var meinilla við bréf. Eins og hann' fengi ekki meira en nóg af þeim! Honum varð hugsað til stúlkunnar, er hann gekk inn í vinnustofu sína. Henni virtist víst greinilega, að tilveran öll væri gengin úr skorðum. — Jæja, — bréfið var frá Edith. Hann stóð kyrr og liorfði á Jrað. Hann var ekki vitund forvitinn. Hann vissi hvað J)ar mundi standa, lnin sæi ef- laust eftir þessu og iðraðist auðvitað og vildi liefja nýjan leik og mynda sér nýja árásarstöðu. En Jrað vildi hann alls ekki. (Nú var viskí og selters og glas sett gætilega fram, og hann blandaði í skyndi og drakk, Jrað var gott ,hann drakk annan teyg, indælt). Nei, Jrað vildi h^iin ekki, Jrá væri betra að fá öllu lokið. Elvers vegna? spurði hann. (Eða réttara sagt: það var eitt- hvað innra með honum, gömul löngun til að vita, hvers vegna hann meinti Jrað, sem hann meinti?) Hann svaraði sjálfum sér hastarlega hér um bil því sarna sem í fyrra: Það kemur Jrér ekkert við. — Bréfið las hann ekki. Þá var lrringt. Hann tæmdi glasið og stakk bæði því og flöskunum inn í skrifborðsskápinn. Hlægilegur heigulshátt ur? hugsaði hann samtímis. Var hann ekki fullorðinn mað- ur, ög var nokkuð athugavert við það, þótt hann tæki sér glas? — En hitt var samt augljóst, að systir hans var lítil stúlka sem ekki Jrurfti að hafa nein kyrini af Jrví, Joó hann drykki viskíblöndu! Þau skyldu aftur á móti drekka gott rauðvín með matnum. Hún stóð í dyrunum, — hann fann nærveru hennar og sneri sér við og sá hana. Hann gat ekki kreist upp úr sér nein kveðjuorð, — Jrví hann þekkti hana ekki! Þetta var fullorðin stúlka, já, J)að hlaut hann að vita, framvindnan er hröð á Jressum aldri. En Jretta var tekin og hart leikin kona, ekki vitund ungstúlkuleg, — hamingj- an góða, hún var Jró rétt aðeins tvítug. Andlitið fyrst: lokað, augun vökuþreytt, vansvefta og brennandi, og ofurlítil sepamyndun fyrir neðan Jrau, varirnar voru litaðar rauðar, — og yfir allri persónunni var eitthvað —eitthvað,— hann kveið fyrir að hugsa orðið, — en Jrað var eitthvað lauslætis- drósarlegt — í fasi og klæðarburði. Það var ekkert eftir af systurinni hans, litlu blíðlyndu systurinn hans í hvítum og bláum og rauðum hnékjólum ,ekkert! — En verst þó af öllu: Þetta var hún, hann sá Jrað nú, bæði á augum og munni og líkamsvexti. Rödd hennar gerði honum hverft við á ný, vakti blátt áfranr líkamlega andtið hans. — Þú þekkir mig víst ekki aftur, sagði hún. Hún sagði Jretta nreð slíkri taminni kvenrödd, senr orðið hefir að sætta sig við nrikla skömnr: Ég er nú Jrannig. Og svo sagði hún Jxrð einnig skyndilega: — Þú verður að sætta Jrig við mig, eins og ég er, Eiríkur, — og hún lrló lrörð- unr gleðisnauðum lrlátri. Þetta gleðisnauða liljóð kom honum til að átta sig aftur. Hann tók rögg á sig'í einum rykk, svona hegðun var með öllu óhæf: — Velkomin Elín! Nei, Jrað er satt, ég Jrekki Jrig varla aftur. Nú eru líka nokkur ár, síðan við höfunr sézt. Nú varð rödd hennar dálítið eðlilegri, andlit lrennar einn ig ofurlítið sviphreinna. — Já, að hugsa sér, sagði hún. Það er langt síðan. Hún settist á armstól fast við skrifborðið. Hann sætti sig brátt við hana, enda Jrekkti hann hana nú aftur á ýmsum smámunum. Og nú varð honum ljóst það sem lrann hafði ekki áttað sig á, rneðan hún stóð í dyrunum: — hve van- bjarga hún var og óttaslegin. Þetta vakti hjá honum snefil af hinni gömlu ásthyggju lrans fyrir litlu systur: — Það var gaman að sjá þig loksins aftur, sagði hann og settist líka. — Það er gott, sagði hún. — Segðu mér, Eiríkur, eigum við að borða strax, eða gettirn við tekið okkur sopa í glasi áður?. Ég er svo taugakviksk. Þetta var of hlægilegt, hann gat ekki stillt sig um að hlægja. — Af hverju ldærðu? spurði lnin dálítið móðguð. — Jú, ég skal segja þér, að rétt áður en þú komst, um leið og jni hringdir, flýtti ég nrér að fela viskíflösku, ég var ný- búinn að fá mér blending, og ég vildi ekki að Jrú, litla sak- lausa systir mín, skyldir sjá Jrað. Þau hlógu bæði að Jressu, og það kom Jreim að nokkru haldi. Þau höfðu hér fundið einskonar samræðugrundvöll. Og nú varð auðveldara að spjalla. Hún sagðist gjarnan vilja portvínsglas (lélegur snrekkur, hugsaði Eiríkur), og hún fékk Jrað. Eiríkur blandaði sér nýjan „sjúss“. Hún hældi íbúðinni hans og hve hann hefði verið duglegur, að hugsa sér að hafa staðið sig svona vel. Síðan borðuðu Jrau og héldu áfram að spjalla um ekkert. Eiríkur vildi ekki spyrja, og henni veittist erfitt að kom- ast að erindi sínu. Það var ekki fyrr en eftirá, þau sátu inni í herbergi hans og drukku munkaveig og kaffi, að hún komst að efninu: — Veistu að ég hefi verið hér í borginni síðan löngu fyrir jól? — Hefirðu verið Jrað, Elín? — Já, enginn veit Jrað, og heima mega Jrau ekki vita Jrað. Vandræða þögn. — Það er karlmaður, skilurðu, sagði hún svo og Jragði aftur. Honum skildist, að nú yrði hann að hjálpa henni. — Hvaða náungi er Jrað? — Mig langar ekki- til að segja Jrað, en Jn'i verður að hjálpa mér, svo ég verð víst sarnt að glopra Jrví út úr mér. Það er framkvæmdarstjóri sem ég hitti í Lundúnum. Hann heitir Hinrik Rútur. Eiríkur fann að hann náfölnaði og hríðskjálfti fór um hann allan, hugstin hans varð algerlega lömuð, Jrað var allt líffærakerfi hans, sent án allrar skírskotunar til hugsun- ar hans og hugleiðinga birti honum í einu vetfangi, að þetta væri öllu illu verra, Jrað versta sem fyrir gat komið, ægiæs- andi svívirðing. — Hinrik Rútur, tautaði hann, skipamiðlarinn? Hún varð Jress vör, hve skelfdur hann varð og stirnaði einnig öll. I einhverri óljósri von hafði hún leitað til hans, Eiríkur myndi geta hjálpað henni. En nti var allt vonlaust á ný. Hún sagði aðeins lágt og hljómlaust. — Þekkir þú hann?. Eiríkur svaraði ekki. Hann sansaði sig smámsaman aftur, og hægt, mjög hægt varð hann gegntekinn furðulegri bræði, sem honum var óljóst, hvernig hann ætti að snúast r ið. Sem allra snöggvast beindist Jretta að systurinni: Að hún skyldi hafa getað lagt lag sitt við þann náunga, að Jrað skuli vera mögulegt, hann með sitt kvennska klæðasviptandi augna- ráð, með tóma ruddalega karldýrs-smettið, — hvílíkur smekk ur. Hvernig liafði hún getað kákað og klaskrað með tilfinn- Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.