Dagur - 24.02.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 24.02.1965, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Á SJÓVINNUNÁMSKEIÐINU á Akureyri. Leiðbeinendurnir Helgi Hálfnánarson og Friðþjóf- ur Gunnlaugsson í aftari röð. (Ljósmynd: E. D.) M*.. Starf American Field Service á Islandi AMERICAN FIELD SERVTCE er ópólitísk einkastofnun, sem gengst fyrir nemendaskiptum milli Bandaríkjanna og annarra landa. Starfsemin er þannig tvíþætt; annars vegar fá nemendur styrk til ársdvalar, dvelja á bandarískum heimilum og ganga í skóla, en hins vegar eru bandarískir unglingar sendir til tveggja mánaða sumardvalar í öðrum Iöndum. Á þeim sjö árum, sem ísland hefur tekið þátt í starfi Ameri- can Field Service hafa 92 nem- endur á gagnfræða- eða mennta skólastigi haldið vestur um haf, en hingað hafa komið 6 banda- rísk ungmenni. Þegar þessar tölur eru hafðar í huga dylst engum, að æskilegt er að fjöldi bandarískra nemenda á íslandi aukist að mun til þess að kynn- ingarstarf American Field Serv ice nái takmarki sínu. Það er þess vegna mikilvægt, að við íslendingar leggjum okk- ar skerf að mörkum í þessu starfi, en það getum við gert með því að taka á móti banda- rískum unglingum inn á heimili okkar. Sérhver fjölskylda, sem til greina kemur, fær því banda rískan pilt eða stúlku á aldrin- um 16—18 ára til tveggja mán- aða dvalar á næsta sumri. Viss skilyrði eru höfð í huga við val heimila, t. d. að einhver af heimilisfólkinu sé á aldrin- um 16—18 ára, að einhver tali ensku, og framar öllu, að skipti nemandinn finni að hann sé vel- kominn og litið verði á hann sem einn af fjölskyldunni. Hér að ofan hefur verið mið- Raforku- og stóriðju- nefndin nýja RAFORKU- og stóriðjunefndin nýja, sem skipuð er sjö alþing- ismönnum, er tekin til starfa. Blaðið hefur átt tal við Gísla Guðmundsson, alþingismann, sem á sæti í nefndinni. Hann sagði, að nefndin hefði haldið nokkra fundi, en k'vaðst ekki að öðru leyti vilja neitt um mál- ið segja að svo stöddu. Þess gat hann þó, að nefndin væri ekki skipuð af ríkisstjórninni, heldur væru nefndarmenn til- nefndir af þrem þingflokkum, eftir ósk iðnaðarmálaráðherra. að við að nemendur verði tekn- ir til sumardvalar. Ársdvöl kem ur einnig til greina. En ef til vill er æskilegt að byrja á hinu fyrrnefnda, þar sem enn hefur ekki fengist reynsla í þessum Hreppsfjóraskipfi á Raufarhöfn Raufarhöfn 22. febrúar. Starfs- menn frá Björgun h.f. vinna stöðugt við þýzka skipsflakið. Er nú búið að skera skips- skrokkinn í tvennt og er aftur- hlutinn laus af strandstaðnum, og er á floti á flóði. Ekki hefur enn tekizt að losa frampartinn. Ætlunin er að búa svo um, að báðir partarnir haldist á floti og koma þeim þannig í „slipp.“ Enginn sjór hefur kom- izt í vélarúmið og Ijósavél skipsins er alltaf í gangi. Gott veður hefur verið hér síðustu FÖLK HEIMSKAST MEIRA OG MEIRA Ófeigsstöðum, 19. febrúar Hér hafa verið geysilegar hlákur og snjóa leyst. Skjálfandafljót hef- ur þó ekki brotið af sér klaka böndin, eins og Lexá gerði nú í vikunni. Hinsvegar hafa vegir skemmst vegna vatnsflóða, sem ræsin hÖfðu ekki undan að flytja. — Farin var nýlega fjár- leit í Náttfaravíkur en ekkert fannst af fé. Hér er fábrotið líf og því fylg ir heilbrigði til líkama og sálar. Ein og ein kýr dettur niður í doða en rís upp aftur. — Eg hef verið að hugsa um hversu vax andi heimska og lenging skóla tíma fer ptvírætt saman. Það er viðburður ef gagnfræðingar af nýja tímanum eru sendibréfs- færir, svo ekki sé nú talað um annan þroska. B. B. MENN OG DYR Mörg dýr hafa fullkomnari skilningarvit en maðurinn. Hundar hafa næmara lykíar- skyn, laxinn er ratvissari, fugl- amir hafa betra jafnvægisskyn og leðurblakan hefur radar- kerfi og flýgur óhindrað í svarta myrkri, maurar eru félagslynd ari, en maðurinn hefur miklu þroskaðri framheila og þess- vegna meiri dómgreind. Maður- inn getur hugsað hærra og dýpra og gert greinarmun á réttu og röngu. Þessvegna er hann æðsta skepna jarðarinnar. Eitthvað á þessa leið mælti Páll Kolka á degi bindindissamtakanna ný- lega. ÞEGAR FRAAIHEILINNN ER TEKINN ÚR SAMBANDI En það er hægt að taka þetta furðulega og göfuga líffæri úr sambandi, sagði læknirinn, kúpla því frá svo máttlaus skrokkurinn verði eftir, stjóm- laus, máttlaus og viílaus. Eg hef oft orðið að gera þetta við sjúklinga mína, ef þurft hefur að gera á þeim holskurð eða taka af þeim lim. Þetta er ein falt mál. Maður lætur þá anda að sér nógu miklu af eter. Þá lamast framheilinn. Fyrst verða þeir örir og æstir, síðan mátt- lausir svo tungan í þeim drafar, síðan missa þeir sjón og heyrn og svo að síðustu meðvitund- ina. NASKYLT ETERNUM ER ÁFENGIÐ Mennirnir hafa sál og hún er ókaflega' undarleg, ekki hvað síst á því millibilsstigi æfinnar, þégar maður er ekki lengur krakki og þó ekki orðinn full- orðinn. Þessi mótunartími sem maðurinn býr að alla æfina er að mörgu Ieyti yndislegur tími. Eg vildi að ég væri ekki sjötug ur heldur 17 ára. En þetta æfi- málum hér á Akureyri og í ná- grenninu. Það er einlæg ósk American Field Service á íslandi, að Ak- ureyringar og þeir, sem búa í nágrenni bæjarins, íhugi þetta mál, en allar upplýsingar verða veittar hjá eftirtöldum aðilum: Snorra Péturssyni í síma 1,1432, Oddi Sigurðssyni í síma 1-1370 og Olafi H. Oddssyni í síma 1-1012. □ daga og hefur það létt undir við bj örgunarstarf ið. Hreppstjóraskipti urðu hér nýlega. Einar Jónsson lét af embætti fyrir alduvs sakir, en við tók Friðgeir Steingrímsson, héðan úr plássinu. Nokkrir smábátaeigendur eru að búa báta sína fyrir grásleppu veiði, þar sem verð á hrognum fer hækkandi. H. H. ÁYARP ÁFENGISNEYZLA þjóðarinnar er mörgum áhyggjuefni, ekki aðeins vegna hinnar óþörfu fjársóunar, sem henni fylgir, heldur fyrst og fremst vegna þeirra hörmunga, sem svo ótalmargir þjást undir af hennar völdum og vegna þess siðleysis og ómenningar, sem af henni leiðir. Niðurstöður þeirra tilrauna, sem gerðar hafa verið á vís- indalegan hátt um áhrif áfengis, gefa eigi aðeins vísbend- ingu, heldur leiða í ljós ótvíræða sönnun þess, að áfengis- neyzla lami heilsu og starfsorku manna, sljógvi dómgreind og valdi á stundum aldurtila. Hættan, sem af ofdrykkju stafar er flestum Ijós, en al- menningur virðist aldrei gera sér það eins ljóst og skyldi, að hófsöm neyzla áfengis er undanfari ofdrykkju. Mörgum tekst ekki að stöðva sig, þegar undan hallar og renna þá lengra niður en til var ætlast. Með félagslegum samtakamætti hefur íslenzku þjóðinni tekist að lyfta „grettistökum" í framfara- og menningarmál- um. Þjóð, sem vill halda sjálfstæði sínu og vernda þjóðerni sitt, þarf á þeim mætti að halda, ef ekki á að reka undan vindum og straumum. Bindindisvikan er viðleitni til þess að sameina hug al- mennings um nauðsyn endurbóta á þessu mikla vandamáli þjóðarinnar. Við undirritaðir heitum á þau félög og félagasamtök, sem við erum fulltrúar fyrir að gerast virkir þátttakendur í (Framhald á bls. 7). bKhWhKhKhKh>Þ<hKhKk«hKhs<hKh><h«hKhKhKh><hí<hKhí<h><hK skeið á sér mörg vandamál. Mann dreymir stóra drauma og ætlar að verða eitthvað fram úrskarandi mikið. Þó er maður á þessum aldri með einlwerja vanmetakennd gagnvart lífinu, vilja ekki viðurkenna það og fela það. Þessu fylgir oft upp- reisnarhugur gagnvart eldri kyn slóðinni og það er von, því full orðna fólkið er vandræðafólk. ÆSKAN ER STUTT OG KEMUR ALDF(EI AFTUR Svo er það svo undarlegt, að unglingarnir vilja oft sýnast fullorðnir fyrir tímann, gleym- andi því, að æskan er stutt og kemur aldrei aftur og fullorðins árin eru löng og verða mörg- um Ieiðinleg. Þegar maður er ungur, vill maður sýnast full- orðinn og þegar maður er full- orðinn, vill maður sýnast ungur. Svona er mannskepnan undar- leg. Þegar ég var í skóla þóttist enginn maður með mönnum nema liann gengi við staf. Nú á tímum ganga skólastrákar ekki með staf, þótt slíkt geti vel komið aftur í tízku. Nú nota sumir aftur á móti áfengi, eins og nokkurs konar montprik til þess að vera eins og karlamir, sem stundum hressa sig á áfengi af því skrokkurinn er farinn að stirna og æðarnar að kalka. Ungir inenn drekka líka stund- um til að yfirvinna feimni og verða frjálsmannlegri, og eru þá í sinn hóp státnir af því livað þeir eru ómótstæðilegir. Það er í hæsta máta eðlilegt að hugir pilta og stúlkna leiti saman. En það er í liæsta niáta óeðlilegt, að til þess þurfi pilt- arnir að vera sætkenndir, drukknir eða fullir og stúlkurn ar farðaðar og flennulegar eins og vændiskvendi í hafnarhverfi. HVER VILL VERA EINS OG VILLINAUT? ViIIinaut og bufflar berjast um hylli kvenkynsins þar til ann- ar flýr eða fellur. Það er eðlilegt að kvendýrið aðhyllist þann sterkari af því hann er hæfast- ur til að verja maka sinn og af- kvæmi fyrir rándýrum. En ung stúlka er ekki kvíga í naufa- hjörð, og því ættu yfirburðir í áflogum ekki að vera nein sér- stök meðmæli í hennar augum. Við skulum lieldur taka fugl- ana til fyrirmyndar. Þeir búast sínu bezta fjaðraskrauti, syngja og dansa fyrir framan maka (Framhald á blaðsíðu 7). GOÐ SILUNGSVEIÐI Reynihlíð 22. febrúar. Dágóð silungsveiði hefur verið í Mý- vatni að undanförnu. Veiðin hófst í byrjun þessa mánaðar, °g er veitt í net. Hafa allmargir bændur nokkrar tekjur af þess ari veiði. Fjölmennt og vel heppnað þorrablót var haldið í Skjól- brekku s.l. laugardagskvöld, á vegum Búnaðarfélagsins. Góð skepnuhöld og næg hey eru hér í sveit. P. J.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.